Heimskringla - 22.12.1926, Síða 1
HEIMSKRINGLA
XLI. ÁRGANGUR.
WINNIPEG, MAN. MIÐVIKUDAGINN, 22, DES. 1926
NÚMER 12
JOL.
GLEÐILEG JOL
Eg hefi veviö beöinn aö fylgja jólablaði
Heimskringlu úr garði meö nokkrum orðum.
Mig langar til þess að gera það með þvi að
benda á tvö atriði í sambandi viö hina undur—
fögru frásögn guðspjallamannsins um fæðingu
Jesú. Annaö atriðiö er bundið við hjarð—
mennina á völlunum úti, hitt við jötuna í fjár-
húsinu.
'Frásagan um hjarðmennina úti á völlununt
hefir þann kost hinnar beztu lýsingarsnildar, að
hún er ekki of nákvæm. Hún gefur huganum
nægilegt tóm til þess að draga upp skýrari mynd
fyrir sér, heldur en orðin geta gert. Vér höfum
annars vegar mannmergðina í bænum, svo mikla,
að hvert hús er þéttskipað, og aðkomufólk get-
ur hvergi fengið inni. Þar er alt á fleygiferð
vegna gestanna, sem fylt hafa bæinn, en þegar
út fyrir hann kemur, þá tekur kyrðin við, sem
verður enn meiri vegna mótsetningarinnar. Þar
úti vaka fjárhirðarnir í húmskuggum næturinn-
ar. Þeir hafa augun á hjörð sinni, en hugur—
inn hvarflar inn til mannfjöldans, inn í húsa-
skjólið, inn í ylinn. og ljósið, sem þeir fara
hér svo varhluta af, úti á víðavangi hjarðhag—
ans. Það er einmanalegt verk að vera srnali,
jafnvel þótt fleiri en einn sé að verkinu. Og
umfram alt er það ömurlegt um nætursakir.
Þegar jafnvel dýrin, hafa bælt sig tií hvíldar, og
ljósið er horfið, þá finnst smalanum hann ver.i
einstæðingur og yfirgefinn. En fjárhirðarnir á
Betlehemsvöllum urðu þess varir, að þeir voru
ekki einir. Þeir hrukku upp við þá undursam -
legustu sjón, sem þeir höfðu nokkuru sinni
litið, eða nokkurir hafa ef til vill litið. Þeir
horfðu inn í tvo heima. Þeir sáu landið, sem
þeir þektu hverja þúfu í, baða sig í einkenni-
legri og öðruvísi skínandi birtu, heldur en þeir
höfðu áður haft hugboð um að til væri. Þeir
sau ókenda himneska veru í þessari birtu, sem
sagði þeim frá þvi, að mannheima merkustu
tiðindi væru að gerast. “Og í sömu svipan var
nieð englinum fjöldi himneskra hersveita, setn
lofuðu guð og sögðu: ‘Dýrð sé guði í upphæð—
um Qg friður á jörðu með þeim mönnum, sem
hann hefir velþóknan á’.”
Afar vorir og ömmur spurðu ekki um það,
hvort frásögur sem þessi, gætu verið sannar.
Þeim datt ekki i hug að efast. Vorir tímar
hafa gert meira en að efast. Það hafa ekki
alt verið lökustu mennirnir, sem hefir fundist
viðurhlutamikið að játa svo stórkostlegnum efn—
um, sem þessum, jafnmikið og á reið fyrir lífs—
skoðun þeirra og jafnlitil staðfestingargögn og
þeir höfðu með höndum. En þess meiri ástæða
er til þess að leggja hlustirnar við máli þeirra
þúsunda, sem telja sig hafa séð nokkuð endur—
skin þess, sem lýst er í jólasögunni, og þar er
nefnt ‘‘dýrð drottins”, og annarsstaðar nefnt
birta drottins”. Þeir eru margir, sem telja
sig svo lánsama að hafa séð dálítinn glampa af
því, sem fjárhirðarnir á völlunum fyrir utan
Betlehem fengu að líta. Þeim fjölgar, sem trúa
þvx, sem Jesús trúði, að vér séum umkringd og
mnlukt á bak og brjóst, ef svo mætti að orði
komast, af öðrum ósýnilegum heimi, sem ekki
stendur á sama um oss. Eftir daga Jesú, og
vafalaust fyrir hans tilstilli og atorku, urðu þau
áhrif, er þaðan bárust, svo sterk og magnmikil,
með Jærisveinum hans, að þau hrundu kristnu
hreyfingunni svo af stað, að síðan hefii- hún
ekki staðar numið. Og trúi maður þvi, sent er
reyndar ekkert trúaratriði lengur fyrir mörg-
um, að þessi annar heimur sé til og sé ekki að—
greindur fra oss méð neinu algerlega ófæru
djúpi, þá er það sérstaklega eðlilegt og sjálf-
sagt að ímynda sér, að þessa heims yrði vart
á þessari örlagariku nótt. Sjálfur atburðurinu
sem var að gerast — fæðing Jesú í þenna heim
var upphafið að þeirri alvarlegustu innrás
aðnars heirns til ahrifa a vorn heim, sem sögur
fara af. Eæðing Jesú er ekki tilvjljun. Þau
völd, sem yfir mönnum vaka, vissu hvað var að
gerast, og engan þarf að undra, þótt þess yrði
vart, að tilhugsanin væri með gleðiblæ, þótt
lítið væri um dýrðir hjá fjölskyldunni í fjár—
húsinu.
