Heimskringla - 09.06.1926, Page 2
2. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 9. JÚNÍ, 1926.
Stefán J. Sturlaugsson.
Fæddur 2. september 1903.
Dáinn 20. maí 1926.
“Skjótt hefir sól brugöiö sumri,
því ség hefi’ eg fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.”
Oft virðist torvelt aö skilja. tilgang
tilverunnar, en aldrei jafnerfitt pg
þegar dauöann ber að eins og þrumu
úr heiðskíru lofti, og kallar til sin
að óvörum hinn eða þenna a.f fríð-
asta liði þjóðarinnar — einn úr hópi
ungmenna vorra.
Svo var það, þegar lát Stefáns
Sturlaugssona.r bar að höndum 20.
maí síðastliðinn. Lézt hann eftir
Örstutta legu á almenna sjúkrahúsinu
úr "spinal meningitis*.
Stefán heitinn var fæddur að
Mountain í Norður Dakota. 2. sept-
ember 1903, sonur Sigurðar J. Stur-
laugssonar og Helgu K. Bjarnardótt-
ur konu hans. Barn að aldri fluttist
hann ásamt foreldrum sínum til Elf-
rosrbygða.r og naut þar alþýðuskóla-
mentunar.
Snemma bar á því að Stefán væri
góðum hæfileikum gæddúr og sterk-
ur bæði til sálar og líkama. Hann
var sérlega handlaginn, og tókst hon-
um að miklu leyti að vinna sig áfram
á mentabrautinni, með því að gera
við bifreiðar í suniarfríum sínum.
1919 stundaði hann nám við búnað-
arskóla Saskatchewan, og va.r það
þá að sterk löngun vaknaði hjá hon-
um til þess að brjótast áfram á vegi
mentunar. Eftir itarlegar íhuganir
afréð hann að leggja fyrir sig lækn-
isfræði, ekki vegna þess að hann á-
liti að sú staða væri öðrum fremur
arðsöm, en heldur fyrir þá sök, að
þar fanst honum að hann gæti bezt
notið hæfileika sinna, með það fyrir
hugskotssjónum, að geta í þeirri
stöðu hjálpað til að lina þrautir
þeirra sjúku. Lauk hann þega.r mið-
skólaprófum sínum við Jóns Bjarna-
sonar skóla vorið 1924. Innritaðist
í fyrsta bekk undirbúningsdeildar
læknaskólans við sömu mentastofnun
næsta ár, og var í þann veginn að
ljúka við síðasta ár undirbúnings-
deildarinnar, þegar honum var álagt
að standa hið síðasta próf hérna
megin grafar.
Að Stefán sál . var búinn að
velja sér ákveðna stefnu í lífinu kom
fljótt í ljós við námið. Hann stund-
.aði það samvizkusamlega, því hann
var ekki einn af þeim mörgu, sem
algerlega skeytingarlausir gagnvart
mentaveginn í þeim eina tilgangi, að
skyldu sinni, virðast aðeins ganga
forðast erfiðisvinnu og "hafa góðan
tima”. Öllu, sem snerti nám, unni
Stefán mjög. Hann var ötull stuðn-
ingsmaður Stúdentafélagsrns íslenzka
og beitti kröftum sínum því til
styrktar.
Stefán heitinn Var ákveðinn í skoð-
unum, og þótt ungur væri, bjó hann
ekki bagga sína eins og samtíðar-
menn hans. Hann var hægur, reglu-
samur og prúðmenhi í allri fram-
komu. Ef eitt orð gæti fyllilega lýst
aðaleinkenni í karakter Stefáns, þá
er það orðið einlægni, því einlægan
vin væri ekki hægt að óska sér. Hann
vann sér heill og virðing allra þeirra,
sem hann komst í kynni við, en
það innra, sem bjó í sálu hins unga
manns, kom aldrei gleggra í ljós, en
eins og þegar honum gafst tækifæri
til að ræða í bróðerni um eitthvað
það málefni, sem honum var hjart-
næmt, við einhvem þann, sem ha.nn
fann að gat skilið, hvað hátíðlegt
það væri, að geta átt fagrar og göf-
ugar hugsjónir.
