Heimskringla - 17.03.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. MARZ, 1926
^cimskrinjjla
(Stofnutt 1886)
Keranr flt á hverjnm mlttvlkadeffl.
EIGENDUK:
VIKING PRESS, LTD.
853 OK 855 SAItGENT AVE., WINNIPEG,
Tnlsimi: N-6537
VerB blatSsins er $3.00 árgangurinn borg-
lst fyrlrfram. Ailar borganir sendist
THE VIKING PREfSS LTD.
SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjóri.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
rtnnAskrlft tll hlaflNlnnt
THE VIKING PHKSS, Ltd., Boz 3105
UtanflMkrlft tll rltMtJflranut
EDITOIt HEIMSKRINGLA, Box 3105
WINNIPEG, MAN.
“Heimskrlnela is pnblished by
The VlkliiK Preaa Ltd.
and printed by
CITY PRINTING & PUBI.ISHING CO.
853-855 Sar^ent Ave., WlnnlpegT, Man.
Telephonet N 6537
WINNIPEG, MANITOBA 17. MARZ 1926.
Ávarp til Vestur-Islendinga.
Ávarp það sem hér fer á eftir hafa
vestur-íslenzku blöðin vérið beðin að
birta:—
Eins og öllum Vestur-íelendingum
mun nú orðið kunnugt, eigum vér vor á
meðal mann, sem sýnt hefir frábæra
hæfileika til tónsmíða. Þessi maður er
Björgvin Guðmundsson. Fátækt hefir
varnað honum alla æfina að neyta hæfi-
leika sinna. En með dæmafárri elju
þrautseigju og gáfum hefir hann aflað
sér þeirrar sjálfmentunar, að hann hefir
vakið á sér eftirtekt söngfróðra manna,
ekki einungis þeirra landa sinna, er
fremst standa hér vestra í þeirri grein,
og beztu manna annara í Winnipeg,
heldur og heimsfrægs snillings, þar sem
er Percy Grainger. Að þessu hafa
stuðlað slík verk sem “Fuga”, “Kvöld-
bæn,” sem sungin hefir verið við mikið
lof í sjálfri Parísarborg, “Serenade,”
“Dauðmannssundið,” og nú að síðustu
hið mikla kostaverk hans “Adveniat
regnum tuum,” kantatan, sem sungin
var nýlega hér í Winnipeg undir hans
handleiðslu, við svo mikinn orðstír.
En þetta er að eins byrjun. Og þrátt
fyrir gáfur og áhuga slíks listamanns,
sem umkomujaus er og fátækur, eru
jafnaðarlega flest sund lokuð, ef eigi
kemur styrkur einhverstaðar að.
Með tilliti til þessa, og með sannfær-
ingu um það, að slíkar gáfur verðskuldi
alla mögulega aðhlynningu, kaus Þjóð-
ræknisfélagið þriggja manna nefnd, til
þess að vinna til styrktar Björgvin Guð-
mundssyni. Og með sama huga kom
söngfólkið, er sungið hafði kantötuna
undir hans handleiðslu, sér saman um
að kjósa fimm manna nefnd til þess að
starfa í sömu átt. Þessar nefndir hafa
ákveðið að starfa saman. Vér undir-
ritaðir, sem kosnir höfum verið í þessar
nefndir, höfum komist að þeirri niður-
stöðu, með hjálp sérfróðra manna, að
til þess að fullar vonir geti orðið um að
gáfur Björgvins Guðmundssonar fái not-
ið sín, muni hann þurfa að hafa fullan
aðgang að • vönduðum hljómlistarskóla,
alt að því 3 ár. Kostnaðurinn við það
myndi verða um $2500,00 á ári. •
Nefndin er þess fulltrúa að tiltölulega
auðvelt muni reynast að safna þessu fé,
í þes'sum tilgangi, með því að hér sé að
ræða um málefni, sem muni geta stór-
kostlega aukið á sæmd þjóðernis vors hér
vestra, jafnvel meý*a en flest annað ef
vel fer. Treysta þær á aimenna og
skjóta þátttöku Vestur-íslendinga.
