Heimskringla - 27.01.1926, Side 4

Heimskringla - 27.01.1926, Side 4
4, BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JAN. 1926. ^Lfrímskrímjlct Í«tofnu7í 188«) Kemur öt A hverjum mlflvlkudegrl. EIGENBURi VIKING PRESS, LTD. 853 ok 855 SARGEJÍT AVE.. WIJÍIVIPEG, TaUíml: N-6S37 Verí blatislns er $3.00 árgangurlnn borg- lst fyrirfíam. Allar borganir sendist THE VIKING PlimS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Hitstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. I'tnnftNkrlft tll blaTSNlnnt THK VIKING PRBSSt Ltd., Boz 3105 ( tnnftskrlft tll rlt*t jrtrnn*: EDITOR HEIMSKHIXGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Hclmskrlngla is published by The ViklnK Pren* Ltd. and printed by CITY PRINTING PUBLISHING CO. 853-855 Sareent Ave., Winnlpeff, Man. Telepbone: N 6537 WINNIPEG, MAN.> 27. JAN., 1926. Menn og menning. í eitt hundrað ár voru Bandaríkin al- veg sérstaklega fyrirheitna landið. Land frelsisgyðjunnar, sem stendur við brygg- jusporð New York borgar; laðar gesti í sólskini dagsins, og vísar þeim veginn inn um hlið frelsisins, á næturþeli, í tindrandi geisladýrð frá blysi frelsjsins, sem hún heldur hátt á loft. Fyrir oss, sem þroska fengum í Norð- urálfunni, og þó í fullkomnu frjálsræði, voru Bandaríkin í sífeldum hillingum frelsis og farsælda. Þau voru land Benjamíns Franklín og mannanna, sem vildu frelsið, eða daUðann; land Georgs Washington og Abrahams Lin- coln. Sá sem þetta ritar gleymir aldrei þeirri furðu sem gagntók hann, þegar fyrst féll á þessa fögru hillingamynd. Það var í kvöldboði í Kaupmannahöfn. Heið- ursgestirnir voru nokkrir amerískir mentamenn og stúdentar, sem nýlega voru komnir af skipsfjöl úr Ford-leið- angrinum fræga. Langt samtal spanst milli þess er þetta ritar, og eins heiðurs- gestsins, um tilgang þessa íeiðangurs, um úrslitin o. fl., o. fl. óvægilegir dómar, t skarpskygnir og framsýnir spá dómar, eins og brátt kom á daginn, hrutu af vörum Ameríkunyannsins og röðuðu sér í ógeðfeldar en óárennilegar fylkingar. Bandaríkin hæii og griða staður frelsispostula? Bull! Banda ríkin friðsinnað stórveldi, göfuglyndur verndari lítilmagnans, er aldrei dytti í hug að færa út véböndin á annara kostn að? Fagur dagdraumavefur úr híalíni ó- veruleikans. Ekkert annað! Þetta var eins og að fá yfir sig hverja vatnsfötuna á fætur annari í frostveðri Sumar staðhæfingarnar voru svo ótrú legar að engri átt náði að taka þær öðru- vísi en með miklum afföllum. Sérstaklega tóku þrjár staðhæfingar útyfir: Að altaf væri að þrengjast unl málfrelsi, svo að engu þetra væri orðið en á Þýzkalandi hefði verið á friðartím- unum, er til hersins og keisarans kæmi, og væri jafnt og þétt að mjakast nær hinu nafnfræga zar-rússneska málfrelsi Enn fremur væri réttarfarið í sumum ríkjunum, enda víðast, iíkara rússneska réttarfarinu, en nokkru öðru í víðri ver- öld, sem hann til vissi, og hefði hann þó kynt sér þetta býsna nákvæmlega. Af þessu leiddi svo það, að þeir sem völdin hefðu, og sérstaklega peningana, bæði gætu, og svifust oft ekki að fremja hina verstu óhæfu árum saman, jafnvel hin mestu