Þú hefðir hvatt oss, vinur; en við
vitum að þú vilt enn hvetja, oss á-
frám til að vernda hugsjónir, sem
þér voru kærar. Við, sem fengum
að kynnast þér þessi siðustu ár, er-
um þér öll þakklát fyrir þá alúð og
göfugmensku, sem þú sýndir í hví-
vetna. Við finnum að við erum að
mun r'kari í anda, fyrir að hafa feng
ið að njóta samtíðar með þér. En
þótt við söknum þín, vinur, þá getur
sá söknuður aðeins verið litill í sam-
anburði við missir þann, sem ástvinir
þínir heimafyrir hafa orðið að sæta.
Það eru þau öll, sem hafa hjartnæm-
ustu kveðjuna að bera tl þín.
Þó að tár sorga.rinnar falli um
kinnar móður og föður, systkina og
unnustu, þá þakka þau þeim, sem
stjórnar forlögum mannanna, fyrir
að hafa lofað þeim að njóta návistar
við þig, þótt ekki væri nema um
stundarsakir, og minningin um iþig
gefur þeim styrk til að bera sorg
sína með þolinmæði, því þau vita, að
þegar siðasta kallið kemur, til eins
og hvers þeirra, þá mun endurminn-
ingin um þýða og unaðsríka brosið
þitt verða leiðirvisir þeirra til “só!-
landa fegri”.
Heiðmar Björnssffn.
Bjarni Torfason.
Fæddur 13. júní 1850.
Látinn 18. apríl 1926.
Flestir hinna fyrstu íslenzku land-
nema eru fallnir til foldar, og hvíla
nú víðsvegar hér vestra i faðmi kærr
ar fóstru, hvaí helzt sem leiðir Is-
lands barna hafa legið. En það má
líka með sanni segja um þá, sem
tilheyra. hinu síðara innflutnings-,
tímabili, nefnilega frá 1880—1900, aff
sá hópur fer nú óðum fækkandi með
hverju líðandi ári.
Maður sá, er hér skal getið, mætti
segja að tilheyrði hinu síðara land-
námstímabin hér vestra.
Bjarni Torfason er fæddur 13. júni
1850, á Sandbrekku í Hjaltastaðar-
þinghá í Norður-'Múlasýslu. Foreldr
,ar hans voru Torfi Jónsson og María
Bjarnadóttir. Hann var alinn upp
af fósturforeldrum þar í grend. —
Þroskaður maður fór hann til móð-
ur sinnar, er þá dvaldi á Seyðisfirð;.
Þar dvaldi hann í allmörg ár. Hann
kvæntist þar. Kona hans lifir enn.
En hún Katrín Gissurardóttir, ættuð
úr Austur-Skafafellssýslu; giftust
þau árið 1888. Til Vesturheims flutt-
ust þau árið 1894. F.yrsti dvalar-
staður þeirra var Winnipeg. Þar
voru þau í 7 ár. Þaðan fluttu þau
til Lundar, Man., og bjuggu þar í
grend í tuttugu ár, en fluttust það-
an ásamt börnum sinum til Arborg-
ar, Man., en síðan til Gimli, en síð-
ast tiT Winnipeg. Þa.r dó hann hjá
Sigurði syni sínum sunnudaginn síð-
astan í vetri.
Alsystkini Bjarna heitins eru sem
hér segir: Mrs. Stefanía XDddsson,
Lundar, Man.; Mrs. Guðrún Sigurðs-
son, Lundar, Man.; Mrs. Anna Jón-
asson, Gimli, Man.; Mrs. Sveinbjörg
Laxdal, Wynyard, Sask.; Mr. Skúli
Torfason, Lundar, Man. — Hálfsyst-
ur Bjarna heitins eru: Guðrún Torfa
dóttir, Gamli, Man.; Mrs. Mekkin
Brown, sama. staðar.
Þau Bjarni og Katrín kona hans
eignuðust sex börn; tvö þeirra dóu
ung. María dóttir þeirra (Mrs. Ho-
wardson) dó fyrir fáum árum — 9.
okt. 1923. Af börnum þeirra eru á
lífi: Sigurður, búsettur í Winnipeg,
kvæntur Margréti Sigurðsson frá
Arborg, Man. Una. Svein.björg, gift
Bjarna Péturssyni, tíjarnasonar,
einnig frá Arborg; eru þau hjón bú-
sett á Gimli. Jón Karl, búsettur í
Winnipeg; kvæntur Osk, dóttur Halls
Þorvarðarsonar í Geysisbygð. —
Ekkja Bjarna. heitins er hjá Sigurði
syni þeirra.
