Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 2. SEPTEMBBR 1925 Heimskrin^la (StofnnQ 1886) Keaor ðt á hverjam mlVvlkaáeft EIOENDCRi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 8ARGENT AVE., WINJUPEG. TaUIml: IX-6337 Verfl blatislns er 13.00 fi.rgangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir eendUt TBE YIKING PJBE68 LTD. --------------------------------------- 6IGFÚS HALLDÓRS Irá Höínum Bitstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Utanáskrlft ttl blattalnai THB VIKING PRBSS, Ltd^ Boz 8105 Utanáakrlft tll rltatJOrana: EDITOK HEIMSKRINGLA, Boz 8105 WI2VNIPEG, MAN. “Heimskringla ls pnblished by Tke Viklnz Preaa Ltd. anð printeð by CITY PRINTING & PUBLISHIMG CO. 853-855 Sarsrent Are., Wlnnlpef, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, 2. SEPTEMBER, 1925. K v e ð j a . tii rithöfundar hr. EINARS HJÖRLEIFSSONAR KVARAN og konu hans frú GfSLINU GfSLADÓTTUR KVARAN í samsæti fslendinga í Winnipeg- Oss var það mikið fagnaðarefni löndum þínum, er vér spurðum komu ykkar hjóna til Winnipeg, 17. desember síðastliðinn vetur. Gestur varst þú ekki, er sjálfur hafðir dvalið hér á öndverðri landnámstíð, í samfleytt tíu ár, og unnið að því manna mest, að gróðursetja íslenzkt þjóðlíf á þessum stöðvum, á meðal hinna dreifðu vesturfara. Með verki því aflaðir þú þér slíkra vin- sælda, að nafn þitt er enn á hvers manns tungu. Eftir að þú hvarfst heim aftur, hefir þú leyst þau verk af hendi, er lengi munu uppi vera. Með ritverkum þínum — ræðum, ljóðum og sögum —-* hefir þú varpað ljóma á vort ástkæra föðurland, og að launum tekið þökk og virðingu allr- ar þjóðarinnar. Aftur ert þú á förum' frá oss, ásamt hinni ágætu eiginkonu þinni. Fylgja ykk- ur úr landi, sem fyr, árnaðaróskir vorar innilegar, og kærar þakkir fyrir komu óg kynni. Fremur en að sýna þess engan vott að skilnaði, að koma ykkar hafi verið oss til ánægju, viljum vér biðja ykkur að þiggja smásjóð þann, er skjali þessu fylgir, og virða svo fyrir oss á hægri veg við- tökurnar og viðmótið. Berið landi voru og þjóð kærar kveðj- ur vorar. Heill og hamingja styðji það um allan aldur, og greiði ykkur ferðina heim til átthaganna. 31. ágúst, 1925. íslendingar í Winnipeg. * * * Ofanskráö ávarp til þeirra Kvarans-hjóna var lesiö á sanikomu, er haldin var þeim til heiöurs í húsi Goodtemplara, i fyrrakvöld. Viö þetta ávarp þarf engu aö bæta. Oröskrúö er lítils vert, er túlka skal þakklætið, virðingnna og kærleikann, er vér allir skuldum Einari Kvar- an fyrir æfistarf hans i þágu allra manna. Og fyrir þaö, hvílíkur alúðarvinur Austur- og Vest- ur-Islendinga hann hefir veriö, og báöum trúr, eins og Hjálmar lögmaöur Bergman komst aö orði samkvæmiskvöldið. Sú skuld verður ekki goldin með ööru en aö reyna eftir megni aö feta í fótspor hans, er um þær lendur liggja, og reyna að lyfta þeim arfi, er hann lætur eftir sig i oröum og gerðum. Vafalaust hefir farin leiö virst nokkuð þung- fær á stundum. Þó er Einar Kvaran mikill hamingjumaöur. Hans hlutskifti