Heimskringla - 19.08.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.08.1925, Blaðsíða 6
)SfÐA HiSlMSKRlNGLA WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1925. “TVÍ FARIN”. Skáldsaga Eftir H. de Vere Stacpoole- Þýdd af J- Vigfússyni. Hann tók bréfsefni og lagði það fyrir framan Voles. “Skrifið þér,” sagði hann. “Eg skal lesa íjt- ir. Byrjið, 2. júní.” “Herra lávarður,” hélt Jones áfram. ‘Hér með skuldbind eg mig til að fá sendisveini yðar öll þau skjöl, sem yður tilheyra, og sem eru í minni geymslu. Eg viðurkenni að eg hefi hótað yður með þessum skjölum, til þess að þvinga yður til að borga mér peninga, og að eg hefi fengið átta þúsund pund. Og eg lofa að verða betri maður og reyna að lifa heiðarlegu lífi. (Undirskrifað) A. S. Voles. Til greifans af Rochester.” Þannig hljóðaði bréfið. Þrisvar sinnum neitaði bófinn að skrifa meira, þrisvar sinnum gekk Jones til dyranna, og í hvert skifti hræddist bófinn svo að hann lét. undan. Þegar bréfið var búið, las Jones það, braut það saman og stakk því og' ávísaninni í vasann. “Nú megið þér fara,” sagði hann. “Klukkan átta í fyrramálið sendi eg eftir skjölunum. Þetta bréf skal eg ekki nota gegn yður, á meðan þér eruð rólegur. Er nokkuð sérstakt, sem þér viljið nú?” “Koníak,” stundi Voles. “Gefið mér í guðs nafni eitt staup af koníaki.” 9. KAPÍTULI. Leiðinlegar heimsóknir. Litla staupið, sem koníakið var í, stóð á borðinu, dyrnar voru lokaðar, Voles v^rr farinn, útúrdúrarnir um garð gengnir. í fyrsta skifti á æfi sinni fann Jones til ó- styrkleika, sem vanalega er afleiðing ofbrúkaðs afls. Án þess að vita það, hafði hann beitt meira afli en nokkru sinni áður. Nú sat hann magn- þrota í stóra stólnum á vinstri hlið ofnsins, horfði á dyrnar og hugsaði um sigur sinn. Hann hafði sigrað stærsta bófann, tekið frá honum átta þúsund pund 'af ránsfé hans, og frelsað sjálfan sig frá óþolandi basli. Þetta hefði Rochester líka getað gert, ef hann hefði verið nógu kappsamur og djarfur, en það var hann ekki, og þess vegna fór alt eins og það fór. Nú var barið að dyrum, og þjónn — aftur nýr — kom inn. “Dagverðurinn er á borð borinn, lávarður.” “Dagverðurinn,” sagði Jones . “Eg hefi enn ekki lyst á mat. Færið mér Whisky og sóda fyrst; og segið Church, að mig langi til að tala við hann.” “Já, lávarður.” Jones hafði þann sjaldgæfa hæfileika að lesa á svip manna. Hann hafði ekki vitað það sjálf- ur; hingað til hafði hann tekið manneskjurnar blátt áfram; kringumstæðurnar höfðu þannig þvingað hann til að ganga í félag við Aaro„n Stringer, þótt hann hefði aldrei treyst honum. En nú, þegar forlögin höfðu fengið honum sæti í skipunarstól, byrjaði hann að nota sína miklu hæfileika, og valdi Church til að vera undirfor- ingja sinn; hann þarfnaðist að hafa tryggan þjón. Whiskyið og sódavatnið kom, og Church rétt á eftir. Jones lét hálftæmt glasið á borðið og kink- aði til hans. “Komið þér inn og lokið dyrunum,” sagði hann. Church lokaði dyrunum og beið frekari skip- ana. Andlit þessa fágæta manns var ekki bygt með því áformi, að þar mætti lesa allar hugsan- ir hans. Það er efasamt hvort að jarðskjálfti í Carlton House Terrace hefði dregið grímuna frá andliti hans. Hann stóð og hlustaði. Jones hélt áfram: “Eg ætla að biðja yður að fara kl. 8 í fyrra- málið til Jermyn St. 12b, og sækja þangað nokk- ur skjöl fyrir mig, sem A. S. Voles afhendir yður.’ “Gott, lávarður.” “Þér komið með þau hingað.” “Já, lávarður.” “Eg hefi rétt núna talað við manninn og jafn- að sakir við hann. Hann er mikill bófi, og eg varð að kalla á lögregluna; en nú hefi eg sigrað hann.” Church opnaði munninn, eins og hann ætl- aði að segja eitthvað, en lokaði honum aftur. “Talið,” sagði Jones. “Hvað ætluðuð þér að segja?” “Eg ætlaði að segja, að mér þykir vænt um að heyra þetta. Þegar þér fyrir fjórum mán- uðum síðan sögðuð mér í trúnaði, hve mikið Voles fékk hjá yður, þá ráðlagði eg yður þetta, eins og þér máske munið: Látið hann ekki hóta yður; þér ættuð heldur að hóta honum. Lög- maður yðar, Mortimer Collins, held eg að hafi ráð- lagt yður hið sama.” “Eg hefi farið að ráðum yðar; þau voru svo góð, að eg mun hér eftir oft og tíðum leita ráða yðar. Getið þér séð nokkra breytingu á mér, Church?” “Já, lávarður, þér hafið breyzt, ef þér viljið leyfa mér að segja það.” “Hvernig?” “Þér eruð unglegri og líkari sjálfum yður, og þér talið öðruvísi — hörkulegar, ef eg má segja það.” Þessi orð voru Jones ósegjanlega velkomin; hingað til hafði hann engan heyrt segja hver áhrif han nhefði á þá; hann hafði verið dálítið órólegur sökum raddar sinnar, hann vissi ekki hver munur var á sinni rödd og Rochesters. Hið hreinskilna svar Church gerði hann rólegan. Hann talaði aðeins dálítið hörkulegar, það var allur munurinn. “Gott,” sagði hann; “hér eftir skal alt vera öðruvísi — og betra.” Hann sneri sér aftur að skatholinu, og Church opnaði dyrnar. “Ekkert fleira núna, lávarður?” . “Ekki strax.” Hann opnaði heimilisskrá Kellys, og leitaði meðal lögmannanna, unz hann fann hið rétta nafn. Mortimer Collins, 'Sergeants Inn 10, Fleet Street. “Þarna á hann heima og á morgun ætla eg að tala við hann,” sagði hann við sjálfan sig. Svo gekk hann inn, til dagverðar. Hann vissi ekki hvar borðstofan var, og hann þurfti þess heldur ekki, því þjónn opnaði dyrn- ar fyrir hann. Mínútu síðar sat hann aleinn við stórt borð og lagði pentudúkinn á kné sér, meðan hann fann til starandi augnatillits hinna framliðnu Rochesters og frúa þeirra, ama sér ofurlítið, þar sem þeir hépgu á veggjunum. Dagverðurinn var tilgerðarlaus, en góður. Enska mannfélaginu hefir farið aftur síðan á þeim dögum, þegar Palmerston lávarður settist að borðinu til að neyta tveggja tegunda af skjaldbökusúpu, tveggja rétta af þorski með ostruídýfu, stærðar disks af svínslæri, uxakjöts, fuglakjöts, svo maður nefni ekki aukarétti og eftirmat. Þá daga ,þegar innýfli höfðingjanna eftir dag- verðinn, voru einskonar forðabúr, flæðandi yfir af sherry, Rínarvíni, kampavíni, gömlu portvíni og púnsi. Það hefir ekkert hraðari áhrif á taugakerfið en matur. Áður en hænuunginn með salatinu var á borð borinn fann Jones að honum líkaði dagverðurinn, já, alt ásigkomulag hans, ágæt- lega. Um morguninn hafði honu mfundist staða sín Hann var ekki hræddur við þá lengur. Hinir miklu þynnri. Eins og skipbrotsmaður hafði hann staðið á þessari ókunnugu, auðugu en ó- notalegu strönd; hann hafði mætt þeim inn- fæddu, etið með þeim, barist með þeim og ver- ið þeim fremri að afli og slægð. Hann var ekik hræddur við þá lengur. Hinir gömlu konservatívar í klúbbnum hans, höfðu engin áhrif haft á hann, og eftir bardagann við Voles, fyíirleit hann liina andlegu |hæ}ileika þessara íbúa. , Með réttu eða röngu höfðu hinir göfugu lá- varðar fengið þá skuggaríku birtu, sem hafði svift Rochester andlegum kjarki og að hitta rétt markmiðið. En hann bar ekki fyrirlitningu fyrir þeim sem lávörðum. Hann þráði að rótfesta hjá sér þá skoðun, að það væri mikilhæft að vera lávarð- ur. Jafnvel lávarður, sem hafði eyðilagt auð sinn, eins og hann sjálfur. Eitt staup af kampavíni — hann leyfði sér aðeins hð drekka eitt — var nægilegt til þess að rótfesta þessa sannfæringu. Af sömu áhrif- um spratt það, að hann hafði ekki lengur við- bjóð á þjónunum, heldur gagnstætt, hann kunni vel við þá. Þeir kunnu starf sitt, þeir ræktu það af sannri list, þeir festu í minni sínu hvert orð frá munni hans. Ef hann hefði setið hér í gær, þá hefði honum liðið illa og óskað sér að komast burtu. Hvað var það, sem vakti hjá honum traust á sjálfum sér og vissuna um að geta gegnt stöðu sinni? Það var bardaginn við Voles. í reykingaklefanum var honum fært kaffi, og meðan hann sat þar einmana og reykti vindil, hugsaði hann um framtíðaráform sín í fyrsta skifti. Hann gat fleygt öllu frá sér og flúið. Keypt fárseðil til Bandaríkjanna og komið til New York sem Rochester lávarður og orðið þar aftur að Jones. Hann gat haldið þessum átta þúsund pundum í sinni eigu með góðri samvizku — eða, gat hann það ekki? Þetta var honum óljóst. En hann braut ekki lengi heilann um þetta. Aðalspurningin snerist ekki um peninga, hún var blátt áfram þannig: Á eg að vera Victor Jones á ókomna tímanum, eða á eg að vera greifi af Rochester?, Á eg að þjóta f burtu, eða halda fallbyssum mínum til leiksloka? Halda áfram að vera stjórnari þessa bogsviðs og reyna að bjarga stúfunum, eða á eg að læðast burtu, án þess að fá nokkra borgun fyrir þenna merkileg- asta viðburð, sem nokkur manneskja hefir orð- ið fyrir?" En það var heldur ekki nauðsynlegt að á- kveða þetta strax; ef leikurinn yrði erfiður eða honum leiddist hann, þá gæti hann nær sem væri dregið sig í hlé. Hann hafði mikið að athuga og gera, slík óregla sem á öllu var hjá Rochester — en máske það sé þetta, sem kom honum til að vilja vera kyrrum? Nú trufluðust hugsanir hans af háum og spaugandi röddum í ganginum fyrir framan. Það var barið að dyrum og þjónninn sagði komna: “Í3ir Hugh Spicer og Stark kaptein.” “Látið þá koma inn,” sagði Jones. Þjónninn fór út og kom aftur inn með ungan mann, sem var lítill og þéttbygður, og í sam- kvæmisfötum undir síða ljósbrúna frakkanum. Á eftir honum kom inn þunnhærður maður um fimtugsaldur, sem var líka samkvæmisklæddur. En andlit hans var afar ógeðslegt og afbakað, ofz augnaglerið prýddi það ekki. “Lítið á hann!” hrópaði ungi maðurinn. “Þarna liggur hann hálfdauður af leti, og hefir ekki einu sinni skift um fatnað.” Hann tók undir sig stökk og lenti við borðið, þar sem prikið hans rakst á ritáhöldin, svo blek- byttan og i ennarnir dönsuðu. Jones 3eit á hann. Þetta \ar Húghie, aðal hornsteinninn í Cri- terion vínveitingahúsinu, formgi Rampklúbbsin^ j barón og berforingi — og alt þetta aðeins tutt- ugu og þripgja ára. “Láttu það vera, Hughie,” sagði Stark, og tÓK vindil úr vindlakassanum. “Gættu að bannsettu prikinu bínu — nú, Jollops, hvað er að þér?” Hann í tarði á Jones meðan hann kveikti f I vindlinum, og Jones horfði á bann. Þetta var Spencer Stark, fyrverándi kapteinn í svarta ricidaraliðinu hans háiignar, spilafífl, peningalaus , alt af vel klæddur og alt af sadd- ur af góðri máltíð — en viðbjóðslegur útlits. Jones þekti einkennið. “Afsakið.” sagði hann, “átti þetta nafn við mig?” Hann stóð upp meðan hann talaði, gekk að bjöllunni og hringdi. Þeir héldu að hann væri að hringj; eftir •Jnföngum, þeir blógu og Hughie fór að öskra c.g barði prikinu : Lorðið í samræmi við öskrið. , Hávaðinn var voðalegur. Dymar opnuðust og einn, aí þessum feitu þjónum kom. “Fleygið þessum náunga út,” sagði Jones. “Út með hann!” orgaði Hughie, sem varð svo glaður yfir þessu, er hann áleit vera spaug, að hann fleygði prikinu frá