Heimskringla - 16.09.1925, Side 5

Heimskringla - 16.09.1925, Side 5
WINNIPEG 16. SEPT. 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA Gin Pills hafa læknað þúsundir sjúk- linga af blöðru- og nýrnaveiki. Ef þú hefir bakverki eöa einhver merki um sýkt nýru, taktu Gin Pills. 50 cents hjá öllum lyfsölufn og lyfja- verzlunum. \ntioiial l)rnu A C’hemleal Ponipnny «>f <'anaila, Kimiteil TORONTO —----------CANADA 82 kalla eg nú skemtun!” Viö þoröum ekki aö segja hálft orö, svona fyrst í stað. Félagi okkar var í svo æstu skapi, aö til vandræöa horföi. Ein- hver óstjórnleg ofsakæti haföi grip- ÍC hann viö aö sjá menningu dýr- anna. Loks segir Vantan stillilega: “Þú ert ennþá barn, Landan niinn. Hugsaöu þér, hvag verBur uppi á teningnuni, þegar dýrin eru búin að öölast æðri menningu en mennirnir. Þá rekur að því að þau fá öll yfir- ráð yfir heiminum.” Svo fóru þeir Landan og Vantan aö bera sig sund- ur og saman um þetta efni. Þeir höfðu báðir lesið sögur um það í Arcfosy. Þá gengum við inn í vermireitinn. Það er hvitur skáli með glerþaki. Þar þrifast allar þær jurtir, sem til eru í víðri veröld, sem eikki þtola kulda. ‘‘Við erum komnir til Suður- hafseyja,” segir Fantar, því HaÞn les gráðulega alt, seni Sigfús Háll- dórs frá Höfnum skrifar. ‘Hvaða pipur eru þetta, sem liggja um allan- skálann?” spyr Vantar. Pétur kvað það vera gufupípur til upphitunar. ‘En konur og börn hér i borginni að drepast úr kulda á hverjum vetri,” segir Vantan. Þetta var út í hött. Við vorum að skemta okkur. Fjand- an varðaði okkur um eldiviðarleysi aumingjanna? Þessu anzaði enginn. Vi?> vorum líka að svala sálurii okk- ar í því að athuga gullfiskana. Það er mesti urmull af þeim í stóreflis kristalsskál i vermireitnum, Þarna synda þeir fram og aftur í sífellu. Hugsunarlaust og áhyggjulaust. Já, sælir eru gullfiskar! En Landan gaf þeim aðeins hornauga fyrirlitningar- innar. Hann hafði drepið golþorska á Grímseyjarsundi, og hampað hálf- punds gullpeningum í Horni við ÓI- afsfjörð. Hvorki lögun né litur þessara fiska hreif hann. “Hingað kem eg i vetur í febrúar,” segir Vant- an. “Og til hvers?” spyr eg. “Til þess að kasta issoppttm,” svarar Vant an. Þá tók Pétur í öxl hans og leiddi hann út úr skálanum. Pétur hélt vist að Vantan væri,að verða brjálaðúr af yndi og ánægju, en eg þóttist vita að félagi minn væri aðeins á “jökul- göngu”. Þetta dró talsvert úr ferðagleðinni, og var ekkert markvert sagt eða gert í bakaleiðinni. En þegar við vorum komnir aftur að sæluhúsi St- For Asthma and Hay Fever Vl* verntu tllfellum. ASferS aem hefir alvejf undurMnmlefirnr lækninKar. REYNID OKEYPIS Ef þér líöiö af illkynjuöu Asthma «oa Hay Fever, ef þér eigiö svo erfitt andardrátt a?5 y?5ur finnist hver «|?5astur, þá látit5 ekki hjá lí»a a?5 ®krifa til Frontier Asthma Co. eftir *be?5ali til ókeypis reynslu. í»aí grerir Jkkert til hvar þér eigi?5 heima, e?5a hvort þér hafi?5 nokkra trú á nokkru Jbe?5ali undir sólinni, sendi?5 samt eft- jí* því til ókeypis reynslu. Þó þér haf li?5i?5 heilan mannsaldur og reynt a]t sem