Heimskringla - 29.07.1925, Page 1

Heimskringla - 29.07.1925, Page 1
t VERÐLAUN GRFIN FYRIR couroxs OG UMBtÐlR royau, CROWN S — SendltS eftlr vertSllsta tll ( — ) ROTAL CROWN' SOAP LTD.f | 654 Main Street^ Winnlpeg. VERÐLARN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBCÐIR ROYAW, CROWN — SenditS eftir vertSlista til — I ROYAL CROWN SOAP LTD-t | 654 Maln Street Winnipeg- --------------J XXXIX. ÁRGANGUR. WENNIPEG, MANITOBA, MIÐYIKTJDAGINN 29. JÚLÍ, 1925. NÚMER 44 STJORNMÁLAFRÉTTIR. FRÁ ÝMSUM LÖNDUM BA NDA R/KIN. HÖFUÐLAUS HER. Eins og Hkr. gat um áður, þá er framsóknarflokkurinn í Bandaríkjun um í vandræðum meö foringja, síöan LaFollette lézt. Af þeim, sem héldu tengst til vinstri, og fylgdu LaFoll- ette, var helzt að ,ræða um Brook- hart, Frazier, Wheeler og Norris. Sem stendur virðist flokkurinn ekki líklegur til að safnast um tvo hina fyrnefndu, og Wheeler hefiu svo ir.ikið á sinni könnu út af olíumálun- wn, að ekki þykir líklegt að hans verði leitað. Þar að auki var hann Ðemocrat, en flestir framsóknar- fiokksmenn eru gamlir republicanar. — Hófanna var leitað hjá Norris Tiýlega, og svaraði hann með bréfi, sern birt hefir verið nýlega. Neitar fiann með öllu að takast á hendur forystu flokksins, og ber því við: “------Eins og þér vitið, var eg á móti stofnun “þriðja flokksins” fframsóknarflokkurinn syðra er oft Tieíndur svo). Ekki vegna þess að ■eg efaðist um hreinskilni, einlægni og <lt englyndi þeirra manna, er að fiokknum stóðu, heldur af hinu, að tnér er illa við alla flokkaskiftingu, og álít að það sé hin mesta heimska sf mönnum að skifta sér í flokks- Tcvíar, og sú tízka standi þjóð vorri, eins og öllum öðrum, meira fyrir ■þrifum en nokkuð annað.------Eg setla mér framvegis að berjast ein- ungis fyrir því, sem eg veit sannast og réttast, eins og eg hefi gert að þcssu, og er að þvi leyti alveg sama, hvort barátta fyrir einhverju því, er til réttlætis og meinabóta miðar, kem ur frá demokrötum, republicönum eða framsóknarmönnum. Eg vil hafa fierdur óbundnar, en ekki þurfa að takast forystu nokkurs flokks á hend ur.” — Nú er sagt að vinstrimenn fram- sóknarflokksins óski helzt að fá Shipstead eða Borah, en það er að- eins óskin tóm, sem stendur. Þeir I eiu því miður ennþá sem höfuðlaus her. VINNANDI KVENFÓLK. Kvendeildin í verkamálaráðuneyt- inu í Bandarikjunum, hefir nýlega gefið út skýrslu, sem bygð er á rann- scknum um fyrirvinnu kvenfólks. — Svc telst til að 8,500,000 kvenmenn í Bandaríkjunum hafi ofan af fyrir sér sjálft, og er þar af talið* að inn- at: við tvítugt séu 20%, frá 20—24 ára 22%; frá 25—44 ára 41%; yfir 44 ára 17%. Undir 25 ára aldri vinna flestar stúlkur við vefnað og skrifstofustörf, þar næst að heimilsvinnu. 25 ára stúlkur og elldri vinna flestar við heimilisstörf, þar næst að vefnaði. Þó eru þar undanskildar konur eldri en 65 ára. Á þeim aldri vinna næst- fíestar að akuryrkju. Við allar atvinnugreinir vinna fleiri innfæddar hvítar konur en svartar, að akuryrkju undanskilinni, sem stunduð er meira af svörtum kcr,um en hvítum, og sömuleiðis heimilisverkum, sem stunduð er að- aiiega af svörtum konum, og hvítum konum fæddum í Evrópu. Hlutfs.lls]lega vinnp. flestar konur fyrir sér i Suður-Carolina ríkinu, eða þtiðja hver kona (þar er fjöldi Svertingja). En í Virginia-ríki hinu vestara vinna fæstar konur fyrir sér, hlutfallslega, aðeins níunda hver kcna. Hæst kaup er konum borgað í Rhode Island ríkinu, $16.85 á viku að meðaltali. Lægst i Alabama. Þar er meðalkaup aðeins $8.80 á