Heimskringla - 03.11.1926, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.11.1926, Blaðsíða 6
6 BLAÐSÍÐA ÍIKIMSKRINGLA WINNIPEG 3. NÓV 1926. Almennings Álit. Hin lága rödd hans skalf af geðshræringu og rómur hans var skipandi. “Hvað á þetta að þýða?” því er móðir min hér í svona ásigkomulagi?” og hann horfði aftur í kringum sig í fátæklega herbergir.u. Það var veika konan í rúminu, sem svaraöi “Eg skal útskýra alt arengurlnn minn — eg he beðið að eins til að geta sagt þér alt. Læknirinn leit á hjúkrunarmeyna, og þau gengu bæði þegjandi út úr sjúkra herberginu. Það varaði aðeins örlitla stund, hinn falski lífs þróttur, sem meðalið hafði veitt hinni dey- andi konu var að fjara út, en ekki fyr en hún hafði aflokið því er hún taldi síðasta og háleit- asta skylduverkið sitt í þessu lífi. “Þú lofar mér þessu? — Þú lofar —? “Já móðir mín — já,” Ættarstolt, — göf- ugt blóð — lærdóm og — menningu — það er liið eina, sem eg læt þér — eftir — Það eina — sem eg — get — gefið — þér — sonur------------ minn — .” ”Ó! mamma — mamma! því sagðirðu mér ekki þetta fyr? því var eg ekki látinn vita þetta?’’ Rómurinn lýsti bitrustu sorg, og átakanleg- asta sársauka. Hún brosfi. “Það — vo: ait — sem eg gat — gert fyrir — þig — sonur minn! — með þvi cina-iuóti — gat — eg h;álpað - ee iðrast ekks — eftir — því — eg tel ekki eftir kostnaðinn— Þú ællar — ekki — að — gieyma?” “Aldró mamma min, aidrei.” “Þú—lofar—því—að — að — ná aftur — bæta — upp — fyrir það — sem faðir þinn------” Hátíðlega hljómaði svar hans — þrungið af ást — sársauka og aftur harmi: “Eg lofa þér þessu — elsku mamma mín, — lofa þér þessu” ------- Mánuði seinna, hafði ungi maðurinn tekist ferð á hendur — ferðinni flýtti hann sem mest hann mátti — henni var heitið vestur — vest- ur langar leiðir — vestur — til fjarlægustu hluta álfunnar. Hann hraðaði sér alt sem hann mátti að fjarlægjast fæðingarborg sína, eins og bölvun hvíldi yfir henni í huga hans. Framtíðar starf sitt hafði hann ásett sér að vinna í nýju landi — þar ætlaði hann að vinna að því, að efna loforðið, er hann hafði gefið deyjandi móður. Loforðið, sem hann misskildi í fyrstu. En þessi saga hljóðar um það, í hverju misskilningur hans var fólginn — hvernig hann reyhdi að nota arf sinn til að fullnægja því, er hann hélt að hefði verið síðasta ósk móður hans — og hvernig hann komst til þekkingar á sann- leikanum að lokum. II Kapituli Afmyndað Konu—andlit Gufupípur lestarinnar — Golden State Ltd. btésu og hvæstu, og lestin skreið áfram eftir San Gorgonio Pass eyðimörkinni. Eins og kunnugt er, er San Go,*gouio Paí=3 __hlið, sem liggur að austur parti fegursta hlut- ans af Suður-California, og því hliðið að svæð- iim þeim, er þessi saga gerist á. Hin hlaðna lest mjakaðist hægt og hægt upp gróðurlausa fjalls liliðina og ungi maður- inn á frampalli lestarinmir sá til austurs gráken- da — einkennilega móðu, sem æfinlega liggur eins og töfraslæða yfir hinum miklu breiðum. Colorado-Eyðimerkurinnar. Þegar lestin sveigð- ist og hlykkjaðist ’eftir því sem brautin lá hafði hann ágæta útsjón yfir hina eyðilegu snævi þöktu tinda San Bernardinós og sá'gamla San Gorgonio gnæfa silfurhvítan og tröllslegan við bláan himininn. Til suðurs báfu fyrir augað San Jacintos Klettarnir og gnýpurnar, og sýnd- ust miklu nær en þeir í rauninni voru. En hin dýrðlega útsýn, og hið stórkost- lega fagra landslag sýndist ekki hafa mikil áhrif á hinn unga mann, þótt hann hefði aldrei séð það áður. Hugur hans virtist dvelja við alt ann. að. Ein hver staðar í fjöllunum í kringum San Gorgonio, lá lá fyrir honum að hefja baráttu við lífið og sjá hvernig alt það er hann hafði fengiö að erfðum frá móðurinni, reyndist. Á þessum stöðum einhverstaðar, átti hann að