Heimskringla - 10.03.1926, Blaðsíða 4
4, BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 10. MARZ, 1926
Hdmskringla
(StofnaQ 1886)
Krnaur flt A hverjam mlVvlkodeffL
EIGENDGRi
VIKING PRESS, LTÐ.
853 ok 855 SARGENT AVE., AVINNIPKG*
TnlMlml: N-6537
VerTJ bla?Jsins er $3.00 Argangrurinn borg-
lst fyrirfram. Allar borganir sendist
THE YIKING PRESS LTD.
SIGEÚS HALLDÓRS írá Höfnum
Kitstjórl.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
I tnnflMkrlff tll blnbmlns:
THE VIKING PRESS, Ltd., Boz 8105
UtanflMkrlft tll rltMtjflrnnu:
EDITOR IIEIMSKRINGIjA, Uox 3105
WINNIPEG, MAN.
“Helmskringla ls published by
The Vlklnic Pren» Ltd.
and printed by
CITY PRINTING Æ PUBL.ISHING CO.
853-855 Sarcent Ave., Wlnnlpegr, Man.
Telephone: N 6537
WINNIPEG, MANITOBA, 10. MARZ 1926
Ef Kristur kæmi
til Winnipeg
Það er ekkert frumlegt við þessa fyrir-
sögn. Merkur ritsnillingur skrifaði bók
með þessari fyrirsögn, en þar stóð Chi-
cago í stað Winnipeg. Auk þess hlýtur
hverjum hugsandi manni, sem fylgist
með því sem er að gerast, hvar sem er
meðal kristinna þjóða, að detta þetta í
hug, ekki sízt ef hliðsjón er höfð af því
hlutskifti, sem Krists brúður, kirkjan,
oftast velur sér: Hvað myndi Kristur
segja, ef hann hefði verið þarna við-
staddur?
Alveg sérstaklega fróðlegt væri það,
fyrir Winnipegbúa, og reyndar alla þá
kristna menn, er Canada byggja, að geta
fengið áreiðanlega vitneskju um það,
hvað Meistaranum frá Nazaret hefði orð-
ið á munni, ef ha<in hefði verið staddur
hér í Winnipeg seinasta mánuðinn og
tekið þátt í daglegu lífi bæjarbúa, og þá
meðal annars fylgst með bréfunum frá
lesendum blaðsins, sem birt eru á rit-
stjórnarsíðu Winnipeg F'ree Press. Það
væri fróðlegt fyrir Guðs kristni í land-
inu, þar sem fjöldi leiðtoganna gengur í
kirkju tvisvar á dag, að fá ótvíræða vitn-
eskju um það, hvað hann hefði sagt um
all-flest bréfin, sem birt eru undir
fyrirsögninni The Cenotaph, meistarinn,
gem þeir tilbiðja og vegsama; meistarinn,
sém ekki einungis bauð lærisveinum sín-
um, að fyrirgefa mótgerðir sjötíu sinn-
um sjö sinnum, heldur einnig blátt áfram
að elska óvini sína. Það hlyti að verða
fróðlegt fyrir námfús eyru. Og myndi
þurfa að efast um það, að á móti því
yrði tekið með velþóknan? Eða tilheyr-
um vér ekki kristnu samfélagi?
málinu ekkert við, að Mr. IJahn er viður-
kendur sem einn af heiðarlegustu og á-
gætustu borgurum þessa Jlajids, meðal
þeirra er hann þekkja, að hann hefir ver-
ið hjálparhella margia canadiskra ,her-
manna, er heim sneru sigri hrósandi úr
hernaðinum, er háiður var við ættþjóð
hans.
Þessi hryllingstilfinning lýðsins hér óx
eins og snjóflóð. Allir mótmæltu þess-
ari óhæfu; einstaklingar í blöðunum og á
mannamótum. Hundarnir á strætunum
og steinarnir á éötunum hefðu vafalaust
mótmælt líka, af öllum kröftum, ef þeir
hefðu nokkuð færi á því. En skaparinn
hefir ekki gefið þeim vit, eins og oss
mönnunum, hvað þá heldur þessa fram-
úrskarandi hæfileika til þess að nota það.
