Heimskringla - 14.04.1926, Side 7

Heimskringla - 14.04.1926, Side 7
WINNIPEG 14. APRfL 1906 HEIMSKRINGLA * 7. BLAÐSÍÐA. Hvat5 lengi sem þú hefir þját5st af bakverkjum, höfu5verkjum, bólgnum lit5amótum, og öt5rum merkjum nýrna- et5a blöbrusjúgdóma, eyöa GIn Pllln vissulegra þjáningum þínum. 50c hjá öilum lyfsölum og kaupmönnum. Natlonal Drng & Chemical P.ompany of ('nnndn, Limltoil TORONTO —--------CAN \ DA 84 Mannmælingar. próf. Guðmundar Hannessonar. Bftir Stcing-r. Mafthíasson. I nokkur undanfarin ár hefir próf. Guðmundur Hannesson notaS fri- stundir sínar til aö mæla hérlenda menn. Hefir hann alls mælt rúmlega 1000 karlmenn, festa. á aldrinuum 20 —40 ára. Niöurstaða þessara ■ mælinga var sú„ aö samanboriö viö aörar þjóöir, eru Islendingar með þeim allra hæstu eöa 173,55 sm, á aldrinum 20—40 ára, en 173,05 sm., ef tekinn er ald- urinn 20—22 ára, sein er herskyldu- aldur í útlöndum og hentugastur til samanburöar, þar eð algengt er aö menn í útlöndum séu þá mældir sem nýjiöar. 1 Almanaki Þjóðvinafélagsins 1925 hefir próf. Guömdndur Hannesson i stuttri ritgerð gert grein fyrir aöal- niöurstöðu mælinga sinna. Þar seg- ir hann (bls. 68) : “Ef nú er spurt, hvaðan Islend- inga?; hafa þessa miklu hæö, þá er aðallega tvennu til að dreifa: Góð lífskjör, fæði og húsakynni auka nokkuð hæðina, en vissulega hafa lifskjör Islendinga verið mun verri en annara Norðurlandaþjóða alla tíð, svó að ekki getur orsökin verið þessi. Að öðru leyti er hæð- \ in arfgeng, eins og margt annaö, og það liggur því næst að halda, að vér höfum erft hæÖina frá for- feörum vorum. Hvernig svo sem í þessu liggur, þá er það víst, að <öll þau erfiðu kjör, sem vér höfum átt við að búa frá landnámstíð, hafa ekki megnað að lækka oss í lofti. Eft- ir þúsund ára kröm og kúldun í kulda. og myrkri norður undir heimskauti ber norræna kyniö höf- uðið hátl á Islandi og ^ver sig í ættina við Austmenn hinumegin hafsins.” G. H. hefir nýlega gefið út allstórt rit (254 bls.) á þýzku, um mælingar sínar, og fylgir það Arbók Háskól- ans. (Körpcrmasse und Körper pro- portioncn dcr Islænder. Rvk. 1925.) Þetta er eitt með merkustu vís- indaritum frá hendi Islendings, og þar sem fróðleikur þess er þess eðlis að hann með góðum rökum eykur þjóðinni álits í augúm útlendra fræöi manna, megum vér þakka. G. H. hjartanlega fyrir þá miklu eljti og dugnað, sem hann hefir sýnt i þessu aukastarfi sínu. Því þó það sé fri- stundaverk, þá mun það þó að lík- indum verða öllu öðju fretnur til aö halda nafni hans lengi á lofti. Skal eg nú stuttlega skýra frá og athuga hið helzta í riti þessu. Fyrstu 38 bls. eru skemtilegur inn- gangur, þar sem sagt er frá uppruna landnámsmanna, lífskjörum þjóðarinn ar gegnum aldirnar, mannfækkun og mannfjölgun á víxl, ástandi á vorum síðustu og beztu tímum, og loks gerð grein fyrir mælingaraöferðum höf. og verkefni. Þar á eftir kemur ítarlegt yfirlií yfir mælingarnar alnVent og síðan mælingar hinna ýmsu likamsparta með stöðugum ,samanburði við annara þjóða mælingar, einkum Norömanna. Sá getur bezt úr flokki talað, sem eins og undirritaður var veiddur af G. H. til að láta mælast, að þaö var ekkert áhlaupaverk, sem G. H. hafði þar sett sér fyrir. I>vi fyrst var nú það, að hann þurfti bókstaflega að veiða menn a.f ýmsum stéttum, sem hann hitti á götu sinni og fá þá siðan til að afklæðast niðri í Alþing- ishúsi og standa berstripaðir í 'hálfa klst. meðan- han mældi þá í krók og kring með hugvitssönium mælingar- verkfærum, eða tók alls 41 mál af ýmsum hlutum og hlutföllum likam- ans, auk þess sem hann tók skýrslu um aldur, ætt, átthaga. og mörg ein- kenni við útlit, vöxt, lit augna, hárs