Heimskringla - 29.04.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.04.1925, Blaðsíða 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIK COUPONS OG UHBÚÐIR royau, CROWN — SendiíS eftlr vertslista til — ROYAL CROWN SOAP LTD. 654 Main Street Winnipeg. -,TD'> j >eg. ’ j VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAt, CROWN — Sendi?5 eftir vertJlista til — ROYAL CROWN SOAP LTD.f 654 Main Street Winnipeg. XXXIX. ARGA2ÍGUR. WEXNIPBG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINX 29 APRlL, 1925. NOMER 31. Hinn þekti fjármálamaSur, Sir Augustus Nanton lézt a8 heimili sínu í Toronto á föstudagsmorguninn var Nýrnasjúkdómur varö honum að tana. Sir Augustus fluttist héðan til Toronto síðastliðið hiust, er Sir Edmund Osler, bankastjóri Dominion Eankans dó, til þess að taka sæti hans. Mestan hluta æfi sinnar lifði Sir Augustus hér í Winnipeg, kom hing- að 1884, 24 ára gamall. Hann var sleginn til riddara 1916. Jarðarför hans fór fram í gærdag, hér í Winnipeg, með hinni mestu við- höfn og að viðstöddu miklu fjöl- menni. hefðu brugðist vel við og hjálpað drengilega. Hefðu þeir gefið $14,- 000 í peningum og ..m $20,000 í föt- um og mat. Frá Saskatchewan berst sú fregn, að meðlimir S. G. G. A., Farmers’ Union Lodges, og 'fl. félaga séu að gera með sér samninga um að stofna eggja og alifugla samlag. Vænta þeir sér hins bezta af félagsskapnum, enda er þeim það vafalaust óhætt ef einungis sæmilega er á haidið. Er sagt að sérstaklega konur bænda hafi verið þessa hvetjandi i mörg ár. Frá London er simað að Haig mar- skálkur og jarl, ætli sér til Winnipeg i júlímánuði í sumar til þess að vera við hátíðahöld er uppgjafahermenn efna þá til. — Frá Ottawa er símað 27. þ. m., að þar séu samankomnir embættismenn og fulltrúar frá 17 velgerðafélögum, til þess að reyna að létta allra sár. tistu hörmungunum af hinum hungr. uðu og hálfnöktu námumönnum í Nova Scotia, og fjölskyldum þeirra. Borgarstjórinn í Ottawa, I. P. Balharrie var forseti á fundinum og kvað það gleðja sig hve Ottawabúar Frá Ottawa er símað 28. þ. m., að Bracken forsætisráðherra Manitoba se þangað kominn, til þess að tala við stjórnina um fylkisins gagn og nauð- synjar. Þrjár þingsályktanir er sagt að hann ætli að ræða þar, eystra. Eru þær um fullnaðarlagningu Hud- sonsflóa brautarinnar, skatt á ríkis- iöndum í fylkinu og hjálp til námu. mannanna í Glace Bay í Nova Scotia. Þá mun og eitthvað verða skrafað um skógarleigumál J. D. McArthur’s. Hefir hann verið um nokkurn tíma í Ottawa, en ekki al- mennilega gengið saman með hönum og stjórninni. STJORNMALAFRETTIR. frá'ýmsum LÖNDUM. Bretaveldi. ALLSHERJAR VERKAMAJJNAFUNDUR Allsherjar verkamannafundur var haldinn nýlega í Gloucester á Eng- landi undir forystu Ramsay McDon- alds fyrv. forsætisráðherra. Öllum kom foringjum flokksins saman um það, að flokkurinn myndi aftur komast til valda við kosning- arnar 1929. Urðu miklar umræður um það hvert flokkurinn ætti að taka við stjórn, ef hann hefði ekki al. gerðan meirihluta i þinginu (eins og síðast) McDonald lagði ekkert til málsins, en ýmsir af þeim er róttæk- astir eru, og sérstaklega John Wheatley héldu því fram að flokk- urinn ætti alls ekki að takast það á hendur að mynda stjórn, ef hann væri ekki sterkari en allir hinir flokkarn- ir til samans. Tvær fundarsamþyktir voru af- greiddar til þess að 'leggast fyrir stjórnina. 