hryðjuverk, gripdeildir, rán og jafnvel morð. — Dæmi voru sögð, en þau urðu léttvæg, sökum ókunnugleika á- heyrandans. Þau höfðu ekki mikið meiri áhrif, en bíómyndirnar amerísku, sem að vísu sögðu sömu söguna, þótt alt færi vel á endanum. Áheyrandinn gekk ósannfærður af þeim fundi. næst syndinni á móti heilögum anda, sem enginn skildi. Þessi glæpur er enn til, en hegningin fyrir hann var jafnvel í Norðurálfunni farin að verða sjaldgæf, nema helzt í þýzkalandi og Rússlandi fyrir ófriðinn. Ameríku- menn voru margir svo strákslegir, að þeir blátt áfram hlógu að honum fyrir ó- friðinn. “Óbeinar hótanir”. En 7. janúar 1926 var maður að nafni William E. Wolfe, í San Francisco dæmd- ur í tíu ára fangelsi, fyrir að hafa dreift út prentuðu máli, og þar óbeinlínis haft í hótunum við forsetann. Svona vel hafa nú Bandaríkin lært af Norðurálf- unni, að Vilhjálmur verður þarna að engu. Hann komst aldrei lengra en það, er Theodor Heine og Ólafur Gul- branson ristu blóðerni háðsins á bak honum en að meta þá hvössustu til 6 mánaða fangelsis. En hér er htegnt fyrir að hafa óbeinlínis í hótunum við forsetann og ekki með vesælum 6 mán- uðum; hér er örlætið á ferðinni: “óbein- línis hótanir, þrjóturinn! Tíu ár í svart- holinu! Gerðu svo vel! Næsta mann!” RJchard Ford. Fyrir tólf árum síðan var Richard Ford dæmdur fyrir morð. Óeirðir urðu meðal verkamanna, er lásu humal. Lög- reglan var sótt; skothríð hófst og tveir verkamenn og tveir lögreglumenn féilu. Ekki varð sannað að Ford hefði haft byssu, enda neitaði hann harðlega að hafa skotið. Samt var hann og mað7 ur, er hét Suhr, sem sannáðist síðar, að hafði alls ekki verið viðstaddur, dæmdir í æfilangt fangelsi. í’ord fyrir að hafa drepið annan lögregluþjóninn. Það sem þyngst vóg á móti honum var pað, að hann hafði verið meðlimur I. W. W., og hafði verið fyrir sendinefnd verkamanna, er kvartaði undan óskaplegri aðbúð. — Nú, eftir 12 ár var Ford náðaður fyrir góða hegðun. En hvað skeður? Hann er varla fyr kominn út úr fangelsinu, en hann er tekinn fastur og ákærður á ný, fyrir að hafa drepið hinn lögregluþjón inn. Lögmaðurinn, sem skipaður hef ir verið sækjandi, er sonur annars lög regluþjónsins, sem drepinn var. Þess má geta, að engin ný gögn í málinu hafa komið fram nú, eða nokkru sinni áður. Osage-morðin. Til skamms tíma var því alment trú- að í Norðurálfunni, að erfðafestu kon- ungar þægju vald og tign af Guði. Þess vegna var hegnt sérstaklega, oft og harðlega fyrir glæp þann er lögfræðing- ar nefna því ægiiega nafni crimen læsæ majestatis. Sá glæpur var falinn í því að aðhafast eitthvað, til orða eða verka, er konunginum gæti verið háski, eða ó- virðing að, og mun í meðvitund flestra vel undirgefinna þegna hafa gengið Árin 1912 og 1913 fanst olía á landar- eign Osage Indíánanna í Oklahomaríki norðarlega. Allir meðlimir þessa kyn- þáttar urðu auðugir menn, sumir svo miljónum skifti, en meðaltekjur hvers manns eru $1000 — á mánuði. Snemma á árinu 1922, var Indíána- konan Anna Brown, vellauðug, talin eiga $2.000.000, myrt með skotvopni. Síðan hafa ættmenn hennar, sem erfðiy tóku, eða að .erfðum stóðu, verið