Heimskringla - 27.10.1926, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.10.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG 27. OKT. 1926. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSlÐA Nýrun hreinsa bló'Öi‘6. í»egar þau bila, safnast eitur fyrir og gigt, tauga- &igt, lendaflog og margir at5rir sjúk- dómar orsakast. GIN PILLS lag- fœra nýrun<» svo þau leysa starf sitt, °g gefa þannig varanlegan bata. 50c askajan alstabar. 134 Hei]suhæli Norðurlands í Kristncsi. * Um þessar mundir er Heilsuhæli Norðurlands aö komast undir þak. Undirbúningur byggingarinnar hófst á síöastliönu hausti. Bygging húss ins var hafin 20. maí s.l., en horn- steinn bvggingarinnar var lagöur 25. maí. Verki þessu hefir öllu frá byrjun miöað vel áfram. Framruðningur i hússtaönum vai* gífurlega mikill, og er mestur hluti þess verks þegar unn- inn. Hópur manna tók aö sér mik- >nn hluta verksins í ákvæöisvinnu og unnu þeir að þvi vel og rösklega, en öáru lág verkalaun úr bítum. Húsið hefir risiö af grunni fljótar en ráö | var fyrir get. Verkstjórn hefir ver- j i® góð og menn valdir. Eftir þvi i sem nú horfir, má vænta aö húsið i verði fullbúið eigi siöar heldur jafn-1 vel nokkru fyr en ráð var fyrir gert 1 útboði verksins. I hornstein bygginarinnar var lagt eirhylki og í því ritað skjal. En á skjalinu var eftirfarandi greinargerð um byggingu þessa til uþplýsingar þeim, er á ókomnum áraþúsundum kynnu aö róta i rústum núverandi menningar: "Hcilsuhali Norðurlands í Kristnesi. Hornsteinn þessarar byggingar var lagður þriöjudaginn 25. maiinánaðar árið 1926. . Skal bvggingunni lokið U október 1927, og á hún aö veröa beilsuhæli fyrir be’rklasiúka menn. Rúm veröur fvrir 50 sjúklinga auk læknisbústaöar. Húsið verður lýst meö raforku og hitað með laugar- vatni úr Reykhúsalaug. Ryggingameistarinn er húsameist- ari ríkisins, Guöjón Samúelsson,' Reykjavík. Smiðirnir eru Einar Jóhannsson múrmeistari og Jón Guðmundsson timburmeistari, báöir til heimilis á Akureyri. Fé til byggingarinnar leggur ríkis- sjóöur til að.hálfú móti framlögum einstakra manna og stofnana á Norö- urlandi og víöar um land. Bygging- arkostnaöur er áætlaöur um hálf miljón króna. Málinu er hrundið fram fyrir at-' beina landlaeknis Guönuindar Björn- sonar, einstakra áhugamanna og fé- lagsstofnana. Almenn fjársöfnun til þessa fyrir- tækis hófst fyrir forgöngu Sambands norðlenzkra kvenna áriö 1918. Var malinu haldiö vakandi næstu árin, einkum meö stárfi Ungmennafélags Akureyrar. Heilsuhælisfélag Noröurlands var s’rðan stofnaö 22. febrúar 1925, og þa hafin almenn fjársöfnun að nýju um alt Noröurland og víöar. Arang ur þeirrar fjársöfnunar er nú orðinn U5 þús. krónur, en áður haföi safn- ast um 110 þús.. Meginhluti fjárins hefir safnast á Akureyri og í Eyja fjarðarsýslu. í fjarveru aöalformanns Heilsu- bælisfélagsins, Ragnars Olafssonar konsúls á Akureyri, leggur varafor- maður, Steingrímur Jónsson bæjar- fógeti á Akureyri og sýslumaöur i Eyjafjarðarsýslu, hornstein þennan í viðurvist undirritaðrar stjórnar og framkvæmdanefndar félagsins. Kristnesi, ár og dag sem að ofan greinir.” . • -t'* (Undirskrift stjórnar og fram- kvæmdanefndar.) A þessu skjali eiga aö geymast um ókomnar aldir helztu upplýsingar um tildrög málsins og framkvæmd til þess er hornsteinn byggingarinnar var lagöur. Hér hefir verið greint nokkuö. frá framkvæmd verksins. — Nánari lýsing á byggingunni ásamt sögu málsins birtist væntanlega, þeg- ar verkinu er a.