Heimskringla - 04.03.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. FEBRUAR 1925.
A læknisheimilinu.
— E F T I R —
GRACE S. RICHMOND.
Jóhannes Vigfússon þýddi.
Hjann fleygði sér niður á rauða sessu, rétt við j
fæturnar á Ellen Lessing. Þegar hann hallaði
sér aftur á bak, varð honum litið í augu hennar,
og þau horfðust í augu langa stund. Pálína sá
þetta og varð öfundsjúk.
Þegar Burns fór að tala, var hann utan við
sig, og talaði svo lágt, að hitt fólkið varð að lúta
áfram til að heyra það, sem hann sagði.
Því er ég ekki samþykk”.
Winifred brosti . Hin bláeygða, ljóshæfða,
digra og feita Pálína, leit út fyrir að vera eldri
en hin granna, beinvaxna, dökkjhærða, Ellen
Lessing, þó hún væri yngri.
Ungi maðurinn sem sat við stýrið, lyfti leður-
húfunni sinni þegar konumar komu. Ungfrú
Hempstead bað um leyfi til að mega sitja hjá
Ðurns, en Macauley hafði valið sér þetta sæti á
hinni fyrstu löngu ferð með nýju bifreiðinni.
‘‘En þegar við förum heim aftur”, bað unga
stúlkan, og Cacauley lofaði því nauðugur. Bums
sagði ekki eitt orð.
“Hann hagar sér eins og leigður bifreiðar-
stjóri”, sagði Pálína kvartandi, eftir fleiri áirang-
ursalusar tilraunir með að fá hann til að taka
þátt í samtalihu.
“Dettu út úr vagninum og brjóttu viðbein-
ið, þá veitir hann þér alla eftirtekt sína”, ráð-
lagði Chester.
Þeir komu til F. og óku að bezta greiðasölu-
húsinu, þar gengu allir inn til að neyta hádeg-
isverðar, að undanteknum Burns. ÍHjann var kyr
í vagnaskýlinu til að laga eitthvað, sem honum
líkaði ekki. Þegar þeir vru búnir að éta, át
hann dálítið af mat á tíu mínútum og hvarf
svo aftur hinum til gremju.
“Nú skulum við ganga eitthvað okkur til
skemtunar”, sagði Chester í skýlisdyrunum. “Og
konurnar vilja að þú sért með. Hvar hefir þú
augun maður? Ef að þér leiðist Pálína. þó að
hún sé viðfeldin stúlka, þá höfum við frú Less-
ing. Hún er mikilhæf — og hún hefir ekkert
athygli sýnt þér í allan dag. Það ætti að vera
aðlaðandi fyrir þig”.
“Farið þið og látið mig í friði. Eg ætla að
reyna að laga þetta dálítið, meðan Mac er fjar-
verandi”. Burns var snöggklæddur og ofurlítið
önugur.
“Þú ert vonlaus, ómögulegur”, sagði Chest-
er og fór aftur til hinna.
“Fjórar konur — og að eins tveir gamlir gift-
ir menn þeim til aðstoðar og skemtunar”,
sagði PáSína. “Það er þó skömm”.
“En við erum báðir miklu fallegri en Red”,
sagði James. “Og ég hefi næstum ekkert talað
við konu mína á allri leiðinni, svo mér finst að
þér megið vera ánægður”.
“Alls ekki. Og hvorugur ykkar er ekki líkt
því eins fallegur og Burns. Hann hefir þá feg
urstu andlitshliðmynd, sem ég hefi séð 1— ég fæ
sjaldan að sjá beint framan í hann.”
“En eldrauða hárið þá! Hvorki Chester eða
ég---------”.
“Það er alls ekki eldrautt; það — hefir sterk-
an dökkbrúnan lit”.
Macauley skellihló, og allir aðrir líka.
“Já, það er satt, það hefir sterkan lit. En
það hefir þann kost, að við þurfum ekki að
kveikja í Ijósberunum, ef við komum ekki heim
fyr en dimt er orðið. Hárið hans Reds veitir
sömu birtu og blys”!
“Eg ætla nú að sitja í þeirri birtu á heimleið-
inni”, sagði Pálína ánægð.
“Það verður þér til lítils gagns”, spáði
Chester.
PáJína komst að þeirri niðurstöðu að Burns
var sú gáta, sem hún gat ekki ráðið. Það var
eina gagnið, sem sætið veitti henni.
