Heimskringla - 03.02.1926, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 3. FEBR., 1926.
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA.
Hann talar um hinar miklu breyting-
ar á yíirboröi jarðar eöa á loftslagi.
Menn vita méö vjssu, aö yfir hundr-
að miljónir ára va.r ekki kuldi, ís
né snjór á jörðinni og iífið haföi alt
^agað sig eftir því heita loftslagi.
Svo dettur isöldin á. Og loftslag-
ið verður óbærilegt lífsverunum,
sem ekkert höföu áður haft af kulda
■að segja Enda leynir þaö sér nú
ekki hvílikur vágestur ísöldin reynd-
ist þeim, því 39 af hverjum 40 teg-
undum lifsvera, sem á jörðinni voru
fórust og hurfu úr sögunni með ís-
öldinni. En samfara þessu ógur-
lega blóðbaöi stígur lífið nú titt af
sinum þýðingarmestu framfara spor-
um.
Þessu víkur þannig við, að
kuldinn var ekki alstað.ar jafn og
hann- datt ekki heldur á alt í einu.
En þar ag kom þó, að ein óslitin
ishella huldi alt l.andið frá Indlandi
til Suður-Afríku og Astralíu, sem
þá voru eitt óslitið meginland. Um-
hverfis þessa óviðjafnanlega mikltt
íshellu (og fingraför hennar hefi eg
með eigin augum séð i Astralíut
voru öræfi og var þar engri skepnu
líft fyrir foksandi og illviðrum. En
lengra út frá íshellunni, var lofts-
lagið hlýrra, eða ' tempraða-beltis
loftslag. Þangað smöluðust nú
froskarnir og skriðdýrin. En þar
varð brátt þéttbýlt, svo að sum dýrin
fóru að halda 'sig sem næst kuldan-
um og “námu land" þa.r. Var það
einkum viss tegund skriðdýra er
það gerði. En við það breyttust
þau svo, að í stað skeljanna sem áð-
ur huldu skrokk þeirra þnktist hann
nú fjöðrum eða fiðri. Og nú
fara dýr þessi ag annast um egg sín.
Aður létu þau sólina- og hita jarð-
arinnar sjá fyrir eggjunum. I
þessu kalda loftslagi var það nú ekki
einihlýtt. Eru dýr þessi hinar
fyrstu mæður er nokkuð skeyta um
afkvæmi sin, fyrstu lifandi verurnar,
er líf annarar veru láta sig nokkru j
skifta: Er þetta atriði breytiþró-
unarinnar mjög eftirtektavert, því j
með því virðist brydda fyrir fyrsta1
vísi að félag-slifi því, er myndast er j
lífið þroskast qg kemst á hærra stig.
Auðsætt er hvert þetta stefnir.
Skriðdýr þessi eru að^ verða að ,
fuglum. Andnijælendur breytiþró-
nnar kenninga.rinnar tala af fávizku
er þeir efa þessa þroskasögu fugl-
anna. Elztu leifar sem steinrunn-
ar hafa fundist a.f þeirri grein dýra-
lífsins, sem fuglar nefnast, eru hálf-
ir fuglar en hálfir skriðdýr. Þeir
hafa langan hala, tennur í kjafti, og
klær á vængjunum. Og tennur hafa
fuglar löngu eftir að þeir að öðru
leiti likjast nieir fullkomnum fuglum.
Klær eða. tær hafa sumir fuglar
einnig enn greinanlegar á framlim-
unum, eða vængjunum, sem sýnir
skyldleika þeirra og hin ferfætta for-
föðurs þeirra. A ungum eru klær
þessar oft mjög fullkomnar.