* * *
Ætli það sé ekki sameiginlegt einkenni á
öllum börnurn og unglingum, að þeim verði öll—
unt á einn veg, er þau heyra í æsku frásöguna
um atburðinn í Betlehem ? Það grípur viðkvætnni
gljúpa barnslundina, við að heyra um þessa
raunalegu mótsögn, að konungur og lávarður
rnanna fái ekki veglegri stað nteð ntönnum, en
fjárjötu að vöggu. Eg held að þetta sé áreið—
anlega það fyrsta, sem verulega veldur athygli
barnsins, er það heyrir söguna. En það breytist
rneð aldri, eins og alt, sem barnshugann grípur
mest. Þessi einfaldleiki hugarins máist smám—
saman af. Fullorðnutn manni er þetta ekki neitt
undrunarefni. Hann sér að ekkert er eðlilegra,
en að fátækum, ókunnugunt manneskjum veiti
erfitt að fá inni í borg, sem þegar er yfirfui!
af fólki. Einhver verður að vera útundan, og
hvað er þá eðlilegra, en að það verði sá, sem
síðast kemur, og auk þess hefir lítið fyrir sig
að greiða? Auk þess sem margir hafa til—
hneigingu til að líta á þetta sem táknmynd þess,
sem siðan, og reyndar áður, hefir altaf verið
að endurtaka sig, að það hefir oftast hægt um
sig og sýnir lítil ytri vegsmerki,- sem reynist
þegar til kemur, mest um vert. Þetta er alveg
satt. En jatan i fjárhúsinu er líka táknmynd
utn annað, sern ekki er síður vert að veita at-
hygli. Hún er tákn eða ímynd gestrisnislund-
arinnar eða gestrisnisleysisins með mönnum.
Jesús hefir eitt sinn lýst, í einni af áhrifamestu
dæniisögum sínum eða likingum, hverjum aug-
um hann liti á gestrisnishug manna. Hann
sagði að svo mikils væri um þann hug vert, að
mennirnir yrðu eftir honum dæmdir. Honutn
einum. “Hungraður var eg og þér gáfuð mér
ekki að.eta. ....... Sannlega segi eg yður: svo
frantarlega sem þér hafið ekki gert þetta einum
þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér
ekki gert mér það.”
Það eru margar tegundir til af þessunt
“niinnstu bræðrum”, sem Jesús mundi vera al—
búinn til þess að telja sína bræður, en á eina
skal hér bent. Sagan um jötuna í fjárhúsintt
þrýstir þvi frant í httgann. Frá því að Jesús
lá í þeirri sæng, er honunt var þar reidd, og
frant að síðasta augnabliki lífs hans, var hann
að vaxa upp í þá tign, er hann sjálfur eignar sér,
er hann telur konungsnafn sitt verða með þvi
réttlætt, að hann beri sannleikanttm vitni. Kon—
ungur sannleikans hefir séð rnargan sannleiks—
smælingjann illa leikinn. Hann hefir séð hann
hungra og þyrsta eftir að verða mönnurn að liði
og veita þeint sína þjónustu; hann hefir séð
hann bera sem gest að garði og verða úthýst:
hann hefir séð h*nn sjúkan og óstuddan, og
ntenn hafa eigi hjúkrað honum. Eg get ekki
hugsað mér, að það eigi síður við þessa, helduf
en nokkra aðra, sem Jesús nefnir sína minnstu
bræður, að svo frantarlega sem rnenn hafi eigi
veitt þeim stuðning, þá hafi þeir eigi veitt hon-
ttm það.
Oss finnst nú, að helmingur æfinnar væri
gefandi til annars eins og þess, seni sagan segir
um vitringana frá Austurlöndum, að fá að
krjúpa fyrir fratnan vöggu Krists og veita hon-
um lotningu. Það má fullyrða, af því að dæm—
in eru svo augljós úr æfiferli beztu manna
heimsins, að ekki er helmingur æfinnar ein-
göngu gefandi, heldur alt lifið, fyrir að fá að
vera þjónn og boðberi einhvers af Krists
minnstu bræðrum, einhvers af hinum smáðu,
fjötruðu sannleiksbrotum, sem eru að brjóta sé.‘
farveg um veröldina. Fjárhúsjatan er okkur í—
mynd þess, að allur sannleikur verður eitt sintt
konungur. Ein hliðin á dómnurn, sem kveðinn
verður upp um líf vort, miðast áreiðanlega við
það, hversu glöggir vér höfum verið
á að sjá konungsmarkið á enni þess, sem upp—
haflega var úthýst alstaðar nema úr penings—
húsum. Og allur sannleikur á að því leyti sant—
merkt við þann, sem t peningshúsinu í Betle—
hem gisti, að hann verður vor eiginn endurlausn
ari að sama skapi, sem vér veitum honum lið.