þér hafi?5 vita?5 af bezta hugr. J*ti fundi?5 upp til a?5 berjast vi?5 hin ,l{’8R?5ilegru Asthma köst, þó þér séu?5 fíi®*' vonlausir, sendi?5 samt eftir því ókeypis reynslu. I*a?5 er eini vegurinn, sém þér eigi?5 J'l a?5 ganga úr skugga um, hva?S ^amfarirnar eru a?5 gera fyrir y?5ur, P**átt fyrir öll þau vonbrig?5i, sem þér «afi?5 or?5i?5 fyrir í leit y?5ar eftir me?5- vi?5 Asthma. Skrifi?5 eftir þessari okeypis reynslu. Geri?5 þa?5 nú. Þessi fogiýsing er prentu?5 til þess a?5 all- lr. sem þjást af Asthma, geti noti?5 Pessara framfara a?5fer?5ar, og reynt a?5 kostna?5arlausu læknlnguna, nú er þekt af þúsundum, sem hin Jbesta blessun er þelr hafa hloti?5 I *>finu. Sendi?S úrklippuna í dag. — *>ragi?S þa?5 ekki. FRBG TRIAIi COTTPON. FRONTIER ASTHMA CO., Room 954C Niagara and Hudson Sts., Buffalo, N. Y. Sendi?5 lækningara?5fer?5 y?5ar d- keypis til reynslu, til: píars, guldum viÖ Pétri kaup hans aÖ fullu, og kvöddum hann meö mestu virktum. (Meira.) ----------x--------- Sig. Kristófer Pétursson rithöfundur. Með nýkoninum blöðum að heim- an berst fregnin um lát Sig. Kristó- fers Péturssonar. Kemur hún eigi á óvart þeim, er nokkuð til þektu urrí heilsufar hans undanfarið. Miklu fremur vekur það undrun, hve Iengi þessunr viljasterka andans manni tókst að halda líkanra sínum upprétt- um og knýja hann til starfa. S. Kr. P. var fæddur áriö 1882, og því 42 ára er hann lézt. 16 ára flutt- ist hann sem sjúklingur að Laugar- nesspítala og dvaldi þar síðan til æfiloka. Hjá Kristófer (því nafninu var hann venjulega nefndur) kom snemma í ljós óvenjulega mikil fróðleikslöng- un og námfýsi, og er suður kom, fékk hann tækifæri til að svala þeinr þorsta. Byrjaði hann á þvi, að lesa dönsku hjá ungfrú Harriet Kjær, yf- irhjúkrunarkonu á Laugarnesspitala. Taldi Kristófer sig eiga henni mik- ið og nrargt að þakka. Mun hún fyrst hafa fundið, hvert efni var i honum, og hvatt hann franr. Henni hefir hann tileinkað seinasta og aðalritverk sitt, “Hrynjandi íslenzkrar tungu’’. Ekki lét Kristófer sitja við dönsku- námið eitt. Réðist hann að hverju nrálinu á fætur öðru, og er ekki að vita, hvar hann hefði endað, hefði guðspekin ekki orðið á vegi hans. Eitt af þeim málunr, er hann las, var Esperanto. Lagði hann við það all- mikla rækt og vann að útbreiðslu þess. Honunr skildist likt og ýnrs- unr öðrum, er vinna vilja að alls- herjar bræðralagi nrannkynsins, að Jahve hafi litið þarfaverk unnið, er hann “sté niður og ruglaði tungumál nrannanna, svo enginn skildi framar annars nrál”, sem segir í I. bók Mós. Hann leit svo á, að það hlyti að vera bræðralagsstefnunní ígróíli, jef allar þjóðir gætu konrið sér saman unr eitt alheinrsmál, auk móðurmáls síns. Þess vegna vakti esperantó athygli hans. Því máli virðist nú lika vera að aukast fylgi; hefir guðspekisfélag- ið tekið það á stefnuskrá sína, og, að þvi er eg hefi heyrt, ýnrs jafnaðar- mannafélög. Á esperantó hefir Kristófer þýtt nokkur islenzk kvæði, og jafnframt mun hann hafa frunr- kveðiö ejtthvað á því nráli. Var hann ágætlega Ijóðhagur maður, þótt lit- ið