Hæst og tignarmest reis þessi alda á
fundi, er haldinn var í ráðhúsinu fimtu-
daginn 25. febrúar. Áttu þar mót með
sér fulltrúar ýmsra félaga hér í bænum,
t. d. Greater Winnipeg Board of Trade;
fylkisdeild I. O. D. E., en Jóns Sigurðs-
sonar félagið mun vera partur af þeim
félagsskap; Kiwanis Club; Travellers’
Association, og ýms hermannafélög. All-
ir þessir fulltrúar mótmæltu því, að þessi
smánarblettur, minnisvarði gerður eft-
ir fyrirmynd frá Mr. Hahn, skyldi flekka
skjöld Winnipegborgar, af því að “Once
a German, always a German”, eins og
einn af þesspm mótmælendum komst að
orði. Sá maður virðist í svip hafa gleymt
ættartölu Georgs V. Bretakonungs.
Að vísu voru þarna menn, sem höfðu
töluvert aðra skoðun á brezku “fair play”
ep þessir mótmælendur. En þeir voru í
algerðum minnihluta, eins !og skoðana-
bræður þeirra, sem til sín hafa látið heyra
í blöðunum.
Af þessum mótmælendum gátu tveir
sér ágætastan orðstír. \
Annar þeirra er maður að nafni F. J.
C. Cox. Hánn mælti fyrir hönd Travell-
ers’ Association, sem hlýtur að saman-
standa af borgurum, sem leggja alveg
sérstaka rækt við daglega iðkun guð-
rækninnar og siðalögmál Jesú Krists, að
dæma eftir orðum þessa ágæta fulltrúa.
Hann sagði meðal annars, að það væri
glæpur (auðkent hér), að reisa minnis-
varða hér í Winnipeg eftir fyrirmynd frá
þýzk-fæddum manni, af því að “Once a
German, always a German”. Það yrði til
þess, að menn, sem fram hjá gengju,
fyndu enga hvöt hjá sér til að taka ofan,
heldur myndu þeir þvert á móti finna
hvöt hjá sér til þess að hrækja á hann”
(minnisvarðann). í þessum anda var alt,
er Mr. Cox sagði fyrir hönd félagsbræðra
sinna. Engum þyrfti að koma það á ó-
vart, að þessir menn séu prýðisvel kristn-
ir borgarar, og margir kirkjuræknir í
bezta lagi. Eða efast menn um að þetta
sé talað í anda Jesú Krists? Efast menn
menn um það, að meistarinn frá Naza-
ret hefði látið sér þessu líkt um munn
fara, ef hann hefði komið til Winnipeg
núna íklæddur holdi og blóði?
Hér í Winnipeg, sem víðar, hafa her-
menn, sem í ýmsum stríðum hafa staðið,
sérstaklega í stríðinu" mikla, myndað
með sér félagsskap. Þessi félagsskapur
hefir nú gengist fyrir því, að hér í
Winnipeg skuli reistur varði til minnis
um þá, er létu líf sitt í þessum síðasta
hildarleik, er canadiskir borgarar hafa.
tekið þátt í.
Samskota hefir verið leitað í þessu
skyni, meðal einstaklinga og félaga, og
hið opinbera, bæði bærinn og fylkið, hef-
ir eitthvað hlaupið undir bagga. Fram-
kvæmdarnefnd var kosin, og eiga sæti í
henni ýmsir helztu framkvæmdamenn
bæjarins. Sú nefnd auglýsti eftir fyrir-
mynd og bauð $500.00 fyrir beztu fyrir-
myndina. Nefnd var kosin til þess að
dæma um uppdrættina. Þessi nefnd varð
ásátt um það, að fyrirmynd Mr. Emanuel
Hahn, frá Toronto, væri listfengust;
veitti honum því verðlaunin, og hugðist
að gera minnisvarðann eftir fyrirmynd
þeirri, er hann hafði dregið.
