Heimskringla


Heimskringla - 14.04.1926, Qupperneq 4

Heimskringla - 14.04.1926, Qupperneq 4
4. BLAÐStÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. APRÍL 1926 (StofnnV 1886) Kemnr Öt A kverjttm ml«vlkudeiL EIGENDUR: • VIKING PRESS, LTD. 853 «K 855 SARGBNT AVE., WINNIPEG, Talslmli N-6537 VerU blaTJsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PIiEfiS I/TD. SIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanÖHkrift tll TIIK VIKING PIIESS, Utd., Box 8105 (JtanÖMkrlft tll rltMtjöra nM t EDITOK HEIMSKHINGLA, Box 8105 WIN.NIPEG, MAN. “Heimskringla is publlshed by jThe Vlklng Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING & PUBIiISHING CO. 858-855 Sarsrent Ave., Wlnnlpeit, Man. , Telephonet N 6537 I _———— WINNIPEG, MAN., 14. APRlL, 1926. Hvoru megin, Islendingar? Það er ekki ósennilegt, að æðimörgum hafi hnykt við hér um daginn, er Mr. Taylor, foringi conservatíva hér í Mani- tobafylki, sýndi sig í því að reka hornin í vísindalega kenslu hér við skólana og reyna að tryggja myrkvísi, heimsku og vanþekkingu varanlegt öndvegi, þar sem glöggskygni, mannviti og þekkingu ber að eiga stóla saman. Það væri ekki ó- skemtileg tilhugsun fyri^ ljóselsk foreldri úr framgjörnum brautryðjendahópi þessa fylkis, ef Mr. Taylor og hans nótum tækist að bola út úr skólunum og frá börnum þeirra allri skynsamlegri vlt- neskju um alt líf á jörðunni, með því að loka úti frá þeim alla glætu frá breyti- þróunarkenningunni og þá um leið öllum náttúruvísindum, er að lífinu lúta, svo að náttuglur og náhrafnar rannsóknarrétt- ar-andans geti í friði vælt og krúnkað úr kirkjuturnum og af skólabustum, í miðaidamyrkrinu, sem þá legst eins og mara yfir land og þjóð, löghelgað af “æðstu prestum og foringjum fólksins”. “Þá er þínu hætt, er veggur nábúans hrennur”, segir latneska máltækið, og sannarlega hefir ekki gengið svo lítið á hjá nábúum vorum syðra, að ekki væri allra veðra von. Þrjú ríki hafa með lög- um bannað alla líffræðiþekkingu í skól- unum, og á löggjafarþingum þrettán ann- ara ríkjá, hefir þessi miðaldatilberi van- þekkingarinnar stungið upp höfðinu. En það er nú svona, að mönnum hættir til að hughreysta sjálfa sig með því, unz ellefta stundin slær, að það sé þó óhugs- andi að manns eigið heimili geti nokk- urntíma orðið annar eins Álfhóll, og heiinili nágrannans. Þess vegna hafa margir hér nyrðra látið sér nægja að brosa góðlátlega að undirganginum frá “apa”látum einstakra löggjafarþinga suð urfrá. Hugsað eitthvað á þá leið, að ekki væri við góðu að búast af vesalings fólk- inu suður í þessum “Benighted States”, eins og Mencken eitt sinn komst að orði, ekki óheppilega, þar sem 75% af allri þjóðinni sé á sama þroskastigi andlega, eins og sæmilega greindur tólf vetra pilt- ur eigi að vera. Sumir hafa ‘ máske gngið svo langt, að finna til meðaumkv- unar með þeim' þar syðra. En nú, þegar farið er að rjúka úr glæð- unum hjá oss, vakna menn vafalaust til sannfæringar um það, að hér muni vera nóg af pottbrotum líka. Það er engin hætta á því, að Mr. Taylor eigi ekki næga stuðningsmenn á meðal vor. Það er nóg hér af svokölluðum leiðtogum lýðsins, er halda því að fólki, að með því að ná ein- hverri prófmynd, eða læra biblíuromsur og ritningarstaði utan að, algerlega «kiln- ingslaust. eða með