Heimskringla - 29.04.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. APRÍL 1925.
Hcintskringla
(Stofnn® 1886)
Kenaar út á hverjam mHivlkodefi
EIGENDUKi
VIKING PRESS, LTD.
853 Of 855 SARGENT AVB., WINNIPEG.
Talflímli N-653T
Ver5 blatJsins er $3.00 árgangurinn borg^
lst fyrirfram. Allar borganir sendist
THE YIKING PltEfiS LTD.
SIGPÚS HALLDÓRS trá Höfnum
Bltstjórl.
JAKOB P. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
UtanAskrift tll blailnlnai
THB VIKING PRBSS, Ltd^ Box 8105
tltanflHkrlft tll rltNtJflranM:
EDITOR HEIMSKRIIÍGLA, Ilox 8105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskringla is publlshed by
The VlkinK Preaa Ltd.
and printed by
CITY PRINTING & PUBLISHING CO.
853-855 Sarfent Ave^ Wlnnlpef, Man.
Telephone: N 6537
WINNIPEG, MANITOBA 29. APRÍL 1925.
Samvinnuhagur.
Á öðrum stað hér í blaðinu er getið
um að búið sé að koma á fót eggja og
alifugla samlagi í Saskatchewan.
Það lítur út fyrir að það hafi lengi ver-
ið á döfinni, því það fylgir fréttinni, að
konur bænda í Saskatchewan hafi í mörg
ár með eftirvæntingu beðið eftir því að
stofnað væri til þesskonar samlags. En
bændurnir hafa þá kannske sumir hverj-
ir lagt kollhúfu við þessu hugsanaflani
kvenna sinna. Og verið þetta lengi að
átta sig.
En gleðilegt er að heyra um stofnun
þessa félagsskapar. Því alt miðar það
réttu áttina. Áttina til verulega fullkom-
ins sjálfstæðis efnalega, sem ávalt er
grundvöllurinn að andlegu sjálfstæði.
Það miðar í rétta átt. En þó er enn
mjög langt í land. Því verulega góð verð-
ur samvinnan ekki, og þó heldur ekki á-
rangur hennar, fyr en hver framleiðslu-
grein bænda lyftir undir með annari, og
alt myndar eina stóra og órjúfanlega
heild. Þessi skoðun liggur til grundvall-
ar fyrir ýmsum voldugustu iðnaðar og
verzlunarfyrirtækjum í heiminum, og hún
er það hellubjarg, sem hin stórkostlega
velmegun, víðsýni og þroski danskra
bænda byggist á. En sá er munurinn að
bændur, sem í samlög ganga, hljóta
gróðann af framleiðslu sinni sjálfir, en
verkamenn þeir, er framleiða fyrir hin
miklu verzlunar- og iðnaðarfélög fá ekki
nema örlítinn hluta hans. —
Það verður aldrei of oft<bent á Dani,
öðrum þjóðum til fyrirmyndar um búskap
og allan þrifnað. En þeir hafa líka kom-
ið sínum samvinnumálum í þetta nauð-
synlega horf. Bændur hér í landi, sem
að samvinnumálum vilja hlynna, en er þó
ef til vill um og ó sumum hverjum, mega
aldrei gleyma því, þótt þeim kunni að
finnast árangurinn lítill fyrst um sinn,
nokkur fyrstu árin jafnvel, að það er ekki
við öllu hægt að búast með byrjuninni.
Það er ágætt að setja á stofn samlög í
Manitoba, í Saskatchewan, í Alberta og
víðar, en þá fyrst næst verulegur árang-
ur, er þetta er orðið að einum allsherj-
ar samvinnufélagsskap.
Fyrst minst var hér á þetta nýstofn-
aða alifugla-samlag, er fróðlegt að bera
saman hagnaðinn, sem danskir og cana-
diskir bændur hafa af eggjatekjunni eft-
ir þessa alifugla. Báðar skýrslurnar, eða
réttara sagt áætlanirnar eru fyrir árið
1924. Það ár fluttu Danir út 41.780.000
tví-tugi eggja, eða 835.600.000 egg. Fyrir
þetta fengu þeir 153.100.000 krónur, eða
18.3 aura fyrir eggið. Eggjatekjan í
Canada var, eins og “Heimskringla” gat
um fyrir skemstu, 212.648.685 tylftir og
verðmætið $50.322.433, eða 1.97 cent
eggið. Til hægðaráuka má reikna eggið
full 2 cent. Dönsku krónuna má reikna
um 18.5 cen.ta virði, eða centið 5^ eyri.
