Heimskringla - 29.04.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. Apríl 1925.
Síðasta för Dr, Knud
Rasmundsen um heim-'
skautalöndin.
Lausleg þýðing úr “Decorah Posterf’,
no. 75, 14. apríl 1925.
Dr. Knud Rasmussen er orðinn
mjög nafnkunnur fyrir feröir sínar
og uppgötvanir á Grænlandi og norð.
urhluta Canada, hann er aö faöerni
danskur maöur, haföi faðir hans
veriö danskur kristniboöi á Græn-
iandi, en móöirin Eskimói,
er hann nú hingað kominn í
áifu og hygst aö halda fyrirlestra
bæði í Bandarikjunum og Canada um
ferðir sínar og þekking þá, er hann
hefir fengið á ferðum sínum meðal
Eskimóanna; þess er vert að minnast,
að Dr. Rasmussen talar þeirra mál
ágætlega, og hefir því fengið gleggri
þekking á þjóð þessari, háttum henn-
ar, sögu, upplýsingu pg tungu, frá
fornu og nýju, en nokkur hvítur
maður hingað til. Úr þessari ferð
kom hann til baka seint í fyrra haust,
þetta er hin fimta ferð Dr. Rasmus-
sen, og var hann alls ár í þeirri
ferð, og fór yfir ísbreiður hinar
miklu, milli Grænlands og Síberíu, í
því augnamiði, að kynnast lifnaðar.
háttum Eskimóa frá löngu liðnum
timum, alt fram á vora daga; úr
leiðangri þessum hefir hann flutt
heim til Danmerkur, undra safn af
merkilegum munum, áhöidum, þess.
utan, sem ekki er minna varið í,
fjölda æfintýra, þjóðsagnir og þjóð-
söngva, sem hafa lifað á vörum for-
feðranna og borist þannig mann frá
manni frá ómunatíð.
Dr. Rasmussen er fastlega þeirrar
meiningar, að endur fyrir löngu hafi
Eskimóarnir búið uppi í iandi í
Canada, hefir hann mörg þess óræk
merki, t. d. að hin eldri áhöld þeirra
voru smærri og veigaminni, frá þeim
tima, er þer lögðu sig mest eftir
fiskveiðum við stórvötnin canadisku,
en er þeir fluttu til sjáfar og hlutu
að vinna á selum, rostungum og
hvölum, voru vopnin miklum mun
stærri, þyngri og sterkari.
Ennfremur minnast forn kvæði
þeirra á heimaland með víðáttumikl-
um vötnum og orustur þeirra við
Indíána og sigurvinninga, en undan
létu þeir síga smámsaman norður að
Ishafinu mikla.
Ekki álítur Dr. mögulegt, að gera
áreiðanlega grein fyrir því, hve langt
sé síðan, að þeir bjuggu við hin
stóru vötn í Canada, eða um ferðir
þeirra norður á bóginn. Auðvelt
veittist honum að tala við Eskimóa
alla leið frá Grænlandi til Alaska.
Dr. Rasmussen segir ennfremur, að
Eskimólaflakk þetta hafi átt sér
stað sennilegast fyrir mjög svo löng-
um tíma, því þó málið hafi haldist
hreint og litlum breytingum tekið,
þar þeir höfðu engin mök við um-
heiminn og lífsskilyrðin voru jafn.
an hin sömu, er því engin ástæða til,
að geta sér annars til, en málið gæti
haldist hreint og óblandað um alda-
raðir.
Dr. Rasmussen er hinn fyrsti vís-
indamaður, er hefir rannsakað land.
ið og útlit og ásigkomulag hinna svo-
kölluðu bjarthærðu Indíána, siðan hr.