leggja ^rótt sinn og manndóm á móti áhrifum og öflum svo sterkum að vart eru dæmi til slilcs En alt þetta var hinum unga manni hulið þá. Á hinu langa ferðalagi yfir þvert meginland- ið, hafði hann veitt sárlitla eftirtekt útsýninu, er virtist hrífa svo mjög semferða fólk hans. Við þá, cr reynt höfðu að yröa á hann, og draga hann út í samræður til oð stytta tímann, liafði hann verið kurteis, en þurlegur og frekar frá hrindándi, og sýnilegur óvilji að blanda sér neitt saman við aðra, sýndist hafa þau áhrif á fólkið í lestinni, að það langaði enn þá meira en áður til að kynnast honum. Með því líka, að göfugmannlegt.—tigr.ar- legt útlit hans gaf ljóslega til kynna að hér væri um mann af hærri stigum og með miklu meira e.:i almennri mentun að ræða. Og þar sem hann virtist alt af vera svo sokkinn ofan í sínar eigin j hugsanir, og vera svo ómannblendinn, varð hann * að miklu umtalsefni meðal samferðamannanna. | Meðal farþegjanna, er rendu forvitnisáugum til j unga mannsins, var kona nokkur, en það var auðsætt að hún vildi alls ekki láta á því bera, hve mikla eftirtekt hún veitti honum. Hún var kona, af auðsjáanlegum mjög há- um stigum, ef dæma skyldi af klæðnaði hennar er var afar verðmikill, og eins nálægt nýjustu tizþ:u, sem komist var lengst. Fríð var hún sýn- um, enda dró hinn skrautlegi búningur ekki úr fegurð hennar, og öll framkoma hennar bar þess ofljósan vott, að hún var sér helst til um of meðvitandi, hve fríð hún var. Allur búningur hennar sýndist vera snið- inn með því augnamiði einu, að alt seiðmagn og yndisleikur hins fagra töfrandi líkamá hennar kæmi sem best í ljós. Andlitsgerð hennar var nærri því of samsvarandi, og drættimir of meist- aralega reglulegir. Hún sýndist vera alt um of leikin í því, að koma andlitsfellingunum í rétta afstöðu eftir því sem við átti til þess að það gæti verið eðlilegt Úng að árum virtist hún vera, en að hún hefði fengið meiri lífsreynslu á vissum sviðum, en eðli- legt var eftir aldri hennar, gat fáum dulist. Tvent var í för með henni á lestinni — hégómaleg ístöðulaus kvensnift, og sjúkur maður, sem skjaldan kom út úr éinkaherbergjum þeim í lest- inni, er hann bjó í. Þegar lestin nálægðist hæsta tind fjallskarðs ins, er jarnbrautin lá um, leit ungi maðurinn á úrið sitt. Fáeinar milúr vóru eftir, þangað til hann kæmi til hans ákveðna dvalarstaðar. AðeinS örfá- ar mílur! Hann stóð á fætur og teygaði andrúmsloftið t'ært og yndislega heilnæmt. 1 1 Þar sem hann stóð á lestarpallinum, og sneri baki að vagndyrunum, tók hann ekki eftir því, að konan kom út og stóð um stund beint fyrir aftan hann, og studdist við handriðið fram- an við gluggann. Enginn gat tekið eftir öðru, en að hún væri að virða hið fjarlæga fagra lands- lag fyrir sér. Það má vera, að hún hafi verið að gefa gætur að unga manninum á pallinum, en fólkið, þar sem það sat í sætum sínum í lestinni gat ekki séð það. Ungi maðurinn, þar sem hann stóð með hið frumlega, f jölbreytta og litskrúðuga landslag að baksýn, hlaut sannarlega að draga að sér athygli fólks. Hann myndi hafa vakið eftirtekt í mannþröng — eða hvar sem var. Hann var hár vexti, ágætlega limaður — herðabreiður — með ágætlega lagað höfuð. sem hann bar hátt. Limaburður lians og alt fas bar órækan vott um göfugt ættferni og fyrirmynd- ur uppeldi. Hann stóð á hinum ruggandi óstöðuga lestar palli með fimleika þeim, sem þeim einum er gef- inn, er lifað hafa hreinu lífi, og tekið hafa stöðug ann þátt í heilnæmum íþróttum. Lestin var að nálgast stöðvar-svæðið, og var óðum að hægja ferðina. Rétt í sama bili og ungi maðurinn ætl- aði inn í vagninn, stöðvaðist lestin algerlega mjög snöggt, og kastaðist hann^nálega í fángið á konuni. Aðeins augnablik — meðan hann var að ná jafnvæginu, kom