Heimskringla - 29.04.1925, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. Apríl 1925.
A iæknisheimilinu.
— E F T I R —
GRACE S. RICHMOND.
Jóhannes Vigfússon þýddi.
“Er þér ógeðfelt að setjast í þenna bakháa
tágastól?”
Hún settist á stólinn.
“Eg vissi það”, sagði hann. “Þetta er ekki
gestaherbergi. Það er þitt svefnherbergi”.
“Nei góði. Mitt pláss er niðri hjá þér — nema
þú viljir ekki hafa mig þar”.
“Þetta er þitt herbergi”, endurtók hann. “Eg
vil ekki að þú sért alein niðri þegar ég er ekki
heima. Hér ert þú óhult með alla glugga opna”.
Hann laut niður og kysti hana.
“Við getum látið flytja telefóninn hingað
upp”, sagði hann.
“Vertu nú ekki of fljótráður!”
“Þú sagðir að hér væri herbergi einhieyps
manns. Er það við hliðina?”
Þau fóru að skoða það, og Burns var mjög
ánægður.
“Þetta er eitt af því fegursta, sem ég hefi
séð”, sagði hann. “Og sá ungi maður, sem á
að sofa í því, liggur í litla herberginu við hliðina
á okkur’.’.
“Bob? En Red .. .. ”
“Við skulum láta gera dyr á milli herbergj-
anna. Og þegar ég kem heim að nóttu til, get
ég læðst hingað inn, ýtt Bob nær veggnum og
sofnað að tveim mínútum liðnum.”
“En, Red — allur undirbúningur minn —
skrifborðið — lampinn hjá rúminp-----”.
“Já», það á vel við; ég hefi aldrei séð betra
fyrirkomulag”.
“Hvar eiga þá gestirnir að vera? Hér er að-
eins eitt herbergi jafn stórt á þessu lofti”. Hún
fór með hann yfir ganginn og opnaði þar dyr.
“Heldur þú, að ég geti búið þetta þannig út,
að vinur þinn vilji dvelja hér lengi?”
“Það er bezt að gera það ekki mjög aðlað-
andi. Enginn skeytir um að hann sé hér mjög
lengi, vina mín. Sé hann góður vinur minn, .þá
getur hann verið í mínu herbergi niðri. Það kem-
studum fyrir að sjúklingar þurfa að hvíla sig
eina eða tvær stundir, og þá geta þeir verið þar,
þegar það er tómt. Slíkt fyrirkomulag mun
gleðja Amy”.
“En verður það þægilegt fyrir þig, að sofa
liér uppi? Eg er ekki hrædd við að sofa niðri,
því Cynthia sefur þar svo nálægt. Hugsaðu þig
tvisvar um, áður en þú afræður nokkuð, Red”.
Hann leit á (vegginn milli hei^ergjanna.
“Hvar eigum við að hafa dyrnar Hvað er bak
við tjöldin þarna?”
Hann gekk þangað og dró þau til hliðar, og
sá nú inn í hitt herbergið.
Hann hló innilega. “Nornin þín!” hrópaði
hann. “Þetta hefir verið áform þitt frá byrjun”.
“Lát þú nú samt herbergið niðri vera eins og
það er, Red’*, bað hún. “Það getur komið fyrir
að þér þyki vænt um að leita þar skjóls, eins og
þú hefir verið vanur. Þar mátt þú há það stríð
einmana, sem þú vilt, án þess það særi mig. Það
skal vera þinn eiginn löghelgi friðarstaður!”
“Þökk fyri, bezta vina mín. Og guð blessi
þig fyrir þinn glögga skilning. Þú hefir skilið
Ufið þannig, að þú» dregur manninn fastast að
þér með því að gefa honum frelsi, ótakmarkað
frelsi”.
9. KAPÍTULI.
I
“Afsakið, að ég trufla ykkur við morgun-
verðinn” sagði Marta. “En ég vildi ná í Red,
áður en hann færi”.
“Komdu inn”, sagði Burns glaðlega. “Seztu,
Marta. Viltu ekki smakka á einum kjötsnúðn-
«m hennar Cynthíu?”
“Nei, þökk fyrir. Eg ætla að bera upp er-
indi mitt undir eins”.
“Segðu frá Marta”.
“Mig langar til að halda samkomu, ykkur til
heiðurs, svo fólk fái tækifæri til að sjá og heilsa
Ellen og þér sem nýgiftum”.
Bums leit vandræðalegur á konu sína. “Eg
hélt að við hefðum komið ykkur saman um, að
taka engan þátt í slíku”, sagði hann.
‘Þið hafið nú verið gift í sjö vikur og þrjá
daga, og mjög fáir hafa séð Ellen. Vertu nú
skynsamur, Red, Þú átt að eins að standa við
hlið konu þinnar og taka í hendur fólks svo sem
tvær eða þrjár stundir”.