viku. KOLAÞRÆTAN. Á þessu mikla meginlandi er það viðar en í Nová Scotia, að erfiðlega gegur með kolanám. I Bandaríkjun- um horfir nú til vandræða einu sinni enn með námumönnum og námueig- er.dum. Vinnusamningur. — Fyrir tveim ár um, 31. ágúst 1923, gerðu námumenn (l nited Mine Workers of America — stytt i U. M. W.) og námueigend- ur tveggja ára vinnusamning með sér. Nú vilja U. M. W. fá hann erdurnýjaðan, með umbótum sér i hag, en námueigendur vilja breyta honum stórum sér í vil. Snemma í þessum mánuði áttu fulltrúar U. M. W. fund með sér í Scranton, Pa., til þess að ráða ráðum sínum um kröfur þær, er þeir vildu gera á hendur námueigendum, er ráðstefnu skyldi halda 9. júlí. Þykir rétt að birta hér helztu atriðin/úr skýrslu þeirri, er John L. Lewis, formaður U. M. W., lagði fyrir fundinn, en á þeim for- sendum eru bygðar kröfur námu- manna. Skýrsla Lcivis. — “------— eru flokkuð i tvent: harðkol (anthra- cite) og linkol (bituminous coal). Sem stendur vinna 158,000 manns i Banda ríkjunum að harðkolanámi. Svo hættulegt er það, að af þessum hóp láta 500 manns lífið árlega, en 22,000 —25,000 slasast meira og minna. Það er hér um bil það sama og að segja, að eftir 6—7 ár eru 3000—3500 manns af þessum hóp dauðir af slys- förum, og hinir allir -eitthvað meidd- ir. Af þessum ástæðum álíta verka- menn nauðsyn á því, að þeim sé vel borgað; að minsta kosti jafnhátt kaup og öðrum verkamönnum. _____— Nú, og á næstunnþ bú- ast námueigendur við því að eyða $500,000, til þesis að sannfæra al- mcnning um þaö, aö námumönnum sé gieitt ofhátt kaup og reyna að auka óvinsældir í garð U. M. W„ jafnvel áður en þeir hafa fengið að vita um kröfur vorar.-----Það er sorglegt að þeir skuli hafa efni á því, að greiða aðrar eins fjárupphæðir til auglýsinga, í stað þess að auka aö litlum mun við þægindi þeirra manna, er kolin framleiða úr iðrum jarðarinnar. Munurinn á framleiðslu- kcstnaði og söluverði er gífurlegur, en um leið svo margþættur, að al- menningur í Ameríku hefir aldrei getað áttað sig á honum. En illa sit- u>- það á harðkolanámueigendum, að rcyna að telja almenningi trú um það aö nauðsynlegt sé að lækka kaup námumanna, svo að kolin verði neyt- endum ódýrari. Um linkolanámur er það að segja, að afskaplega öflugir auðváldshring- ir eru að reyna að brjóta U. M. W. á bak aftur, og lækka kaupið, unz það er óhæfilega lágt fyrir mannleg- ar verur. Á ófriðarárunum var lin- kolanám aukið stórkostlega, svo að þegar er friður var saminn, fór fram leiðslan fram úr öllum þörfum, og er nú 25% meiri en eftirspurniii. Fjöldi af lélegum námum voru opnaðar á círiðarárunum. Þá gátu þær borið sig vegna þess að nauðsyn krafði, og gcipiverð var greitt. En í raun og veru var stofnkostnaður þessara nama fjarri öllu viti (over-capitaliz- ed/, svo að þess er engin von að þær geti borið sig, nema með því að skrúfa kaupgjaldið niður úr öilu valdi. Árangurinn er einlæg verk- föll, eymd, skrykkjótt framleiðsla; ónóg með köflum, en svo aít of mik- il annað veifið. Eina ráðið við þessu er, að við linkolanám verði unnið gegn sambandskaupi (Union Wages), svo að námur sem ekki geta þorið sæmilega vellíðan verkamanna, drep- ist algerlega út úr samkepninni. Samn ingur sá sem nú er á milli linkola- nímueigenda og U. M. W. er ekki úr gildi fyr en næsta ár. Þegar hann vsr gerður, unnu U. M. W. 66% af öllum linkolum, en nú eru 70% af öhum linkolum, sem unnin eru í Bandaríkjunum, unnin af mönnam, sem eru ekki í neinu verkatnannáfé- lagi; eru aðeins viljalaus verkfæri í hóndum