Canadiski bóndinn fær þá 2 cent, eða 11
aura fyrir hvert egg, danski bóndinn
18.3 aura eða 7.2 eyrir meira fyrir hvert
egg sem hann selur. Can. bóndinn selur
2.546.238.096 egg á árinu og fær
því 183.319.142 krónum og 91 eyri
minna fyrir eggjattekju sína, en
vera ætti samanborið við danska bónd-
ann. Það eru rúmlega 33.000.000 dalir
Það mætti því segja að canadiski eggja-
tekjubóndinn skaðist 33.000.000 dali á því
á ári, að vera ekki í allherjarsamlagsfé-
lagi um eggjasöluna.
Þetta geta auðvitað ekki verið ná-
kvæmár tölur, sökum þess að hér kemur
til greina, að flutningsgjald er hærra frá
Canada á markaðinn og allur flutningur
til markaðs örðugri fyrir canadiska en
danska bóndann. En þó reiknað sé með
því, þá getur það þó ekki munað meiru
en svo, að það má meta eggjatekjubænd-
unum canadisku það til 30.000.000 dala
skaða á ári, að minsta kosti að þeir ekki
eru í allsherjarsamlagi og hafa þar af leið-
andi ekki getað einskorðað (standardize)
framleiðslu sína.
Það er laglegur skildingur, að missa
klófestu á, og efni í margan léreftskjól-
inn handa konu og dætrum.
-----------x----------
Islenzk samvinna.
í því tölublaði “Lögbergs”, sem gefið
er út 9. apríl síðastliðinn var mjög eftir-
tektarverð grein. Þar lagði maður, er
nefnir sig “Spurul”, níu spurningar fyrir
ritstjóra “Lögbergs”. Spurningar þessar !
eru svo merkilegar og svo tímabærar, að
óhugsandi er að þær hafi ekki orðið eitt
mesta umhugsunarefni öllum góðum ls-
lendingum sem lásu þær og svör ritstjór-
ans sömuleiðis.
Þótt spurningar þessar séu stílaðar til
ritstjóra “Lögbergs”, þá gengur hin ní-
unda og síðasta svo nálægt oss einnig, að
vér teljum rétt að svara henni hiklaust
og afdráttarlaust, sem væri hún beint til
vor stíluð. Spurningin á við hugsjónir
þær er til grundvallar liggja fyrir um-
mælum þeirra síra Alberts Kristjánsson-
ar, síra Hjartar Leó og Dr. Sig. Júl. Jó-
hannessonar á' síðasta Þjóðræknisþingi,
um bróðurleg samtök og samvinnu meðal
Vestur-íslendinga. Hún hljóðar svo:
£
i “Getið þér fundið nokkurt þarfara
verkefni fyrir ykkur ritstjóra vestur-ís-
lenzkra blaða, en að halda þessari hug-
sjón vakandi með hógværum, drenglynd-
um umræðum næstu 5—10 árin, eða þar
til skilningur fólksins hefir náð nógum
þroska til verklegra framkvæmda?”
Vér höfum lengi og oft um þessa
spumingu hugsað, bæði áður og eftir að
hún kom fram í “Lögbergi”. Og svarið er j
altaf það sama: Nei, vér getum ekki hugs-
að oss nokkurt verkefni nándar nærri j
eins þarft og þetta. Því það er sannast
að segja, að eins og nú standa sakir, þá
eiga íslenzku blöðin hér engan tilveru-
rétt, ef þau ekki vilja hlúa að vaxandi
samúð og samvinnu meðal allra Vestur-
íslendinga, hvort sem heldur er í Banda-
ríkjunum eða Canada.
Þetta er nú að vísu aðeins álit
“Heimskringlu”. Ritstjóri “Lögbergs” er
“fyllilega sannfærður um það”, að þarf-
ara verkefni sé hægt að finna fyrir oss
íslenzku ritstjórana. En hvernig hann
fer að komast að þeirri ályktun skiljum
vér ekki fyllilega.
Hann játar nefnilega afdráttarlausti,
eins og vafalaust flestii*, sem eitthvað
vilja gott til íslenzkunnar leggja, að gott
samkomulag meðal hinna ýmsu flokka
Vestur-íslendinga sé mikils virði. En þá
er oss spurning: Hvað geta þá íslenzku
blöðin þarfara gert, en að vinna að alefli
að því að draga þetta verðmæti í skaut
lesenda sinna? Þeim er tiltölulega auð-
velt að koma því í kring á fáum árum.
