Heimskringla - 03.02.1926, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.02.1926, Blaðsíða 1
Vel launuð vinna. Vér viljum fá 10 íslendinga í hreinlega innanhúss vinnu. Kaup $25—$50 á viku, í bænum eSa í sveitaþorpum. Enga æfingu, en vilja og ástundun aS nema rakaraiðn. — Staða ábyrgst og öll áhöld geíins. Skrifið eða talið við Hemphill Barber College, 580 Main St., ^Win- nipeg. Staðafyrir 15 Islendinga Vér höfum stöður fyrir nokkra menn, er nema vilja að fara með og gera við bíla, batterí o. s. frv. Við- gangsmesti iðnaður í veröldinni. — Kaup strax. Bæklingur ókeypis. — Skrifið eða talið við Hemphill Trade Schools, 580 Main, Street, Wininpeg. XL. ÁRGANGUR. WIIMNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 3. FEBR., 1926. ' NÚMER 18 A D A ! A mánudaginn var létu conserva- tivar í Ottawa aftur sverfa til stáls, en voru ofurliði bornir. Var breyt- ingartillagan við hásætisræðuna feld með 125 atkvæðum móti 115. Engir greiddu atkv. meg till. nema conservat., hinir allir með stjórninni. Bar þá conservative þingmaður, SutherLand frá Oxford North, fram tillögu um að fresta umræðum til miðvikudags síðdegis. Félst stjórn- in á það, þvert á móti ætlun con- servativa. En ekki ætla þeir að hætta við svo búið. Hon H. H. Stevens, þingmaður frá Mið-Van- couver, hafði lagt fram þingsálykt- unartillögu, er ásakaðji stjórnina. harðlega fyrir slælegt eftirlit með tollskrifstofum ráðuneytisins. Skal hún nú -tekin aftur, en breytingartil- laga við hásætisræðuna soðin upp úr henni og borin undir atkvæði, sem fyrst. Vænta conservativar að það muni ríða Kingstjórninni að fullu. Eftir fregnum frá Otta.wa hefit'' stjórnin ákveðið að taka 3 menn inn í ráðuneytið: Hon George Graham, járnbrautarmála ráðherra., í sama embætti fyrst um sinn; Dunning for- sætisráðherra i Saskatchewan, sem innflutningsmálaráðherra, og W. D. Euler, frá Waterloo North, liklega sem verzlunarmálaráðherra. Sagt er að conservativar í Mani- tobaþinginu hafi afráðið, að bera fram va.nt r u stsy f irl ýsingu mjög bráðlega á hendur Bracken forsæt- isráðherra og ráðuneyti hans. Var fyrst búist við að hún myndi komi frá R. J. Willis írá Turtle Mounta- in i enda athugasemda hans við há- sætisræðuna, en nú mun afráðiö að J. T. Ka-ig Winnipeg þingmaður beri hana fram. , Um daginn fréttist að enginn myndi sækja í Prince Albert kjör- dæminu á móti forsætisráðherranum. Eli nú er þar alt í einu komið óháð þingmannsefni fram á vígvöllinn, Mr. David L. Burgess, uugur bóndi frá MacDowell þar í héraðinu Telja liberalar víst að hann sé útsendur af conservativum, þótt þeir neiti því. Mr. Burgess sjálfur telur sig fyllilega óháðan, og muni hann verða það áfram, þótt hann verði kosinn. Sterkur orð.asveimur er um það i Ottawa, að MacKenzie King hefði boðið J. S. Woodsworth emjbætti í ráðuneyti sínu, sem verkamálaráð- herra. Ekki vita menn um sann- indi i þessu máli, en svo mikið mun víst, að Mr. Woodsworth fýsi ekki í það embætti. — Annað mál er það, að hæfari mann til þess getur tæp- lega fyrir margra hluta sakir. Mr. H. P. Hermanson, yfirráðsmað- ur sænsk-ameríska skipafélagsins, er nýlega kominn aftur frá Svíþjóð og Norðurlöndum. Mr. Hertnansson telur víst að inn- flutningar til Canada frá Norður- löndum muni fara mjög vaxa.ndi úr þessu sökuni girðinganna, er Bandaríkin hafa sett um heimatúnið. Arlega flvtja út. um 9000 manns frá Noregi og Svíþjóð. Er betur farið að Canada byggist slíkum mönnum, en stórborgaskrælingjum frá Brétlandseyjum, eða annarstaðar a.