Heimskringla - 12.01.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.01.1927, Blaðsíða 4
é 4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JANÚAR, 1927 ‘púhnskrmgla: (Stofnnff 1886) Kemar At • krrrjim mlBvlkadetl. EIGEXDUH: VIKING PRESS, LTD. 883 OI 855 SAHGEIVT AVB., WWNIPBG. TalHÍml: N-6337 VerB blalSslns er »3.00 Argangurlnn borg- t(t fyrirfram. Allar borganlr senalst THE VIKING PRiEES LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS Irá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. x ITtnnAftkrlft tll blatlftlnsj HE VIKING PRESS* Ltd., Box 810S ItanftMkrlft tll rltfttjftrana i EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngrla is published by The Vlklnsr Pres* Ltd. and pripted by CITY PRINTING A PUBIiISHING CO. S55-K55 Sarsrent Ave., Wlnnlpe*, Man. Telephone: .Sð 53 7 WINNIPEG, MAN., 12,-JANÚAR, 1927. Þakkir. Síðan um hátíðir, sérstaklega síðan nýja árið gekk í garð, hefir Heimskringlu borist slíkur fjöldi árnaðaróska og þakk lætisbréfa, að ógerningur er að þakka hverjum einum fýrir sig, sem hana þó mest langaði til', fyrir þá strauma af alúð og hlývild, sem yljað hefir híbýli hennar. Vér leyfum oss að prenta hér með eitt af þessum bréfum; veljum það sökum þess, að það er einna styzt og fer hér um bil meðalveginn: Powell River, B. C. 4. jan^ 1927. Kæru herrar:— Um leið og eg sendi borgun fyrir Heims kringlu fyrir þetta ár, finnst mér rétt að geta þess, að eg er mjög ánægður með stefnu' blaðsins, og vona að það haldi á. fram að styðja að frelsi og mannúð og þjóðrækni okkar. Gleðilegt nýtt ár! • Ykkar einlægur, JÓN SIGURÐSSON. Vér viljum með þessum línum þakka þessum fjarlæga vini vorum af heilum hug, og í gegnum hann öllum hinum, konum og körlum, sem góðum óskuni hafa til vor beint. Þjóðrækni. I>jóðræknisdei 1 din Frón haifðj fengið séra Albert E. Kristjnsson, til að flytja erindi á deildarfundi. er haldinn var í fyrradag. Því miður voru allt of fáir á fundi — eins og vant er. Þó mun fundur inn hafa verið vel sóttur — við það sem gerist. Séra Albert lagði út af Halli í Skolla- fit, og klauflaxinum. Ef einhvern þjóð- ræknismann rankar ekki svipinn við Halli, þá er hans að leita hjá Jónasi Hall- grímssyni. Og v^itanlega eiga allir Þjóð- ræknismenn Jónas. En hvaða samband er á milli Halls og vestur-íslenzkrar þjóðrækni? Ja, þeim sem hlustuðu á séra Albert, þarf ekki að segja það. Hinir, sem af sér sátu, hafa gott af að spreyta sig á þeim texta fyrir Þjóðræknisþingið. Því mi^ur getur Heimskringla ekki birt ræðu séra Alberts, því að sá maður er því miður ekki einungis í vínbindindi, heldur og í blekbindindi, sem er jafnvel verra r— f hans sök. Og hraðritarar á ís- lenzku eru jafn sjaldséðir og syndlauSir menn í orþódoxíunni. Það væri líka of langt mál hér að segja. En séra Albert lauk ræðu sinni með full- kominnj brýningu — og reyndar var allt hans mál brýning — til einstaklinganna í félaginu, að láta meira til sín taka, en þeir hafa gert; beina vilja sínum og hugs. un í ákveðnari átt, og að einu, greinilegu og föstu takmarki í senn, í stað þess að samþykkja umhugsunarlítið alla hluti, sem stungið er upp á, og koma svo engu í verk. En fyrst og fremst að láta ekki persónulegan krit, og ótta við dulda og bleika drauga, drepa úr sér