Heimskringla - 16.06.1926, Side 1
XL. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 16. JÚNÍ 1926.
NÚMBR 37
C A N
Frá Ottawa er símaö í gær, aS
vantraustsyfirlýsing hafi veriö bor-
in fram í þinginu í gær. Var hún
borin fram sem breytingartillaga við
tillöguna um aö þingiö gengi í fjár-
veitingarnefnd. I þetta skifti er það
Fred Davis, þm. Eystri Calgary,
sem ætlar að steypa stjórninni. Van-
traustsyfirlýsingin á að byggjast á
því, að stjórnin hafi eigi haldið lof-
orð sín um .að skila i hendur Al-
bertafylkis öllum fríðindum fylkis-
ins. — Forsætisráðherra kvaðst
hvergi smeikur, þótt hann og hans
lið væri óviðbúið tillögunni. Enda
myndi hann jafnskjótt segja af sér,
ef þingið sýndi, að það bæri ekki
fult traust til stjórnarinnar.
■ Það hefir nú verið opinberlega til-
kynt, að Willingdon vísigreifi verði
eftirmaður Byng lávarðar sem land-
stjóri í Canada. Willirigdon lávarð-
ur fór til Kína nýlega, yfir Canada
og hafði þá nokkra. dvöl eystrá,
vafalaust til þess að grafast fyrir
um það, hvílíku viðmóti hann myndi
eiga að fagna. H.a.n.n er nú á leið
bingað aftur frá Kína.
Hon. E. L. Patenaude, sem í haust
fór í leiðangur móti liberölum í Que-
bec, eins og lesendur sjálfsagt muna,
en kvaðst þó vera jafnóháður Meig-
hen, sem King, hefir nú séð að sér
og opinberlega gefið til kynna, a.ð
hann í öllum atriðum aðhyllist stefnu
Meighens. Sinnaskiftum kveðst hann
hafa tekið við ræðu, er Mr. Meighen
hélt 4. þ. m., þar sem hann hélt sterk-
fega fram sjálfstjórn Canada.
»•() — |
A D A
É
»I)^I>«»()4B»<)«»()^1I«B»(U
mánuðum saman, annað en að þefa
sig áfr#m að mötunni í pólitísku
svínatrogunum, og ygla sig framan
í hvern samvizkusaman þingmann,
sem reynir að draga þá út úr pest-
arlqftinu. Hin visnaða hönd aftur-
haldsins laumast út úr erminni undir
þinglokin, til þess að eyðileggja lög-
in, sem samþykt hafa verið af þjóð-
kjörnum þingmönnum landsins, viljug
um, nauðugum, af því að þjóðin vili
svo vera láta.
Einn sjötugur fiskimaður frá Nora
Scotia; einn skógarhöggsmaður frá j
Quebec; einn stíætasópari í borgun-
um; einn bóndi, — þótt hann hafi
aldrei lagt meira undir sig en fáein-
ar grýttar ekrur í Ontario — hafa
gert meira fyrir Canada., og eiga
meiri eftirlaun skilið, en nokkur póli-
tískur slæpingur i öldungaráðinu. —
Öldungaráðið er smánarvitni um
pólitiska greind og þroska canadisku
þjóðarinnar.”
Já, ijótt hefði nú ýmsum sennilega
þótt þetta, ef það hefði upprunalega
staðið í Heimskringlu. Sei, sei, sei.
En það er máske ekki alveg eins
erfitt að melta það frá ensku blaði.
Töluvert hvassviðri stóð um Hud-
sonsflóa brautina í samþandsþinginu,
vikuna sem leið. Að undanskildum
Manitobaþingmönnunum lögðust con-
servatív.a.r á móti brautinni. Sérstak-
lega var Mr. Cahan einbeittur, og
sýndi greinilega, að hann vildi allar
fyrirætlanir um þá brautarLa.gninga
feigar. Taldi brautina ekki einung-
is einskis virði, heldur blátt áfram l
skaðlega (fyrr austurfylkin náttúr-
lega). Annars töluðu flestir con-1
serva.tívar, sem þeir væru brautinni
hlyntir, cf rannsókn, sem stjórnin
ætti að láta fram fara, sýndi að
hún myndi géta orðið að liði. Eng-
ar fortölur framsóknarmanna eða
liberala gátu sannfært þá um að slík
rarinsókn, eða rannsóknir, hefðu far-
ið fram; jafnvel ekki fortölur Mani-
toba conservatívanna, t. d. Mr. Hann
esson, sem hélt mjög eindregna og
góða ræðu brautinni í vil, gátu rask-
að við hinni pólitísku sannfæringu
flokksbræðranna. frá hnum austlæg-
ari kjördæmum.
