Heimskringla - 19.05.1926, Side 1
XL. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 19. MAÍ, 1926.
NÚMER 33
Canada.
Frá Lond<5n er símaS í gær, aö talö
sé víst þar, að Wiílingdon lávaröur
muni veröa eftirmaður Byng lávarð-
ar, sem ríkisstjóri Canada. Er búist
við .opinberir skipan hans í júlímán-
uöi. Skipar brezka stjórnin ríkis-
stjóra hér, og hefir Canada ekkert
atkvæöi um það, samkvæmt stjórnar-
skránni, en^ganga má að því vísu, aö
ekki sé neinn skipaður án vitundar
og vilja canadisku stjórnarinnar.
Kom Willitigdon lávarður til Ottawa
í vetur og dvaldi þar viku, sennilega
til að "kvnna sér landið”.
1 nótt sem leið voru fjárlögin bor
in undir' atkvæöi í Ottawa. Voru
þau samþykt meö 121 atkvæði á móti
10/8. Framsóknar flokkurinn stóð sem
einn maður með frumvarpinp og
conservatívar sem einn maður á móti.
Var þó búist við að sumir þeirra, er
fylgjandi eu bæði skattalækkun og
tolllækkun á bilum, og höfðu yíirleitt
ekkert út á fjárlögin að setja, myndu
greiða o.tkvæði með þeim. En þeir
hafa látið flokksfvlgið ráða meiru
en sanníæringuna, eins* og góður
hjarðsiður er, stjórninálagarpa, sem
lýðurinn kýs á þing .hverju nafni
sem þeir nefnast. ^
—
Erlendar Fréttir.
Póiflugið,
“leggur tií" við konung, bíður ekki
lengi staðfestingar.
Merkasti viðburður á amerískr:
jörð vikuna sem leið er lending
Amundsehs og þeirra félaga, á loft-
farinu “Norge’’ við Teller í Alaska,
kl. 61/2 síðdegis á fimtudaginn, eftir
að hafa flogiö þvert yfir Norður-
íshafið og pólinn, og verið í lofti síð-
an á þriðjudagsmorgun í sömu viku.
Aðfaranótt miðvikudagsins náðu
þeir norðurpólnum. Flugo þeir oft
í kringum hann og vörpuðu útbyrðis
uorskum, amerískum og ítölskum
fánum, festum á broddstengur, þyngd
um i þann endann, svo að þær stóðu
uppréttar á ísnum með blaktandi fán-
um er niður kom.
A fimtudaginn var búist við þeim
i Nome, en þangað var fer&inni heit-
ið; fréttist að þeir hefðu siglt frá
Point Barrow á miðvikudag í hálf-
gerðu dimmviðri. En svo leið fimtu
dagurinn, að ekkert spurðist ti!
þeirra; föstudagurinn sömuleiðis, og
vom þá margir orðnir uggandi um
afdrif þeirra félaga, sérstaklega af
því að hríðir og dimmviðri gengu.
En á laugardaginn barst fvrsta fregn
in út um alla veröldina með leiftur-
Eraða loftskeytanna, að þeir hefðu
ueyðst til. þess -að lenda við Teller.
Er það smáþorp við Behringssundið,
um 75 mílur norðvestur af Nome.
Var svo mögnuð kafaldsising, og
dimmviðri á fimtudaginn, að allan
réiða loftfarsins kla.kaði, en er ís-
vnolarnir hrundu af við stormhvið-
urnar, bárust margir þeirra í skrúf-
mna, sem þeytti þeim sem kúlum væri
skotið gegnuin dúkana, er gasgeym-
arnir eru klæddir. Tóku geymarnir
þá að leka, og eftir nokkurn tíma
svo, að eigi varð v-ið ráðið, enda herti
og veðrið eftir því sem leið á fimtu-
daginn. Varð þá neyðarlending
þarna hjá þeim og Laskaðist skipið
svo, að það er ekki siglingafært leng-
ur. Lauk þannig hinni frækilegustu
loftför, er enn hefir verið farin.
Roald Amundsen, hinn heimsfrægi,
var foringi fararinnar. Með honum;
vöru þeir Lincoln Ellsworth, Ame-
rikumaðurinn, er ferðipa. kostaði að
mestu eða öllu og Umberto Nobile
ofursti í fluglíðinu ítalska, er smíð-
að hafði "Norge”. Skipstjóri var
hinn frægi norski flugmaður Riiser-r
Larsen lautinant, stýrimaður Oscar
höfuðsmaður Wisting og vélmeistari
Oscar Omdahl, Norðmenn báðir.