Viihjálmur Stefánsson fór þar um,
og hefir hann séð þar Eskimóa með
rautt hár og skegg, nokkrir eru blá-
eygir, en ekki eru þeir hvítir, segir
hann að hörundslitur þeirra sé býsna
dökkpr. í þjóðsögum sínum kveða
Eskimóar svo að orði, að þeir hafi
haft yfirhöndina í vopnaviöskiftum
við Indíána og rænt þá konum þeirra,
en ekki kveðst Dr. R. hafa séð nein_
ar Indíána konur þeirra á meðal. Því
hefir verið haldið fram, að þessir
Ijóshærðu Eskimóar væru afkomend-
ur hinna gömlu Norðmanna, sem
brutust inn í heimskautalöndin, svo
langt vestur sem Victoria land og
Coronation-flóann. — Þess hefir einn
ig verið getið til, að þeir eigi kyn sitt
að rekja til Sir John Franklins leið-
angursins, sem týndist árið 1845, en
þessu fer fjarri, segir Dr. R., þvi
munnmælasögur Eskim. sem eru jafn-
áreiðanlegar og væru þær skýrt rit-
uð skjöl, segja nákvæmlega
frá ferðum Sir. J. F., og það með,
að hann hafi ekki eftir sig látið neina
kynblendinga.
Ekki álítur hann heldur, að Norð-
menn hafi farið frá GrænJandi vést-
ur yfir hafið norðarlega, og færir 2
ástæður sérstaklega fyrir þeirri hug-
mynd. I fyrsta lagi, fullyrða sagnir
Eskimóa, hvernig að bygðir Norð-
manna á vesturströnd Grænlands liðu
undir lok, og staðfesta ennfremur
leifar norrænnar þekkingar.
Munnmælasagnir Eskimóa á svæð-
inu millum Godthaab og Julianehaab
segja skilmerkilega frá lifnaðarhátt.
um í þessum nýlendum Norðmanna
á vesturströnd Grænlands á árunum
n'.illi 900—1580, segir Dr. Rasmus.
sen:
Sagnir Eskimóa segja mjög skýrt
frá útliti Víkinganna, vopnabúning
og stöðugum orustum við hina inn-
fæddu. Hinir hvítu menn tóku sér
bólfestu fyrst á Suður-Grænlandi.
áður en Eskimóar komu þangað,
mynduðu Víkingar nýJendur hér og
þar, norður eftir ströndinni, vellíðan
var í nýlendum þessum og höfðu
menn allsnægtir.
Nokkru síðar komu Eskimóar yf-
ir hafið til Grænlands, og lentu á
ncrðvestur ströndinni, tóku þeir brátt
að þoka suður á bóginn, þar til þess-
ir tveir kynflokkar mættust, sló- þá
í blóðugar orustur og hélt því jafúani
síðan áfram.
En að Eskimóarnir urðu að lokum
sigurvegarnir, álítur Dr. R. ekki eins
mikið að þakka herkænsku og hreysti
Eskimóa, eins og hinu, að Víking-
un; hnignaði að líkamsþreki og harð-
fengi, og afkvæmi þeirra urðu ætt-
lerar fyrir vöntun kynblöndunar ann-
arsvegar og krankleika hinsvegar.
Þetta hefir verið vísindalega rann-
sakað af Dr. Norlund, sem hefir ítar-
lega og með mestu gaumgæfni yfir.
vegað grafir á vesturströnd Græn.
lands, og kemst að þeirri niðurstöðu,
að mennirnir höfðu liðið af líkarns-
kvillum og veiklu í hryggjum, sem
orsakaði, að þeir urðu bognir í baki
og álútir.
Hvernig nýlendur þessar upprætt-
ust, hefir verið dularfull gáta fyrir
visindin, því vellíðan mikil var í ný.
lendum þessum og allsnægtir til Iífs-
viðurværis, ekki heldur harðæri né
mjög kalt loftslag. Sú líklegasta úr.
lausn er, að hér hafi verið illkendir
sjúkdómar að verki í afar mörg ár,
og hafi ráðið að miklu leyti örlögum
Víkinganna.
Aðra sönnun fyrir því, að Víking.
arnir fóru frá Grænlandi til Norð-
ut-Ameríku, segir Dr. Rasmussen
vera þá, að þjóðsagnir Eskimóa
nefna ekki með einu orði slikar ferð-
ir, heldur hann því þó fram, að sögu-
sagnir og þjóðsöngvar þeirra séu á.
byggilega réttir, en grandvart sé, að
nokkur hin minsta átylla, sé fyrir því
þar að finna, að slíkir leiðangrar hafi
átt sér stað.