Bjarni heitinn var þrekmaður og
hraustmenni. Stundaði hann sjó
meðan hann dvaldi á Seyðisfirði, og
var talinn góður liðsmaður. Hann
var góður faðir, ágætur heimilisfað-
ir og einkar gestrisinn heim að
sækja. Hjálpsamur hafði hann ver-
ið og miðlaði oft yfir efni fram. —
Hann gekk óbeygður og “þéttur á
velli” itnz sjúkdómur sá, er leiddi
ha.nn til bana — innvortis krabba-
mein — tók að þjá hann. Misti hann
fótavist árla í janúar. Var við rúm-
ið þaðan frá. Fékk hann hægt og
rólegt andlát, einmitt um það skeið
sem vetri var að fjara út í okkar
norðlæga heimkynni. Hans er sárt1
saknað af konu, börnum og ástmenn-
um öllum. Kveðjuathöfn var við-
höfð í Winnipeg, í útfararstofu Mr.
A. Bardals. Mælti séra H. J. Leó
kjveðjuorð. Jarðarförin fór fram
frá lútersku kirkkjunni á Gimli, að
viðstöddu mörgu fólki. Var hann
jarðsettur í Gimligrafreit á sumar-
daginn fyrsta, af þeim er þetta ritar.
— Vel lýsir íslenzkt ljóð tilfinning-
um ástvina hans:
‘Nú drúpir þin snqt og börn og bær
og ^brjóstin sér létta, á tárum.
Til friðarins-heima, faðir kær,
að fullnuðum 'sæmdarárum.
En gleðin er fjær, meðan svellur sær,
og sóliú er undir bárum.”
(M. J.)
2. júní 1926.
Sigurffur Ölafsson.
Dánarminning.
Þanrl 12. maí 1926 lézt á Provin-
cial Hospital í Seattle, Wash., kon-
an Guðfinna Gestsdóttir, eftir margra
mánaða sjúkdómslegu, fyrst lengi
heima hjá sér og síðar á áðurnefndu
sjúkrahúsi^ þar sem hún gekk undir
uppskurð við innvorti's meinsemd, er
ekki kom þó að neinu haldi, og dó
hún nokkrum dögum síðar.
Guðfinna sál. var fædd á Akranesi
í Borgarfjarðarsýslu á Islandi 4. dag
ágústmánaðar 1871. Var hún þvt
tæpra. 55 ára er hún dó, eða 54 ára,
9 mánaða og 8 daga. Foreldrar Guð
finnu voru Gestur Gestsson og Guð-
ríður Nikulásdóttir, búsett á Akra-
nesi, þar sem Gestur dó, þegar Guð-
finna var 5 ára að a.ldri. Arið 1887
fluttu þær mæðgnr, Guð'íður rg
Guðfinna, til Ameríku, dóttirin þá 16
ára gömul, og settust að í Winnipeg-
borg, þar sem þær dvöldu um 2
ára tíma. Tóku sig þá upp þaðan
og fluttu vestur á Kyrrahafsströnd
árið 1889, og settust að í borginni
Seattle, þar sem Guðfinna giftist eftJ
ir eins árs dvöl eftirlifandi manni sín
um, Jóni Oddssyni, ættuðum úr
Norðfirði í S.-Múlasýslu á Islandi,
fæddur og uppalinn í Skálateigi í
sömu sveit. — Hér á norðurströnd
Washingtonríkis bjuggu þau Jón og
Guðfinna. allan sinn búskap, mestan
part tímans í Seattle og Blaine. —
Þeim hjónum varð fjögra barna auð-
ið, sem öll eru á lífi og komin nú til
fullorðinsára; 3 drengir og ein stúlka,
Ingibjörg að na.fni, gift hérlendum
manni, Archie C. Tilden. Sigurður
Magnús, elztur af börnunum, er gift-
ur íslenzkri konu, Margréti Th. Vig-
fússon; Gestur Hermana, giftur h¥r-
lendri konu, Elizabeth Waydall, og
Sveinn, yngstur, liðlega tvítugur að
aldri, ógiftur og er einn barnanna
heima hjá föður sínum. öll eru þessi
börn mjög myndarleg og niannvæn-
leg, og ÖIl fædd hér í Seattle, nema
Sveinn, sem fæddist í Blaine, og hafa
þau nú orðið, ásamt eiginmanninum
