Heimskringla - 06.10.1926, Page 4

Heimskringla - 06.10.1926, Page 4
. 4 BLAÐSIÐA. # * HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. OKTÓBER 1926 Heimskrin^la <Stofnu» 1886) Kfmnr At A hverjum mlfl vlkudegri. EIGENDCKi VIKING PRESS, LTD. K.%3 n* 865 SAKCiBNT AVE., WINNIPKG. TnlMÍmI: IV-6637 Ver6 bla?5sins er $3.00 Argangrurinn borg- 1 s t fyrtrfram. Allar borganir sendist THK VITvING PRESS LTD. 8rGPÓS HALLDÓR8 frá Höfnum R.itstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráffsmaður. ( (nnAskrlft f11 blnbMlns: THK VIKINÓ IMtESS, Lt<|.. Rox 8105 I fiiu A*>k rlft 11V rltMtjAranui ROITOK HKIilSKRINGLA. Box 8105 WINMPEfi, MAN. "Heimskringla Is published by Tl»<* Vlklnic PreNM Ltd. and printed by riTY PRINTING A PUBLISHINO CO. 853-855 «nrvonl Avf. Wlnnlpeg. Man. Telephone: .86 5357 WINNIPEG, MAN., 6. OKTÓBER 1926. Hið nýja þing. Svo nefnist grein eftir þingmann Mið- Winnipeg nyrðri, er birtist 1. þ. m. í blað- ínu “Weekly News”. Fellur hún svo ná- kvæmlega saman við skoðanir þær, sem Heimskringla hefir látið í ljós um þess- ar kosningar, og sérstaklega við ritstjórn argreinina í síðasta blaði, að oss þykir vert að þýða hana og koma henni fyrir augu lesenda. Hlýtur það sérstaklega að vera geðfelt helztu skörungum íslenzkra framsóknairflokksmanna í Selkirkkjör- dæmi, en þeir dást flestir, og með réttu, að vitsmunum og réttsýni Mr. Woods- worth’s, að sjá það, að skoðanir Heims- kringlu, framsóknarblaðsins íslenzka, er þeir hafa jafnan látið sér svo ant um, falla svo nákvæmlega saman við' álit Mr. Woodsworth’s, um úrslit kosninganna og þau áhrif, er þau hafa haft á afdrif fram- sóknarflokksins í Manitoba. Enda má þá vafalaust ganga að því vísu, að næsti Teulon-fundur verði ekííi ver undirbúinn af hálfu hinnar öflugu, þolgóðu og fram- sýnu íslenzku framsóknar, en hinn síð- asti var. En svo hljóðar greinin: “Vér teljum oss búa viö lýöstjórn en þjóö- arviljinn kemur mjög ogreinilega í ljós, og ekki fyr en eftir langa mæöu. Nú er nýtt þing kosiö, en fáum vér þar með nýja löggjöf? Það" lætur aö vísu ágætlega í eyrum, að segja, aö stjórnin komi nú á þ;ng með umboð frá þjóðinni. En hvaða umboð? Lægri tolla ? En hvernig stendur þá á því, að tveir nýju ráðherrarnir, sem mest eru við toll- málin riðnir í embættisfærslu sinni, skuli vera alkunnir mótstöðumenn tolllækkunar ? Vitanlega'Vr Mr. Forke einnig í ráðuneytinu. en á meðan kenningin um sameiginlega ábyrgð ráðuneytisins stendur óhögguð, þá er Mr. Forke aðeins einstaklingur í foriáðanefnd liberala flokksins, og verður að standa við meirihluta- úrskurð þeirrar nefndar. Eða segja af sér. Að visu geta liberal-prógressivarnir sagst mundu halda “sérstæðis’’-einkennutn sínum, sem flokk- ur. En ef þeir eiga ekki að hlaupa undan merkjum fulltrúa síns i ráðuneytinu, þá hljóta þeir að greiða atkvæði með liberölum. Þetta lítur út fyrir að séu endalok prógressíva flokks- ins. En auðvitað eru ekki þar með aldauða bændaflokkar, undir forustu Albirtinga. Samanborið við þingið fyrir 5 árum, eru lib- eralar (með próg.