Hinir grænlenzku Eskimóar tala
tungu, sem inniheldur 20,000 orð,
segir hinn tungumálafróði heimskauta
fari Dr. K. R. MáJið er einkum auð-
ugt um alt, sem lýtur að veiðum og
litbreytingum.
Eskimóa upplýsing og menning, er
á mjög mikið hærra stigi en yfirleitt
hefr verið álitið af umheiminum, seg-
ir Dr. Rasmussen; námfúsir eru þeir
i bezta lagi og hafa ágætis minni.
Heilsugóðir eru Eskimóar, og
þekkist ekki nein berklaveiki eða arf-
gengir og illkynjaðir sjúkdómar með-
aJ þeirra; samt sem áður eldast Eski.
móar fyr en hvítir menn, og. eru ó-
efað þeirra hörðu lífskjör, sem or-
saka það mest; tennurnar missa þeir
mjög snemma og ofbjóða þeim 'við
ýmisJegar athafnir, svo sem við til-
búning bogastrengja, skófatnaðar,
selskinnaklæðnaðar o.s.frv. Mestmegn
is Jifa þeir á kjöti og fiski og á það
vel við þá, hið eina af jurtalífinu,
sem þeir neyta er innan úr hreindýra.
mögunum.”
I. G. G.
-0-
Varalögreglan.
Ræða Ásgeirs Ásgeirsonar,
þingmanns V.-ísfirðinga,
við 1. umr. í neðri deild.
Þó ekkert væri annað en það, að
þetta ríkislögreglumál hefir ekki
verið lagt fyrir þjóðina áður en það
var borið fram hér á þingi — þá
bæri af þeirri ástæðu einni saman
að vísa því frá að þessu sinni. Öll
stórfeld mál á að ræða með þjóðinni
í stjórnfrjálsu landi, áður en þau eru
lögð fyrir löggjafarþingið. Þjóðar-
viljinn er bakhjarl löggjafarinnar og
og þó einkum framkvæmdarvaldsins.
Það er ekki það, sem fyrir þjóðina
á að leggja, hvort það sé þessi virðu-
lega samkoma, sem á að setja lög í
landinu eða einhverjir flokkar —
jafnaðarmanna eða aðrir. Um þau
munu allir á eitt sáttir, að; löggjafar-
valdið er í höndum þingsins og að
framkvæmdarvaldið á að sjá um að
lögum sé hlýtt. Um það er ekki á-
greiningur í þessari háttvirtu deild
— enda ætti sá maður hingað ekkert
erindi, sem á annan veg hugsaði. lím
hitt er ágreiningurinn: hvernig fram
kvæmdarvaldinu skuli háttað — og
hér er gerð svo viðurhlutamikil till.
um breyting á skipulagi framkvæmd.
arvaldsins, að nauðsyn bar til, að till.
væri rædd til hlitar áður en hún
væri fram borin á löggjafarþingi
þjóðarinnar.
I frumvarpinu er svo ákveðið að
ríkislögregla “skuli sett í hverjum
kaupstað á landinu — eftir því sem
við verður komið” og í athugasemd-
unum er þess getið, að réttast sé að
lögin gangi þegar í gildi, til að flýta
fyrir framkvæmdum þeirra. En á
framsöguræðu hæstv. forsætisráð-
herra var ekki að heyra, að hugað
væri til framkvæmdar annarsstaðar
en í Reykjavík og e. t. v. á Siglu-
firði. Liggur því næst að ætla, að
háttv. þm. annara kaupstaðar —
háttv. þm. Akureyrar, ísafjarðar,
Seyðisfjarðar, Vestmannaeyja og
Gullbringu og Kjósarsýslu, — sem
allir voru stuðningsmenn stjórnarinn
ar, hafi látið hana á sér skilja, að
þeirra kjördæmi séu ekki þurfandi
fyrir þessi fríðindi — og ráðherr.