og háaldraðri móður, að sjá á bak
ástrikri og umhyggjusamri móður,
eiginkon^ og dóttur, sem var þeim öll
um svo kær. Astvinamissirinn er æ-
tíð sár, einkum þegar þeim, sem
manni eru kærastir er kipt í burtu
án aldurssaka, því hefði ekki heils-
an bilag þessi síðustu ár, þá hefði
Guðfinna sál. mátt kallast í blóma
lífs síns. — Hún var gædd mörgum
góðum kostum, sem mæðrum og hús-
mærðum sæmir. Var glaðlynd og
gestrisin, eins og þau hjón bæði,
hirðusöm og hreinlát í allri bústjórn
og umgengni á heimili sínu, enda var
neimili þeirra hjóna. hið snyrtileg-
asta. Hún elskaði börnin sin öll heitt
og innilega, og bar umhyggju fyrir
velferð þeirra, og þau möttu það með
sonar- og dótturlegri ást og kærleika-
og barnabörnin, sem komu svo oft
að sjá afa og ömmu og langömmu,
sem þetim þótti svo vænt um, hún
va.r þeim einnig alt í öllu. — Heim-
ilisstarfanna og hinnar öldruðu móð-
ur gætti Guðfinna heitin með hinni
mestu prýði, meðan heilsa hennar
leyfði. Var því stórt skarð höggið
við burtför hennar af heimilinu; en
eins og hún kvað upp sjálf í þra.utum
sínum á banabeðnum við dóttur sína:
“Guð er góður. Þetta eru hans ráð-
stafanir. Og alt er gott, sem guði
er frá’’, — þá er þftð mikil huggun
fyrir þá nánustu að festa það í huga
sér. Og þó finna kunnugir menn og
konur til sársaukans með syrgjend-
unum út af missinum, og ekki sízt
með öldruðu konunni, sem komin er
hátt á níræðisaldur, og búin að vera
þlind í tvö ár, og sem langaði svo
heitt til að mega fara heim á undan
dótturinni, sem hún hafði altaf fylgst
með á lífsleiðinni og aldrei skilið
við, og sem unnust svo heitt alt til
dauðans. Allir, sem tilþekkja, kenna
mjög í brjósti um gömlu konuna í
hennar bitru sorg. En hún bar h.arm
sinn með hugprýði og stillingu og
kristilegu þolgæði, og von um að fá
að sameinast dóttur sinni bráðum aft-
ur, ásamt öðrum hennar undangegn-
um. Tengdasonurinn lætur henni
líða eins vel og unt er hjá sér, þar
til dauðinn aðskilur þau; önnur kona
hefir tekið að sér að sjá um hana
og hjúkra henni þegar með þarf.
Sú látna var jarðsungin 16. sama
mánaðar af séra Rúnólfi Marteins-
syni presti íslenzka safnaðarins í
Seattle, af fjölda. fólks viðstöddum,
bæði íslenzkum og annara þjóða. Ut-
förin fór fram frá norskri lúterskri
kirkju, sem Islendingar nota til sinna
guðsþjónusta, og var ein af þeim
stærri útförum, sem farið hafa fram
í þessum parti borgarinnar. Athöfn-
in í kirkjunni fór fram á báðum
tungumálunum, íslenzku og ensku.
Séra- Rúnólfur talaði á báðum mál-
unum og tveir söngflokkar sungu.
annar á íslenzku, hinn á ensku. —
Hvílustaður hinnar látnu er í lút-
erskum grafreit,< sem er indælt pláss
norðan við borgina, aðeins eins árs
gamalt þó. Nokkrir Islendingar
hvíla þar nú þegar. Athöfnin við
gröfina fór fram á íslenzku, og söng-
ur og fögur bænarorð, flutt af séra
Rúnólfi. — Utförin var hin vegleg-
asta. Margir vinir og kunningjar Odd
sons-fólksins lögðu blóm á kistu
þeirrar látnu, og er þeim öllum hjart-
anlega þakkað fyrir hluttekninguna.
