Heimskringla - 27.10.1926, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.10.1926, Blaðsíða 1
WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN, 27. OKTÓBER 1926. NÚMER4 i Rih' - ir, Ií. Péturííon x Honœ >St. tTl’V.........— XLI. ÁRGANGUR. \ ..m^mommmo-mmmommmo-mmm O C A N A D A I ÖtíÖin hefir haldiS áfram sleitu-i laust aÖ kalla íná. Nokkuö mun hafa veriö þreskt hér í fylkinu fyrri part siöustu viku, en á föstudag versn- aði veður aftur og gekk í snjó yfir helgina . Mjög ‘lítið af korni hefir verið bólstraö, en úr drílunum lítið hægt að þreskja. Aö því er skýrslur frá landbúnaö- arráðuneyti Manitobafylkis herma, er ástandið í fylkinu eitthvað á þessa leið: I Rauðárdalnum þreskt uni 85— 50% af uppskerunni. Vatnselgur mikill á því svæði og tvísýnt um, hvaö verður um afganginn. I suðurhluta fylkisins yfirleitt 80% þreskt eða vel það, og góðar likur j til að hægt verði að þreskja alt fyrir veturinn, ef’ nú stillir um tíöarfar. Fyrir noröan C. P. R. brautina er meira óþreskt. sennilega •uni 30% milli brautarinnar og Riding Moun- tain. Mest er óþreskt í norövestur- hluta þessa svæðis, sérstaklega í Rus- se'‘. Rossburn, Rinscarth, Miniota og McAuley. 1 Swan River dalnum er aftur ögn skárra. En í öllu fylkinu er á- standið sagt verst fyrir vestan Dau- phin, sérstaklega í Gilbert Plains, Grandview og Roblin. Er sagt að þar séu aöeins urn 30—40% af upp-, skerunni þreskt, og öll dríli undir snjó. En engar skýrslur eru um það hve miklar skemdir séu norður þar á korninu, sem óþreskt er. 5Iikið\af' því korni, sem þreskt h.efir verio, er flokkað sem “seigt” og rakt” (tough og damp). Ög mest | ar líkur fyrir þvi, að svo fari um alt það korn, sém enn er óþreskt. Kartöfluuppskeran hefir verið | góð , og er því nær öll komin í ló. j úm 23. september frysti illa, og kól J þá gras og þær kartöflur er grynst | var á. Verð hefir verið fremur gott. Heyskapur hefir orðið með minna j móti, vegna vorþurka og haustrign- mga. A mánudaginn var Hon. T. A'. Burrows hátíðlega settur i fylkis- stjóraembættið i Manitoba. Fór sú j athöfn fram í þinghúsinu að við- stöddu margmenni. Svo virðist sem kirkjan hér hafi i huga að láta eitthvað til sin taka um vinsölulögin í Manitioba. |Kom í ljós sú skoðun á klerkamóti, er hald ið var hér i Young kirkjunni á fimtu- daginn, að flestir prestar, er tóku til máls, voru á þeirri skoðun. Töldu þeir óhjákvæmilegt, ef kirkjan ætti að ná tilgangi sínum, að hún léti sig slík opinber mál enhverju skifta. Og allir voru sanuuála um að hún ætti að nota alla krafta sina til þess að fremja. virðingu fyrir • lögunum og framkvæmdum þeirra, hver sem í hlut ætti. Og ótvírætt var það gefið í skyn, að kirkjan ætti að vera hlið- holl bannmönnum. Ofsastormur og steypiregn geisaði yfir héraðið í kringum Montrealborg í Quebec, í fyrradag, og yfir suðausturhluta fylkisins og Strand- fylkin. Varð stormurinn tnanni að bana í Montreal, og meiðingar urðu þar nokkrar. Og hræddir eru menn um að skipskaðar hafi orðið i Strand fylkjunum. Vprkfall hefir staðið yfir um hríð í heldsölubúð Elias Reich félagsins, grávörukaupmanna hér