ann þá, eins og rétt var, bey,gt sig
fyrir þvi. Umsagna kaupstaðanna,
eða bæjarstjórna þeirra — sem að
mestu annast löggæsluna — hefir ekki
verið leitað, og er hæstvirtri stjórn
því skyldara að taka fult tillit til
SUMAR
SKEMTIFERDIR
SUMARLEY FISFARBRJ EF
Kyrrahafsströnd
$72
VANCOUVER
VICTORIA OG
AÐRAR BORGIR
FRA WINNIPEG
OG TIL. BAKA
ÞANNIG GETIÐ ÞÉR SÉÐ
BANFF, LAKE LOUISE
OG EMERALD LAKE
A LEIÐINNI #
TIL SÖLU
15. MAI TIL 30. SEPT.
Austur Canada
ME» JARNBR.UIT EÐA JARJT-
BRAIIT E»A JARBÍBRAAT OG
SKIPOM
Canádian Pacific Skip
ERA FORT WILMAM E»A
PORT ARTHIJR, iftlÐVIKVDAG
OG IiÁUGARDAG TIU PORT
McJíICOIiI,. OG FIMTUDAG
TIIi OWEX SOUND.
ÞRJÁR ÞVERÁLFULESTIR HVORA LEIÐ DAGLEGA
Ein þeirra er TRANS CANADA LIMITED
DE.LUXE SVÉFNVAGIVAUEST (fyr.ta Ie»t 1». maí)
fulltrúa þeirra hér á þingi. En það
má segja, að ekki blási byrlega fyrir
frv. þegar flm., hæstv. forsætisráð-
herra, er þegar í framsögu sinni
faJIinn frá að nota þá' heimild til
fulls, sem hann æskir eftir að fá frá
þinginu.
Um Siglufjörð er það að segja,
að háttv. 2. þm. Eyfirðinga hefir
þegar tekið til máls og látið á sér
skilja, að Siglfirðingar æski ekki eft-
ir þeim “umbótum”, sem í frv. felast.
Það er alt annað, sem Siglfirðingar
hafa óskað eftir. Þeir sendu í fyrra
til þingsins fjölmenna áskorurv um
að vínverzlun landsins þar á staðn-
um yrði lögð niður. Það er sú eina
“löggæsla”, sem þeir hafa óskað eft-
ir. I áskoruninni segja þeir svo:
“Síðan áfengissalan var sett hér nið-
ur, er daglegum friði vor Siglfirðinga
spilt svo — að minsta kosti að sumr-
inu til — að óviðunandi er framveg-
is. Hávaði og friðarspjöll ölvaðra
manna hafa keyrt svo úr hófi fram,
að sóma bæjarins og velferð borgar.
anna er teflt á fremsta hlunn”. Þessu
svaraði hæstv. forsætisráðherra svo,
að hann skyldi taka málið til athug-
unar, “því”, eins og< hann sagði, “mér
er ekki kært að 'hafa útsölustaði vín.
anna fleiri en beinlínis er nauðsyn-
legt vegna samninganna við Spán-
verja”. Þetta var vel mælt, og
væntu Siglfirðingar nokkurrar úr-
lausnar, þar sem ekki er líklegt, að
nauðsyn bæri til, samkvæmt Spánar-
samningnum, að hafa útsölustaðina
tvo á Norðurlandi, en ekki nema
einn í öðrum fjórðungum. Nú vil ég
spyrja hæstv. forsætisráðherra hver
niðurstaðan hafi orðið og hvort ekki
megi vænta bráðra framkvæmda —
því ég vona, að niðurstaðan hafi ekki
orðið sú, að nauðsyn bæri til —
vegna tekna ríkissjóð9 af áfengis.
sölu — að hafa útsölustaðina sem
flesta, en hinsvegar ætli stjórnin fús-
lega að láta SigJfirðingum í té rik-
islögreglu, til að skakka leik hinna
ölvuðu manna, sem með framferði
sínu eru að reisa við fjárhag rikis-
ins. Ef Siglfirðingum er veitt ósk
þeirra, þá eru vandræði þeirra leyst,
án þess að stjórnin þurfi þeirra
vegna nokkura heimild til að setja
á laggirnar hið mikla lögreglubákn,
sem farið er fram á. Kann að vera,
að rikið gerði rétt í því að styðja þá
til að fjölga lögregluþjónum um 2—3
að sumrinu, en það á óskylt mál við
það frv., sem hér er til umræðu.