og hörnnds o. s. frv. og ritaði alt niður með hinn mestu nákvæmni. En rnesta starfið var fólgið í þvi eftir a, að vinna. úr öllum skýrslunum, reikna sundur og saman allar tölurnar, lesa sér til fróðleiks mesta sæg af útlend- um mannmælinga.ritum, til að vinna í samræmi við höfunda þeirra, og loks fá heildaryfirlit og niðurstöðu rannsóknanna. Sérstaklega fanst mér mikið til um erfiði höf., þegar eg sá hann aö verki við útgáfu þessa rits, sá allar tölurnar, töflurnar og útreiþningana, sem fyrir komu alt af annað veifið, því ÖIIu slíku hlaut að fylgja mikil umhugsun og yfirlega og þreytandi reikningur. Eg gladdist þá yfir þvi, að eg sá að hann hafði fengið sér góða og fágæta hjálp, en það var hvorki maður né kona, heldur dauð- ur hlutur. Það var þýzk reiknings- vél, mesta furðuverk. Hún líktist, að mér fanst, rúnakefli og var alsett tölum. Hún var samsett a.f ýmsum hólkum með gluggum á, sem mátti draga til og stilla ýmislega í hlut- falli hvorn við annan, eftir þvi hvaða tölur menn vildu leggja saman, marg- fa'da, deila. o. s. frv. Gekk þannig reikningurinn leikandi og sparaði G. H. afarmikið ómak. Hefði þetta þótt slæm fjölkyngi fyrrum. Eins og fyr er sagt, reyndist hæð Islendinga um tvítugsaldur 173,05 sm. Til samanburðar skal geta þess, að jafnaldraðir Svíar eru taldir 171,7 sm., Norðmenn 171,6 sm. og Danir 169,6 sm. Engar þjóðir í NorðuG álfu eru hærri, að undanskildum há- Skotum. Þeir bera nafn með rentu og eru að meðaJhæð 174.6 sm. Þessi mikla hæð okkar Islendinga gekk svo fram af G. H„ að hann Iagðist djúpt til að finna villur í sín- um mælingtim og reikningum, en fann ekki. I'rátt fyrir það vildu efasemdir ásækja hann og kastar hann fram þeirri tilgátu (bls. 242), að ske kynni að hann hafi yfirleitt hitt á menn af hærra tagi og helzt hefði hann þurft að mæla fleiri. Hann huggair sig þó með því, að hæðin, sem hann hefir fundið, er svo mikil, að tæplega myndu fleiri mælingar færa ha.na til- finnanlega niður, svo í öllu falli verð- um við eftir sem áður hærri en frænd ur vorir Norðmenn og Sviar. Á hinn bóginn e> honum góður stuðningur i því, að 5 fræðimenn, sem á undan honum hafa mælt menn hér á landi, þeir Englendingurinn Beddoe, Pálmi Pálsson kennari, Páll Jónsson bú- fræðingur, D. Sch. Thorsteinsson læknir og Svíinn L. Ribbing, hafa allir fengið nokkuð svipaðar meðal- tölur og hann (þ. e. 170,00; 172,425, 172,67; 172,72 og 173,80 sm.) Hæsti maðurinn sem G. H. mældi var 192,2 sm. (skaði að ekki náðist til Jakobs Bjarnasonar í Sea.ttle, því hann hefði verið mun hærri), en lægsti 156,1 sm. Hæstu menn fann liann jafnaðar- lega. meðal Sunnlendinga, en úr sér- stökum sýslum landsins gnæfðu Suð- ur-Þingeyingar hæst; einkennilegt var hins vegar, að Norður-Þingey- ingar reyndust honum minStir af landsbúunj, en mælingar voru of fá- ar til þess a.ð mark sé á takandi. Við samanburð á stéttum manna, kom í ljos að skólapiltar og lærðir menn voru yfirleitt hæstir, þar næst kaupstaðarbúar holt og bolt, þá sjó- menn og seinast sveitamenn. Mun- urinn var þó svo lítill, að fátt má með rökum af því leiða, en þó get- ur G. H. ekki stilt sig um þá tilgátu að til skólagöngu og embættisvegi sæki yfirleitt þeir, sem séu af góðu bergi brotnir og þa.r fyrir vænni að vexti og gáfum og með meira sjálfs- trausti. Að háralit segir G. H. (bls. 247), að vér Islerjdingar séum yfirleitt talsvert dekkri en Norðmenn og stafi það sjálfsagt af vorri keltnésku bloðblöndun. Hins vegar er augna- liturinn svipaðúr og hjá Norðmönn- um. Og hvað limastærð snertir, bol breidd og lengd og önnur vaxtarhlut- föll erum vér líkastir Norðmönnum, en þó kemur þar stórmcrkilegt atriði