Sökum betrí aðstöðu munu þeir
félagar hafa rannsakað pólinn betur
en Commander Byrd og Bennett fé-
Verkfallið.
Þá er allsherjarverkfallinu lauk á
miðvikudaginn var, var þó verkfall-
inu ekki lokið áf hendi námumanna.
/Etla þeir sér að. halda áfram verk-
fallinu, unz fullvíst sé að stjórnin
sjái um að námaeigendur sinni kröí-
um þeirra. Sömuleiðis héldu járn-
brautarþjónar áfram verkfalli, enn-
f'remur uppskipunarmenn og ýmsir
aðrir flutningamenn. En á föstudag
inn siðdegis var auglýst, að stjórnin
hefði náð samkomulagi við foringja
þeirra um að taka upp vinnuna aftur.
Voru helztu samkomulagsatriði þau,
að verkfallsmenn skyldu ja.fnskjótt
teknir í vinnu aftur, er þörfin krefði,
og sitja fvrir öðrum, sem ekkert hefði
í skorist; að verkfallsmenn játi, að
þeim hafi yfirsést, að gera ekki
vinnuveitendum aðvart um verkfall-
ið; og að verkamannafélögin lofi, að
tilkynna meðlimum sínum, að þeir
megi ekki leggja niður vinnuna án
undangenginna samningatilrauna við
atvinnurekendur.
Strax kom í ljós að fjöldi járn-
brautarþjóna, flutninga- og uppskip-
unarmaUna voru harðóánægðir . með
þessi kjör og einbeittir, að taka ekki
upp vinnuna aftur. Þykir þeim leið-
togar sinir hafa brugðist. Eru. flutn-
ingar því ekki nálægt komnir í samt
lag aftur.
Baldwin forsætisráðherra hefir i
samráði við ráðuneytið og foringja
verkama.nna lagt fram tillögur fyrir
námumenn og námueigendur. Kváðu
þeir gera sér vonir um, að báðir
aðiljar vilji ganga að þeim. Voru
tillögurnar lagðar fyrir fulltrúa námu
manna- rétt fyrir helgina, og eiga
þeir að kunngera þær verkamönnum,
en á morgun koma fulltrúarnir aftur
sarnan til þess að afráða hvað gera
skuli. Hefir það frézt siðast af
þessum málutn.
þeir félagar nú til áhlaups gegn Pils-
udski í Varsjá. — Sagt er að urn 500
manns hafi fallið í þessum skærutn.
* * *
Ekki er glögt, hvað vakir fyrir
Pilsudski með þessari byltingu. —
Kemur það seinna í ljós. Héldu
rnenn fyrst, að hann væri að seilast
eftir alræðismannsembæltti, eins og
Mussolini á Italíu og de Rivera á
Spáni. Neitar ha.nn þó harðiega að
svo sé. — Fyrir hálfurn mánuði varð
forsætisráðherrann Skrzynski greifi,
að segja af sér. Fól forseti þá M.
Grabski að mynda ráðuneytið, og
kveður Pilsudski þá ráðstöfun or-
sök byltingarinnar. Var Grabski áð-
ur forsætisráðherna, og kveður Pils-
udski hann þá hafa gert alt til þess
að eyðileggja herinn, en hann sé
Póllands eina von. Neyddi hann for-
seta að taka heldur Witos, en hefir
þó ekki verið ánægðari en svo eftir,
að hann hóf byltinguna.
Uppreisn á Póllandi.
Víða gerast nú stórtiðindi. A mið-
vikudaginn var hóf Jósef Pilsudskr
marskálkur, sem Pólverjar hafa talið
helztu þjóðhetju sína nú síðari árin,
uppreisn gegn stjórninni. Var hann
vfirforingi- alls hersins og, fékk mik-
inn hluta hans í lið með sér. Flýði
stjórnin frá
Fjœr og nœr.
i
iSamsæti var þeim hjónum, séra
Albert E. Kr'istjánssyni og Önnu
konu hans haldið að heimili þeirri
föstudagskvöldið 14. þ. m., í tilefni
af heimkomu þeirra eftir vetrardvö'.
