Heimskringla - 03.02.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.02.1926, Blaðsíða 4
4, BLAÐSlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEC, 3. FEBR., 1926. ' — Hdtnskringla (StofnuTS 1886) Kemnr flt A hverjnra mlttvlkudejf 1. EIGENDDRi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., AVI.W'IPEG. Talalml: N>6537 VerTJ blaTJsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PMKS LTD. SIGETjS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtanAnkrift tll blabnlns: THB3 VIKING PRESS, Ltd^ Box 8105 UtanAnkrlft tll rltMtjAranu: EDITOR HEIMSKRmGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Helmskringla ls publlshed by / The Vlklng Prean Ltd. and prlnted by CITY PRINTING <fe PUBLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 0537 WNNIPEG, MAN., 3. FEBR., 1926. Menn og menning. n. Sú var tíðin, í flestum menningarlönd- um, að “kurteisin kostar enga peninga” þótti ein mikilvægasta kennisetningin, er foreldrar gátu innrætt börnum sínum. * * * Frá aldaöðli hefir beztu mönnum sýnst einn veg um þetta. Á þeirri ribbalda- öld, er óneitanlega var á dögum for- feðra vorra, fyrstu afkomenda víking- anna, er kurteisin talin ein af höfuð- dygðum garpa og glæsimanna. Hún einkendi þá menn, er bezt voru ættaðir, göfugastir og vitrastir. — Þegar smala- maður Helga Harðbeinssonar lýsir fyr- ir honum þeim mönnum, er í aðförinni voru, segir hann um Bolla Bollason: “. . . . ok alt var hans látbragð kurteis- legt.” Lýsingin á Þorleiki Bollasyni endar svo: . . ok at öllu var hann enn kurteisasti maðr,” og Þórður, Snorra- fóstri er “grannlegr ok kurteislegr.” — Menn taki eftir því, að smalasveinninn, sem ekki veit hverjir þessir .menn eru, og sér þá að eins álengdar um stund, rek- ur einmitt augun í kurteisina hjá þess- um þremur af öllum hópnum, bezt ætt- uðu, og bezt vöndu mönnum. Það fylgir látbragði þeirra, að þeir eru höfð- ingjar. Aðalslundin mótar framkomu þeirra á mannamótum, auðkennir þá frá öðrum. * * * Er þá ekki sennilegt að miklu skifti um kurteisina? Á hún þá ekki töluverð- an þátt í framvindu veraldarinnar? Á því er enginn efi. Að vísu telja ekki einungis grófgerðar sálir, heldur margir almennilegir menn, sem sjálfir geta verið kurteisir, ef í það fer, kurt- eisina að eins “ytra form,” hégóma ein- beran, og jafnvel helzt bera vott um hræsni. En ekkert er fljótfærnis- legra. Kurteisleg hegðun leggur höml- ur á flest það, sem ruddalegast og klúr- ast er í hugum manna, leggur bönd á fjölmargar iágar hvatir, og lýsir með því æðri hvötum leið að öruggara sæti í sál manna. Þá veslast lágar hneigðir upp, og velta með tímanum visnaðar út af. * * * Fjölmörgum virðist, sem kurteisi fari hnignandi frá því sem var “í gamia daga,” og “í mínu ungdæmi”. A‘í gamla daga” var kurteisin lífs- spursmál, og kom þó oft fyrir ekki„ þeg- ar ekki þurfti meira til þess að menn mistu höfuðið, en að þeir stæðu vel við högginu. Má því og vera að meiri rækt hafi verið við hana lögð, þá en nú, að öðru jöfnu. Hvað sem um það er, mun þó víst að háttprýði mun víða, jafnvel víðast, hafa hrakað stórkostlega, frá barndómstíð margra þeirra er nú lifa. Ekki er þó svo að skilja, sem senni- legt sé, að háttprýði sé minni nú, en fyr á öldum. En hún á ekki greiðfæra götu, fremur en flest annað, er brattann klífur. Menningin er eins og skip, knúið vélum, sem stríðir á móti straumi og vindi. Við hver tvö skref, sem vél arnar knýja það áfram, stjakar vatn og vindur því eitt skref aftur á bak. * * * Styrjaldirnar eiga hér líklega