hefir orðið þaö, aö sitja á efri árum í sólskininu, sém geisl- ar frá hjarta heillar þjóðar, í tveim heimsálfum. SHk hamingja er aldrei óveröskuiduð, og kem- ur aðeins í hlut einstakra beztu manna, meö hjálp ágætrar konu. , Skilnaðarræða. Flutt af Einari H. Kvaran, rithöfundi, I kvcffjusamsœti, cr honum var haldiff mánu- dagskvöldið 31. ágúst, í Goodtemplarahúsinu. Ekki megið þiö með nokkru móti gera ykkur i hugarlund, aö eg sé svo stærilátur, aö mér sé gjarnt til þess að jafna mér saman við konunga, eða að mér finnist neitt konunglegt við mig. Samt er það svo, að mér finst eins og eg standa í sporum eins konungsins, sem Islending- ar höföu mikið saman viö að sælda á hans tím- um — eöa aö töluvert sé líkt meö mér og hon- um. Eg á við Harald Sigurðarson,'þegar Brandur hinn örvi kom til Noregs. Þiö þekkið sjálfsagt flest söguna, og samt ætla eg aö geta aöal-atriö- anna. Konungi haföi verið sagt mikiö af þvi, hve örlátur maöur Brandur væri. . Konung lang- aði til aö reyna, hvaö satt væri í því, og sendi Þjóðólf skáld af stað. “Gakk til hans ok biö hann að gefa niér skikkju sína,’’ sagöi hann Brandur var aö verki sínu, þegar hann fékk skilaboðin, en hann vaf tigulega búinn, í skar- latskyrtli og skarlatsskikkju og meö gullrekna öxi í handarkrikanum. Hann svaraði engu, hélt áfram athöfn sinni, en lét skikkjuna falla aftur af herðum sér. Þjóöólfur fór með hana til kon- ungs. Konungi þótti mikils um þetta vert. En hann langaði til aö reyna örleik Brands enn betur. Hann segir Þjóöólff aö fara og biÖja Brand um öxina gullre’knu. Þjóöólfi þótti það ekkert á- rennilegt erindi, því aö forfeöur okkar kunnu því ekki vel, aö menn kreföust vopnanna úr hönd- um þeim. En hann varö aö fara og flytja erindi 1 konungs. Brandur rétti honum þegjandi öxina. Konungur vildi reyna örlæti Brands enn betur, og hann býöur Þjóöólfi aö fara og biöja um kyrtilinn. Þetta þóttí ÍÞjóöólfi versta erindiö og hann maldaði í móinn. Hann var hræddur um aö Brandur kynni aö þykkjast viö aö vera af- klæddur svona. En konungur ætlaðist til þess, að sér væri hlýtt. Enn sagöi Brandur ekkert orö, þegar hann fékk skilaboöin. Hiann steypti af sér kyrtlinum, sprettir frá annari erminni, kastar kyrtlinum til Þjóöólfs, og heldur eftir erminni. Þegar konungur fékk kyrtilinn, meö annari erm inni aðeins, skildi hann sneiðina. Hann sá, aö Brandur leit á hann sem einhentan mann — aö hann fiefði þá höndina aðeins, sem þægi, og 'að hann vantaði hina, sem gæfi. Og hann fyrir- varð sig. Þetta er eitthvað svipað um mig, vinir mínir, eins og um Harald Sigurðarson viö þetta tæki- færi. Eg hefi nú verið nieðal Vestur-íslendinga í meira en átta mánuöi. Þeir hafa hlaöiö mig vottum góðvildar sinnar meö margvíslegu móti. Þeir hafa jafnvel ekki spreté frá erminni, eins og örlátasti maðurinn í fornöld Islands geröi þó, né nieð neinum öðrum hætti bent mér á, hve ójafn leikurinn hefir veriö. En sjálfur hefi eg fundiö því meira til þess, aö eg heföi eingöngu þá hönd- ina, sem þægi, og aö mig