-lib. arminum) miklu sterkari nú. Og frá voru sjónarmiði er liberala flokk- urinn meira framsækinn nú. þar eð Vesturlandið hefir flutt til þungamiðju flokksins. Stóreigna- félögin eiga þar ekki eins bein ítök og áður. Með tilliti til löggjafarinnar, þá eru liberal- arnir komnir í sjónfæri með að taka tögl og hagldir af öldungaráðinu. ViS dauða nokkurra öldungaráðsmanna — á eðlilegan hátt vitan- lega — skifta metaskálarnar jafnvægi. Þá verður ekki mótspyrna öldungaráðsins lengur orsök — eða afsökun — þess að stjórnin fái ekki ráðið löggjöfinni. Hvað þá um breytingar á öldungaráðinu ? Vér gerum oss ekki miklar vonir. Þegar vinir þeirra eru komnir í meirihluta i öldungaráðinu, óg aðra vini þeirar langar þangað inn, þá er sennilegt að þverri ákafi iiberala að endurbæta öldungaráðið. Auk þess á stjórnin alt sitt und- ir fransk-canadiskum liberölum, og Quebecing- ar skoða öldungaráðið og B. N. A. brjóstvörn sérréttinda fylkisins. Þegar svo stendur á, gæti vel hugsast, að conservatívar yrðu helztu for- endurbótakröfunnar. Mikið er komið undir ríkisþjónustunni (Civil Service) og starfskipunarnefndar ríkisins (Civil Service Commission), ekki eimmgis að því er stjórninni, heldur einnig löggjöfinni viðkemur. Einnig i þvi tilliti standa liberalarnir nú betur að vígi en áður. Þangað til tollhneykslið kom á daginn, sátu í nefndinni menn, er conserva- tívar höfðu skipað, og það var alls ekki fullkom- / / ið samræmi meðal formanna ráðuneytanna og nefndarmannanna. Nú stendur svo skrítilega á að sökum aðgerða conservatíva í tollrannsókn- armálinu, eru hinir nýju pefndarmenn skipaðir af liberölum, og ráða því að líkindum áhrif og hagsmunir liberala meira með þeim’ — og er það tvímælalaust hættulegt! Jafnvel að því er viðkemur iríkisstjóranum og samveldisafstöðu vorri, standa liberalar miklu betur að vígi en áður. Hinn nýi rikisstjóri hef- ir alt aðra reynslu að baki sér en Byng lávarð- ur; nokkurt tillit mun verða tekið til síðustu kosningaúrslita; ófriðarviman er runnin af mönnum, og þróttmikil canadisk þjóðernistilfinn- ing lætur nú til sín heyra. * Vafalaust standa liberalar vel að vígi. * * * Hvað er um verkamannaflokkinn ?„ ’Hami stendur ekki jafneinkennilega að vigi í þingimt nú sem í fyrra. En af því að hann beitti valdi sínu þá, án þess að misbeita þvi, hyggjum vér að flokkurinn standi betur að vigi en nokkru sinni áður, þegar á alt er litið. Margir öflugustu mótstöðumenn vorir sitja inleika fram í list sinni. Þá sjaldan það skeður, verða slíkar smáperlur til, eða þá að Selma Lag- erlöf vex til þroska. . * * ¥ “Glerbrot á mannfélagsins haug”, eru eftir- mæli og minnisvarði flækinganna íslenzku. — Þessi kafli barst í tal í sumar, þar sem Stephan G. Stephansson var viðstaddur. Hann sagði meðal annars að það væri eftirsjá að þeim úr íslenzku þjóðlífi. Eg fór að hugsa um þessi orð hpns. Og eg komst að því, eftir nokkra stund, sem skáldaugu hans sáu strax, að þetta var rétt. Þeir voru i raun og veru annað og .meira en viðundur til