Heimskringla - 15.09.1926, Síða 6
3LAÐSIÐA
liEIMSKRINGLA
WINNIPEG 15. SEPTEMBER 1926
Rósahringurinn.
. T
“Ungfrú Champion,” sagði Garth, “ef eg
væri amma yðar, þá skyldi eg senda yður í
rúmið.”
“Hvað getum við gert?” sagði hertogafrúin.
“Hún átti að syngja “Rósahringinn”. Eg hafði
alt undirbúið fyrir þenna söng, Jane.”
‘‘Já, frænka.”
“Þú mátt ekki segja “já, frænka” jafn
hugsunarlaust. Dettur þér ekkert í hug til
hjálpar?”
Þégar Jane svaraði ekki strax, hélt hertoga
frúin áfram:
“Nú, Jane, dettur þér ekkert í hug?”
Jane leit til hertogafrúarinnar og sá hið
biðjandi augnatillit hennar. Hún skildi nú hvað
hún meinti og sagði brosandi:
‘Eg skal syngja “Rósahringinn” í staðinn
fyrir Velmu, ef þú vilt, frænka.”
Gestirnir létu ekkert til sín heyra, en það
var sjáanlegt, að þeir urðu allir undrandi.
‘‘Hefir þú þetta kvæði?” spurði hertoga-
frúin, um leið og hún stóð upp og tæmdi körf-
una.
Já. Þegar eg fyrir skömmu var inni í bæn-
um, heimsótti eg frú Blanche. Hún söng það
og lék undirsönginn; þegar eg fór, gaf hún mér
eitt eintak.”
eg að þú syngir. — Jæja, gestir mínir, við neyt-
eg að þú syngir. — Jæja, gestir mínir, við nety-
um miðdegisverðar kl. 8, óg kl. 9 byrjar sam-
söngurinn.
Þegar hertogafrúin var farin, sagði Myra:
“Þetta var vel gert af yður, Jane. Eg vildi
gjarna leika undir sönginn, ef eg kynni hann,
en eg kann aðeins “í tunglsljósi” oð “Blindu
mýsnar þrjár” — með einum fingri.”
“Og eg hefði boðist til þess að leika undir1
við sönginn, ef þér hefðuð sungið “Allar sálir”,
en “Rósahringinn” þori eg ekki við.”
‘‘Hættið þér þessu, Dale,’ sagði Jane. “Þér
mynduð leika ágætlega undir, ef eg bæði yður
um það, en eg vil helzt gera það sjálf.”
En hafið þér athugað það, að það pr erfitt
ajj láta röddina njóta sín í þessum stóra sal, ef
áheyrendurnir eru ekki rétt fyrir framan mann,”
sagði Dal.
“Já, eg hefi hugsað um það. En hljóm-
burðurinn í salnum er ágætur, og eg hefi lært að
brúka rödd mína. Eg fékk fyrst tilsögn hjá frú
Marchesi í París, og seinna hjá hinni gáfuðu
dóttur hennar í London, svo eg vona að þetta
hepnist.”
“Fyrst þér hafið fengið tilsögn hjá hinum
frægustu söngkonum heimsins, þá furðar mig
ekki á því að þér töluðuð svo rólega,” sagði Dal.
“En hvers vegna hefir hertogafrúin aldrei beðið
yður að syngja?”
“Það er af sérstakri ástæðu,” svaraði Jane.
‘‘Eins og þér vitið, dó sonur hennar fyrir átta
árum síðan. Hann var fallegur og gáfaður
piltur; og eins og eg, hafði hann frá afa sínum
erft löngunina til söngs. Hann var svo hrif-
inn af söng, að hann ákvað að gera það að lífs-
starfi sínu. Þegar hann var heima eitt sinn í
skólafríinu, lofaði hann að taka þátt í samsöng
fyrir góðgerðafélagið; en þá varð hann innkulsa,
fékk lungnabólgu og dó eftir fáa daga. Vesa-
lings frænka mín varð afar sorgbitin, og síðan
hefir hún aldrei þolað að heyra mig syngja.”
“En hvers vegna hafið þér aldrei sungið
annarsstaðar?” spurði Garth. “Við höfum oft
verið saman á samkomum, en mig hefir alls
ekki grunað, að þér kynnuð að syngja.”
“Það veit eg ekki”, svaraði Jane stillilega.