Nefndirnar hafa fengið hr. Th. E.
Thorsteinsson, bankastjóra við Royal
Bank, Cor. William and Sherbrooke, til
þess að veita móttöku fjárfranílögum í
þessu skyni. Mun hann flestum
Vestur-íslendingum kunnur.
Færi svp ólíklega, að eigi safnaðist
nóg, til þess að Björgvin Guðmundssyni
verði fært að leggja á þessa braut, verður
hverjum manni skilað aftur því fé, er
hann hefir þegar lagt fram. Færi svo.
ennfremur, að hann af einhverjum á-
stæðum af hendingu, eða af frjálsum
vilja, neyddist til þess að áfbiðja frekari
styrk, þá verður því fé, sem þá kann að
vera í sjóði, skift hlutfallslega á milli
gefenda. •
Þess er vonast að undirtektir manna
verði eigi einungis góðar, heldur og
skjótar, því sá gefur tvisvar, sem fljótt
gefur, eins og latneska máltækið segir.
Fjárframlög, hvort heldur ávísanir eða
peningar, skulu send beina Ieið til Mr.
Th. E. Thorsteinsson, Manager, Royal
Bank, Cor. William and Sherbrooke,
Winnipeg, og þarf auðvitað að geta þess
í hverju skyni þau koma. —
Winnipeg, 16. marz 1926.
F. h. Þjóðræknisfélagsins
J. P. Pálsson
Einar Páll Jónsson
Fr. A. Friðriksson.
F. h. söngflokksins
S. K. Hall (form.)
Baldur H. Olson (ritari.)
M. B. Halldórsson
Paul Bardal.
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Þetta mun vera í fyrsta skifti í sögu
íslendinga, að reynt er að hefjast handa
á þenna hátt í samskonar augnamiði.
Ekki svo að skilja að ekki hafi íslend-
ingar hjálpað af almannafé, af fljótum
og fúsum framlagsvilja.
En oftast hafa þau framlög miðað til
styrktar þeim, sem eitthvað hafa mist,
sumt eða alt, af eigum sínum eða fyrir-
vinnu. Þaú framlög hafa verið skaða-
bætur.
Þá er og skamt að minnast þess, að í
fyrra lögðu Vestur-íslendingar alment í
sjóð, til þess að reyna að bjarga einhverj-
um vesalasta aumingja þjóðarbrotsins frá
lífláti, ef vafasamt væri að hann ætti þá
hegningu skilið, og* um leið þjóðarsæmd
sinni frá þeim bletti sem á hana teldist
falla, ef einhver af þjóðarbrotinu h#r
vestra yrði sannur að sök um morð Hér
var um varnarráðstöfi^i að ræða, og
hjálpfýsi íslendinga var framúrskarandi,
þegar svona sérstaklega á reyndi, líklega
alveg dæmalaus.
Hér er einnig að ræða um fjárframlög
í styrktarskyni. Ekki til þess að bæta
áfellistjón, eða slysamissi. Ekki til þess
að koma í veg fyrir það endilega, að
blettur falli á skjöld þjóðarinnar. Hér
er um byggingafyrirtæki að ræða.
Þeir sem hafa hrundið þessu af stað
eru þess fullvissir , að miklar líkur séu
til þess að í sál Björgvins Guðmundsson-
ar séu þeir innviðir, að úr þeim megi
verða hið veglegasta hof, séu honum
fengin fullkomin smíðatól í hendur.
Hepnist það, verður það ævarandi þjóð-
arsómi.
Það er óþarfi að fara mörgum orðum
um þetta fleirum en í ávarpinu felast. En
það er vert að minnast eins atriðis.