því blátt áfram að klæðast fötum með vissu sniði, sé vissa fengin fyrir því að það sé vilji guðs al- máttugs, að þeir skilji sauði og hafra og þenji sig gegn allri þekkingu, steyttir af 3000 ára gömlum Gyðingatrúarbrögðum og bábiljum. Ágætt dæmi þessara manna, og ekki af lakari endanum, er séra M. G. Gutzke, að dæma eftir ræðu, er prentuð var í vetur í öðru Winnipeg- blaðinu enska — athugasemdalaust auð- vitað. Meðal annars skýrði hann til- heyrendum frá því, að: “Með því að taka þátt í þeim máiefn- um, er ríkið snerta, myndi kirkjan leggja á háskalega braut, sem að lokum myndi ríða henni að fullu. Kirkjan hlýtur ávalt að halda sér algerlega frá ríkinu. Ríkið var af þessum heimi. Kirkjan var Guðs ....” “.... Stjórnmál, aiþjóðamál og þjóð- mál eru áþreifanlegir hlutir, og vér tök- um öll þáltt í þeim, en vér megum ekki gleyma því, að þetta er alt af þessum heimi, en kemur ekki kirkjunni við. Ríkismál tilheyra ríkinu og kirkjumál kirkjunni. Jesús sjálfur sagði: “Gefið keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er. Ríkið hefir alls ekkert ,að bjóða kirkj- unni til handa. Þjóðirnar eru ekkert ann- að en strákofar fyrir augliti Guðs. .-.. “Guð skapaði kirkjuna, og Guð setti hana á jörðina. Kirkjan er andlegt sköp- unarverk......” Svona er nú hljóðið í séra Gutzke um þetta atriði. Það er óþarfi að rekja lengra viðhorfið á öðrum sviðum. — * * * Það átti fyrir þeim, er þetta ritar, að liggja, að fara víða. Mesta áhugamál hans á því ferðalagi hefir verið að kynn- ast sálarlífi, máli, lunderni, siðum og hátt erni þeirra þjóða, er bar í færi; jafnt lægri stéttum sem æðri. Hvernig sem það hefir tekist, er það þó víst, að bezta meðaltalið varð hjá íslendingum, þrátt fyrir ýmsa galla í fari þeirra og fjölmargt, sem þá skortir. Munurinn hefir oft virzt sáralítill. En eina náðargáfu virðist hon um þeir hafa fram yfir allar aðrar þjóðir, sem á veginum hafa orðið, og það er að almennara sé meðal þeirra heilbrigt öfgalaust vit, en meðal nokkurrar ann- arar þjóðar. Hann hyggur að ekkert sanni þetta betur en sú staðreynd, að þráft fyrir ótrúlega kúgun og kröm, einangrun þjóðarinnar, og einangrun ein- staklinganna í skammdegismyrkri og ó- ' vistlegum híbýium, þá eru engin dæmi I til þess að steypiflóð trúarbrjáisemi hafi skolað um heilar sveitir eða héruð, eins og t. d. svo iðulega hefir átt sér stað meðal hinna afbragðs vel gefnu frænd- þjóða vorra á Norðurlöndum, oft með svo afskaplegum afleiðingum. Aldrei man sá, sem þetta ritar, eftir því að hafa les- ið eins hryllilega frásögn, að undanskil- inn^ smásögu Kiplings, “The Sign of the Beast”, eins og lýsingu á heilli sveit nyrzt í Svíþjóð, er var í heljargreipum slíkrar brjálsemisöldu sumarið 1915. Sú frásögn var í skýrslu, er læknir og prestur, er sænska stjórnin sendi þangað norður, sendu blöðunum. Ef svo óhamingjulega tekst, að sá vöxt ur hlaupi í ofstækið hér í Canada, að al- varlega reyni á flóðgættirnar, þá er öll von til þess að íslendlngamir hér skipi sér yfirieitt þétt á stíflugarðinn til varn- ar, að heilbrigt vit þeirra ráði sem fyr skoðunum þeirra og athöfnum. Ekkert hefir sannfært oss betur um þetta en afbragðs vel rituð grein, er birt- ist í febrúarhefti “Sameiningarinnar” í vetur. Greinin er eftir ritstjóra tímarits- ins, hinn