“Ritstjóri “Lögbergs” segir að vísu að
samkomulagið verði “að koma í gegn um
þroska sjálfra þeirra (Vestur-ísl.) en ekki
í gegn um neinn hrærigraut”. — Þetta
er svo augljós sannleiki, að naumast er
þörf á að taka hann fram. Þar sem alt er
í einlægum og eilífum hrærigraut, getur |
tæplega verið um nokkurt samkomulag
að ræða, sízt gott samkomulag.
En er það þá rétt, sem ritstjóri “Lög-
bergs” segir með þessari setningu, að
Vestur-íslendingar, séu enn ekki nógu
þroskaðir til samkomulags.' Vafalaust
geta menn sem kunnugri eru svarað þeirri
spurningu betur en vér. En ákaflega er
erfitt að sætta sig við þá tilhugsun, að
íslendingar hér séu svo þroskasmáir.
En jafnvel þó gert sé nú ráð fyrir svo
býsna ótrúlegum hlut, þá er ekki, þrátt
fyrir það, gott að sjá hvað íslenzku blöð-
in gætu þarfara gert, en að reyna að sjá
um að veita lesendum sínum svo kjarn-
góða og svo holla andlega fæðu, að sá
þroski næðist sem fyrst.
Það er satt bezt að segja, að þrMt fyr-
ir það, að vér íslendingar erum býsna
fjölmennir hér í Winnipeg og í Manitoba,
þá sézt undarlega lítið til þess að vér sé-
um á ferðinni, eins miklum hæfileika-
mönnum og vér eigum þó á að skipa. Það
er vitanlegt, að ýmsir einstaklingar hafa
int mikið af hendi. En sem heildar gætir
dugnaðarins ofurlítið. Og það er svo fá-
nýtt fyrir einstaklinginn að vera sterk-
ur, og atkvæðamaður til verka, ef hann
lærir ekki þá íist að verða öðrnm sam-
hentur, vinna með þeim og fá þá til þess
að vinna með sér. En þá kastar nú fyrst j
tólfunum, þegar menn ekki einungis ekki
kunna að vinna saman, heldur einnig
fljúgast á yfir vinnunni.
Og það má heita að það sé það, sem
Vestur-íslendingar hafa lengi verið að
gera. Þeir hafa verið svo natnir við að
liggja í illdeilum sín á meðal, aðallega út
af trúmálum, að þeir hafa ekki komið
helmingnum af því í verk, sem þeir hefðu
átt að gera og sem þeir svo leikandi auð-
veldlega hefðu getað gert, hefðu þeir all-
ir lagst á eitt með að hjálpa hver öðrum.
Ef íslenzku blöðin hér eiga eitthvert
enn göfugra og skynsamlegra hlutverk
fyrir höndum en það, að brýna þetta fyrir
leséndum sínum, þá langar oss til þess að
einhver bendi á það. Því það hlýtur þá
að vera hlutverk, sem vinnandi er fyrir.
-----------x-----------
Tímarit Þjóðræknis-
félags Islendinga.
VI. ÁRGANGUR.
Ritstjóri: RÖGNVALDUR PETURSSON.
I ------------
Frh.
Sjö ritgerðir prýöa Tímarit. Skal þar fyrst
frægan telja, Einar H. Kvaran. Með aðdáan-
lega skýrum dráttum dregur hann uþp mynd af
ásigkomulagi landsins fyrir 50 árum síðan, og
kallar nana Stjórnarskrár-afm<riið á Islandi.
Enginn hefSi getaS gert oss ljósari þær breyt-
ingar sem orSiS hafa á þessum 50 árum heima á
Islandi, frá þeim tima að enginn vegarspotti, var
til, enginn viti, ekkert stærra skip en róSrarbát.
