Heimskringla - 28.07.1926, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 28. JÚLl 1926.
^itnakríngla
(StofnnT) 188«)
Krnar ttt A hverjnm mlVvlkndevL
EIGENDUK i
VIKING PRESS, LTD.
853 oK 855 SARGENT AVE., WINNIPEG,
Talaíml: N-8537
VerB blaUslna er »3.00 Argangurlnn borg-
ist fyrirfram. Allar borganlr sendlst
THE VIKING PRE6S I/TD.
SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjórl.
JAKOB F. KRISTJÁNSSON,
Ráðsmaður.
I tHnAskHft tll blattnlna:
THB VIKING PltESS, Ltd., Box 8105
Utaiiflakrlft tll rltMtjttranMi
EDITOR IIEIMSKRINGLA, Ilox 3105
WINNIPEG, MAN.
“Helmskrlngla ls publlshed by
The Vlklncr Preaa Ltd.
and prlnted by
CITY PRIIVTING A PURL.I8HIIVG CO.
858-855 Snrjcenf A ve., Wlnnlpea, Man.
Telephone: N 6537
I
WINNIPEG, MANITOBA, 28. JÚLÍ 1926
Ltnefningin í Selkirk.
Á föstudaginn var áttu framsóknar-
flokksmenn og fulltrúar liberala fund með
sér hér í borginni, að undirlagi framsókn-
arflokksmanna í Selkirk-kjördæmi, til þess
að ræða með sér möguleika á því, að
flokkamir rynnu ekki í köpp, nú undir
kosningarnar, eins og í fyrra. Fundar-
stjóri var kosinn Guðmundur bóndi Fjeld-
sted, frá Gimli, fyrv. fylkisþingmaður, og
einn af helztu fulltrúum framsóknar-
manna í Selkirk-kjördæmi. Svo mun hafa
talast til, að allir voru sammála um að
forðast óþarfa kapphlaup. Munu liberalar
hafa látið á sér skilja, að þeim væri ekki
kappsmál að ota fram einhverjufn flokks-
manni sínum, ef sá maður væri í boði af
hálfu framsóknarmanna, sem trygt væri
að ekki væri dulbúinn conservatív.
Eins og kunnugt er, nær Selkirk-kjör-
dæmið inn á borgarsvæðið hér í Kildonan,
og er þar öflugur flokkur verkamanna.
Verkamönnum hafði einnig verið boðið á
þenna fund og komu nokkrir forystumenn
þeirra, þótt ekki kæmu þeir í umboði
verkamannaflokksins, sem fulltrúar hans.
En allir fullyrtu þeir, að ef svo heppilega
gæti tekist, að sá maður byði sig fram,
er þeir á engan hátt væru smeikir við, að
myndi reynast fjandsamlegur áhugamál-
um. verkamanna, þá myndu þeir ekki
sækja það fast að bjóða fram mann úr
verkamannaflokknum, heldur af heilum
hug og afdráttarlaust styðja slíkan mann,
er hinir flokkarnir gætu sameinast um.
Síðan komu framsóknarmenn og liberal-
ar sér saman um að tilnefna þingmanns-
efni, fimtudaginn 5. ágúst, að Teulon. —
Talaðist svo til, að þar skyldu mætast
fulltrúar flokkanna, einn maður af hvor-
um flokki (framsóknarfl. og lib.), frá
hverjum kjörstað í kjördæminu. Verka-
menn kváðust bg myndu koma nokkrir
þangað norður. Verður ekki annað sagt,
en að þessum málum hafi verið ráðið
heppilega til lykta að svo komnu.
* * *
Ekkert kjördæmi í Canada er sennilega
jafnfjölment af íslendingum, eins og ein-
mitt Selkirk-kjördæmið. Stjórnarskýrslur
segja, að í Manitoba séu um 12,000 ís-
lendingar, og þar af tæp 3000 í Winnipeg-
borg. Væri þá líklega ekki oftalið, að
telja 3—4000 íslendinga í Selkirk-kjör-
dæminu, af þeim 9000, sem þá eru eftir,
enda nær það kjördæmi yfir héruðin, sem
íslendingar hafa kallað Nýja ísland einu
nafni.
Þegar menn athuga, að Nýja ísland
bygðist fyrst af íslendingum, fyrir rúmum
50 árum síðan, og að margir þeirra hafa
verið og eru atgervis- og atorkumenn, þá
er eiginlega ekki hægt að segja, að það
ætti að vera vonum framar, að fulltrúi
þessara héraða í sambandsþinginu væri á-
valt maður af íslenzkum ættum. — Það
skeði fyrst í síðustu kosningum, en ætti
nú að verða fordæmi.