En Hahn var ekki lengi í Paradís. Það
tók að kvisast, að hann hefði framið þann
glæp að fæðast á Þýzkalandi, og hefði
jafnvel verið orðinn sjö ára áður en for-
eldrar hans tóku rögg á sig að koma
honum hingað. Hér varð auðsjáanlega
eitthvað til bragðs að taka. Og svo reið
á vaðið í Free Press einn úr hópi þeirra
víðsýnu borgara, hverra tala hér ,virðisc
vera legíó, sem telja það eina af hinupm
sjö höfuðsyndum, en sennilega þá allra
háskalegustu, að/börn skuli koma undir
á- Þýzkalandi. í kjölfar hans hafa svo
daglega siglt fleiri úr þeim útvalda hóp,
bæði í Free Press og Tribune. Þeir eru
veikir af hryllingi yfir því, að hugsa til
þess, að þessi minnisvarði skuli reistur
eftir fyrirmynd, sem maður af þýzkum
ættum, meira að segja fæddur á Þýzka-
landi! hefir gert. Það kemur auðvitað
Hinn maðurinn, sem sjálfsagt er að
minnast, er Mr. A. E. Parker, ritari Great-
er Winnipeg Board of Trade. Hann tal-
aði fyrir hönd þess félagsskapar. Meðal
annars komst hann svo að orði um Mr.
Hahn:
“He may be justas good a Canadian citizén
as any of the men protesting against the award.
We submit, however, that naturalization of an
individual does not make him a Canadian in the
trne serrse of the word. He may be naturalized,
but he does not come on an equal footing in
anv sense.”
Hér virðist hafa gengið fram af Mr.
Waugh, sem er formaður minnisvarða-
nefndarinnar, því hann spyr Mr. Parker,
hvort honum sé alvara. Mr. Parker játar
því, og kveðst taia fyrir hönd Board of
Trade.
* * *
Þetta er stutt en laggóð hugvekja. Má-
ske líka dálítið umhugsunarefni fyrir ein-
staka mann. Mieðal annars er ágætt
að vita,hvar maður stendur, og hér er á
ferðinni merkur maður, sem ekki drepur
ljósi sannleikans undir mæliker. Hann
er hreinskiiinn, og segir “útlendingunum”
(the foreigners) hér, hvar þeir standa.
Að vísu er ekki nákvæmlega skýrt frá
því, hverjir séu “canadiskir í þess orðs
réttu merkingu”, en það eitt getur gert
menn hlutgenga til fulls hér í Canada,
samkv. skilningi Mr. Parkers og skoðana-
bræðra hans. Það er ekki skýrt til fulls,
hvort menn þurfi að vera innlendir Indí-
ánar til þess, eða fransk-ættaðir, eða ein-
ungis af brezkum ættum.
En svo mikið er víst, að það mark
liggur nokkuð hátt. Til þess að ná því,
ættu menn af íslenzkum ættum að hafa
það sífelt hugfast, að það er ekki nóg, að
hafa verið einn af ötulustu, duglegustu og
heiðarlegustu stjórnmálamönnum sinn-
ar samtíðar í einum ríkishluta þessa
lands, í einni mestu trúnaðarstöðu þess,
eins og t. d. Hon. Thos. H. Johnson. Það
er ekki nóg að frelsa fjölda meðbræðra
sinna frá þjáningum og dauða ár eftir
ár, og hljóta fyrir ást þeirra og viður-
kenningu allra manna, eins og t. d. dr.
B. J. Brandson. Það er ekki nóg að
koma sér svo til manns, úr fátækt og
'umkomuleysi, að maður eigi hlutdeild
í voldugum mannvirkjum og menningar-
sölum um alt landið, sem eiga eftir að
bera manninum og samtíðinni vott um
langan aldur, eins og t. d. Þorst. Borg-
fjörð. Það er ekki nóg að vera heims-
kunnur vísindamaður, og elska þetta
land svo, að heiga því alla starfsemi sína
óskifta, gegn sléttum lífeyri, í stað þess
að ganga á erlendan mála, við stórfé og
stórsæmdir, eins og t. d. prófessor Þor-
bergur Thorvaldson. Það er ekki nóg, að
hafa hlúð að nýgræðingi þessa lands, með
ylnum frá hjartarótum sínum, og hlotið
fyrir ævarandi sess í barnshjartanu, ást,
og virðing allra, sem til þektu, og æðstu
heiðursmerki frá starfsbræðrum sínum,
eins og t. d. J. Magnús Bjarnason. Það
er ekki nóg að gerast landnemi hér, og
eiska þetta land með órjúfandi trygð, og
um leið að vera andlegur útvörður ætt-
bræðra sinna; eilíf gersemi, og síblikandi
stjarna í einu merkilegasta stjörnukerfi
á bókmentahimni veraldarinnar, eins og
t. d. Stephan G. Stephansson. Það er ekki
nóg að vinna sér það álit andlega og lík-
amlega, að vera sendur í aðrar heims-
álfur til lærdóms", kostaður af opinberu
fé, eins og prófessor Skúli Johnson, og
vera síðan skipaður í einn veglegasta lær-
dcmssess, sem iandið hefir að bjóða.
