Heimskringla - 11.05.1927, Síða 1

Heimskringla - 11.05.1927, Síða 1
é> XLI. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MAN, MIÐVIKUDAGINN. 11. MAÍ 1927. NÚMER 32 ' CANADAI i Frá Riverton fréttist, aS þar hafi á fimtudaginn verið stofnaS con- servatívt félag yngri manna. Var samþykkt aö félagið skyldi fylgja starfsskrá conservatíva. Mr. S. Thor valdson var kosinn formaður, og T. R. Thorvaldson fjármálarítari. Þrjá- tíu og átta yngri menn gengu í fé- lagið, og höfðu allir lofað að auka nýjum meðlimum í félagið. Fregnir hafa borist um það, að til- nefningarfundur framsóknarmanna í því kjördæmi, veröi haldin að Ai'- borg á morgun. Hefir heyrst að fjöldi manna verði þar í vali, -einir 4—5 Islendingar og jafnmargir, ef ekki fleiri, af öðrum þjóðflokkum. I St. George kjördæmi hefir séra Albert E. Kristjánsson verið tilnefnd ur af framsóknarflokknum, eins og getið hefir verið um áður, og er það gleðilegur vottur þess, að til séu bugsandi menn, er fylgja þeirri stefnu í því kjördæmi, er ekki vilja fljóta íengur sofandi að feigöarósi í út- breidda arma liberal flokksins, — Mr. Paul Reykdal frá Lundar hefir verið tilnefndur þingmannsefni con- Servatíva í sama kjördæmi. Hefir beyrst, að þessi tvö þingmannsefni bafi hoðið þinginannsefni liberala, Mr. Skúla Sigfússyni, að þeir allir þrir skyldu hálda sameiginlega und- irbúningsfundi, hver til fylgisöflunar sinum málstað auðvitað. Sé þetta rétt, er vonandi að Mr. Sigfússon fallist á þá uppástiungu, því slikt fyrirkomulag er áreiðanlega bæði gagnlegast og skemtilegast kjósend- um, að þingmannsefni standi fyrir máli sínu og skýri þaö, hver í ann- ars viðurvist. Rauðáin hefir einnig vaxið mikið siðustu dagana, en horfir þó ekki til stórskaða enn, enda útlit fyrir, að nú muni þorna, í nokkra daga að minnsta kosti. En telja má víst, að þetta tíðarfar hafi orðið bændum hér i fylkinu til stórtjóns, þar eð litlu, eða engu, mun verða sáð fyrir helg- ina, þótt þurt haldist. Nú er veður hér þurt, en kalt, og ekki útlit fyrir snögga breytingu næstu daga. — Síð- ustu fregnir herma, að skaðar hafi orðið af vatnagangi við Lac du Bon- net, og sé brú Winnipeg Hydro fé- lagsins í mikilli hættu, þar eð vatns- elgurinn hafi rekifr á hana milli fimm og tíu þúsund trjáboli, er þrýsta ákaf lega á hana, sem nærri má geta. Og telja verkfræðingar stjórnarinnar þó sennilegast, að enn muni hækka uni þrjú fet í Winnipekfljótinu. Eru all- ir í Lac du Bonnet, sem vetlingi geta valdið, önnum kafnir að treysta flóð garða og kvíar fram með fljótinu. — Afturhaldsaldan í Toronto virðist , heldur fara í vöxt. Lauk þó guð- lastsmálinu þar svo, þvi er Heims- , kringla gat um nýlega, að því var j varpaö á hauginn við æðri dómstóla, og Mr. Sterry því frjáls maður aft- I ur. En tæplega var það um garö , gengið, er þeir guðhræddu höfSuöu | mál á móti nokkrum ungmennum, er I höfðu framið þann óguðlega glæp, I að leika tennis á sunnudegi. Stend- i ur það mál nú yfir, og er úrslitanna , beöið með eftirvæntingu af mörgum. i Má búast við að golfleikurum i Win- I nipeg verði hætt, ef tennisleikendur | í Toronto verða sekir fundnir. Samkvæmt síðustu manntalsskýrsl- um, frá 1. júní í fyrrasumar, voru þá. 9,389,300 nianns í Canada, hefir þá fjölgað rétt um 