ð fullu lokiö. (Dagur.) ----------x----------- Kvenfélagsfundurinn Smásaga. 'Eftir Baldursbrá. I’aö var búin aö ganga sú frámuna ótíð svo vikum skifti, varla aö heit- iö gæti að þur dagur heföi komið frá því snemma á slætti og fram í septembermánaðarlok. Kvenfélagið haföi veriö að stálma yfir sinni árlegu skemtisamkomu og tombólu, sem ætíö haföi verið haldin fyrstu dagana af september, bless- uöum safnaðarfulltrúunum til mik- illar ánægju og hagsmuna, en konun- um sjálfum til heiðurs og sóma. I>aö haföi lika verið ákveöiö af núverandi forseta, sem var ný i “tigninni”, að þessi samkoma skyldi ekki verða af lakara tæinu. Hún öslaöi um þvera og endijanga bygö- ina, og baö hvern sem hún hitti, aö gefa sér- fáeina drætti; “eg fer í kring sjálf, af því á'ö þaö er bezt,’’ bætti hún vanalega við. Hún haföi líka viöa oröiö “fengsæl”, því þó gárungarnir segöu, ' aö !hiún “stigi ekki mikið í vitið,” þá gustaöi all- mikið af henni, og hávær gat hún orðið svo undrum sætti. Enda kváö- ust rnargir verða fegnir, “aö sletta í hana nokkrum dráttum til þess aÖ losast viö hana.” Henni fanst mikið til uir^ stöðuna; fann glögt til þess heiöurs og trausts sem félagskonur sýndtt ihenni inteð kosningunni, enda vissi hún, svona með sjálfri sér, aö það var engin konan eins “frúarleg” og því siður færari um að gegna jafnábyrgðar • mikilli stööu. Hún haföi líka látið halda alla fundi félagsins á sinu heimili, síöan hún komst í “embætti”, og var þaö þó ekki kostnaðar- né i erfiðislaust, þvi þá var bakað ogl bruggaö, steikt, soöiö og síað; eöa þá vinnan. — húsið þvegiö hátt og lágt, húsmunin allir dustaðir og fág- aðir, og það svo rækilega, aö ekki j urðtt eftir nema örfáar flugnakless-1 ur á brotna speglinum í orgelsskrífl- inu, sem stóö beint á móti forstofu-j dyrunum. Það var sunnudagur. Þorfinna! forseti hafði unniö eins og berserk- ttr allan morguninn; rekiö krakkana | út og inn, skipað og sagt fyrir verk- J um. og þaö svo skörulega, aö heyrst haföi til næstu bæja. Þaö átti líka i aö halda fund hjá henni þenna dag, I klukkan 2 stödegis, til aö ræöa urn þessa samkomu, sent fresta haf&i orö | iö sökum ótíðar og slæmra yega? því | aldrei hafði illviðrisguðinn fariö í1 almætti sitt eins og einmitt daginn þann og þaö þótt tveir beztu prest- arnir heföu veriö búnir aö lofa þvi hátiölega, aö vera þar til að leiða saman hesta sína á ræðupallinum þaö kvöld. “Já'— já! Þarna eru þá.sumar kerlingarnar komnar, og klukkan ekki tvö! Ja — svei mér ef eg er ekki svo sem aldeilis hissa,” sagði Þor- finna og dæ^ti viö, þar sém hún. sat St. James Private Coihtinuation Scliool and Business Collegt Portagc Ave., Cor. Parkview St., St. James, Winnipeg. Auk vanalegra námsgreina veitum viö einstaklega góða til- s°gn í enskri tungu, málfræöi og ból^mentum, með þeim til- að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum þjóöum oma aö láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu Knskunni, eins vel og innfæddir geta gjört. Ueir, sem standast inntöku prófiö, sem er ekki erfitt, geta Vrjaö strax. o sækið persónulega um inngöngu frá klukkan U) að kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuöi og hærra. meö spegilbrot viö gluggann og var að koma öllum aðfengnu ljósgulu lokkunum í sínar vissu stellingar. “Flýttu þér, Jóna! Farðu úfc til þeirra á meöan eg fleygi mér í kjól- inn og kem á mig eyrnahringunum. En, heyrðu, hvar er perlufestin min?’ “Eg ermeö hana, mamma,” og Jóna þaut eins og byssukúla út úr dyrun- um, til þess aö tapa ekki skrautgripn- um. — Og nú drifu konurnar aö -úr öllum átturn; þær kystust allar og föðmuðust, og var svo sem auðséð að i þessum félagsskap var kærleikurinn ! einvaldur. Þegar búiö var aö heils- | ast var farið að spyrja eftir liðar, , blessaöra barnanna og hvernig hey- ! skapurinn og uppskeruvinnan gengi. ( Það liti helzt út fyrir aö menn næöu j aldrei upp þessum heyum. Olalfia Goodman sagðist vera oröin svo heims- ins, lifandis skelfing þreytt á .þessum heyskap, hún gæti bara ekki um það talað. Hinum fanst það meira en von. En í því sigldi forseti út á lilað i öllum skrúðanum, rak aö hverri og einni rembings koss, um leið og hún bauð þæ~ allar hjartanlega velkomnar, og baö þær að vera svð góöar ogkoma inn, "þó þaö sé alt i hálfgerðu ólagi,” .bætti hún viö, “þar sem eg verö aö gera alla hluti sjáU, því þó krakkarnir séu hálffullorðin, eru þau svoddan leti- blóö, nenna engu. Jói minn. er samt allra líklegasti unglingur, alt af bú- inn með öll verk við Ijós á niorgn- ana’.’ “Já, vist er hann myndarlegur og gáfulegur, eins og alt þitt fólk, og hér er alt svo einstaklega vel um gengiö. Eg var rétt aö segja það við stúlkurnar mínar í morgun, hvaö eg hlakkaði til aö koma hingaö,” svaraði Ranka gamla um leiö og hún valt eins og vænn ullarpoki inn úr dyrunum. “Já — hann er alveg eins og eg. En, blessaöar konur, setjist þiö ein- hversstaöar. Þú. Olafia mín, seztu hérna hjá mér. En hvaö mér þykir vænt um að þu komst og Inga þ’m líka.” Konurnar litu hver á aöra og kýnulu um leið og þær settust. “Já,” svaraöi Ölafía um leiö og hún tylti sér með mestu varkárni á stólgarm viö hliðina á forseta; "mig langaði svoddan heimsins, fá- dæmis skelfing til aö koma; þaö er svo gaman, því eg fer aldrei neitt, altaf heima yfir krökkunum, og Sig- uröur aldrei búinn meö þenna hey- skap.” Jóka gamía játti því meö forseta, og spuröi um leið undur sakleysis- lega, “hvort hún væri þá. blessaður kroppurinn, ’altaf heima?” “Já — altaf,” svaraöi Ólafía. “Eg skrapp bara allra snöggvast í morg- un til Dóru Sveins; mikið lifandi skelfing var hann Oddur hennar heppinn aö fá hana Bínu þína, hún er svo falleg, svo heimsins undur falleg; eg*var rétt aö segja þaö viö hana Veigu Simpson i gær, eg hljóp þangað eftir nóniö.” “Heppinn! Já, vist var hann heppinn! En þaö er hennar vilji, og ekki kæri eg mig um aö taka þá ábyrgð á minar herðar, að taka fram fyrir hendurnar á blessuöu barninu,” svaraði Jóka hátíölega. “Nei, það er ekki von. En heyrðu Inga mín, ósköp eru aö sjá á-þer var- irnar, barn! Þær eru allar sprungn- ar! Því læturðu ekki þetta rauða, sem þú hefir, á þær. Þaö er svo holt.” "Yes, mamma, but þú er meö lip- stickuna mina.” “Öiá, þaö er alveg saft. Hérna, barn! My, það fer henni Binu vel að hafa bobhað háriö. Viö vorum rétt aö segja þaö, viö Uauga kenn- ari, í skírnarveizlunni hjáhenni Veigu um dajinn. Oddur hefir víst viljaö, aö hún bobbaði þaö1?” “Jú. jú — hann vildi þaö ólmur. “Ætli þaö ekki! Þegar hann er loksins búinn aö hafa þaö af aö ná í hana, hann. er ekki svo litið búinn aö elta hana, alveg hringlandi vit- laus eftir henni.” ságði .Þorfinna um leiö og hún stóö upp. “En — heyrðu, Jóka min -2 “viltu ekki koma út og sjá svinshvolpaná mína, eg veit þú hefir gaman af búskapnum. “Ta, heyr á endemiö !’’ og Ranka gamla hló napurt. um leiö og for- seti og fylgdarkona hennar skruppu út úr dyrunum. “Tókuö þiö eftir Jivi, konur? Hann Oddur vitlaus eftir henni Binu! Þaö ma heita stórmerkilegt, hvaö þessir vselings bjánar geta látiö sér um munn fara! Ætli það hefð: ekki verið réttara að segja, að “Bila” hans, sem hann svo kallar, svona í sinn hóp, hafi verið vitlaus eftir honum, grey ræf- illinn ?” “Já, það er þó satt! Eg held þaö mætti kalla hana “neyöarbrauöiö hans”,” sagöi Ölafía og sló á lær- iö. Fundarkonur hlóu dátt aö fyndn- inni, en í þvi komu þær Þorfinna og Jóka og vildu ólmar vita um upp- tök hlátursins. “Ö, við vorum aö hlæja aö henni Olafíu; hún var aö segja okkur af honum Gvendi greyinu, hann kva’ vera hálfgalinn út úr henni Laugu kennara, ræfils-tuskan,” svaraöi Ránka undursakleysislega. “By Jove! — Eins og hún Lauga vilji nokkuð með þaö fyllisvin hafa aö gera, — hún, sem getur fengiö svo marga miklu smartari pilta!” sagöi stutta Sigga og setti upp spek- ingssvip.----------“Já, eins og til dænYis hann Gtinnna þinn; þaö segir Lína mín sé hvítur drengur.” “Þetta getur nú alt verið satt og rétt hjá ykkur,” sagöi Guðríður Þor- leifsson; ‘ hún hafði setið þegjandi hingað til, gamla konan; nú litu all- ar konurnar í áttina til hennar. Ja, hvaða athugasemd skyldi hún nú koma meö, kerlingar ógeðið? Þær höfött niatgar hálfgeröan ýniugust á henni, því hún átti þaö til fetta fingur út í smásögur um náungann, sem þær sögðu sér og öörum til skemtunar, og var þá stunduni nokk- uð berorð og meinyrt. “Eg býst viö,’ hélt Guðríður áfram, “aö Lauga þykist altof góð fyrir Gvend; en því er hún þá sífelt aö flækjast nteð hon- um? Og í ofanálag að sitja tímunum saman sem heiðursgestur hjá móöur hans?” “O-jæja, greyiö, — hún gerir það nú sér og öðrum til skemtunar; maö- ur getur skiliö þaö meö ungt fólk,” og Ranka gamla hló illgirnislega um leiö og hún hnipti í þá sem næst henni sat. “Mér þykir það fyrir mitt leyti ganga býsna langt; eg get ekki skilið aö þaö sé mikill gæfuvegur fyrir hana aö vera meö einum í dag og öðrum á morgun; en dugleg er hún aö bera sig eftir björginni, þaö er víst; því enginli af' þessum drengjum, sem hún hefir veriö í týgi viö, hefir áöur fengið orö fyrir aö vera í nokkru stelpnastússi.” “Þess meiri skemtun að handsama fuglinn, hafi hann ekki flækst í snör- unni áöur.” “Öjá — bezt gæti eg þá trúaö, að hún ætti eftir aö flækjast í snörunni sjálf, og giftist einhverjuni, sem er hólfu verri en Gvendur greyið er. — En hvernig væri aö viö sleptum öllu þessu óþarfá masi, og snerum okkur heldur að því efni, sem við í raun og veru komum hingað til aö ræðá? Eg vildi niælast til þess aö forseti segði fund settan, og við tækjum svo til óspiltra málanna.” “Þaö get eg náttúrlega gert,” mælti forseti. “En, eins og viö allar vit- um, verðum viö aö hafa samkomuna eins fljótt og mögulegt er. Mér fanst þaö hálf ótuktarlegt af henni Sigur- björgu Sigurðsson, aö vilja ekki lána okkur Bygöarfélags-samkomuhúsiö; mér er alveg sama, þó þaö væri búiö aö auglýsa sína samkomu þaö kvöld. Bygðarfélagið gat frestað sinni sam- komu um óákveöinn tíma. Mér finst henni hafa farist þetta alt svo ótuktar- lega, og svo til að bæta gráu ofan á svart, að skrifa honum séra Ölafi og biðja hann aö koma, en svíkjast um að dagsetja samkomuna; svo þegar eg fór aö tala viö hana unj þetta yfir simann, þá var hún ekkert nema skætingur og fals, og skammaöi mig eins og hund.” “Og hlessaöur auniinginn ! Gait þú ekkert sagt á móti?” spurði Sigga ósköp merkilega. , “Sagt! Hvað ætli eg gæti svo sem sagt ? þegar stelpuúrþvættið hengdi upp á mig risívirinn !’’ — og r.ú var, forseti orðin hátöluö í meira lagi. “Alt ferst henni eins, stelpukind- inni; og ekki skyldi mig undra, þó fleiri hafi orðið varar viö geöofsann í henni; eöa 'hafið þið ekkert af því frétt? Eitthvaö heyrði eg um þaö; ekki segi eg að það sé satt,” sagði Ranka dálítið drýgindalega. “Jú, eg held þaö, — við ættum bezt aö vita það, við Þrúða min,” svaraöi Jóka. Þrúöa varö svo reið og sár þegar Inin heyrði þetta alt saman, að hún ætlaði aö skamnri stelpusvíviröinguna, og það svo að hún gleymdi því ekki bráðlega; en! hún er nú, auminginn ekki mjög1 sterk, eins og gefur aö skilja, eftirj alt það stríö, sem hún hefir oröið að standa í; hún komst í svoddan geös-! hræringu, aö hún misti alveg máliö, j kom ekki upp nokkru orði, og hefir | verið blessaöur aumingi síðan. Hána sárlangaði aö koina hingað á fund-! inn, til þess að heyra hvað fram færi, en hún treysti sér ómögulega til Jæss.” Konurnar voru svo sem aldeilis hissa á henni Sigurbjörgu; hvaö skyldi hún annars meina meö þess- ari framkomu ? “Meina!” — Tú, forseti gat sagt -þeim hvaö hún meinti — “það aö hún er bara aö reyna aö drepa kveníé- lagið, þaö sér Hver heilvita maður; hún var líka á góðum vegi meö það; henni hafði tekist aö eyöileggja alt sem þær heföu revnt að gera, og þennan fund eins og alt annaö þvi af hennar völduni væri það, aö þær væru svo fámennar þenna dag. — Guðríði langaði tii aö vita, á hvern hátt Sigurbjörg lieföi eyðilagt fund- inn. Þetta var alt aö veröa svo flók- iö mál, aö hún skildi þaö ekki,* gamla konan. “A hvern hátt? Hey ra þetta I Hvernig sumt fólk léti! Eins og þaö væri- ekki henni • aö kenna, að Þrúða og Odda gátu ekki komið í dag!” Já — nú tóku allar konurnar eftir því aö Oddu vantaði. Því kom húti ekki? Var hún lasin, eins ,og Þrúðá? “Ja, lasin — já!” — forseti hélt; þaö. “Eg skrapp allra snöggvast i til heunar í gær, því eg haföi ýmis- j legt við hana aö tala; þá var hún i rúmipu og alt i ólagi.” “Hvaö 'gekk aö henni ? Hvaö var aö ?” \ “Hún varö svo hamslaus af reiöi, \ þegar hún frétti hvernig komið var meö samkomuna og hvernig Sigur- j björgu fórst þetta alt saman, svei mér þá. Svo fór hún í rúmiö, eg get ekki sannara sagt. Þaö var líka alt svo lánlegt, eða hitt þó heldur, því þá hengdi kýrin sig. “Hvað segir þú, kona? Hengdi kýrin sig og hvernig?” spurðu nú margar í senn.. “ Nú, í kindagirðingunni, og í ofanálag var það bezta kýrin þeirra og komin fast aö buröi. Þau máttu lika helzt viö því að missa hana, þau meö allan þenna barnahóp.” “Ekki var það Sigurbjörgu að kenna að kýrin hengdi sig,” hélt nú einhver. “Jú, víst var það henni að kenna Hún geröi þeim alt til ills. Það var V svo setu auðreiknað; það gat hvert mannsbarn skilið. Var þaö ekki Sig- urbjörgu að kenna, aö Odda var í rúminu? Og af því hún var i rúm- inu, hengdist kýrin; því hefði hún verið á fótum, myndi hún hafa tekið eftir kúnni í tæka tíð, hún sem var svo passasöm meö alt sitt. Þvi segi eg þaö sem eg segi,” hélt forseti* áfram; “hún er aö reyna aö stein- drepa félagið, stelpuskrattinn!” “Ekki meira en þaö?” greip Guö- ríður fram í. “En hvernig væri að við hleyptum okkur ekki í hieinn geöæsing í þetta skifti; þaö væri leiö inlegt ef fleiri af félagskonum yröu rúmfastar út af þessari isamkomu, og ekki gott aö gizka á, hvaöa