hann svo nálægt henni, að hann hlaut að snerta föt hennar. Og til þess að forðast alvarlegan árekstur Ararð hann að leggja handlegginn yfir um herðar henni, um leið og hann náSi haldi á Mið vagn- gluggans, er hún hallaðist upp að. Á augnablikinu sem andlit hans kom svo nálægt vanga hennar, að hún gæti hafa fundið andardrátt hans og hann horfði algerlega óvilj- andi í augu hennar, fanst hinum unga manni ,þáð undarlegt að það var ekki að sjá, að henni yrði hið minsta bylt við. Jafnvel, ef að hann hefði ekki verið eins sokkinn ofan í sínar eigin hugsanir, hefði hann getað tekið ófeimnislegt tillit hennar — hálfopnu varirnar, og roðann í kinnum hennar, sem uppörfum og áfrýjan — alveg eins og hún væri því alvön, að ungir menn fleygðu sér í faðm hennar. “Eg bið yður fyrirgefningar,” sagði hann kurteislega, og brá fyrir daufu brosi á andliti hans. “þetta var mjög klaufalegt af mér.” Við orð hans, kom kulda og kæruleysissvip- ur á andlit hennar, og án þess að virða hina kurteislegu afsökun hans svars, Jeit hún undan, færði sig út að riðinu, og virtist fara að veita vinnubrögðunum á stöðvargarðinum hina mestu athygli. Ef að konan hefði brosað, þégar handleggur hans hvíldi á öxl hennar, og þau horfðust í augu, myndi atvik þetta hafa liðið lionum mjög fljótt úr minni, én af því svo var ekki, læstust augna- bliks áhrif þessi atburðar inn í huga hans. Lestin brunaði nú áfraprniður eftir mjóum granda — strandarmegin við San Timoteo — gjána, síðasta áfangann til vesturstrandar megin landsins. Og gegnum lestargluggana sáu farþegjarn- ir blómlega bithaga, þar sem fallegar og feitar mjólkur.kýr ge^5u sér gott af kjarngresinu. Og við og við sást bregða fyrir álitlegum bændabýlum í skugga risavaxinna pipar — og limkvoðu trjánna. í dalverpinum og láglendinu gaf að líta rúgakra innan um engin en hæðirnar þaktar fegurstu trjátegundum svo langt sem augað eygði — En í fjarska báru San Bernadinos hnjúkarnir og tindarnir við heiðblátt loftið í geislandi jökuldýrð. í lestarvögnunum var alt á ferð og flugi. Hið þreytta ferðafólk lagði frá sér bækur, tímarit, fréttablöð og spil, og byrjaði á fjörugu samtali, er það hafði ekki haft rænu á að halda uppi á ferðinni yfir hina tilbreytingarlausu eyði- mörk. Á öllum sást fagnaður og eftirvæntingarsvipur og flestir fóru að huga að farangri sínum, þar eð ferðin var nær á enda. Konan var horfin af lestarpallinum, inn í sín eigin herbergi og ungi maðurinn tók saman farangur sinn til að vera tilbúinn að stíga af lestinni á næstu járnbrautar stöð. Lestin brunaði með hávaða og hvin fram úr þröngu gjáaropi — er var síðasti áfanginn af ófrjórri eyöimörkinni, og gróðurlausu snævi þöktu fjalllendi — brunaði inn í hinn fagra San Bernardino dal, og þar svifu fyrir augu ferða- fólksins þéttar breiður af gullepla Sítrónu, val- hnotu og olíuviðartrjám — einnig matjurta — vínviðar og aldingarðar á margra mílna svæði. Milli þessa blómlega jarðargróða stóðu borgir og bæir. hálfhulin í skrúði limsknotu — pipars og pálmatrjáa. En uppi yfir og í kringum þenna yndislega dal, gnæfðu risavaxnir eyðilegir fjallatindar, sveipaðir purpuralitri skýjamóðu. Þetta var í januarmánúði, og þeim, er fyrir svo stuttu síðan höfðu búið í þeim landshlutum, er veturinn ríkir, fanst það vera komið inn í ein- hvert álfa og æfintýraland, er sólskin og veður- blíða — litskrúð og jarðargróður Suður-Californ- íu blasti þeim við augum. Þeim fanst eins og dyr á fjallinu hefðu opnast, og þeim hefði skyndi- lega verið ýtt inn í einhvern töfraheim, þar sem ofurvald vetrár, íss og kulda var ekki til. Fairlands, er ein af þeim litlu borgum, sem nálega er hulin í grænu trjáskrauti og litfögru blómskrúði í breiðum dal við fjalisræturnar, og eftir því sem íbúunum liggur