Þá er Reykjavík ein eftir. Það
liggja hvorki fyrir málaleitanir frá
bæjarstjórn, lögreglustjóra né neinar
umsagnir þeirra — fundasamþylctir
er sýtii að hér sé almenningsósk á
ferðum. Þvert á móti. Það sem
borist hefir héðan og annarsstaðar að
af landinu, eru mótmæli ein. Það
fylgir frv. ekki ein áskorun frá ein-
um fundi í einu einasta kjördæmi.
Einn af þm. Reykjavikur hefir þeg-
ar tekið til máls — og ekki mælt frv.
bót. En nú fáum við vafalaust að
heyra ummæli hinna Reykjavikur.
þingmanna, sem allir eiga sæti í þess.
ari háttv. deild, og vitanlega hafa
hugsað mál þetta itarlega. Ef þeir
þegja, þá er sú þögn ekki samþykki,
heldur miskunnsemi stuðningsmanns
við stjórn sína — og vildi ég þá
skjóta þvi til hæstv. forsætisráðherra,
hvort ekki væri varlegast að taka
frv. aftur. Það væri án efa besta
lausnin á málinu. Ef ekki koma á-
kveðnar kröfur, einbeitt ósk um rík.
islögreglu, i þeirri mynd sem til er
ætlast í frv., þá hefir frv. engan bak-
hjarl. Þá er þjóðarviljinn í römm-
ustu andstöðu við frv. En þjóðar-
viljinn á að vera uppspretta löggjaf-
arinnar, og hann er i þessu efni ó-
umflýjanlegt skilyrði fyrir fram-
kvæmdinni.
Hæstv. forsætisráðherra dregur
enga dul á, að orsakirnar til að frv.
er fram borið, eru atburðir, sem orð.
ið hafa hér í Reykjavik á seinni ár-
ura. Eg hefi að vísu heyrt út i frá þá
vörn fyrir frv., qJS þjóðfélag vort sé
svo vamarlaust .gagnvart útlendum
ofbeldismönnum, að svo búið megi
ekki standa. Er þá visað til Tyrkja-
ránsins og Jörundar Hundadaga-
konungs, þó seint sé nú að gripa til
varnar gegn honum. En þá væri hér
um hervarnir að ræða, og býst ég
við að hæstv. forsætisráðherra vilji
ekki heyra það, enda hefir hann ekki
flutt þessa vörn fyrir frv. Væri
og landið alt jafn berskjaldað fyrir,
þó einhver liðsafli væri hér fyrir í
Reykjavik. Er og þessi ótti óþarfur,
þar sem eriski flotinn hefir friðað
höfin svo vel, að öryggið er meira
fyrir þá, sem á sjó ferðast en hina,
sem fara á landi, hvað yfirgang
snertir. Enski flotinn er að þessu
leyti okkar mikla vernd, þó hún sé
orðin svo gömul og sjálfsögð, að við
gerum okkur oft ekki grein fyrir því.
,Það er sagt að þeir smáfuglar séu
óhultastir sem hreiðra sig í nánd við
örninn, og svo er um okkur og Eng-
land. Það er því óþarfi að ala á 1
þessum kvíða.
Hbestv. forsætisráðherra taldi aft- (
ur aðalorsök þess að frv. er fram
borið uppþotið, sem varð út af rúss-
neska drengnum fyrir nokkrum ár.
um. Hann var þá sjálfur dóms-
málaráðherra, og tók fast í taumana.
Það dugði. Það er þess vegna undr-
unarefni, að nú skuli eftir mörg ár
flutt frv. til stórbrotinna breytinga á
löggæslunni í tilefni af atburðum,
sem ekki sprengdu það kerfi, sem
við þá bjuggum við og höfum altaf
búið við. Þar var um uppþot að ræða,
sem reyndist auðvelt að yfirbuga
þegar framkvænudarvaldið tók rögg
á sig. Það hefðu að líkindum aldrei
vandræði af hlotnast, ef það hefði
fyr trúað á mátt sinn. Þar var um
enga bylting að ræða, heldur uppþot.