Winnipeg. Heimsóknin var óvænt
og fluttu gestirnir með sér vistir og
annað er til fagnaðarins heyrði. —
Rúmlega 50 ma.nns voru þarna saman
komnir, flest safnaðarfólk séra Al-
berts úr söfnuðinum í Grunnavatns-f
bygð. Húsfrú Oddfriður Johnson'
frá Lundar, sem hafði orð fyrir gest-
unum, skýrði frá, að tilgangurir.-v
með heimsókninni væri sá, að fagna
hjónunum eftir burtveru þeirra. og
einnig að minnast afmælisdags yngstu
dóttur þeirra, sem bæri upp á þenna
dag. Hún var þá tveggja ára göm-
ul. Húsfrú Oddfríður afhenti þeim
gjafir og einnig afmælisbarninu. ‘—
Voru þær bifreiðarábreiða mjög
vönduð og skotsilfur nokkuð. Auk
hennar töluðu þar Agúst Magnússon,
Vigfús Guttorn^son er flutti erirfdi í
ljóðum, Andrés Skagfeld og Guðm.
Arnason. Milli ræðanna voru súngn
ir íslenzkir söngvar. Séra Albert
þakkaði mönnum fyrir heimsóknina,
og að því loknu skemtu menn sér við
spil og samræður lengi fram eftir
nóttunni.
Samsætið fór nijög mvndarlega
fram og var að öllu leyti hið á-
nægjulegasta. 1 öllu því sem talað
var, kom í ljós sá mikli hlýhugur,
sem nágrannar og allir kunningjar
þeirra hjóna bera til þeirra; enda
eru þau bæði frábærlega alúðleg og
gestrisin. Starfsemi séra Alberts j
opinberum málum er og metin að
verðleikum af öllum þeim, sem til
henna.r þekkja.
G. A.
Frá Chicago Sýningunni.
og hélt Pilsudski þar innreið sína á
föstudaginn. A laugardaginn sögðu
lagi hans, sem var skamtaður tírni ÚV forseti lýðveldisins, Stanislaws Woj-
hnefa. Er haft eftir Ellsworth, að ciechowski og forsætisráðherrann
hvergi sé land fyrr norðan 'Alaska Witos af sér, en flokksbróðir Pils-
á þeirri le'ið er “Norge” sigldi, Og udski, Rataj, var skipaður fprseti og
lieldur ekki við pólinn. Sé þar regin- Pilsudski skipar í ráðuneytið. Héldn
haf, og sáu þeir víða auðan sjó rétt nú flestir alt va?ri um garð gengið.
á pólnum og 1 grend við hann. j Svo var þó ekki. Hermálaráðherr-
¥ * * ann, sem var Muznicki yfirhershöfð-
Sagt er að Mussolini hafi þegar ingi, vildi ekki þýðast nýju stjórn-^
lagt til við Italíukonung, að gera Um- ina. Hefir honum tekist að safna
lærto Nobile ofursta, að vfirhers- töluverðu liði og fá með sér vfir-
höfðingja (general) og yfirforngja hershöfðingjana Sikorski og Stanis-
Zeppelíns-flotans jtalska, sæma hann laws Haller. Gat Haller sér ágætan
verðlaunapeningi úr gulli fyrir fræki- orðstir í ofriðnum mikla. \ ar hann
lega fr^nmistöðu og 500,000 lira yfirhershöfðingi “pólsku herdeildar-
(um $15,000). En það sem Mussoliniinnar” frá Bandaríkjunum. Búast
Frá Málfundafélaginu......
Síðastliðin nsunudag flutti Jón
Tómasson erindi um breytiþróunina;
eins og til stóð. Var það snjalt er--
indi og vel dregið saman. Bygði
hann kenninga.r sínar aðallega á verk
um Ernst Haetikels, einum hinum
mesta líffræðingi heimsins og öflug-
asta talsmanni breytiþróunarfræð-
höfuðborginni V-a.rsjá, innar- F-r slikt eftirtektarvert hvað
sjálfmentaður leikmaður, eins og Jón
er, gat náð góðum tökum á jafn-
stórfeldu málefni.
Næsta sunnudag flytur Arngrímur
Johnson erindi um “sögu verka-
mannahreyfingarinnar í Winnipeg’’.
Er hann sérfræðingttr í verkamanna-
mlum. Verður það erindi fróðlegt
fyt'ir alla. Landar ættu að sækja
þann fund vel. Allir velkomnir,
S. B. Bcnedictsson, riteíri.
Herra ritstjóri!