orð til, er hún fegurst allra borga þar í grend. Auövitað eru flestar borgir í Suður-Cali- forníu sveipaðar töfrablæju yndislegrar náttúru fegurðar, og er örðugt fyrir ferðamanninn að komast að niðurstöðu um, hver þeirra sé i sannleika fegurst. Eins og kuijnugt er, fara ekki farþegar “Gold- en State Limited” lestarinnar beint til Fair. lands ,en skifta um á lestamótastöðum þar hjá. Þessi litla borg liggur við rætur hæðanna er mynda suðurhliö dalsins, hér um bil 3 mílur frá aðaljárnbrautinni. Það var eins og þessi litla, en fagra og tignarlega borg hefði dregið sig í hlé — reynt að færa sig ofur lítið í burt frá aðalbrautar. hávaöanum, þar sem fólk af öllum stéttum ferðast um með ærnum ys og gauragangi. Jarðvegurinn kringum Fairlands er sagður að vera miklu betri og gróðurríkari en umhverfis aðrar borgir í 15 mílna fjarlægð. Hún stendur aðeins fáum fetum hærra yfir sjávarmál en liinar borgirnar, en sá mismunur gefur henni elnkennilega tignarlegt útlit. Hún var einnig viðfræg fyrir það, að þar búa fleiri miljónamæringar, samanborið við íbúa tölu hennar, en í nokkurri annari borg landsins. Það voru þessir sérstöku kostir borgar- innar, sem gerðu það að verkum, að ungi maður- inn, söguhetja vor, valdi hana að dvalarstað, þá er hann lagði út í lífið að freista hamingjunnar, og sannarlega mátti búast við, að eitthvað sögu- legt gerðist fyrir honum í komandi tíð — lýsing á staðháttum borgarinnar, og arfgengir hæfi- legleikur lians og mentun benti á' að svo yrði. Á meðan ferðafólkið, er kom að austan og ætlaði til Falrlands beið á stöðvunum eftir lest þeirri er daglega flutti fólk þangað, tók ungi maöurinn eftir konu þeirri, er verið hafði á lestar pallinum og förunautum hennar, og meðan hann gekk fram og aftur á stöðinni til að liðka þreytta og stríða limi sína eftir kyrsetuna á lest- inni, veitti hann því athygli, að ferð þeirra var einnig heitið til Fairlands. Maður sá, er með konunni var, gat tæplega verið gamall að árafjölda, en sýnilegur óhófs- lifnaður, og greinileg sjúkdómseinkenni gerðu útlit hans mjög ellilegt. Afllausu þykku varirnar — ógeðslegu drættir nir í kringúm munninn, litljótt og spilt hörund, deyfðarleg vot augu, með rauðum bólgnum hvörmum óeðlilegum fitusveppum fyrir neðan — brjóstið gengið inn, og háls og limir visnir. Alt þetta benti Ijóslega á að hann hafði lifað girndaþrungnu spiltu lífi. Það var aug- Ijóst að hann var ríkur og í hárri stöðu, og að því leyti ofundsverður í heimsins augum. Meðan ungi maðurinn gekk fram hjá þeim hvað eftir annað, þar sem þau stóðu undir limunum á stóru pipartré, er skýldi stöðvar pallinum var sjúki maðurinn í óviðfeldnum hásum og hvíslandi rómi —milli hóstakastanna er hann fékk, að formæla lestafyrirkomulaginu, landinu veðrinu, og yfir höfuð öllu, er geðvonska hans blés hðnum í brjóst að finna til foráttu. Hin óálitlega kvensnift er með honum var, gaut augu'num við og við til unga mannsins, og var með uppgerðar fleðulátum að reyna að þagga niður í sjúka manninum. “ó, pabbi, láttu nú ekki svona! Hamingjan góða, er þetta ekki yndislegt—góði hættu þessu, hafðu ekki svona hátt — hvað skyldi fólk halda um þetta?” Síðus- tu orð dóttur hans virtust hafa þau áhrif á hann að hann helti úr sér heilli hrotu af ókvæðis- orðum um þá, er dyrföust að finna að framkomu hans á nokkurn hátt aðeins með þeim árangri að tveir Mexico menn er þar stóðu nálægt, ráku upp hæðnis hlátur. Konan fagra stóð lítið eitt álengdar frá hin- um og sýndist hvorki veita hóstahviðum veika- mannsins né formælingum hans neina eftir- tekt. Ekki heldur tilraunum dótturinnar að þagga niður í honum. Hún stóð þar, köld og þóttafull, og virtist vera að horfa til fjallanna, en unga manninum sýndist, er hann nam staðar á göngunni