djörfung og hreinskilni; láta sér skiljast, að enginn einn maður, engir tíu eða jafnvel tuttugu menn, eru ómissandi, og gæta þess þvi vel, að setja málefnið hærra einstökum mönnum, ef til kæmi; temja sér hugsun- arhátt Þórðar Folasonar í Stiklastaða- bardaga, að “ef merkið stendur, þótt maðurinn falli”, þá skiftir litlu um afdrif hans. — Þjóðræknisfélagið þarf einmitt að beina starfsemi sinni að einhverju praktisku, einhverju, er allir meðlimir félagsins geta starfað meira að hvei^dagslega, en verið hefir. Og framar öllu öðru ríður á að fá unga fólkið með í hreyfinguna. Og það þarf að gera meira en að skrafa um það og áfellast unglingana að ósekju fyrir “ræktarleysi” og “jazz”hyggju og annað þess háttar. Þeir, sem eldri eru, verða að sýna hinum yngri fram á öll verðmæti íslenzkrar menningar, en binda sig ekki reingöngu við “Tímarits” eða bókalestur. 1 fyrsta lagi er ekki nema takmarkaður hluti manna verulega bók- hneigður, jafnvel nieðal Islendinga, og sízt á ungum aldrf, meðan lífs- og leikfjör ið er öflugast. Látum bókmenntirnar vera innsta kjarnann, en vefjum utan um •hann öðrum þráðum: sönglist, talmennt, hannyrðum og íþróttum. Annars, má eins vel hætta í dag eins og á morgun. Vér erum svo heppnir að hafa fengið dálítið yfirlit fram á veginn, sem fara skal. Má þakka það mönnum, sem Brynjólfi Þorlákssyni og Jóhannesi Jósefssyni, er allir vita um, og Haraldi Sveinbjömssyni, Hjalta Þorfinnssyni, Benedikt Ólafssyni og Pétri Sigurðssyni, sem færri vita um. Starfi Brynjólfs þarf ekki að lýsa, né hinni höfðinglegu gjöf Jóhannesar, en hinir mennirnir hafa sýnt og sannað, að mikið og gott þjóðernisstarf, hliðstætt verki Brynjólfs, má byggja á íþróttum; verður að byggja á þeim. Þjóðræknisfélagið á fcað ráða Brynjólf, eins og aðrir hafa >i.ður bent á, bæði próf. Stgr. Hali og dr. Sig. Júl. Jóhannesson, ef rétt er munað. En það á líka að sjá um að fá Haraid Svein- bjarnarson til þess að starfa heilt sum- arnámsskeið meðal íslendinga hér í Win- nipeg, eða í þeim sveitum, sem vilja njóta góðs af íþróttakunnáttu hans. Hví skyldu ekki íslendingar ganga nú einu sinni á undan með þetta hvorttveggja, og færa landslýð öllum hér í hlað órækar sann_ ánir þess, að þeir hafi eitthvað til*muna 'af mörkum að leggja í sjóð canadisks þjóðernis? Þeir geta vel orðið hér braut- ryðjendur, ef þeir sameinast í tíma. Og fari svo að Þjóðræknisfélagið sjái og skilji sinn vitjunartíma í þessu, þá mun ekki líða á löngu áður en fyrsta og önnur kynslóð Islendinga flykkist inn í félagið, einmitt' þær kynslóðirnar, sem að mestu leyti standa fyrir utan’ það, að þessu; trúlausar á getu félagsins til nokkurs. nema að kljást. * * * Hér kemur og fíeira til. Eins og Brynjdlfur getúr kennt söng og Haraldur allskonar líkamsþjálfan og íslenzka glímu, eins gætu og konur kennt íslenzkar hann. yrðir, ef Þjóðræknisfélagið bæri gæfu til þess að fá þær öfluglega í lið með sér. Þetta er ekkert hégómamál. Heimilis- iðnaður hér er á ákaflega lágu stígi, en hann er eitt hið mesta menningaratriði. eins og ýmsar þjóðir, t. d. Svíar, eru lif- andi vottur um. Þar er heimtað, að barna- og unglingaskólamir kenni alls- konar hannyrðir, drengjum sem stúlkum, í stórum stíl. Allir vita að starf kvenna hér er megln- stoðin undir öllum i