600,000 síðan 1. júní 1921. Tíðarfariö hefir verið tmdanfariö, svo að rnenn annaö eins á þessum tíma. rigningar og snjókomur fylkin, sérstaklega nú um Enn meiri ívöxtur jhefir Assiniboineána, og hefir tveim unglingum nýlega afskaplegt muna varla Látlausar um sléttu- helgina. — hlaitpið í hún orðið aö bana. Mikla eftirtekt hefir ákvæði at- vinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna, um innflutninga, það er getið er um á öðrufn stað hér í blaðinu, vakiö víða í Canada, sérstakfega í Windsor, Ontario, sem er einskonar útbú frá Detroit, og skiftir mjög mönnum við þá borg. Hefir veriö gerð sendi- nefnd á fund W. L. Mackenzie King, forsætisráöherra, til þess að biðja hann að skerast í leikinn, svo að á- kvæði þessu verði breytt, ef unnt er Sinni hann þeirri beiðni, sem búist er við, þá fær hinn nýi sendiherra Canada í Washington, Vincent L. Massey, þar sína fyrstu eldskírn, ^ð kalla má. Stjórnmálafréttir Bandaríkin. Meir og meir breytist útlitið í þá átt, að A1 Smith, ríkisstjóri New York rikis, verði tilnefndur forseta- «fni Demókrata 1928. Að minnsta kosti er það víst, að Repúblíkar. telja hann tilvonandi mótstöðumann sinn. Fáir skyni bornir menn neita því, að Smith niuni vera einn af allra mikil- baefustu mönnum, er opinberri stöðu gegnir í Bandaríkjunum, og er álit nianna sízt minna á sjálfráðum en ó- sjálfráðum hæfileikum hans. Æs- >ngamenn, mótstöðumenn hans, hafa fundið honum tvennt helzt til for- attu, að hann væri mófallinn 4>ann- lögunum, og sérstaklega, aö hann Vaeri kaþólskur. Hefir aldrei ka- þólskur maður verið forseti Banda- r'kjanna. Vilja þeir telja kjósend- Urn sínum trú um það, að áhrif páfa- valdsins á kaþólskan forseta myndu Verða Bandaríkjuntim mjög hættu- Fylgismenn Smiths telja þess- ar mótbárur bábiljur einar; segja, að v>tanlega hafi það engin áhrif á viö- hald bannlaganna eða eftirlit með þeim, hv^rt sé hið persónulega við- horf forsetans til þeirra. AS for- setinn sé kaþólskur maður, skifti auð vitað heldur engu máli; trúarfrelsi sé viðurkennt í Bandaríkjunum, og engu tnáli skifti frá því sjónarmiði, hvort forsetinn sé kaþólskur, lút- erskur, únitari eða trúleysingi. A hinn bóginn sé stjórnarfarið svo fast skorðað, að jafnvel mestu áhrif, er páfinn gæti haft á kaþólskan forseta, myndi ekki miklu hagga ttm löggjöf eða framkvæmdarvald. Utn þetta hefir mikið verið rætt og skrifað í Bandaríkjunum undanfar- ið. Kom þar, að lögmaður nokkur frá Manhattan, Charles G. Morehall, ritaði opiö bréf til Smith ríkisstjóra, í tímaritiö “Atlantic Monthly”. Var það áskorun til Smiths, um að láta skilmerkilega í ljós afstöðu sina til kaþólsku kirkjunnar og ríkisins, ef hann yrði forseti. Brást Smith hiklaust og drengilega við og svaraði unt hæl í næsta hefti sama tímarits. Er þetta mergur máls hans: “--------ASalefni bréfs yðar, er blátt áfram það, á óbrotnu ensku máli, að gefa í skyn, að ósamræmi eigi sér stað milli hollustu við ka- þólska trú og þegnhollustu við j Bandaríkin. Oll mín langa reynsla í i opinberum stöðum, hefir sannfærtj mig um að þetta sé ekki rétt. Nítján sinnum hefi eg unniö embættiseið i | þessu ríki. . I hvert skifti sór eg að vernda og fylgja stjórnarskrá Banda' ríkjanna. Alla mína embættistíð hefi ^ eg verið