í Winnipeg. Hefir litið gerst sögulegt fyr en í fyrradag og gær, að til bardaga kom meðal verkfallsmanna og “verkfalls- brjóta”, er félagið hafði fengiö til þess að vinna fyrir sig. A mánudag- inn börðust karlmenn einir, og varð ekki mjög sögulegt, en. í gær gengu konur einnig til víga, og harðnaði þá á dalnum, enda er kunnugt, að "the fentale of the species is dead- lier than the male", eins og Kipling segir. Skorti þar ekki pústra og hrindingar, hárreitingar né glóðar- augu. Einhverjum blæddi, en ekki mun þó hafa dreyrt nema úr nös- um, eða undán þjalsorfnum og all- hvössum nöglum. Fóru svo leikar, að fjórar hinar vöskustu konur og tveir karlmenn voru sett í bönd, eft- ir frækilega framgöngu, og síðan far ið með þau í steininn. ætlaði að vera á mótinu og taka þátt í því. En þrem dögutn áður en mótið átti að hefjast, sendi páfinn út tilkynningu um það, að “vegna óvenjulega alvarlegra ástæða, hefði j hann ákveðið að rnótinu væri frest-1 að um óákveðinn tíma. Astæðan er sú, að ofsi Fascistanna gerist nú svo mikill, að þeir láta sér ekki nægja að hafa kúgað alla pólitíska mót- stöðumenn, hafa slitið öllum félög- um verkamanna og isundrað öllum kaupfélögum; nú hafa þeir og kast að reiði sinni á unglingafélög ka- þólsku kirkjunnar. Hafa verið skær- ur út af því, sem upp á síðkastið hafa endað með blóðsúthellingum. Var þaö eitt slíkt fyrirbrigði, sem olli því að páfinn frestaði skólapilta- mótinu. — Fascistar höfðu ráðist á kaþólsk ungmennafélög á Norður- Italíu, gert eignir þeirra upptækar, misþyrmt foringjunum og því næst látið banna þenna félagsskap á stórir svæði. — Itölsku stjórninni brá mjög við þessa yfirlýsingu páfans, gerði itrekaðar tilraunir til þess að fá henni breytt og bauðst til að tryggja fullkomlega öryggi þátttakenda móts- ins. En Píus páfi sat fastur við sinn keip. Og þá er foringi ka- þólsku ungmennafélaganna frönsku spurðist fyrir um það, hvort iransk- ir ungmennafélagar kaþólskir mættu ekki koma pílagrímsferð til Róms, þá svaraði páfinn ákveðið neitandi, og lét opinberlega þau vtmmæli fylgja, sent vekja munu eftirtekt um allan heim: “Astandið er altof al- varlegt til þess að eg ntegi leyfa þetta,” sagði páfinn. Þótt ítalska stjórnin hefði fullan viljá á að tryggja öryggi gestanna, þá er hún máttvana í því efni. Hún er i raun- inni fangi Fascistafélaganna. Blöðin ítolsku geta ekkert sagt. Þau eru múlbundin. Utlendingar vita ekk- ^rt hvað við ber á Italíu, þar sem' her vald Fascista beitir kúgunarvaldi sínu. Stjórnin er máttlaus og er alveg á valdi félaga þessara. Páfastóllinn mun veita ósveigjanlegt viðnám gegn því, að ungmerúiafélögin kaþóisku séu kúguð undir ofurvald Fascistanna — “Ejr vil láta heiminn vlta það,” sagði páfinn að lokum, “að ka- þólsku félögin eiga ekkert skylt við hervald Fascista.” Er ekki vafi á því, að þessi um- mæli Píusar 11. um stjórnarfarið ítalska munu hafa hin mestu áhrif á miljónir manna um heim allan. (Tírninn 25. sept.) Erlendar Frá Italíu Merkur Islendingur* hefir nýlega eins og alkunnugt er, lokið miklu lofs oiði á Mussolini og stjórn hans á Italiu. En þaðan berast og