ð. Sorgar thátíð hafa kaþólskir menti boðið hér í St. Boniface, sérstak- 1ega Belgíumenn í tilefni af fregn- inni um dauða kirkjuhöfðingjans Mercier kardínála. Hann er einn af mikilmennum kaþólsku kirkjunn- ar, og varð heimsfrægur á ófriðar- árunum fyrir kj.ark og karlmensku, í viðskiftum sínum við Þjóðverja, og óbilgirni hershöfðingja þeirra og landstjóra er spentu Belgíu her- greipum. Dánarfregn Nýlega er dáinn bóndinn Sigfús Aíagnússoii í Elfrosbygð Sask. Hann var Skagfirðingur að ætt og hét fað- ir hans Magnús Pálsson, en móðir Margrét Sigfúsdóttir. Hann misti föðtir sinn ungur, og var þá tekinn til fósturs og alinn upp af séra Birni Jónssyni að Miklabæ; lauk fullnaðarprófi við búna&arskolann að Hjólum i Hjaltadal; fór til Vest- urheims um aldamótin; kvtentist ár- ið 1906 Ingibjörgu Agústdóttur, sem nú lifir mann sinn; þeim varð 3 barna .auðið, sem lifa öll, og eru enn á æskuskeiði. Mestallan búskap sino bjuggu þau 5 mvlur norðaustur af Elfrosbæ. Heilsugóður hafði Sig- fús jafnan verið, þarrgað lil síðast- liðið ár að hann kendi mikiilar van- beilsu, og kom þá í ljós að hann var 'haldinn krabbameini. Eftir rniklar og kostn aðarsa.mar lækningaleitir beið hann bana síns, á heimili sínu nokkra mánuði fram á morgun hins hins 24. jariúar síðastliðinn. Jarðar- förin fór fr.am þriðjudaginn 26. s. m. að viðstöddu allmiklu fjölmenni enskra og íslenzkra. Séra Frið- rik Friðriksson aðstoðaði. Sigfús heitinn var myndarmaður til sálar og líkama, og áhuga- og iðjumaður hinn mesti. Félagsmaður var hann ekki kallaður. Þó vissu þeir, er skildu hann bezt, að hann bar áhuga fyrir félagslegum vel- ferðarmálum og hugsjonum. Ein- hvernveginn gat hann hinsvegar, ekki troðift alfaraveginn með sam- tíð sinni. Seni heimilisfaðir var Sigfús að sögn, annara manna fyrir- mynd. íslenzkur íæknir.1 j Dr. Paul Vídalín (Guðmundsson) Jameson er fæddur í Spa’nish Fork, Utah, í Bandaríkjunum 21. maí 1898, sonur Guðmundar Eyólfssonar. Guð- mundssonar frá Eyjabakka á Vatns- nesi í Húna.vatnssýslu á Islandi , og Ingibjargar Margrétar Jónatansdótt- ur, Davíðssonar frá Hvarfi í Víði- dal. Dr. Jameson ólst upp hjá foreklrum sínum í Spanish Fork og naut þár alþýðuskólamentunar sinn- ar og að henni lokinni á gagnfræða- skóla (high school) þar í Spanish Fork og svo háskóla ríkisins, sem hann útskrifaðist frá með ágætis einkunn. Að háskólanámi afloknu tók Dr. Jameson að lesa læknisfræði og lauk því pámi síða.stliðið vor við læknaskólann í Ohicago, einnig með ágætis einkunn. Undir eins og Dr. Tameson hafði lokið námi sínu >KðSS0e>S00gOSSC0CC0ððOSOSO90S80ð06099905>Se0Seð0099ðM Einveran. Eftir Ella W. Wilcox. Hlæðu’, og menn hópast af kæti, Harma’, og þig enginn vil sjá, Því heimur á leigu Tók hamingju veig, En hagstæðisleysiö hann á. Syng, og þér öræfin anza, En andvarp þitt týnist í geim, Því bergmálin dansa’ Ut úr launskútum lands Með léttúð, ei sorgarhreim. Fagnaðu’, og fólkið þín vitjar, En forðast ef syrgja þú mátt, Því munað þinn flýja’ Ekki ’in mannlegu þý, En mótlætið aleinn þú átt. Gleðstu,’ og þér góðvinir fylgja, Gráttu’, og þeir hverfa úr sýn; IÞeir heimta sinn þátt Af því æðsta’ er þú átt En óhappadræsan er þín. Veittu’, og þig heimurinn liyllir, Hungra’, og hann svífur á braut. Auðsældin ríf Veitir unað og líf, En einn berðu dauðans þraut. Við ljóshaf í lystisölum Sér leikur ’in mikla þröng, En, sár og seinn, Loks einn og einn Má arka lífs þyrnigöng. P. B. þýddi. ‘O®oooooooece®®®®ooooooooocooooccoeoecooc©ooooooooooos við skólann, bauðst honum staða við spítala í Salt Lake City, þar sem hann nú er. Á námsárumu sínum gat Dr. Jame- son sér hinn bezta orðstír, bæði sem námsmaður og áhugasamur félags- maður og hélt því lengst af virð- ingarstöðu á meðal skólabræðra sinna og systra og félagi var hann og er í tveimur félögum í sambandi við mentastofnanir