Heimskringla - 27.10.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.10.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 27. OKT. 1926. Hdmskrírigla < StofnuTS 188«) Kemur flt A hverjum mittvllcudegl. BIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPBO. Talsfmit N -«587 VerU blaCsins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PIIKfiS I/TD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. L'tnnAMkrlft tll blaflnlnM: TIIB3 VIKING PllfcMS, I.td., Rox 810 lltnnflMkrlft tll rltst jrtrn 114: EDITOK HEIMSKItlNGIiA, Hox 8105 WINNIPEG, MA1V. “Heimskringla is publlshed by The VlklriK Presu Ijtd. and prlnted by CITY PHINTING M Pll 111,18 IIING CO. 858-855 Snrirent Ave., Wlnnlpesr, Man. Telephone: .86 5357 WINNIPEG, MAN., 27. OKTÓBER 1926. Stjórnin og vinsölulögin. Það þarf ekki að lýsa vínsölulögunum hér í fylkinu og hér í bænum. Allir vita, hvernig þeim er varið, og allir vita líka, að markmið þeirra í orði kveðnu, er að stemma sem mest stigu fyrir ofdrykkju, og með harðri hendi að koma í veg fyrir ólöglega vínsölu og allar þær illu afleið- ingar, er hún hefir í för með sér; afleið- ingar sem að ýmsu leyti eru verri en of- drykkjan sjálf. Jafnkunnugt er, að eftirlitið með vín- sölulögunum er blátt áfram hneykslan- legt. Kunnugir menn — og þeir eru margir — fullyrða, að víða í bænum megi heita, að leynikrá sé í öðruhvoru húsi, og má þó tæplega leynikrá heita, ekki meiri dul en dregin er á nærveru Bacchusar. Samt er nálega ekkert, eða máske rétt- ara sagt ekkert, gert til þess að koma í veg fyrir þetta. Lögin sjálf eru þó nógu hörð og skýr. Þau mæla tvímælalaust svo fyrir, að sá maður, er sekur'verði í annað sinn við vínsölulögin, skuli sæta alvarlegri fangelsísvist, en sé um félag eða félög að ræða, þá skuli þau falla í þungar sektir. Svo hheykslanlegt er eftirlitið, að einn af dómurum borgarinnár, 'Mr. Stubbs, fann ástæðu til þess nýlega, að láta opin- berlega í ljós, úr sæti sínu, undrun sína og gremju yfir því, hve slælega lögunum væri beitt. Þó áJ stjórnin sjálf, Craig dómsmálaráðherra í umboði hennar, að sjá um þetta. Þyngri áfellisdómur hefir stjórn ekki oft fallið í skaut úr jafnvirðu- legu sæti. Samkvæmt ummækim dóm- arans lítur svo út, að því nær ómögulegt 8é að dæma lögbrjót í annað sinn, vegna þess að lögreglan forðist sem heitan eld, að leggja fram formlega ákæru fyrir ítrekuðu broti, þótt sökudólgurinn sé margsekur orðinn opinberlega. Dómsmálaráðherrann reynir auðvitað að velta af sér allri sök. Hann kveðst hafa skipað svo fyrir, að eftirlitsmenn skuli bera fram kæru fyrir brot í annað sinn, “þegar ástæða sé til eftir kringum- stæðum”. Þarna er auðvitað þægileg smuga tilbúin. Það virðist sem sé því næf aldrei koma fyrir, að “kringumstæðurn- ar” séu á þá lund, að ástæða sé til að kæra um lögbrot í annað sinn. Að vísu skipaði Mr. Craig svo fyrir, að rannsaka skyldi, hvernig stæði á því, að þessum sökudólg, erJStubbs dómari kvartaði um, að ekki væri hægt að dæma fyrir annað brot, hefði verið sýnd sú linkind, að kæra hann einungis fyrir fyrsta brot. marg- sakfeldan