Mpnn verða að gera sér það ljóst, þeir
sem til þess vildu leggja, að með engri
vissu er hægt að segja um það hver áj-
rangurinn af þessu verður. Það er ó-
mögulegt að segja það fyrir, hvað mikið
kann að rætast af þeim vonum, sem
.leyfilegt er að gera sér um Björgvin
Guðmundsson; hvort þær fætast allar,
að eins til hálfs, eða alls ekki. Leið
andans upp á Sigurhæðir er svo ógurleg,
yfir klungur, gegnum þoku og þyrni-
skóga, að um hana skygnist engin spá-
dómsgáfa tik fulls. Hér er að eíns að
ræða um að sá í ágætan jarðveg. Að
því þarf ekki að ganga gruflandi. Illgresi
finst þar ekki, þótt leitað sé með logandi
ljósi. Miklar gáfur eru til staðar, og
eldhugi. Og síðast en ekki sízt er þar
framúrskarandi reglusemi um alt dag-
far, prúðmenska og ráðvendni', svo sjald-
gæft er, þótt ekki sé dæmalaust. En
því er þetta sérstaklega tekið fram, að
enginn þarf að vera í efa unr það, að frá
þeirri hlið er svo vel í garðinn búið, sem
auðið er til þess að hæfileikar hans geti
notið sín til fulls, en svo hefir ekki ávalt
þótt víkja við um listræna menn. —
Það er ekki hægt að segja að það sé
. blettur á þjóðarsæmd íslend. að leggja
ekkert gott til þessa fyrirtækis, en það
er enginn efi á því, að það er aukin
sæmd og dálítð sérstæð, að vera einn
meðal margra, sem hafa trú á því, að
þetta sé mjög þess vert, að reyna það.
Bækur.
PETUR SIGURÐSSON: TÍBRÁ;
kvæði; 260 bls., 8vo., prentuð hjá Colum-
bia Press Ltd. 1925. ..
Það hefir dregist lengur en ætlað var,
að geta um þessa bók, er höf. sendi
Heimskringlu til umgetningar. Einhver
ljóðelskur vinur biaðsins léði bókina, og
gleymdi að skila henni aftur. Einum
geðjast að þessu, öðrum að hinu.
* * *
Eg held stundum þegar eg hnoða mín ljóC,
eg hagmæltur kunni ati vera,
en, þegar eg les hinna gömlu, svo góö,
þá græt eg, en hitnar mitt íslenzka blótS.
Eg skáldskapnum skömm er aö gera.
(Pétur SigurtSsson.)
Eg held, að ekki verði annað sagt en
að þetta sé eina erindið í þessari sæmilega
þykku ljóðabók, sem hittir markið. En
það hittir líka svo smellur í. Eitt ör-
stutt augnablik hefir höfundurinn orðið
þarna fyrir innblæstri. Hamingja hans
— og lesendanna — hefði orðið giftu-
drýgri, ef það augnablik hefði treinst
dálítið lengur; sem svarar þeim tíma, að
ferðast mætti miili baðstofu og eldhúss.
En þar hefði átt að geyma þenna kveð-
skap um allan aldur. í hlóðunum.
Því það er skemst frá að segja, að
kveðskapur sá, er bókin flytur, er undan-
tekningarlítið spjaldanna á milli óslitinn,
kolmórauður, snarsundlandi kaststreng-
ur af leirburði.
Orðaflóðið er magnað, en orðavalið af-
skaplega fáskrúðugt. Þetta er stöðv-
unarlaus flaumur af hrokyrðum og ak-
feitum lýsingarorðum í upphrópunarstíl,
sem einangruð eru frá þurlendi skyn-
samlegs samhengis og hugsunar, eins og
gamlar rottur á ísjaka í rruðningshlaupi.
Og L þessum leysingarflaum kútveltast
svo kakkyrðin, málleysurnar og hortitt-
irnir frá upptökum að ósi.