ar, engar strandsiglingar, engin bókagerS fyrir
alþýSu, engir peningar, enginn sími, nál. engin
innlend verzlun, o. íl., o. fl., til þess, aS nú
standa miljónir króna, í hverju fyrir sig af þessu,
sem upp er taliS. Hvilík risaskref þessi litla þjóS
hefir tekiS á framfarabrautinni á þessum 50 ár-
um, sézt vel á því, aS á því tímabili hefir
fólksfjölgun aSeins aukist um parL en jarS-
eignir og húsaeignir, sem 1874 og 1879 voru
metnar hlutfallslega á 6 miljónir og 940 þúsundir
og 1 miljón og 250 þúsundir króna, eSa samtals
um 7 miljónir og 190 þúsundir voru metnar ný-
lega á 204,530,600 krónur. MeSan fólksfjöid-
inn vex aSeins um þrítugfaldast jarSeignir
og húseignir. — Eftir aS höfundurinn hefir
tekiS þaB fram, aS hann finni vel til þess, aS
mörgu sé ennþá ábótavant, mörg nauSsynjaverk
ennþá óunnin, endar hann mál sitt á þessa leiS:
“En þegar ySur hefir skilist þessi varnagli,
þá vona ég aS þér lítiS ekki á þaS sem neinn
þjóSarrembing, aS mér virSist, aS löndum mín.
um hafi farnast vel. Á íslandi hafa menn jafn-
an litiS meS hinni mestu lotningu aftur í timannti'
forfeSra vorra, sem uppi voru á fornöld lands.
ins. Eg held, aS eftirkomendur vorir muni
minnast þeirrar kynslóSar, sem lifaS hefir á Is-
landi síSustu áratugana, meS þakklæti og aSdá-
un. Eg held ekki, aS nokkur kynsIóS, sem lifaS
hefir á Islandi, hafi int af hendi meira né betra
og nytsamara starf.”
ÞaS er hætt viS aS þaS fari svo, og ekki aS
ástæSulausu, sem oftar, er Einar H. Kvaran lýk-
ur máli sínu, at þat sýndist öllum at hann hefSi
rétt aS mæia.
Páll Bjarnarson, cand. philos., á tvær merki-
legar ritgerSir visindalegar í ritinu. Heitir sú
fyrri "Gömul rúnaljóð og rúnaþulur.” Deilir
hann þar alveg réttilega, á meinleysi íslendinga,
er þeir eiga aS skifta viS útlenda yfirgangs
menn andlega, sérstaklega norska, er hvíldarlaust
hafa veriS aS reyna aS eigna Noregi og NorS-
mönnum mikiS, eSa jafnvel mest, af þeim forn-
bókmentum, er gert hafa garS vorn frægstan.
KveSur hann þeim hafa tekist aS blekkja bæSi
sjálfa sig og alþýSu manna, og telja þeim trú
um að þeir væru á sviði norrænunnar eins mikl-
ir eða meiri vísindamenn en íslendingar sjálfir,
sem ennþá tala hina forn.dönsku tungu, eins og
hún er, meS lífi, sál og heitu hjartablóði, þar
sem hfnir aðeins þekkja hana af skorpnuðum
bókfellsskræSum. En á þeim lifir ekkert mál.
Höfundurinn gengur í gegn um gamalt fá-
séð og merkilegt rúnaljóS, sem ýmsir hafa feng-
ist viS að skýra og ættfæra, þar á meðal Björn
B. Ölsen, prófessor og hinn frægi norski nor.
rænufræðingur S. Bugge, sem auSvitaS notaði
) tækifæriS til þess aS reyna aS krækja í. allan
heiðurinn af því NorSmönnum til handa. Höf.
felst mjög á skýringar og lagfæringar B. M.
Ölsens, og bætir viS ágætum skýringum frá sjálf-
um sér, þar á meðal nýrri skýringu við 3. vísu
kvæðisins, sem Óisen hefir ekki skýrt, en Bugge
viJjaS skýra á stórheimskulegan hátt, hreint og
beint af því aS hann skilur ekki málið, að því
er séS verður. En skýring Páls Bjamarsonar
er svo blátt áfram og sjálfsögð — þegar maður
hefir heyrt hana, — aS þaS minnir á Columbus
og Yfirleitt fær Bugge þarna slæma út-
reið og verSskuldaSa aS því er virSist. Og mjög
sterkar líkur færir höf. fyrir því, aK IjóSiS sé
alíslenzkt. RitgerSin er mjög skemtileg aflestr.
ar og þurfa menn ekki að vera sérlegir mál-
fræðingar eSa bókabéusar til þess aS hafa
gaman af henni.