þær, er hann hef- ir stundað nám við Phi Chi lækna- félagið og Pi Kappa Epsilon honor- ary national scholastic fel. Eftir þeim upplýsingutn um þenn- an landa vorn, sem vér höfum feng- ið, er óhætt að segja að hann sé bráðefnilegur maður og að framtíð- iti lofi miklu um hann. (Eftir Lögb.) — Heimskringla hefir verið beðin að birta grein þessa og myndina. af Dr. Jameson og gerir hún það fús- lega að fengnu leyfi blaðsins “Lög- bergs.” ----------x---------- Orðsending. Til Jóns Einarssonar. I Lögbergi frá 14. jan. s. 1. las eg grein eftir þig um ljóð hr. Péturs ‘ Sigurðssonar, og myndi eg hafa lagt frá mér blaðið og — þagað, ef þú hefðir ekki með lítilsvirðingu og að óþörfu. dregið nafn þess manns inn | í grein þína, er einna snildarlegast hefir ljóðbundið íslenzkt mál, •— nafn Þorsteins Erlingssonar. Unimæli þín hljóða svo:— “Herör’, bls. 7 og 8. er Ijóðraun og hugrekkismál, tengt í hugðnæmt gamblendi, næsta ólikt að efni og eðli Sjóferðar-fargani Þorsteins Er- lingssonar.” Eg veit ekki hvort þú með þessum orðum átt átt við "'Skilmálarnir” eftir Þorstein, — man ekki eftir neinu sérstöku sjóferðarkvæði eftir hann, og hefi ekki “Þyrna” við hendina. — enda skiftir það ekki mestu máli. Hér hefir þú strandað í þeirri andans raun að lofa svo einn að þú lastir ekki annan, um leið og það er ómaklegt að kasta. hrakyrð- um að skáldskap Þorsteins og lífs- skoðunum. Mér skilst að sé ekki alllítill vandi að ritdæma bækur, og að sá er leggur á þann hála ís, verði að gæta ströngustu varúðar og hófs í riti. — Og hvernig nafn Þorsteins Erlings- sonar gat komið í hug.a þinn, er þú varst að skrifa um bók hr. P. S., er mér ráðgáta, því sannast sagt finst mér það ekki “hugðritemt sam- blendi” .að bera skáldskap þeirra saman. — Að ýmsu leyti mun lífsskoðun Þorsteins hafa verið ólik þinni, en eg hygg, að hefðir þú þekt Þorstein persónulega, þá væri sú minning um hann og verk hans, eitt með því feg- ursta og hugðnæmasta er liðin ár hefðu !.agt í vitund þína. — Þinn einl. 26 jan.. 1926 Asgeir I. Blöndahl. ----------x---------- Ur bænum. Arsfundur Samba.ndssafnaðar hefst næstkomandi sunnudag (þann 7. febrúar), verða þar lesnar upp skýrslur hinna ýmsu embættismanna og kosin fulltrúanefnd fyrir næsta ár. Framhald fundarins verður svo hald- ig - sunnudaginn (þann 14 febr). Fundurinn byrjar eftir messu bæði kvöldin. Sökum þrengsla verður ýmislegt er átti að birtast í þessu blaði að bíða hins næsta. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson frá Lundar, var staddur í bænum nú í vikunni. Menn eru beðnir að festa í minni, að glímumót verður haldið i sam- bandi við þjóðræknisþingið. Fer það sennilega. fram að kvöldi hins fyrsta fundardags. Verða þar veitt þrenn verðlaun, og verða það alt sérlega. vönduð úr, en þó misjöfn að verðmæti, og nafn sigurvegar- ans grafið á það er hann hlýtur. Von er um að Jóhannes glímukon- ungur komi hingað norður við það tækifæri, en frá honum koma verð- launin, sem kunnugt er. Allir eru velkomnir afi keppa. E11 þcir scm þafi hafa í hyggju eru bcðnir afi scnda nöfn sin til glúmu- nefndarinnar, Box 3105 Winnipeg, ckki síffar cn laugardaginn 20. þ. m. Mr. Thorsteinn Thorsteinsson fyrrum búsettur i Gardar bygð N. Dak., dó úr lungnabólgu, að kvöldi þess 29. jan. s. 1., að heimili sonar síns Kristins 7555-19ave N. W., Seattre, Wash. Þriðjudaginn i fyr*i viku fór Mr. Charley Davidson, 816 Sargent, héðan frá Winnipeg áleiðis til Osua- burgh Post, þar sem ha’nn er ráðinn til vistar næstu þrjú árin, hjá Hud- son Bay félaginu. Er það skemti- !egt líf fyrir ungan mann og röskan, og ágæt framtíðarvon. Öskar Heims- kringla honum farsældar í framtíð- inni. Kappræða