“En, eg elska söng ósegjanlega mikið. Það er
fyrir mig hið allra helgasta í musteri sálna
vorra. En það er ekki auðvelt að draga fram-
tjaldið til hliðar.
“En það verður dregið til hliðar í kvöld,”
sagði Myra.
“Það getur verið,” svaraði Jane kyrlátlega.
“Og við fáum leyfi til þess að líta inn í
helgidóminn,” sagði Garth.
5. Fortjaldið dregið tii hliðar.
“Ungfrú Champion! Nú, þarna eruð þér.
Nú kemur röðin að yður. Það er seinasti þátt-
urinn í leiknum.”
Sem siðameistari hafði Garth Dalman fund-
ið Jane úti á hjallanum. Hann var skrautlega
búinn, og Jane gat ekki annað en brosað að
ósamræminu í ytra útliti hans og kvíðanum, sem
bjó í svip hans.
“Eg er tilbúin,” sagði hún og stóð upp.
‘‘Hefir alt gengið vel, og eru gestirnir margir?”
“Fult af fólki,” svaraði Garth, og hertoga-
frúin hefir skemt sér ágætlega. En, ungfrú,
hvar eru nóturnar yðar?”
“Eg leik nótnalaust, því þá þarf maður ekki
að fietta blöðum.”
Svo urðu þau samferða inn, og námu staðar
bak við tjaldið.
“Heyrið þér hvað hertogafrúin segir?” hvísl
aði Garth. “Jane frænka mín hefir verið svo
góð, að lofa að syngja í stað---------”. • Kom-
ið þér nú; hertogafrúin er þögnuð!”
Hann tók hendi hennar og leiddi hana upp
tröppurnar og inn á leiksviðið.
Jane settist við píanóið, leit snöggvast á
rósabogann og krossinn bak við hann, lék fá-
eina samhljóma söngtóna, og byrjaði að syngja.
Hin djúpa og yndislega rödd hennar ómaði
í gegnum salinn og allir hlustuðu steinþegjandi.
Hvert einasta atkvæði heyrðist í hinum fjar-
lægasta krók, flutt með svo hreinum og mjúkum
tónum, og fegrað með svo listríkum undirsöng
hljóðfærisins, að allir urðu hrifnir.
Þær stundir, sem eg ein dvel hjá þér,
eru eins og band veð indælum perlum,
er eg daglega tel, :— eina eftir aðra.
Minn rósahringur — minn rósahringur.
Síðustu orðin, sem eins og geymdu í sér
.heilan heim af yndislegum endurminningum,
voru sungin mjög hægt, næstum því eins og
hvíslað.
Þetta var söngur, það fundu menn. Og
það var meira en það, það var andríki, sem skalf
í þessum mjúku, og hrífandi tónum, svo að marg
ir sátu tárfellandi.
Svo hækkaði röddin með vaxandi afli, unz
að síðustu h'nunni kom; þá barst út í salinn með
því afli og ástríðu, eins og af hörmuungum kval-
inn sál:
Hver stundin er perla, hver perla er bæn
— bæn til guðs um kyrð í söknuðinum.
Eg tel hverja eina og allar — og þar
— þar hangir einn kross. »
Eftir litla stund þegar æsing áheyrendanna
hætti, ómaði rödd Jane aftur. Það var kven-
maður, sem í skóla mótlætisins hafði lært að
auðmýkja sig fyrir stjórn forsjónarinnar.
Ó, minning svo bh'ð *— og bitur líka,
um hvað eg vann — og hvað eg misti.
Eg kyssi hverja perlu, unz eg hefi lært
að kyssa krossinn — að kyssa krossinn.
Smátt og srnátt gleymdu menn hver það var
sem sat við píanóið, svo hrifnir voru menn af
söngnum.
Eins og hún byrjaði, þannig endaði hún —
með fáeinum samhljóma söngtónum.
Svo stóð hún up pog ætlaði að fara, en þá
heyrðust afar há fagnaðaróp. Hún stóð kyr og
leit yfir salinn, eins og hana furðaði á því að
sjá þar nokkurn. Sumar raddir hrópuðu þá:
“Aftur! Aftur!” Hún brosti, sneri sér við og
gekk ofan bak við leiksviðið. Þar mætti hún
manni, sem gerði hana enn meira hissa en fof
áheyrendanna.