meðlimur hinnar rómversk- kaóþlsku kirkju. \’æri nokkurt ó-, samræmi í því, hefði eg manna sizt komist hjá því, sökum þess að eg hefi ekki setiö þegjandi hjá, heldur barist fyrir umbótum stjórnarfars og' mannréttinda......... .... Þér ..... játið sennilega, að ekki hafi staða hæstaréttarforseta1 Bandarikjanna minni áhrif á þjóð-j stefnur og þjóðþrif. en forsetastaðan. ^ .... Einn fjórða hluta af sögu þessa embættis, hafa skipað það tveir ka- J þólskir menn, Roger Brooke Taney,' og Edward Douglas White. ........ Hver er þessi ágreiningur (milli ríkis og kirkju), sem þér færið í tal ?. Kannske á hann sér stað ! einstöku! löndum, sem ekki tryggja mönnum fullt trúfrelsi. En í æfintýralegustu ímyndunardraumum yðar getið þér, ekki sært fram ágreining milli trú-J arjátningar. manns og þegnskyldu hans við Bandarikin, nema á grund- ( velli þeirrar óhugsandi tilgátu, að eitthvað það verði leitt í lög, sem brýtur í bága viö allt sameiginlegt j siðferði trúaðra manna. Og ef þér, gætuð gert yður það í hugarlund,' hvernig myndi þá mótmælendatrú- maður ráða frani úr því ? AuSvitaö j á þann hátt, er samvizkan byði hon-| um. Einmitt á sama hátt og kaþólsk' ur maður. Það er alkunnugt, að eg hefi veitt! öll opinber embætti, með hfiðsjón afj hæfileikum umsækjenda eingöngu, og aldrei innt menn eftir trúarjátn-j ingu. Fyrsta mánuö þessa árs kom saman í fyrsta sinn í þessu ríki, ráðu-j neyti ríkisstjóra. Eg skipaði í það tvo kaþólska menn, þrettán mótmæl- endur og einn Gyðing........ .... Trúarjátning mín, sem ka- þólsks Amerikumanns, er í stuttu máli á þessa leið: Eg trúi á guðsdýrkun samkvæmt trúarkerfi og siðvenjum rómversk- kaþólskrar kirkju. Eg kannast ekki við nokkurt vald innan kirkjufélags mins, er hafa megi áhrif á gildi stjórnarskrár Bandaríkjanna, né framkvætndarvald landslaganna, Eg trúi á algert samvizkufrelsi allra manna, og að allar kirkjur, trú- flokkar og tt'úarbrögð, standi jafnt að vígi fyrir lögunum; ekki fyrir í- vilnun, heldur fyrir sjálfsagðan rétt. Eg trúi á algerðan aðskilnað ríkis og kirkju, og á strangt eftirlit með fyrirmælum stjórnarskrárinnar; að löggjafarþingið mégi ekkert um trú- málastefnur lögleiða, né banna. Eg trúi því, að enginn kirkjudóm- stóll hafi nokkurt vald til þess að setja nokkurt skilyrði unt landslög, önnur en að ákveða afstöðu sinna eigin meðlinta til kirkjunnar. Eg trúi á aöhlynningu alþýðuskóla, setn eitt af grundvallaratriðum ame- rísks frelsis. Eg trúi á rétt sér- hverra foreldra til aö ákveða, hvort börn þeirra skuli heldur njóta fræðslu í alþýðuskólum, eða skólum þeirrar kirkju, er þau játa hollustu. Eg trúi á meginreglu afskiftaleysis þessa lands, um sérmál annara þjóða, og að vér eigum að standa öruggir gegn ölluni þessháttar afskiftum, hver sem til þeirra kann að ráða. Og eg trúi á bræðrafélag allra manna undir sameiginlegri föður- vernd guðs. I þessurn anda vil eg sameinast amerískum meðbræðrum mínurn, af öllum trúflokkum, í innilegri bæn um það, að aldrei frarnar megi það henda í þessu landi, að nokkrum opinberum starfsmanni sé ögrað með þelrri trú- arstefnu, sem hann í auömýkt sinni hefir reynt að feta í áttina til guðs síns.” Bretland. Stormasamt hefir verið undanfarið í parlamentinu, um fjárlög Churchills, en þó hvesst til til muna síðan, út af frumvarpi stjórnarinnar um verkfalls- hann. Verður nánar skýrt frá því í næsta blaði. 