stundaði hann list þá á seinni ár- um. Ensku var S. Kr. P. þaulkunn- ur, og mest þýddi hann úr því máli. Mesta rækt lagði hann þó við “ást- kæra vlhýra nrálið”, eins og lrezt sést á bók hans “Hrynjandi íslenzkrar tungu”. Auk tungumálanámsins lagði Kristófer fyrir sig ýmsar aðrar fræði greinir. Þannig var hann t. d. þaul- lesinn í eðlisfræði. Kringunr árið 1912 kyntist S. Kr. P. guðspekinni, og eftir það helgaði hann henni svo að segja alla krafta sína. Er svo talið, að í engu landi hafi kenningar guðspekinnar náð jafnmikilli útbreiðslu, að tiltölu við mannfjölda, sem á Islandi. Að lang- mestu leyti er það verk Kristófers. Fékk þar göfugt málefni góðan liðs- mann. Guðspekin varð honum hei- lagt áhuganrál. Hann var vakinn og sofinn að hugsa um framgang þess- arar stefnu, sem hann var svo sann- færður unr, að fært gæti nrönnum ó- segjanlega blessun, ef kenningar henn ar næöu aö veröa rikjandi afl í lifi þjóða og einstaklinga. Eg hefi aldrei þekt jafneldheitann httgsjónamann. Hann hugsaði áreiðanlega aldrei um eigin hag, ávalt um hag málefnisins, er hann vann fyrir. öllum áhyggj- um fyrir eigin persónu hafði hann algerlega varpað frá sér. Ekki samt svo að skilja, að hann væri hirðu- laus í lifnaðarháttum. Hann lifði sérstaklega heilsusanrlegit og hreinu lífi, jafnt líkamlega sem andlega. Hann kunni því betur að meta líkanr- lega heilbrigði, sem hann hafði nrinna af henni sjálfttr. Hann vissi, hve mikilsvert það er fyrir starfsenri sál- arinnar, að þessu starffæri hennar, líkamanum, sé haldið í. sem beztu á* standi. I starfi sínu við þýðingu útlendra guðspekisrita var Kristófer bæði stór virkur og velvirkur. Fyrsta bókin, er konr fyrir alnrenningssjónir, í þýð- ingu eftir hann, var “Lífsstiginn”, eftir dr. Annie Besant. Vakti þá þessi óþekti þýðandi strax eftirtekt á sér, fyrir hið fagra nrál, er á bókinni var. Siðan rak hvert ritið annað, og telur Grétar Ó. Fells lögfræðingur, í grein er hann skrifar unr S. Kr. P. í “Eimreiðina”, aö 12 þýddar bækur hafi komið út eftir hann. Eitthvað nrun hann hafa átt í handriti. Ekki leið á löngu frá því guðspek- isstefnan tók land á Fróni, þar til “rétttrúnaðurinn” fór að líta hana óhýru auga. Þótti “orþodoxunr” hún grunsanrlegur gestur og hófu árás. Kristófer var þá ekki seinn til varn* ar, og kom þaö nú í Ijós, að þessi yfirlætislausi sýúklingur ,á Lauigar- nesi kunni fleira að vinna með penna sínum, en að þýða. Hann var afburða vigfinrur í ritdeilu, einskon- ar Gunnar á Hliðarenda. Fylgdist þar alt að: þróttnrikið og liðugt mál, , dænrafá rökfinri og yfirgripsnrikil þekking, er ekki gaf eftir lærdómi hinna langskólagengnu manna. “Rétt- trúnaðurinn’’ fór enga sigurför, og heyrt hefi eg það eftir einum af helztu gatrral-grrðfræðingunr heima, að hann réði frá að fara í deihtr við “þeósófa”, þeir væru orðhákar nrikl- ir og engin lömb að leika við! Það er og sannast mála, að engum meðal- mönnum var sigurvænlegt að sækja þar að, er þeir stóðu hlið við hlið til varnar, S. Kr. P. og séra Jakob Kristinsson. Vörn þeirra gat svo attðveldlega