frekar hlut að máli en nokkuð annað. En um leið og maklegri skuld er skelt á hroðann og hryllingarnar, sem þeim fylgja, og aðrar beinar óheilla afleiðingar, er á allra vegi verða í dagsljósinu, svo áber- andi að allir kannast við, mega meniT ekki ganga hugsunarlaust fram hjá sér- kennilegum óþrifagróðri, sem að vísu altaf sníkir á mannfélagið, en sem í styrjaldarólgunni og á útsogsfjöru henn- ar fær einstakt tækifæri til þess að magnast, og sá út frá sér. Aldrei hefir eins gefist á þann gróður að líta, eins og nú, í þeirri ægilegu kverniðu, sem enn malar, átta árum eftir fjögra ára styrjöldina miklu. * * * Á slíkum styrjaldartímum, er kjarnvið- ur þjóðanna dreginn á vígvöllinn: æsk- an, hugsjónirnar, guðmóðurinn og þrótt- urinn; alt það, sem öflugast snýr til framvindu. Þá rennur upp þroskaöld fyrir gorkúlur og ætisveppi, sem runnir eru upp úr mylsnunni undir norðurhlið mygluhrauka mannfélagslns og heima sitja meðan hinum blæðir. Þá vex misendishyggjendum og hugsjónasnauð- um vambkýlingdm ásmegin, á starfsvið- um, þar sem þeir undir eðlilegum kring- umstæðum eigi fá notið sín. Auðvitað vaxa einnig tækifærin fyrir dugnaðar- menn, sem heima sitja eða verða að sitja, en í ekkert líku hlutfalli við sník- linga mylsnugróðursins. * * * Hversu mikill afturkippur majnnkyn inu er að þessu, verður ekki hæglega sagt. En ekki er víst, að lítt rann- sökuðu máli, að það sé staðleysa ein, að halda því fram, að þarna sé eins öflugur ' þáttur snúinn til afturkipps og frain- faratregðu mannkynsins, eins og manna- iátin og fjármissirinn, er styrjöldunum fylgir. * * * I Sníklingar þessir hafa sig á styrjald- ar tímum upp á allskyns glæfrum, vegna þess allsherjar glundroða, er þá ríkir. Þessir menn þurfa ekkert fyrir pening- um sínum að hafa, annað en samvizku- leysi og siðgæðisskort. Þeir finna ekki til að ábyrgð fylgi peningum, eins og flestir fyrirhyggju og hugsjónamenn, sem hafa aflað þeirra með óþreytandi elju og árvekni. Sníklingar þekkja ekkert siðferðislögmál, og myndu ekkert þýðast þótt þeir þektu það. Þeir hauga saman fé með því að selja svikin klæði og skæði, og því nær banvænan mat á vígvöllinn; selja login verðmæti í hluta- bréfum og fasteignum, og draga sér fé með stofnun hlutafélaga, sem eiga að fara á hausinn, þegar nógu mikið er runnið í vasa stofnendanna. Ríkið kemst ekki yfir að hegna, meðan á ó- sköpunum stendur, þótt það vildi, enda nær lagastafurinn stundum tæplega til. Og þegar búið er? * * * Menn eru einkennilega skammminnug- ir, og lotningin fyrir peningunum, þess- um allsherjardrotni mannkynsins, er djupsett, og rótgróin í sálum flestra. Vér gleymum og oss daprast sjón, í dýrðargeislunum frá altari Mammons. Og svo fyrirgefa menn og gleyma fanta- brögðunum og kvikinzkunni, taka jafn- vel brátt að dást að þessu, ef ekki að at- hæfinu; þá að hinum svokallaða “dugn- aði” þessara manna, dugnaðinum, sem felst í því, áð hafa löngun, skapgerð, Ijrjóstheilindi og taugastyrk til þess, að láta greipar sópa um afraksturinn af æfisvita borgara og bænda; kreista síð- asta peninginn undan blóðugum nöglum ekkjunnar og snýta honum úr dreyrug- um nösum munaðarleysingjanna. * * * Þessi manntegund hefir hlotið mörg nöfn. Bretar kalla þá “The New Rich;” Danir skírðu sína “Goulash” eft- ir ketkássunni, er þeir bjuggu til úr sjálf- dauðum hrossskrokkum, og suðu niður til sölu í herbúðirnar. Þeir eru um allan heim. Hugsjónasnauðir eru þeir; heilabúið þrotabú. Fullir af vindhroka, og öfundsjúkir, af öllu, sem er þeim æðra og