myrtir, með skotvopnum, sprengikúlum og eitri. Alls hafa verið framin ellefu morð, og enginn veit hve mörg þau kunna að verða. En nú er ekki nema einn ætt- ingi Önnu Brown á lífi. Mest er talað um þetta, af öllu sem borið hefir nýlega á góma í Bandaríkj- unum. Viðkomandi stjórnarvöld hafa gert svo lítið, að það má kalla ekkert í þessu máli. Það má kalla að hárin rísi á höfði lesendans, sem sekkur sér niður í eldhúsreyfarana, þegar “vondi maður- inn” í sögunni fremur eitt eða tvö “dul- arfull” og “hræðileg” morð, til þess að ná í peningana og erfingjann yndislega. En hér er kjúkuber og beinharður veru- leiki á ferðinni. í fjögur ár samfleytt getur samvizkulausum manndjöfli eða manndjöflum, haldist uppi, í einu menn- ingarlandi veraldarinnar, að myrða sak- laus fósturbörn þjóðarinnar, hvert af öðru, eins og köttur gengi um músabú, sökum þess að hann er auðmaður, eða þeir sem þetta vinna og ef til vill tengd- ir einhverju yfirvaldi á einn eða annan hátt. Og markmiðið, sem hamingjan ein má vita hvað fjarlægt hefir verið, að sölsa undir sig landið, þessa gullnámu, með ofbeldi og hnefarétti, þegar allir beinir erfingjar væru drepnir í strá. Það var ekki fyr en svo að segja hvert málsmetandi blað í Bandaríkjunum var búið að hefja raust sína, gegn þessum verkum og fantabrögðum, að stjórnin tók þá rögg á sig, að láta taka þrjótana, sem ailir grunuðu, fasta. Einn, aðal- tólið, hefir meðgengið. Hann segir að potturinn og pannan í þessu helvízka samsæri, sé W. K.' Hale, stórauðugur jarðeigandi á þessum slóðum, vanalega nefndur “the King of the Osage Hills.” Öll bönd berast að honum, en enginn virðist hafa hugmynd um leikslok — af því að stórauðugur maður á í hlut. Þetta er sýnishorn af einum fleti af þeim margstrenda krystalli, er vér pefn- um menningu. Það eru að vísu æfin- týramyndir, sem Jiajm speglar þessi krystalsflötur, en það er sem slík æfin- týri gerist í Helvíti. Það geta ekki liðið svo margir ára- tugir, að jafnmikil þjóð Qg nábúar vor- ir syðra, rísi ekki upp og hreinsi þetta Ágíasarfjós og öll önnur, sem hún hefir innan hallar. Þá vaxa laukar á mykjunni og hroða- myisnunni, sem út verður fleygt. Og þá gala gaukar í limi þess gróðurs er upp vex á þeim Iðavöllum. — En hve- nær verður það? — Svarf. (Athugasemdir við ýmislegt er í fréttir er fært) eftir S. E. I. Kvæði birtist í Lögbergi s. 1. viku sem nefnt er “Sköpunarsaga mannapans.” Höf. er Pétur Sigurðsson. Það getur ekki verið neinum vafa orpið, að kvæði þetta er ort í tilefni af grein er birtist í “Hkr.” 22. desf s. 1. með fyrirsögninni “Móðir jörð ávarpar Bryan” í kvæðinu er reynt að skopast að því, er í téðri grein er sagt um uppruna og aldur mannkynsins. Er bent á hví- j lík fjarstæða það sé, að ómagaháls ! mannsins sé. 140 miljónir ára. I greininni “Móðir jörð . . . .” er þessu hvergi hald- ið fram. Það er þvert á móti gefið í skyn, að það muni vera um fimm hundr- uð þúsund ár síðan að maðurinn stóð á vegamótum mannlegs vits og takmark- aðrar skynsemi skepnunnar. Áftur er í greininni minst á að dýr það er tönn ein hefir fundist úr geti hafa verið uppi fyrir 14 til 140 .miljónum