vantaði tilfinnanlega hina, sem gæfi. Og hér stend eg enn og hefi ekki annað af hendi aö inna en þakklætið — hjartanlegt þakklæti frá okkur hjónum báöum, fyrir alt og alt, frá því er viö komum til þessa lands, og þangað til aö þiö bjóðiö okkur í þetta glæsilega samkvæmi, með þess yndislega söng og hljóðfæraslætti, og snjöllu, fögru og ram- íslenzku ræöum, ásamt stórhöföinglegri gjöf. Eg hefi fundið því meira til hinnar óþrotlegu góövildar, sem við hjónin' höfum mætt, sem það er vitanlegt, aö ekki eru allir sammála um þann boðskap, sem eg hefi einkum tekiö mér fyrir hendur aö flytja meöal ykkar — boðskapinn um rannsókn dularfullra fyrirbrigöa. Og þegar eg stend nú frammi fyrir vestur-íslenAu samkvæmi, 'aö likindum í síöasta sinn á æfinni, þá langar mig til þess aö reyna á Jjolinmæði ykkar meö því, aö segja fáein orö í sambandi viö þaö mál. Eg fékk á síðastliðnu hausti tilmæli frá nokk- urum göfuglyndum vinum mínum hér vestra, til- mæli um þaö að koma vestur og flytja einhver erindi meöal ' Vestur-Islendinga, og jafnframt fékk eg tilkynningu um það, að ráðstafanir hefðu þegar verið geröar til undirbúnings þvi, aö eg gæti séö mér þjö fært. Þessum tilmælum fylgdi yfirlýsing um þaö, aö þeir, sem þau sendu, ósk- uðu ekki að hafa nein áhrif á það, hvers efnis þaö yrði, sem eg færi meö, né heldur á hitt, hvernig eg tæki á þeim málum, er eg kynni aö reifa . Alt slíkt átti aö leggja á mitt vald — ef eg aðeins fengist til aö koma. Eg tók þessu göfugmannlega tilboði. Og eg kaus að gera rannsókn dularfullra fyrirbrigöa að aðalumtalsefni mínu. Þegar það val fór fram í huga mínum, voru einkum þrjár ástæöur sem ollu því. Fyrsta og helzta ástæöan var sú, að eg tel meira vert um þetta mál en önnur. Eg hefi ofur- lítiö vikiö aö því áður frammi fyrir tilheyrend- um mínum, hvernig á því stendur, að eg lít svo á, og eg ætla ekki aö fara aö tefja ykkur á því að fara út í þá sálma nú. önnur ástæöan er stó, aö eg tel niig hafa meira vit, meiri þekkingu á því máli en öörum. Eg veit, að þiö finnið öH, aö þaö er eölilegt, aö hver maöur kjósi heldur aö tala um þaö, sem hann ber nbkkurt slcýn á, en um þau efni, þar sem þekkingin er í enn meiri molum. Þriðja ástæöan er sú, aö þaö er bjargföst sann- færing mín, aö þetta mál sé orðið svo magn- mikið, aö öldur þess skelli, áöur en langt um líöur, á mönnunum, hvort sem þeim er það Ijúft eða leitt. Eg er í engum vafa um það, aö sá tími er ekki mjög langt framundan, þegar hver hugsandi maöur neyöist til þess aö taka afstööu til þessa niáls. Eg get ekki gert ykkur fulla grein í kvöld fyrir þeirri /sannfæring minni. En ef þiö viljið hafa þolinmæði til þess örfáar minútur, þá langar mig til þess aö koma með eina eöa tvær bendingar. Þegar eg kom til þessa bæjar, bjóst eg sannar- lega ekki við því, aö hér myndi vera að tefla um mikinn áhuga á dularfullum fyrirbrigðum. Eg sagði við sjálfan mig: Þetta er ungur bær í ungu landi. Hér er baráttan hörö fyrir því aö gera sé jöröina undirgefna. Hér eru menn aö koma upp nýrri