góðkunna prest lúterska safn- aðarins í Winnipeg, séra Björn' B. Jóns- son, D.D. Fyrirsögnin er: “Er kirkjan að fara eða koma?” Höf. drepur fyrst á það, að um allan heim sé kirkjan að hafa klæðaskifti. Er þó ekki átt við það, að grundvallarsann- indi trúarinnar séu á nokkurn hátt að breytast, heldur aukaatriðin, sem komin eru frá mönnum. Andi kirkjunnar hafi þolað allar búningsbreytingar liðinna alda, af því að kirkjunni sé það eðli með- fætt, að sníða klæði sín eftir högum og háttum samtíðarinnar. Víðast geri hún það fúslega. Þar er hún að koma. En sumstaðar fáist hún ekki til þess að hlýða því tilverulögmáli sínu. Þar sé hún að fára. Og svo skýrií- jhöf það nánar, hvernig ástatt sé fyrir þeirri kirkju. Véiy getum ekki stilt oss um að tilfæra þá snildaríegu greinargerð: “Kirkja, sem er að fara, er kirkja, sem háð hefir verið einstrengingslegum sérkreddum. Dagar þeirrar kirkju eru taldir. sem gerir auka-atriði að aðalatrið- um trúarinnar. Það er sama, hvort þau auka-atriði hafa talist til rétttrúnaðar eða afneitunar.*) Það stendur nú engin kirkja lengi, sem á tilveru sína undir áíherzlu á auka-atriðum, hvort sem það er ný eður gömul kirkja. 1 öðru lagi er kirkjan, sem er að f^ara, kirkja, sem ekki gefur sig við nauðsynja- málum mannfélagsins; kirkja, sem læt- ur sig engu varða baráttu erfiðismanna fyrir daglegu brauði; kirkja, sem ekki stranglega framfylgir kröfum siðferðis- legs réttlætis í mannfélags-málum; kirkja sem ekki reiðir öxina að rótum hinna fúnu trjáa í félagslífi mannanna.**) Dagar þeirrar kirkju eru taldir, sem ekki áræðir að tala á torgunum í nafni lifanda Guðs. Sú kirkja, sem ætlar sér að standa utan við mannfélagið, fær ekki staðist; og því síður sú kirkja, sem gerist ambátt ein- hverra sérflokka mannfélagsins, hvort heldur stóriðjuhöida eða öreigalýðs, eður 40 Auíkent hér. 4M>) Auðkent hér. einhvers annars sérstaks hluta mannfé- lagsins,—rétt eins og einginn söfnuður fær þrifist, ef hann er háður sérstökum flokk eða “klíku”. f þriðja lagi er sú kirkja á förum, sem vanrækir að klæða kenningu sína þeim fötum, sem samboðin eru og fullnægja vísindalegri þekkingu samtíðar sinnar. Það gagnar ekkert að velja þekkingu sam tíðarinnar ókvæðisorð. Það er ekki ann- að en vitnisburður þess, að maður sé dag- aður uppi sem nátttröll og skorti ment- un.*») Kirkjan, sem er að fara, er hver sú kirkja, sem ekki er í sjáUfri brjóstfylk- ingu þeirra hersveita, er sækja fram i látlausri leit að þekkingunni. Sú kirkja, sem felur sig fyrir ljósi þekkingarinnar og ekki er því vaxin, að krefjast heiðurs- sætis í háskólum, er kirkja, sem er á för- um. Lúter óttaðist ekki þekkinguna. Hann kaus sér varnarþing í háskólum þjóðar sinnar. Hann boðaði trú sína í höfuðbólum vísindanna. Sú kirkja er að fara, sem ekki hefir þrótt til þess að koma á mary^amót í sölum þekkingarinn- ar og halda þar velli. í fjórða lagi er sú kirkja á förum, sem ekki hefir lifandi boðskap að færa sam- tíð sinni. Sú kirkja er að fara, sem mið- ar allan boðskap sinn við Gyðinga, sem bjuggu langt austur í heimi fyrir 2—4 þúsund árum, en heyrir ekki hjartslátt sinnar eigin þjóðar. Sú kirkja, sem þekk- ir allar götur í Jerúsalem, en villist, ef hún kemur í Reykjavík eða Winipeg, er á förum.