margar aðrir frásagnir. I merkasta ílialds- blaðínu danska, Berlingske Tidende, stendur t. d. alveg nýlega eftirfarandi Básögn, sem gefur lítt glæsilega rnynd af réttarfarinu ítalska: Sænsk nr kaupmaður, að nafni Bengt Dahl- mann, var á ferð á Italíu í verzlun- nrerindum. Austurrísk kona var í sama járnbrautarklefa og hann, en Fascistar voru i næsta klefa. Sýndu teir konunni mikla ókurteisi, er hún lór úr lestinni. Þá er lestin hélt á- fram, kom einn -af Itölunum inn til Faupmannsins og fór að spyrja um, hvernig honum geðjaðist að Musso- lini. Svíinp svaraði að sér geðjað- ist ekki vel að Italíu. Væru ferða- ’ttenn sviknir og stolið frá þeim, en uni Mussolini og stjórnmál gæti hann ekkert sagt. Hann bætti ennfremur v iÖ nokkrum orðum um framkomu m ”l anna gagnvart austurrísku kon- nnm. —. Þegar lestin nam staðar, kom lögreglan, tók sænska kaupmann 111,1 Iastan og flutti hann í varðhld. i Stgr, læknir Matthíasson. Ritstj. fréttir. I hálfan annan mánuð var honum haldið í varðhaldinu, án þess að mál hans væri tekið fyrir. Loks var hann látinn koma fyrir dómarann, o g voru þá handjárn á harn sett. Hann var dæmdur í 7 mánaða og 20 daga fang elsi og 700 líra sckt, enda báru Ital- arnir samhljóða vitni um það, að hann hefði sagt að Italir væru glæpa- menn og Mussolini væri ekki heið- úrsmaður. Svíinn áfrýjaði máli sínu til yfirréttarins í Triest. Mánuð beið hann i fangelsjinu, að han.n væri fluttur þangað, og á leiðinni þangað var hann látinn bera hand- járn. og var hlekkjaður við al- ræmda morðingja ítalska. Var hon- um nú enn haldiö um hríð í mjög skítugu og óvistlegu fangelsi. Triest- rétturinn stytti fangelsisvistina í 5 mánuði og 20 daga, og lækkaði sekt- ina í 40 líra. Enn lenti þessi sænski kaupmaður í margföldum vandræð- um, áður en það tókst, með aðstoð sendiherrans sænska, að fá náðun. — Komst hann loks heim til Svíþjóðar um síðustu mánaðamót. — Hinn 2.-6. þ. m. átti að halda geisilega fjölment mót fyrir ka- þólska lærisveina í Rómaborg. ■ Attu þeir að korna frá langflestum löndur Norðurálfunnar, t. d. 1600 frá Frakk landi. Alt var undirbúið til mótsins og sjálfur hinn heilagi faðir, páfinn. Sú fregn er símuð frá Stokkhólmi. að- Nobelsverðlaunanefndin hafi veitt prófessor Fibiger í Kaupmannahöfn Nobelsverðlaun. þessá árs fyrir upp- götvanir í læknisfræði. Er það fyrir krabbamejnsrannsóknir, sem prófes- sor Fibiger fær verðlaunin. — Pró- fessor Fibiger er löngu frægur orð-j inn fyrir krabbameinsransóknir sínar og af mörgum álitinn fremstur vis- 'indamaöur í þeirri grein. Frá New York er símað á laug ardaginn, að afskaplegur jarðskjálfti hafi riðið yfir Armeníu aðfaranótt laugardagsins. Er talið að 600 manns hafi að minsta kosti beðið bana, en mörg þúsund 'orðið fyrir meiðslum. Einna verst er sagt að borgin Lenin- akan, sem nefnd cr svo til minningar um Lenin hinn rássneska, hafi orðið úti. Afskaplegur fellibylur, nálega jafu skæður ’þeim, er nýlega gekk yfir Florida, æddi yfir eyjuna Cuba og nærliggjandi eyjar á miðvikudáginn var. Er sagt að um 650 manns muni hafa farist, 6500 rnanns séu heimilis lausir og að