sér. “Komdu, Stark, við skulum bera Jollops út.” Hann staulaðist áfram til að gera glaða árás. Stark fjörgaðist líka og gekk til hans, en fékk högg á þindina og studdi sig við ofninn. Á næsta augnabliki var Hughie gripinn í hálsmálið, og hálf máttvana en spriklandi var . hann dreginn út úr herberginu eftir ganginum til götudyranna. Þjónninn hljóp á undan og opn- aði dyrnar, og Hughie var fleygt út á götuna. Það reyndist hægara að fjarlægja Stark. — Hann reyndi að sönnu að verja virðingu sína, en með vafasamri hepni. Svo var höttunum og frökkunum smokkað iit. “Komi annarhvor af þessum piltum aftur, náið þá í lögregluþjón,” sagði Jones við þjón- inn. “Já, lávarður.” “Mig furðar, hvort eg muni þurfá að fleygja fleiri mönnum út úr þessu húsi,” sagði Jones við sjálfan sig, þegar hann gekk aftur inn í reyk- ingaherbergið. “Hamingjan góða, en hvað Rochester hefir hagað sér lubbalega. Slíkir slæpingjar! Svei, svei!” Hann gaf skipun um að hreinsa blekblett- ina og gerði svo boð eftir Church. Hann var reiður. “Church,” sagði hann, “eg hefi fleygt tveimur út í viðbót. Þér þekkið alla slæpingjana, sem hér hafa flækst; sú heimska á sér ekki stað leng- ur. Ef þeir koma aftur, segið þá þjóninum að hleypa þeim ekki inn.” En hann var líka að hugsa um annað. “Hvar er ávísanabókin mín?” spurði hann. Church gekk að skatholinu og opnaði skúffu. “Eg held þér hafið látið hana hérna, láívarð- ur,” sagði hann og tók hana upp. Þegar hann var farinn, opnaði Jones bókina. Hún var frá Cottus. Hann þekti nú bæði bankann sinn og lög- manninn. Svo settist hanú, tók bréf Rochesters upp úr vasanum, og fór að skoða rithöndina og undirskriftina. i , Hann skrifaði nafn Rochesters hér um bil hundrað sinnum, og fann í fyrsta skifti á æfi sinni að hann var ekki mjög afleitur við það starf. Svo brendi hann blöðin, sem hann hafði æft sig við að skrifa nafnið á, lagði ávísanabókina inn aftur og leit á klukkuna, sem nú var ellefu. Hann slöktj ljósið og gekk upp. Hann var viss um að hann gat fundið svefn- herbergið aftur, og þegar hann kom í ganginn með viðfeldna Ijósinu, þá áttaði hann sig aftur. Hann hafði verið hræddur við að þjónninn myndi bíða sín til að afklæða sig, en honum til ánægju var herbergi mannlaust. Hann lokaði dyrunum, gekk að næsta glugg- anum og lyfti blæjunni upp. Tunglið sendi birtu sína yfir Green Park. Það var afar stórt tungl, eitt af þeim, sem kemur manni til að hugsa um gítar og veggsvalir. Jones afklæddi sig, fór í silkiserkinn, sem þar var, og sofnaði strax. 10. KAPÍTULI. Lafði Plinlimon. Það undarlegasta af öllu fyrir Jones var það, að honum fanst heimska Rochesters svo niður- lægjandi fyrir sig. Það var til dæmis kalda viðmótið, sem hann varð fyrir í klúbbnum. Kuldinn átti ekki við hann, heldur Rochester, en hann amaði honum jafn mikið samt. Og svo var það sagan með Voles. Hvers vegna hafði hann beitt öllu afli sínu í bardag- anum við Voles? Það snerti hann ekkert, þó að Voles gabbaði Rochester. Samt hafði hann bar- ist með þeirri tilfinningu, að það væri hann, sem ráðist var á, en ekki að hann væri að.verja ann- an mann. Framkoma Spencers og Siarks, gerði hann afar æstan, af því hún benti á virðingarskort fyr ir honum, sem greifa af Rochester. En það var Rochester, sem þeir báru enga virðingu fyrir, og hvernig gat honum (Jones) gramist það? Það gramdist honum eins og það ætti við hann. Hann varð þess var, að alt, sem var móðgandi fyrir Rochester, var líka móðgandi fyrir hann. 1 dul- arbúningi sínum var hann ekki jafn nærgætinn og áður, og — hamingjan góða — hann þoldi ekki