stórgróðahringjanna, og verða að lifa við hinn aumlegasta að- búnað. Og þetta er ekki gert vegna þess, að linkolin þyrftu að vera al- menningi dýrari, heldur einungis til þess að brjóta U. M. W. á bak aft- ui, svo að gullstraumurinn í vasa nokkurra stórgróðamanna megi fara sívaxandi, öllum almenningi til stór- skaða. Þau félög, sem af ásettu ráði hafa þannig rofið kaupsamninginn, er gerður var við U. M. W. urd lin- kolanám, eru þessi: 1) The Consoli- dated Company. Aðalmaðurinn í þvi er John Davison Rockefeller yngri, “virðulegur' borgari og göfugmenni, maður trúhneigður og guðrækinn”. 2) The Pittsburg Coal Co. Einn af öflugustu mönrium þess er Andrew W. Mellon, af flokksblöðum sínum sagðuil vera “ef til vill duglegasti fjármálaráðherra, síðan Alexander Hamilton leið, og hinn ágætasti mað- u:’’. 3) The Bethlehehr Mines Cor- poration, sem er útbú frá Bethlehem Steel Co. Aðalmaður þess félags er Charles M. Schwab, “einn af mikil- hæfustu borgurum amerískum.” Haldi svona áfram í sama horf og r.ú stefnir, þá verðum vér að finna rá? til þess að loka öllum linkola- námum, unz stjórnin, námueigendur og námumenn eru búnir að koma sér saman um það, hvort kaupgjald skuli haldast það sama og áskilið var í samningunum, að minsta kosti, eða eigi. Það er óskaplegt að þurfa að segja það, en eg hlýt svo að orði að kveða, þegar eg hugsa til þess, að af 158,000 harðkolanemum hafa 1000 látið lífið þessi tvö ár, sem samning- urinn hefir staðið, og 40,000 slasast, a5 hver harðkolamoli sé blóði drif- inii. Mættu þessi orð mín verða til þess að vekja almenning til skilnings á þessu velferðarmáli námumanna, og alirar þjóðarinnar, og hrinda námu- eigendum úr doða og kærule\\i um annara hagi, og fá þá til þess að tak- ast að fullu þá ábyrgð á herðar, sem 4 þeim hvílir, sem atvinnurekendum i siðuðu mannfélagi.” „ í Kröfur kolanemanna. — Þetta eru aöalatriðin í kröfum þeim, er kola- nemar gera á hendur námueigendum • 1) Tveggja ára samningur, frá 31. ágúst 1925. 2) 19% kauphækkun fyrir þá koli nema er vinna samningsvinnu (con- tract work), og $1.00 kauphækkun á dag fyrir daglaunamenn. 3) Það sem kallað er “Check-off” (“Check-off” er í því innifaLð, að námufélögin taki að sér að sjá um að hver samvinnuverkamaður í þeirra þjónustu greiði öll sín gjöld til sam- vinnufélaganna, þ. e. a. s. dragi ait það af kaupi þeirra, sem þeim be’- að greiða í samvinnusjóð, og borgi það ’sjálf þangað. Námufélögin hafa lengi haft þann sið, að draga frá kaupi verkamanna sinna alt það, sem þeim er fært til reiknings af félag- ii:u, svo sem búðarskuldir, læknis- hjálp o. fl. o. fl.) Mót og ncfndarskipun. — í fyrri viku áttu svo fulltrúar kolanema og námueigenda mót með sér í Atlantic City. Lewis hafði orð fyrir kola- netr.um, og var sú ræða endurtekning þess, sern hér er skráð að framan. Af hálfa námueigenda talaði Samuel D. Warriner. Kvað hann óhugsandi að hækka kaup kolanema, nema síð- u r væri. Meðal árskaup harðkola- nema væri $2000, og heldur yfir en undir. Samningsverkamenn hefðu jafnvel um $2500 á ári. Taldi hann ómögulegt að vinna harðkol, ef því knupi væri haldið, hvað þá heldur ef það væri hækkað. Aðalatriðin í krcfurn námueigenda rnyndu vera þessi: 1) Kaupsamningur til eins árs. 2) Kauplækkun er næmi 17—20%. 