fer fram meðal stú- denta í fundarsal Fyrstu lút. kirkju á Victor stræti, laugardaginn, 6. febrúar, kl. 8,30 síðdegis. Kappræðu- efni: Ætti afi brcyta innflytjenda- lögum Canada þannig, aff leyfa inn- flutning óbókfœrra (illillcrate) mannaT Jákvæðu hliðinni halda fram þeir Heiðmar Björnsson og Stefán Stur- laugsson. A móti mæla Heimir Þorgrímsson og Astrós Johnson. Menn eru beðnir að mæta stundvís- lega. Allir eru velkomnir. Ur bréfi frá Hallson. ”... Héðan er lítið að frétta. tíðin er æskilega. góð og almenn þeilbrigði og fremur góð líðan á meðal fólks. Það hefir frést að orðið hafi stórbruni í Grafton N. Dak., þann 27. þ. m. enn hefir ekk- ert frést greinilega, en þa.ð var ofsa- 1 veður á norðan og hefur eldurinn því verið óviðráðanlegur. Vil eg svo óska útgefendum Kringlu góðs gengis á komandi ári, Með vinsemd /. K. Einarsson. Áskorun. Þegar eg ferðaðist um bygðina í haust er leið í innköllunar erindum fyrir Heimskringlu, loíuðust flestir til að senda mér .borgunina fyrir bl.aðið jáður en langtum liði, Nú eru tveir mánuðir liðnir síðan, og að eins einn sent mér borgunina. Nú eru það vinsamlegust tilmæli, að kaupendur sendi mér andvirði blaðs- ins sétn fyrst. Það væri annars fróðlegt að fá að vita ástæðuna fyrir tregðu Islendinga á því að borga ís- lenzku blööin, þar sem enskum blað 1 útgefendum er altaf skilvislega borg- .að fyrirfram. H.vers eiga ís- lenzku blöðin ag gjaldá? Er það fyr- ofmikla þjóðrækni? Vídir P. O. 23. jan., 1926 Agúst Einarsson. Innöllunartnaður Heimskringlu. Það hefir verið ákveðið að söng- samkoma sú, sem Mr. Björgvin Guðmundsson er að undirbúa, verði haldin 23. febrúar n. k. í Fyrstu lút. kirkjunni . Victor stræti. — Nán- ar auglýst siðar. Þeir, sem senda blaðinu kvæði, ritgjörðir eða greinar, eru vinsam- legast beðnir að senda burða.rgjald nteð, ef þeir óska að fá handrit sitt aftur. Menn eru beðnir að leggja þetta vel á minnið sér í hag, a.f því að ómögulegt er að geyma handrit, sem annaðhvort hafa verið prentuð, eða einhverra. hluta vegna ekki kom- ast í prentun. Siðasta haustferming séra Frið- riks Friðrikssonar að þessu sinni fór fram í Wynyard 6 desember stð- astliðinn. Þessi ungmenni voru fermd:— Aldís Valgerður Sigurðardóttir Halldórsson. Emily Geirfríður Jónsdóttir Berg- mann. Guðlaug Ingibjörg Jónsdóttir Hall- son. Jón Raguel Jónsson Bergmann Jóhannes Wilhelm Björnsson Han- sen. Louis Clifford Jacobs. Margrét Sigríður Valdimarsdóttir Johnson. Ralph Brandur Jónsson Berg- mann. Sigfús Þórhallur Sigfússon Berg- mann. Stefán Björnsson Hansen. Iðunn komin, Siðari helmingur 9. árgangs (2. hefti). Verða þau send tafarlaust til útsölumanna og kaupenda víðs- vegar. Eg vil um leið niælast til þess, að allir “Eaupendur gjöri nú greið skil og sendi ntér andvirði árgangsins ($1.80) tafarlaust, svo að hægt sé að gjör,a. fulla skilagrein til útgefand- ans sent bráðast. Kaupið “Postal Note” eða “Money Order nú strax og sendið mér með næstu póstferð. M. ' Peterson. 313 Horace St.. Norwood, Man. Sjöunda ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga verður haldið í Goodtemlaraliúsinu í Winnipeg á miðvikudag, fimtudag og föstudag 24., 25. og 26. febrúar 1926, kl. 2 e. h. Þessi dagskrá hefir verið ákveðin; 1. Þingsetning 2. Skýrslur embættismanna 3. Bókasafnsmál 4. Bókasalan (tollmál) 5. Lesbókarmál 6. Tímaritið 7. íslenzkukenslan 8. íþróttir 9. Grundvallarlagabreytingar 10. Útbreiðslumál 11. Samvinnumál 12. Önnur ólokin störf 13. Ný mál 14. Kosningar embættismanna. í umboði stjórnarnefndarinnar Sigfús Halldórs frá Höfnum ritari (Þessi dagskrá verður ekki prentuð aftur.) X-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.