En markverðasta dýrið kemur nú
fram. Það er fyrsta spendýrið,
fyrsta móðirin, sem leggur afkvæmi
sitt á brjóst sér og gefur því að
sjúga. Þetta dýr kemur franf á
sama tíma svo að segja og fuglarn-
ir eða í lok ísaldarinnar. Og eins
og fyr skiljum vér fyrir breytiþró-
unina hvernig á því stendur, að þessi
gestur bætist við í hópinn. Þýð-
ingu baráttunnar fyrir tilverunni,
glímunni við hin ytri kjör er ef til
vill hvergi betur lýst í sögu lífsins.á
þessari jörð fram til þess tíma að
maðúrinn kemur fram en þarna,
Skriðdýr þau er hraustust voru, sóttu
nær íshellunni en sú tegundin er áð
fuglum varð. Og til þess að laga
sig sem bezt eftir kuldanum, féngu
þau hár á sig í stað skelja en ekki
fiður. I annan stað verður s'ú
breyting á skapnaði þessara dýra. að
hjartað verður fgrhólfað, sem þýðir
að þau fara að haf,a heitt blóð. Hér
er ekki með neinar getgátur farið,
því þetta frumspendýr er enn á lífi
í Ástralíu. Eg sagði áður, að
Astralia hefði eitt sinn verið á-
föst Afríku. A þessu meginlandi
út frá íshellunni urðu fyrstu spen-
dýrin til. Leifar af þeim hafa og
fundist í Suður-Afríku. Og þær
elztu leifa eru mjög líkar dýri því
er enn er á lifi í Astrailíu og nefnt
er platypus. Dýrið er að útliti
svipað rottu og hættir þess eru svip-
aðir vatnsrottunnar, en nef hefir það
sem andir. Það verpir eggjum,
sem undir eins verða að ungum og
eggjunum er verpt og nærast eftir
það á því að sjúga móðurina, þó
hún hafi enga spena, og næringin
berist þeim gegnum húð nokkurskon-
ar júfurs er á kviði rpóðurinnar er.
að öðru leyti er dýr þetta hálft skrið-
dýr og hálft spendýr Svo koma
kengúriu dýrin næst. Þau verpa ekki
eggjum, en fóítrið er ekki fullþroSka
við fæðinguna og móðirin tekttr
ungana með kjaftintfm og setur þá í
poka, sem hún hefir á kviðnum.
Pokinn er hlýr og í honum nærast
ungarnir á mjög svipaðan hátt og
afkvæmi platypus dýrsins gera. Þessi
frutnspendýr hefðu nú verið eydd og
rifin í sig af dýrum þeirn er seinna
' kotnu fram, svo sent Íjónum, úlfum
og tígrisdýrum, eins og flest önnur
frumdýr og sem er orsök þess hve
marga hlekki vantar oft í keðju
dýrategundanna. En svo heppilega
vildi nú til fyrir visindin, að sjórinn
aðskildi heimkynni þessara frumdýra,
frá meginlandinu, og af þvi að til
,AstraIíu komust óargadýrin ekki,
halda þau lífi þar enn. Darwin
nefnir þessi dýr “lifandi steingerf-
inga”. Astralia og Nýja Sjáland
hafa verndað urmul jurta. og dýra-
tegunda frá elztu tímum, sem ómet-
anlega mikilsverð eru að þvi er þró-
unarsögu lífsins snertir á jörðunni.
En hundrað miljónir ára líð.a. hjá
| áður en spendýrin og fttglarnir kom-
I ast á hátt stig eða jafnvel áður en
; fuglarnir gátu flogið. Isöldin er
nú liöin og nú verður aftur hlýtt og
j sífelt surnar á jörðinni. Og að
hvaða haldi kont nú hárið og fiðrið
og heita blóðið, sent dýrin höfðu
öðlast? Engu. Svona rekur hver
breytingin á loftslagi aðr.a. og barátt-
an fyrir lífinu verður æ að breytast
með henni. Og með henni breytist
það forrn efnisins sifeldlega, er lífið
hefst við í.
Kolaskógarnir höfðu hreinsað loft-
ið og notað úr því kolsýruna enda
var hún þeint lifsviðurværi. En þá
hurfu þeir líka, Og sólin sendi
nú geisla sína gegnunt tært loftið á
gróðurlitla jörðina eftir ísaldar kuld-
ana rniklu. En jörðin verður brátt
aftur gróðursæl við hita.nn, og ný
tegund af skógi þekur hana. • Dýr-
in fara aftur að fá yfirfljótanlega
fæðu, og þá koma fram frámunalega
risa.vaxin dýr. Ein tegund þessara
skriðdýra verður yfir 100 fet á
lengd. Og þatt haf.ast við á tneg-
inlandi því, er þá tengdi Ev'rópu og
Ameriku santan. Hráætur döfn-
uðu vel enda réðtt rándýrs klær og
tennur lögunt og lofum í félagslífintt
á þeim tímum. A hverri einustu
öld, er sem einhverjum a.f lifsver-
unum þykji það ávalt umstangs-
minst,, að leggjast á aðrar lífsverur
og seðja með því græðgi sína, í sta.ð
þess, að fara utn og leita sér að fæðu
á þann hátt. Það er hóglífis tíma.-
ibilið í lífi ntanna og dýra bæði fyr og
síðar. En alt er í heíminum hverf-
ult, og svo er jafnan tneð hógltfið.
