Heimskringla - 22.07.1925, Síða 6

Heimskringla - 22.07.1925, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA HifilMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JÚLÍ, 1925. “TVIFARINr. Skáldsaga Eftir H. de Vere Stacpoole. Þýdd af J. Vigfússyni. 1. KAPÍTULI. Jones. Það var fyrst í júnír og Victor Jones frá Philadelphia sat í dyraganginum á Savoy hótel- inu í London, og velti fyrir sér ósigri sínum í fyrstu baráttu sinni við erfiðleika lífsins. Þó han væri frá Philadelphia, var Jones samt ekki amerískur, og hafði heldur ekki amerískan framburð. Hann var fæddur í Ástralíu, hafði fyrst unnið í banka í Melbourne; þaðan ferðaðist hann til Indlands í verzlunarerindum, hafði byrj- að á einhverju fyrir sjálfan sig, en það gekk illa; svo reyndi hann eitt eftir annað, og nú kom hann frá Philadelphia. Án þess að eiga nokkurn höfuðstól, hafði Victor og maður nokkur í Philadelphia, boðið brezku stjórninni að kaupa af sér bjálka, járn og stál, og hann var kominn til London í þeim erindum, að geta sjálfur haft áhrif á kaupend- uma; hann hafði talað við seinláta menn í ein- kennisbúningi, en þeir höfðu vísað honum til annara, ennþá seinlátari. Stringer félagið, sem hann nefndi sig, og Aaron Stringer, sem hg.fði fengið honum peninga til ferðarinnar, höfðu eytt þrem vikum til þeösa fyrirtækis, og einmitt í dag. hinn 1. júní, var tilboði þeirra neitað. Pélagið Hardman í Pittsburg hafði hlotið þessi viðskifti. Þetta voru slæm vonbrigði. Hefði hann og Stringer fengið þessi viðskifti, þá hefði þeim verið auðvelt að framkvæma þau. Stringer hafði fengið Laurinson í Philadelphia framkvæmdina í hendur, og ómakslaun þejrra hefðu orðið afar- mikil. Einn pennadráttur hefði fylt vasa þeirra með peningum; en þar eð brezka stjórnin fram- kvæmdi ekki þenna pennadráitt, þá voru þeir gjaldþrota; að minsta kosti var Jones það. Satt að segja var fyrirtæki þetta djarflegt gróðabrall, en honum til afsökunar skal þess get ið, að hann hafði vogað öllum peningum sínum í það, og að þessi óhepni var honum hrein og bein ógæfa. Hann átti ekki einu sinni tíu pund í vasanum og hann skuldaði peninga á Savoy. Hann hafði ímyndað sér að hann gæti komið þessum við- skiftum í framkvæmd á einni viku, og ef þau hepnuðust vel, þá gæti hann farið í þriðja far- rými aftur yfir Atlantshafið. Hinum voðalega miklu útgjöldum í London hafði hann ekki gert ráð fyrir, heldur ekki að hann yrði að dvelja þar í þrjár vikur. 1 gær hafði hann símritað Stringer og beðið hann um meiri peninga, en svar Stringers var: “Eg bíð eftir fullkomnun samningsins”. Þetta var líkt Stringer. Hann var nú að hugsa um Stringer, þar sem hann sat og horfði á gesti Savoy hótelsins. Þeir voru amerískir og enskir, þeir höfðu engar pen- ingasorgir og kviðu ekkert ókomna tímanum hugsaði hann með sjálfum sér. Hann hugsaði um Stringer og sitt eigið ásigkomulag. Ekki al- veg tíu pund í vasanum, og hótelsreikningurinn óborgaður; milli hans og Philadelphia lá eitt af veraldarhöfunum stóru. Jones var 24 áíra gamall. Hann leit út eins og hann væri þrítugur. Magur piltur með alvar- legt