mann. Það dygði ekki að láta upimæli dómara sem vind um eyrun þjóta. E^ slík dæmi munu vera hundr- uðum saman. Maður nokkur, borgari þessa bæjar, stakk upp á því í blaðinu Tribune. að skipa skyldi konunglega rannsóknarnefnd til þess að athuga, hve mörg hundruð sinnum mönnum, sem þeim, er Stubbs dómari átti við, hefði verið slept á sama hátt. En auðvitað er dómsmálaráðherrann vaxinn upp úr því að skifta sér af slíku. Stjórnin vill hjartans gjarna losna við ábyrgðina á eftirlitinu. Hún bauð lög- Uegluumdæminu að greiða $10,000, ef lögreglan vildi taka alla ábyrgðina. Auð- vitað hafnaði lögreglan þessu kostaboði. Þeir myndu hrökkva skamt, þessir $10,- 000. Og þar að auki græðir stjórnin mest á vínsölunni. Ákæruvaldið hvílir í höndum Mr. R. B. Graham, lögsóknara fylkisins, er skipað- ur er af dómsmálaráðherranum, og fer að skipunum hans. Fyrir ííokkru síðan lagði lögreglan svo fyrir við Mr. Graham, hond. að hann skyldi kæra alla þá um lögbrot í annað sinn, er mögulegt væri. Og Mr. Craig kvaðst hafa gert hið sama. Hvernig stendur þá á því, að Mr. Gra- ham tekur ekki þessar fyrirskipanir frek ar til greina? Og því sér ekki dómsmála ráðherrann um það,»að skipunum hans sé hlýtt? Því það er þýðingarlaust fyrir hann, að reyna að leika þann blindinga- leik við borgara bæjarins og kjósendur, að hann hafi í raun og veru ekki hug- mynd um þau óteljandi lögbrot, sem framin eru daglega. Er óhugsandi að hér eigi voldugir stór- fiskar hlut að máli? Hvernig er eftir- litið með ölgerðarhúsunum? Er ekki þægilegt að stemma á að ósi? Og.ef rétt er hermt, þá munu sum ölgerðarhús- in eiga meira en eina sekt að baki, þótt ekki hafi þau verið kærð nema fyrir fyrsta brot í hvert skifti. Og nú fara bæjarstjórnarkosningar í Borgarstjórinn veitir forstöðu einu stærsta gistihúsi borgarinnar. Hann er vafalaust ötull við það starf. þótt sumar aðgerðir hans í borgarstjórasætinu orki tvímælis, eða vel það. Ætti honum ekki að vera alveg sérstaklega ant um, að borgarar bæjarins hlýði tlögunum sem bezt? Það væri ekki ófróðlegt fyrir kjós - tndur, að grenslast eftir afstöðu hans til vínsölulaganna, og reyna að fræðast um, hve ant hann lætur sér um að gera alt það, sem í hans valdi stendur, til þess að eftirlitið með þeim sé hlífðarlaust, hver sem í hlut á. Vinarkveðju svarað. Hr. A. K. gellur við hátt í síðasta Lög- bergi. Svo gera smárakkar einnig, ef tekið er í hnakkadrambið á þeim, fyrir óþarfa gelt. Annars er margt í grein hans, sem eg ekki skil. Eg skil ekki, að það sé ‘‘ofstopi’’, að kalla leirinn leir, þótt hr. A. K. eigi í hlut. Eg skil ekki, hvað tungumálaþekking kemur því við. Eg skil heldur ekki, til hvers hann ákall- ar Vilhjálm Stefánsson og Joseph Thor- son, fæ t. d. ekki skilið, að þeir myndu verða stórum hrifnari af þessu viðvan- ingsfálmi hr. A. K., sem hann sjá'lfur hélt að væri ritsmíð. Eg sé ekki rofa fyrir líkindum til þess, að hann geti nokkurn- tíma fært andlega frændsemi við þá í tekjudálk sinn. Heldur ekki botna eg minstu vitund í síðustu greininni í máli hans, né nokkur annar maður er eg veit um. En aftur á