til greina. Höfuðmál Islendinga sýnir, að langskallar eru hér tiðafi en rneðal hinna Norðurlandaþjóð- anna, og jafnvel tíðari en í þeim héruðum Noregs, þar sem þeirra gæt ir mest, eins og í kringum Þrándheim. Nú er það almenningi kunnugt, að mannfræðingar telja hina norrænu langskalla bezta kynið, víkingakynið sem lagði undir sig stuttskallana, er áður réðu landinu og haldið er að hafi verið lágsigldari að menningu og atgerfi. Að langa, og breiða höfuðkúpulag- ið er nokkru tíðara hjá okkur en hjá Norðmönnum (eða 23,9% hjá okkur, en 15,1% hjá þeim) kemur nú einmitt heim við gamlar tilgátur þeirra próf. Sars, próf. Arbos og Beddoes hins enska, að það hafi ein- mitt verið langskallarnir, höfðingjar með hreinu víkingablóði, sem mest tóku sig upp til að nema land á Islandi. Þarna er þá mergurinn málsins. G. H. hefir með mælingum sínum getað staðfest með allgildum rökum tilgátur þessara vísindamanna. Mun þett gleðja alla ættjarðarvini, þótt sumir kunni að segja að þetta hafi svo sem verið auðvitað mál, því nógu oft hefir verið gumað af ættgöfg- inni. En efalaust kemur mörgum það á óvart, hve háir vér höfum reynst í samanburði við aðrar þjóð- ir. Mest er þó að gleðjast yfir því, hve kynstofninn aJlur hefir verið seigur gegnum hor og harðrétti ald- anna. Eg er nú samt sá gikkur, að mér finst þetta ekki nóg, sem G. H. segir okkur af langskallafjöldanum vor á meða.l. Hann fann ekki fleiri en 23,9% langskalla af öllum hqpnum, hinir allir, eða 76,1% voru undir- málsmenn (miðlungshausar og stutt- hausar). Mér finst undarlegt, ef víkinga- blóðið va.r svo gott, að það ákykli þá ekki verða duglega ofan á í bar- áttunni fyrir tilverunni. I drepsótt- unum og hungrinu átti það dýra blóðið að lifa en hitt að drepast, sem ekki var höfðingjablóð. Því drjúgur sla.tti var til af ógöfugra manna blóði. Landnáma Isegir, að aðeins þriðjung- ur landnámsmanna hafi verið fólk af góðu og göfugu kyni, mést Norðmenn en nokkuð af Keltum (sem voru stutt- höfðar). Hitt alt, var að minsta kosti í augum fornmanna, misjafnt rusl af herteknu fólki vqstan og aust an um haf. Þó fyrir kaani að rnanið gæti verið vel ættað, eins og t. d. Melkorka, þá var fleird af hinu taginu, og sjálfsagt sumt af Slafa.- kyni austan úr Kyrjálabotnum og Eystrasaltslöndum. Mér óar við að hugsa til þess a.ð mikið af okkar áð- ur sögðu 76,1%, sem ekki eru lang- skallar, skuli eiga ættina að rekja til svo heimskra þjóða. Þá kann G. H. að svar^: "Mikið af því eru Keltar eða sambland Kelta og Norð- manna — og Keltablóðið gerði haus- ana að vísu styttri, en gaf þeim dökt hár, brún augu og skáldlegt hug- myndaflug.” Eg skal játa, að eg á bágt með að komast nokkuð niður í mannfræð- inni, þó eg hafi lesið ýmsar bækur og seinast Marret (sem mér fanst ærið staglsamur og yfirborðshunda- vaðslegur). Lærðu mennirnir eru svo afar ósammála um hluti, sem alla fýsir að fræðast um. Þaö er mest- alt tilgátuvefur, líkt og margt í jarð- fræðinni, og altaf koma nýir spek- ingar fram til að rífa niður kenning- a.r hinna. “Hvad der er sanning i Berlin ach Jena- — er endast daaligt skemt « Hjeidelberg,”*) sagði Fröding einhverí staðar. Nú á tímum ríkir mesta tröllatrú á norræna kyninu, eins og aJdrei hefði fundist annað betra. Og þetta kann að vera gott fyrir ókkur meðan sú trú stendur. En það er ekki nóg að vera langskalli og stór vexti. Það eru líka Negrar og Eskimóar. En Patagóníumenn og fleiri eru svo sem nógu stórvaxnir. Hinu trúi eg fast, “að margur sé knár þó hann sé smár.” *) Það sem er sannleikur í Berlín og Jena, er aðeins léleg fyndni i Heidel- berg. Ritstj. x Það hefi gengið í bylgjugangi um gengi þjóðanna í