andlit. Maður gat álitið að hann væri skozk ur fríkirkjuprestur, í borgarabúningi, eða hreim- fagur leikhús söngleikari, eða ófullkominn mat- reiðslumaður. Þetta eru hinar alvarlegustu stöður lífsins í heiminum. í raun og veru hafði hann, eins og áður er sagt, byrjað sem bankastarfsmaður; hann hafði lært reikning í fregnritaraskóla fyrir hin stærri viðskifti, og með það áform að verða miljóna- mæringur, hafði hann ráðist í að sigla út á hið stóra, bylgjuríka viðskiftahaf. , Hann hafði grilt í sannleikann, þá staðreynd að list lífsins er ekki eins mikið innifalin í því að vinna sjálfur, og að fá aðra til að vinna fyrir sig. Ef þessi samningur við stjómina hefði hepn- ast, þá hefði hann til eigin hagsmuna fengið þús nnd hamra til að sveiflast, tylft stálverksmiðja til að vinna fyrir sig, tuttugu skip til að flytja bjálka, jálrn og stál til Englands, skip sem hann aldrei hafði séð og aldrei mundi sjá. Þetta eru töfrar viðskiftalífsins. Hinir há- vaðasömu bæir, hinar suðandi skipasmíðastöðv- ar, þessi stórkostlegu fyrirtæki eru að flestu leyti fárra manna meðfæri, en þeir menn eru sem prinsar, er aldrei hafa tekið upp neinn vöru- bagga, aldrei haidið á byssu eða stýrt skipi með eigin hendi. Þeir eru töframenn, Hann bað einn hótelþjóninn, sem fram hjá gekk, að færa sér Whisky og sódavatn. Hann varð að hressa sig, áður en hann hugsaði meira um ásigkomulag sitt. Um leið og hann tók á móti drykknum, kom hann auga á mann, sem honum fanst hann kannast við, og stóð að hálfu leyti upp til að heilsa honum. Maðurinn var skrautklæddur og leit út fyrir að vera k sama aldri og Jones. ókunni maðurinn stóð kyr fáeinar sekúndur, eins og hann þekti Jones, svo hélt hann áfram og hvarf bak við pálmaviðartrén íyrir utan dyrn- ar. Jones hallaði sér aftur á bak í stólnum. “Hvar hefi eg hitt þenna mann?” sagði hann við sjálfan sig. “Hann þekti mig líka. Hvar í heimi — hvar í heimi —” Að gagnslausu reyndi hann að framkalla í huga sínum nafn þessa manns. Hann drakk alt Whiskyið og sódavatnið, stóð upp og gekk a ðblaðahillunni, þar stóð hann um stund og leit á blöðin, án þess að vita hvað hann las. Litlu síðar stóð hann í amerísku vínveitinga- stofunni með stórt, fult kampavínsglas fyrir framan sig. Vanalega var Jones hófsamur við vínneyzlu, en í dag kröfðust taugar hans hressingar. Hið óvanalega Whisky og sódavatn hafði tekið hann í sína varðveizlu, huggað hann og stjórnað fyrir- tækjum hans, og nú örvaði kampavínið kjark hans. Hann ýtti tóma glasinu yfir borðið og sagði: “Fyllið þér glasið aftur handa mér.” Á þessu augnabliki kom maður að borðinu, lagði peninga á það og fékk vænt staup af Sherry. Jones sneri sér að honum og stóð nú frammi fyrir ókunna manninum, sem hann hafði séð í dyraganginum; ókunna manninum, sem hann hélt sig þekkja, en mundi ekki hvað hét. Jones var varkár í framkomu sinni, það hafði hann lært á ferðum sínum. En djarfur og hik- laus var hann nú éins og eðli hans var. “Afsakið,” sagði hann, “eg sá yður niðri í dyraganginum, og eg er viss um að eg hefi hitt yður einhverntíma einhversstaðar, en hvar?” hár