****) Sú kirkja, sem ekki hef- ir heilagan boðskap Drottins að færa sínum stað og sinni stund, er að fara. Sú kirkja, sem ekki iætur leiðast af heilögum anda nú, sem á fyrstu hvíta- sunnu, er að fara.” ,* * * Þeim ber ekki vel saman um hlutverk kirkjunnar hér í heimi, dr. Birni og séra Gutzke. En það eru áreiðanlega ekki ís- lendingamir, sem þurfa að bera kinnroða fjrrir þann samanburð. Svo sannarlega sem heilbrilgð skynsemi og þekking er glapsýni og fáfræði æðri. Og hvílíkur munur er ekki að geta flutt lesendum aðra eins hugvekju og þessa frá hendi dr. Björns, eða mála'- lengingar fávísinnar með feitu letri, eftir William J. Bryan, að ekki sé nú minst á hálfu lélegri moðrekjur andlegar, sem allar eru úr sama stabbanum. Hvoru megin, íslendingar?' Hvoru megin, ef upp skyldi renna sá dagur, að útlegðar bíði héðan úr mentastofnunum annarhvor guðanna: Bióðfórnar Jehóva biblíu Gyðinga, eða Guð kærleikans, sann- leikans og þekkingarinar; sá Guð, sem Meistarinn frá' Nazareth vitnaði um? Hvorum þeirra mynduð þér fela böra yðar? Björgvin Guðmundsson. Hrörnar þöll sús stendr þorpi á hlýrat börkr né barr; svá es maðr sás manngi ann hvat skal hann lengi lifa ? Mér er ljúft að mæla með áskorun þeirri, er birt hefir veriö í íslenzku blöðunum, um sam- skot til námsstyrks fyrir Björgvin Guðmunds- son. ÞaS er ekki að ástæðulausu, aS margir mik ilsmetnir menn í Winnipeg og út um bygðir Is- lendinga, hafa nú tekið höndum saman* til að styrkja þenna efnilega mann til frekara náms. ÞaS er nú orðið alkunna, að B. G. er miklum hæfileikum gæddur á tónlistarsviðinu, svo mikl- um hæfileikum sem tónskáld, að undrum sætir. Eftirtekt sú, sem hann hefir vakið á sér á því ; sviði, virðist fara fram úr öllu því, sem menn geta. gert sér i hugarlund. Listrænir menn, sem heyrt hafa lögin hans sungin, ljúka allir lofs- orði á þau og sjálfsagt að verðtigu. Það er gleðiefni fyrir hvern og einn, að Ijá lið sitt hverju góðu málefni. Einkum þegar vissa. er fengin fyrir því, að slíkt lið geti komið að hot- ; um. Eg þekki þenna unga listamann (B. G.), og veit því, að hver sú hjálp, sem honttm yrði í "té látin, myndi ekki verða fyrir gíg. Eg er þess fullviss að B. G. myndi ávaxta pund sitt, með þeirri sömu samvizkusemi og ástundun, sem ! hann hefir leitast við að hlúa að því gegnum j árin, sem þðin eru síðan hann fyrst varð var þess J neista, sem lifnað hefir i sáltt hans. Fyrir þá ! eiginleika, sem raunar má víða finna hjá þjóð j vorri, hefir ónærgætni og kaldsinni mannltfsins 1 ekki náð að granda hinni dýrmætu gáfu. B. G. ! hefir barist vel gegnum vonbrigði og fátækt, með j hugann allan á því að framleiða þann ávpxt sál- ! •ar sinnar, sem guð hafði blásið honum í brjóst j í svo rikum mæli. Hann sá snemma, að ef hann ekki gerði það, þá myndi líf hans fara forgörð- um; því hann gat ekki gert neitt annað, sem í var í fullu samræmi við lífshugsjónina. Þannig | er rétt lýst manninum, sem nú er í fuílri alvöru ! ¥¥¥) Auðkent hér. Auðkent hér. * farið fram á aö rétt sé hjálparhönd. Menn verða aö gæta að því, að hér er ekki verið að mælast til að Björg- vin Guðmundsson sé styrktur til náms vegna mannsins sjálfs, þrátt fyrir mannkosti hans og gá,fur. Heldur og miklu fremur, er hér áskorun til allra góðra Islendinga, um að hlúa eftir megni að hverju því bezta, sem j á sér rætur í