Það er ekki nóg að hafa fært þessu landi
líf sitt viljugur, og látið lífæðum sínum
biæða á vígvellinum með ótrúlegri hreysti
og karlmensku, eins og t. d. Björn lög-
maður Stefánsson. Það er ekki nóg að
hafa svo mikið traust meðbræðra sinna,
að vera sendur á allsherjarþing allrar
þjóðarínnar til þess að vinna að almenn-
ingsheill, eins og t< d. Marínó ofursti
Hannesson. —
Þannig mætti lengi telja. En einhvers-
staðar verður staðar að nema.
En vel mætti þetta verða einstaka
manni umhugsunarefni, að samkvæmc
kenningum ýmsra helztu manna viðskifta
'lífsins hér, eru þessir mannkostir ekki
nægilegir til þess að vera fyllilega hlut-
gengur í canadisku þjóðiífi. Mennirnir,
sem hér voru taldir, og fjölmargir þeirra
líkar, geta ekki talist í hópi þeirra á-
gætismanna, sem eru þeim dularfullu
hæfileikum búnir að vera canadiskir, “í
orðsins réttu merkingu”. Mennirnir, sem
taldir voru og fjölmargir þeirra líkar,
geta aldrei hafið sig á það ægistig, að
standa “réttmerkipgum” Mr. Parker’s
jafnfætis; ’.never, in any sense”.
Hvað til þess þarf, að áliti Mr. Park-
er’s og hans nóta ,að vera Canadamaður,
hafa þeir ekki enn látið uppskátt. En
geta mætti þess til meðal annars, að þeif
álitu frumburðarrétt í myrkrahYerfum
stórborganna hér, eða jáfnvel í White-
chapel, þótt honum fylgi uppeldi við
brennivínsdúsu, nauðsynlegri til þess,
heldur en alla samanlagða ipannkosti
þeirra, er vér nefndum, og annara slíkra
vesalinga, sem forsjónin skapaði þau
hörðu örlög, að fæðast fyrir utan tak-
mörk ins brezka veldis.
* * *
Fyrir utan þetta asnaspark Mr. Park-
er’s í andlít allra manna, sem ekki eru af
brezkum ættum komnir, og sem ómögu-
legt er að láta ómótmælt opinberlega, þá
hafa þeir herrar, Parker, Cox og þeirra
nótar, leitt meiri smán, beiskari háðung,
og magnaðri aðhlátur yfir þenna bæ, og
þessa þjóð, með lítilmensku sinni — ó-
mensku, en auðvelt er að finna dæmi
til. Winnipeg að tala um Tennes-
see! Það væri lítil, yfirbót, að þeim væri
rakaðhr kollur og að þeir síðan væru látn-
ir ganga í sekk og ösku fyrir kné hvers
dugandi manns, og hverrar heiðarlegrar
konu, sem gefið hafa þessu landi starfs-
krafta sína, beygja kné fyrir þeim í þakk-
læti og auðmýkt og biðja fyrirgefningar. ;
* * *
Af öllu því bréfaflóði, sem streymt hef-
ir í blöðin frá “mótmælendum”, er eitt
sem af er. Það er algerlega í anda |
þeirra Mr. Parker’s og Mr. Cox’s, en það
er enn meira listamark á því, en nokkru, ■
sem frá þeim hefir sést. Hræénin, sem
kemur þar í Ijós, er svo sönn; svo auð- 1
sjáanlega samgróin eðli ritarans; svo inn-
fjálg, að hann hefir þarna alveg óafvit-
andi framleitt svolítið meistaraverk — -—
á sína vísu. — Slík listverk hljóta jafnan
að tapa sér í þýðingum, og því er fyrri
helmingur bréfsins prentaður hér á frum-
málinu:
“To the Editor,—As one of a fami- J
ly of five soldier brothers, who felt
very keenly the heavy hand of the
Great War made so terrible by Ger-
man instincts, I would like to ex-
press my opinion regarding the- pro-
posed cenotaph. I sincerely regret
the fact that a German-born has
been awarded first choice for the
cenotaph design. I would deplore
seeing sorrowing fathers, mothers,
vvidows and relatives of our fallen
comrades place their wreáths on th.at
monument and have their devotiorwl
service marked or marred, by the
thought that they were worshipping
and praying at a cenotaph designed
by a German. Mr. Hahn is well re-
! paid, for becoming a naturalized
| Canadian, by the fact that he can
i live in peace in our fair land, and
1 during the war he was able to en-
joy pea.ce and plenty in Canada. We
Britishers have inherited such noble
instincts,, that it would appear, we
cannot help ourselves, showing that
i we are ready to forgive and forget,
because we are educated along these
i lines....”