snúist í sókn. Ekki mun S. Kr. P. hafa aflað sér óvinsælda með ritdeilunr sínunr, enda kennir þar aldrei kala til mót- stöðumannanna. Ein ritdeilan a. m. k. endaði með þvi, að Kristófer og andstæðingur hans urðu alúðarvin- ir. Altaf var hann reiðubúinn að taka höndttm saman við andstæðinga, og vinna nteð þeinr að niálum, er báðir aðilar gátu orðið ásáttir um. Þannig yann hann að því með cand. theol. S. Á. Gislasyni, að konra skáldsög- unni “I fótspor hans”, í hendur ís- lenzkunr lesendum. S. Kr. P. þýddi, en S. Á. G. gaf út. Á trúnrálafundi þeim, er stúdentafélagiö í Reykjavík stofnaði til fyrir nokkrunr vetrum, bar Kristófer fram tillögu uirr að all- ir flokkar, er þar voru samankomn- ir, byndust samtökum, og gæfu út tínrarit fyrir þjóðina, er einungis ræddi um þau atriði trúmála, er allir væru sanrmála um. Tillagan fékk lit- inn byr — eins og kirkjusamsteypu- hugntyndin hér hjá Vestur-Islending- um. — Einkum ntun hinum “rétt- trúuðu” hafa litist illa á slíka sam- vinnu. (Ein fundarkona hældi sér þó af þvi, að hún gæti unnið með hvaða fólki senr væri, hún hefðj jafn vel einu sinni verið í nefnd nreð guð- spekingi!,). Þótt Kristófer ætti óft í snörpum deilum, þá hygg eg það ekki ofmælt, aö andstæðingar hans hafi, nær undantekningarlaust, Ixrrið virðingu fyrir honum. Meðal félags- systkina sinna í Guðspekisfélaginu, naut hann þess álits, ef gekk lotn- ingu næst. Þegar haft er i huga, hve stutt var rithöfundaræfi S. Kr. P., h. u. b. 12 ár, þá sést hve afkastamikill hann hefir verið. Auk hinna þýddu bóka, hafa komið eftir hann 6 frumsamin rit, og fjöldi blaðagreina, víðsveg- ar í flestum íslenzkum blööum. Loks hefir hann samið mesta grúa af fyr- irlestrum, er hann flutti í guðspekis- stúkunum i Reykjavík og Laugar- nesi. Kristófer lá heldur ekki á liði sínu. hann vann eins og vikingur. Oftast mun hann hafa farið á fætur kl. 5 á morgnana, og jafnvel fyr. Það virð- ist sem honum hafi verið föst i huga þessi orð Hávamála: “Ár skal rísa sás á yrkjendr fáa”. Ekki var þó altaf næðissamt. Margir heimsóttu hann og þurftu við hann aö tala. Varð honum því oft tafsamt við vinnu sína. Ekki var það einungis um guðspeki, er menn töluðu við Kristófer, heldur svo ótal niargt ann- að. Gott var aö leita ráða til hans. Hann var í öllum málum hinn vitri og ráðholli bróðir. Eg hygg að öllum þeim ,er heim- sóttu S. Kr. Pétursson að Laugar- nesi, verði þær stundir ógleymanleg- ar. Fyrstu viðtökurnar voru hlýtt handtak (þótt höndin væri ekki heil), og ástúðlegt bros. Viðmótið alt var sérstaklega hugnæmt og þægilegt. — Þegar inn á skrifstofu hans kom, fann maður að hún var lik húsbónd- anunt, látlaus og aðlaðandi. Manni fanst loftið þarna inni þrungiö and- legri æsku, er leið eins og blær um sál manns nteð einhverjum undur- samlegum, endurleysandi áhrifum. Manni leið vel. Oft sat eg, sent þetta rita, hjá Kristófer 2—3 klukkust. í einu, og fanst mér, er eg bjóst til burtferðar, seni fáar mínútur hefðu verið. Svo fljótt leið tiniinn, er ntaður sat á tali við hann, eða réttara sagt, sat og hlustaði á