og háralitur, sömu drættir, sama lögun höf- uðsins og eyrnanna, sami litur augnanna, hinn sami alvarlegi andlitssvipur. Svo alger líking tveggja manna, er næstum jafnsjaldgæf og alger líking tveggja smásteina á sjávarströndinni. Þegar eg tala um algera líkingu, á eg við svo fullkomna líkingu, að gaml- ir vinir geta engan mismun séð. Þegar náttúr- an leyfir sér slíkt spaug, hættir hún ekki við hálfunnið starf. Menn hafa tekið eftir því, eink um hjá tvíburum, að líkingin nær líka til radd- arinnar, í öllu falli til hreimsins, skjaldarbrjósts- ins og raddbandanna. Eini munurinn á Jones og hinum ókunna, var framburðarblærinn, en sá mismunur var mjög lítill. “Hver grefillinn!” sagði Jones. Hann sneri sér að hinum ókunna, og svo að speglinum aftur. “Mjög óvanalegt, er það ekki?” sagði hinn. “Á eg að biðja yður afsökunar, eða þér mig? Nafn mitt er Rochester.” Jones sneri sér frá speglinum. Kampavíns- glösin tvö, Whiskyið og Sherryið héldu honum vakandi við þetta alveg óvænta ásigkomulag. Honum fanst þetta óviðjafnanlega skemtilegt. í rauninni var mjög lítil fyndni í því, en það gat hann ekki séð. “Þetta verðum við að halda hátíðlegt,” sagði Jones, benti skutilsveini að koma og bað um tvær púnsskálar. I 3. KAPÍTULI. i Dagverðurinn og eftir hann. Og Jones hélt hátíð. Sá ókunni drakk lítið, en hann var samt eins glaður og eins kíminn í orðum sínum eins og Jones. Einustöku sinnum mishepnaðist honum það samt, svo hann í fá- ein augnablik varð kæruleysislegur og daufur, ! en það hafði engin áhrif é) Jones, hann var yfir- ! l)urða glaður og gáskafullur við þenna nýja vin sinn, sem hann hafði fundið í London. Að þessi það mjög oft. Þér ætlið líklega ekki að segja, vjnur var. aiveg eins og hann, gerði hann afar- að þér munið ekki, hvar þér hafið séð mig.” kátann, og hvað eftir annað, með litlum hvíld- “Mig grunar það ekki,” sagði Jones. “Eruð um> m|ntist hann á þesSa líkingu. 2. KAPÍTULI. Hinn ókunni- Ókunni maðurinn hló um leið og hann tók á móti skiftunum frá vínsölumanninum. “Já,” sagði hann, “þér hafið séð mig fyr, og þér amerískur maður?” “Og þér heitið, Rochester! Það er áreiðan- “Nei, eg er Englendingur. Þetta er einkenni- leg& bgzta nafnið gem eg hefi heyrt.” legt, að þér skulið ekki þekkja mig aftur. Við Litlu síðar voru skálarnar tómar, og Jones skulum setjast og tala saman, þá fáið þér má- yar Rð gang& fram Qg aftur um strand með hin- ske minnið aftur. Það er hægra að hugsa sitj- andi en standandi.” um nýja vini sínum. Svo varð hann þess alt í einu var, að hann sat og neytti dagverðar í prí- Þegar Jones sneri sér við til þess að setjast vatherbergi á frönsku matsöluhúsi í Soho. við borðið, sem hinn benti á, tók hann eftir því að vínsölumaðurinn og aðstoðarmaður hans horfðu forvitnislega á sig. Og þeir brostu dálítið eins og hann IV^fði vakið kæti þeirra. Eftir það mundi hann ýmislegt frá þessum dagverði. Hann mundi eftir að hafa etið hænu- unga og salatsjurt og rommblandna eggjaköku, sem hann hafði hlegið að, af því að smekkur En þegar hann var seztur og leit aftur á hennar yar syo brennandi beiskur. Hann