þjóðlífi voru. IJlú að j því þannig, aö meðal anna.rs geti j það orðið oss sjálfum og afkomend- j um vorum til blessunar og eftir- j breytni. y 1 ! Sumir halda því fram að vér Is- j lendingar séum svo sundurlyndir og | skiftir í skoðunum, að slíkt verði sí j og æ til farartálma hverri nýtri hug- i sjón, sem skapast hjá oss. En mér ] er nær að halda að ósamræmið það sé oft og tíðum meira á yfirborðinu j og ef slegið er á hina réttu strengi j í fullri alvöru og einlægni, eigi hvert j gott og göfugt málefni hvergi betri stuðningsmenn en' vora íslenzku j menn og konur. Eg vil því staðfastlega. mæla með þvi, ag menn taki hér höndum saman | og leggi fé í Björgvinssjóðinn, sem j þegar hefir verið byrjaður, með það j eitt fyrir augum að hlú a.ð listgáfu hverri, sem vér kunnum að verða í varir við á meðal vor. ekki einungis j nú, heldur og í allri framtíð. Árborg 11. apr. 1926. S. E. Björnsson. ----------x---------- Nýr leikur. (Frh. frá 1. bls.) gamla, fjármann séra Olafs, og Ein- ar barnakennara, og það af hinm mestu snild. Tekst honum svo vel, að eg hefi sjaldan eða. aldrei séð bet- ur gert á íslenzku leiksviði. Þegar Einar er að biðja Aslaugar, þá er Bjössi í essinu sínu. Hann er svo aðdáanlega ráðaleysislegur og klaufa legur í allri framkomu, að hann nær áhorfendunum algerlega á sitt vald; og jafnvel þó hann faít.fi fyrir- myndir, sem sumir þykjast þekkja, þá er list hans ekkert síðri fyrir það. Eg álít það skaða,, að Björn skuli ekki komast þangað sem hann fengi betra tækifæri til að þroska þenna. hæfi- leika, því hann er fæddur leikari. Timóteus Böðvarsson leikur Grasa- Valda, Honum tekst framúrskarandi vel að sýna angurværð og góðmensku Valda gamla, og þann a.ndlega þroska sem hann hefir yfir að ráða. Tímóte- us er ágætis leika.ri, enda gerir hann þessu svo góg skil, að fáir myndu betur gera. \Jón Pálsson leikur séra Olaf, og er bann á leiksviðinu mjög náttúrleg ur prestur, og eiginlega miklu náttúr- legri en sumir prestar, sem eg hefi komist i kynni við. Hann fer eink- ar vel með þetta hlutverk, sérstaklega þegar hann er að hughreysta dóttur sína. Gömlu Stinu leikur Mrs. Asta Páls son. Stina er ein af þessum verald- arvönu kerlingum, sem hafa tungurn- ar tvær og tala sitt með hvorri. Asta nær því tungutaki aðdáanlega vel, og 5 öllu fasi er hún nákvæmlega eins og svoleiðis kerlingar eiga að vera. Lýti á þessari persónu var það, a.ð j hún virtist ekkert eldri, þegar hún i kom fram 14 árum síðar, og er það mjög slæmt. Ættu þeir, sem eiga hlut a.ð máli, að lagfæra það, því það ætti að vera hægðarleikur. Skúli Skúlason leikur Lárus, og ag minum dómi er hann um skör fram hranalegur og vonzkufullur í viður- eigninni við Aslaugu; því jafnvel þó hann sé fantur í aðrá röndina, þá elskði hann þó hana. Hann hefði átt að vera blíðari, að minsta kosti meðan hann hafði von um að vinna hana. Skúli virtist ekki ná þeirri hliðinni á Lárusi, en betur þeirri ofsafengnu. Herbert Baldv.insson leikur Svein hreppstjóra og Niicolson skipstjóra, og í siðara hlutVerkinu hepnast hon- um mætavel. Hinar persónurnar í leikmim eru minniháttar, og þýðir ekki a,ð lýsa þeim, enda er þetta þegar orðið nokkuð langt mál. Leikur þessi er skemtilegur, og svo hefir hann gullvægt erindi að flytja. Hann sýnir, hversu þeir á lægstu tröpp um mannfélagsins, geta fyrir stað- fastan vilja og háar hugsjónir kom- ist upp á sigurhæðirna.r. Hann sýnir hina miklu norrænti þrautseigju og þær til baka aftur. Og ha.nn bætir því við, ag hann ætli að skrifa og segja honum, að ef hann vilji selja áfengi við þessa, verzlun, þá verði hann að senda annan verzlunarstjóra. Hann álíti Islendinga ekki svo efn- um búna, að þeir geti sta.