hann tala. Svo fór ntér oftast. Út af skrifstofu Kristófers fór ntaður altaf auðugri en komið var. í huganum var meö- vitund um, aö setið hefði verið við fætur þess, er spakur var og göfug- ur, sannur lærisveinn hinna miklu nieistara. Eins og að líkindunt lætur, um jafn andlega sinnaðan og ójarðbundinn mann, sem Kristófer, kveið hann því ekki að “deyja frá dauða og dag sjá kvöldlausan.” En það var þó langt frá því, að hann kærði sig urn að flvtja strax yfir um “landantærin”. Hann átti svo margt eftir óunnið og ósagt. Hann brann af þrá eftir að geta starfað meira, rneira í þarfir sannleiks og bræðralags. ^ I síðasta bréfi sínu til mín, skrifað nokkrum mánuðum fyrir andlát hans, segist hann liggja “óvigur”. — “En við skulum vona að okkur batni báðum, og fáum að vinna og virina fyrir guð- spekisstefnuna. Nú fvrst finst mér eg standa betur að vigi en nokkru sinni, ef orkuna þryti eigi.’’ — En nú er hann i val hniginn, þessi mikilhæfi og göfugi maður. Öllum vinum hans verður minning- in lýsandi leiðarstjarna á löngum og torsóttum vegi andlegs og siðferðilegs þroska. Fjallkonan er nú stórum fá- tækari við hvarf Kristófers, en illa væri þá íslenzkri þjóð aftur farið, ef hún nokkurn tíma gleymdi nafni hans.. Og þótt það ef til vill beri ofurlitinn santkepnislblæ, þá langar mig til að taka undir með skáldinu og óska þess: “að altaf eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir.” Andrés J. Straumland. ----------x----------- Bókarfregn. Jón Björnsson: Jafnaðar- maðurinn. Skáldsaga. — Rcykjavik 1924. Isafoldar- prentsmiðja h.f. Höfundur þessi he-fir áður gefið út eftir sig sntásögur, “Ógróna jörð”, og skáldsögu, sem nefnist “Hinn ber- syndugi”. Bækur þessar, einkutn hin síðari, gáfu að nokkru leyti góðar vonir unt hann sent sagna- skáld. En þær vonir hafa þvi miður ekki ræzt með þessari bók, “Jafnaö- armaðurinn”, því að hún stendur hin um báðum greinilega að baki. Bókin á að vera tvent, skáldsaga annlarsvegar og áddila á jafnaðtir- stefnuna hins' vegar, eða ádeila i skáldsöguformi. En hvorttveggja hefir algerlega mishepnast, skáldsag- an og ádeilan. Lítum fyrst á skáldsöguna. Hún er ekki óeðlilega rituð á köflum, en ./málið er ekki gallalaust, og sálarlífs- lýsingarnar fara alveg út um þúfur. Tökum t. d. Þorbjörn. Hann er í fyrstu fullur af eldmóði æskunnar og gunnreifur bardagamaður, sem ekki lætur sér neitt fyrir brjósti brenna. En siðar í sögunni gugnar hann alveg sökum þess, hve litið vinst á, hvað verkamennirnir eru! tregir og sigurinn virðist lángt und- an landi. Og hann missir fyrir þetta trúna á réttlæti málstaðar síns, verð- ur hálfgerð drusla og drepur sig út úr þeim vandræðum öllum. Þarna er um tvo gerólíka Þorbirni að ræða, og okkur er sögð en ekki sýnd þró- unarsaga frá einum ti! annars, eða með öðrum orðum, — okkur er sögð sagan, en við getum meö engu móti trúað henni. Eða þá Freyja! Hún á kð vera fyrirmyndargorkúla frá höfundarins hendi. En hún er ekki betur sjálfri sér samkvæm en það, að fyrst er hún albúin þess að eiga Þorbjörn, þrátt fyrir mótspyrnu