Sú mótbára kann að heyrast, að langt sé
síðan fjölmennara varð í Nýja íslandi af
öðrum þjóðflokkum. Er það að vísu rétt.
En þar til verður því að svara, að íslend-
ingar, sem ætíð hafa haft brennandi á-
huga fyrir stjórnmálum, ættu að standa
þeim mun framar, eða vel það, sem þeir
eru færari. Að ógleymdu því og íslenzka
arfinum, stóð íslenzk alþýða það betur
að vígi en önnur alþýðá meðal frumbýl-
inga, að allir voru læsir og skrifandi, er
komu að austan um haf frá íslandi.
Það hefir líka áreiðanlega borið á þessu
að ýmsu leyti, meðal Ný-íslendinga. Þeir
hafa víðast látið sig almenn mál miklu
skifta. Og ekki dylst það, að framsóknar-
flokkurinn á frítt og sterkt lið meðal Is-
lendinga þar nyrðra; máske ekki ýkjur
að segja, að hann eigi meiri ítök í þeim
en aðrir flokkar.
Oss virðist því sem íslenzkir framsókn-
armenn í Selkirk-kjördæmi, sem vitanlega
hafa ýmsum góðum drengjum á að skipa,
ættu að koma sér saman um, að þessu
sinni, og raunar héðan af, að senda Is-
lending á sambandsþingið. Það er engum
vafa bundið, að séu menn hepnir í valinu,
þegar til Teulon kemur 5. ágúst, þá eru
meiri lfkur fyrir því, að sá maðurinn, er
verður hlutskarpastur þar, verði sendur á
þing af kjósendum, en nokkur annar
maður.
Svo heppilega vill til fyrir íslendingum,
þeim er telja sig framsóknarmegin, að
eiga sín á meðal mann, sem að öllu leyti
ætti að vera hinn ákjósanlegasti þingmað-
ur frá þeirra sjónarmiði, og sem þar að
auki ætti að geta staðið vel að vígi, fyrir
margra hluta sakir, er tilnefna skal þing-
mannsefni.
Sá maðiir er séra Albert E. Kristjánsson.
Hæfileikar hans til þingmensku eru
margir og miklir; að voru áliti meiri og
betri en flestra annara manna. Fyrst má
telja, að hann er flestum mönnum betur
máli farinn. Ber þar til hvorttveggja:
fágæt mælska og skýr hugsuif svo sem
flestir kannast við, er hafa heyrt hann
kappræða mál. Er hann jafnvígur á tvö
mál, sem fáum er gefið, en.er mikill styrk-
ur hverjum manni til þess að auka ímynd-
unarafl sitt og framsetningu. í öðru lagi
er hann vanur þingstörfum, frá fylkisþing
inu hér í Manitoba. í þriðja lagi, og er
meira um það vert, er séra Albert þaul-
kunnugur þjóðmálum; ekki einungis þjóð-
málum í þrengri merkingu, innanlands-
málum, heldur mannfélagsmálum yfirleitt.
Er óhætt að fullyrða, að ekki eru margir
þingmenn eða þingmannsefni í þessu landi
sem hafa þar gleggri eða dýpri skilning til
brunns að bera, en hann.
fen þó er eitt enn ótalið, sem ætti að
vera þyngra á metaskálunum, en alt hitt
til samans, ekki sízt nú á þessum tímum,
er hafa leitt í Ijós svo margt misjafpt í
þjóðh'fi voru. En það er heiðvirði, og
drengskaparlund séra Alberts. Allir vita
það að hann er óbifanlega heiðarlegur
maður, sem ekki má vammsitt vita. —
Hann gerist ekki veifiskati fyrir stund-
arhagnað. Hann berst ávalt fyrir því,
sem hann veit réttast, og lætur ekki fyrir
neitt verð falast til þess að vinna á móti
betri vitund og þjqðþrifum. Áhugamál-
um sínum verður hann trúr svo lengi sem
lífið treinist. Og slíkir kostir verða ekki
virtir til fjár.
í mörgu virðist oss þeir líkir, séra Al-
bert og stéttarbróðir hans, J. S. Woods-
worth, þingmaður Mið-Winnip^g nyrðri,
sem hefir getið sér meiri orðstír á síð-
asta þingi en nokkur annar maður. —
Gáfnafari þeirra, skapgerð og menning
virðist svipa mjög saman í öllum megin-
atriðum. Það væri heiður hverju fylki,
að geta sent tvo slíka menn á þing.