athlægis ogdægrastytting- ar. Þeir fóru manna á milli og lásu og kváðu, og lugu og niontuðu og sungai, eigin vesæld og annara dáðir; eigin æfintýri og annara raunir inn i fólkið. Þeir komu sálum manna úr hvers- dagsjafnvæginu; færðu æfintýrið inn í grámygl- að andrúmsloft matarstritsins, án. þess að fólkið vissi það, eða kynni að meta það. Og hér eru þeir, glaðlifandi, í allri sinoi aumkvunarverðu og öfundsverðu dýrð; barónar heima. Osigur þeirra ætti að vera heilnæm | beiningamalsins; hertogarnir af húðartruntunni kenning þeim, sem lítils hafa metið skyldurnar við verkamarmakjósendur sína. Ennfremur hafa margir í gömlu flokkunum báðum lofað stuðningi sínum til ýmsra framkvæmda, er verkamannaflokkurinn berst fyrir, og sumir eiga kosningu sina að þakka verkamannaatkvæðum eingön.gu. Þóft t. d. Mr. Peter Heenan sé fyrst og fremst bundinn liberala flokknum, og sérstak- lega félögum sínum í ráðuneytinu, þá trúum vér ekki öðru en hann geri alt fyrir verkamanna- flokkinn, sem embætti hans og flokksfylgi leyfir. Auk þess er stjórnin og liberali flokkurinn miklu vinveittari verkamönnum en nokkru sinni áður. Þeir viðurkenna, að verkamannaatkvæðin hjátpuðu þeim viða’úr öngþveiti, á síðasta þingi. Löggjöf sú, er verkamenn fóru fram á, vann vinsældir, og með henni var mælt nú í kosn- ingunum. Verði loforðin ekki efnd, þá eru nógu margir verkamannaþingmenn í þinginu til þess að krefjast skýringar. En mest er þó um það vert, að hinir þrir verkamannaþingmenn — 50% viðauki — eiga sér ágæta stoð í bændaþingmönnunum — Irvine, Kennedy, Miss McPþail og næstum tylft að auki, eru likleg til þess að berjast alveg eins djarflega fvrir verkamönnuni, eins og þeir verkamannaþingmenn, er líklegastir eru að ná kosningu. Nýr "Ginger”-flokkur er hugsanlegur — Hvort sem hann verður opinberlega myndáliur eða ekki, þá^verður hann á vaðbergi, óháður, óhræddur, sæmilega skipaður; fulltrúi sívaxandi kendar i landinu. Bregðist oss ekki allar von- ir, þá ætti þessi hópur að vekja á sér öfluga eftirtekt allra Iandsmanna, fyrir næstu kosn- ingar, og ef til vill að knýja fram algerlega ný flokkssamtök. Þetta er auðvitað getgátan ein- ber. — En — “jörðin hreyfist samt”, þó hún fari hægt. Straumurinn er rann. i afturhalds- áttina, frá stríðinu, virðist nú vera stemdur. Ný- ir straumar gera var^ við sig, og munu koma i ljós í þinginu, beinlinis eða óbeinlínis. —-- Bækur INGUNN JONSDOTTIR: BOKIN MlN■ 168 bls. 8vo. Reykjavík. Prcntsmiðjan Acta H. F. 1926. Þessi litla bók skiftist í fimm kafla; Afi tninn; Meldheimilið fyrir /60 árum; Fyrstu endurminn- ingar mínar; Glerbrot á mannfélagsins haug", og “Fjársjóðir scm mölur og ryð gcta ckki grand- að". i Það þarf ekki langar forsendur að því að þessi bók er svolítið meistaraverk. Hún hefir inrri að halda dýra gripi úr sjóði endurminn- inganna. Það 'sjá allír. En ,þeir eru 3íki slípaðir á svo óbrotna visu og greiptir í svo einfaldan búning, að með slíkri aðferð skap- ast annaðhvort missmíði eða listaverk. Það síðara hefir hér skeð. Það