Þegar bráðin setn næst,'er, er öll
eydd, verður að leita hennar fjær.
Nokkur skriödýranna héldu nú til
sjávar aftur og lifðu á fiski. A
öðrunt þroskuðust vængir eins og á
leðurblökum nú, svo þær fóru að
geta svifið í loftinu. Flugdrekar,
sem alt að því 20 fet voru milli
vængja á,(útbreiddra.), með stóru
gini og hundruðum rándýrstanna í
hvofti steyptu sér nú úr loftinu yfir
hin saklausu dýr jarðarinnar er á
jurta.fæðu lifðu. Þannig hélt á-
fratn í önnur hundrað miljón ár, þar
til fuglar og spendýr koma aftur til
sögunnar.
En svo kemur aftur a.ð því, að það
kólnar á jörðinni. Isöld er það |
ekki beinlínis, en loftslagið verðyr'
eigi að síður mjög kalt. Drepast
þá út skriðdýr þau er áður komu
fratn á norðurhveli jarðar. Egg
þeirra unguðu ekki út við sólarhit-
ann og hinir hlésælu skógar, er þau
höfðust við í, hurfu. Harðari nú-
tiðar trjátegundir, svo sem eik og
beykitré vaxa nú í Ameríku og
breiöast út til Evrópu. Af þess-
uni fyrstu trjátegundum sem fella
lauf sín, fáum vér vitneskju um það
er fyrsti vetur hélt innreið sína.
Jörðin var að kólna og Frosti kon-
ungur drap drekana og opnaði fugl-
um og spendýrum friðvænni bústað
á norður helmingi jarðar en áður.
I Norður-Ameríku þroskast þá
spendýrin undursam'lega. Eins og
áður hfir átt sér'stað, hlýnar á ný
á jörðinni. Að vísu verður hitinn
ekki eins mikill og fyr, en stein-1
runnar jurtir frá þessurn tima, bera
með sér að pálmar og magnolíuviður
hefir þá vaxið í heimskautalöndun- [
um. I Manitoba hlýtur þá að hafa
verið að minsta kosti eins hlýtt og
nú er á Florida. Æti var nú aftur
yfirfljótanlegt og dýrum fjölgar að
sanra skapi. ,
Tímabil þetta nær yfir að minsta
kosti fimtiu miljón árin síðustu.
Dýralifið v.ar smátt og smátt að
likjast því, er það nú er. En seint
gekk þróunin, þrátt fyrir það, að
lifsskilyrðin virtust góð, að því er
fæðu snertir. ’ En eins og áður hef-
ir verið vikið að, er' sællífið ekki
skilyrðið til verulegrar framþróunar
eða til þess -að lyfta lífinu á hærra
stig.
I Ameríku hafa fundist bein af
forföður hestsins í svo ríkum mæli,
.a.ð þróunarsögu hestsins má rekja
margar miljónir ára aftur í timann.
Fyrsta skepnan þessa.rar tegundar, er
mjög smávaxin, og svipar einna
mest til refa. Hún hefir fimm
tær á hverjum fæti. Og ótal mynd-
um íklæðist hún áöur en hún verð-
ur ,að hestinum, eins og vér nú
þekkjum hann. Tærnar eru nú
horfnarog einn hófur kominn í
þeirra stað. Er ofur auðvelt að
skilja hvernig á þvi stendur. Hestur-
inn verður að hlaupdýri. En við
þaö legst þungi hans á miötána.
Þessvegna þroskast hún, en hina.r
hverfa. Leifar af tveim þessum
Horfnu tám, eru bein þau er beggja j
megin við fótleggina. eru á nútíðar-
hestinum og enga þýðingu hafa aðra
en þá, að þær eru leifar af hinum
horfnti tám.
Andmælendum breytiþróunarinnar
veitist erfitt að skilja ástæðuna fyr-
ir henni, enda. eru þeir aldrei rnenu
er visindalega þekkingu hafa öðlast.