skaðinn muni nema $100,000,000. Einna verst varð borg in Havana úti. Er talið að um 200 manns hafi farist þar, um 1600 meiðst og um 3200 séu þar heimilislausir. Töluverðir jarðskjálftar gengu yfir Californiaríki á íöstudagsmorguninn var. Harðastir voru kippirnir í Saji^ Francisco og 'héraðinu þar i kring. Urðu menn þar 'ákaflega hræddir, sem von var, því enn er jarðskjálft, inn mikli 1906 flestum í fersku. minni. Þó mun mannskaði ekki hafa orðið, en ýmsar byggingar og hús skemdust að nokkru leyti, að Eetmt er. Símskeyti kom í gærmorgun. frá Kaupmannahöfn og London. þess efnis, að töluvert tjón hafi orðið á Islandi af jarðskjálftum aðfara- nótt mánudagsins. Er svo að sjá á skeytunum senr jarðskjálftkippirnir hafi ’verið harðastir á Reykjanesi, eða í grend við Reykjavík, en ekk- ert hefir nákvæmar frézt um skaðann er orðið hafi. AIl^ síðustu simfréttir frá Eng- landi herma, að nú sé útlit fyrir þvi að eitthvað kunni að skipast til urn kolaþrætuna. Nefnd, er ganga skal á milli á að ganga á fund Baldwins forsætisráðherra í, dag, og hitta full- trúa námumanna á morgun. Annars virðist óánægjan með að gerðaleysi - stjarnarinnar Sara sí- vaxandi, enda þykir flestum bersýni legt að hún dragi taum námueigenda. Afskaplega illa mæltist fyrir um dag inn, að kona með barn á brjósti var sett í fangelsi fyrir eggjunarræðu. Þá var og í ráði hjá stjórninni að rnýla A. J. Cook, banan honum al- gerlega að tala, ogjhefir hann þó hvergi eggjað til uppreisnar. En sú fyrirætlun mæltist svo illa fyrir, jafnvel hjá mörgum málsmetandi mönnum, sem er litið um Cook, að stjórnin mun hafa séð sitt ráð ó- vænna. /. M. Dcnt útgefandi hins víðkunna “Every Man’s Library” lézt þann 9. maí þ. á. í South Croydon, 77 ára að aldri. Hann lagði stund á það, eins og flestum enskulesandi mönnum er kunnugt, að gefa út vandaðar bæk- ur og selja ódýrt. Hann settu sér ungur það mark, að í Everyman’s Library” skyldu vera 1000 bindi. — Þegar hann dó, voru 780 bindi komin út. Yfir 20 miljónir eintaka af þessum bókurn hafa verið seld. Mr. Dent var aldrei heiðraður op- inberlega fyrir hið mikla og þarfa starf sitt. / ----------x--------- Frá íslandi. Rvík 5. okt. La ndsst mmfmæliS var hátíðlfcgt haldið með veglegri veizlu að Hotel Island kvöldið 29. f. m.. Sátu hana um 130 manns. Ræður fluttu auk landssímastj óra, atvinnumálará^iherr- ann Magnús Guðmundsson, fyrir landssímastjóra, Gísli J. ölafsson fyrir landssímanum, G. Björnson landlæknir fyrir minni H. Hafstein, Klemens Jónsson fvrir minni Islands, Andrés G. Þormar fyrir minni kvenna, G. Hlíðdal bar frarn þakkir til ýmsra starsmanna símans fyrir Forberg landssímastjóra, sem ekki treysti sér til langra ræðuhalda sök um vanheilsu. Gaf Forberg elzta simastarfsmanninum, Björnes verk- stjóra, gullúr, og hressingarhæli síma manna gaf hann 1000 kr. Starfsfolk simans gaf landssimastjóra mynd, er máluð hafði verið af honum og af- henti hana ungfrú Soffía Danielsson. Ymsir fleiri töluðu og fór samsætið vel franr og fjörlega. Mannmœlingarit próf. Guðmundar Hannessonar er nú komið víða með- al erlendra fræðimanna, og hafa ýmsir