“Nú verðið þið öll að koma inn og neyta á-
vaxta og kaffis, og þeir sem heldur vilja steik,
geta fengið hana”, sagði frú Macauley, þegar
bifreiðin rann heim að húsi hennar.
“Eg vil steikina”, sagði Burns, “ef engin boð
bíða mín; annars--------”.
“Ef boð bíða þín, farðu þá, þú færð steikina
þegar þú kemur aftur”, sagði Marta. Hún var
ein af þeim konum, sem alla vildi gleðja — en
einkum Red, sem vár uppáhald Macauley’s og
Chesters.
Því ver biðu hans boð. Löngu seinna sáu
þau hann koma heim aftur.
Tíu mínútum síðar, kom hann gangandi yf-
iv flötina til þeirra.
“Ef það hefði ekki verið þessi steik — ” byrj-
aði Burns.
“Þá hefðir þú ekki komið”, endaði James
setninguna. “Flýttu þér nú inn og éttu steikina,
og máske þú hafir svo gaman af að umgangast
manneskjur á eftir.”
Hverju sem það var að þakka, þá var Red
mikið breyttur, þegar hann kom út í sólbyrgið.
“Hann er mjög aðlaðandi, lítill drengur”,
sagði hann. “Svart hár, hrokkið, dökk augu og
síð augnalok. Kinnarnar eru ekki vel bungu-
vaxnar; mjólk, egg og kjarngóður matur mundu
laga það. Hann er skapaður eins og engill —
dálítið of magur engill”.
“Um hvað ertu að tala, Red?” spurði James
Macauley.
“Og hann heitir Bob!” sagði Red. “Bobby
Burns — það var það, sem kom mér til að taka
áformið!”
“Er hann í tötrum?” spurði Chester og hin-
ar persónurnar.
“Fatnaðurinn — já, það eru bættar buxur
og föt og stöguð ullarskyrta. Og stráhattur,
svitafóðurlaus. Og innvortis eins stóra hjarta-
sorg og jafn ungur drengur er fær um að bera.
Að hugsa sér að vera að eins fimm ára og syrgja
ömmu sína jafn sárt.”
“H'vers vegna ömmuna?” spurði Winifred.
“Af því hún var sú eina, sem hann átti. Pabbi
og mamma voru dáin, og mamma bætti buxurn-
ar og stagaði í skyrtuna, og varð að neita sér all-
oft um mat, svo drengurinn hennar yrði ekki kinn
fiskasoginn. Og það gerði út af við hana.
“Nú, svo það er þetta, sem hefir amað þér i
dag”, sagði Chester.
“Já, það var drengurinn sem bjó í huga mín-
um”, svaraði Burns önugur.
“Hvar er hann nú?” spurði Marta, sem var
móðir tveggja drengja.
“Langar þig til að sjá hann, Marta?” Burns
leit til hennar.
“Auðvitað. Komst þú honum fyrir í bænum?
Ætlar þú að látta hann á> barnaheimilið?”
“Langar þig til að sjá hann, Winifred?”
Burns stóð upp.
“Red — við hvað áttu? Er barnið hér?”
“Komið þið öll saman, ef ykkur langar til
þess! Hann vaknar ekki; hann sefur eins og |
steinn, eftir góða kvöldmatipn sinn.
náði undir eins ást Cynthíu
komið þið”!
“Red er bezti Samarítinn í öllu landinu”,
tautaði James.
“Það munu fáir álíta”, sagði Pálína beiskju-
lega.
Þau gengu með hægð inn í húsið, og til svefn
herbergis Burns. Hann kveikti á lampanum og
lét ljósið skína á drenginn. Hann lá endilangur
á bakinu og hélt á svipu í hendinni. Hann var
mjög laglegur, sofandi eins og hann var, og
hlaut að vera meira aðlaðandi í vöku.
Burns benti brosandi á svipuna. “Hún var
það eina er líktist leikfangi, sem ég gat fengið
honum í kvöld.”
“Eg skal senda hingað leikföng í fyrramálið,
Red”, sagði Marta með rök augu.
“Komstu núna rétt með hann?” spurði Wini-
fred.
Burns kinkaði kolli. “Eg hafði ekki ætlað
mér að koma með hann hingað í kvöld — ef ég
á annað borð tæki hann að mér. En ég var að
vitja sjúklings í næsta húsi og leit inn til hans
Það réði úrslitunum”.
Drengurinn stundi sofandi, og Red slökti
ljósið.
Þegar þau gengu cfan tröppuna, snerti Ellen
Lessing við handlegg hans. Hann sá þann svip
í augum hennar, sem minti hp,nn á litla dreng-
inn er hann hafði sýnt henni.