Sá eini af þeim, er næst því kemst,
er McCready Price. Fram til
skamms tíma hefir hanti þó ekki ver-
ið annað en kennari í enskum bók-
rnentum við miðskóla. Og þegar
eg kyntist Dr. Rilev í þessari ferð
minni, hafði hann enga hugmynd um
að fundist heföi nema ein einasta
leif af forföður hestsins. Og t
ka.ppræðunni sem okkur fór á milli,
um breytiþróun, gæddi hann áheyr-
endunum á því, að benda þeim á þá
fávizku visindamannanna, að halda
öðru eins frani og því, að hesturinn
væri kominn af rottu!
Litum sem snöggvast á þróunar-
sögu fílsins. Fyrir 20 árum hefði
enginn lyísindamaður í iheiminum
getað gert grein fyrir hvernig á rana
filsins stendur. Það var eitt af þvi,
setn andmælendur breytiþróunarinn-
ar kölluðu óræk mótmæli gegn dar-
winskunni. Náttúran gat þar ekki
komiö til neinna mála eða neitt val
hennar, sögðu þeir. En síðar fanst
forfaðir fílsins á Egyptalandi og þá
varð saga hans ljós. A lægsta stig-
inu, var hann eins og vanalegast,
skepna, sem æði ólík var filnum eins
og hann er nú. Hún var á stærð
við kálf, og skyldleíka hennar hefði
verið erfitt að rekja til fílsins, ef
ekki hefði verið fyrir tennurnar sem
út úr kjapti hennar stóðu 2—3
þumlunga. Að líkindum hafa þær
verið til þess notaðar að róta. í jörðu
með eftir æti; í leifum af þessu! dýri
síöar, sem margar hafa fundist,
lengjast tennur þessar smátt og
smátt unz fullri lengd þeirra, eins
og hún er nú, er náð. Einnig hef-
ir í ljós komið, að hakan lengist um
leið og getur hvert barn farið nærri
um, að slíkt var stuðningur hinu
langa nefi. En fíllinn lætur mjög
stjórnast af þefvísi og nefið varð
ag snerta jörðina, en til þess þarf
það að verða að því sem við köllum
rana, Eær raninn nú brátt stuðn-
ing af þvi, að nefbeinið vex. En
þá hverfur lika hakan langa aftur;
hún var þá þýðingarla.us. Leifar
sem fundist hafa af fílnum, sanna
þessa. sögu alla.
Fornsaga. rneiri hluta dýra hefir
þannig verið rakin. Skifting
mannanna í kynflokka er sama sag-
an, en gerist á styttri tíma. Maður-
inn, sem vit hefir að velja og á-
forma afkastar því á stuttum tíma,
sem blinda, meðvitundarlausa-og á-
kvörðunarlausa náttúran þarf mil-
jónir ára til að koma í verk. En
máli mínu ætla eg að ljúka með fá-
einum orðum um það, er merkileg-
asta dýr allra spendýranna kemur
fram.
(Frh. á 7. bls.)
JAFN
f
%
ICAS OC RAFMAGN
?
T
T
f
t
T
t
T
T
t
t
T
t
t
t
❖
t
t
❖
ODYRT |
ÓKEYPIS INNLEIÐING Á GASI I HÚS YÐAR.
Við höfum ágætt úrval af gaseldavélum, sem við
ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með.
Gefið auga sýningu okkar á Gaa.Vatnshitunar.
tækjum og öðru
Winnipeg Electric Co.
ELECTRIC RAILWAY CHAMBERS (fyrsta gólfi.) •
T
t
t
♦♦♦
t
t
V
t
t
t
t
t
❖
^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦í*
.
NAFNSPJOLD | *
r~’ — — * ,
HEALTH RESTORED Lækningar á n lyfja Dr- S. O. Simpson NJ>., DO. D.O, Chronic Diseases Phone: N 7208 Suite 207 Somerset Blk. WINNIPEG, — MAN. 1 - Dr. M. B. Hal/dorson 401 Boyd Bld(. Skrlfstofuslml: A SST4. Stundar sdrstaklega lungnasjúk- ddma. Br aö flnna A skrlfstofu kl. 11—11 | f k. o* J—« e. h. Heimill: 46 Allow&y Art. T&lafmi: Sh. 8A*U. j
i— — - ^ Ib ■ ■ i-bm
TH. JOHNSON, Ormakari og Gullhmiftui Selur gifttngaleyfisbrét •érstakt atnysll veltt pðntuauae o* vlCkJörðum útan af landl. 364 Main SL Phona A iW Dr. B. H. OLSON 216-220 Medic&l Arts Bldg. Cor. Gr&ham and Kennedy St. Phone: A-7067 ViDtalstími: 11—12 og 1—8.80 Heimill: 921 Sherburn 8t. WINNIPEG, MAN.