Lögrétta er vinsamlega beðin að
taka þessa dánarminningu upp til
birtingar.
Einn a-f vlðstöddum.
Fréttabréf.
Garðar, N. D. 4. júni 1926.
Sigfús Halldórs frá Höfnum,
Winnipeg, Man. ^
Kæri vinur!
Má eg vera svo djarfur að biðja
þig að birta innlagðan “fréttaibálk”
í blaði þínu, ef mö^ulegt er næstu
viku, Sumt af því er svo gott, að
það þa.rf að komast “á gang”. Eg
vildi óska mér meiri tíma að rita um
það málefni.
Eg þakka fyrirfram fyrir þetta og
margþakka fyrir greinar þínar í
“Krínglu”. Margar af þeim «ru
það bezta, sem eg hefi lesið á ís-
lenzku í seinni tið..
Með vinsemd, þinn einl.
J. G. Davuison-
* * *
Séra Páll Sigurðsson kvaddur.
Þann 27. maí lagði séra Páll Sig-
urðsson af stað til íslands, til að taka
vig prestakalli sínu þar.
Aður en hann fór, voru honum
haldin kveðjusamsæti hjá söfnuðum
þeim í Norður Dakota, og Manitoba,
sem hann hefir'þjónað, sem vott um
velvild og þakkir fyrir starf hans í
safnaðar- og kirkjumálum.
Það hófst með heimsókn ungmenna.
öll ungmenni, sem hann hafði upp-
frætt og fermt í Norður Dakota frá
1917—1926, hafa viðhafnarmikla há-
tíðisstund í prestshúsinu á Garðar,
14. maí að kvöldi; taka þau þar á
móti honum með fögnuði miklum og
votta honum virðingu sína. og ást
með gjöfum, skemtun og veitingum.
Var honum þar afhent hin vandað-
asta ferðakista (Wardrobe Trunk),
gullpeningar og bók í skinnbandi með
nöfnum og myndum fermingarbn.rn-
anna og ávarpi því, sem fylgir:
uTil scra Páls Sigurðssonar — frá
fcrmingarbörnum börnum hans í
Norður-Dakota 1917—1926.
Þa.ð er með innilegri sorg og sökn-
uði, að við, fermingarbörn þín í
Norður-Dakota, erum komin hér sam
an í k\föld til að kveðja þig og votta
þér okkar hugheilustu árnaðaróskir.
Við kökr.um þín meira en við fáum
lcomið orðum að, og kvíðum a.ð verða
að vera án þinnar hjálpar og leið-
sagnar, En við vonum, að þau fræ-
korn, er þú hefir sáð í sálir okkar,
beri margfaldan ávöxt. Við finnum
að þú hefir tekið þér bústað í hjört son hélt.
um okkar, er þú aðeins — og enginn hennar:
annar hefði getað gert. En það sýn-
ist tilgangur hins alvalda, að við
mætumst, kynnumst og elskum þá,
sem við hljótum svo að skilja við;
en einmitt sú viðkynning og sú ást,
sem þú hefir gróðúrsett í hjörtum
okka.r, sem andlegur leiðtogi okkar,
hefir, að við vonum, gert okkur að
andlega hraustara fólki, með meira
trausti á okkur sjálfum, kærleika til
náungans og lotningu fyrir þeim
drotni, sem að þú hefir kent okkur^
að þekkja. Þau einu laun, er hugs-
anlegt er að við getum goldið þé/
fyrir umhyggju þina og ást til okk-
ar allra, er að við, fyrir guðs náð,
mættum að einhverju leyti breyta
eins og þú mundir óska.
Við höfum hér litinn hlut, sem
við biðjum þig að þiggja sem örlít-
inn vott um þakklátssemi okkar tii
þín, fyrir alt sem að við höfum þegið
af þér, og vitum að aðrir, sem eftir
okkur koma, eiga eftir að þiggja af
þér.
“Nei, gef þú, gef þú — gulli andans
strá
á götu fjöldans, því er skírt þú hefir.
Það eykst og bezt þér blessast einmitt
þá,
og bætist við, því meira sem þú gefur.