þjóö. Hér er eölilegt, aö nienn leitist viö að sjá trúarþörf sinni borgið eftir gömlum og reynóum leiöum — og láti þar viö sitja. Hver verður nú reynsla min í þessu efni? Hún er fyrst sú, að eg hitti ágætlega mentaða menn, hvern af öðrum, menn af brezku bergi brotna, sem eru eins og friðlausir eftir að fá áreiðanlega þekking á málinu. Þeir leggja stór- kostlegt verk í þaö aö reyna aö koma sér upp miðlum. Þetta eru efagjarnir menn. Þeirra af- staöa til málsins er afstaða vísindamannanna. Suniir hafa þegar sannfærst um það, að þeir hafi sjáifir náð sambandi viö annan heim. AÖrir vilja til þess vinna, eg veit ekki hvaö mikið —: en áreiðanlega afar-mikiö, — aö geta náð þeirri sannfæring. Einn af þessum mönnum sagöi við mig fyrir fáeinum kvöldum, eftir tilraunafund á heimili hans, sem hann haföi boðið mér á: “Þeir eru fæstir, sem vita um þann áhuga á málinu, sem til er í þessum bæ, hvaö hann er sterkur, og hvað hann er ví'ðtækur, né um þaö, hvaö mikiö er af tilraununum. Eg haföi enga hugmynd úm þetta, fyr en eg fór sjálfur aö sinna málinu. En þú getur verið viss um, aö hér er ekki um neitt . smáræði aö tefla.” Eg hefi orðiö annars'vísari. Eg hefi hitt fólk hér, sem fyrir samhand viö annan heim hefir fengið það trúarmagn, svo óbifanlegt traust á fööur vorum á himnum, aö eg er þess ekki fullvís, aö eg hafi nokkru sinni kynst ööru eins af því tæi. Þaö segir meðal annars frá lækning- um, sem eru þess eðlis, er vér höfum nefnt kraftaverk. Sumpart hafa talað viö mig menn, sem segjast sjálfir hafa veriö hrifnir úr dauð- ans kverkum, biöandi andláts síns í banvænum sjúkdómum, sem læknar hafa ekki gefiö neina von um aö gætu læknast, en talið umskiftanna aö bíða eftir örfáar klukkustundir. Sumpart hafa sagt mér frá þessu menn, sem tjá sig hafa ver- iö sjónarvotta að þessum stórmerkjum, þegar þau hafi komið fram viö aðra. Þetta fólk er ekki aö leita aö sönnunum í venjuiegum skilningi. Mér hefir fundist sumt af því hálfpartinn kenna í brjósti um mig fyrir þaö, aö eg skuli ekki vera kominn lengra en þaö, aö eg sé aö sækjast eftir slíku. Þaö segist hafa fengið svo mikiö af sönnunum, aö því finst þaö hlægiiegt, ef það færi að heimtar meira. Þaö er hjálp af hæöum í hvers- konar öi;ðugleikum, sem þaö er aö sækjast eftir. Það er styrking fyrir sálir þeirra. Þaö er vitneskja um vilja guðs. Eg er ekki að taka ábyrgö á reynslu þessa fólks. Eg hefi ekki verið meö í starfi þess. Eg veit ekki hvaö mikið vísindalegt gildi ,það hefir, sem þaö telur fyrir sig hafa borið. En hitt getur engum dulist, sem kynnist þessu íólki, að þessi reynsja hefir fylt það meö háleitri al- vöru, takmarkalausri þakklætistilfinning til höf- undar tilverunnar og óbifanlegu trúnaðartrausti. Eg hefi meira en óljósan grun um það, að meö- al þessara manna séu sumir þeir, sem mest eru metnir í þessari borg. Mig langar til að víkja örfáum orðum aö sam- tali, sem feg átti fyrir örfáum dögum viö mik- ilsvirtan brezkan kaupsýslumann. Þegar hann varö þess vár, aö eg hafði samúð meö hans