Dr. Burns”, sagði hún, “viljið þér veita mér
“Nú, jæja, það getur máske lagast samt”, taut
aði James, en ekki nógu lágt. Augnabliki síðar
lá hann á bakinu í grasinu.
“Seg þú ekki slíkt”, tautaði Red. “hvorki nú
eða seinna*. Syo hló hann og lét James standa
upp.
Red opnaði augun næsta morgun. Hívað er
þetta? Hann hafði greinilega heyrt barnsrödd í
nánd við sig.
Hann leit við. Lítill drengur sat við hlið hans,
og stór, svört augu störðu hrædd á hann. Burns
áttaði sig nú og tók barnið í faðm sinn.
“Manstu ekki að þú komst heim með mér
í gærkvöldi, stúfur minn? Og þegar við höfum
neytt morgunverðar. förum við til bæjarins og
kaupmum smávagna og litla eimreið — hvað
segir þú um það?”
Það tók ekki langan tíma að breyta hræðslu
Bobs í gæfuríkar vonir.
Red var snillingur í því, að umgangast börn.
“Hér er ýmislegt handa litla drengnum”,
sagði Cynthia. Red stóð upp og tók á móti
böggli með fatnaði handa Bob.
“Fyrst verður þú að lauga þig”, sagði Red.
Svo reyndi hann að hjálpa þeim litla í fötin.
“Eg hefi aldrei verið í jafnmörgum flíkum
fyr”, sagði Bob, þegar þeir urðu þess varir að
,lítil flík með dinglandi sokkaböndum, var hæf-
ust fyrir að vera hnept á bakinu.
“Nei, ég veit það, en þú kemst að því hve
hentugt það er, að hafa eitthvað til að festa
sokkana þína í. Og hér eru ilskór, Bob, þú þarft
annars ekki sokka, en við förum til bæjarins í
dag til að kaupa. Nú eru það bláu fötin. Þú
átt eflaust að hafa þetta belti um mittið utan
yfir þessum jakka. En um hálsinn fer það illa.
Haraldur er á þínum aldri, en hann er stærri en
þú. En bíð þú barn, þú skalt bráðum verða
eins stór og hann”.
“Hendurnar mínar sjást ekki”, og Bob rétti
handleggina fram. Burns hló og bretti upp erm-
arnar.
“Eg ímynda mér að frú Lessing vilji fara
með þig inn í búð, þegar hún sér þig”, sagði
hann og reyndi að hnýta rauðu hálsreimina rétt.
En hreinn ert þú að minsta kosti, og ég vona að
þú sért svangur. Og nú verður þú að þakka mér
með þéttu handtaki fyrir það, að ég hefi
klætt þig”.
Hann opnaði faðminn og drengurinn lagði
Hann handleggina fast um háls þess manns, sem
guð blessi hana • hann áleit nú beztan í heiminum.
Þegar Burns var búinn að vitja sjúklinga
sinna, sótti hann Bob og frú Lessing í græna
tröllinu. Drengurinn og frúin voru jafn glöð, þeg-
ar þau komu til hans og leiddust.
“Hve marga peninga heldur þú að Ellen hafi
tekið með sér?” spurði Marta, meðan hún og
Winifred horfðu á eftir þeim.
“Það veit ég ekki, en Red gefur henni ekki
leyfi til að gefa drengnum alt, sem hún vill.”
“Þú mátt vita, að hann veit ekki um það.
Hann lætur hana fara úr vagninum hjá ein-
hverri búðinni, og heldur svo áfram til sjúkra-
hússins. Hann fær að sjá Bob í silkisokkum og
hvítum léteftsfatnaði.”
“Eg fyrir mitt leyti held, að hann fylgist með
þeim. Og hann fær Ellen til að hlýða sér líka,
má<tt þú vita.”
Og Winifred gat rétt til. Red ætlaði ekki
að missa af tækifærinu til að læra nýja siði.
. “Þér eruð því líklega ekki mótfallin, að ég
verði ykkur samferða inn?” spurði |hann, og
frú Lessing svaraði blátt áfram:
“Nei, alls ekki. Við munum þurfa ráðlegg-
inga yðar.”
Hún fór með hann inn í litla en fallega búð,
svo Burns þótti nóg um.
“Þér ætlið líklega ekki að gera Bob að barna
glingri?” hvíslaði hann.
“Nei, nei! Því þér ætlið líklega ekki að geyma
þá miklu ánægju að útvega drengnum ný föt. Eg -iann í glerskáp, dr. Burns^
þekki þesskonar.”