kirtojulegum félags- skap, enda er það bæði mikið og ósér. plægið.' Því ekki að fá konur í liðið. Og meðal annara orða, hvað er um Jóns Sig- urðssonar félagið? Að vísu stendur það félag ekki í sambandi við Þjóðræknisfé- lagið. En nafnið, sem það valdi sér, bendir þó ótvírætt í þá átt, að það ætti að vera viljugt til þess, að láta gott leiða af íslenzkri þjóðrækni Canada til handa. Oss vitanlega er Pétur Sigurðsson glímu- kappi ekki meðlimur Þjóðræknisfélags- ins, en hann hefir engu að síður unnið mikið þjóðræknisstarf, þótt fáir viti og færrum sé ljóst. _ * * * Ritstjóri þessa blaðs, og séra Ragnar E. Kvaran, höfðu hvor í sínu lagi fstung- ið upp á því við formann “Fróns”, hr. Hjálmar Gíslason, að reyna að koma á “kvöldvökum” eiijs og nokkrir fræðimenn hafa gengist fyrir heima í Reykjavík, tvö eða þrjú undanfarin ár, með svo ágætum árangri, að húsfyllir er jafnan, og er þó aðgangur seldur. Séra Ragnar bar þessa uppástdngu fram á Frónsfundi í fyrra- kvöld, og var henni svo vel tekið, að á- kveðið var að hafa ‘‘vökuJjjVÓld’’ á næst. unni. “Vrökukvöldunj” má alstaðar koma á, þar sem viljinn er fyrir, og dálítið hús- rúm. Alstaðar eru einhverjir, sem sæmi- lega geta lesið upphátt og eru líka fúsir til þesss. Hér í Winnipeg hafa allir tek- ið vel í það, að hjálpa til, þeir er vér höf- um átt tal við. Um það leyti sem Frónsfundurinn var á enda í fyrrakvöld, fylltist salurinn af ungu, hraustlegu og glaðværu fólki, ein. tómum íslendingum, sem voru að koma frá sleða- og skautabrautum, einmití * fólkinu, sem oss vantar í Þjóðræknisfé- lagið. Samheldni þessa stóra flokkS“ber vitni um það ásamt öðru, aTT það er enn nóg til af ungu fólki, jafnvel hér í Win- nipeg, sem kannast fúslega við íslenzkt ætterni, og fýrirverður sig ekki fyrir það, hafi foreldrarnir ekki beinlínis eða óbein- Iínis alið óbeit hjá þeim. Það er ekki þessu unga fólki að kenna, að það er ekki í Þjóðræknisfélaginu, að það er sér ekki meðvitandi um þau hlunnindi, sem þeim sjálfum og landinu þeirra gæti verið að því að það væri það. Það er eldri kyn- slóðinni að kenna, sem ekki hefir þorað að horfast í augu við þann sannleika, að klauflaxinn er kjöt; foreldrunum að kenna og oss, sem ekkert höfum gert sem að gagni mætti koma, til þess að fá æskuna, lífsþróttinn og gleðina inn í félagið. Þó er enn tími til stefnu; ef menn vilja vera einhuga. Sitt af hverju um trú og kirkju. Ummceli Inchabe lávarðar um kristniboð í Austurlöndum. Inchape lávárSur, sem er vel þekktur maS— ur, hélt nýlega ræSu yfir hluthöfum eimskipa- félags eins á Englandi, og út af borgarastríginu í Kína og öllu ástandinu þar, fórust honum þannig orS um kristniboS 5 Austurlöndum: “ Eg spyr ySur, hvaö myndi verSa álitiS um Kínverja hér, ef þeir fylltu landiS meS trú— boSsstöSvum, í þeim tilgangi aS snúa fólki voru til Búddhatrúar'? Tilraunir til þess aS eySi- leggja hin fornu trúarbrögS Kínverja, sem eru þeim eins heilög og kristindómurinn er oss, er. aS mínu áliti, hörmuleg. Eg er þeirrar skoS unar, aS slíkar tilraunir geri meira illt en gott. Eg vildi ekki gefa einn eyri þeim til stuSnings. Peningunum, sem variS er til þeirra, mætti verja miklu betur í voru eigin landi. ÞaS er míu skoSun, aS því fyr sem sumt velviljaS fólk hættir trúboSsrekstri sínum