mesta og dýpsta' áhugamáli, þá sagöi hann mér alt af létta. Ofurlítið ágrip af því, sem hann sagöi við mig, er þetta : “Faðir okkár á himnum gctur veitt okkur alla þá hjálp, sem við þurfum á aö halda, og við biðjum hann um. Mín reynsla er sú, aö til þess að framkvæma hjálpina noti hann sendiboða úr öörum heimi. Eg hefi nú um meira en þriðjung aldar sjálfur haft beint samband viö ósýnilegan heim. Eg er vakinn á nóttunum kl. 3, þegar maður úr öörtlm heimi vill viö mig taia, og eg heyri raddirnar nákvæmlega eins og eg heyri þig tala nú. Oftast er þaö faöir minn, sem til mín kemur. En stundum getur hann ekki komiö, af ástæöum, sem mér 'nefir verið gerö grein fyr- ir, og þá koma aðrir í hans staö. Mér hefir ver- ið sagt, aö hvaö sem aö mér gangi, þurfi eg ekki annað en snúa mér í bæn til föður okkar á himn- mu; þá veröi mér sint. Eg hefi viö ýmiskonar örðugleika átt aö etja, heimilisörðugleika, fjár- hagslega örðugleika, öröugleika út af ófullkom- leika sjálfs mín o. s. frv.. Og um mörg, mörg ár hefir þaö aldrei brugöist, aö sendiboðarnir hafa komið, og aö þeir hafa ráðiö fram úr öllu.” Þetta fólk hefir ekki hátt um sig, hér í þess- ari höfuðbo’rg ykkar, hvorki rannsóknarmennirn- ir né þessir miklu trúmenn. Hin unga kristni haföi Hka hljótt uni sig í katakomb- unum i Rómaborg. En þegar öldur frá andlegri alheimshreyfingu eru farnar aö streyma með sHku afli inn í hugi manna i þessu nýja landi ver- aldlegs starfs og áreynslu út af ver- aldlegufn efnuni, eins og áreiöanlega er um að tefla hér i Winnipeg, þá er mér það ljós bending um þaö, að Vestur-íslendingar fái að vita af þeim öldum að rnarki, áöur en mjög Iangt Hövir. Og nú langar mig til þess aö bregöa mér allra snöggvast í huganum til Stórbretalands. Mig langar til þess aö lesa ykkur þýöing á nokkrum lín- um, sem stóöu í ensku blaði í síðasta mánuði. Ummælin eru eftir ritstjóra eins Lundúna,-dagsblaðsins, mann, sem lýst hefir verið svo af mönnum, sem ekki eru honum sammála, að á- reiðanlegri, vandaöri og samvizku- samari mann muni öröugt aö finna. Hann kemst svo aö orði í einu af bókmentablööum Lundúnaborgar: “Þaö er lítil furða, þó að spíritism- inn sé meira og meira geröur aö um- ræðuefni í almennum dagblöðum landsins. Flestum er ókunnugt um þaö, aö ekki eru færri en 200,000 spíritistar félagar i einu aðal-félag- inu. En einn af þjóðmálamönnum landsins, sent var að halda ræðu um spíritismann hér um daginn, sagöi að þaö hlyti að vera aö minsta kosti ein miljónj spíritista á Englandi. margir aðrir Hta á, veröa ekki skýrð- ar annan veg en þann, að þær eigi upptök sín í ósýnilegum heimi. Ert þær bera enga ábyrgð á, og eru al- gerlega óviðkomandi, hinum og öör- um fjarstæðu-fullyrðingum nokkurra fávísra og trúgjarnra spíritista. Þaö er jafn-fjarri sanni að leggja ábyrgðina fyrir slíkar fullyrðingar á bak rannsóknarmálintt, eins og að láta nútíðar-kristnina bera ábyrgð á þeimr mönnum, sem enn þræta fyrir það aö jöröin sé hnöttótt og að hún gangi kringum sólina, og bera fyrir sig