að neinn kæmi of nærri vjrðingu sinni, sem lávarðar. Hefði einhver í Philadelphia sagt við Jones, að hann síðarmeir myndi reiðast, ef einhver þjónn gleymdi að segja lávarður, þá hefði hann hlegið sig máttvana. En nú var sá tími kominn, eða var í aðsígi; en hann var ekki aðeins orðinn oflátungslegur, hann hafði líka lært hvað menn skulduðu Rochester: “Arthur Coningsby Dela- mere, 21. greifa af Rochester,” og þetta gat hann ekki losnað við. • Hr. Church vakti hann, þegar hann lyfti upp blæjunum fyrir gluggunum. Hann hafði dreymt um fæðissöluhúsið í Phila delphia, þar sem hann hélt til, um húsmóður- ina, ungfrú Wybrow og hina heimilismennina — ungfrú Sparrow, hr. Moese (fæddur Moses), hr. Hoffmann og hina. Church gekk til dyranna, tók á móti te-inu af þjóninum fyrir utan dyrnar. lét það hjá rúm- inu og fór svo út. Þetta virtist vera eina skyldu- starfið, sem á Church hvíldi, — auk þess að koma inn með blöð og bréf um morgunverðar- tímann. Jones drakk teið sitt. fór svo á fætur, gekk að glugganum, leit yfir hinn sólskinsbjarta Green Park, og hringdi svo eftir þjóninum. í dag var hann hvorki hnugginn né viðkvæmur. Hann var eins og honum var eðlilegt að vera, geislandi af kæti, sem nú var komin aftur og var betri arf- ur en auður. Lífið var aftur aðdáanlegt að lifa, og leikurinn, sem hann átti að leika, var sá eini sem var þess verður. Svo kom vélbrúðan inn í herbergið og byrj- aði starf sitt. James var nafn þessa piristaklings. Knéfallandi og alvarlegur og jafn ákafur og orm- ur var maður þessi. Ekki manneskja, heldur vél, fullkomin vél, svo Jones stórfurðaði. Hann ætlaði einmitt að fara ofan, þegar bar- ið var að dyrum og Church kom inn með stórt umslag í hendinni. “Hérna er það sem þér báðuð mig að sækja til Jermyn Street, lávarðúr.” “Svo þér hafið þá verið í Jermyn Street?” “Já, lávarður, fimtán mínútum fyrir átta; þegar eg hafði fært yður te-ið, fékk eg vagn og ók þangað.” Jones tók við umslaginu. Church og hinn þjónninn fór út, en hann settist við gluggann til að líta á blöðin. í umslaginu voru bréf. Bréf frá karlmanni til kvenmanns. Bréf frá greifanum af Rochester til Sapphira Plinlimon. Safn af bréfum, svo hræðilega heimskulegum ástabréfum, sem nokkurntíma hafa lesin verið af dómara í hjónaskilnaðarmáli. Þau höfðu verið skrifuð á þrem mánuðum fyrir tveim árum síðan. Þau voru ástríðurík, sumstaðar heimsku- legt rugl. Hann kallaði hana: “Ljóti, leiði dýr- gripurinn minn.” Barnamál — Jones roðnaði. “Og hann borgaði átta þúsund pund fyrir að lialda þessu leyndu”, sagði Jones. “Svei, en má- ske eg hefði gert hið sama. Eg hefði síður viljað sjá slíkt rugl hnýtt við nafn mitt í Philadelphia Ledger.” Hann lagði þessi hættulegu skjöl í umslagið og tók þau með sér þegar hann gekk til morgun- verðarins. Maturinn var ágætur eins og daginn áður, líklega kæmi Church nú með færri bréf. Þessi bréf voru nýir erfiöleikar. Hann varð að svara þeim öllum, bæði þeim frá í gær og frá í dag. Hann þurfti að fá sér ritvél og stúlku, en þetta gat hann framkvæmt seinna. Hann lagði bréfin til hliðar og tók dagblað. Hann var orð- inn svo vanur við stöðu sína, að hann gat hugsað og lesið um daglegar nýungar. Á hverju augna- bliki gat hann búist við nýjum Voles og Spencer, eða jafnvel hættulegri afturgöngu ,frá hinum liðnu og efasömu dögum Rochesters. En um þetta hugsaði hann lítið; hann var farinn að hugsa um að Rochester hafði ekki borgað þessi átta þúsund pund til að vernda nafn kvenmanns, heldur sitt eigið nafn. Framh.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.