Um list er hvergi að tala. Um þrosk-
aða hugsun er hvergi að tala. Það er
ekki einu sinni um hagmælskú að tala,
nema menn dáist að þeirri
hagmælsku, sem Símon heitinn Daia-
skáld átti yfir að ráða í svo ríkum
mæli: að geta látið -einhverja endaleysu
ríma. Og svo nær heldur ekki höfund-
urinn í því tilliti þangað með tærnar, sem
Símon hafði hælana. Smekkleysurnar
eru hryllilegar og hroðvirknin, og van-
kunnáttan um einföldustu atriði mál-
fræðinnar bókstaflega yfirgengileg. Eg
efast um að Sigurður Málmkvist hafi
nokkurntíma misþyrmt móðurmáli sínu
svo afskaplega. Og á þetta jafnt
við, þótt ekkert tillit væri tekið til hor-
tittafleyganna, sem bókin úir og grúir af,
eins og t. d. “hér,” “nú” sem líka má
nota sem “hér nú” og “nú hér” “vann”
(gerði) “nam” gera o. s. frv., eftir vild.
Kvæði heitir “Hrópið,” í fimm köflum.
“Langloku” eða “Lönguvitleysu” væri
réttara að kalla það. Þeir sem treysta
sér til að lesa það geta þar fengið næg
dæmi þess, sem hér er sagt að framan.
Fyrirsagnir kaflanna eru Bróðurmorðið;
Siðgæðismorðið; Barnamorðið; Lausn-
aramorðið, og Heimsmenningarmorðið.
Hér er ekkert smásmíði á ferðinni
Eg læt mér nægja að prenta nokkrar
vísur úr þessu kvæði, athugasemdalaust
rúmsins vegna, að öðru leyti en því,
að upphrópunarmerki í svigum og letur-
breytingar eru gjörðar af mér. Hver
sæmilega Ijóðræn manneskja glöggvar
sig víðast á því hvar feitt er á stykkinu.
Bróðurmorðið byrjar þannig:
A tímans morgni saklaus ungur sveinn- ,
srfium Guði fórn fram vildi bera;
altariö var stór, tilvalinn steinnl |T
Þann stað Guös návist heilagan nam gera.
Og Drottinn sá, að gjöfin sú var góð,
hann gladdist þegar fórnin tók að brenna,
er zntnaSi urn /aklaust sonarblóð
er síffar mundi liér á krossi renna.
(Sbr., fyrirsögnina “LafUsnaramorðið”!)
Ekki erjhú dónaleg hugsunin eða sam-
ræmið! “Siðgæðismorðið” kiýfur “lofts-
ins hefndar forðabúr,” með hrópum sín-
um. Já, ekki er nú von að vel fari, sagði
maðurinn.
Barnamorðið byrjar svona:
I landi Faraós lýöur eitt sinn bjó,
sem líkn og blcssun Drottins, fékk að njóta
og fjölgaði en þrælkaður var þó
,af þjóð, sem illu vœttunum nam blóta.
Að vera að yrkja, og halda að menn njóti
“líkn” og “blessun”! Ellegar þá að láta
þjóðina bölva (formæla) vættunum, sem
höf. ætlar sér að skýra frá að hún hafi
tilbeðið, einungis af því að hann kann
engan mun á því hvenær sagnorð stýra
þágufalli og hvenær þolfalli. (Nema þjóðin
hafi slátrað vættunum?!) Og má
þó heldur afsaka þetta en hitt. (Sams-
konar vankunnátta, — svo gripið" sé nið-
ur af handahófi, kemur fram í kvæði
sem heitir “Litla leiðið,” þar sem höf-
undur skýrir frá því að “grátandi lá þess
(barnsins) veika móður.” Hér er auð-
sjáanlega ekki einu sinni eðlisávísan til
að benda á nefnifallið, hvað þá heldur
nokkur vitneskja um að slíkt fyrirbrigði
sé til í málinu. Það er erfift að koma
orðum að slíkri vankunnáttu og hirðu-
leysi), 1 næstsíðasta erindi þessa flokks
talar skáldið um
“móðurhjartað, hrópandi um náð,
sem hér var komin rétt að því að fæða”
Nei, þetta er ekki tilbúningur úr mér.