þeirra skrifað um það i sér- fræðirit og yfirleitt mjög lofsamlega. Einhver hinn fróðasti maður urn þessi efni, Halfdan Bryn, hefir t. d. skrifað um bókina alllanga grein . septemberhefti Nörsk Magasii^ fofr Lægevidenskapen. Segir þar m. a.: "Það er mjög mikið og gott starf, senr prófessor G. H. hefir hér af höndum int. Það'er sem sé enginn hægðarleikur að safna svo miklu mannfræðaefni á Islandi, Hér i Noregi þarf aðeins að fá herforingja leyfi, og er þá úr að velja eins mörgum þúsundum manna og óskað er. G. H. hefir orðíð að leita á náðir góðviljaðra borgara. Hann hefir að nokkru leyti orðið að sækja efnivið sinn út á götur og gatnamót, inn í samkomusal Alþingis ög á marga aðra staði. Honum hefir tek- ist að safna efni, sem er einstakt í sinni röð, og honum hefir tekist að vinna úr því á þann hátt, að það mun vissulega verða athugað með áhuga um öll lönd og mun halda gildi sínu um alla tíma. Væri óskandi að aðrir fylgdu dæmi hans annarsstaðar á Norðurlöndúm.’’ — Annar vísinda-, maður, van Gennep, hefir einnig n.ý lega skrifað um bókina í franska tímaritið Mercure de France. Segir hann þar meðal antiars, að í bókinni sé ekki einungis eftirtektarverð sam- vizkusemi og nákvæmnin í meðferð efnisins frá sjónarmiði hreinnar mannfræði, þjóðfélagsfræði og ætt- fræði, heldur einnig varúð höfundar og gætni í ályktunum. Ritgerðin er svo samvizkusamleg, segir Gennep ennfremur, og unnin þrátt fyrir svo marga erfiðleika og ber vott um svo mikla þekkingu og natni, að eg er hikandi við að setja fram nokkur mótmæli. . (Lögrétta.) Fjær og nær. Séra Ragnar E. Kvaran flytur erindi um Islandsferð að Ar- borg á föstudaginn kemtir, 29. þ. m. kl. 8 síðdegis. Hann heldur og guðs þjónustu á sama stað sunnudaginú 31. þ. m., kl. 2 e. h. Jakobina Johnson • skáldkona frá Seattle flytur ljóð sín á samkomu, sem efnt er til * Fyrstu lútersku kirkju þriðjudagskvöldið 2. nóvem- ber. Mikitl fjöldi Islendinga héj; i borg hefir enn ekki notið þeirrar ánægju, að hlýða á ljóðalestur frú Jakobinu. Kvenfélagið í Fyrsta lút- elska söfnuði gengst fyrir þessari samkomu frúarinnar, og vonast til að I sem fæstir þurfi að fara á mis við þá gieði, sem ljóð frú Jakobínu hafa 1 að færa sálum mannanna. Þau hjón prófessor og Mrs. S. K. Hall skemta með hljóðfæraslætti og söng milli ljóðaþáttanna. _Aðgangur að sam- komunni verður ókeypis, en hver og einn lætur af mörkum eftir eigin vild þakklætisvott til skáldkonunnar, fyr- ir komuna hingað og skemtunina. — Samkoman byrjar kl. 8. Að því er islenzk blöð herma, varð ekkjufrú Kristjana Hafstein 90 ára. 20. september síðastliðinn. Flestum mun vera kunnugt, að hún er ekkja Péturs amtmanns Hafstein, og móð- ir Hannesar heitins ráðherra. —■ Frú Kristjana er ern við góða heilsu, eftir því senr búast niá við af svo gatnalli manneskju og heldur óskert- urn sál.