ðið sig við að kaupa og borga fyrir það, sem sé verra en ekki neitt. Qg við þetta stóð hann og revndi að fá hina. verzl unarstjórana til að gera þetta sama. En þeir svöruðu allir nei. — Þetta var sannarlegt nýmæli, og einsdæmt a íslandi i þeirri tíð. Hugmyndin var heilbrigð, og mér þótti hún svo fög- ur, þó eg ungur væri þá, að eg sagði upp stöðu þeirri, sem eg hafði þá haft t fleiri *ár, nefnilega a.ð skeinkja og veita vín. Það þótti ffn staða og ýmsir öfunduðu mig af henni. Sjálfur var eg hálfsmeikur við hana, hræddur um að Ba.kkus næði í mig á endanum, eins og hann hafði svo DODD’S nýraapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. hinn listræna íslenzka anda; og hann sýnir ennfremur þá miklu ást og trygð, sem yfirstigur all.a.r eldraunir. Leikfélagið á Geysir á heiður skil- inn fyrir þá miklu rækt og alúð, sem það hefir sýnt, bæði að undanförnu og eins nú, með því-aö koma þessum leik á svona. gott framfæri. '<Það læt- ur fátt til sparað að gera það' vel, úr garði sem það hefir á boðstólum. Til dæmis fengu þeir Fred. Swanson frá Winnipeg til að mála. tjöldin, enda voru þau líka prýðisvel máluð. Fyrir alt þetta á flokkur þessi miklar þakkir skilið, og þakklætið getum við bezt látið í lj^s með því að fjölmenna á samkomurnar, sem hann heldur. Eg geri rág fvrir að leikur þessi verði sýndur víða ennþá, sjálfsagt í Riverton, ef til vill á Gimli, og til Winnipeg ætti hann að fara, því hann er þess virði. G. O. Einarsson. ---------x---------- / Bindindishugleiðingar. Af þvi þaö liða stundum ár, jafn- vel fleiri ár, að ekki sést eitt einasta orð í íslenzku blöCunum okkar héma. í Winnipeg um bindindismálið, nema ef vera kynni einhver smágrein um það, að bannmenn hefðu orðið fyrir hnekki eða tapi einhversstaðar í heiminum, þá langar mig til, herra ritstjóri, að fá leyfi yðar til að birta hér fáeinar hugsanir mínar um það málefni fyr og nú. Oft hefi eg hugsað um það, hvað fólk er yfirleitt tregt að breyta til frá gömlum vana, þótt einhver sýni þann dugnað a.ð brjótast undan hon- um, og komi með annað í staðinn, sem áður var helzt óþekt, en sem allir gátu séð að myndi bæta kjör og kringumstæður manna, þá er því samt oft illa tekið. Eg skal koma hér með dæmi. Þegar eg var rúmlega tvítugur ung- lingur heima á Seyðisfirði, fyrir og um 1880, þá voru þar veltiár til lands og sjávar, og allir vildu þang- að komast. Þá va.r það að norskum stórkaupmanni datt í hug að setja þar upp verzlun, og sendi Norðmann Sigurd Johansen til Seyðisfjarðar sem verzlunarstjóra. Litlu síðar kom hlaðið skip með allskonar vanalegri verzlunarvöru, og alt gekk sinn vana lega gang, þar til að S. Johansen hafði lesið vöruskrána; fer hann þá óðar út á skip, finnur skipstjóra og segir honum, að þessar áfengis- ámur, sem hánn hafi í skipinu, fari ekki hér í land; hann verði að taka

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.