mundi þá, voru þeir að þvo glös með alvarlegum svip. &ð Rochegter var mjög giensfenginn og gerði “Mér sýndust þessir menn vera að hlæja að skutilsveininum dáiítinn grikk, sem endaði með mér,” sagði Jones. “En eg hefi líklega ekki séð að fáelnir digkar brotnuðu j mola. Hann rétt; og það er betra fyrir þá. Eigum við svo að ^ að hann hafði gneypt hann fyrir komast að réttri niðurstöðu um okkur. Hver framkomu hang eruð þér?” j gvo átti sér stað þræta við einhvern ókunn- “Vinur,” svaraði hinn. “Eg skal strax segja mann en um hvað> það mundi hann ekki. yður mitt nafp, en eg vil helzt að þer komist að gyo mundi hann að hann gat { vagni og heyrði því sjálfur með eigm rannsókn. Segið mér eitt- Rochegter tala við okumann. 1 -V ! / 1 f * A . . M ■ Vv . v #V/\ \ M V1 /1VI1 A f\ A V, /1*1 O r T Björt forstofa; stigi; og að honum var hjálpað , . , upp stigann. Meira mundi hann ekki. 4. KAPlTULI. hvað um sjálfan yður; þá getur verið að þér átt ið yður. Hver eruð þér?” * “Eg! Eg heiti Victor Jones, og á Philadelphia. Eg er í félagi við lúsablesa, sem , heitir Stringer. Eg er fórnardýr brezku stjórn- i arinnar, sem ekki þekkir mismun á stáli og j stáli. Eg er eyðilagður maður.” Gáttarstíflurnar voru opnaðar, reiði hans | fékk lausan tauminn; hann sagði frá öllu, líka I frá sínu örvilnaða ásigkomulagi. Loks var hann búinn. Hinn ókunni sagði a]tœr Qg heitur af sneypu. Fyrst af öllu mundi aðeins: „ i hann eftir ROChester, sem kom til hans, en sú Eitt ennþá? ! endurminning var alt annað en góð. Tældur af “Ekki einn dropa í viðbot. Eg ætti liklega Rochester hafði hann hagað sér eins og flón, að finna konsúlinn eða einhvern annan, og reyna eing og dýr Hvernig gat hann þoiað að standa að finna ráð til að komast heim, og þó veit eg frammi fyrir hótelþjónunum, Og hvað hafði það ekki. Nei, ekki meira af kampavíni, eg vil hann gert yið það> sem eftir var af peningum Hjallinn við Carlton House. Hann vaknaði í myrkri. Heili hans var krist- heldur Sherry líka.” Þegar þeir höfðu drukkið út úr glösunum, stóð hinn ókunni upp. hans? Þessar hugsanir skutu honum skelk í bringu. Hann barði á enni sitt og starði út í myrkrið. “Verðið þér mér samferða upp í framgang- Hann mundi nú hið um]iðna. inn,” sagði hann; “eg hefi nokkuð að segja yður óstýrilæti Rochesters, dagverðinn, diskana, sem eg get ekki sagt yður hér.” i þrætuna. Hann var hræddur við að fara ofan Þeir gengu upp stigann, hinn ókunni á und- ár rúminu og leita í vösunum, hann grunaði an; Jónes á eftir honum, dálítið ringlaður, en bvernig þeir myndu vera. Hann lá kyr og reyndi glaðari í skapi, en hann hafði nokkru sinni áður að {mynda sér hvað af sér yrði, án peninga og verið. Stringer var gleymdur, brezka stjórnin vina { eyðimörk London. Með tíu pundum hefði gleymd, samningur, hótelsreikningur, ferð á hann eitthvað getað gert. En án'peninga? Ekki þriðja farrými, alt var gleymt. Ánægjan, hinir annað en erfiðisvinnu, og hvar átti hann að fá skrautlegu salir og gyltu lamparnir í Savoy var hana? nægilegt eins og nú stóð. Hann hné niður í þægi- I Aftur fór hann að hugsa um