af- leiðingar kvnnu af því að hljótast. Eg vildi nú mælast til þess að við reyndum, eftir því sem föng eru á, að skoða máliö frá skynsamlegn og sanngjörnu sjónarmiði. Fyrst er nú ekki rétt aö skella sökinni á Sig- urbjörgn, þótt bygðarfélagið ekki ljái húsið, þar sem hún er ekki einu sinni í húsnefndinni; svo var ekki heldur hægt að ætlast til þess, þegar það var einmitt sjálft búiö að aug- lýsa samkomu það kvöld. Viö hefö- um ekki gert það heldur í þeirra sporum. Og hvað viðvíkur bréfinu til séra Olafs , þá geri eg ráö íyrir aö það hafi veriö skrifað orörétt eftir uppkastinu, sem gert var hér á fundinum næstum á undan. Eg man ækki bttur en að þar væri aðeins far iö fram á, aö hann léti okkur vita hvort hann væri fáanlegur til aö koma og segja nokkur orö á sanikomunni hjá okkur um miöjan mánuöinn; skyldum við svo síma hon.um hvaða dag samkonian yröi haldin, þvt eins og þiö allar tnuniö, gátuö þiö aldrei komiö ykkur saman um daginn. En þaö var glappaskot af okkur aö senda ekki bréfið, sem skrifað var á fund- inurn, því þaö heyröuð þið allar. og hefði þaö verið gert, myndi það hafá afstýrt öllum þessum misskilningi og heldur ósæniilegu aödróttunum.” “Hvað! Ertu brjáluö'?” hrópaði Ölafía. “Atti aö senda uppkastiö, sem Matta skrifaði í rúminu ? Þaö heföi orðið til ævarandi skamm- ar!” “Ekki meiri skammar en þetta ’er alt búiö að veröa,” svaraöi Guðriður og var nú oröin æriö fastmælt. “Og hvar hún sat, eöa hvernig hún sat, finst mér minna gera til, svo lengi sem það var svo skýrt skrifað, aö skiljanlegt væri. En — eg held þaö væri bezt fyrir okkur að sleþpa þessu Sigurbjargarniáli, halda okkur heldur viö efnið og reyna að koma okkur saman um, hvenær yröi heppi legast að hafa þessa margumræddu samkomu.” Varð nú ys allmikill , því sitt sýnl ist hverri; allar töluöu í einu; sum- ar vildu hafa hana einhverntíma í vikunni; aðrar fresta því fram í næstu viku; nokkrar híða með hana framyfir nýár; og einstaka héldu aö þaö væri bezt að hætta alveg viö hana. Loks stakk Guðríður upp á því aö samkoman yröi haldin föstudaginn 15. október kl. 8.30 aö kvöldinu; var það stutt af sjálfum forseta og samþykt í einu hljóöi. Sagöi svo forseti fundi slitiö, um leiö og hún baó all- arkonurnar aö þiggja hjá sér kaffi sopa. "By Jove! Fundurinn var góöur, ef þaö hefði ekki verið fyrir hana Guöríöi; hún er altaf meö þessi merkilegheit kerlingar tötriö, ojá, sei- sei já,” hvíslaöi Sigga aö Jóku, um leiö og þær færöu sig aö kaffiborð- inu. "Ja, þaö má nú segjíl; en eg held maöur ætti að vera orðinn nokktiö vanur við ráöríkiö ogslettirekuskap- inn í henni.” ^ “Bv Jove! Það er þó satt. Þaö er munur á henni Þorfinnu hérna; þaö er alt svo skemtilegt, alveg eins og heima á Islandi. Alt svo flott. Eg man hvað viö höföum oft skemti- legt 'og flott á böllunum i Reykja- vík.” sagði Sigga og veki vöngum. “Jú, blessaður kroppurinn — hún leggur mikið á sig okkar vegna, og auðséð á öllu að hún hefir tekiö á betri höndunum, eins og hún Þrúða mín segir stundum, þegar hún e.* aö tala um Bygöarfélagsstúlkurnar. En Guð launar henni þaö alt saman,” bætti Jóka viö og tárfeldi uin leiö og hún saup úr þriðja kaffibollan- um. G0ÐAN WHISKY C0CKTAIL ER AÐ EINS HÆGT AÐ BÚA TIL MEÐ G0ÐU WHISKY ÖEZTU WHISKY COCKTAILS ERU BÚNIR TIL MEÐ éé éé (gNADIAN CBJB, cWhisky SRXDIf) EFTIR COCKTAIL BEKLING. HIRAM VVALKRR & SONS, LTD*, WALKERVILLE, OXT.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.