í Kina og á Ind— landi, því betra verSi ástandiS fyrir oss alla.” jsem viS er aS búast, hafa þessi ummæli lá- varSarins ekki veriS látin fara fram hjó mót— mælafaust meSal kirkjufólks á Englandi. Lloyd George telur þau þaS djarfasta, sem sagt hafi veriS gegn trúboSi af manni i hárri stöSu, og lítur svo út, aS þau komi fram á óhentugum tíma, sökurn hættu þeirrar, sem kristniboSar í Kína eru i nú sem stendur. Inchape lávarSur er nákunnugur á Austurlöndum, Qg veit hvaS hann segir. Allt trúboSsstarf kristnu þjóSanna meSal nienningarþjóSa Austurálfunnar, er verra en gagnslaust. Má vera aS þaS hafi einhverj— ar góSar afleiSingar meSal mannflokka, «ærn standa á lágu menningarstigi, og er þaS þó vafa samt. / * *■ ' Vítiskcnningin enn á dagskrá. Margt broslegt kemur í 1 j,ós, þegar guSfræS— ingar bera saman skoSanir sínar á ýmsum kenn ingum kristinnar kirkju. Biskup einn á Eng— landi (biskupinn í Liverpool), hefir fundiS upf, á þeirri n ý j u n g aS efast um, hvort þaS sé Jiollt fyrir kirkjuna, aS halda viS óttanum viS hegninguna í helvíti fyrir syndir manna. Hon— um finnst gamla útskúfunarkenningin vera or'S . in nokkuS langt á eftir tímanum. Margir hafa nú Hklega vgriS farnir aS halda, aS jafnvel bisk— upar ensku ríkiskirkjunnar, þótt þeir séu víst nokkuS íhaldssamir menn, svona yfirleitt, væru hættir aS brjóta ^ heilann um helvíti og eilífa útskúfjin. En vitanlega hefir ikirkjan aldrei afneitaS þeirri kenningu, og meSan hún gerir ekki þaS, er ef til vill ekki óeSlilegt, þótt bisk— uparnir taki þaS mikilværa efni til íhugunar viS og viS. Fleiri tóku í sama streng og biskup— inn og fannst hann hafa rétt aS mæla. Þó vill biskup einn í New York ekki leggja hugmyndina um helvíti alveg niSur; hann vill ílytja þaS í sálir syndaranna; en öllum ber þeim saman um að hiS gamla helviti sé óbrúkandi. Kaþólskur klerkur einn í Bandaríkjunum, sem tekifi hefir til máls um þetta, er nú samt á ann- ari skoðun. Hann. segir að kaþólska’ kirkjan hafi ávalt IjoSaS ákveðna kenningu um hel— víti, og aS sú kenning sé grundvölluS á orðum Jesú Krists. .Finnst honum aS biskupar þeir, sem vilja afneita henni, ættu aS segja það hreint og ákveðifi, hvort þeir séu reiðubúnir að afneita skýrri kenningu Krists sjálfs eða ekki. Skyldi nokkur íslenzkur prestur vera fáan- legur til þess nú, að ræða í alvöru um útskúf- unarkenninguna öðruvísi en frá sögulegu sjón- armiði ? ' ' G. A. Skólastarf Kristilegs félags ungra nianna. Kristilegí félag ungra manna hefir nýlega orS ið fyrir allharSri árás út af starfsemi sinni meðal námsmanna /við hærri men.ntastofnan)ir í Bandaríkjunum. Sá sem að því vegur,, heitir Rrnhard Dye og er blaSamaður, en var áSur kennari (tutor). Mr. Dye segir í stuttu máli, að allt starf félagsins meðaj skólapilta sé alveg gagnslaust. Fundi félagsjjjs segir hann, aS þeir einir sæki, sem séu gáfnatregastir, aS undan— teknum íþróttamönnunum, sem 'skólarnir kaupa til sín, til þess aS vinna sigur í alls— konar íþróttasanikeppni, en þeir eru aS hans ál'ti heimíkastir allra manna sem skólanum eru. A þessum fund i um er ekkert á ræðuhöldunum aS j græða, því allir eru dauðhræddir um að þeir segi eitthvaS ókristilegt, eða lendi, út í hættulegar skoðattir á mannfélagsmálum. Engum er snú—! ið nema þeim, sem