einu sinni eða tvisvar, sem húrt rendi augunum í átt- ina til hans. Þagar lestin kom að lokum, fengu þessi hjú sér þægileg sæti í fremri enda eins vagnsins Unga manninum varð litið í áttina til þeirra sem snöggvast, mætti augnatilliti hans. Og eins og fyr um daginn, þá er liann hafði óviljandi komið svo nálægt henni á lestarpallin. um, horfði hún óhikað, og of ófeimnislega í augu hans. En það varaði aðeins augnablik. Og með- an liann skimaði í kringum sig eftir sæti, varð honum litið framan í annað andlit, mjög líkt andliti hinnar konunnar, en þó svo nauða ólíkt að sumu leyti að gerð og yfirbragði, að hann neyddist til að taka sem vandlegast eftir því. Kona þessi sat við einn vagngluggann og var að horfa á fjarlægu fjallatindana. Og hinum unga manni fanst hann aldrei hafa séð eins fagran vangasvip göfugar lyndis- einkanir, þolinmæði og langlundargeð, sýndist vera stimplað á þetta andlit í yndislegasta sam- ræmi það var líkt eftirlíkingum af Maríu Mey, með guðdómlegum sakleysis og heilagleika svip. * I Þessi kona virtist vera á sama aldri og móðir hans hafði verið, og honum fanst liann sjá andlit móður sinnar eins og það hafði litið út áður en hún lagðist banaleguna, svo furðulega líktust þessi tvö andlit hvort öðru. Hann nam staðar eitt augnablik, og var að því komin að taka auða sætið við hlið hennar en tvö næstu sætin voru auð, svo að hann hafði enga afsökun fram að bera fyrir að þrengja ónauðsynlega að henni, og settist því arinar- staðar. Undir eins og liann hafði komið farangri sínum fyrir, beindi liann athygli sinni að konun- ni við gluggann, en alt í einu kiptist liann við, og starði á hana með undrun og meðaumkvun. Hún var enn þá að horfa út um gluggann á fjalla-útsýnið, og virtist ekki taka eftir neinu, er fram fór í kringum hana, en nú snéri hún hinni hliðinni á andlitinu að unga manninnum er ætlaði vart að trúa sínum eigin augum. Sá vanginn, er nú snéri að honum var af- myndaður af stóru öri, er náði yfir alla kinnina og hálsinn — snerti annað munnvikið, og annað neöra augnalokið, og kipraði saman og skældi alla andlitsdrættina, svo úr þeim varð sannlega aumkvunarleg skrípamynd, Jafnvel annað eyr- að, hálfhulið af gráa hárinu var mikið lýtt af hinu óttalega öri sem hafði afskræmt eitt hið fegursta andlit er ungi maðurinn hafði nokkru sinni augum litið. Þegar lestirí staðnæmdist í Fairlands, og far. þegjarnir tróðust fram að dyrunum til að komast út, urðu, konan fagra, maðurinn, og dóttir lians fyrst. Á eftir þeim, nokkru aftar í vagninum var konan með afskræmda andlitið í mannþröng- inni. Úti á stöðvarpallinum mjakaði ungi maður- inn sér áfram næstur konunni er hafði vakið hjá honum svo mikla athygli og meðaumkvun. Hálsdigur búlduleitur maður tók á móti þrímenningunum, og leiddi þau að skrautlegri bífreið, er beið þar skamt frá. Sjúki maðurinn og dóttir hans fóru inn í bífreiðina, en þegar leiðsögumaður þeirra.snéri sér við til að hjálpa þeim eitthvað, kom hann auga á konuna með afskræmda andlitið, er var þar mjög nærri, og ungi maðurinn tók eftir, að hann heilsaði henni „ virðuglega, og það vottaði fyrir brosi á grófgerða andlitinu hans. Þegar hann tók kurteislega ofan fyrir lienni Konan fagra stóð lijá honum við liliðina á bífreiðinni, og þá er hún tók eftir að hann heils- aði einhverjum, snéri hún sér ýið, og þessar tvær konur er virtust að surnu leyti svo líkar, og þó ólíkar, stóðu augliti auglitis. Ungi maðúrinn sá að konan með afskræmda andlitið staðnæmdist snögglega. Augnablik stóð hún höggdofa, eins og eitthvað óttalegt hefði komið fyrir hana, þá baðaði hún út höndunum — riðaði til, og myndi liafa dottið, ef ungi maðurinn hefði ekki gripið hana. (Framh.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.