Aaron Sapiro, sem na.fnkunnur er
frá hveitisamlagsstofnuninni, kom
hingaö til bæjarins nýlega, til sam-
tals við L. Brouillet, varaformann
Saska.tchewan hveitisamlagsins. Sagð
ist honum svo frá, að það væri ai-
ment álit manna í Bandaríkjunum
og Evrópu, að engar aðgerðir innan
vébanda. landbúnaðarins hefðu skeð
jafn merkilegar síðustu tiu 'árin.
Mun þetta vera' rétt með farið. —
Hefði meira áunnist hér á tveimur
árum, en lægi eftir öll hveitisamlögin
í Bandaríkjunum í tuttugu ár. Enda
9
væru engin samlagss.amtök í Banda-
ríkjunum, er hefðu gefist líkt því
eins vel, að undanskildu Burley tó-
bakssamlaginu, en nytsemi þess fyrir
veröldina heild sinni verður vitan-
lega á engan hátt jafnað við nytsemi
hveitisamlagsins.
Blaðið "Ottawa Citizen” hefir
gefig öldungaráðinu hressandi inn-
töku, að'því er símfregnir herma. —
Orsökin er sú, að sú hávirðulega
samkunda stúta.ði ellistyrktarfrum-
varpinu, er hún festi hendur á því.
— Blaðig kemst meðal annars svo
að orði.: /
“Ar eftir ár, rneðan að öðrum
þjó^um miðar áfram, auglýsir öld-
ungaráðið Canada fyrir öllum heimi,
að þessu Jandi Istjórna Tammany
pólitikusar, böðulsþjónar sérréttind-
a.nna, kaupalokar flokkshirzlanna, og
leigutól einokunarfélaganna. Engin
furða, að innflytjendastraumurinn
bægist frá Canada, og að hálf milj-
ón af úrvals æskulýð Canada hefir
yfirgefið landið, eins og einn af
leiðtogum con'servatíva sagði hér í
plnginu um daginn.
En eftirlaunamenn flokkanna í
öldungaráðinu halda áfram að láta
borga sér $4000.00 á ári meðan þeir
lifa. Þeir stritast við að gera ekkert
Hermt er eftir reyndum nátnufræð-
ingi, að námurnar, setn alveg nýlega
hafa fundist við Birkivatn og Kven-
vatn (Birch Lake og Woman Lake)
séu bæði stærri og auðugri en Rauð.a-
vatnsnámurnar (Red Lake).
Á fimtudaginn var, gerði forsæt-
isráðherra Manitobafylkis, Hpn. John
Bracken, heyrumkunnugt, að tekju-
ágóði fylkisins hefði numið $600,000
á fjárhagsárinu, sent enda.ði 30. apríl
1926. Er það niesti ágóði, sem ver-
ið hefir á fjárlögunum síðan 1912.
Þessum ágóða ætlar stjórnin að
verja á sama hátt og ágóða tveggja
næstu ára að undanförnu, til þess
að borga af tekjuháila undanfarinna
ára, sem ekki hefir verið afritaður
gegn skulda.bréfum. En sá tekjuhalli
er nú talinn að nema $950,000.
Tekjur fylkisins á fjárhagsárinu
námu $10,870,000, en útgjöldin $10,-
270.000. Hefir árið því gengið fylk-
inu í vil um $1,000,000, frá því sem
gert var ráð .fyrir á fjárlögunum, er
lögð voru fyrir þingið 1925.
Bandaríkin.