ára og er reyndar með því átt við leúgd jarðtíma- bilsins sem dýrið var uppi á. Þessi aldur á engan veginn við tönn þá, er í Ne- braska fanst og talin er að vera úr mannapa og kemur því aldri eða “ó- magahálsi” mannsins ekkert við. Dýr það er við er átt í því aldurs sambandi, heitir Microlestos Antiquus og er haldið fram að skyldleiki sé mílli þess og pung- dýrsins í Ástralíu, en ekki milli þess* og mannsins svo aðrir hafi orðið varir við en Mr. Pétur Sigurðsson. — Þetta stöndur svart á hvítu í greininni “Móðir jörð . . .”. Og sá sem ekki gat lesið það þar án þess að rugla saman efni éins og áminst kvæði ber vott um, ætti ekki að hætta sér út í andmæii gegn því, er vísindamenn, eins og Henry Fairfield Osborne, sem er höfundur grefnarinnar í Hkr., halda fram. II. ' Nýlega svifti unglingsmaður á Eng- landi sig iífi. Hann var atvinnulaus, og ölmusu gat hann ekki gert sér að góðu að beiðast. Og til þess að binda enda á það alt saman hengdi hann sig. Áður en hann brá snörunni um hálsinn hafði hann þeytt skyrtunni yfir höfuð sér sVo reipið var utan yfir henni. Þann- ig fanst hann stirðnaður í snörunni. Líkskoðari var fenginn til þess að kveða upp dóm um atvikið eins og lög gera ráð fyrir. Og dómur hans var á þá leið, að hann kallaði þetta “að hengja sig þægilega!” Þetta má að vísu kalla fyndni, en er það ekki háðuleg fyndni frá mannúðlegu sjónarmiði? III. í blöðum nýkomnum frá St. Louis í Bandaríkjunum, er þess getið, að 790 manns hafi fyrstu nóttina er kuldakast- ið skall á í þessum mánuði, leitað á ! náðir bæjarstjórnarinnar og beiðst húsa- j skjóls og viðurværis. Allar lögreglu- ! stöðvar bæjarins voru áður orðnar troð- j fullar af húsnæðis- og atvinnulaus- ! um lýð. Vinnuekla kvað mikil í bæin- í um. Og góðgerðastofnanir skýra frá j því, að helmingi fleiri leiti nú aðstoðar j og hjálpar hjá þeim, en nokkru sinni j áður hafi átt sér stað. Þessi fregn kem- ! ur ekki vel heim við ræðu Coolidge for- I seta um allsnægtir og veliíðan þegna j sinna. Frosti karlinn hefir stundum j aðra þjóðmegunar sögu að segja, en | stjórnmálamennirnir. Guðbjörg Þorsteinsdóttir- Fædd 28. nóvember 1848. Dáin 10. janúar 1926. wDODDS Kl D N EY 'ú DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Þess vaV getiö í blöðunum siöast, aö andast heföi a.ö heimili sínu hét í bæ, 541 Lipton stræti, ekkjan Guö- björg Þorsteinsdóttir frá Flögu í Hörgárdal, rúmra 77 ára aö aldri. Guöbjörg heitin var vönduö og tr>erk kona, og þótt hnigin væri aö aidri, er hún flutti hingaö vestur, kyntust henni margir árin þau sem hún hefir búiö hér í bænum. GuÖ'ítjörg var fædd 28. dag nóv- embermánaðar áriö 1848 á Uppsöl- um v Eyjafiröi. Foreldrar hennar voru þau hjón Þorsteinn bóndi Þorsteinsson er lengst bjó á Mýrar- lórii í Glæsibæjarhreppi í Eyjafiröi, (Jónssonar á Flögu Þorsteinssonar á Engimýri Jónssonar ' í Saurbæ Þorsteinssonar) og fyrri kona hans Guðbjörg Kráksdóttir. Ársgömul var Guðbjörg tekin til fósturs af hjónunum Sveini Jónssyni og He;lgu Jóhannsdóttur er lengst bjuggu í Hvassafelli í Eyjafirði Andaðist móðir hennar stuttu þar á eftir. I Hvassa.felli ólst Gqöbjörg upþ til tvítugs aldurs aö hún fór í vinnumensku, um tveggja ára tíma. þar í firðinum en flutti þvínæst vestur í Öxnadal. Frá Steinstöð- um í Öxnada.1 giftist hún áriö 1877 Kristjáni Jónassyni bónda frá Engi- mýri og byrjuöu þau búskap á Bessahlöðum í sömu sveit. Þar bjuggu þau í 5 ár en fluttust þvi- næst að Flögu í Hörgárdal, og bjó hún þar lengst og viö þann bæ var æfistarf hennar aðallega tengt á íslandi. Þar andaöist Kristján ma.