foreldra sinna, og þess yfirleitt fús, að fórna öllu fyrir ást sina til hans, enda virðist hann í það ntttnd eiga slikt fyllilega skilið, — heiðarlegur, einarður, djarfur og eldhuga, — en smátt og smátt vinn- ur andrúmsloftið í foreldrahúsum og glæsimenska og auður Thordarsens ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. . það á, að hún fær hálfgerða óbeit á Þorbirni, en laðast að glæsitnenn- inu, fínu og feitu, og fleygir sér loks í fangið á Helga Thordarsen, eftir að honum hefir tekist að fylla hana á áfengu vini. Og látum svo vera, að það væri attgnablikshrösun, — en lítt skiljanleg er ofurást sú, sem hún fær á Thordarsen eftir þetta þokka- strik hans, og alógeðslegt er það, þeg- ar hún fer að blanda guði inn í um- ræðurnar og þykist finna út, að Þor- björn gangi ekki á guðs vegum, ■— að hann berjist á móti guði er hann berst fyrir velgengni lægri stéttanna. Eignarhald það sem burgeisar hafa lagt á guð almáttugan, sjálfum sér til handa, kemur óviðar glögglegar fram en þarna. Og ef Freyja á að vefða nokkurskonar ímynd kvenna efnastétt arinnar, þá hygg eg, að höf. skjátlist að stórum mun. Sem betur fer, munu þær konur vera til innan efnastétt- arinnar, sem meira þarf til þess að heilla, heldur en gljástrokið hár, gullna slifsisnál, djúpa skinnstóla, suðræna pálma og áfengt vm. Þarna heggur sá heldur óvægilega, sem hlífa skyldi. Frá höfundarins hendi er Freyja þannjg úr garði gerð, að les- andanum virðist það aðalógæfa og slysnj Þprbjarnar, að hann skyldi ekki hafa hugsun á að gera það sama viö Freyju, sem Helgi Thordarsen gerði. Helgi Thordarsen á vist lika að vera “fyrirmyndar borgari”, maður, sem verður feitur á þvi að setjast í auð föður síns og gera ekki neitt, nema drekka suðræn vín, vera á kvennafari, og vera “sætur og yndis- legur” í “selskapslífinu”, eins og það heitir á reykvísku. En höf. bregst alveg geta til þess að gera Helga að- dáunarverðan, — hver óspiltur les- andi hlýtur að fá megnustu skömm á honum og aðförum hans. Ritstjórahjónin eru bezt frá höf- undar hendi; — hann venjulegur broddborgari með Morgunblaðsspeki á vörunum, en hún ágæt kona, tryRgIynd og staðföst, bæði alveg sönn og algeng í daglegu lífi, eins og það gengur og gerist. Smávægilegar fjarstæður í bókinni nenni eg ekki að vera að eltast við, Þó vil eg nefna sem dæmi, að Þor- björn kallar fóstra sinn “ritstjóra”, áður en nokkur verulegur fjandskap- ur er orðinn á milli þeirra; það er fullkuldalegt og á ekki við á þvi stigi málsins. — Þá er ádeilan. Ekki tekst hún bet- ur. Fjall er jafnan talið eins hátt og hæsti tindur þess. Líkt er um skoðanir. Þær eru jafnan eins sterk- ar og öflugustu rökin, sem að þeim liggja. Fyrir þvi dugir ekki ann- að, en að ráðast þar á garðinn, sem hann er hæstur, — láta þaö, sem skoðanirnar hafa mest og bezt til sins máls, koma sem greinilegast i Ijós, — og rífa það síðan niöur, ef maðtir hefir vilja og getu til þess. En þarna er ekki þvi að heilsa. Rök jafnaðarstefnunnar koma þarna nauðalítið frarn,, svo að ekkert verð- ur til að hrekja fyrir andstæðinga