Útnefningakosning.ar hafa farið
fram í Iowa. Hlaut Brookhart út-
nefningu af hálfu. repúblíka, en hánn
varð að vikja áður, sent kunnugt er,
fyrir Cummins, er flokkurinn treysti
betur. Hefir hann þótt flokknum ó- j
þægur ljár í þúfu og hneigjast utn of
í LaFollette áttina, og er því útnefn-
ing hans töluverður álitshnekkir
fyrir Coolidge-stjórnina. Er það
eftirtektarvert, að allir trygguslu á-
hangendur Coolidge-stjórnarinnar, er
útnefndir hafa verið nú síðast, haf.a
orðið að lúta í lægra haldi. Hevrast
margar raddir um að Coolidge mttni
ekki ná endurkosningu 1928, og er
Borah öldungaráðsmaður helzt til-
nefndur.
England.
Þetta er í fyrsta sinni sent kín-
verskir fulltrúar hafa dirfst að láta
opinberlega í ljós álit sitt á útlendri
afskiftasemi.”
Sir Malcolm svaraði engu góðu.
Kvað hann hina kínversku fulltrúa
aðeins hafa sjálfskaparumboð, af þvi
að allir vissu, að stjórnin í Kína væri
einungis málamyndarstjórn, sent
hiyti að lúta dutlungum hvers þess,
er gerði sig að herforingja, þegar
að verkast vildi, og gæti stefnt satn-
an flokk manna. —
Námumannaverkfallið stendur enn
yfir og gengur alt í þófi fyrir stjórn-
inni, að ráða fram úr þeirn vand-
tæðuni. Virðast hvorki námueig-
endur eða námumenn áfjáðir í að
fara að tillögum stjórna/innar. Bæt-
ir það náttúrlega ekki úr„ að því
er námumenri snertir, að Baldwin
íorsætisráðherra hefir lýst yfir þvri,
að h.ann hafi skift um skoðun að þvi
leyti, að hann nú álíti nauðsynlegt
að iengja vinnutímann úr 7 stundum
í 8 fyrst um sinn, óákveðinn tíma.
¥ ¥ *
Þá er og ófriðurinn í liberala-
herbúðunum alls ekki á enda kljáð-
ur. Ihaldsvængur liberala, undir for-
ustu jarlsins af Oxford og Asquim,
höfðu beztu vonir um daginn, að
þeir væru búnir að stía Lloyd George
frá flokknum. Þótti þeim hann ekki
hafa verið nógu gætilega íhaldssam-
ur, meðan á allsherjarverkfallin’.i
stóð um daginn, en auðvitað eru
þetta alt eins rnikið gamlar kritur.
En það hefir sýnt sig, að Lloyd
George á miklu fleiri áhangendur
innan flokksins, en þá eða aðr,a hafði
grunað. Hefir hann nú haslað jarl-
inum völl, og lagt mál sitt opinber-
lega fyrir flokkinn. Fór svo að mik-
ill meirihluti (af 34) var því fylgj-■
,a.ndi að Lloyd George héldi áfram ag
vera leiðtogi flokksins á þingi.
Hveitisamlagið.
Brcytingin á kornsolulögunum.
Frumvarpið um breytinguna á
kornsölulögununt, sem veitir bóndan.
unt rétt til að ákveða í hverja safn-
hlöðu korn hans skuli sent, var sam-
þykt af akuryrkjuntálanefnd þings-
ins í Ottawa á þriðjudaginn i vik-
unni sem leið.
Atkvæðin féllu 56 með en 12 á j
móti. Helztu talsmenn frumvarpsins 1
fyrir nefndinni, voru sendimenn
hveitisamlaganna, en móti því mæltu
aðallega meðlitnir og embættismenn
Winnipeg Grain Exchange. Enn á
frmvarpið eftir aö komast í gegmtnt |
þriðju umræðu í þinginu, og því næst
verður það sent til seriatsins.
Móttöku lokað 15. júlí.
Öll þrjú Santlögin, í Manitoba,
Saskatchewan og Alberta, hafa á-
kveðið, að alt korn, sem bændur vilja
konta í Santlagið þetta ár, verði að
vera afhent ekki seinna en 15. júli
n. k. Alt korn, sem bændur hlaða
sjálfir á járnbrautarvagna, verður að
vera komið til Santlagsins, og fyrsta
borgun greidd af því fyrir þann dag,
og sömuleiðis verður korn bænda,
sem nú er geymt undir þeirra eigin
nafni í kornhiöðum úti um land, vera
kontið í vagna og af stað fyrir þann
tíma, Geymsluskírteini, setn ekki eru
þá komin til Samlagsins, verða of
sein til að verða skoðuð sem þessa
árs, og verða lögð í næsta árs sam-
lag.