Rochester. Átti legan stól og kveikti í smávindli, og reykurinn þessi ífking sér stað, eða var hún aðeins fram- eins og breiddi sig yfir skilningarvit hans, svo ]eidd af vínandanum? Og hvað hafði Rochester að hann gleymdi um stund æsingunni við hinn ó- annars gert? Han ngat gert hvað sem var, hann kunna. var sjóðbullandi vitlaus. Ætli hann yrði nú að “Nú skal eg segja yður það,” sagði hinn ó- ábyrgjast þessi brjáluðu fyrirtæki Rochesters? kunni og laut að honum. “Þegar eg sá yður, Meðan hann hugsaði þessa ömurlegu spurningu, vissi eg strax að eg þekti yður, en hvar við' fór klukka að slá í nánd við hann í myrkrinu, höfðum fundist, gat eg heldur ekki munað. En ! hún sló níu skær og glögg högg, og alt í einu svo varð mér litið í spegil, og þá uppgötvaði eg brauzt svitinn út á enni Jones. það. Vitið þér, hvað þér eruð? Maður með Hann var ekki í sínu herbergi á Savoy. Þar líkama eins og minn, að öllu leyti tvífari minn.” | var engin klukka, og aldrei hafði hann heyrt jafn “Tvífari?” sagði Jones. “Snúið yður við og lítið í spegilinn bak við yður.” Jones gerði það; hann sá ókunna manninn, skæran hljóm í nokkurri hótelklukku. Þegar klukkuslátturinn hætti, heyrði hann rödd utan við dyrnar: “Skift um fatnað við hann, tekið peningana og hann var eins og Jones sjálfur. Samskonar hans og sent hann heim!” Svo heyrði hann létt fótatak á gólfdúknum, fortjald var dregið til hliðar, blæju lyft frá glugg anum, svo birtan streymdi inn í herbergið, sem Jones hafði aldrei áður séð, það var svefnher- bergi frá tímum. Jakobanna, skrautlítið, en samt prýðilega og hagkvæmlega útbúið að öllu leyti. Maðurinn, sem lyft hafði blæjunni, var þrek- lega vaxinn; klæddur svörtum jakka, og yfir and- liti hans og framkomu og öllu ytra útliti, var biskupleg alvara, sem vakti mikla lotningu. Jones varð hræddur; hann dró andann þungt og seinlega, eins og hann svæfi ennþá, og glápti á manninn með hálflokuð augu. Maðurinn átti annríkt með annan glugga, að lyfta blæjunni frá honum. Svo gekk hann tii dyranna, talaði lágt við aðra persónu, sem Jon es ekki sá, og kom svo aftur með morgunverðar- borðbúnað úr postulíni. Hann lét borðbúnaðinn á borð, sem stóð hjá rúminu, fór burt og lokaði dyrunum á eftir sér. Jones settist upp og leit í kringum sig. Fatnaður hans var horfinn. Hann var van- ur að hengja buxurnar á rúmstólpann til fóta, en láta hin fötin á stól, en nú sá hann engin föt. Og einmitt á þessu augnabliki varð hann þess var, að hann var klæddur í skrautlegan silkiserk. Hann þreifaði á honum og rannsak- aði nákvæmlega efnið og sniðið. Nú skildi hann alt í einu alt saman. ó, þetta var sannarlega góð huggun; hann var á heim- ili Rochesters. Rochester haut að hafa sent hann heim, og maðurinn, sem lyfti blæjunum og kom með morgunverðinn, hlaut að vera þjónn Rochesters. Nú áleit hann Rochester hafa breyzt úr illum anda í engil. Með hlýrri hugsun til þessa Rochesters, ætlaði hann að hella tei f bollann, en þá duttu honum í hug orðin, sem hann hafði heyrt töluð í ganginum: “Skift um fatnað við hann, tekið peningana hans og sent hann heim.” Við hvað