Hvernig skilyrði fyrir tilnefningu séra
Alberts eru, er ekki á vorum fær-
um að dæma um. En oss virðist að þau
ættu að vera mjög góð, ef vel og einbeitt-
lega er á haldi^. í norðurhluta kjördæm-
isins á séra Albert sér áreiðanlega marga
fylgismenn. Sömuleiðis er það víst, að
ýmsir helztu forystumenn framsóknar-
flokksins í kjördæminu og hér í Winni-
peg, aðrir en íslendingar, myndu fegins-
hugar vita hann kosinn. Og í þriðja
lagi er enginn minsti efi á því, að eng-
um manni myndu verkamannaatkvæðin í
Kildonan falla auðveldar^i í skaut en séra
Albert Kristjánssyni. Og vel mætti svo
fara, að einmitt á þeim atkvæðum velti
farsælleg úrslit kosninganna, meira en
nokkru öðru. ,
Ekki er að vita, hvað séra* Albert hefir
hugsað um framboð í þetta sinn. En vér
getum ekki stilt oss um það, að minna
þá landa hans, sem Heimskringlu lesa,
og einhvern þátt kunna að taka í Teu-
lon-fundinum, óbeinlínis, ef ekki beint, að
það er þess vert að láta sér koma í hug
nafn séra Alberts Kristjánssonar, er þeir
hugsa sér þingmannsefni í Selkirk-
kjördæmi.
Og satt að segja finst oss vert meira
en að láta sér nafn hans í hug koma.
Oss finst vert að kjósa hann.
Stutt greinargerð.
Það mátti næstum nærri geta, að
Hundadagarnir liðu ekki svo hjá, að rit-
stjóri Lögbergs reyndi ekki í einu æðis-
kastinu enn, að læða tanngarðinum í
ritstjóra Heimskringlu. En þær eru jafn-
veikar tennurnar og hörundið er sárt,
sem betur fer. Vér nennum ekkí núna
í góðviðrinu að svara ritstjóranum í þeim
tón, sem hann ætti helzt skilið, fyrir
þann persónulega óþverra, sem hann
lætur frá sér fara. En fróðlegt væri að
fá vitneskju um þau hundavöð sem skiln-
[ ingur ritstjórans á merkingu orða í ís-' að framsóknar-menn, endur-
lenzku máli hröklast um. Ef menn láta
í ljós, blátt áfram og af engri ókurteisi,
að mönnum finnist fátt til um skilning
eða meðferð þessa stéttarbróður vors á
einhverju málefni, þá er það ‘‘að stökkva
upp á nef sér”!, og “hella” yfir ritstjórann.
‘‘illkvitnislegum og hrokafullum gor-j
geir (!), sem maðurinn þá auðvitað er
orðinn “alræmdur fyrir meðal Vestur-ls-
lendinga”!! o. s. frv. o. s. frv.
Ritstjórinn barmar sér yfir því, að
skilja ekkert í afstöðu ritstjóra Heims- j
kringlu til stjórnmálanna. Ef til vill hafa*;
nú ekki margir búist við því. Ritstjóri
Lögbergs er einn af þeim, sem undir eng-
um kringumstæðum vill sjá annað en |
gömlu flokkana tvo, og má vel vera að
hann £eti það ekki í raun og veru. Hann
var með þessa endileysu í fyrrahaust,1
að bændaflokkurinn, sem hann nefnir,
væri dauður, eða að minsta kosti alger-
lega í andarslitrunum. Jú, hann var það.
eða hitt heldur. Þótt þingmönnum hans
fækkaði, fyrir þessa flónsku liberala, var
hann ekki dauðari en það, að hann átti
vald á löggjöf þingsins í vetur, beztu
löggjöfinni, sem þetta land hefir um afar 1
langan tíma fengið, og íiefði þó orðið
betri, ef Mr. King ekki hefði haft hræ
tollhneykslisins að dragast með í poka-
horninu, sem svo röm fýla stóð af, að
fleirum en mótstöðumönnum stjórnar-!
innar varð óglatt af. Þessar hrakspár í
garð framsóknarflokksins stafa ekki af
neinu forviti eða framsýni, heldur ein-
göngu af því, að sá flokkur er augna-
þyrnir ritstj. Lögb. og eitur í beinum hans.