móti skil eg það vel, að siík- ur rithöfundur sem hr. A. K. hafi fól- reiðst af þeim virðingarskorti, er eg ber fyrir drútunum tveim, er hann lagði af sér í “Sögu”. Tvær ástæður eru til þess, að eg lét það virðingarleysi í Ijós. önnur er sú, að ritstjóri “Sögu” bað mig um ritdóm að einhverju leyti, en ekki um- getningu eina, eins og tíðast er um tíma rit. Og þá lá næst fyrir að benda sér- staklega á það, sem bezt var, og það sem lélegast var í ritinu. Hin sú, að mér hef- ir farið vaxandi metnaður í brjósti fyrir hönd Vestur-íslendinga, og þess skerf3, er þeir hafa lagt til'íslenzkum bókment- um, leggja enn og munu leggja, næstu tvo tij þrjá á'ratugina að minsta kosti, hvað sem lengra kann að verða. Það lítið eg hefi átt kost á og getað, hefi eg reynt að hlynna að því, sem eg hefi álit- ið vel gert, gagnvart almenningsálitinu, og vekja eftirtektina á því, þar sem mér hefir virzt hún sofandi. Og þá á hinn bóginn bregða ómildu ljósi yfir leir og rusl, sem undir sauðargæru vináttu og kunningsskapar, og í húsaskjóli íslenzkr- ar gestrisni, hefir verið lætt inn á meðal almennings, og að segja má' keyrt niður um kverkar manna, nauðugra viljugra. Dálitla hliðsjón hefi eg líka haft til þeirr- ar vonar, að einhverjir Jleima á íslandi, kynnu að veita athygli einhverju af því, sem eg segi. Enginn veit betur en eg, að litlu hefi eg ortað, þótt ekki sé það getunni minna, og vitanlega hefi eg hlot- ið óþökk og óvild ýmsra að launum. En þó hefir skipast svo í minn hlut, að eg hefi enga ástæðu til að harma né breyta um stefnu, þótt eg hefði geð til, sem eg að vísu hefi ekki. Enda ætla eg að halda áfram uppteknum hætti um það, að reyna. að benda til verðmætanna, þar sem mér finst að þau séu, en stemma stigu fyrir leirflóðinu, að svo miklu leyti sem unt er, ! svo að það fljóti ekki viðspyrnulaust yfir alla bakka. * * * Eg skil það einnig, að hr. A. K. lang- ar tii þess að hnekkja ummælum mínum, um ritmensku hans í “Sögu”. Hann vill telja þau dauð og ómerk. og skáldar til þess tvenn rök: Að eg liafi látið “hvísia’’ að mér, að óhætt myndi að ráðast á sig, og að eg sé hrokagikkur. Að því er það fvrra snertir, þá hafði eg satt að segja ekki hugmynd um, að það væri nokkuð að “ráðast á”, þar sem er hr. A. K. Mér hefir ekki verið, og er ekki kunnugt um, að hann sé sá afreksmað- ur, í einu eða öðru, að ekki sé gersamlega sama hvoru megin hryggjar hann liggur. Sízt að nokkrum gæti dottið í hug nauð- syn þess, að ríða hann niður. Allra sízt sem rithöfund. Því þótt eg yrði að minn- ast á hann, voru orð mín bending til rit- stjóra “Sögu’’ , en ekki til hr. A. K. Mát hans á virðingum sínum má afsaka, og skal eg ekki gera það að deiluefni. En djarfmannlegra hefði verið af honum að þora að berá “hvíslið” á njafngreindan mann, í stað þess að leggja hnífnum í bak honum úr skúmaskoti, og skýla sér með dylgjunum, bak við nöfn tveggja á- gætismanna. Slíkt er siður drílmenna. Hvort hann þorir að strjúka af sér rag- menskuna, og gera úr dylgjunum ákær- ur í fullu dagsljósi, eins og siður er heið arlegra manna, skal eg láta ósagt. Skift- ir