Það var rangt, sem hv. þm. V.-
Skaftfellinga lét um mælt, að þar
hafi heill stjórnmálaflokkur ráðist á
lögregluna. Byltingu er hér óþarfi
að óttast. Það er ilt verk og óþarft,
að espa sjálfan sig og aðra upp í
byltingarótta, þegar ekki einu sinni
þeir, sem mesta samúð hafa með
þjóðfélagsbyltingum í öðrum lönd-
um telja neinar l'ikur til að hér geti
orðið bylting, nema hún sé á undan
gengin í Englandi og á Norðurlönd-
um. En þess verður langt að bíða
að þar sporðreisist þjóðfélögin. Það
er gott nágrennið við þjóðir, seni
standa svo framarlega að stjórnmála
þroska. En í þessu liggur öryggi
vors þjóðfélags: í nágrenninu við
þessar þjóðir og þó helst í vorum
eigin| hjörtum. Erfðavenjur þessa
vors litla þjóðfélags og forn festa
ætti eitthvað að hrökkva og þola ann
að eins og það, að við eignuðumst
30 togara. Guð hjálpi okkur þá þeg-
ar stóriðnaðurinn heldur hér inn.
reið sína, og sú skrrlmyndun, sem
honum hefir viðast fylgt I íslenzku
þjóðfélagi ætti ekki að vera hætta
búiní, því hér er enginn skríll til, eða
réttara sagt, hér er skrillinn ekki stétt
út af fyrir sig, því aldrei verður hjá
hinu komist, að nokkur skríJl sé í
öllum stéttum.
En, það er tvent, sem ég vildi víkja
nánar að í sambandi við þetta upp-
þot. Annað eru vopnin, sem þar
var gripið til. Hæstv. forsætisráðherra
telur það “gamanyrði”, að tveir
háttv. þm. hafa gert ráð fyrir vopna
burði í sambandi við ríkislögregluna.
En hvað liggur nær en að hugsa sér
það — enda er rúm heimild í frv.
fyrir alt slíkt — þegar byssur voru
notaðar í uppþotinu fræga? Ifestv.
forsætisráð'herra segir að visu, að
gert sé ráð fyrir, að það séu ekki
brjálaðir menn, sem eigi að fram-
kvæma lögin. En er það ekki einn-
ig siður óbrjálaðra ráðherra, að óska
ekki eftir víðtækari heimildarlögum,
en gert er ráð fyrir, að einhverntíma
þurfi að grípa til ? Heimildarlög þessi
standa þó hann víki frá völdum, og
þá er það heimildin sem gildir, enI
ekki ræða hans um það, hvernig hann
ætli að nota hana. Þetta er einn höf.
uðgalli frv., hvað það er víðtækt.
Það er svo víðtækt, að þó það sé að
visu ekki lög um að hér skuli dreginn
saman her í landinu og æfður, þá er
það þó aldrei ofmælt, að það séu
heimildarlög um að1 stofna her í land.
inu, ef þeirri stjórn, sem að völdum
situr, býður svo við að horfa. Hæstv.
forsætisráðherra segir að vísu, að
skotvopn komi þar ekki til mála, þvi
liðið eigi að vera búið að hætti ann-
arar lögreglu — en hvar var þá
heimildin til að fá varaliðinu, sem
tók Ólaf Friðriksson höndum, byss-
ur í hendur? Var það gert án þess
að nokkur heimild sé til þess i lög-
um? Eg óska eftir skýru og á-
kveðnu svari! Því annaðhvort hef-
ir það verið gert í heimildarleysi,
eða það er full ástæða til að ætla, að
tilgangurinn hafi verið sá, er frv.
um rikislögreglun var samið, að lið-
ið yrði æft i vopnaburði. Eg segi
þetta ekki til að veiða hæstv. forsæt-
isráðherra í neina gildru. Tilgangur
minn er sá einn, að ljá mitt lið til
að koma í veg fyrir vopnaburð í
framtiðinni, en ekki að hengja fortið
ginpills
Höfuðverkir, bakverkir,
þvagteppa eða þvagmiss-
ir eru viss merki um
nýrnaveiki. Gin Pills
lækna fljótt og vel. 50c
hjá öllum lyfsölum og lyf
, sölubúðum.
• National Drug & Chem.
• Co. of Canada, Ltd.