fegra. Þeir halda að peningahringl- ið í vösum þeirra sé það Sesam, sem opni þeim veg til þess að vaða með skít- uga skóna ofan í menn. Þeir treysta sér ekki til þess að halda virðingu sinni, ' eða öllu sínu, á mannfundum, nema að troða öllum mönnum vandlega um tær, er þeir þora til við, og reyna, með ofur- magni heimskunnar, að auðsýna þeim það, sem þeir halda að sé lítilsvirðing. Þessi ófáguðu ruddamenni bretta granir við öllu, 9em fyrir ofan þá liggur. Sem betur fer, eru þeir sjaldnast nógu stæltir til þess að verða verulega um- svifamiklir í mannfélaginu, en þó nægi- lega, til þess að geta safnað um sig, stærri og smærri augnabiiksklíkum sið- ferðisþreklítilla bónbjargasálna, sem láta vfilast inn í mýraljósglætu þá, sem stafar af maurum þeirra. Þeir hindra framvindu heildarinnar að stórum mun, með því að hafa bein áhrif á þessi hrygglausu dægurfiðrildi, sem flökta í náðarsólskini þeirra. — Hver dregur dám af sínum sessunaut, sér- staklega ef hann er dálítið hærri í sæt- inu. — Og einnig með því að halda niðri, og eftir megni trampa í eðjuna alt, sem af þeim ber, að andríki og siðgæði. Þeir eru hlekklás og hamla á fótum alira þeirra, er leitast við að staulast til æðra lífs hér á jörðunni. Þeir traðka eins og bölvandi blótneyti um blómgarða og aldinreiti menningar- innar. Og skaðinn sem þeir vinna þar, verður ekki með tölum talinn. Sannleikurinn um Algarsson. “The truth about Algarson,” er fyrirsögnin á skozkri blaöágreiin, er Heimskringlu barst í vikunni sem leiö, ásamt bréfi. Er bréfiö, og grenin í íslenzkri þýöingu birt hér á eftir:— Winnfpeg 28. jan. 1926. Herra ritstjóri! Eg sendi yöur hér með úrklippu úr blaðinu “The Bulletin and Scots Pictorial” sem gefið er út í Glas- gojw á Skotlandi. Af því aö í þessari grein kveöur nokkuö viö annan tón en í grein Henri Bourassa. í nær því tvo áratugi hefir fransk- canadiski stjórnmálamaðurinn, sem ber þetta nafn, er í eyrum flestra miðaldra og eldri Canadamanna hljómar sem málmgjöll mikilla hersveita verið fjar- verandi Sambandsþinginu. Nú er hann kominn þangað aftur. Hann hefir haldið tvær stórræður í þinginu, síðan hann konf þangað. Fyrri ræðuna, skömmu eftir þingsetningu, ein- kendi sérstaklega hin glæsilega mælska, sem máske Frakkar einir hafa á valdi sínu. Hve ólík er ekki sú ræða, ræðum flestra hinna þingmannanna. Þeir óðu á aurstígvélum hver að öðrum, vopn- aðir gaddakylfum, ófimir, klunnaiegir; hann sveif á silkileistum um spegilgólf mælskunnar; laut hirðmannlega gömlum kunningjum, og heilsaði þeim með skylmingakorðanum, bauð nýgræðinga alúðlega og innilega velkomna; ávalt brosandi; alúðlega og kurteislega bros- andi; en með gletnisbros reiðubúið í öðru munnvikinu, og ofurlitla háðsvipru í hinu, skrafandi um daginn og veginn. Hina ræðuna hélt hann undir óvenju- legri eftirtekt áheyrenda 29. fyrri mán- aðar. Nú voru silkikufl og leistar huldir spangabrynju og brynhosum. í annari hendi leiftraði flugbeitt vígsverð úr fjað- urmögnuðu rósastáli franskrar málsnild- ar; hin höndin með orustuhanzkann ú lofti, reiðubúin að kasta honuni að fótum hvers, sem vera skyldi. Hann skoraði á hólm ómensku, væru- girni, og hrossakaup. Og í röddina var kominn hljómur hins eirrómaða Gjail- arhorns. — Það er mikið talað um að þjóðsinnaða, menn vanti í Canada. Hér er áreiðan- lega á ferðinni slíkur maður. Hann vill Canada fyrir Canadamenn, en ekki fyrir Breta eða Skota, Pólverja eða Rússa, íra eða Frakka. Ef Canada þekti sinn vitjunartíma, myndi þjóðin fylkja sér til framsóknar undir