veraldarsögunni. Hver hefir tekið við af annari- og þózt bezt í það og það skiftið. Lajigskölluðu víkingarnir lögðu undir sig stuttskallana, sem bygðu Noreg og Svíþjóð á undan þeim, en þó gátu þeir ekki bygt þeim út. Enn hafa flestir Skandínavar undirmáls- höfuð eins og við, og hafa þeir erft það ættarmark af stutthöfðum lands- ins í fyrndinni. Þeir eru ekki heimsk ari eða verri fyrir það, vildi eg halda. Þó máltækið segi “Lítið vit býr< í litlum kolli”, þá er það engu sann- ara. en hitt, “Heimskur er jafnan höfuðstór”. Þó langskölluðu vikingarnir væru á sinni öld vopnfimari og betur að sér gervir en þeir stuttskölluðu, þá gæti eg eins vel trúað að hinir síðar nefndu hafi haft aðra kosti engu siðri til þroska. Eg trúi ekki á órjúfanlega kyn- festu góðs og ills, sem svo mikið er um talað án þess næg rök séu fyrir. Eg trúi þvi að af refilstigum geti stundum og máske oft komið bezta fólk, ef guð lofar. Loksins vil eg minnast á eitt. Eg heyrði ýmsa eldri menn vestan hafs halda því fram, að unga kynslóðin vestra hefði að mun hækkað og stækkað í samanburði við forfeður sína, og þökkuðu þeir það bættum Iifskjörum í Góserrtandinu. Mér þótti þá gaman að vitna. til rannsókna G. H„ sem eg vissi þá að sýndu meö rökum hig sama heima í gamla land- inu. Nú hefi eg ííka hér heima heyrt garnla menn fullyrða einnig, að þeir sjái mun á kynslóðinni yngri og þeirri, sem þeir mundu eftir fyrrum. Próf. G. H. heldur þvi pú fram, að kynið hafi ætíð haldist stórvaxið frá byrjun. Eg leyfi mér að efast um þetta. Eg gæti trúað að kynið sé breytingum undirorpið og geii smækkað á tímabilum örbirgða.r og vandiæða, en vaxið fljótt i velmeg- un, líkt og hundar Hermanns von Hösslins, sem getið er um í ýmsum * líffræðiritum. Hér á landi eru eng- ar gamlar mannmælingar til að sanna þetta. En æins og G. H. segir á bls. 241 í bók sinni, hafa mannmælingar á Norðurlöndum sýnt talsverðan stærðarmun á nýliðum frá því um 1840—55. Da.nir hafa stækkað um 4,1 sm„ Norðménn um 3,0 sm. og Svíar um 4,4 sm.. Bkyldi ekki vqra svipað um okkur Islendiftga, og allir eiga þetta að þakka því, að þeir hafa fengið vel að eta og betri aðbúð en áður. F.n hvað stoðar það nema í bili samkvæmt sögunnar reynslu’? Er ekki sultur og allskonar skortur með köflum, langtum betri til a.ð velja úr kyninu og herða það. Samkvæmt ra.nnsóknum G. H. virðist margra aldra fátækt og vandræöi (þar á meö allmikið óhóf í brennivíni í tvær aldir eða þar til Templarar tóku við stjórn- inni) ekki hafa. merkt kynstofninn neitt illa, þvert á móti sýnist hann alveg furðanlega efniiegur enn, að minsta kosti samanborið við aðra. Manni verður að halda, að einmitt mikið af því, sem við köllum ilt, miði aQeins til góðs (eg meina þó ekki þar með brennivínið). Margt i veraldar- sögunni bendir á, að hver sú þjóð, sem á lengi við svoneúnda góða daga a.ð búa, bíði af þvi að minsta kosti eins mikið tjón, ef ekki meira, en sú sem agast af ísköldum éljum, sulti og seyru, sóttum og öðru harðlífi. Hvað segir ekki hann Davíð kollega Thorsteinsson um sjómennina við Djúpið? Eftir að þeir höfðu hætt róðrunum og sátu hverja vertíð eftir a.ðra í makindum á þilfari mótorbát- ánna (reykjandi sigarettur?), þá rýrn uðu upphandleggir þeirra úr 36^—34 sm. niður í 33—31 sm. Eg held að þetta sé ilt. Þess vegna hjó eg eft- ir þessum merkilegu mælingum Da- víðs læknis, sem próf. G. H. vitnar í á bls. 22. Við skulum vona að þessi og þvilík hnignun i meðlætinu kom- ist ekki í kynið, heldur sé aðeins. hverfandi ský. En hvað legst í ætt- ir og hvað ekki? Gömlu víkingarnir voru sterkir og stórvaxnir og höfðu

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.