það litlu máli. Um síðari dylgjuna er það að segja, að eg hefi séð framan í þá ákæru fyrri, án þess að blikna eða blána, og geri svo enn. En það skaðar máske ckki að athuga hana dálítið nánar. Eg geri það aðeins af því, að hún nær í raun og veru miklu lengra en til mín, þótt henni sé í þetta skifti, og stundum endrarnær, snúið til mín persónulega. Það er rétt með farið af hr. A. K., að mentamenn hér vestra eru engir hroka- gikkir. Allir mentaðir Vestur-Islending- ar, sem eg hefi kynst, eiga þar óskift mál. Þeir eru alúðlegir í viðmóti, kurteisir og órembilátir. En eg er ekkert hissa á því. Svo er mentuðum mönnum farið yfirleitt um allan heim, það eg til veit. Og mér virðist einnig, að líkt megi segja um þann flokk manna hér (og reyndar annarsstaðar eins), sem vanalega eru nefndir “alþýðumenn”. En eg hefi líka kynst hrokagikkjum. Þeir eru tíðastir meðal hálfmentaðra manna, sem eiga ekki stórum víðtækari sjóndeildarhring, en kanturinn á dalnum markar, og þræða koparsentin á talna- band. Þeir eru oft menn, sem tekist hef- ir að læsa fingrum að dalakútnum, án þess að vita hvað þeir eiga með hann að gera, menn sem skortir greind til þess að gera annaðhvort: kannast hreinskiln- islega við, að þeir hafi ekki átt mentunar- kost fyr en um seinan, eða þá til hins, að geta mentað sig sjálfir, svo að nokk- uð sé annað en kák, hafi þeir haft tíma og tækfæri fyrir sér. Auðvitað á þetta ekki við um nær því alla “self made’’ efnamenn, og auðvitað eru ýmsir hálf- mentaðir hrokagikkir utan við efna- mannaflokkinn, menn sem hafa haft lag á því að kasta ryki í augun á nokkrum hluta almennings, undir yfirskini og í hálfljósi kákmentunarinnar. * * Það er heldur engin tilviljun, að eg hefi aldrei heyrt mentaða menn hér láta svo í okkar garð, sem sagt hefi eg, hvort sem þeir hafa verið skólagengnir eða sjálfmentaðir. -— Sf. íf, sp~- Eg hygst ekki að gera oftar jáfnlangt mál um þetta efni. Eg er maður ekki orðsjúkur, og því síður, ef pjakkmenni eiga í hlut. En mun í engu breyta til um stefnu, þótt þeir ýlfri. En við það skal eg fús- lega kannast, að sé það hroki, að mynda sér ákveðnar skoð- anir og þora að láta þær í ljós, hvort sem í hlut eiga þeir sem minna mega, eða vindsteyttir Mammonsbelgir, og meirihátt- ar blöðruselir, þá er eg vafa- laust barmafullur af hroka. — En þá er það líka mín heitasta bæn, að sá hroki verði aldrei frá mér tekinn. S. H. f. H. Björgyin Guðmundsson Slíkir menn eru til meðal Vestur-ís- lendinga, þótt ekki séu þeir ýkja marg- ir, sem betur fer. Þeir íáu, sem á vegi mínum hafa orðið á einn eða annan hátt, eru heiman frá fslandi komnir, kákment- aðir; eða þá óm#ntaðir en kákmentast hér. Þeir bera eðlilega lítið skyn á and- leg verðmæti, og hyllast oft að sinni vit- leysunni hver. En tvent hafa þeir flest- ir Sameiginlegt: að “falia í auðmýkt flat- ir niður” fyrir hérlendri mepningu, sem þeir ekkert skynbragð bera þó á, og haía hvast horn í síðu allra okkar, sem notið hafa mentunar, eða undirbúnings til mentunar við æðri skóla heima. Ef við höfum aðrar skoðanir en þeir á andlegum verðmætum, \ eða mannfélagsmálum, þá erum- við fullir af “helvítis hroka” — heimaspunnum á íslandi auðvitað. Þetta hefi eg orðið var við hjá þessum herrum undantekningarlítið, eða undantekningar- laust, í garð okkar allra skólagenginna manna, sem að heiman höfum komið hingað, og staðið við lengi eða skamt. En hvernig sem okkur er farið, og hvað sem u.m okkur er, þá erum við þó allir. heildin, og hver fyrir sig, fulltrúar og útverðir íslenzkrar menningar, svo ólíkir sem við erum; framkoma okkar á- vöxtur hennar, og hún því beinlínis dæmd með okkur.. — Eg get þá heldur ekki að því gert, að í hvert skifti sem eg heyri þessa herra abbast að okkur, þá koma mér í hug vísuorð Stephítns G. Stephans- sonar, er hann ávarpar Canada þannig; Þó aðskota-loftunga ofhrós þér segi, Ef ættjörð hann svívirðir, trú honum eigi! Því hann bæri, ef á reyndi, sæhid þína í sjóði, Hans sjóndeildarhringur er laustekinn gróði — Það innræti flýtur með flugumanns ' blóði.” Hann er nú kominn til Lon- don á Englandi, eins og flest- um mun kunnugt, og tekinn að stunda nám við hinn fræga hljómlistarskóla, “The Royal College of Music”. Eins og áður hefir verið tek- ið fram, er námstíminn þar þrjú ár, og árlegur kostnaður við námið hefir verið áætlaður $2500. Eins og samskotalistinn ber með sér, hafa samskotin enn ekki náð áætluðum fyrsta árs kostnaði, þar sem rétt yfir $2000 eru komnir í sjóðinn. — Nefndin hefir fastlega vonast eftir, að Björgvin myndi fá séð- an farborða meðal Vestur-ís- lendinga, enda hefir litið vel út með það að þessu, En nú ber nauðsyn til að samskotin falli ekki niður, og að sem fyrst komi í sjóðinn að fullu kostnað urinn við fyrsta námsár, og vill hefndin því ámálga við þá, er hafa hugsað sér að leggja eitt- hvað af mörkum, að gera það sem fyrst, svo að áhyggjur um fjárskort þurfi á engan hátt að trufla námið, þrátt fyrir hina miklu dýrtíð, sem nú ræður á Englandi. Nefndinni er sérstakt ánægju efni að geta birt hér með bréf frá herra Páli ísólfssyni, hinum fræga orgelsnillingi, sem einnig fæst sjálfur við tónsmíðar, er sýnir það, að viðurkendir snill- ingar í Evrópu líta sömu aug- um ái tónskáldgáfu Björgvins Guðmundssonar, og tónfræð- ingar þeir liér vestra, er kynst- hafa verkum hans. Páll ísólfs- son sá í sumar hjá séra Ragnari E. Kvaran tónverk Björgvins, “Adveniat regnum tuum’’, það sem íslenzkur söngflokkur söng í fyrravetur, undir stjórn hr. Björgvins Guðmundssonar sjálfs, og fanst svo mikið til um, að hann skrifaði séra Ragnari svo- hljóðandi bréf: “Mér er sönn ánægja að láta í ljós álit mitt á tónlisfarhæfi - leikum hr. Björgvins Guðmunds sonar. Verk hans “Adveniat regnum tuum”, ber það ótvírætt með sér, að hann er miklum tónlist- argáfum gæddur, Qg mun með aukinni þekkingu og alvarleg- um lærdómi, geta samið ágæt, stórbrotin tónverk. Þess vegna væri það hið mesta tjón, ef efni eins og hann færi forgörðum, sökum mis- skilnings og fjárskorts. Rvík 6. sept. 1926 i Páll ísólfsson.” ¥ * Hér hefir mikill og viðurkend ur listamaður fært í orð álit nefndarinnar og þeirra mörgu góðu drengja.manna og kvenna, er stutt