• * * *
Væri það furða, þótt hjá mörg
; um, sem kenna sig kristinnar
| trúar í fullri alvöru, vakni
| spurningin um það, hvernig
j augum meistari þeirra, Jesú frá
1 Nazaret,' hefði litið á slík bréf,
j eem þetta, og untmæli Mr.
Parker’s og Mr. Cox’s, o. fl.
þessháttar?
| Væri það hug«anlegt, að hann
! herfði mint þá á það, “að einn
I er faðir yðar, hann sem er á
j himnum.”?
Væri hugsanlegt, að honum
j yrði eitthvað líkt þessu á munni:
i “Vei yður .... Farísear, þér
j hræsnarar! Þér líkist kölkuð-
! uni gröfum, sem að utan líta
fagurlega út, en eru að innan
' fuliar af dauðra manna beinum
I og hverskonar óhreinindum.
j Þannig sýnist þér og hið ytra
! réttlátir fyrir mönnum, en hið
innra eruð þér fullir af hræsni
og lögmálsbrotum.”?
Já, hvað myndi hann hafa
sagt, Meistarinn frá Nazaret,
1 ef hann hefði heimsótt oss ný-
lega hér í Winnipeg? Og hvern-
ig myndi Winnipeg Board of
Trade hafa tekið á móti hon-
um? Með pálmum?
' Eða gæji nokkur hætta ver-
ið á því, að hann yrði kross-
festur?
Ef Kristur kæmi til Winni-
peg........
-x-
Kappræða fer fram meðal 6tú-
derrtafélagsmanna á laugardaginn 13.
marz, kl. 8. í samkomusal Fyrstu lút.
kirkju. Kappræðuefni: /Er réttmætt
a5 afnema dauðahegningu'?
Jákvæöu hliðina annast Lauga
Geir og Matt'hi.a,s Matthíasson. Nei-
kvæðu hliðina annast Salóme Hall-
dórsson og Ingvar Gíslason. — Allir
velkomnir.
----------x----------
Hugleiðingar.
Lar sem þú ritstjóri góður varst
svo víðsýnn, að endurprenta í blaði
| þínu 13. jan. þ. á. hina meistaralegu
j ritgjörð herra Þórbergs Þórðarson-
ar á íslandi, þá má ei minria vera
en að tekið sé í hendina á. þér fyrir
tiltækið. Með þvi gefur þú Vest-
ur Islendingum tækifæri að fylgjast |
meg í andlegum stórmálum heima-
þjóðarinnar.
Svo mikla undrun hefir þessi þarfa
leksía vakið hér vestra, að t. d. hér
í Winnipeg, hvar sem menn mætast,
er spurningin þessi: hefurðu lesið
i Eldvígsluna”. Um hana spinnast
margar og fjölbreyttar umræður, sem
Ijóslega. sýnir að innihaldið hefir
haft áhrif og hrært hjörtu fólks.
Kunnugt er það, að ,svo að segja er
flogist á um að fá að láni þau blöð
— sem fáir eig,a hér — frá Islandi,
sem flutt hafa ritgjörðir beggja
málsaðila sem tilefni gáfu til þess-
arar frægu eldvigslu greinar, sem
nú er á hvers manns vörum. En til
að mynda sér sjálfsagða og sann-
gjarna dóma, ættir þú herra ritstjóri,
ef tími og rúm leyfði, að lofa al-
menningi hér vestra, að sjá viður-
eignina frá byrjun, milli þeirra Þór-
bergs annarsvegar og tvímenning- I
anna hins vegar, eða þeirra legióna,
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigL
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, seffl
stafa frá nýrunum. — Dodd’9
Kidney Pills kosta 50c askjan.