“Ágæt uppástunga. Eða hitt heldur. Hvað
segir þú Ellen? Verðum við að gera þetta?”
“Mörtu langar svo mikið til þess”.
“Þarf ég að vera í kjól?”
“Eg held það, fyrst Marta vill hafa okkur hjá
sér að kvöldinu”.
“Eg verð þá að láta undan”, sagði Red, leit
á klukkuna og stóð upp. Leit svo til Mörtu og
sagði: “Haltu þá þessa viðbjóðslegu samkomu.
Eg skal koma — ef ég get”.
“Já, þú verður að koma, Red. Eg vil engar
afsakanir heyra”, sagði Marta. “Ellen getui'
verið bæði brúðir og brúðgumi.”
“Getur hún ekki? Eg skal segja þér hvað
ég ætla að gera, •— þurfi ég að fara, tek ég hana
með mér. Ef þú og Jim dragið ykkur líka í hlé,
þá geta samkomugestirnir skemt sér við að tala
um okkur”.
Hann hvíslaði einhverju að konu sinni, kink-
aði kolli til Mörtu og fór.
“Hann er jafn óviðráðanlegur og hann hefir
verið”, sagði Marta. “Eg hélt að þú hefðir
haft áhrif á hann, Ellen”.
“Það borgar sig máske ekki að reyna það.
Mér líkar hann eins og hann er. Vill Jim halda
þessa samkomu?”
“Hann hefir ekki verið henni mótfallinn svo
um muni”.
“Það kemur líklega aragrúi af fólki, er það
ekki?”
“Eg býst við því”.
•* * *
Daginn, sem samkoman átti að standa, leit
Marta eftir læknisheimilinu síðari hlutann, og
þegar hún sá- hann koma, þá sagði hún við Jim:
“Eg bjóst háifpartinn ekki við honum”.
“Ó, Red er kjarkgóður; — hann flýr ekki þó
honum finnist það viðbjóðslegt”.
Þegar ungu hjónin komu, hljóp Marta á móti
þeim.
“Nei, en hvað þið eruð yndisleg”.
“Já, við erum hreykin yfir því að vera skraut
klædd”, sagði Burns.
“Ó, Ellen! Mér fanst ég vera yndisleg þang-
að til ég sá þig. Nú finst mér ég vera illa klædd”,
sagði Winifred.
“Rugl!” sagði Ellen hlæjandi. “Þú ert ynd-
isleg í bláa kjólnum”.
“Þar kemur einhver”, sagði Burns. “Segðu
mér hvernig ég á að haga mér, Marta”.
“Standið þið þarna”, sagði Jim. “Marta og
ég tökum á móti þeim, og sendum þá svo til
ykkar”.
Red gekk þangað, sem honum var sagt og
hvíslaði að Ellen: “Lofaðu að gera eitthvað gott
fyrir mig, þessu til endurgjalds”.
Hún kinkaði kolli og hló. Red var mjög al-
varlegur og tígulegur, þar sem hann stóð við hlið
konu sinnar.
bergið er fult af fyrverandi sjúklingum, sem líta
gremjulega til hans. Er þetta hyggilegt?”
“Ert þú viss um að þeir líti gremjulega til
hans? Þú veizt, Jim, að sá maður, sem er alúð-
/
legur við gamla konu, er það líka við hina ungu.
Að reyna að safna að mér vinum við sh'kt tæki-
færi, dettur mér ekki í hug”.
“Þú safnar að þér vinum á allar hhðar, hvort
sem þú hugsar um það eða ekki”.
“Farðu og gerðu skyldu þína, Jim. Að
[smjaðra fyrir konu af þinni eigin fjölskyldu, er
ekki viðeigandi fyrir hana”. Hún brosti til hans,
og fór svo að tala við suma lítilmótlegustu gest-
ina, eins og maður hennar.
Kvöldið var á enda, því gestirnir fóru tiltölu-
lega snemma heim.
“Verið þið sælir — verið þið sælir — ég
elska þessi orð”, söng Red og kysti konu sína.
“Heyrið þið nú, vinir mínir! komið þið (heim
með okkur. Eg skal gefa ykkur nokkuð, sem
eyðir smekknum af þessum óþörfu smákökum”.
Hann fekk vilja sinn, eins og vant var, og
þau gengu yfir flötina inn í læknisheimilið. Þau
voru boðin inn í dagstofuna og beðin að setjast
kring um ofninn.
Kveiktu fjörugan eld í ofninum, Jim. Ljúktu
ilpp öllum gluggum Ches. Gerið ykkur alt sem
þægilegast á meðan ég er að gera ndirbúning
minn”.
Hann fór út.