(G. GJ”
iSéra Páll lét þar ótvírætt í ljós,
að meiri ánægju væri ómöguleat að
veita sér, en að sýna sér svo ljós-
an vott, að verk hans væru metin
meðal æskulýðsins, og ekkert væri
það sem honum myndi meiri hvöt í
sípu starfi, en einmitt þessir hlýju
hugir ungmennanna, því eins og Þor-
steinn Erlingssop segir:
“Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd,
þá ertu á framtíðar vegi.”
* ¥ *
Þessu næst var séra Páli haldið
samsæti að Brown, Man., þann 16.
sa.ma mánaðar. — Að guðsþjónustu
lokinni voru borg sett upp og blóm-
um prýdd; þar næst var sezt til borðs.
Voru margar hlýjar og fagrar ræð-
u haldnar, af safnaðarfólki og öðr-
um bygðarhúum, og skýla.ust látið í
ljós, að séra Páll væri þar mikils met
inn, sem prestur og maður, og sökn-
uður væri að burtför hans; og feginn
bftfði söfhuðurinn kosið að njóta
hans lengur. Var honum afhent
fjárupphæð að skilnaði.
Prestur þakkaði, og spgðist auðg-
aður orðinn að fögrum myndum, viö
viðkynningu og starf sitt hjá söfnuð-
inum, og vonaði að safnaðarstarf-
semi þar í bygð mæti aukast og bless-
ast.
Og hér birtist innihaldi
Herra forseti — herrar og frúr !
"Hægan! — köldu hleypidómar,
hoppið ei á vígðri mold I” —
Þessi orð skáldsins vekjast upp i
huga minum, er eg hugsa ’ um til-
gang þann, er kemur okkur til a&
fjölmenna svo mjög á þenna stað »
kvöld. Eg geng þess( ekki dulinn, aö
á liðnum árum hafa hinir “köldu
hleypidómar” troðið á þeirri mold,
sem vígð hefir verið fyrir alvarleg-
ustu andlegu málefnin okkar Vestur-
Islendinga. Ein ofurlítil grein af
árangrinum er sú, að við getum hald
ið hér kveðjusamsæti.
Flest höfum við heyrt getið um.
það, sem nefnt er menningarstraumar.
Þeir hafa verið að verki frá fyrstu
tímum, er menn þekkja til. Þessir
straumar síga altaf í sönnt átt. Þeir
fylgja sólu. Fa.ra altaf í’ vestur.
Skilja eftir meira eða minna í bverju
landi, og hjá hverri þjóð, það sem
kallað er menning. Hún hefur sína
fyrstu göngu frá Asíu. Keínst vest-
ur til Rómverja og dvelst þar um
langt skeið. (Eg á hér a.ðallega viÉi
trúmálahlið menningarinnar.) Sög-
ur þjóðanna sýna okkur allgreini-
lega, að hvar sem þessi trúarbragða-
menning stöðvast til langframa, snýr
hún á móti sjálfri sér og bægir frá
ölluin nýjum straumum og nýrri
þekking, svona eftir mætti. Þannig
fór fyrir Rómverjum. Þeir bygðu
sér til varnar rannsóknarrétt og pinu—
bekk.
Löngu síðar leggur menningin,
með - kristnu trúarbrögðin í farar-
broddi, leið sína inn á Norðurlönd.
Hún kemst ekki norðar en til Noregs
fyrir íshafinu. Þar tekur hún alt
í sínar hendur. Gerist þar svo aðsúgs-
mikil og hnúagleið, a.ð ekkert mikil-
menni eða andans maður mátti vera
óhultur um líf og limi, ef hann vildi
hafa sjálfstæðar hugsanir og trú,
sem fór í bága við fagn.aðarboí5skap-
inn, eins og honum var iitdeilt þá.
Við getum aðeins að þessu sinni rifj-
að upp i huga okkjr frásögnina um
Rauð hinn ramma, sem var höfðingf
mikill norður í Noregi og bj’ó á
Goðey. Hvernig ha.nn, mest fyrir
mismun á trú, var handtekinn og-
píndurs til dauða þannig, að tekinn
var lyngormurinn og neyddur til að
skriða inn um munn hans og ofan i
iður. Þar át hann sig- út gegnum
brjóst og hj.a.rtarætur.
Menningin kom. inn til þessa meg-
inlands með frumbyggjunum hvitu.