áSur hafa tilhneig ingu til þess að verSa hrifnir af þessu þróttlausa trúarstagli og finna ánægju í Irví að vera í allskonarium— bótanefndum og unrTendunarstar f— semi. Þessum ásökunum hefir veriS svar að af ýmsum, sem hafa bent á margt gott, er K. F.'U. M. afreki skólun— | um. Er þaS eflaust satt, aS félagið láti margt gott af sér leiSa í siS— í ferSisáttina; en þaS er skiljanlegt, að allt þess evangeliika trúarjap! verfii nokkuð þreytandi fyrir þá, sem ekki hafa ‘‘upplag’’ fyrir'þesskon- ar>' • • "fjaman cr að bornunnm, þegar þau fara að sjá". Kristilegt félag ungra manna sendi' nýlega spurningar til 50,000 drengja og urtgra manna á aldrinum frá 12 til 21, í þeim tilgangi aS komast eft— ir, hvaS þeir vildu verða og lwaöa, menn þeir álitu mesta og bezta. Þess— ir unglingar eiga heima í 38 löndtim og tala 22 tungumál. Langflestir óskitSu sér eftir góðri stöSu, heiniili, heppni í verzlunarfyrirtækjum og peningum; hlutfallslega fáir æsktu eftir störfum, sem lág laun, erfiði og sjálfsafneitun. venjulega fylgja. —1 iVtta er nú ekki mót von; því hver er það á þeim árum setn ekki langar til aS verða ríkur og vel metinn'? / En skemtilegast er aS lesa um það, hverja drengirnir telja héims— ins mestu og beztu menn. Þar kenn— ir þjóSrækni, hetjudýrkunar, trúar— bragSalegra ihrifa og náttúrlega nokkuS óþroskaSrar dómgreindar. Piltar á Póllandi telja páfann mestan, þá indverska skáldið Rabin— dranath Tagore, Gandhi, Maeter—1 linck, Aristoteles, Edison, Jesúni, og svo Mussolini, Calvin, Coolidge og Einstein. . I Noregi eru náttúrlega landkönn—1 nnarmennirnir Nansen og AnAindsen eftstir á blaði og skautasnillingurinn Oscar Mathiesen, ofarlega, en Napo— leon síðastur. I Sviþjóð er Gústaí Adolf talinn mestur. Hollenzku piltarnir telja Lúther mestan, og þá ýmsa af mikilmennum ^ þeim, sem biblían. getur um. Þar fá 1 einnig Napóleon, Kruger og Kalvin mörg atkvæði. Svisslendingar gefa þjóShetjum sín \ um Arnold Winkelried og Wilhelm1 Tell, mörg atkvæSi, en niestan telja þeir Jesúm frá Nazaret, og ílæstan á eftir honum Karl keisara mikla og Davíð iLivingstone. Woodrpw Wil— son, Gutenberg, Lincoln, Lúther og Pasteur koma næstir á eftir þeim. A Frakklandi er Napóleon efstur [ á blaði og þar næstir Abraham Lin- coln, Gutenberg, Michaelangelo, Kol-I umbus, Franklin og Abd-el-Krim. Itölsku piltarnir telja Garibaldi mestan, og sVo Franklin, Kolunfbus og Livingstone; en þeim kom saman um að Jesús hefSi haft mest áhrif á 1 heiminn á liSnum tímuni. A Englandi og einnig í Hollandi eru heimsfrægir sjóliSsforingjar, svo sem Nelson, Sir Francis Drake, de Ruyter og Trom^), í miklu afhaldi meðal æskiílýðsins. Canadiskir piltar nefna Nelson, Drake, Wolfe og Napoleon, sem sína hdztu menn, og í SuSur-Afríku er valið hér um bil hið sama. Af nú— lifandi mönnum halda Suður—Afríku ^ piltar einna mest af Smuts, Jellico og Beatty og Abd-el—Krini og Lloyd, George. A nýja Sjálandi er þaS prinsinn af Wales, Henry Ford, Jes—' ús, Marconi, Cæsar, Vilhjálmur frá Normandí,# Napóleon og Gandhi, sem [ mest þykir til koqja. I Czechoslóvakíu eru Alexander mikli og Napóleon jafnir aS virð—^ ingu, en Jesús er talinn niestur af flestum hópum þar. ÞaS sama var [ og í mörgum hópum í Noregi og SvíþjóS, aS Jesús var settur