Toronto Canada
ráðherrans á gálga. Mér væri það
svar ljúfast: að hér á landi megi >
engum fá vopn í hendur nema at-
vinnulögreglunni í nauðvörn og
landhelgisvörðum. Svo ættu íslenzk
lög að mæla fyrir. Eggvopn og skot-
vopn ættu hér að vera bannfærð. Og
þó er ekki nauðsyn að það standi nein
staðar í lögum. Það hafa um langan
aldur verið óskrifuð lög—og óskrifuð
lög, helguð af venju og sögu, eru
sterkari en þau lög, sem samþykt
eru á þingum. Það hefði verið óhætt
í uppþotinu að treysta þessari venju
í stað þess að láta tortrygninai fá sér
vopn í hendur — því jafnvel þó tor-
ureign milli þegnanna er þegar, þvi
er almenningsálitið enn hér svo ó-
spilt, að sá maður, eða flokkur
manna, sem fyrstur verður til að
beiía eggvopni eða skotvopni í við-
ureign milli þegnanna er þegar, því
samkvæmt, búinn að bíða ósigur. —
Þetta þykir kannske full kristilegt.
Því það er nú svona, að jafnvel þó
ásakanir um kristindómshatur séu
farnar að tíðkast í kosningadeilum,
að þá velta sumir samt vöngum, ef í
þjóðmálum á mest að treysta á gott
innræti þegnanna. En þetta er nú
samt svona hér á landi. I félagsmál-
um geta menn valið sér sínar þroska-
brautir — og þeim þjóðum, sem á
þetta þora að treysta, mun verða að
trú sinni.
Hitt annað atriðið viðvíkjandi því
uppþotinu, sem frv. er aðallega bygt
á, sem ég vildi spyrjá hæstv. forsætis,
ráðh. um er það, hvernig á því hafí
staðið, að lögreglan gat ekki komið
fram vilja sínum? Var það af því
hún dignaði þegar á hólminn kom?
Hæstv. ráðh. hefir kveðið upp úr
um það, að uppþot þetta sé aðalor-
sök frv. Mér er því næst að halda,
að ef lögreglan hefði dugað en ekkí
dignað í það skifti, þá hefði þetta
varhugaverða frv. aldrei komið fram.
Það er almennings álit hér í bæ, að
lögreglustjórinn -hafi ekki verið vax-
inn því verkefni, sem hann í þetta
sinn átti að leysa af hendi. Eg segi
þetta ekki til að gera honum svívirð-
ing. Það þarf engin minkun að vera
þó hann sé til annars betur fallinni
en stýra liði og standa í mannraun-
um. Vig erum svo gerðir margir nú-
tiðarmenn. Þetta er auk þess stað-
fest af forsætisráðherranum sjálíum,
sem sá sér ekki annað fært en- setja
annan í hans stað. Þannig skýrðt
hæstv. ráðh. þá magnleysi reykvísku
lögreglunnar. Og mun ekki sama
skýringin rétt enn þann dag í dag?
Það dugar ekki annað en hreinskilni
og einurð ef leysa á slík mál sem
þessi. Það er of dýrkeypt að ætla að
bjarga Reykjavík frá einurðarlítillí
lögreglustjórn með jafnumfangsmik-
illi heimild og felst í frv. stjórnarinn-
ar. Ráðig er ofureinfalt og verður
tekið fyr eða síðar: að gera skiftí
miHi lögreglustjórnarinnar og toll-
gæslu eða innheimtumannsstarfans.
Það er vissulega nóg starf fyrir einn
mann að eiga að bera ábyrgð á inn_
'heimtu um 5 milj. kr. fyrir lands-
sjóð. I sama mund gæti hann verið
tollstjóri landsins á líkan hátt og
póstmeistari er yfírmaður póstmál-
anna. Núverandi lögreglustjóri mun
vera hinn duglegasti skrifstofumað-
ur og skyldurækinn innheimtumaður
— og væri ekki nema hagur fyrir
landið, að -hann nyti sinna krafta ó-
truflaður á því sviði, sem hæfileik-
ar hans bezt njóta sín. Lögreglu-
stjóri þarf aftur að vera einarður, ó-
trauður og þó gætinn. Eg hefi trú
á því, að hægt væri að fá slíkatt
mann, sem borgararnir bæru fult
traust til. Hann þyrfti að kynna sér
erlendis löggæslu, svo hann gæti kom-
ið góðu s-kiplagi á -lögreglu bæjarins
og verið sjálfur foringi hennar.