hafa og styðja vilja þetta tækifæri. — Og sann- arlega hlýtur það að vera metn- aðarmál hverjum íslendingi, að hinir miklu hæfileikar Björgvins Guðmundssonar fáí notið sín, ís' lenzku þjóðerni til sæmdar, að svo miklu leyti sem þriggja ára DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. námsstyrkur og æflöng samúð fær áorkað. S. K. Hall, formaðUr. B. H. Olson, ritari. M. B. Halldórsson. Paul Bardal. S. Halldórs frá Höfnum- J. P. Páls'son. Fr. A. Friðriksson. ' Einar P/. Jónsson. --------—x---------- Frú Jakobína Johnson. kom hingaS um daginn, ias Ijóö síit — og sigraði. Maður fer oft með hæpnum von- um á líkar samkomur, þótt margt fallegt hafi verið um þær sagt, þvi sinnið e r svo margt sem skinnið. Og það er ekki svo oftr sem vogandi er að búast við, að höfundur hafi hvorttveggja, að bjóða með sínum eigin ljóðalestri, skáldskap, sem haldi athygli manna, og áheyrilegan fram- burð. Þess ánægðari fóru menn af fundi frú Jakobínu, <ið hún hefir hvort- tveggja að bjóða. Hún á ósvikna skáldæð t brjósti, og hún fer betur með ljóð sín en títt er um höfunda. Frú Jakobína hefir víða unnið sér verðskuldað lof, fyrir þýðingar sin- ar úr íslenzku á ensku, meðal ensku niælandi manna sem ísienzkra. Hú’.t las nokkrar af þessum þýðingum: “Forsjón’’ Matthíasar; “Þjónn ljóss- ins” eftir Einar P. Jónsson: "I al- búm skozkrar konu’’ eítir Matthias: “Kveðju til Noregs” eftir Jóhann Sigurjónsson; “Fuglinn minn syng- ur bí bí bí” eftir Einar Kvaran, og "Góða nótt” eftir Gísla Jónsson. — Allar voru þýðingarnar góðar, jaftt vel á hinu magnaða kvæði Jóhanns, fliargar fýrirtak. Þegar þýðing hef ir lik áhrif á mann eins og frum- kvæðið, þá er um list að ræða. Sv® þýða ekki hagyrðingar, þótt goðir séu; aðeins skáld. Mest las frú Jakobína af kvæðum eftir sjálfa sig, frumsömdum á ís- lenzku. Öll bera kvæðin vott unr pæma og fagra tilfinningu; í þeim er undiraldá frá skáldhjarta. Kveð- andi og form virtist mér hvorttveggja sérlega gott; bera vott um glögga eðlisávísan um að 1 ita orðin eftir hugsuninni, sem þaq bera með sér; en það er enn ótvíræður skáldskap- arvottur. Innileg og hugnæm erit þessi kvæði, og sérstakur unaðsblær yfir mörgum af kvæðunum til barn- anna. Annars er erfitt að dæma sant- vizkusamlega um kvæði, sent maður heyrir aðeins einu sinni, en nær ekki að lesa. En svo var það heldim ekki aðaltilgangurinn. Svo mikið fanst manni þó hægt að ráða, að frú Jakobína væri sæl í sinni stöðtt. Þótt kvæði hennar séu til orðin í önnum og við húsmóðurstörf á barnmörgu heimili, þá er enginn ut- anveltubragur á þeirn. Þau eru öll -ekta. T. d. kvæði sem “Jú, eg hefi unnað áður’’, og “To an Alaskan miner”. Aðsókn var góð, og ekki góð. — Margir voru viðstaddir, en hefðu þó komist drjúgum fleiri, og hefðu áreið anlega kontið, ef betur hefði auglýst verið. En það er óafsakanlegt að vanrækja, er svona stendur á, og stapp ar nærri ókurteisi við gestinn. Sér- staklega saknaði maður yngrú and- lita. En allir viðstaddir fórtt auð sjáanlega harðánægðir heirn. - S. H. f. H. u J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.