ARNI G. EGERTSSON íslenskur lögfreeðingur, hefir heimild til þess að flytja mál bæði i Mankoba og Saskatchewan. Skrifstofa: WYNYARD, SASK. dh. a. blskdal 818 Somerset Bldg. Talslml N 6410 , Stundar sérstaklega kvensjúk- dóma og barna-sjúkdóma. A8 hltta | 'tl* 10—12 f. h. ogr 3—6 e. h. Heimlli: 806 Vlctor St.—Slml A 8160 jj
W. 3. Lindal J. H. Linda' B. Stefánsson lolenzkir lögfræðingar 708—709 Great West Permanent Building 366 MAIN STR. Talafasli iSSM DR. J. G. SNIDAL l'ANNLOCKNIR •14 Someraet Black Portacc Ave. WINNIPBU
— ~~ M
Talsími A4963 Þeir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Rivertor., Gimli og Piney og eru þar a8 hitta á eÞirfylgjandi tímum: Lundar: Annanhvern miðvikudag. Riverton: Fyrsta fimtudag í hverj- DR. J. STEFÁNSSON 21« MBDICAI. ARTS ILBS, Hornl Kennedy og Graham. Stundar rlnaOnau auama-, - nef- o( kverkn-eJúkdSaní. V» hlttn fra kl. 11 tU 11 1 k, »« kl. 8 II 5 f k 0 Tnlatml A S531. V Hlver Ave. sm |
unj mánuBL Gimli: Fyrsta MiSvikudag hvers mánaðar. Piney: Þriðja föstudag i mVnuði hverjum. —-—=—s
DR. C. H. VROMAN Tannlæknir Tennur yðar dregnar eða lag- aðar. án allra kvala Talsímí A 4171 505 Boyd Bldg. Winnipeg
Stefán Sölvason
Teacher oí Piano Ste. 17 Emily Apts. — =df fF- - - -
Látið oss vita um bújarðir, sem þér hafið til sölu.
Emily St. Winnipeg. J. J. SWANS0N & C0. 611 Paris Bldg. Winnipeg.
/ _ Phone: A 6340 1
*
Dr. K. J. Backman Specialist in Skin Diseases 404 Avenue Block, 265 Portage Phone: A 1091 Res. Phone: N 8538 , Hours: 2—6. 17 " — =51 DAINTRY’S drug STORE Meðala sérfrsðiogv. “Vörugæði og fljót afgreiSsla” eru einkunnarorð vor. Horni Sargent og Lipton.
Rione: Sherb. 1166,
J. H. Stitt . G. S. Tliorvaldson Stitt & Thorvaldson Lögfr. og málafærslumenn. 807 Union Trust Bldg. IV in nipFg. Talsími: A 4586 K=~
Mrs. Swainson 627 Sargent Ave. hefir ávalt fyrirliggjandi úrvals- birgðir af nýtízku kvenhöttum. Hún er eina íslenzka konan, sem 8 slika verzlun rekur í WinnipegJ Islendingar! Látið Mrs. Swain- son njóta viðskifta yðar. 0
Kr. J. Austmann M.A., M.D., L.M.C.C. Skrifstofa: 724y2 Sargent Ave. Viðtalstímar: 4.30 til 6 e. h. og eftir samkomulagi. Heimashni: B. 7288 Skrifstofushni: B 6006
=t=adl
A. S. BARDAL selur llkklstur og r.nnast um út- farlr. Allur útbúnaSur aú bestl Ennfremur selur hann allskonai minnlsvarba og legretelna i__» 848 SHERBROOKB ST. Phonet X B607 niNNIPige
MKS B. V. fSFELD
PianlHt A Teacher STIIDIOi 6(W AlverNtone Street. Phonet B 7020 Arthur Furney Teacher of Violin 932 Ingersoll Street PHONE: N 9405.
tmn donnson 1
Service Electric 524 SARGENT AVE- Selja rafmagnsáhöld af öllum teg. undum. Viðgerðir á Rafmagnsáhöldum, fljótt og vel afgreiddar. Talsími: B-1507. Heimasimi: A-7286 Professor Scott. Sími N-8106 Nýjasti vals, Fox Trot ofl. Kensla $5,00 290 Portage Ave., Yfir Lyceum.