sjá færpi í fljótu bragði. Hér er lika skáld á ferðinni, þótt höfundurinn geri hvergi tilkall til þess, né myndi það til hugar koma. Eg á ekki sérstaklega við barna- sögurnar litlu og æfintýrin í síðasta kaflanum. Eg á aðallega við fyrsta kaflann; Afi minn. Jón kammerráð á Melum, íklæddur holdi og blóði sem aðrir menn! Jór; kammerráð, sem stóð fyrir hugskotssjónum okkar barnanna, mót- aður af munnmælasögum alþvðunnar, sem blóð- laus og vindþurkuð imynd ágirndar og síngirni, verður hér blóðheitur skapmaður, og þó draumamaður i aðra rön.dina. — Blað- síðurnar 11—13 hafa skafið út gömlu myndina, sem eg hélt að væri grafin í hugskot mitt; af- máð hana, eins og sólskinið frostrósir, og dregið þar nýja mynd, með sterkum og lifandi litum. — — Hin háleita einfeldni á sér dýpri rætur í sálarlífi kvenna en karla; það er eins og eðli þeirra sé frekar altilveruskynjandi; sé á óaf- vitandi vísu í nánara sambandi við Kosmos. Er ef til vill eitthvað óskynjar.legt, eða óskiljan- legt samband á milli þess og hins, að líkamir þeirra eru frjóreitir mannlífsins á jörðinni? Hvað sem um það er og verða kann, tekst kon um ennþá sjaldan að setja mikið af þessum eig- Sölvi Helgason; Hannes Stutti og Helgi Fróði. — Helgi Fróði! Já, hér hefir skeð dásamlegt undur. Olnbogabarn og umkomulaus flækingur, og spekingur þó að hálfu; flugfjaðrastýfður frá æsku, reikar hanr^ um brunahjarn tilfinninga- leysis og misskilnings, milil sveitabæjanna á Is- landi, siskrikandi á gaddfiosta og glerhálum spéhráktim kuldaglotts og freðhlátra spjátrung- anna. Endrum og eins nær hann inn á iðgræna Hveravelli, þar sem afar og ömmur okkar ein- hverra höfðu hlúð að öllum góðum gróðri og hlýjað loftið með hugarþeli sínu. Á einum slik- um stað rekst hann á yndislega unga stúlku, með glóbjart og knésítt hár. Og svo einkennilega stendur á, að hugarlönd hennar eru að fara í auðn innan um allan gróðurinn; hana hungrar og þyrstir innan um allsnægtirnar, þvi brauðið og svaladrykkirnir, sem henni er rétt, af góð- hug, verður að ösku og galli í munni hennar, án þess að nokkur viti. En flækingurinn á lásgras og ilmsmyrsl i töfrabauk sínum. Orð hans falla eins og sáð- korn í ýfða akurmold, og spakmæli hans sem lágnæturdaggir í storir þurkað og sólsprungið dalverpi. Þá er hlutverki hans lokið. Þá hverfur hann á braut. En frækornið, sem flækingurinn sáði, festir rætur og dafnar. Unga stúlkan þroskast í full- orðna konu. I hugarlöndum hennar vex lauf- ríkur og limfagur apaldur, sem veitir forsælu og hvíld börnum og fullorðnum; yvinum og vanda- mönnum; olnbogabörnum og afhverfingum. Og eftir meira ep hálfa öld, ber það þenna fagra ávöxt; Bókin nún. i Hún hefir goldið skuld sína, þessi kona. Hún hefir gert flækinginn ódauðlegan, og gefið þjóð sinni listaverk. En hún hefir gert meira. I fimthi ár hefir hún ávaxtað frækorn hans, á- sanif þeint sem hún fékk frá foreldri sínu í arf og heimanmund, og varið ávöxtunum til út- sæðis í aðrar barnssálir. “..... Og hún sagði þeim öllum sögur, hverju við sitt