fyrstur, og um alla, SuSur—Ameríku var hann talinn mestur. , NiSurstaSan yfirleitt verður sú, aS piltarnir áhitu að- Jeslú hefði haft mest áhrif á heiminn, en mestu og aðdáunarverðustu hetjurnar er her— foringjar. DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stalfa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Óntario. ÞaS hefði veriS nógu gaman aS sjá, hverju íslenzkir piltar hefSu svaraS, en álits þeirra hefir líklega ekki veriS leitaS. G. A. Æfintýri. Jón Sólargangur er niaSur nefndur Viðurnefnið hlaut hann fyrir þá sök að eitt sinn, er hann var_á heimleií frá því aS hlusta á prestinn sinn, sérs Loft Tómasson, lagSi að honum þoku svo mikla, aS allar götur týndust, oa Jón fór villur vegar. En 1 gegnun þokuna grilti til sólar, og Jóni reikn- aðist svo til, aS ef hánn stefndi bein) á sólina, yrði hann kominn heim urr náttrtiálaleytið. Og hafði ekki séra Loftur einmitt veriS að segja þeim aS Jesús hefði skipaS sólinni at standa kyrri, og að hún hefði gerl það. Og nú sýndist honum hún gera þaS. Þess vegna hélt Jón áfrarr einn heilan sólarhring, og annan og hinn þriðja. Tók hann þá/aS kenna þreytu nokkurrar og svalt heilc hungri, eins og búast rnátti viS. — Með því líka.j aS hann var þá búinr aS vaða yfir sama vatnsfallið sex sinnum, og þaS heldur ekkert smá- ræSis vatnsfall. Undir hendur tók þaS honum víSast, og nærri lét einu sinni aS hann misti fótaiiná. En Jór var karlmenni og kunni ekki.aö hræt ast. Enda náði hann sér fljótt, jafn- vel þó aS . skilnirtgarvitunum skyti undir meö köflum. En á fjórSa degi rauf hann þokuna svo, að Jón gai farið aS litast um. Sér til mikiL hugarléttis komst hann að raun um að ekki var nema steinsnar heim til bæjar.' Og segja kunnugir menn, aí Jón hafi brosað stóru brosi, þegat hann loks komst í búrið hjá ráðskor un*i á RitningarstöSum. Hún var búforkur mikill, og eld- aSi venjulega graut til heillar viku til þess að spara bæði vinnu og eldi- viS. Og eftir því fóru öll hennar vinnubrögð. Og Jón át líka allt sem aS kjafti kom og mælti aldrei æSru- orö, þó að honum kynni að finnast geymslubragð að sumu því, sem hann varð að 'leggja sér til munns. Og i þetta sinn varð hann öllu feginn, og tók óvenjulega ríflega til matar síns, Ráöskonan heitir Kristín, og vei( enginn nein deili á henni önnur en þau, að hún er a?tíð kölluð Kristín á RitningarstöSum, og þar við situr, Henni er mjög annt um Jón Sólar- gang, og ætla suniir, aS ástir fnuni takast meS þeim, þótt ekki verði fyr en seint og síðarmeir. En sannleik- urinn er, aS Jón er miklu yngri og hefir sjálfsagt aldrei komiS til hug- ar aö eiga Kristínu. Hann hefir víSá farið og séS ýmislegt, þótt leynt fari. Jón er orSfár, en hugsar meira þó en almennt gerist. Jafnvel þó hann sé meS góðum kunningjum, er hann þögull og hugsi. Eæsta held eg hefði grunaS, að hann Jón Sólargangur væri farinn aS líta hýru auga til hennar Evu Lú- son, dóttur nágrannans, sem aldrei bafði átt málun.gi matar, eftir því sem sagt var. En svo er nú þó kom- ið. ÞaS atvikaöist þannig, aö Jón hafði eitt sinn veriö óvanalega árla á ferli og hafSi hann ráfaS inn í skógarjaröarinn, til þess aS njóta morgunloftsins og yfirlíta ýms at- riði, sem tilheyrðu búsýslu á heim-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.