“Auðvitað”, svaraði hann ánægður. Eg von-
aði að þið, konurnar mynduð taka það að ykk-
ur.”
“Leyfið mér að vera einni um það”, bað hún.
“Hinar hafa börnin sín; það yrði að eins fyrir-
höfn fyrir þær. En ég get ekki sagt yður hví-
lík ánægja mér væri að þessu”.
“Ef þér viljið, þá skal ég fara með yður og
Bob og mig”, svaraði hún, og svipur hennar
sagði honum að hún meinti þetta. Honum datt
í hug, að það kynni að verða skemtilegt fyrir sig
líka.
“Svo Ellen á þá að útvega drengnum fatn-
að?” sagði James við Chester og Burns, þegar
konurnar voru gengnar til hvíldar. “Það er auð-
velt að skilja hvers vegna hún vill það. Litli
drengurinn hennar væri nú á Bobs aldri, ef hann
hefði lifað. Það var sorglegt að missa hann, svo
stuttu eftir dauða Jacks.”
Burns leit til hans. “Ó, er það þess vegna?
Eg vissi ekki að hún hafði mist barn. Bara að
hún fái honum ekki hvít föt, því á hans aldri
kunna drengir við að velta sér í moldinni”.
“Ellen er skynsöm kona”, sagði James hlý
lega. “Máske hún arfleiði hann
rík”.
En nú sagði Red ákveðinn.
“Afsakaðu — ég á drenginn! Sagði ég ekki
að nafn hans væri Róbert Burns? Henni er vel-
komið að útvega honum föt, en hún fær hahn
ekki”.
“Nei, síður en svo! Eg ber nú traust til yðar,
| en mér finst að það muni samt réttast að gæta
iyðar.”, sagði hann.
Fyrst kom nærfatnaðurinn. Frú Lessing byrj-
aði með því að líta á þunnan fatnað, sem var
svo smáger að Burns þreifaði1 grunsamlega á
; honum.
“Silki?” spurði hann.
Hún hristi höfuðið og reyndi að vera alvar-
| leg. “Nei, nei — að eins einstöku þráður hér
|og hvar. Megnið af því er lín. Hér eru önnur
með dálitlu af ull í — við verðum að hafa ein
fyrir sumarið og önnur fyrir veturinn, eins og
þér vitið.”
Svo komu sokkarnir, og nú lét Burns hana
ráða.
Svo var tekið mál af Bob og hann reyndi fatn
að úr bláu klæði og gulu lérefti, og sá síðari lík-
aði Burns. En þegar hárauð peysa kom til skjal-
anna, mótmælti hann alvarlega.
“Nei — þetta er ekki hentugt, frú Lessing”,
sagði hann.
“En þessi litur á svo vel við hárið hans og
augun”.
“Hann skemmir ekki hárið hans, en augun,
hún er mjög' þegar sólin skín á hann. Ef börn væri ekki látin
klæðast þessum lit, yrði færri sem þyrftu að
brúka gleraugu síðar meir”/
Frú Lessing hlýddi strax, og Bob fékk gul-
brúna peysu í staðinn.
“Já, nú held ég að við séum búin,” sagði hún.
Burns leit á hana.
“Engan hvítan klæðnað?” spurði hann.
“Eg vissi ekki hvort yður mundi líka þeir, en
ég hefi beðið um þrjá”, sagði hún og roðnaði.
“Þeir eru tilgerðarlausir og auðvelt að þvo. Er-
uð þér mótfallinn þeim?”
“Nei, það er ég ekki. Svo fóru þau í skóbúð
og Bob fékk þrenna eða ferna skó.
Að síðustu komu þau í leikfangabúð. Bob
var yfirburöa glaður. Frú Lessing vildi fylla
fangið hans, en fékk ekki leyfi til þess.
“Hann getur fengið lestina”, sagði Burns.
“Áhalda kassann og byggingakubbana gef ég
honum, og það er nóg.”
“Er hann ekki of ungur til að fara með á-
höld”, sagði frú Lessing og þreifaði á sagartönn-
um.
“Eg hefi nóg af umbúðatuskum í skrifstof-
unni minni”, sagði hann hlæjandi. “Hann hefir
nú fengið meira en nóg. Forðist þér freistinguna,
frú Lessing. Komdu Bob.”
Bob sat ríðandi á snotrum rugguhesti, og var
kominn að því að gráta. Frú Lessing gekk til
hans, og hann hvíslaði einhverju að henni. Hún
gekk til Burns.