* * *
Lesendunt stendur til boða, . að
snúa sér til blaðsins með spurningar
viðvikjandi Samlaginu, og verður
þeim þá svarað hér.
Á fimtudagskvöldið var samþykt:
þingið í Ottawa frumvarp Milton
Canipbell’s, þingmanns frá McKenzie
um breytingu á kornsölulögunum. —
Fær nú framleiðandi rétt til þess að
ákveða, í hverja safnhlöðu korn hans
skuli sent, og sé honum ábyrgst vog
og mat. — Mr. Kennedy frá Mið-
Winnipeg syðri og Hon. R. Rogers
lögðust fast á móti frumvarpinu og
töldu það stórskaðlegt landi og þjóð.
Sérstaklega voru þeir smeikir við að
hrófla. nokkuð vi4 því, sem þeir
nefndu “vested interests”, með öðr-
um orðunt kornhallarkattpmönnun-
um í þessu sambandi.
Þjóðbandalagið.
Þar er satnkomulagið ekki sent
glæsilegast heldur. Harður árekstur
varð á tnilli brezka fulltrúans, er sér
um hag brezktt stjórtiarinnar í ópí-
umþrætunni kínversku, Sir Mal-
colnt Delevingne og kínverska, utn-
boðsmannsins, dr. Chao-Hsin Chu.
Lét Sir Malcolm á sér skilja, að kín-
verska stjórnin Hæki á sér mútur.
Hefði sér t. d. verið tilkynt, að ný-
lega hefði 220 pundum af morphíni
(verðmætið er $30,800) verið leyft
inn í Kína., fyrir samþykki kín-
verskra emlMettismanna.
Dr. Chao-Hsin Chu tók þessa að-
dróttun óstint upp. (Kvaðst hanq
vita, að það væri frá enskri klíku í
Kína, sem þessi vitnisburður væri
kotninn. Gætu tnenn af þvt dregið
þær ályktanir, er þeim sýndist. “Veit
eg það,” sagði hann, "að ef nokku-
ur rnaður finst í Kína, sem ekki ber
kaldan hug til Englendinga, þá er sá
tnaður ekki Kínverji. Og yður’get
eg sagt það,” mælti hann við Sir
Malcolm, “að þér getið svarað mér
með þvi, að skírskota til vopna- eða.
stjórnmáiaþvingunar. Kina er búið
við þeim árásum. Eg tek hér með
opinberlega á mig þá áhyrgð, að lýsa
yfir því, að Kína tætir bráSum í pjötl
ur þá ójafnað.a.rsamninga, sem land-
ið hefir orðið að þola. íEg get opin
berlega lýst yfir því, að sá tími er
nú brátt liðinn, að Ktna ætli sér að
þola útlendingum afskifti af innan-
rikismálum. *
Fjær og nær
Hingað komu á sunnudaginn í bíl
Mr. A. M. Asgrímsson, Mr. og Mrs.
B. J. Austfjörð, dóttir þeirra og Mr.
Jóh. Nqrman, öll frá Hensel. Mr.
Ásgrímsson leit inn á skrifstofu
Heitnskringlu. Kvað hanrf allgott út
lit þar syðra, þó alt væri með seinna
móti, og það sem af er sutnrinu, eitt
hið allra stormasamasta og kaldasta
er ntenn nntna.
24. f. m. voru gefin í hjónaband
í Minneapolis. ungfrú Thora S. Ha!I
grtmsson, dóttir séra Friðriks Hall-
grímssonar í Reykjavík, og Ernest
Miller, starfsmaður við sparisjóð
Manitoha.fylkis í Winnipeg. Brúð-
hjónin fóru til Detroit vantanna eft-
ir brúðkaupið. Þau setjasl að í
Ste. 1 Asa Court, við Langside St.,
hér i Winnipeg. Mrs. Miller er út-
skrifitð við almenna sjúkrahúsið hér
í Winnipeg. Fór hún heim til Is-
Lands skemtiferð nteð foreldrum sín-
um, er þau fluttu alfarin þangað í
fyrra.