1 fjárlögum Churchill’s er gert ráð fyrir því nær 37 ntiljón sterlingspunda tekjuhalla á fjárhagsárinu (um $185,- 000,000). Hefir Churchill gripið til COOLIDGE OG HOOVER. Fáum mun blandast hugur um það, að áhrifamesti og merkasti maðurinn í rikisráði Bandarikjanna, sé verzl- unarmálaráöherrann, Herbert Hoo- vgr. Hefir hann, innan stjórnar- flokksins, oftar en einu sinni verið tilnefndur sem heppilegur eftirmað- ur forsetans, og engin dul á það dreg- in, að hann sé íorseta og ráðuneyti hans, að ýmsu leyti sverð og skjöld- j ur, sökum þess almenningsálits, sem sama) Qg Canadastjórnin er að hann nýtur. Þess kynlegar kom það j smákoma j kringj að tekka tekjuskatt- flestum fyrir, er forsetinn lét “tals-1 inn> og nemur sú ,ækkun 24,694,000 mann sinn nýlega geta þess við ster]ingSpUn(jum fra þvi j fyrra. Hefir blaðamenn þá, er vikulega er stefnt; ^ hvorttveggja slegi8 hinum mesta til Hvita hússins , til þess að hafa úúug á srnátelcnamenn á Englandi, því fregnir af athöfnum og fyrirætlun- | auðvitag er> ag þena gjfurlega tekju. um forseta, að i tilefni af sögum hal,a vergur ag rétta vig meg þe.m, er geng.S hefðu um, að ráðu- um sköttum a?Sallega> er tekjuskattur- neyt.S væri ekk, sammála um stefnu inn er klipptuT til muna> en þeir skilja þá, er Bandarikin skyldu halda, með þaS & Englandi ag minnsta kosti> aS hliðsjón af því, sem fram fer í Kína, hækkun óbeinna skatta> er sama- sem og að búast mætti við, að Kellogg • dýrari UfsnauSsynjar> sv0 aS mildu r. k.sráðherra yrð. að segja af sér, meira nemur fyrir smáteknamenn, en v.ld' forsetmn gera það heyrumkunn j aS ]ækkun tekjuskatts þeirra megj ugt, að ríkisráðiö væri sammála; að bæta SVQ nokkru nemi, _ Sérstaklega ekk. hefði kom.ð til orða, að Kellogg hefir Rt Hon Philip Snowden> fyrv> segöi af sér, og þótt svo færi, þá fjarmálaráðherra, verið afskaplega myndi Hoover aldrei verða eftirmað- þungoröur j garS Churchills fyrir ur ha»s< 1 rík.sráðherrasessi. - Vakti fjárlög hans> Hæfa ummæli hans s. ðasta atriðið í þessari yfirlýsingu markiS þvJ fremur> sem hann, auk hið mesta umtal, og þótti það aö ó- fyrirsynju gert. Fór svo að forseti lét “talsmann” sinn lýsa yfir, fjórum dögum síðar, velþóknun sinni á dugn aði og ötulleik Hpovers, og bera á móti því, að hiðumrædda atriði yfir- lýsingarinnar, bæri á nokkurn hátt að skoða, sem vantraust eða van- þakklæti í garð Hoovers. Hafa fylg- isblöð forseta síöan keppst við, að reyna að gera sem n.innst úr þessu, en ekki tekist betur en svo, sem varla er von, að vinir og fylg.smenn Hoo- vers erú sagðir stóróánægðir undir niöri, enda telji þeir, að forseti hafi að ófyrirsynju seilst um öxl til Hoo- vers af smámunalegri afbrýðissemi. Þykir ýmsum, sem forseti muni þarna hafa gefiö nokkurn höggstað á sér, fyrir tilnefningarhríðina, er fer í hönd næsta ár, því flestir gera ráð fyrir þvi, að Coolidge muni ætla sér hið þriðja embættisskeið í forseta- tign, þvert ofan í siðvenjur, sjái hann sér líklegt færi. Annars er þessi “talsmaður” for- seta nú úr sögunni, að hermt er. Vita allir að hann var enginn til nema for- seti sjálfur, og þótti mörgum það ókarlmannlegt