Hann vill flokkinn dauðann, þess vegna
spáir hann honum dauða. En þótt rit-|
stjóri Lögbergs geti ekki skilið það, þá
fylgir Heimskringla framsóknarflokkn-
um að málum, eða réttara sagt, heldur í
þá átt, sem flokkurinn stefndi í, er hann
hóf göngu sína, og sem hann hefir síðan
haldið í pllum meginatriðum.
Hverfi flokkurinn frá þeirri stefnu og t. !
d. til kyrstöðustefnu liberal flokksins,
eins og hún var á næst síðustu þingum, j
þá ber samt enga nauðsyn til fyrir Heims- 1
kringlu að elta þann hala. Ritstjóri henn
ar vill fyrst og fremst halda henni frá því
að leggja sig flata til þess að skafa af
hvern sora, sem á flokk kann að falla, ef
hann anar í eitthvert foræðisflan. Tunga
hennar á aldrei að verða skóþurka, að
eilífu hangandi á flokkssnaga. Og finst
ritstjóra Lögbergs það sennilega óskiljan-
legast af öllu. Og verður ekki að gert. !
Auðvitað er ekki að furða, þótt jafn
barnalegar ályktanir renni úr penna rit-
stjórans, þegar hann jafn samvizkusam- j
lega rangfærir orð þess, sem hann vill
deila á. Hér er ekki átt við kisuþvott;
hans í sambandi við tollhneykslið, af-»
skiftaleysi Mr. Kings, og verðlaun þau,
öldungaráðsstöðuna, er hann lét í té;
‘‘manni, er Jacques Bureau heitir”!, sem
ritstjórinn telur sýknan saka unz hann sé f
dómfeldur að lögum. En sú afsökunlj
Eins og nefndarálitið (undirritað af fjór-;
um iiberals) sé ekki fyrir löngu búið að;
dómfella hann, svo að ekkert blað í Can-
ada nema Lögberg hefir reynt að klóra j
yfir. og eins og ekki séu til ótal svívirð-;
ingar, sem engin lög ná til, og ekkert i
nema fyrirlitning góðra drengja. Og ótal
bófar, sem ganga enn óhengdir og ó-
hegndir, þótt þeir ættu að vera hvort-
tveggja, lögum samkvæmt. —
Nei, hér er ekki átt við þetta, heldur
það, sem vér af vorkunnsemi skulum j
kalla bull, að vér höfum talið báða for-
ingja gömlu flokkanna ‘‘óalandi og óferj
andi”.
■N
Oss lízt þannig á stefnuskrá Mr. Meigh-
ens, að á henni geti ekkert verið að
græða fyrir Canada, og höfum ekki farið
dult með það. í ræðu hans er ekkert á-1-
kveðið sagt, nema um tollhneykslið (sem
liberalar myndu líka verða að þrifa til, ef |
þeir næðu völdum), og um hátolla-varnar-j
garðinn, sem hann .og stóriðjuhölda-
ráðuneyti hans vilja girða Canada með.
Vér álítum Canada illa sett með stefnu
Mr. Meighens.
Vér álítum líka, að miklu hagkvæm- j
ari stefnu fy*rir Canada sé hægt að hugsa j
sér, en stefnu þá, er Mr. King myndi
fylgja, nauðugur, viljugur, ef flokkur hans
væri einráður. Og vér álítum vanrækslu
hans á því að líta eftir Mr. Bureau ó-
verjandi. En þar frá er æði langt til þess
að neita honum um alt gott. Vér þorum
vel að láta Mr. King njóta þess sannmæl-
is, að margt sé vel um hann, og höfum;
jafnan gert það. Hann vann að víáu eng-
in afrek innan lands, meðan flokkur hans
var í algerðum meirihluta. Hann var
ekki nógu mikill leiðtogi til þess, eins og
Laurier sjálfsagt hefði verið. En hann
hefir sýnt einlægan lit á því, að gera
Canada sjáifstæðara út á við, og á þakkir
skilið fyrir, eins og hver sá maður, er |
þokar feti í þá átt. Hann hefir líka sýnt, !
bótarmenn, geta unnið, að
minsta kosti ef þeir eru nógu
margir til þess að geta vegið
salt á móti stríðustu afturhalds
seggjunum í liði hans. Og það
er í rauninni mest vert um einn
mann, að með aðstoð hans sé
hægt að koma einhverju í verk,
hvort sem hann er halanegri
sunnan úr Senegambíu eða “há-
virðulegur” stjórnmálamaður.