1. ) að taka boði C. R. Das, for- ingja Swaraj.Indverja, (heimastjórn. armanna) um að vinna með stjórn- arvöldunum í Indlandi. 2. ) að gera stjórninni kunnugt að verkamannaflokkurinn áliti að Súdan þrætan (sem spratt af morðinu á Sir Stack Lee) ætti að leggjast fyrir Al- þjóðasambandið og að Bretar ættu að veita Bgyptum fullkomið frelsi og sjálfstæði. ------0------- Þýzkaland. Frá Berlín er simað 27. þ. m., að yfirmarskálkur Paul von Benecken- dorff und Hindenburg hafi verið kosinn forseti Þýzkalands á sunnu- daginn var. Aðeins þrír voru í kjöri. Von Hindenburg fékk 14.639.399 at- kvæði; Dr. Wilhelm Marx 13.752.640 atkvæði; Thaelmann, kommúnisti L- 931.591 atkvæði, og ógild voru talin 21.910. Greiddu þannig atkvæði 30.- 345.540 manns. Afskaplegur gaura- gangur varð um alt Þýzkaland, áflog og barsmíðar, er kosningin fréttist, og enn meiri háreysti i blöðum ná- grannalandanna, nema Englands, sem yfirleitt tók þessu rólega. — Það eina, sem hinn nýi forseti hefir lát. ið uppi er það, að hann muni reyna sitt ítrasta til þess að fá leiðréttingu á Dawes samningnum. -----0----- Búlgaría. Frá Belgrad (Yugo.Slavía) er sím. að, að mjög hafi verið iskyggileg ó- friðarblika á lofti milli Búlgaríu og Yugo-Slavíu, út af morðunum er framin voru um daginn , Sofíu, höf- uðborg Búlgaríu. Kendu Búlgarar Y.-Slövum um að hafa verið þar að verki með undirróður og æsingar, til þess að koma á stað almennri upp- reisn. En nú hafa stjórnmálamenn Yugo-Slava hreinsað sig svo af þeim áburði fyrir augum Búlgara, að þeir telja engá hættu á því, að í ófrið mttni slást með þeim. ---------x---------- Holland. Frá Hollandi berst sú fregn, að á- stæða er til þess að ætla að þeir verði næstir Dönum að afvopnast gjörsamlega. Hefir jafnaðarmanna. flokkurinn hollenzki borið fram frumvarp í þinginu um að minka herinn úr 327,000 manns, til 25,000, eða nákvæmlega sömu höfðatölu og var í Bandarikjahernum til ársins 1898. Flotann á að minka svo að hann verði aðeins nokkur strand- pezluskip, og um ein tylft sæflug- véla, og þar með að færa útgjöldin úr 100,000,000 gyllinum á ári, niður i 17,000,000 gyllini (1 gyllini=40 cent). Framhald á bls. 8. Einar H. Kvaran. Winnipeg-tslendingum hefir gefist tækifæri til þess að hlusta tvisvar, með stuttu millibili á mesta ræðu- snillinginn, sem nú lifir meðal is. lenzkra manna, Einar H. Kvaran. Á fimtudaginn var talaði hann á sum- armálasamkomu, sem haldin var i Sambandskirkjunni, og sagði áheyr- endum frá sumardeginn fyrsta heima á íslandi, dró með algengum orðum í örfáum dráttum, mynd af þeirri há. tíð barnanna, svo að hún steig lif- andi fram fyrir skilningarvjt áheyr. enda, með angansætri moldremmu úr bæjarveggjunum, og broddgróðurilm úr hlaðvarpanum. I fyrradag hélt hann fyrirlestur þann er margir höfðu þráð svo lengi, áframhald fyrirlestursins er hann 'hélt í vetur fyrir fullu húsi á sama stað og nú, Sambandskirkjunni. Þeir sem komt*>urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum. Sá sem þetta ritar, átti