Alþjóðasýning ' kvennd (Women's
World's Fair), sent stóð yfir frá 17.
til 24. aprtl, var ágætlega sótt, og
tókst í alla staði framúrskarandi vel.
Gi^kað er á r.ð um hundrað þúsund
manns hafi séð sýningarbúðina ís-
lenzku. Fylgir hér með mynd af
búðinni og kvenfólki því er þar stóð j
fyrir. Frá vinstri til hægri sjást áj
myndinni þessar ; Miss Clara Sveins- j
son, Miss Gertie Hörgdal, Mrs. Gerðít
Guðmundsson, Miss Sigrún Bjart-
ma.rs, Misses Esther, Thorunn og I
Grace Thorlakson, Miss Ellen Hann-1
esson, Mrs. Winnie Paul Miss
Edith Peterson og Mrs. Val-
gerður Helgason. — Var hin síð-
astnefnda heiðursgestur Islendinga
við sýninguna, kom frá Washington
og var á heimleið til Islands.
Sýningar annara þjóða — Frakk-
lands, Danmerkur, Noregs, Póllands,
Ungverjalands, Lithuaníu o. s. frv.
— voru allar snotrar, og talsvert j
þær borið. Samt var þar efst á ten-
ingi sa.la á innfluttum vörurn. Sára-
Iitið var selt af íslenzkum vörum.
þótti öllum ofhátt söluverð þeirra —
það gerði tollurinn. Samt leið ekk:
félagið fjárhagslegan skaða. Flest-
allir voru samdóma um íslenzku búð-
ina — þótti öllum mikið til hennar
koma, meira en búist hafði verið
við; og var stöðug ös frá upphafi
til enda, og stórkostleg forvitni um
alt íslenzkt, svo maður komst ofí í
hann krappann við að svara öllum
upphugsanlegum spurningum. Stór-
blöðin í Chicago luku lofsorði á sýn-
[ inguna í heild sinni, og nefndu oftar
en einu sinni Islendinga. Margt
nafnkent fólk átti tal við stúlkurnar
í búðinni, þar á meðal Miss Jane
Addams, Miss Edith Rockefeller Mc-
Cormick, Miss Elsie Ferguson, kvik-
mynda“stjarnan” nafntogaða o. fl.
A fimtudagskvöldið 22. a.príl fór
fram stutt íslenzkt prógrfcm. Flutti
Miss Thordis Reykjalín snjfclt erindi
um Island, Miss Grace ThorLa.kson
söng íslenzk lög; svo sungu fjórar
stúlkur "Ö, guð vors lands” og fleiri
lög og íslenzkur dans var einnig
sýndur.
Þátttaka vor í þessu fvrirtæki var
í alla staði myndarleg og þjóð vorri
til mikils sóma. Bæti eg svo við
nöfnum þeirra er sendu muni til syn-
ingarinnar, og eiga allar þær, vorar
kærustu þakkir skilið, sem vonandi
hafa þegar vetið tjáðar bréflega.
\
Nefndin:—
Miss Sofíía. Halldórsson, forseti.
Mrs. Winivte Paul.
Mrs. Paul Björnsson.
Mrs. S. W. Guðmundsson.
Miss Aurora Björnsson.
Miss Julia Thordarson.
Miss Jóhannsson.
Mr. S. "Storm. t
Mr. J. Jóhannsson.
Mr. Armann.
Þœr sem sendu muni til sýningarinn-
ar:—
Frá Winnipeg, Man.:
Barbara Evford.
Mrs. B. Peterson.
Mrs. Anderson.
Gerda Johnson.
Mrs. GIsli ÖLafsson. .
Mrs. Rögnvaldur Pétursson.
Mrs. P. S. Pálsson.
Mrs. Rósa Dalman.
Mrs. Flora Benson. •
Mrs. Finnur Johnson.
Mrs. P. J. Sivertson.
Mrs. Ovida Swainson.
Mrs. Margaret Anderson.
Mrs. J. K. Johnson.
Mrs. Wm. W. Wilson.
Annarsstaðar frá:—
Miss T. H. Jackson, New York.
Miss Nína Sæmundsson, New York
Mrs. M. Ja.rvis, Lulu Island, B. C.
Fjóla Kristjánsson, Ötto, Man.
Jane Thorsten, Pasadena, Cal.
Mrs. G. Nielson, Pasadena, Cal.