Og þótt Mr. King eigi skilið fult
álas fyrir sinn hluta í toll-
hnéykslinu, þá veltur þó ekki
framtíð Canada á því. Hún velt1 ÞinSiS’ hefSu allir flokkar ?etaö a8‘
ur á meðferð ýmsra Stórmála, j hylst’ nema conservatívar. Bamvinna
líb. og1 frams. var heiðnrieg sam-
vinna um löggjafarstarf í sérstakar
fóru nokkru síöar, heföu sýnt þaö;
allar heföu gengið stjórninni í vil.
Samkomulagið.
Misskilningur heföi ráðiö um af-
stööu flokkanna á þingi. Samvinna
milli einhverra flokka heföi veriö
nauösynleg, er enginn flþkkurinn
naut meirihluta. Sú sammvinna
varö aö vera eitt af tvennu: opinber
og ærleg, eða leynimakk. Samvinna
liberala og framsóknarmannai heföi
veriö ærleg og hreinskilin. Stefnu-
skrána, sem lib. hefðu lagt fyrir
sem hafa legið fyrir þjóðinni,
og sem liggja enn fyrir henni. ’ '
Oss finst engar líkur á að Mr.
Meighen muni ráða þeim mál-
um svo heppilega til lykta, að
unt sé að sætta sig við. En aft-
ur á móti töluverðar líkur vera
fyrir því, að með spora fram-
sóknarflokksins milli rifjanna,
eins og var í vetur, geti Mr.
King ráðið sumum þeirra við-
unanlega til lykta, í bili að
minsta kosti.
Því finst oss mögulegt að vinna
það sem hægt er með Mr. King,
án þess þó að þegja eins og
þorskur yfir ávirðingum hans.
Þess vegna var og frumhlaup
ritstjóra Lögbergs á hendur
Heimskringlu jafn óv.iturlegt
og það var ósæmilegt. Það
vináttubragð að dylja, afsaka
og breiða yfir ávirðiiigar og
afglöp vina sinna, er þeim
háskalegra en jafnvel opinber
fjandskapur.
Canada.
(Frh. frá 1. bls.
ganga ötullega aö fólksinnflutning-
uin, og sjá um aö allir gætu fengiö
atvinnu. Innflutningapólitík fyrver-
andi stjórnar hafi verið mjög reikul,
en mest fyrir þá sök, aö engin trú
var borin á innanlandsiönað, og af
þvi heföi stafað atvinnuleysið —
Stjórnin ætli sér að stuðla að eflingu
samvinnufélagsskapar milli bænda
svo aö hann geti sem fyrst orðið
eitthvað í áttina við þaö, sem hann
er í Danmörku.
Síðan skýrði Mr. Meighen frá
því, aö kosningar skyldu fram fara
14. september, og endaði síöan með
því að skjóta rnáli sinu til kjósenda,
og hvetja þá til þess aö veita sér og
conservatíva flokknum ‘fulltingi til
næstu kosninga, Canada til þrifa.
Ræða Mr. MacKenzie
King.
Mr. King hóf ræðu sína með því
aö tala um nauðsynina á því, aö þing
viljinn næöi jafnan rétti sínum. —
Mintist á síðustu kosningar. Heyrst
heföi að Mr. Meighen heföi átt aö
fá tækifæri til að stjórna, af því að
hann heföi stærstan flokk í þinginu.
Mr. Meighen heföi fengið þaö tæki-
færi, en, ekki getað notaö þaö, þrátt
fyrir betri aðstöðu, er foringi liber-
ala ekki sat á þingi fyrstu tvo mán-
uðina. Fr^ kosningaúrslitum, aö
þeim tíma, er búið var aö greiða at-
kvæðj um brtt. Mr. Meighens við
hásætisræðuna, heföi ekkert frá sér
'heyrst opinberlega, sem átyllu gæfi
til þess aö bregða sér um, að reyna
að hafa áhrif á þingviljann, Fjöldi
flokksmanna sinna heföu lagt aö sér,
að leita þingsætis tafarlaust; aö tala
máli sínu opinberlega; ~aö mótmæla
Mr. Meighen. 'Öllum hefði hann
svarað eins, hans hágöfgi ríkisstjór-
anum jafnt og lítilmótlegasta fylgis-
manni sínum: "Látum þingið ráöa.”