Það var Garth Dalman. Hann var náfölur,
og í augum hans logaði einhver undarlegur eld-
ur. Hann greip í handlegg hennar, sneri henni
við og sagði skjálfraddaður:
“Farið þér strax upp aftur, og syngið hvert
orð, hverja h'nu, eins og þér gerðuð núna! Far-
ið þér strax. Þér vitið ofur vel að þér verðið að
fara!” *
, Þegar Jane sá biðjandi svipinn í augum
hans, sneri hún sér við og gekk aftur upp til
píanósins þegjandi.
Hún settist, sló aftur hina samhljóma tóna
og söng:
Vegar Jane yfirgaf leiksviðið aftur og gekk
ofan, stóð Garth á sama stað, fölur eins og áð-
ur, en nú voru augu hans bh'ð og mild. Hún
rétti honum báðar hendur sínar, og hann greip
þær hvíslandi:
“Ó, guð minn góður!”
“Dal,” sagði hún ásakandi; “eg þoli ekki að
heyra þetta nafn nefnt með léttúð!”
‘‘Með léttúð!’ endurtók hann. “Aldrei hefi
eg nefnt þetta nafn með meiri alvöru en nú.
Allar góðar gjafir koma að ofan. Þegar mig
skortir orð til þess að tala um gjöfina,' megið þér
ekki furða yður á því, að mig langaði til að
nefna nafn gjafarans.” .
Jane leit til hans brosandi og sagði:
“Fanstyður söngur minn skemtilegur?”
“Hvort mér fanst hann skemtilegur!” svar-
aði Garth. “Eg veit ekki hvort mér fanst hann
skemtilegur!”
“Hvers vegna þá þessa smjaðrandi athuga-
semd?” sagði Jane brosandi.
‘‘Má eg segja það?” svaraði hann lágt.
“Þér dróguð fortjaldið til hliðar, og eg — eg
gekk inn í helgidóminn!”
Hann hélt ennþá höndum hennar, og að
sögðum síðustu orðunum, laut hann niður og
kysti þær.
Svo slepti hann þeim og gekk til hliðar.
Og Jane gekk út á hjallann einsömul.
6 Garth finnur rósahringinn sinn.
Jane dvaldi ekki lengi' í salnum þetta kvöld
Samtal gesítanna skeytti hún ;ekki um, og
smjaðrið leiddist henni. Hún þráði að fara upp
til herbergis síns, og hugsa um viðburði sína
og Garths.
Framkoma Garths hafði vakið tilfinningar
hjá henni, sem hún ekki skildi. Að hann kysti
hendur hennar, fanst henni kveljandi, og þó vissi
hún svo vel að hann gerði það af virðingu. En
samt sem áður, það var eitthvað meira í hylli
hans — eitthvað óskiljanlegt.
Loksíns áttaði hún sig, og ætlaði að ganga
upp til herbergis síns, en hversu hægt sem hún
hreyföi sig og eftirtektarlaust, að hún áleit, var
Garth þó við dyrnar á undan henni. Hún gat
ekki skilið, hvernig þetta atvikaðist, því þegar
hún sneri sér við, var hann í hinum enda sals-
ins og talaði við Myra. Ingleby.
Hann opnaði dyrnar, og Jane gekk út.
Hún var einhvernveginn utan við sig. Hana
langaði til að segja honum annaðhvort: Hvern-
ig gat yður dottið í hug að hegða yður jafn-
óviðeigandi gagnvart mér? eða: Krefjist þer af
mér, hvers sem þér viljið, og eg mun gera
það.
Hún sagði hvorugt.
Garth fylgdi henni út í ganginn, og kveikti
Ijós á kerti, sem stóð í stiku, og rétti hénni.
Hann var yfirburða glaður, en Jane gramdist
þessi gleði hans. Hún gat ekkert sagt, og þó
vissi hún að hún varð að segja eitthvað. Þögn
hennar sagði svo mikið, sem ekki átti að segja,
af því það varð ekki sagt hátt. Hún greip stik-
una og gekk upp tvær rimar. Þar nam hún
staðar og sagði:
“Góða nótt, Dal. Þér verðið að fara inn
aftur —”
Hann leit til hennar, og augu hans tindruðu
við ljósbirtuna.
“Eg vil ekki fara inn aftur,” sagði hann.
‘‘Eg fer út í garðinn, út í ferska loftið; þar ætla
eg að standa undir eikinni og “telja perlurnar
mínar”. Eg skal segja yður, að eg hefi aldrei
haft neinn rósahring fyr en í kvöld — en nú
hefi eg einn!”