merk: slíkra manna. Hér er ekki tími til að fara út í þá sálma að sinni, né heldur til þess að víkja verulega að ræðu hans. En vert j er að geta þess að Henri Bourassa setti þarna upp merki sitt við hliðina á fram- sóknarflokknum. í lok ræðu sinnar mælti hann meðal annars þessum orð- um: “Auðvitað greiði eg stefnuskrá stjórn- arinnar atkvæði mitt. Það er ekki slæm stjórn, — svo er þessum háttvirtu þingmönnum fyrir að þakka. Eg er ekki einn af þeim, sem hneykslast hafa af því að hinn þrekni armleggur og styrka rödd vesturlandsins hafa látið til sín taka í hinu fremur þrönga og mollu- kenda andrúmslofti ríkisráðsins í Can- áda. Það er framsóknarflokknum að þakka, að stefnuskrá stjórnarinnar er yfirgripsmeiri.” Síðan snéri hann sér að framsóknar- flokknum og mælti: “Látum alt Canada láta í ljósi þakklæti sitt fyrir það sem um sama efni sem eg sá í blaÖinu “Lögberg”, , nýkomnu, þá Jangar mig, og ef til vill fleiri, til þess aö vita hvor fregnin er ábyggilegri, eöa hvorum ber fremur aö trúa, — þessum Bee Mason sem “Lögberg’ hampar frammi eða Commander Worsley. Öneitanlega ber þessi grein er eg sendi yður vott um meiri “British fair play' en þaö sem “Lögberg’ ber á borö. Auövitað getur “Lög- beig” reynt að afsaka sig meö því að benda á orðin “ef satt er” í téöri grein; en ef þaö var ekki alveg hár-vist um ,að hér væri um óyggj- andi sannleika að ræða, þvi þá að taka svona djúpt í árinni eins og þar Var gert ? Virðingarfylst Kaupandi "Heimskringlu” og “Lögbergs." “I gærkvöldi' barst blaðafélaginu <The Press Association) svohljóð- andi skeyti frá Commander Wors- ley og öðrum yfirmönnum, er vorti með Gretti Algarsson, í brezka rann- sóknar leiðangrinum (The British Exploration Expedition), sem lét í baf frá Liverpool á hálfbrigginni “Island”, á leið til Norður Ishafs- ins:— “Breski Raniisókttarleiðangurimi 1925, Granton, 8. nóv. 1925. “Þegar leiðangurinn, sem var undir stjórn minni og hr. Algarssons náði hingað, olli það öllum, þátttakendum sársauka og gremju, að verða þess varir, að heimildarlausum og ýktum frásögum um leiðangurinn hafði verið haldið á loft. Sannleikurinn er á þessa leið.— “I marzmánuði, þegar Algarsson bað mig að stýra “Islandi,” bauð hann mér að setja mitt nafn við hliðina á sínu, sem foringja leið- angursins. Eg hafnaði því, fanst að hans nafn ætti að vera efst á blaði, þar eð hann hMði annast'all- an undirbúning, og sjálfur ætlað að J fljúga til pólsins, en mér va.r ein- ttngis ætlað að vera fyrir vísinda- og rannsóknarleiðangrinum, sem bundinn var við skipið. “Síðar, þegar loftförinni va.rð að fresta um stundarsakir, varð skipið miðdépill leiðangursins, og þar eð eg var reyndur sjómaður og ísfari, fékk Mr. Algarsson mér forystuna í í hendur a^" mestu leyti. Þótt þetta ! væri samkvæmt upprunalegu áformi j hans, var það þó lagt undir atkvæði j skipsmanna, samkvæmt réttindum er : þeim bar, sem sjálfboðaliðum í leið- j angrinum. SAMEIGINLEG FORYSTA. Leiðangurinn var nú endurnefnd- ur "Hinn brezki Norðuríshafs-leið- angur,” undir sameiginlegri stjórn þér hafið gert, en látum oss einnig girða lendar vorar, og sjá um að stefnuskráin i okkar Algarssons, með einróma sam komist lengra en á pappírinn, sjá um ; þykki allra. það, að stefnuskránni fylgi framkvæmd- ! ir, og það ekki í einhverri framtíð, svo j fjarlægri, að ef til vill — ef til vill hugsa j þeir margir — aðrar kosningar beri yf- j ir, og rýri vald þeirra sem hafa hjálpast að því að búa til stefnuskrá, sem er land- inu býsna hagkvæm. Nei! Tengjumst