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða fré
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
sem líklegt er að snúist öndverðir
í móti Þórbergi einum.
Við lestur þessarar ofannefnd11
greinar skyldi engan undra þó nokk-
ur þankahrot leiddu mann til saman-
burðar á kirkjumáluni hér og heima-
Heyrt hefi eg því haldið fram,
þetta mál eigi ekkert erindi hinga®
vestur, að það tilheyri eingcingn
Austur íslendingum. Það væri röm
árás á kirkju og klerkalýð Islands.
sem þess vegna kæmi okkur her
vestra ekkert við.
Akveðin mótmæli ’hlýtur þessi
skoðun að fá, það er a.8 segja meðan
báðir kirkjuflokkarnir hér berjast
um það að tileinka sér stefnu þjó?>-
kirkjunnar heima. Og meðan þvl
er ha.laið fram að þeir sigli i sania
kjölfarið með breytni og kristin-
dómsfræðslu og þjóðkirkjan þar>
frerða guðsmennirnir hér að gjöra
sér að góðu, að taka á móti þeim
hnútuköstum, sem kastað er í þjó'Ö'
kirkjuná, því í þeim skilningi er
þeim engu síður kastað í garð þeirra
hér. Því ekki mundi kirkjuglamr'
ið hér fá betri útreið hjá Þórbergt
þegar hann yrði fullkunnugur öllunt
málavöxtum
Við starfsemi Unítara fékk kirkju'
fræðslan á sig nýjan skoðanabl^’
sem jók víðsýni og þroska í andlég'
tim málum á meðal Vestut-Islend'
ing.a. Jafnvel á sviði lútersk11
kirkjunnar hér hafa þau áhrif orð$
sýnileg, þó fyrir oflæti hafi ekk'
góðfúslega verið við það kannast-
Eftir því sem haldið er fram nU.
er kirkjuleg stefna manni óskiljaU'
leg ráðgáta. Báðir flokkar haf*1
sagt fólki sínu, að stefnan sé sU
sama og þjóðkirkjmmar á Fróni, og
þangað eru lika í viðlögum sótt>r
lúterskir prestar til þjónustu beggj3'
flokkanna, 'og yrði þá niðurstaðaU
sú í fullu samræmi, að báðir værl1
5 raun og veru hálúterskir, að itnd-
anskildu því þó, að annar blandað1
ofurlitlu andatrúardufti saman vi®
kenningu sína, svona til bragðbætis 1
i graufinn sinn.
En fljótlega raskast þetta sam*
ræmi þvi í sömu andránni er þvl
haldig frani og það með talsverðim'
ákafa, að hvor kirkjuflokkur fyr>r
sig fylgi gagnólíkum kenningum. Am1
ar sé gall-lúterskur, vana.bundim1
afturhalds-bókstafs-kenningakerfi
rigbundinn trúarjátningu og biblit1'
innblæstri. Hinn þar á móti gag11'
ólíkur, svo rúmur og breiður; trúaf'
játningarlaus og kenni og breyti eftir
nýjustu tízku, og sé reiðubúinn að
tak.a við allri heimsins framþróuu-
F.n hið nýasta nýtt er það, i þriðj®
lagi, a.ð það sem milli beri sé nú eig'
inlega ekki svo mikilvægt, að ógjöru-
ingur sé að steypa öllu saman, og
gera úr báðum einn rammefldau
bræðraklúbb. Hér er um svU
magnaðan kirkjugraut að ræða, 3*
tæplega væri ósanngjarnt að spyrja
hvaða kirkjulega stefnu — eg forð'
ast að kalla það trú — hafa kirkj'
urnar hér vestra nú ?
Sýndist mér ekki nema réttlátt 00
sjálfsagt, að séra Rögnvaldur Pét'
ursson hefði forréttindi þvi til út'
skýringar. Hann hefir alt af sýur
sig manna færastan til líknar jafu
flóknu máli. En ef hér er ennþa
sú sania. fltefna, sem Þórbergur Iýs'
ir svo dásamlega hjá þjóð og kirkj'
um á Fróni, þá er húnvsíður en sv°
fögur né eftir.breytnisverð.
Þórbergur þessi gefur skörulega1"
bendingar til undirbúnihgs fyrir
prestsembætti, og getur séra Björu