Allur andlegur sannleikur, sem kemst inn und—
ir hjartarætur mannsins og verður líf . af hans
Hfi, helgar ntanninn. Takmark hans er hærra
en vér fáum í raun og veru greint, því að það
er að verða Kristi líkur. “Því að bæði sá,'sem
helgar, og þeir, sem helgaðir verða, eru allir frá
einunt kotnnir; fyrir þá sök telur hann það eigi
vanvirðu að kalla þá alla bræður.” Það, sem
sýnilegt var með Kristi, er ósýnilegt með oss.
Það, sem hjá oss liggur enn t óveglegri jötu, á
fyrir hendi að verða Kristi líkt. Það, sem enn
er t ntyrkri, á eftir að verða uppljómað af birt—
unni undursamlegu, sem hjarðmennirnir sáu á
Betlehemsvöllum. Það er þessi meðvitund, sem
frantar öllu öðru gefur oss tilefni til þess að
bjóða hvert öðru: Gleðilcg jól.
Ragnar B. Kvaran.
Jól.
Heilsa nú jólin
og hækka fer sólin,
vermandi helkalda heima.
Lífið hið lága
t línvoðum snjáa
senn fer urn sumarið dreyma.
Allir þrá jólin,
þá aftur snýr sólin
brosandi — þrátt fyrir bylinn —
Miskunnar væra
mönnum að færa
lífskraftinn, ljósið og ylinn.
Hugarlífs sólin
hvort hækkar um jólin,
sjálfir það mennirnir sýni.
Meðan að högum
er misskift og lögum,
skært er ei von að hún skini.
Nær hefjast ei neinir
nerna þeir einir:
Mildir og mannúðarnæmir,
veldis á stólinn,
þá verða fyrst jólin
sönn eins og heiminum sæmir.
ö'rlaga drottinn,
sýn dásemdarvottinn,
gæt þeirra’, er glapstigu þræða.
Sýndu þeini veginn,
er sannleikans megin
liggur til hugsjóna—hæða.
Friðarins andi
frá einingarlandi,
streymdu’ inn i hjörtun, svo hlýni.
Skuggunum eyddu,
úr skýjunum greiddu,
réttlætis röðull svo skini.
Kærleikans herra,
lát kaldlyndið þverra,
sem fyrir sólunni skafla.
Leiddu’ inn í hörðu
hjörtun á jörðu
bylgjukvik algæðis afla.
Sólnanna sólin,
sveipaðu jólin
geisladýrð guða frá ljósum.
Svellhjúpinn þýddu
af sálum, og prýddu
þær elskunnar ódáins rósum.
Þorskabitnr..
Fögur ert þú, fjallshlíð,
Furutré þig klæða
Upp á efstu brúnir. —
— Engir vindar næða
Gegnum grænan möttul
Gróðrarvætta þinna.
— Færri þrautir þjaka
þeim, sem rnargir hlynna.
Sólin til þin sendi
Svif—létt ský, er slæðist
Létt og hægt um limið,
— Lyftist, — deyr — og fæðist
Enn á ný — og öðlast
Annað fegra gerfi.
.—Þéttist,—skriður,—skyggir
Skógi vaxið hverfi.
»
— Rofar. — Rauðir litir
Reyniviðinn sveipa.
Haustsins fimu fingur
Funa‘ um rjóðrin hleypa.
Dökk-græn skógar-skikkja
Skrautlitum er ofin. —
— Sólin gull—hadd greiðir
Gegnum skýjarofin.
Neðst í nýju kjarri
Nákvæmt vil eg skoða
Fjöllit blöð og fögur,
Fyrstan vetrarboða. —
— Kyrt! — Eg krýp á þrepi, —
— Kjarrið huldi leiði!
Lít eg lága krossinn,
Limið frá er greiði.
— Un þér, einstæðingur,
Undir fjallsins rótum.
Þó þitt leiði liggi
Langt fra bliðu—hótum
Vina og vandamanna,
Virðist svipur fjallsins
Bæta’ upp hávært hrósið
Heiman—fengna skjallsins
Jakobína Johnson•
RfR
Robert Burns.
Eftir R. G. Ingersoll.
Þótt saga Skotlands syngi þrátt
Um sína stóru menn,
Hinn æðsti og bezti af öllum þeim
Hér ólst, við kjörin tvenn.
Hér bjó hinn kæri kotungsson,
Er kærleiksríkið vann;
Og aldrei nokkur niðji lands
Var neitt á borð við hann.
En vegglágt þótti hreysið hans
Og hrört, með elli-brag.
Einn skíðis—fleki skýldi gætt,
Einn skjár bauð “Góðan dag”.
Er horfi’ eg á þann helga reit,
Mig hryggir stétta-prjál;
Því honum fæddist höfuðskáld
Og heimsins stærsta sál.
Mér finnst sem einhver heilög hönd
Nú haldi um staðsins vé;
Sem ætti guð þar útibú, ^
Er öllum bending sé.
Þv't veit eg meðan tíma—tal
Er til og dagur ris,
Fær Robert Burns í heimi hér
Vort hjartans lof og prís.
P. 8.