H,in ritgerðin heitir "Nýyrðing”,
fjallar vitanlega um þaS efni. Höf.
finst og vafalaust meS réttu, aS ný.
yrðingin sé yfirleitt ekki heppileg, þó
ýms ágæt orS séu vitanlega nýlega í
máliS komin. Hann vill láta nýyrSa
af hljóSskiftisstofnum þó aS vísu
þurfi býsna mikla kunnáttu til þess,
enda vill höf. láta 'leggja nýyrSinguna
í hendur háskólans í Reykjavik til
eftirlits, og má vel vera aS þaS væri
heppilegast. Nú, sem stendur, er
ekki gott fyrir alþýSu manna aS átta
sig á hvaða orS eru' óhæf eða ekki —
AlþýSunnar vegna er höf. ekki
hræddur við hljóðskiftiS. Hann seg-
ir svo þar um:
“ ..... Tungan býSur fram urmul
af hljóSskiftisstofnum til nýyrðing-
ar af öllum tegundum hljóðskifta.
..... Ekki þarf aS kvíSa því, aS
alþýSa skildi ekki, hvert orðiS vísaSi
fyrir því. Hún er vön hljóSskiftingu
og á þaS í vitum sínum frá blautu
barnsbeini að tamur og taumur, taug
og tog séu af sama bergi brotin”.
Algjörlega erum vér sammála höf.
þar sem hann segir:
“Sagnir nýyrtar ætti æfinlega aS
hafa sterkbeygar, þegar hægt er að
koma því við, og hafa hljóðskiftiS
til frekari nýyrSa. ÞaS er óhagsýni
aS hafa sögnina síma veikbeygða í
staSinn fyrir aS gefa henni sterka
beygingu og nota hljóðskiftiS.”
Sjálfsagt þurfa menn að vera dá.
lítiS betur aS sér málfræSislega til
þess aS fylgjast fyllilega meS höf-
undinum í þessari ritgerS en hinni,
en sízt er þaS þó ofvaxið hverjum
sæmilega vel Iæsum og skynsömum
manni. Og mjög þörf og gagnleg
hugvekja, er ritgerSin hverjum ein-
asta íslending er eitthvað fæst viS
ritstörf, sem ekki miða í sömu vís.
indalega átt, og sem einhvern áhuga
hafa á þvi að ná sæmilegu valdi á
móðurmáli sínu, sem er í einu snjall-
asta, vitrasta og vandasamasta málið,
sem mælt er og ritað í þessum heimi
aS minsta kosti, hvað sem um aSra
kann að vera.
*
Þá er og Ferðasögubrot, eftir
Steingrim lækni Matthíasson. Ekki
er það) samt frásögn frá nokkrum
hluta ferða hans hér um Vesturheim,
árið sem leiS. Enda þarf þess ekki
til þvi Stei-ng. hefir “fjöld of farit,
fjöld of skoðat”, bæði heima og er-
lendis. Er þetta ferðalýsing frá
Rangárvalla- og Skaptafellssýslum,
frá því er höf. fót hringferð um' land
i6 sumarið 1821, til þess að sýna þaS
elztu sonum sínum, Baldri og Braga,
að augu þeirra mættu ljúkast upp fyr-
ir dásemdum þess. Ættu fleiri feð-
ur að fara að dæmi Steingríms, þeim
er nokkur kostur gefst, því slíkt er
bæSi þjóðræknisverk og skynsamlegt,
því ekkert mentar menn eins og ferða
lög um ókunn lönd og héruð, ef í
þaS ferðalag er fariS með opin lík-
amsaugu og sálar, og samúð til allra
hluta. andvana sem lifandi.
FerSalag þetta.er létt og skemti.
lega skrifað og þegar sagt er, aS þaö
beri öll merki höfundar sins, þá er
almenningi nóg sagt, því fáir núlif.
andi íslenzkir rithöfundar, að sumum
skáldum ef til vill undan teknum, eiga
eins almennri lýðhylli aS fagna og
Steingrímur.
Þá er ritgerS sú, eftir GuSmund
FriSjónsson, sem getiS var um áður
hér í blaðinu “Þrjár vcnzlakonur”.
Er sú grein skrifuS með aSdáun,
lotningu og meistarahönd GuSmund-
ar. Er það, eins og áður var sagt
fagur minnisvarði, sniðinn úr fögru
stuSIabergi íslenzkunnar, mótaSur
hlýjum og mjúkum höndum samúð-
arinnar, eins og hún kemur fegurst í
ijós hjá GuSmundi.