“Eg er hálf hræddur um að Red sé ekki alt
af með sjálfum sér”, sagði Macauley önugur og
i fór að kveikja eld í ofninum. “Hvað ætlar hann
I að gera við hita kl. 11 í maí?”
“Það stendur á sama; það getur verið þægi-
legt samt”, — Winifred hné niður á stóra, mjúka
legubekkinn. “Eg er svo þreytt” andvarpaði
hún. “Og ég hefi heyrt svo margar vitleysur í
kvöld”.
Chester opnaði gluggana og dró blæjurnar
fyrir þá, sem sneru að götunni. Hjné svo niður
á stól og stundi ánægður.
“Eg held ég hafi ekki sezt niður í alt kvöld”,
sagði hann þreytulega.
“Ef þú hefir ekki gert það, þá1 er það þér að
kenna”, sagði Marta. “Eg bjó út marga þægilega
króka fyrir þá, sem vildu sitja og skrafa saman”.
“Þar eð þar voru um tvö hundruð gestir og
aðeins tvær tylftir stóla---”, svaraði Chester
þóttalega.
“Nei, þið eruð ómöguiegir. Þið hafið þó oft-
ar en hundrað sinnum orðið að sinna gestum.
Og nú þjótið þið-------”. *
“Góðan kjark, vinir”, hrópaði Burns, sem
nú kom inn í hvítri holdskurðarkápu; hann hélt
á steikarrist í annari hendi og skál í hinni.
Jim leit með ánægju á hráa, feita ketið, sem
I lá í skálinni. “Húrra fyrir Red!” hrópaði hann.
Winifred hló. “Ó, það verður gaman að
bragða á þessu”, sagði hún. “Þetta er einmitt
það, sem við þurfum eftir slíkt amstur”.
“Þú ert lipur maður. Reyndu að þola þetta j
ennþá eina stund, svo ert þú laus sagði Macauley
við Burns.
“Ó’ þetta er hin hátíðlegasta stund lífs míns”,
sagði Burns. “Eg hefi vanrækt að gæta tím-
ans — ég brosi að eins og hneygi mig, þegar ein-
hver segir eitthvað við mig”.
“Viðfeldin framkoma og brosið, er nóg.
Hefir þú fengið nokkuð að éta?”
“Hvað getur maður fengið?” spurði Burns
daufur á svip.
“ís, smákökur, púns og því um líkt, að ég
held. Taktu því með ró, þú þarft ekki að smakka
það, nema þú viljir”.
“Það er ágætt. Eg skal muna þér þetta,
þegar stærri velgerningar eru gleymdir. Marta
horfir hörkulega á mig — ég verð að fara.
Þegar Macauley sá hann næst, átti hann
annríkt við að úthluta nokkurum eldri konum
ísrjóma og smákökur, og brosti til þeirra mjög
alúðlega. Ein þeirra minti hann á móður hans.
Gestgjafinn hvíslaði að honum: “Eyddu nú
ekki meiru af þessu góðgæti handa eýðimerkur-
vindinum. Þú verður nú að dekra dálítið við
konur leiðandi mannanna okkar. Hin nýja
Winterbourns fjölskylda hefir peninga í tunnu-
tali, og alt af einhvern veikan örkumla mann”.
“Farðu burt,” svaraði Burns önugur, og
settist rólegur til að skemta hvíthærðu kon-
unni, sem minti hann á móðirina.
Jim gekk til Ellen og sagði:
“Sýnist þér ekki maðurinn þinn vera reglu-
legt samkomuljón? Hann hefir setið og tal-
að við frú Gillis f tuttugu mínútur, meðan her-
“Það hressir okkur ósegjanlega”, sagði
Marta.
“Á ég ekki að hjálpa þér, Red ” spurði kona
hans.
“Nei, sitjið þið róleg og horfið á matreiðslu-
manninn. Eg hefi svo mikið af ónotaðri kapp-
girni, sem nú nýtur sín”.
Hann hagaði sér eins og æfður matreiðslu-
maður, og steikin var brátt fullgerð. Öll borð-
áhöldin voru við hendina.
Á þessu augnabliki hringdi skrifstofubjall-
an, og Amy bað hann að koma.
Ellen lét disk manns síns þar, sem hann hélt
volgur, og þegar hinir voru að enda við að éta,
kom hann; tók diskinn sinn og lét á hann tvær
smurðar brauðsneiðar.
“Set þig nú niður maður”, sagði Jim. “Við
verðum að sjá þig njóta ávaxtanna af starfi
þínu”.
“Eg get ekki yfirgefið sjúklinginn strax, og
vil heldur éta í skrifstofunni”, og út fór hann
með fullan diskinn. .
Fimm mínútum síðar stóð Macauley upp og
rölti fram í dyraganginn. Augnabliki síðar
heyrðu þau hann loka skrifstofunni og segja:
“Afsakið mig”. Svo kom hann aftur inn til
hinna.