Styrktarsjóður Björgvins Guð-
mundssonar.
Aður meðtekið ..............$1078.44
Dr. og Mrs. J. Stefánsson,
VV'innipeg ................. 50.00
Grímttr Guðmundsson, Wpg. 5.00
A. M. Asgrímsson, Hensel 1.00
$1134.44
T. E. Thorsteinson.
Býf lugnaræktin.
(Hér í Manitoba og annarsstaðar, þar sem vetrarríki
er mikib, geyma býflugnabændur flugnabúrin í kjallara á
veturna. En í vorharðindum gerast flugurnar óþolinmót5-
ar. Þær þola illa kúldunina, þegar sumarHS á atS vera
komitS. í>etta frumlega ágætiskvætSi skýrist þannig bet-
ur fyrir lesendum, sem ókunnir eru staóháttum hér.
Ritstj.)
Hugsjóna minna hunangsflugur
Hafði eg um rninn lífsins vetur
Lokaðar, náttaðar nótt og degi,
Niðri í kjallara sálar minnar.
Hunangi var ekki hægt að safna;
Helbleik, frosin og visin láu
Hunangsblóm undir heljarfargi
Hjarns og fanna um allar jarðir.
Hugsjóna minna hunangsflugur
Hlutu að bíða lífsins sumars.
Þær skyldu frjálsar hinn fyrsta vordag
Fljúga úr-kjallara sálar minnar. ‘
Þær skyldu fá að smakka á smára
Smjörefni — hunangsrjóma þykkni;
Hunangi lofs og heiðurs safna,
Hvernig sem annars á móti blési.
Loks kom vor, en í vetrar hami;
Vindar snjóinn af jörðu skófu
Til þess enn betur að geta upp grafið
Gróður og fastar að honum sorfið.
Leið og beið unz eg hóf upp hlerann,
Hvarf niður stigann og undir gólfið,
Til þess að mér yrði ljóst, hvernig liði '
Lífi í kjallara sálar minnar.
Heyrði eg eyrum svíðandi suðu
— Sönginn í undirheima skýjum;
Barst mér fram eins og brennisteinssvæla
Bölvunar, hún, þessi eitursuða.
Flugurnar hart nær hungurmorða
Hömuðust að mér í sálarmyrkri;
Stungu mig, inn í mig eitri spúðu,
Öskraði eg eins og brendur vargur.
Merkin eg ber meðan æfin endist,
Augun sokkin og hálsinn blásinn.
Lifi eg smáður við leiða og örkuml,
Líkari liröpuðum engli en manni.
Guttormur J. Guttormsson.
► *
Fjórða ársþing
Hins sameinaða Kirkjufélags Islendinga
í Norður-Ameríku.
Verður sett í
KIRKJU GIMLI-SAFNAÐAR, GIMLI, MAN.
LAUGARDAGINN 26. JÚNf N.K., KL. 2 E. H.
Varaforseti, séra A. E. Kristjánsson, sétur þingið.
Séra Rögnv. Pétujísson prédikar í kirkjunni sunnu-
daginn 27. júní, kl. 2 e. h.
Fyrirlestrar:—
V
Laugardagskvöld 26. júní, kl. 8 e. h.: Séra Guðm.
Árnason.
Mánudagskvöld 28. júní, kl. 8 e.h.: Dr. S. E. Björns-
son.
Þriðjudagskvöld 29. júní, kl. 8 e. li.: Séra Friðrik
A. Friðriksson.
Söfnuðir hafa rétt til að senda 2 erindreka fyrir
hverja 50 safnaðarmeðlimi; ennfremur velja kvenfélög
og sunnudagaskólar hvers safnaðar, einn fulltrúa hvort
um sig til þingsins.
Skýrslur safnaðanna sendist til skrifara ekki síðar
en viku fyrir þingdag. Sömuleiðis árstillög, er send
skulu féhirði félagsins.
í umboði félagsins, Winnipeg 1. júní 1926.
ALBERT E. KRISTJÁNSSON FR. A. FRIÐRIKSSON
varafdíseti. skrifari.