Mrs. Sigrún Hannesson, Chicago.
Miss Vigfússon, Chicago.
Mrs. I. Teitsson, Montibello, Cal.
Mrs. H. B. Ortner, Los Angeles.
Mrs. Otto Max, Los Angeles, Cal.
Mrs. R. Backman, Los Angeles.
Mrs. Josephine Helgason, Los An-
geles.
Ásta Arnadóttir, Pt. Roberts, Wash.
Mrs. Athelstan, Minnepolis. Minn.
Frá Mountain, N. D.:—
Mrs. H. B. Si£urðsson.
M rs. Chris. Geir.
IVJrs. Pete Thorfinnsson.
Mrs. H. ölafsson.
Mrs. Chris. Guðmundsson.
Mrs. Thor. Halldórsson.
Mrs H. Björnsson.
Mrs. Anna Gestsson.
Mrs. Th. Einarsson.
Miss Christine Johnson.
Skrúðgangan:—
Mrs. Winnie Paul.
Miss Ellen Hannesson.
'Miss Edith Peterson.
Mrs. V. Helgason.
Mrs. S. W. Guðmundsson.
Miss Thorunn Thorlakson.
Miss Sigrún Bjartmars.
Miss Gertie Hördal.
Miss Sveina Swanson.
Sýningarbúðin:— *
Mrs. Winnie Paul. .
Mrs. V. Helgason (from Iceland).
Mrs. B. Peterson (from W’innipeg)
Miss Soffía Halldórsson.
Miss Aurora. Björnsson.
Miss Ellen Hannesson.
Miss Julia Thordarson.
Miss Thordis Reykjalín.
Miss Octavia Leifur.
Miss Edith Peterson.
Miss Sigrún Bjartmars.
Miss Louise Lundal.
Miss Clara Swanson.
Miss Thorunn ThorLakson.
Miss Esther Thorlakson.
Miss Grace Thorlakson.
Mrs. S. Hannesson.
Mrs. ,S. W. Guðmundsson.
Skemtiskráin:—
Fjallkonan; — Mrs. Winnie Pafd.
Hirðmeyjar:—
Miss Ellen Hannesson.
Miss Edith Peterson.
Ræða : — Thordis Revkjalín.
Dans:—
Sigrún Bjartmars.
Thorunn Thorlakson.
Gertie Hördal.
Esther Thorlakson.
Clara. Swanson.
Mrs. S. W. Guðmundsson.
Einsöngur:—
“Nú er veðrið svo gott”.
“Happy Song”.
Grace Thorlakson
Quartet — Two Icelandic Songs:
Grace Thorlakson.
Margaret Weber.
Thorunn Thorlakson.
EstHer Thorlakson.
Recital það, er Ragnar H. Ragnar
píanókennari hélt með aðstoð ungfrú
Rósu Hermannsson, í Y. W. C. A.
byggingunni á laugardagskvöldið,
tókst ágætlega. Bar leikur ýmsra
nemendanna vott um mikla músík-
alska hæfileika þeirra, og smekkvísi
og* kensluhæfileika kennarans. Það
er ómögulegt t stuttu mali, að gera
grein fyrir þeim mörgu, er góða
ffammistöðu sýndu, vngri og eldri.
en þó verður að minnast á Franlc
Thorolfson, er skaraði framúr nteð
leik sínum. Og þá líka á tvö svolítil
hnoða, John Edwards og Gertrude
Braunstein, er náðu furðulegum tón-
um úr h\ióð.f;erinu, bæði fylt af
hljómgáfu. Sérstaklega yndislegt að
sjá og heyra litlu stúlkuna. Hún bar
sig til við hljóðfærið eins og svolítil
Teresa Carreno.
Ungfrú Hermamisson söng lög eft-
ir Schtibert, Tschaikowskv og Jensen
og Kvöldbæn Björgvins Guðmunds-
Sonar, með yndislegri rödd, en þýzku
lögin nokkuð litdauf, sem aðallega
mun stafa af óframfærni. Ragnar
H. Ragnar lék undir smekkvíslega
og a.f meiri skilningi en oft er vant
að hevra við lík tækifæri; virðist
muni geta orðið prýðisgóður með-
leikari, við meiri æfingu. — Og yfir
leitt var þetta Recitaí honum og öðr-
um þátttakendum til sóma, og bar
honum góðan vott úm kenslu hans.
V.x. i
»