^rkyöftum. Hún hefir |alla æfi verið fágæt kona, að þreki, drenglyndi ’og tilgerðarlausum höfð- ingsskap, svo sem fleiri hennar ætt- menn,_gn hún er dóttir séra Gunnars í Lau t’ás’i og systir Tryggva banka- stjóra 'Gunnarssonar. — Sarna dag varð Tónas Kristjáns son læknir á Sauðárkróki 56 ára gam" all. Heyrst hefir að hann myndi koma hingað vestur í vetur, og er hann sjálfsagður aufúsugestur Vest- ur-Islendinga sem fyrri. ’ Vcitið athygli. Þjóðræknisdeildin “Frón” heldur fyrsta fund sinn á hinu nýbyrjaða starfsári mánudagskvöldið 1. nóvem- ber, í neðri sal Goodtemplarahússins.” Fundurinn byrjar kl. 8.30 e. h. — Mörg mikilsvarðandi mál liggja fyr- ir fundinum, svo sem íslenzkukenslu- PRÖFESSOR SKUIJ JOHNSON var á laugardaginn skipaður aðstoð- arprófessor í fornmálúnum við Mani- tobaháskólann, í stað prófessors H. J. Tracy, sem fluttist til Queen’s há- skólans. Sem stendur er prófessor Johnson forseti tungumáladeildar (dean of arts) við Wesley College; hefir hann verið það síðan 1920, að hann tók við því enibætti af próf. W. T. Allison. Hann hefir verið í skólaráðinu við Wesley College •siðan árið 1915, og kom þá frá St. John’s Technical School. Arið 1917 var hann skip- aður prófessor í fornmálunum viö Wesley College. Auk þess hefir hann skipáð prófessorssætið í ís- lenzku við Manitobaháskólann siðan 1915, og verið prófdómari -hins op- inbera við íslenzku- og fornmálapróf in við háskólann síðan 1915. Prófessor Skúli Johnson er Hún- vetningur að uppruna. Hann er fædd ur í Hlíð á Vatnsnesi 6. september 1888. Foreldrar hans voru Sveinn óðalsbóndi Jónsson, er þar bjó. í>g kona hans Kristin Sigurðardóttir frá Flatnefsstöðum á Vatnsnesi í sömu sýslu. Fluttu þau hjón vestur um íiaf í júlí 1889. Andaðist faðir hans skömmu fetir komuna vestur. Olst Skúli upp hjá frænda sínum Jóni Þorsteinssyni, er nú er gestgjafi að Gimli, Man. Skúli er framúrskarandi námsmað- ur og hlaut hann Rhodes verðlaunin fyrstur Islendinga, og hefir raunar aðeins einn Islendingur fengið þau siðan, Joseph Thorson, fyrv. Iaga- skólastjóri, eins og- áður hefir verið getið um í Heimskringlu. A Rhodes verðlaununum fór Skúli til Oxford, sem lög gera ráð fyrir. lnnritaðist hann þar við Oriol College og las fornmálin, sögu og heimspeki, og lagði sérstaklega stund á að kynna sér sérstök tímabil í sögu Grikkja og Rómverja, og vissar hliðar heim- spekinnar. Hann sneri aftur frá Oxford 1913, sökum heilsubrests. En síðar lauk hann B. A. prófi með fyrstu ágætis- einkunn og því næst meistaraprófi (M. A.), með sömu einkunn. —■- Aúk kenslustarfa liggja töluverð ritstörf eftir hann : þýðingar íslenzkra kvæða á ensku, greinar og ritdómar í blöðum og tímaritum. Prófessor Johnson er einnig ágæt- ur iþróttamaður. Hefir hann verið einn af langbeztu knattspyrnuleikur- 4?m hér í fylkinu, skautamaður ágæt- ur og “golf’’-leikari. Drengur er hann hinn bezti og kynnist hverjum manni vel. málið, kosning embættismanna o. fl. Miss Aðalbjörg Johnson hefir góð- fúslega lofast til að flytja erindi. Þarf ekki að orðlengja néitt um hana eður hæfileika hennar í þeim efnum, hún er nú þegar kunn öllum Islendingum i þessum bæ. Vona eg að allir Islendingar hér finni hvöt hjá sér trl að koma á fun>tl þenna og starfa með okkur eftir mætti. Fjöl- mennið — styðjið þar með yðar eig- in heill. P. Hallsson, ritari. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.