3) Að þurfa ekkert að skifta sér aí “Check-off” fyrir samvinnusjóð- inr.. Lewis bar brigður á kaupgjalds- skýrslur Warriners. Kvað nefnd, er stjórnin hefði skipað, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að af 46,000 dag- launamönnum næðu 44,000 ekki $2000 kaupi á ári. Þeir fáu, sem næðu því kaupi og þar yfir, þyrftu til þess að vinna 470 átta stunda daga á ári (sama sem 12 kl.st. vinnutíma á dag). Ncfnd.... Eftir að þeir Lewis og Warriner höfðu um hríð skifst á orð- um, með allri kurteisi, kom báðum málsaðilum saman um að skipa nefnd sem ætti að reyna að komast að við- uranlegri niðurstöðu á friðsamlegan hátt. Nefndin er skipuð sex mönn- ut>. af hvorum, kolanemum og námu eigendum. Ráðagerðum nefndarinn- ar á að halda leyndum, svo að ekki stafi nein hætta af æsingatiVaunum að utan. meðan nefndin situr á rök- stólum. Eftir stuttan fund frestaði ncfndin frekari gerðum í 4 daga, og situr þar við með fregnir af gerð- um hennar. BRYAN LÁTINN. ’St j órnmálamaðurinn og mælsku- maðurinn William Jennings Bryan, lézt að Dayton, Tennesee, þar sem “apadómarnir’’ nafnfrægu, sem kalla mætti, fara fram sem stendur. Bryan var mælskumaður mikill, hafði bæði orðaforða, hita og afar- liðugan talanda, til að bera. En djúphyggjumaður var hann ekki að sama skapi. Verður hans getið nán- ar síðar hér í blaðinu, þar eð nú er ekki rúm að minnast hans rækilega. ----------x--------- íþróttameistari' Manitoba Garðar Gislason varð íþróttameist- aii ungþnga í Manitoba á allsherj- ar íþróttamóti fylkisins fyrir ung- linga (juniors), er haldið var laug- ardaginn 11. júlí, í Sargent Park hér í borginni. Frammistaða hans var ágæt. Hann varð fyrstur á 220 yards hlaupi, fór það á 25 sekúndum; fyrst- ur á 440 yards hlaupi, á 58 sek., sem er ágætur timi fyrir unglinga; fyrst- ur á langstökki, og stökk 19 fet og 6 þuml., sömuleiðis ágætt, og annar varð hann í kringlukasti (discus). Garðar er bróðir Jóns H. Gísla- scnar heildsala, 815 Ingersoll St„ og kom hingað heiman frá íslandi fyrir tæpum þremur árum. Garðar hefir lagt stund á fleiri íþróttir, t. d. hef- ir hann ásamt félögum sínum í West- ern Rovers fótboltafélaginu unnið nuistaratitil unglinga í Manitoba þessi þrjú ár í röð, sem hann hefir verið hér. Annar íslenzkur piltur, sem stóð sig ágætlega á þessu íþróttamóti ung- lii ga, var Hannes Pétursson, sonur Ölafs Péturssonar að 123 Home St.. Hann varð fyrstur í þr,stökki (hop, step and jump’, stökk 36 fet og 4y2 þumlung; þriðji í hástökki og þriðji í discuskasti. Hann lítur út fyrir að vera mjög efnilegur íþróttamaður, eins og bróðir hans Rögnvaldur Pét- ursson Verkfræðisnemi, íþróttameist- ’ari Islendinga frá því á íslendinga- deginum í fyrra. Er fullyrt að hann niuni aftur ná þeim titli i ár. -----------------x---------- * Ur bænum. ' EINAR H. KVARAN. hcldur fyrirlestra í byrjun ágústmán- aðat á þeim stöðun\ er hér segir: Að Lundar þriðjudaginn 4. ágúst, kl. S síðdegis. Að Shoal Lake, í Únítarakirkjunni rr.iðvikudaginn 5. ágúst, kl. 2 síðdeg- is Að Hayland föstndagskvöldið 7. ágúst. Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu að Hayland sunnudag- inn 9. ágúst. Mr. Bergur Johnson frá Baldur, Man„ var staddur hér í bænum um helgina á heimleið frá Piney, þar sein hann var í kynnisför. Sagði hann ágætt útlit með heyskap þar eystra, en lakara með kornuppskeru sökum ofmikillar vætu. Uppskera í Argyle kvað hann að útlit væri fyrir að yrði ein með þeim allra beztu. Mr. B. J. Jóhannson, frá Hallson, N D„ kom hingað til bæjarins í gær. Hann var að koma með dóttur sína ti! lækninga. Mr. Jóhannsson er bróð- ir Eggerts Jóhannssonar, er eitt sinn var ritstjóri Heimskringlu. Á sunnudagskvöldið lézt á almenna sjúkrahúsinu hér í borg Ingibjörg, dóttir Sigurðar skálds Jóhannesson- ar, og systir