höndum, allir, sem hvorki eru conser- vative eða liberal, sem erum r’eiðubúnir — eg segi það án roða eða blygðunar — að halda þessari stjórn við völdin, eða jarðvarpa henni á morgun, til þess að hef ja^ hinn flokkinn í sæti; ef með því ynnust ein einustu lög eða ráðstöfun Canada í hag. Eg endurtek, herra for- seti,. það sem eg sagði við hina gömhi góðu kjósendur mína í Labelle: Hvert gróm af flokksanda er úr mér farið; en um leið hygg eg að eg hafi víðara útsýni yfir getu beggja flokka.” “Allir hafa undantekningarlaust verið ötulir og viljugir starfsmenn, í miklum erfiðleikum. Sjómenn- irnir bafa gefið vinnu sín.a. af ein- lægri æfintýraþrá, og vísindamenn- irnir hafa reynst ótrúlega duglegir sjómenn, og væri móðgun nú að kalla þá viðvaninga. _____ Þrir fóru af skipi í Tromsö: Véla- meisarinn, sem fékk sorgarfregn um lát föður síns, og varð að snúa heim, til ag sinna, fjölskyldumálum; kvik- myndasmiðurinn, sem sendur var á undan til að framleiða ljósmyndir, sem annars hefðu skemst; og skips- læknirinn, sem boðin var staða, er hann varð ag takast á hendur tafar laust. “F. A. Worsley, Commander, R.N.R.” DODD'S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.5p, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. "Vér undirritaðir þátttakendur þessa leiðangurs, sem verið höfum með frá byrjun, erum þessari skýrslu algerlega sammála:— F. W. Dunn Taylor, fyrsti stýrimaður; W. A. S. Thom, efnafræðingur og annar stýrimaður; J. W. S. Marr, dýra- fræðingur; Charles B. Bisset, jaa"ð- fræðingur; B. R. Fevens, bátsmað- ur; Theodore K. Arle, háseti; H. W. Heddle, háseti; D. A. Patrickson, háseti; R. Ca.rter Eenton, aðstoðar- efnafræðingur.” (Sú frétt var < Lundúnablaði, á laugardaginn var, að Algarsson hefði verið settur frá stjórn, af yfirmönn- um skipsins, og Commander Worsley fengin öll stjórn í hendur.) A FORTH FIRÐI NC Fréttaritari blaðs vors átti tal við kaptein Algarsson og aðra þátttak- endur í leiðangrinum í gærkvöldi, á North Bi^tish Station Hotel, í Ed- inburgh, þar sem þeir voru um nótt- ina. Allir voru þeir sárreiðir yfir þess- ari ófögru sögu um foringja sinn. “Eg gæti valið þessum rógburði hæfileg orð,” sagði einn af yfir- mönnunum, “en þér munduð ekki vilja prenta það.” Skipið varð að leita. hafnar í Granton, í gærdag sökum áfalla, en heldur þegár til London að loknum viðgerðum. SKROFAN BROTNAR Eftir öllu að dæma hefir ieiðang- urinn leyst mikið verk a.f hendi við veðurathuganir, djúpmælingar og uppdrætti. , Þeir komust á 82° norðurbreiddar, en urðu þá frá ag hverfa, sökum ís- hranna, og brutu þá skrúfu skipsins “Island”. Frá Mr. Marr kom nýlega bréf frá Sv.albarða (Spitzbergen.) eftir 4 mánaða utivist á isflákunum og er þar þetta meðal annars:— Síðan við brutum skrúfuná, höfum við kóklast áfram. mörg hundruð milur meða.l ísflákanna, oft milli \áður ókunnra skerja og eyja, að eins með seglunum. Það hefir oft verið afarhörg vinna, en hér eru drengir góðir um borð, sem hlæja að hættum og erfiðí. Commander Worsley er undursamjlegur maður; hann hefir verið lífið og sálin í þessum leiðangri. ----------x---------- Þrjár stökur, Þótt að ýfist hrönnin há, hrygð og kífið beygi; fleyið drífi flúðir á, ferst þó lífið eigi. Sál þó hverfi í svarta bil síst má nokkur gleyma; áð hún flytur að eins til, eldri og betri heima. Þvi ag starfið eilíft er, áfr.a.m sig að vinna; að stofni kærleiks stefna ber, stærst íilmætti að finna. 1,—5. -----------x----------- r (

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.