því miður ekki kost á því að hlýða á það erindi, er Kýaran flutti í vet.. ur, en greindur maöur, sem í bæði skiftin heyrði fyrirlesarann, kvað sér hafa fundist ennþá miklu meira um þenna, en hinn fyrri. Erindið var langt, en enginn þreyttist. Tíminn leið sem örskot fyrir þessari hríf- andi mælsku. Erindið var ákaflega snjalt, en svo snjalt sem það var, fanst mér þó enn meir til utn þá skygnu djúpsæi, þá einlægu sannleiks- ást, og þann vermandi yl fagurrar mannsálar, sem erindið var þrungið af, og sem læsti sig um hugi og hjörtu áheyrenda. Aldrei hefir það staðið i mér fullkomlega ljóst og ekkert ná- lægt því, fyr en nú, eftir að hafa átt 1 kost á að fara í kring tim jörðina og heyra á tal og ræður ýmsra þeirra manna, er frægastir eru nú í heimin- um og mestir mælskumenn taldir, hví- likan yfirburða ræðusnilling íslend- ingar ciga, þar sem er Einar H. Kvaran. Málsnild hans er aldrei leirkend. Þar er aldrei sleginn falsk- ur peningur. Og alt fer svo undur- samlega auðveldlega úr hendi, er sagt svo blátt áfram, með svo einföldum orðum, að áreiðanlegt er, að fjöldi manna þessvegna ekki tekur eftir hvílíkt óviðjafnanlegt listasnið er á framsetningunni. En það er hámark allrar listar: hinn stórbrotni einfald- leiki, hvert sem hann kemur fram i söng eða sögu; myndagerð eða mál- aralist, í riti eða í ræðu. Þess einkennilégar má það virðast, að þegar að Vestur.Islendingum gefst færi til þess að hlusta á slíkan snill- ‘ing, frægasta mann núlifandi síns þjóðflokks, göfugmenni og ljúf- menni, svo orð fer af meðal allra flokka og stétta, mann sem hefir alt það til brunns að bera sem einn fyr- irlesara má prýða,*— að þá skuli á- heyrendasalur, sem rúmar líklega 1/10 hluta af Winnipeg íslendingum full- orðnum, ekki vera fyltur nema til hálfs. Að um helmingur þeirra á- heyrenda, er sama salinn fyltu í vet- ur, og vottuðu fyTÍrlesaranum að- dáun sína og þakklæti, skuli nú hafa neyðst til þess að sitja heima. Og óneitanlega er það leiðinlegt, að svo illa skyldi standa á fyrir báðum rit- stjórum annars íslenzka blaðsins hér, að báðir skyldu þurfa að vera “á akri”, þegar þeim er boðið ^ð hlýða á mál þess mannsins, sem nú er við- þektastur um heiminn, meðal lifandi ritsnillinga þeirra eigin þjóðar. , Það er ekki laust við stundum að það sé ofurlítið erfitt að átta sig á því, að það sé nú alvcg vist að manns eigin þjóð, blessaðir Islendingarnir, séu glöggskvgnari á gull og gróm í ræðu og riti, og að þeim sé vand- boðnari andleg fæða en öðrum þjóð- um. Það er dálítiff erfitt að átta sig á því. — Stundum. — 5. H. f. H. Framtíð menningarinnar — < j Öllum hugsandi mönnum er það ljóst, að menning heimsins stendur nú á hinum merkilegustu tímamót- um og er nú hvervetna mikið rætt og ritað um ástand hennar og framtíð. Hafa ýmsar greinir komið um þessi efni í Lögréttu áður. Telja sumir að vestræn menning sé nú á hinu síð- asta stigi sinu og eyðingin ein fram- undan, en aðrir að nú muni rísa ný- ir og betri tímar. Birtist hér nú greinarkafli um þetta eftir einn helsta rithöf. Itala, Guiglielmo Ferrero, al- kunnan sagnfræðing, einkum fyrir rannsóknir á rómverjasögu. Allur heimurinn er andvaka, þrótt. laus og þjáður. Evrópa er