af honu.n, að búa til þenna staðgengil fyrir sig, til þess að komast hjá þvi, að opinberlega yrðu beint til sín rakin nokkur um- mæli um athafnir, álit og fyrirætl- anir. Hafa andstæöingar forseta gert hið mesta gys að “talsmannin- um”, í ræðu, riti og háðmyndum, og lítur svo út, sem forseti hafi sann- færst um, að sér væri enginn hagur í þessurn uppvakningi. AKVÆÐI UM INNFLYTJ- ENDUR. Atvinnumálaráðuneyti Bandaríkj- anna gerði nýlega samþykkt heyrunt kunna, að upp frá þessu skyldi til- vonandi innflytjendum frá nágranna- löndunum (Canada og Mexico) skift í tvo flokka, eftir því hvort þeir væru fæddir í nágrannalandinu, eða utanlands rinnarsstai^ar. Arangir- inn af þessari flokkun er sá, að þeir, sem fæddir eru t. d. í Canada, geta eftir sem áðt.r flutt til Bandaríkjanna er þeir vilja, gegn því að greiða $10 í vegabréfsgjald og $8 að auk í nef- skatt. Aftur á móti verða þeir, sem bornir eru utan Canada, þótt þegn- réttindi hafi þeir öðlast þar, fram- vegis að hlíta hlutfallsákvæðum þeim (quota), er gilda fyrir land það, er hefir borið þá, og verða þeir því, að leita eftir vegabréfum hjá ræöis- mönnum þeirra ríkja í Canada. A- kvæði þetta öðlast gildi 1. júní næst- komandi. þess að vera heimskunnur rithöfund- ur um mannfélagsmál og fjármál, Jagöi fyrir parlamentið Jeins og Hkr. gat um 1924) fjárlog, svo meist aralega úr garði gerð, að stækustu mótstöðumenn hans i þinginu hróp- uðu margfalt húrra fyrir honum, engu síður en flokksmenn hans. — Snowden þykir einn af allra skæð- ustu og orðhvössustu ræðumönnum í parlamentinu, enda dró hann nú ekki af. Komst hann meöal annars svo að orði: “Fj ármálaráðherrann (Ghurchill) er oss dýrkeypt munaðarvara .... og gersamlega óhæfur í þessu eni- bætti..... Fyrstu fjárlög hans (maí 1925; hækkun sterlingspunds i gullgildi) voru ríkra manna fjárlög, önnur fjár lög hans (maí 1926, kolafjárlögin, er veittu um $100,000,000 til kola- iðnaðarins, án þess að bæta hiS minnsta úr því öngþveiti, er hann var kominn í, e'ða afstýra áfelliriu nema eitt ár) voru sem gerð af blygðunarlausum gjaldþrotamanni, og þessi, hin þriðju, eru sambland af hin um tveimur, og byggð á blekkingum og loddaraskap að auki...... Eg er þess fullviss, aö það bezta, sem hægt er að segja um þessi fjár- lög, sé það, að þau skjóti aöeins skelfingunni á örlítinn frest með alls- konar undanbrögðum. .... Eg spái því, að þótt ekkert ófyrirsjáanlegt komi fyrir, þá muni Chnrchill þurfa að horfast í augu við þjóðinar, með tekjuhalla henni til handa á næsta ári...... Og þegar öll kurl koma til grafar, þá hlýtur stjórn in ein að bera ámæli fyrir þenna tekjuhalla, sökum stefnu þeirrar er hún tók gagnvart kollaverkfalls- mönnum.” ir fyrirtækið atvinnu 38 manns, þar af 4 karlmönnum auk forstöðumanns íns. Unnið er á þeirn tíma, sem skortur er á atvinnu yfirleitt. Greidd vinnulaun eru um 35 þús. kr. á ári. Forstöðumaðurinn heitir Ari Eyj- ólfsson, ágætur maður. Hann er ætí- aðiir úr Reykjavik. Hann lærði garna verkun hjá Currv þeirn, sem fyr var nefndur, og hefir veitt fyrirtækinu forstöðu síöan Curry hvarf frá. — Hið nýja garnaverkunarhús Sam- bandsins er um sumt frumlega gert og að fyrirsögn Ara. Verkabrögð eru prvðileg, regla ströng og ástundun mikil, enda verður svo