hæfi, og þau elskuðu hana 611. Þegar hún sagði þeim sorgleg ar sögur, hrundu tár af augum þeirra, sem urðu að perlum, er féllu glitrandi fyrir fætur hennar, en þegar liún sagði þeim frá gleðirikum við burðurn, brostu þau, óg þá féllu rósir af vörum þeirra. Hún safnaði þessum dýrgripum saman, og bygði sér fyrir þá veglegan bústað. — O ennþá safnast börnin kringum hana og færa blóm og sólskin inn í híbýli hennar.” t ¥ ¥ ¥ Þessi síðustu orð í “bókinni hennar’’, eigá við han^ sjálfa. Þetta er ekki sagt út i bláinn. Hér talar sá sem revnsluna hefir, og átt hefir kost á þvi að hlaupa til hennar með brennandi kinnar og kverkarnar skrælnaðar af hixtandi ekka, á þyngstu "stundum lifsirís—sem svo fáir fullorðnir skilja, af þvi að orsakirnar í þeirra augum eru svo smávægilegar — þegar allir draumheimar og kristalshimnar barnssálarinnar hrynja í niola yfir höfuð vesalings eigandans, og hylja han.n i rústunum. Þá hafa hendur hennar dregið úr sviðanum, sefað ekkann og svalað brunanum. — Hún er ein af þeim dýrðlegu konum; ástmeyj- j um, mæðrum og systrum, er varpa töfrabjarma j yfir húmríki farinna vega og sæluskini yfir rökk- j urlönd endurminninganna. Ljósker og stafur er j minning þeirra, um ófarna skuggadali og-flughála framtíðarstigu. Eg sé hana enn fyrir mér. Hún gengur ennþá um, heima í yndislegasta dalnum í veröldinni, og heldur í hendur lítilla barna. SAGA; missirisrit; II. árg., 1. bók. Ritstj. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. — Winniþcg 1926. City Printing & Publishing Co. Þetta er annáð vor- og sumarhefti “Sögu” litlu”, sem margir eru nú farnir að kalla, eins og menn gera sér tæpitungu við góðan kunningja. TJtliti ritsins og frágangi frá prentsmiðjunnar hendi heíir verið lýst áður, og er hann að engu lakari nú. Aðeins þykir mér pappirinn. of viða- mikill fyrir svo lítið brot. Það er ekki til siðs að ritdæma tímarit sem aðrar bækur, enda skal hér aðeins drepið á það, sem helzt vek ur eftirtekt lesandans. Tala höfund- anna er legíó, þ. e. a. s. 16 höfundir eru auglýstir, auk þes ssem smábitar liggja eftir aðra. Verður ekki helm- ings þeirra minist i ekki lengra máli. Stephan G. Stephansson ríður á vað- ið með all-langt kvæði, “Erfðir”. — Las hann það í Sambandskirkju hér í sumar. Efnið er úr Grettissögu; um síðustu endurfundi og skilnað þeirra mæðgina, Asdísar og Grettis. Það er nóg að segja, að meistarahöndum Stephan.s hefir ekki fatast fremur en vant er, ekki sizt þar sem um slik efni er að ræða. “Lífsferðin”, eftir Þorskabit, kveðið í langlokustíl c% er skrambi sniðugt, eins og slíkur kveðskapur þarf að vera, ef lesandinn á ekki að sofna. Eitt hið jnerkasta. er Saga flytur nú er greinargerð eftir Stein Dofra: “Hver er höfundur Njálu?” Hefir hann koniist að þeirri niðurstöðu, að rímnaskáldið Einar Gilsson, lögmaður norðan og vestan 1367—1369, muni vera höfundur hennar. Leiðir hann að þvi góð rök. í stuttu máli, með góðu orðfæri. Er skaði að slíkir fræðimenn skuli ekki eiga heimboð til aðseturs á Islandi. Aftur á móti