sjúk, Asía veikburða og reikandi, Ameríka, Af- ríka og Ástralía hafa mist jafnvægi sitt og ró sina. Tvennskonar hugsan- ir hafa nú öðrum fremur vald á, ver- öldinni — hatrið og óttinn. Hleims- álfur, þjóðir, ríki og stéttir hatast nú og óttast hvert annað, af því að' þau haiast. Evrópa hatar og óttast1 Ame- !ri#u, •'Asia hatar og óttast Evrópu. Þjóðirnar hafa aldrei augum | litið hver aðra svo ógnandi eins og nú, svo tortryggnislega og illgirnislega. Maður freistast til að halda að styrj- öldin hafi ekki einungis skapað hat- ur milli þeirra þjóða, sem standa á öndverðum meið, heldur líka milli hinna sem í bandalagi voru. Oig rétt þegar Evrópa er ofurlitið að kyrrast, verður ókyrðim ógnan/di í Asíu. Aldrei hefir verið eins mikið um peninga í heiminum og nú og ald. rei hefir mönnum fundist þeir vera eins óhamingjusamir. Auði heimsins héfir aldrei verið eins ójafnt skift og nú og aldrei skapað öllum mönnum eins miklar þjáningar, hvort sem þeir voru ríkir eða fátækir. Nú eru í senn til þjóðir sem -eru að glata sjálfum sér í allsn'ægtum og í ör- væntingu yfir því að geta ekki selt afurðir sinar, og svo þjóðir sem lifa við vesæld og hungur og vantar alt og örvænta af því að þær geta ekki keypt það. Enginn auðmaður getur nú verið viss um það að fá að halda því sem hann á. Ekkert ríki getur treyst þegnum sinum og stofnunum. Enginn vill hlýða nú á dögum, allir vilja skipa. Það eru ekki aðeins gul- ar kynkvíslir, heldur líka blámenn sem krefjast sömu réttinda og allir aðrir. Sagan um babelsturninn öðlast nú nýtt líf i nýju formi, þjóðir og stétt- ir krefjast réttar og réttlætis, eins og þær töluðu allar sömu tungu. En eng in ein skilur þó aðra, því hver um sig túlkar réttinn og réttlætið á sinn hátt. I rauninni eru þær allar ræn. ingjar, sem reyna ólmar að kúga sina eigin frændur. Allir hafa tapað ró sinni, jafn. vægi og hamingju — ríkir og fá- tækir, bændur og borgarar, sigurveg- arar og sigraðir, þjónar og húsbænd- ur, vitringar og einfeldningar. En hver um sig heldur að hann sé sá eini, sem ógæfan hafi lostið, og ber hinum á brýn að þeir njóti lífsins i léttúðaránægju, meðan , hann einn þjáist. Hvað er það þá sem á að ske á þessum hræðilega tíma? Er heimur- inn á leiðinni aftur á bak út í óskapn. aðinn ? Nei, hann er á leiðinni áfram inn i eininguna. S J0MAÐUR Eg ytra sýnist altaf jafn, þó innra bregði mér; ég séð hef‘ bæði svart og bjart því sjómaður ég er., Ef himinljósin hverfa mér og heldimm ríkir nótt, þá sífelt heyrir sál mín rödd er segir klökt og hljótt: “I>ú sérð hvar nóttin svört á brún þér saumar dánarlín, því skerjótt haf er skuggsýn gröf og skipið kistan þín.” Eg sé hvar nóttin svört á brún mér saumar dánarlín; já' skerjótt haf er skuggsýn gröf og skipið kistan mín. Ef heilög móðir hlýju og dags mér hitar enni og kinn, og vefur mig sem viðkvæmt bam í vinarfaðminn sinn. I>á vaknar alt, sem á ég bezt, mér alt í hilling skín, og ég verð barn, sem skoða og skiT og skipið vaggan mín. Mitt hjarta nálgast himininn ég hlusta á> stormsins mál, og djúpið hrífur huga minn og heillar mína sál. I>ó landið haldi hug um stund ef hafið brosir mér, það seiðir mig til sín á ný, því sjómaður ég er. Sig. Júl. Jóhannesson Eymd og néyð lætur nú veröldina | engjast í kvöl. En af þeirri ktföl mun | eining heimsins fæðast. Það, sem nú J er undirbúið, er hið endanlega og hið dýrðlegasta stig í sögu mannkynSins. -----Mennirnir hafa í sannleika gert jörðina sér undirgefna og þeir munu varðveita valdið yfir þessu riki sinu. 