Þrátt fyrir mishöppin, sem uröu á
því aö ná í stjórnartaumana, heföi
Mr. Meighen og flokkur hans ekki
lint látum til þess ag reyna að hindra
og ónýta löggjafarstarfið. Þeir heföu
þvælt og dregið timann, unz oröiö
heföi aö skera niður umræður. Er
sú tillaga var samþykt, heföu allir
flokkar, Iiberalar, bændur, verkamenn
og óháöir, ótvirætt sýnt Mr. Meighen,
að hugmyndir hans um að fremja
þingstörfin ættu sér ekkert fylgi. —
Aukakosningarnar fjórar, sem fram
áttir, ekkert annað.
Fjármálin.
Þrátt fyrir allar tafir og hindr-
anir, heföi aldrei í þingsögu Canada
verið létt annari eins skattabyrði af
þjóðinni, á einu þingi, sem nú, meö
fjárlögum Robbs. Af öllum hefði
veriö létt, konum sem körlum, fátæk-
um sem ríkum. Og þá tollækkunnin,
sem sérstaklega hefði veriö tilfinn-
anleg á bílum, án þess aö ein einasta
verksmiöja hefði beðiö halla við þaö.
Þá væri og lækkun á sölu- og vöru-
skatti og lækkun póstgjalds. Þegar
við þetta bættist lækkun á ríkisskuld
inni, aukin viðskifti og Jiagstæöur
verzlunarjöfnuður, þá væri óhætt að
segja, aö aldrei hefði Canadastjórn
áður séfi fjárhag landsins betur
borgiö, þrátt fyrir allar hrakspár
cons. fyrir síðustu kosningar, og hjal
þeirra um aö ekkert nema hátollar
, gætu bjargað landinu.
Önnur merkileg frumv'orp.
Þá vildi hann og telja hinn mjög
hagkvæma verzlunarsamning við
Vestur-Indíur, Bermuda, Br. Guiana
og Br. Honduras. Ennfremur hefði
öldungaráðið drepiö ellistyrktarfrum
varpið fyrir stjórninni, og endurbót
á refsi- (og innflytjendalöggjöfintii,
sem rekin hefði verið á í ófriðarfum-
inu.
Mr. Meighen væri að reyna að
telja mönnum trú um, að Stjórn hans
myndi koma í gegn þeirri löggjöf,
er mestu hefði skift á þinginu. Þar
á móti mætti benda á fjölda merki-
legra umbóta, er Mr. Meighen hefði
banað með atferli sínu, en annars
hefði mátt ganga frá, þótt þing hefði
verið rofið. T. d. sveitalánafrum-
varpið, kornlagafrumvarp Camp-
bells; frumvarpið um endurmat her-
mannajarða; frv. um Montreal-hafn-
arlánið; frv.- um breytingu á eftir-
launalögunum o. fl. o. fl. — Þegar
á alt væri litið, væri örugg vissa um
það, að ef stjórnin hefði fengið frið
til þess að ganga frá löggjöfinni, sem
hún vildi og ætlaði, þá hefði þingið
1926 orðig einstakt í framfarasögu
Canada, fyrir heillavænlega samvinnu
flokkanna, er gátu sameinast um
mestu velferðarmál landsins.
Þingrofin.
Mr,
Þá kæmi að þingrofum.
Meighen reyndi að telja mönnum
trú um, að lib. hefðu æskt þingrofs
af því ag stjórnin hefði verið hrædd
við aðfinsludóm (censure) þingsins.
Neitaði því algerlega. Ef hann
(King) hefði ekki æskt þingrofa, þá
hefði hann haft munnlega vissu
fyrir því á föstudag, að brtt. Stevens
hefði ekki verið samþykt í þinginu
óbreytt. En er hann hefði beðist
þingrofa, hefði mörgum framsókn-
armanan snúist hugur, af því að þeir
vildu ekki þingrof, og hefðu þá greitt
atkvæði á móti stjórninni þriðjudag-
inn næstan á eftir.
Menn myndu þá máske spyrja,
hvers vegna hann hefði æskt þingrofa,
ef hann hefði verið viss um meiri-
hluta á móti brtt. Stevens óbreyttri.
Sú væri ástæðan, að vikuna 20.—25.
júní hefði baktjaldamakk og hrossa-
kaup um brtt. Stevens og um korn-
lagafrv., sem lá fyrir öldungaráðinu,
magnast svo, að því er sér hefði
virzt, að sér hefði þótt ófært að láta
haldast í því horfi, en álitið hreinna
og beinna, að láta þjóðarviljann
skera úr.
T ollhncykslið.
' t
Mr. King tók fram, að einn af
ráðherrum sípum, Mr. Boivin, hefði
ótilkvaddur látið hefja ranjisókn.