er lítt skiljanlegt, hvaða erindi slíkt skrif sem “Vinarávarp til innflytjenda”, eftir Aðalstein Kristjánsson, hefir i timarit. Slíka stila má ætla að Babbitabörn á ferm- ingaraldri skrifi um öll Bandarikin, svo þúsundum skiftir árlega. In.ni- haldiþ er ekkert annað en margjórtr- uð, velgjuleg tugga Rotary-kvöldmat- arræðumanna. Slíkt hugsanasoð er ekki á bofð berandi í íslenzku tima- riti. Við erum ekki allir orðnir að Babbitum — ennþá. Líkt; er að segja um “Véfrétt frá uppsveitum’’, eftir sama höfund, þó að það sé í eðli sínu meinlausara; eigi að vera graáskulaust fyndnisskrif. Það er að vísu rétt, að græskan er þar ekki, en þvi miður fyrirfinst fyndnin ekki heldur. Að vísu er ekk- ert illa af stað farið af byrjanda í fyrri partinum, en þegar á að fara að búa sig undir að riða endahnútinn, þá leysist alt upp í bláþræði og hnfökra. Málfærið afsakar hieldur ekki listaskortinn. Það ber vitni um vafasama íslenzkukunnáttu. — SHkar “véfréttir’’ eiga sér engan tilveru- rétt fyrir utan sendibréfaumslag til kunningjanna. — Lengsta og veigamesta skrifið i “Sögu’’ er eftir ritstjórann. sjálfan, “Spjall”. Þetta 18 kafla spjall eru hugleiðingar um landnám Islendinga hér, afdrif þeirra og framtíð. Fyrir augurn þess, er ekki hefir yndi af smásmuglegasta sparðatíningi, er þetta ágætissmíði. Það er alt vel rit- að; margt stórvel ritað og sagt. Framsetningin á í bezta lagi við efnið, enda er enginn efi á því, að stíll Þorsteins nýtur sín sérstaklega vel í ritgerðum (essays), og er fylli- lega til jafns við það allra bezta sinn- ar tegundar, austan hafs og vestan, að einuni eða tveimur ‘yfir’’-mönn- um frátölduni. Til þess að gera “Spjalli’’ full skil, þyrfti grein, jafnlanga og það er sjálft. Og reyndar ekki eina, held- ur margar. Menn eiga ^ að ræða “Spjall” með sér, hvar sem þeir DODD’S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem er stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. • Toronto. Ontario. Þetta er að verða alt of langt mál.. En að auki hafa margir lagt til aðra góðbita í "Sögu’’: Rit- stjórinn, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Dr. J. P. Pálsson, J. Magnús Bjarna- son o. fl. o. fl. — Og eins og fyrri, er á mörgu að taka, æfintýrum, dæmi sögum, þjóðsögum og skrítlum. — Islendingar eiga að kaupa "Sögu”. THE ICELAND YEAR- BOOK, 1926. Editcd by SNÆBJORN IÖNSSON.— 124 bls. 8vo'. Helgi Zoegu. — Rcykjavík. — 1926. Þetta er fyrsti árgangur “The Iceland Year-Book”, sem hr. Helgi Zoega, sem tekur að sér að leiðbeina útlendum ferðamönnum, gefur út. Er bók þessi niikil endurbót fra bæklingi, er sanii maður gaf út í fyrra, að öllu leyti betur gengið frá þessari bók. Hr. Snæbjörn Jónsson, er séð hefir um ritstjórnina, hefir verið skrifari og eiðsvarinn túlkur í Stjórnarráði Islands, í iðnaðar- og verzlunarráðu- neytinu. Er hann prýðisvel að sér í enskri tungu, en.da verður ekki ann að sagt en að vel sé frá verki hans geng^S. — Bókin gefur gott yfirlit, í stuttu máli, yfir menningu landsbúa og landkosti, auðvitað