að vera, þar sem hönd tekur við af hendi og töf á einum stað orsakar frekari tafir. Sérstaklega var þaö eftirtektarvert, að verkafólkið talaði ekkert orð um fram það, sem nauðsynlegt var vegna vinnunnar. Garnirnar verkaðar eru fluttar út, einkum til Þýzkalands og Englands og hafðar' til pylsug)erSár. J Þykjá þær herramannsréttur. — Næsta stig í þessari iðnaðarviðleitni er að hag- nýta garnirnar til pylsugerðar innan lands. Slimið, sem er verkað úr görnunum, er fyrirtaks áburður. Hér er um stórn.erkilegt fyrirtæki að ræða. Verðmæti, sem áður varð að litlum eða engum notum, er nú hirt og hagnýtt sauöfjáreigendum til hagsbóta og landinu til aukins álits og þrifa. — Verður síðar skýrt frá gærurotun Sambandsins. Bæði þessi fyrirtæki eru liðir í samvinnu lands- ins, þar sem telja má að gengið sé inn á framleiðslusvið. Þau eru byrj unarspor á þeirri leið, sem verður truddur vegur, þegar stundlr líða fram, og almenningur vaknar til ljós- ari skilnings um blessun og mátt samvinnunnar. Frá Islandi. ISnaðarframfdrir. Garnaverkun Sambandsins. Arið 1919 stofnaði félag í Ameríku garnaverkun í Reykjavík. Maðurinn sem stofnsetti fyrirtækið fyrir hönd félagsins, hét E. J. Curry. Arið 1921 keypti þýzkt félag garnaverkun þessa og rak hana í 4 ár. En í fyrra keypti Samband íslenzkra samvinufélaga á- höldin, byggði nýtt hús l.anda þessu fyrirtæki og rekur nú garnaverzltin- ina n.eð auknum krafti. Stendur fyrirtækið undir stjórn útflutnings- deildar sambandsins. Þarna eru til jafnaðar á ári verk- aðar garnir úr um 250 þús. fjár. — Veltan er altl að 300 þús. kr. og veit- Fjær og nœr Skemtisamkoma verður haldin í RivertonCommunity Hall, þriðjudag- inn 24. þ. m., til arðs fyrir menntasjóð Björgvins Guðmundsonar. Meðal annars hefir hið góðkunna listafólk próf.og Mrs. S. K. Hall og Mr. Paul Bardal, ákveðið að taka sér ferð á hendur til að skemta á þessari samkomu. Ætti það að vera nægileg hvöt fyrir fólk að fjölmenna. Æskilegt væri að fólk í nágranna- byggðunum stofnaði ekki til sam- kon.na þenna sama dag, svo að sem flestum gæfist tækifæri að njóta svo fágætrar skemtunar, sem þétta er hér í norðurparti Nýja Islands. Er bú- ist við miklu fjölmenni á þessa sam- komu, til að skemta sér og styrkja gott málefni. % Virðingarfyllst, N. Björnsson. Jos. T. Thorson, hinn góðkunni þingmaður Mið-Win- nipeg syðfi, og fvrv. lagasKÓlastjóri, er nú kominn aftur af sambandsþing- inu í Ottawa, og seztur að hér í bæ. Hefir hann nú gengið í félagsskap við lögmannasamband þeirra H. S. Scarth og C. K. Guild, og taka þeir nú að sér allskonar málafærslu undir firinanafninu Scartli, Guild & Thorson. Eru skrifstofur þeirra að 30$ Great West Permanent Building, og sima- tala 22 768. Mr. Thorson er svo alkunnur með- al Islendinga, fyrir gáfur sínar, dugn að og ötulleik, að óþarfar eru allar getgátur um afrek hans á þessu sviði. Hann verður vafalaust jafn- afkastatnikill þar sem annarsstaðar. * Heintskringlu er sérstök ánægja að benda lesendum sínunt á það, að “Good Will Day” samkoma verður haldin i Congregational kirkjunni miðvikudaginn 18. maí, kl. 3 síðdegis, og veröur sú samkoma sérstaklega helguð mæðrunum og friðarviljan- unt, allra þjóða á milli.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.