gátu þessi orð átt? Hanrí drakk dálítið af tei. Smurt brauð lá á einum diski, en hann snerti það ekki. Hver hafði tekið peningana frá honum? Hver hafði skift fatnaði við hvern og sent hvern heim? Átti þetta við hann eða Roehester? Hafði Rochester verið rændur, og skyldi hann (Jones) bera ábyrgð á því? Með sterkri löngun eftir að finna fötin sín og geta áttað sig á þessu, fór hann ofan úr rúminu og gekk að næsta glugganum. Þessi gluggi sneri að Green lystigarðinum, sem var undurfögur mynd þenna bjarta sumarmorgunn. Hann sneri sér frá glugganum og gekk að dyrun- um og opnaði þær. Fyrir utan þær var gangur með þykkum gólf- dúkum, sem orsakaði það að fótatak heyrðist ekki; gangurinn var skrautlegur og með þykkum dyratjöldum úr silki og hengilömpum. Jones áleit lampana vera úr silfri, og gizkaði á að hver um sig myndi kosta þúsund dollara. Þegar hann var drengur hafði hann lesið “Þúsund og eina nótt”, og nú var sem blæ frá garðinum hans Aladdíns legði inn til hans og ruglaði hugsanir hans. Hann varð að fá fötin sín. Þetta þögla, þarflausa skraut, sveiflandi silfurlampar, mjúkir gólfdúkar og silkitjöld, gerðu hann frávita. — Hann varð að fá fötin sín, svo liann gæti jafnað sig og mætt því íakasta, sem fyrir gæti komið, með óbiluðum kjarki. Hann kom aftur inn í herbergið sitt; reiðin sauð í honum, sú viðkvæma reiði hjá manni, sem hefir hagað sér eins og flón og sem hæðst er að. Hjá ofninum kom hann auga á bjölluhnapp- inn og hringdi tvisvar allhart, gekk svo að hin- um dyrunum og fann þar laugarherbergið. Það var að öllu leyti mjög vel útbúið. Yfir heitavatns pípunni héngu mjallhvítar þurkur, búningsborð stóð þar líka; á því voru rakara- áhöld, og burstar og ilmvatnsflöskur voru þar einnig. Jones gekk þar inn og ráfaði í kring eins og köttur í ókunnum matklefa; hann starði á bún- ingsborðið og ætlaði að fara að skoða áhöldin, en eitthvert þrusk í herberginu stöðvaði hann. Það var einhver inni. Einhver sem flutti til stóla og var a laga ýmislegt aþr inni. stóla og var að laga ýmislegt þar inni. að fá að vita strax hyernig í hlutunum lá. Hann vildi fá glögga lýsingu á öllu. Hann var hér um bil í álíka skapi eins og hann ætlaði að ganga inn til tannlæknis, en hann gekk djarflega inn. Ungur maður með gljáandi svart hár og í vesti með ermum, hélt á milliskyrtu og ljósrauð- um silkinærfatnaði á vinstri handleggnum, og lét falleg leðurstígvél á gólfið með hægri hend- inni. Á rúminu lá ljómandi fallegur sloppur. Jones hafði ætlað að krefjast nákvæmra skýringa, en hættj, við það í bráðina og sagði alúðlega: , “Ó, viljið þér færa mér fötin mín?” “Já, lávarður minn,” svaraði ungi maðurinn. “Nú skal eg koma með þau.” Jones blóðroðnaði af reiði. Þessi slæpingur var að hæðast að honum framan í hann. En honum datt nú Rochester í hug og áttaði sig; samt var nú þetta heimskulegt spaug. Rochest- er átti þetta hús, það var augljóst; alt var nú skiljanlegt. Gott, hann ætlaði að sýna að hann gæti tekið þátt í spaugi, og láta það lenda á þeim, sem fyrst byrjaði á því. • Framh.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.