heil- aga ritningu. Þaö hefir einhvern veginn atvi'k- ast svo, aö umtalsefni mín meðal Vestur-|Islendinga hafa orðiö fl^eiri en það, sem eg valdi mér aöalefni. Þær eru ekki orðnar mjög fáar þær samkomur, þar sem eg hefi eitthvað vikið aö íslandi, viðhaldi íslenzkrar tungu hér og bræörabandinu milli þjóöarbrotanna austan hafs og vestan. Eg hefi ekki getaö hjá því komist, nieöal annars vegna þess, aö þetta hefir verið ofar en flest annað i huga mínum. En líka vegna hins, að eg hefi fundiö, aö um þetta vilja Vestur-íslendingar fá talaö. I hvert skifti, sem eg hefi á þetta minst, hefi eg fundið öldur samúöarinnar rísa gegn mér og vökva og gleöja og styrkja sál mína, eins og eitthvert lífsins vatn. Eg ætla ekki aö reyna aö lýsa því, hvaö eg er þakklátur fyr- ir þær undirtektir. “Eg var staddur í einu af hinum stærstu bókaútgáfuihúsum Luncjúna- borgar í síðustu ,viku. Eg talaði þá viö þrjá yfirritstjóra, sem veita því forstööu, og mér til undrunar fékk eg aö vita, að viö vorum allir fjórir spíritistar. Allir fjórir höfðum við verið á fundi meö ameríska miölinum George Valiantini hjá Dennis Brad- ley; og þrír okkar höföu, oftar en einu sinni, verið á fundi hjá Mrs. Osborne Leonard, og fengið sannfær- andi árangnr. ‘‘Og hér í landi eru líka hundruð þúsunda af leynilegum spíritistum, mönnum, sem segja hver öörum ró- lega að þeir hafi fengið sannanir fyrir hinni kristilegu kenningu um ódau&leikann, og að þeir trúi því líka, aö undir sérstökum skilyröum geti þeir fengið samband viö þá menn, sem kallaðir eru dánir. Meöal þess- ara manna eru tveir miklir hermenn, sem voru foringjar vorir í síöasta ófriðnum. • I þessum hópi er einn af mestu byggingamönnutn verald- arinnar, ýmsir frægustu rithöfund- arnir, og -fólk úr öllum stéttum og af ýmsu tæi. Og Hka eru þúsundir af heimilum, þar sem helmilismenn koma saman í helgi sunnudagskvöldsins og tala, án þess aö fá aðstoð nokkurs atvinnumiðils, við ástvini sína, sem komnir eru yfir landamærin.’’ Getið þiö hugsað ykkur, að þegar svona er kömið hjá einni íhaldssöm- ustu, trúræknustu og magnmestu þjóö veraldarinnar, sem stendur í jafn- nánu sambandi viö Canada, eins og Bretar á Stórbretalandi gera, og not- ar sömu tunguna eins og Canada og Bandaríkin, þá sé þaö í valdi nokk- urs mannlegs máttar að bægja slikri- öldu frá Vestur-íslendingum? Eg get ekki hugsaö niér þaö. Og það er meö þá sannfæring í hugjanum, aö mig hefir 'langaö til þess að leggja minn örlitla skerf til þess, aö Vestur- Islendingar tækju í máliö meö þeim hætti, sem eg tel skynsamlegan, þegar þaö kemur til þeirra í alvöru. Og í þessu sambandi langar mig til þesi að koma með eina athuga- semd, sem mér er'ant um, aö verði vinum mínum og löndum hér í álfu sem ljósust. Mig langar til að leið- rétta einn misskilning, eina villu, sem eg hefi orðið var viö — sérstaklega í kappræöu um rannsókn dularfullra fyrirbrigða, sem eg hlustaöi á fýrir skömmu. Annar ræðumaöurinn bland- aöi þar saman rannsóknunum og á- rangri þeirra viö hinar og aðrar