Hér getur um ekkert verið að
ræða, sem komið er “rétt að því að
fæða” annað en náðina! Og í kvæðislok
þegar “Kóngsins sveinn” fremur barna-
morðið,
“Þá steig til himins voða harmahróp
er hann í ána Ijúfling mömmu! fleygði”.
Hér er skáldið að reyna að j
draga hryllingarþrungna mynd '
af átakanlegum atburði, svo að
sú sýn læsi sig inn í hugskot
lesandans. Og gerir svo tæpi-
tungu úr öllu saman! —
Kunningi skáidsins, venju-
legur borgari, verður 54 ára
gamall:
“Fimtíu og fjögra ára er
öldungur snjall er hjá oss situr
skörungur, bæði skýr og vitur,
skemta svo títt hans ræður mér.
o. s. frv.”
Þrem árum síðar, er sami
maður ávarpaður á þessa leið:
"Fimtru og sjö nú ár á baki berðu,
en byrðin ekki mikið virðist þjá,
því allra þinna ferða skjótur ferðu,
og fremur lítið sýnast hárin grá.
o. s. frv.”
Hér rennur leirinn að vísu í
lygnum straumi, og meinlaus-
um, en hann er jafn ómengað -
ur fyrir því.
Eg gat þess, að um þroska
væri ekki að tala. Einhverjir
eru nú máske farnir að renna
! grun í það, af þessum örfáu
sýnishornum. En þó er minst
séð. Samkvæmt lífsskoðun
! sinni virðist höfundurinn reyna
, að flokka menn niður. Sú
I fiokkaskifting virðist fara eftir
því hvort menA eru andbann-
ingar eða ekki, eða þá eftir
jafn mikilvægum skoðanaatrið-
um og því, hvort halda beri
heilagt laugardag eða sunnu-
dag. Þetta\mundi Steingrím-
ur Thorsteinsson hafa kallað
að hafa “asklok fyrir himinn.”
“Andbanningarnir sækja fram”
og “seilast með girndarþrútinn
hramm(!) (líklega eftir vesal-
ings bannmönnunum) “inn fyr-
i ir ramger reynslu vígi o. s.
frv.” . -
1 kvæði sem heitir “Hvern
fiokkinn viltu fylla?” er mann-
kyninu skift í þrjá aðalflokka.
Sennilega er þó til fjórði flokk-
urinn, flokkur hinna útvöldu,
er skáldið og skoðanabræður
hans fylla, (eða bannvinir) þótt
ekki sé hans getið. Þessa
flokka mætti líklega nefna
auðkýfingaflokkinn, jafnaðar-
mannafiokkinn, og trúhræsn-
araflokkinn, eftir lýsingunni
Þeir fá nú allir mælirinn troð-
inn skekinn og fleytifullan, og
verður ekki sagt að einn verði
• betur úti en hinir. En til dæm-
is um skilningsþroska höfund-
arins og skáldlegt innsýni á
J svið mannfélagamálanna, og þá
| um leið flaumelginn sem vellur
; úr pennanum þegar skáldið og
aðdáendur hans halda að “guð-
móðurinn” sé yfir honum, má
tilfæra eitt erindi úr 2. flokkn-
um, um jafnaðarménnina.
Menn íhugi, að þar eiga t. d.
hlut að máli slíkir menn sem
Tolstoi, Branting, Ramtsay Mc-
Donald, Þorsteinn Erlingsson
og J. S. Woodsworth, svo
nefndur sé canadiskur borgari.
| Þetta sýnishorn er þannig:
j Svo mætir þér hópur, sem heldur
sinn rétt
j himninum stærri að vera.
j Þeir lasta og hata af hjarta þá
stétt,
| sem heldur sig skárri þeim vera..
Þeir tala um manndráp og mann-
vorisku dáð,
og miklast af því sem er glæpur,
‘ seiða og bræða sín hanvænu ráð,
en byggja upp lastanna knæpur. (,!)
Er nú furða, þótt manni
veiti erfitt í bili að melta fleiri
þesskonar inntökur þekkingar
j og lífsspeki, og leggi bókina
' frá sér.