“Heila tylft líklega,” sagði Jane þurlega.
“Þarna skjátlast yður,” sagði Garth. “Eg
hefi aðeins einn, en hann hefir margar perlur.
Og nú fer eg út, til þess að vera einmana — og
svo ‘‘tel eg hverja perlu.”
“Qg svo krossinn, Dal?”
“Eg he.fi ekki náð honum ennþá — það er
enginn kross með mínum rósahring.”
“Jú, Dal,” sagði hún hægt, “það er líklega
enginn rósahringur krosslaus — og eg er
hrædd um að yður finnist hann erfiður, þegar
þér finnið hann.”
‘‘Þegar eg finn minn,” sagði Garth von-
góður, “þá vona eg að eg verði fær um að bera
hann,” sagði hann, um leið og hann tók eftir
því að Jane leit á hendur sínar.
Hún sneri sér við og ætlaði að halda áfram
upp stigann, en Garth stöðvaði hana með því
að segja:
“Eitt augnablik, ungfrú Champion. Mig
langar til að spyrja yður nokkurs, ef eg má?”
“Já, auðvitað.”
“Og þér ætlið ekki að kalla mig ósvífinn eða
nærgöngulann ? ”
“Ó, eg skal segja yður, að eg álít yður fær-
an um alt í kvöld, svo ein eða tvær spurningar
gera lítinn mishiun.”
“Ungfrú Champion, hafði þér rósahring?”
“Nei, góði Dal,” svaraði hún; “eg er guði
þakklát fyrir, að eg er laus víð “minnin svo blíð
— og bitur líka” — og eg vona líka, að eg muni
aldrei kynnast rósahring.”
“Hvernig gátuð þér þá sungið “Rósahring-
inn” eins og þér sunguð hann — alveg eins og
þér sjálfar hefðuð orðið fyrir þessu — bæði gleði
og sorg?”
“Það skal eg segja yður. Eg lifi altaf í
því, sem eg syng. Þegar eg. söng “Rósahring-
inn”, var hann á því augnabliki minn eigin. En
að þessu fráskildu, hefi eg, guði sé lof, engan.”
Garth gekk upp í aðra ri mstigans og sagði
lágt:
“En, ungfrú Champion — segið mér — ef
þér nú ættuð rósahring, munduð þér þá finna til
eins og í söngnum?”
Jane hikaði ögn áður en hún svaraði:
“Já, ef eg ætti einn, þá býst eg við að hafa
sömu tilfinningar, eins og meðan eg söng.”
“Það hefir þá verið þér — þér sjálfar, sem
þér sunguð um, þó að það tilheyrði öðrum?”
“Já, það getur maður líklega álitið — það
er að segja, ef maður getur álitið sjálfan sig sem
lausan við kringumstæðurnar. — góða nótt, hr.
Garth.”
“Nei, ekki strax! Segjið mér, hvort þér vilj-
ið syngja fyrir mig á rnorgun? Viljið þér koma
upp í hljóöfærastofuna, .og syngja þau lög fyrir
mig, sem mér þykir vænt um? Og má eg svo
njóta þeirrar ánægju að leika undir sönginn?
Ef þér viljið lofa mér þessu, þá skal eg ekki ó-
náða yður meira núna.”
Jane reyndi að brosa, og svaraði:
“En hvað þið listamennirnir eruð undarlegar
verur. Hve erfitt er það ekki fyrir okkur, al-
gengu manneskjurnar, að skilja ykkur. Þér er-
uð við það að gera gamla persónu eins og mig,
ruglaða, aðeins af því að þér eruð hrifinn af
fáeinum tónum, sem bárust til eyrna yðar. Al-
veg eins og þér hafið orðið hrifinn, hvað eftir
annað, þegar einhver ytri fegurð hefir geislað
fyrir augum yðar. Eg fer nú að skilja, hvers
vegna ungu stúlkurnar, sem þér málið, verða
ringlaðar. Nú, en Dal, þér eruð nú samt sem áð-
ur góður, og eg skal syngja fyrir yður á morgun,
alt sem þér viljið. En þá verðið þér líka að efna
loforð yðar. Og — verið nú ekki alla nóttina
úti í garðinum — lofið mér því. Nú verð eg að
ganga til hvíldar! — Þökk fyrir, eg get sjálf borið
ljósið. Farið þér út og teljið perlurnar yðar, —
og, Dal,ef þér finnið nú samt kross við rósaliring
inn yðar, þá má i sénda hann aftur til Chicago.