'Þeir munu ekki í hugsunarleysi og þreytu varpa frá sér þessari kórónu, sem þeir hafa unnið með svo miklu erfiði. En ef til vill hefir þetta vald þeirra ölvað þá ofmetnaði. Og ef til vill hefir þessi ofmetnaður knúð þá til uppreisnar gegn guði og til ým- issrar vanvitsku. En þjáningin mun knýja þá til viðurkenningar á sann- leikanum. Og með því hugarfari, sem hreinsað er í eldrauninni, munu þeir framkvæma þá einingu og sam- vinnu þjóðanna, sem er ^tórvirki það, sem heimurinn hefir nú beðið eftir í fjögur hundruð ár, jafnvel þó hann haf ekki vitað af því sjálfur. — Lögrétta. -----------x---------- Gagnrýni “Lögbergs”. Það er margt furðulegt að finna í “Löbergi”, en fátt hefir sézt þar furðulegra en ritdómurinn um “Tengdapabba” í vikunni sem leið, og víst má sá maður hafa sterka trú á sauðheimsku lesenda blaðs síns, er situr og horfir á þann leik heilt kvöld, sér og heyrir hvað áhorfend. ur skemta sér ágætlega, og fer svo heim og skrifar annan eins ritdóm. Mælikvarðinn á leikendum er alger- lega “Lögbergskur”. ILann er ekkert bundinn við hvernig leikandinn fer með efni sitt, eða hvað hann er að leika, heldur hver hann er. Því er það, að þeir, sem eru í nefnd Sam- bandssafnaðarins leika verst, þó fáir eða engir sleppi við snuprur. Jakob Kristjánsson er “stirður” og fer með efnið eins og það væri ut- anað lærð þula”. Sigfús Halldórs er “ógeðsleg, leiðinleg rola”; en alt yf. irtekur þegar kemur að Páli Páls- syni; hann er ekki að leika; hann er að apa Jón Rúnólfsson. Hvað gerir það til þó Páll sé fattur i baki í staðinn fyrir að vera lotinn eins og Jón? Þó allar hreyf- ingar séu seinar og stirðar, í stað- inn fyrir að vera fljótar og mjúkar? Þó röddin hækki í enda hverrar setn- ingar í staðinn fyrir að lækka? Þó hið langa, beina nef Jóns sé orð- ið að hárri og stuttri strýtu? Þó snyrtimenskan, sem Jóni er meðfædd og þrátt fyrir alt og alt aldrei skilur við hanri, sé öll horfin ? Eða þó Páll sé að leika uppþornaðan piparsvein, í staðin fyrir skáldhneigðan ástamann sem Jón er Páll er að leika' aldr. aðan mann í síðum frakka, sem þó flakir frá honum, i staðinn fyrir að vera hneptur, eins og Jón mundi hafa hann, og þess vegna er hann að apa Jón. “Hani hefir höfuð, þú hefir höfuð, ergo: “þú ert hani”. dettur manni ósjálfrátt í hug. “Það er sagt um Þorgeirsbola, að meðal annars hafi hann getað sýnt sig á undan illviðrinu sem svartur skýabakki, og segir sagan, að eitt sinn hafi Þorgeir gamli, éSrrí vakti hann upp, komið út og séð svartan bakka, sem náði þvert yfir Eyjafjörð, og hafi hann þá sagt; “Fjandi getur hann orðið langur”. Eins er með hitstj. “Lögbérgs” (Lögbergsbola?); heimska hans, fávizka og rangsýni ganga stundum svo fram úr öllu hófi, að þar komast engin orð að; nema undrunarorð gamla Þorgeirs: “Fjandi getur hann orðið langur”. M. B. Halldársson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.