“Doktor Burns”, sagði hún. “Þér munið lík-
lega ekki, hve vænt drengnum þykir um ruggu-
hesta. Það skemmir ekki uppfyndingagáfu hans,
þó hann fá<i einn”.
“Hvað kostar hann?”
“Hann er ekki dýr, og það er ágætur hestur”.
Burns bað kaupmanninn nefna verðið. Svo
sagði hann lágt:
“Yður finst fimtán dollarar ekki þess verðir
að minnast á þá4 en gætið þess, að í gær átti
Bob ekkert leikfang”.
“Þess vegna langar mig til að gefa honum
þetta — og hann gleymir ekki hestinum — lítið
á augun hans”.
“Þér horfið of mikið á augun hans — og get-
ið ekki veitt þeim mótstöðu”.
Hann varð sjálfur að líta niður, því hann fann
að hann gat ekki veitt augum hennar mótstöðu.
“Dr. Burns, viljið þér ekki slaka til? Þér
hafið alt af fengið að ráða”.
Hann brosti, því nú hafði liann sjálfstjórn
sína aftur. “Nei, nú er Bob einhleyps manns
drengur, og verður að alast upp eftir einhleyps
manns hugsjónum”, sagði hann. “Verið þér nú
skynsamar og látið drenginn ekki fá meira í
dag.”
Hún gekk út og leiddi drenginn. Þau voru
bæði ungleg. Honum fanst hann hafa verið of
liarður við þau. Hann ók af stað með hraða.
“Ert þú nú ekki glaður?” spurði hann og leit
á Bob.
Bob kinkaði kolli með vangnalestina í fangi
sínu, en Burns gat ekki séð andlit hans sökum
stóra hattsins.
“Byggingakubbana er gaman að hafa, er
það ekki?”
Aftur var kinkað kolli.
“Líttu á> mig, Bob”!
Drengurinn hlýddi hikandi, og Burns sá stórt
tár renna niður kinn hans.
“Hvað er að, Bob?”
Ekkert svar.
Burns leit á Ellen Lessing bak við Bob, en hún
horfði á drenginn og mætti ekki augnatilliti
hans. Hhnn sá nú þá fegurstu hliðmynd, sem
hann hafði nokkuru sinni séð.
Græna tröllið kom nú að götuhorni, en sneri
nú til hægri í staðinn fyrir til vinstri, og litlu
síðar voru þau fyrir utan leikfangabúðina aft-
ur. Burns gekk inn í búðina, kom svo út aftur
og búðarþjónn með rugguhestinn.
Það var naumast að hann gæti fengið pláss
við fætur frú Lessings, en þegar ekið var af
stað, laut Bob niður, klappaði svarta makkanum
og hló glaðlega. Red leit á Ellen bak við
drenginn.
“Nú eruð þér líklega glaðar aftur?” spurði
hann. “Því þá verð ég að viðurkenna, að ég hefi
fengið laun mín fyrir það, að ég í eitt skifti slepti
fræðikerfi mínu.”
“Þökk fyrir”, sagði hún alúðlega. “Og ég
hefi fengið mín laun, af því ég reyndi að vera
skynsöm.”
Hann hló ánægjulega.
“Nú ElleíT’, sagði Marta systir hennar. “Var
ferðin eins skemtileg og þú bjóst við?”
“Hún var mjög viðfeldin”, svaraði frú Less-
ing.
“Var R‘ P. eftirlátsamur?”
“Eftirlátsamur held ég sé ekki það rétta orð.
Hann var kurteis, vingjarnlegur og skemtilegur,
þangað til við byrjuðum á kaupunum. Þá varð
hann grunsamur — og dálítið skipandi.”
“Fékst þú ekkert samkvæmt þínum vilja?”
spurði systirin forvitin.
Ellen leit á hana, og Mörtu fanst, að hún
hefði um langan tíma ekki séð þenna fjörlega,
skemtilega svip í augum hennar. “Heldur þú
máske að við höfum lent í áflogum út af því, sem
við keyptum?” spurði hún brosandi. “Nei, okk-
ur kom saman um næstum því alt. Og þar sem
okkur kom ekki saman, sýndum við bæði tilslök-
un”.
“Það hefir verið á þann hátt, að þú hefir
slakað til? Því ég þekki Red.”
“Þér skjátlar. Við slökuðum bæðí til”.
“Eg á bágt með að trúa því”, sagði Marta
og hristi höfuðið.