— Góða nótt!”
Jane gekk brosandi inn í herbergið sitt og
lét ljósið á borðið.
í höllinni voru vanalega notuð kertaljós;
hertogafrúin kunni ekki við þessi nýtízku raf-
Ijós. í herbergi Jane voru mörg kerti. Tvö,
sitt hvoru megin við spegilinn, og mörg á veggj-
unum, í þar til gerðum stikum. Og Jane fann
til einhverrar undarlegrar löngunar að kveikja
á þeim öllum, og gerði það.
Svo settist hún við skrifborðið, tók vasa-
bókina sína, og fór að skrifa í hana viðburði
dagsins.
“Söng “Rósahringinn” við samsöng GinU
frænku, í stað Velmu, sem var veik.”
Svo lagði hún frá sér pennann; að lýsa við-
burðunum milli hennar og Garth, var henni ó-
mögulégt.
Hún leit á liendur sínar, og mintist koss-
anna. En svo rétti hún sig við og sagði hátt:
“Jane Champion, vertu ekki flón. Þú gerð-
ir Garth meiri órétt en sjálfri þér, ef þú tækir
hylli hans fyrir alvöru. Af ánægju sinni yfir
söngnum, tók hann söngkonuna líka með. Það
er alt. Þvoðu hendur þínar og flvttu þér í rúm*
ið.”
Úti í stóra garðinum undir einni eikinni
stóð Garth, sem líka talaði við sjálfan sig.
“Eg hefi fundið hana, hina fullkomnustu
fyrirmynd kvenlegrar persónu, hina ágætustu
hjálp, bæði andlega og líkamlega, fyrir mann
sem getur eignast hana. Jane! Jane! En hvað
eg hefi verið blindur, að hafa þekt hana í mörg
ár og ekki séð þetta! En ríú hefir hún dregið
tjaldið til hliðar, og aldrei getur hún dregið það
fyrir aftur, milli sinnar og minnar sálar.”
Jane, sem nú var sofnuð, hálfvaknaði við
það, að gluggablæja slóst við gluggakistuna sök-
um vindsins, og hún hvíslaði:
“Heimtaðu af mér, hvað sem þú vilt, og eg
mun gera það.”
“En alt í einu vaknaði hún alveg, og mundi
hvað hún hafði sagt, og bætti svo við:
“Heimskingi! Þú vilt láta álíta þig skyn-
sama og staðfasta, og þó lætur þú smjaður
drengs gera þig ringlaða. Áttaðu þig strax eða
yfirgefðu Overdene með fyrstu morgunlestinni.”
7. Reynsla Jane.
Dagarnir eftir þessa samkomu voru mikils
virði fyrir Jane.
Viðburðirnir, sem hún varð fyrir, veittu
henni þá gleði, sem ekkert gat trufiað.
Garth var orðinn svo stiltur og kyrlátur
gagnvart öllum, að allir tóku eftir því, og þegaf
einn spurði hann, hvort hann væri að æfa sig
á að verða mikils virtur og staðfastur eiginmaðuÞ
svaraði hann rösklega:
“Já.”
“Kemur hún líka til Stenshone?” spurði
arRonald, sem ásamt fleiri af gestum hertoga-
frúarinnar, hafði fengi ðheimboð lafði Ingleby
í vikulokin.
“Já, hún kentur þangað,” svaraði Garth.
“Er þetta alvara yðar, herra rninn?” spurði
Billy.
Jane, sem stóð og hélt á blaði, lagði það frá
sér og spurði:
“Er þetta satt, Dal? En hvað það gleður
mig. Hafið þér áformað þetta í nótt?”
“Já, í nótt.”
“Hefir þetta áform orsakast af samtali okk-
ar í gær?”
“Nei, alls ekki.”
“Var það rósahringurinn?”
“Það, sem rósahringurinn opinberaði —
já.”
Jane skildi nú, að vinátta þeirra var orðin
ennþá innilegri, og þótti vænt um það, og hlakk-
aði líka til að syngja og leika ásamt honum.
Garth sýndi meiri sönghæfileika en húu
hafði búist við, og það.gladdi hana einnig.