Mrs. Gróu Brynjólfs- soii, ekkju Skafta Brynjólfssonar. — Verður hennar nánar getið síðar hér í blaðinu. Hingað komu í fyrri viku Mr. og Mrs. Thor. Guðmundsson frá Elfros, ásamt dóttur og syni, uppkomnwm báðum. Þau hjón fóru til Nýja ís- lar.ds og létu vel yfir ferðinni, þó Mr. Guðmundsson yrði fyrir þeim vonbrigðum, að ekki var haldið upp á 50 ára landnámsafmæli bygðarinn- ar 2. ágúst, heldur 22. Ætlaði hann sér að vera viðstaddur nú, því hann kom til Nýja íslands fyrir 49 árum síðan og lifði þar bóluveturinn. Verð- ur það þó eigi séð, því hvorki hafa bólan né árin getað merkt hann. — Mr. Guðmundsson lét mjög vel at uppskeruhorfum þar vestra í Vatnabygðunum. Fjölskyldan sneri heim í gærdag. Séra Hjörtur Leó kom hingað til bæiarins u mhelgina vestan frá Lang- ruth, þar sem hann dvelur nú um tíma. Hann kvað uppskeruhorfur ljómandi í Langruth, og á þeim slóð- um, þar sem vatn hefði ekki legið of lcngi. Og aldrei kvaðst-hann muna Portage sléttuna jafn fagra og bú- sældarlega og nú. — Séra Hjörtur íót vestur aftur í dag. Nanna Helga Kristjánsson, sem þessi mynd er af, er dóttir þeirra hjóna, séra Alberts E. Kristjánssonar á Lundar, og konu hans Önnu Ja- kobsdóttur, sem ættuð er úr Skaga- firði á íslandi. Miss Kristjánsson er fædd 6. des. 1903, á Syðra-Laufhóli í Árnes- bvgð í Nýja íslandi. Hún gekk á al- þýðuskóla og miðskóla á Gimli og Lundar og innritaðist við St. Boni- face Hospital haustið 1922. Þaðan útskrifaðist hún, og innrit- aðist um leið, sem hjúkrunarkona (Registered Nurse) 26. júní s.l„ með heiðri (1B), þrátt fyrir langvarandi lasleika. Skorti hana aðeins fá stig á ágætiseinkunn. Hún er mjög vinsæl, gervileg og góð stúlka, sem hún á kyn til. Og beztu óskir fylgja henni við hið veglega framtíðarstarf hennar. Jón skáld RunóHsson er nýlega kominn til Minneota, í heimsókn til fcróður síns og systur, Mr. A. R. Johnson og Mrs. A. G. Westdal, að því er Minneota Mascot hermir. Und aniarið hefir hann verið í Norður Dakota, að annast um sölu Ijóðabók- ar sinnar. H/efir honum vafalaust gengið sú ferð ágætlega. “Wild Geese”, $13.500 verðlauna- saga norsk-canadisku skáldkonunnar, Mörthu Ostenso, sem mest hefir ver- :ð um talað meðal íslendinga, verður prentuð í mánaðarritinu Western Home Monthly. Kostar $1.00 um ár- ið. Gerist áskrifendur og sendið and virðið til G. Thorsteinsson, 188 Wal- nut St. Phone B 5638. Héðan fór í gær suður til Florida, Walter Eggertsson, sonur Guðvalda Eggertssonar kjötsala og konu hans Ragnhildar (Waage) að 724 Victor St. — Mr. W. Eggertsson ætlar al- farinn suður með búslóð sína, og býst hann við að fást við fasteigna- sölu, en við það er mikið að starfa þa- syðra. Hann mun fyrst um sinn ætla áð staðnæmast í Miami. Framkvæmdanefnd 50 ára> land- námshátíðarinnar. á Gimli hefir látið gera prýðilega hnappa til minningar um landnámið og hátíðina. Gilda þeir einnig sem aðgangsmerki að hátíð- inni. Þeir kosta aðeins 50c hver. — Mr. Nikulás Ottenson í River Park, selur þessa hnappa öllum er vilja, og sömuleiðis verða þeir hafðir á bcðstólum á Islendingadeginum hér 2. ágúst, í River Park. iRétt um þessar mundir er að koma á markaðinn allstórt sönglagasafn, eftir Þórarinn kaupmann Jónsson í Seattle, Wash., er nefnist “Vestræn- ir ómar”. Flest ef ekki öll munu lögin vera fyrir einsöng með píanó- undirspili. Verður þeirra vafalaust minst síðar hér í blaðinu. Höfund- urinn er bróðir Gísla Jónssonar prentsmiðjustjóra, Einars Páls og þeirra systkina.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.