“Hann er nú samt sem áður ekki með öllum
mjalla”, sagði hann.
“Hvað sást þú, forvitinn?” spurði Winiferd.
“Eg sá hinn ömurlegasta slæping heimsins
með bundinn klút yfir öðru auganu. Hann sat
í hægindastólnum með diskinn á hnjánum og
munninn fullan”.
“Og Red fekk ekkert”, sagði Marta og leit
á tómu skálina.
“Ekki hið minsta. Hann stóð við ofninn
mjög ánægjulegur, en horfði æstur á mig, þegar
ég leit inn. Komdu nú Marta, við skulum fara
heim aftur. Við skulum senda disk með smá-
kökum til húsbóndans hérna. Máske tvær
tylftir af þeim geti fylt tóma plássið hans inn-
vortis”.
*. * *
“Menn álíta að hjónabandið hafi bætandi Á-
hrif á manninn”, sagði Jim við morgunverðinn
og leit hugsandi niður í kaffibollann. “En spurs-
málið er, hvort rauðhært eldfjall getur----
“Átt þú við Red?” spurði Marta.
“Já, hann er breyttur. Hann er svo alúðleg-
ur og viðfangsgóður nú”.
“Alúðlegur og viðfangsgóður segir þú? Hefir
þú séð hann nýlega?”
“Nei — er nokkuð að honum? Honum og
Ellen hefir ekki sinnast?”
“Þeim hefir ekki sinnast, en geti Ellen hjálp-
að honum úr þessari klípu, þá er hún aðdáunar-
verð. Red er reiður, svo reiður, að hann getur
ekki dulið það, fremur en áður fyr”.
“Hvar fanst þú hann?”
“Eg hljóp inn i skrifstofuna eftir hálspillun-
um, og heyrði hann segja öðrum óhikað mein-
ingu sína í gegnum fóninn — mér blöskraði”.
“En hann er hættur að blóta--------”.
“Já, en hann getur beitt móðurmáli sínu með
meira afli en nokkur annar, sem ég þekki. Þeg-
ar hann kom til mín, fékk hann mér lyfið þegj-
andi, og ég flýtti mér í burtu”.
“Hann er líklega búinn að jafna sig. Ellen
hefir huggað hann”.
/ ’.
“Hún hefir ekki haft tækifæri til þess. í
lampanum í gamla herberginu hans, logaði alla
nóttina — og þú veizt að hann sefur þar ekki
núna”.
“Mér þykir þetta leitt hennar vegna”, sagði
Marta.
“Já, hann jafnar sig. Hann er blendingur af
blíðu og æsing”.
Meðan þau töluðu um hann hafði reiði Reds
alls ekki dvínað. Hann reyndi að brosa til konu
sinnar og kysti hana jafnblíður og vant var, en
svaraði orðum hennar með eins atkvæðisorð-
um.
“Red--------” sagði kona hans. “Er þér á
móti skapi að ég fari með þér til bæjarins í
dag?”
Hann hristi höfuðið og gekk inn í skrif-
stofuna. Hún gætti græna tröllsins, og þegar
þa ðkom úr skýlinu, stóð hún á skrifstofutröpp-
unni.
“Flýttu þér — ég á annríkt”, sagði hann. Þau
óku hratt og þegjandi til bæjarins. Vagninn nam
staðar fyrir framan skrautlegt hús í útjaðri bæj-
arins. “Mér þykir leitt, að ég verð að koma hér
við, og get ekki strax farið lengra með þig”, sagði
hann.
“Það gerir engan baga. Eg sit hér og bíð”,
svaraði kona hans, án þess að láta hann verða
varan við að hún sæi reiði hans.
Augnabliki síðar kom skrautleg bifreið frá
bænum og nam staðar hjá henni. Ofan úr henni
sté Van Horn.
Hann sá Ellen og gekk til hennar með hatt-
inn í hendinni.
“Góðan daginn, frú Burns — fylgið þér manni
yðar þenna fagra morgun og yður leiðist ekki
að bíða?”
“Mér leiðist aldrei í jafn góðu veðri”.
“Þekkis þér Balzac þo!rpslæknir?” jHann
leit til hússins. “Eg þori ekki að láta stéttar-
bróður minn bíða. Hann er ekki jafn rólegur og
þér — afsakið að ég segi það”.
Hann gekk brosandi frá henni. Ellen leit á
eftir honum óánægð. Hún hafði ekki kunnað
við hann frá fyrstu.
“Eg get ekki hugsað mér Van Horn sem fá-
tækra læknir”, sagði hún við sjálfa sig. “Það
lítur út fyrir að hann og Red séu að ráðgast um
eitthvað þarna inni, bara að þeim komi nú sam-
an”.
I