Engin að vestan. Og fyrir hið mikla
aðstreymi þjóðanna framan af árum,
gætti ekki annars en að menning-
in þroskaðist hér thröðum skreíum.
Síðustu tveir tugir ára færa okkur
heim sannmn um það, hvernig hin
andlega útsýn í kirkjúmálum okkar,
hefir snúið á móti sjálfri ser/illvig
og mannýg.
Fyrir nokkrum árum siðan, var
niaður aö heiman á ferð meðal Is-
lendinga. Hann er mentaður ■tað-
ur og hefir skipað ábyrgðarmikla «g
háa stöðu heima um alllangt skeið.
Eg varð fyrir því láni að geta, haft
tveggja til þriggja stunda samtal við
hann. Hann fræddi mig um margt
af ættjörðinni. Þar á meðal v.ax það,
að það væri nokkuð viðtækt álit
hinna færustu manna heim’a,’ að
kirkjttfélagi okkar, og þá sérstaklega,
forgöngumönnum þess, væri hinn
mesti ami að andans mikilmennum
i prestsstöðu að heiman, færu þeir
að sýna sig í þvi að setjast hér a.ð.
Því miður hefi eg, alt frani að þess-
ari stundu, ekki fengið fullnægjandi
ástæðu til að afsanna þess ummæli
hins prúða manns, þótt eg á hinn
bóginn geti friðað hugsanir minar
að nokkuru með einstöku undantekn-
ingum.
Allur þessi mikli fjöldi karla og
kvenna mætist hér i kvöld til að
kveðja. — kveðja séra Pál, sem hefir
þjónað Garðar-prestakalli siðastlið-
in tiu ár, með sóma og prýði. Nú
ar, sem að lýstu ánægju ræðumanna er hann að hverfa heim til ættlands-
yfir starfi séra. Páls. Var honum ins aftur. Eg fæ ekki skilið það á
Þann 24. sama mánaðar hafa söfn-
líðir séra Páls í Norður-Dakota,
Garðar, Eyford' og Mountain, veg-
legt ;amsæ! i í samkontuhúsinu á
Garðar. Það hófst klukkan átta að
kvöldi og stóð yfir fram yfir mið-
nætti.
Var þar sarnan komið fleira fólk,
en húsið gat rúmið, flest'safnaðax-
fólk séra Páls og vinir. — Húsið
var fagurlega prýtt og samsætið i alla
staði söfnuðunum til sóma_ Var þar
búinn sérstakur staður fyrir spra Pál
og forseta safnaðanna. Voru þar
fluttar ræður og stór hópi\r bland-
aðra radda söng, og hljóðfærasveit
frá Mountain spiLaði; og var það
mál margra manna, er veizlu þessa
sátu, að svo skemtilega og ’að ölln
leyti myndarlega samkomu hefðu þeir
ekki áður setið.
Um leið og forseti Garðarsafnað-
ar setti samkomuna, og bað heiðurs-
gestinn velkominn, afhenti hann séra
Páli gullsjóð ein.n, sem hann bað
hann að þiggja til minja. um yl þann
og virðingu, sem að safnaðarfólk
hans bæri til hans. Þar næst af-
henti Jón Jónsson séra Páli aðra
fjárttpphæð fyrir hönd kvenfélags
Garðar-safnaðar.
Margar snjallar ræður voru flutt-
mjög þökkuð sameining sú, sem orð-
in er hér í bygðunum, þótt heyra
mætti á mörgum þeirra, að ærið
hefðu þeir mátt borga fyrir þá sam-
einingu, að þurfa að rnissa þann
prestinn, sem þeim var kærastur og
þeir töldit ágætastan af þeim prest-
um, sem þar hafa starfað. Lýsti
anrtan hátt en þann, að mest sé það
að kenna hans miklu hæfileikum sem
prests, og handvömm hinna kirkju-
legu málefna okkar á meðal. Eg
þarf naumast að spyrja um álit á
séra Páli ykkar á meðal í þessum
sal; og eftir mínum skilningi og til-
finningum, er séra Páll Sigurðsson
þetta sér einna greinilegast í hinni ' bezti presturinn, sem þjónað' hefir
ágætu ræðu, er Mr. Gám. Thorleifs- Ga.rðarsöfnuði í minni áheyrn. En