Þá er ritgerð, “Enn um Vínlands-
fundinn”, sem Gísli Jónsson skáld í
Winnipeg hefir þýtt úr sænsku, og
um leið gert ágætar og nauðsynlegar
athugasemdir við. Greinin er eftir
sænskan mann, Dr. A. Fredenholm,
og var þýdd hér i McLean’s Maga-
zine. Hún er mjög fróSleg fyrir al.
þýðu manna, og væri því ágæt, ef
ekki fylgdi sá böggull skammrifi, aS
dr. Fredenholm er einn af þeim
skandinavisku líkræningjum, sem láta
hálft rannsóknarstarf sitt ganga til
þess aS reyna að draga sinni eigin
þjóS, þann orðstír, sem forfeður1 vor.
ir, Islendingarnir gömlu, unnu sér
meS merkilegustu landafundum og
bókmentum þeirra tíma. Er slíkur
orSstír ómetanlegur hverri þjóS, og
aldur verið, og er enn, vort ágætasta
ekki sízt smáþjóð eins og oss íslend-
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
ingum, því sá orðstír hefir um iangan
meðmælabréf við aSrar þjóSir. — A5
þessu hafa það helzt verið NorS-
menn, sem á náinn iögðust, og lengst
gengu í áseilninni og ósvífninni í því
aS tileinka sér helgar menjar vorar,
en nú virSist þessi Svíi hafa ásett sér
aS ganga algerlega milli bols og höf-
uSs á skömminni og gleypa alt kjöt-
metið frá munninum á oss, vesalings
íslendingunum, og jafnvel frá hin_
um soltnu frændum vorum, NorS.
mönnum. Hygst hann hreint aS gera
fyrir sínum dyrum og leggur sér því
til munns alla Islendinga sem viö
landafundi koma, — eins og höf. seg-
ir — “alla leið frá GarSari Svavars-
syni og fram til Þorfinns Karlsefnis
og Snorra sonar hans.”
ViS þetta og ýmislegt fleira hefir
þýS. gert ýmsar ágætar athugasemdir,
en oss finst aS hann hefSi sumstaSar
mátt kveða fastara að, um þessai stel-
sýki hins sænska fræSimanns.
Þá rekur lestina Þjóðrœknis-sam_
tök Islendinga í Vesturheimi, eftir
síra Rögnvald Pétursson, framhald af
samnefndri grein hans, frá fjórða ár_
gangi tímaritsins. Er það ágætlega
samið yfirlit yfir íslendingadagshá-
tiSahöldin frá árinu- 1898—1923. Mun
það varla ofmæjt, aS síra Rögnvald-
ur sé fróSastur allra manna um líf
og baráttu íslendinga í Vesturheimi,
því þekking hans virðist standa jöfn-
um fótum í Canada og Bandaríkjun.
um. Er honum bezt treystandi til
allra manna, að varðveita frá glötun
þá fjársjóSi, sem þjóðarbrot vort hér
vestra á í fórum sínum, og þaS allra
hluta vegna, fræðimensku, stálminní
og óbilandi ást ti! þess sem þjóðleg-
ast er og íslenzkast í fari íslend-
inga, samfara skilningi á því. —
— I sambandi vlS ritgerSirnar
mætti geta um þaS, aS fundarskýrsla
ársþings ÞjóSræknisfélagsins, er
haldið var í febrúar 1924, er aftast í
ritinu frá hendL ritara félagsins, Sig-
fúsi Halldórs frá Höfnum. Er sn
fundargerS sjálfsagt fróSleg fyrir fé-
lagsmenn og svo eftirkomendur vora,
en annars eins og slíku prentverkí
ber aS vera, bæSi löng og leiöinleg.
Frh.
-----------,x------------
SALMAGUNDI
Eftir L. F.
The opinion was expressed in a re-
cent number of “Lögberg” that the
Icelandic papers should cater to the
younger generation by way of artides
in English, or English departments
in the papers. This opinion was
made extra.editorially but, the reader
feels, with the approval of the edi.
tor. That opinion has the sympathies
of this writer — indeed, this “column”
was opginally meant to be conducted
in English. The editor of “Hieims-
kringla” discouraged this idea, but
the caption stuck. Encouraged by the
suggestion referred to above, I am re-
questing the editor to find a place
for this in a language foreign to the
paper.
v » • *
Another article in “Lögberg” (of
the 16th April) has started a train of
thought which has lain with me for
a long time. The article referred to
is, I take it, written by an exceeding
pious man, and is a protest against
I