hennar, enda eru rök þeirra í sög- ur.ni eftir því. En ef auðvaldsstefn- an, eða núverandi skipulag hefir ekki betri rökum á að skipa, en japli því um frið og eindrægni (undir yfir- stjórn burgeisa), sem fram kemur í þessari bók, þá hygg eg ekki, að nein ttm snúist hugur við það. Annars má minna höf. og aðra friðsentis- og eindrægnis-postula á það, að “fred er ei det bedste, men at man noget vil”, og að sjálfur Jesús kvaðst ekki kominn til að flytja frið, heldur s\erð. Enda hefir þessi sarni and- legi sultarsónn kveðið við unt flesta eða alla mestu umbótamenn og urn- bótaflokka heitnsins, — að þeir gerðu fólk óánægt og spiltu friðnum, --- og þttrfa jafnaðarmenn ekki að kippa sér upp við það. Kristnin var líka fyrir eina tið talin heimskuleg og hættuleg hjátrú. Yfirleitt mega jafn- aðarmenn óska þess, aö sem oftast komi út gegn þeim slíkar bækur, sem “Jafnaðarmaöurinn” er. — Sem ádeila er bókin gagnslaus, sem sálarlýsing er hún vitlaus, sent heild er hún marklaus. Og alt þetta staf- ar af þvi, að höf. hefir reist sér hurðarás um öxl. Ti! þess að skrifa slika bók svo, að mark sé á takandi, þarf meira viðsýni, meiri þekkingu og meiri óhlutdrægni, en höf. hefir til að bera. Jakob Jóh. Smári. —Vísir. Okeypis 5 Tube Radio Set Okeypis Sendið umslag með utaná- skrift yðar, frímerkt. Vér senduð yður þá fullar uppiýs ingar um þetta TILBOÐ. RADIOTEX CO'. 20« Broadnnz, V™ Vork, N-Y. RemingtoDR itvélin. Þetta er fullkomnasta og elzta ritvél- in í landinu. Hún er búin til í ýms- um stærðum, fyrir skrifstofur og heimahús. Stafrófið er á öllum tungu málum, svo að hægt er að skrifa bréf eða bækur á islenzku, ensku, Norður- landamálum o. s. frv., alt með sömu vélinni. Viðskiftamál nú á dögum eru farin að krefjast þess, að bréf og samningar og annað verzlun aðlút- andi sé vélritað. Handrituð bréf þykja hvorki sæmileg, né oft og ein- att læsileg, og sá mjög á eftir sinum tima, sem ekki notar ritvél. Þá er það og gott fyrir unglinga að læra jafnframt á ritvél og þeir læra að skrifa. Uppfræðslan í verzlunarskól- unum, sem seld er dýrum dómum, er oft eigi annað. Betri gjöf verður unglingum ekki gefin en ódýr ritvél, og þær höfum vér af allri gerð. — Bezta Remington ritvélin, er hin svo- nefnda “Handbeera Rcmington”. Hjún er búin upp í tösku og fer ekki meira fyrir henni en svo, að haldið geta menn á henni hvert sem þeir fara. Með islenzku stafrófi kostar þessi vél $77.50, en nú um tima verður hún seld meðan upplagið hrekkur (alls 40) fyrir $65.00. Notið þessi kjör- kaup. Prentið það. sem þér þurfið að auglýka, bréf yðar o. fl. RBMINGTON TYPBWRITER CO. OF CANADA, LTD. Curry Building — Notrc Dame Ave. Winnipeg, Man. Bréflegar fyrirspurnir og pantanir má gera á íslenzku. v I Swedish American Line Í £ HALIFAX eða NEW YORK ♦! v < f E/S DROTTNINGHOLM ICI TJ'=lr,f,E/S STOCKHOLM Cabin og þriðja Cabin ISLANDS 2. og 3. Cabin f f f f f ÞRIÐJA CABIN $122.50 KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA SWEDISH AMERICAN LINE 470 MAIN STREET,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.