sérstaklega frá sjónarmiði, ferðamanna. Vísar hún einnig til bóka, er meiri fræðslu gefa að ýmsu leyti um Island, en svona bók getur gert. Sakna eg þó úr þeirri upptalningu bókar Ameríku mannsins og Islandsvinarins Russells, sem þrisvar fór til Islands (1910, 1912,''og 1914, að niig minnir), og hefði farið oftar, ef honum hefði enzt aldur til. Mun bók hans veri ein hin bezta, er um Island hefir verið rituð á enska tungu, nú í seinni tíð að minsta kosti. Fjöldi ágætra mynda prýða þessa litlu handbók, þótt einstaka sé nokk- uð máð,- og auk þess er lítið kort af Islandi, eftir uppdrætti Thorodd- sens, að eg hygg, framan við bók- ina. Þvi miður verður að svo komnu, ekki hjá því komist, vegna Vestur- Islendinga, að láta hér í ljós undrun sina yfir umgetningu, eða ritdómi, er birtist í siðasta Lögbergi, um þessa “árbók”. Sá ritdómur er gerður af svo mikilli vanþekkingu á enskri tungu, að það er ekki auðvelt að hugsa sér, þvað sæmilega mentuðum hittast; rita um það í blöðin og r'f-1 Austur-Islendingi myndi helzt detta í hug, er hann sér ritdóminn. Eykur það mjög á furðuna, að allar háska- legustu kórvillurnar í ritdómnum eru settar fram af svo miklu sjálfstrausti, að þar er engu ábætandi, og að svo lít- ur út, að leit hafi verið gerð að þeim. En svo ramt kveður að, að aðfinsl- urnar eru hver annari ástæðulausari, og því meir sem lengra dregur fram í ritdóminn, og meira er úr þeim gert. Hlýtur það að vera jafnbros- legt fyrir Austur-Islendinga, eins og það er gremjulegt fyrir Vestur-Is- lendinga, að sjá héðan að vestan settar fram aðrar eins ithugasemdir eins og t. d. við “Horned Mountains”, "Sanatorium” og “Gymnasium”. Hvernig í ósköpunum er t. d. fariíí að því að hola Cynosarges bygging unni í Aþenuborg hinni fornu, að- setursstað “kýnisku” heimspeking- anna, niður á Þýzkaland? En út yfir tekur þó að þýða “Average Agent” með "meðalskussi” I Þa5 ætti þó hver stálpaður unglingur, sem er sæmilega að sér í enskri /tungu, að^vita hvað þýðir. S. H. f. H. ast um það. — Helzt vildi eg benda á kaflana 5—6 ,8—10 og síð- ustu kaflana fjóra.' Sérstaklega 17. kaflann, sem auk þess að vera skrif- aður af mikilli og varanlegri list, hef- ir inni að halda þá nýstárlegu og sér- lega eftirtektarverðu spurningu, hvort Vestur-Islendingar muni ekki óafvitandi hafa myndað hér nýtt þjóðbrot — “smáþjóð, sem í insta eðli sínu er hvorki íslenzk né ame- risk, þótt hún tali íslenzku á sama hátt og Islendingar heima, en búi í Ameríku með Englum, Skotum, Irum og allra þjóöa mönnum ?” Eg held að tilgáta Þorsteiqs sé al- veg rétt; finst það svo sjálfsagt við nánari athugáin, að það sé likt og sag an um Columbus og eggið. Spurn- ingin verður þá, hvort þessi “þjóð- myndun” sé nokkurs virði, og ef svo er, hvernig henni verði haldið við sem lengst, þvi að"'auðvitað er ekki nema lítið timaspursmál, hvenær hún líður undir lok. En alt er “Spjall- ið” raunar nægt umhugsunarefni fýr- ir Þjóðræknisfélögin hér í Vestur- heimi. »

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.