En maður opnar liana brátt
aftur. Ske kynni, að einhver
' peria fyndist, tsem megnaði að
kasta svoiitlum friðþægingar-
ijóma á hnoðbullið. -
Maður rekst á kvæði með
|! fyrirsögninni “Léttvægur fund-
i inn.” Jú, hér er þó yrkisefni,
| Feiknstafa sagan úr örlaga-
þætti Babýlonsborgar, öllum ó-
gleymanleg, sem lesið hafa.
j Kvæði Gröndals rifjast upp, og
með því endurminningin um þá
töfraskelfingu, sem gagntók
og lamaði Inann við sýnina sem
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigt*
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’9
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
hann bregður upp:
“Leiddist öllum ljúffengt vín
ljósin föl í stikum glóðu
myrk og þögul merkin stóðu
MENE TEKEL UPHARSIN.”
En maður >snýr aftur að
þessu nýja kvæði og pælir í
gegnum það. Ekki gefur nú
byrjunin sérlegar vonir, en það
batnar kannske. Það kemur
kannske bráðum. Konungurinn
sendir eftir helgikerum ísraels-
lýðs. Hann skipar. Jú, nú kem- v
ur það loksins!
“Það kom nú stanz á kappans ræða
Kongur blikna vann
Svo undur skjótt nú skelfdist
hann.
Á vegginn mannshönd skýrt ntí
skráði,
Skildi ertginn þó,
en víða heyrðist:
O!—O!—O!”
Nei, hér komast engin orð að.
Hér er ekkert annað að gera
en gefast upp orða- og skil-
málalaust; fela andlitið í hönd-
um sér, og taka undir með
skáldinu ó!—Ó!—Ó!
“Útspekúleraðri” píslir held eg
ekki að hægt sé áð búa ljóð-
rænum manneskjum.
Mér hefir engin skemtun
þótt að því að þurfa að ganga
að þessu verki. Eg hefi ekkí
gert það af léttúð, og það er
síður en svo, að það sé snertur
af kala hjá mér til höfundar-
ins. En leirburðarflóðið er al-
gerlega að kaffæra alla ljóð-
elska íslendinga á síðari árum.
Það er eins og enginn þori neitt
að segja, hvort sem það er af
“samábyrgð”, kunningskap,
meðaumkvun eða blátt áfram
heigulshætti. Afleiðingin hlýtur
að verða sú, og er áreiðanlega
orðin sumstaðar, að almenn-
ingur hættir að kunna greinar- ■
mun góðs og ills, ekki sízt þeg-
ar svo er, sem oft skeður, að
leirburðinum er otað framar
listaverkunum, Um leið minkar
áhugi fyrir sönnum skáldskap,
hverri hlið hans sem er; menn
týna gáfunni til þess að brjóta
til mergjar guðdómlega fram-
setningarlist, og djúpsæar
hugsanir. * Af því rís krafan •
um hversdagssulliö, sem hver
þöngulhaus getur ginið yfir og
látið gufa upp í sig áreynslil-
laust. Og þá um leið gjamm-
ið og ólætin utan um þá, sem
ekki krækja eftir almennustu
leirgötunum, um hugsanaveldi
og listaríki mannssálarinnar.
S. H. f. H.
Takið eftir!
Allir lesendur blaðanna, sem gef-
iö hafa fé til varnarsjóðs Ingólfs
Ingólfssonar, eru hér meg beönir að
veita eftirtekt samþykt þeirri, er
Þjóöræknisþingið gerði um afgan?
samskotanna, í sambandi viö mál
þa.ð um félagsheimili í Winnipeg. Er
samþvkt þessa ,að finna í þingskýrslu
félagsins sem birt er í báðum blöö-
unum íslenzku, undir 3. liö nefnd-
arálitsins í félagsheimilismálirut.
Fyrir hönd sti nefndar ÞjóörækniS-
félagsins.
S. HaUdórs frá Höfnum