ður hennar árið 1887. Með honum eignaöist hún 4 sonu, dóu tveir í æsku en tveir hafa náð full- tíða aldri: Aöalsteinn Kristjánsson er um langt skeiö hefur dvaliö í New York, en er nú til heimilis hér í bænum, smiður og fastíígnaverzl- unar maður; Friörik Kristjánsson einnig smiöur og fasteignasali er hér hefir búiö, frá því að hann fluttist hingaö vestur, kvæntur Hólm- fríöi Jósepsdóttur, er hún ættuö úr Húnavatnssýslu. Auk þeirra barn.a. er nú er getið, eignaðist Guöbjörg heitin 2 sonu, er, annar á lífi og býr vesttar í Bell- ingham í ríkinu Washington og heitir Hjörtur;. hefir hann tekið sér viðurnefnið Hjaltalín. Hann er elztur. Hinn hét Pálmi. Faðir hans var Einar Jónsson þá til heim- iiis í Flögu. Pálmi var hið efni- iegasta ungmenni ágætum gáfum gæddur og skáidmæltur vel. Hann andaðist hér á almenna sjúkrahúsi bæjarins í september mánuöi haust- iö 1915, tuttugu og fimm ára gam- all. ■ \ Eftir lát manns síns bjó Guðbjörg heitin áfram í Flögu upp aö vorinu 1901, að hún flutti aö Myrká í sömu sveit. Þar var hún í tvö ár. Var þá Aðalsteinn sonur hennar fluttur af landi burt til Winnipeg. Tók þá yngri sonur hennar Friðrik til ábúðar jörðina Einhamar og færði móðir sína og yngsta bróðurinn Pálma þanga.ð. Stóð hann svo fyrir búinu þann tíma sem þau áttu eftir að dvelja á Islandi, en vestur hingað fluttust þau sumariö 1906 og settust að hér í bæ. Reistu þeir bræður hús hér í bæn- um og fengu móður sinni og bjó hún þar eftir það, þangað til æfinni lauk sutmudagsmorguninn þann 10. þ. m. Systkini Guðbjargar sál. voru mörg, alsystkini 8 en hálf systkini 9 frá seinna hjónabandi föður hennar. Af þeim systkinum öllum eru nú að eins sex á lífi. Ein aisystir hennar Helga Þorsteinsdótt- ir fluttist hingað snemma á tíð og er hennar að mörgu og góðu getið á fyrsu landnámsárunum. Hún giftist Arngrími Jónssyni frá Héð- inshöfða í Þingeyjarsýslu og lézt fyrir-mörgum árum síðan í Victoría- borg vestur á Kyrrahafsströnd. Systkini sem á lífi eru hér og heima á ættjörðinni eru þessi: Albræður: Þorsteinn bóndi Þorsteinsson, land- námsmaður við Gardar, N. Dak., Lhtþsoitðl5rtiji domprttttt (0rtof5i’tt‘j Si’ííli’mont Jiitttiii’þ. Þetta félag sér um flutning á SKYLDMENNUM BÆNDA og vinum sem hafa búskap í hyggju, frá Evrópu. Þetta félag aðstoðar BÆNDUR Með því að útvega þeim vinnuhjú frá Evrópu Þetta félag hjálpar NYBYGGJUM að velja heppi leg lönd í Manitoba, Saskatchewan og Alberta. \ ■ * Sendið allar fyrirspurnir til: Hudson’s Bay Company Overseas Settlements Limited Department 11, 93 Main Street, Winniþeg, Man. eða frá íslandi til 1. Charing Cross W.C. 2, London, England

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.