firrukendar ikenningair manna, sðm fengiö hafa sarfnfæring fyrir þvi, aö þeir hafi náö sambandi viö annan heim. Rannsóknirnar hafa ekki gef- iö tilefni til neinna vitleysu-kenninga. Rannsóknir ýmissa lærdómsmanna í NorÖTirálfunni og Vesturheimi, — prófessora, lækna, náttúrufræöinga, presta o. s. frv., — hafa, meö vís- indalegúm aðferöum, aflaö áreiðan- legrar vitneskju um sérstakar staö- reyndir, sem; eftir þvi sem eg og Þaö er áreiðanlega ein af mínum heitustu óskum, aö bræörabandiö á milii okkar á Islandi og þeirra manna hér, sem af íslenzku bergi eru og veröa brotnir, megi eflast og aldrei slitna, á hverju sem gengur. Og mig langar til aö láta um leið getiö ann- arar óskar. Hún er sú, aö bræöra- bandið milli ykkar sjálfra megi veröa sem traustast. Eg hefi tekið þaö fram — einmitt \ þessum sal — að eg tel þaö ekki mitt verk að hlutast til um þaö, hvernig þiö hagið málum ykkar. Þiö eruö sannarlega færir um þaö sjálfir, aö ráða þeim til lykta. En eg get ekki burrdist þess, eftir, alt mitt feröalag og eftir öll Ikynnin af Vestur-íslendingum, aení eg hefi nú fengið, og eftir öll gæö- in, sem eg hefi af þeim reynt, aö mér finst þaö svo óendanlega millju meira, sem þeim er sameiginlegt, en hitt, sem klýfur og dreifir, aö eg get ekki varist þeirri hugsun, aö fþþö mundi vera eitthvert ólag, ef þeir fyndu ekki eitthvert ráð til þess aö standa sameinaðir um það, sem veru- lega mikils er um vert. Eg hefi nú komið í flestar borgir og bygöir, þar sem nokkuö margt er af Vestur-íslendingum, og nú er því ferðalagi lokiö, eins og þið vitiö, og ferðinni loksins heitiö heim. Margir eru búnir aö spyrja mig, hvort eg hafi ekki haft mikla ánægju af þessu ferðalagi. Eg hefi játaö því — auð- vitaö — en ef til vill ofurlítiö dræmt. Eg hefi aldrei fundiö átakanlegar til sannleikans í oröum eins skáldsins okkar heima: “Aö hittast og kveðjast, þaö er lífs- ins saga.” Mér hefir yfirleitt fundist nokkuö öröugt að kveöja. Hvergi hefi eg þar komið, sem mig hefir ekki Iang- að til að vera lengur. Mig hefir hvar- vetna langað til aö vera meira meö mönnunum og læra betur aö þekkja þá. Mér heffr hvarvetna fundist lind ástúöarinnar ótæmandi. Hverjar skoðanir, sem mennirnir hafa aöhylst, þeir sem eg hefi hitt, hefir reyndin oröið sú sama í þessu efni. Þaö er ekki óblandin ánægja aö kveðja, þegar svo er ástatt. Þeir eru orðnir margi|T, karlar og konur, sem hafa sagt við mig: “Nú sjáumst viö víst aldrei franiar.” Þaö hefir ekki dul- ist þeim,- aö fariö er aö síga á seinni hlutann fyrir mér, og aö þaö er nokkuð ólíklegt, aö eg takist slíka ferö á hendur oftar. Og það hefir æöi oft komið upp í huga mínum, erindiö eftir Steingr. Thorsteinsson; “Eg veit eitt h'ljóö svo heljar þungþ sem hugans orku lamar, meö helstaf lýstur hjartað ungt Og hrædd þaö tungan stamar, þau dómsorö sár feö sorgar ym: og gnýr sem margra hafa brim, þau dómsorö sár meö sorgar ym: þiö sjáist aldrei framar. En eins á eg ógetið. Þeir mörgu,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.