Heimskringla - 11.05.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG II. MAI 1927
^inmskringla
(StofnnTI 188«)
Krmni B« A kTrrjam ml*rlkndr»i
EIGKNDCRI
VIKING PRESS, LTD.
853 ni 855 SARGENT AVE., WISJIIPEG,
Tnlolmll N-6537
V«rB blaSsins er $3.00 Argrangurlnn borg-
lst fyrirfram. Allar borganlr sendist
THE VIKING PRiESS LTD.
SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjórl.
UtanAskrlll III blnfffilnBt
TH ED VIKIVG PRGSSf L(d., Box 3105
1 (anftMkrlft tll rltnt jórana t
EDITOR HEIMSKItlNGLA, Box .3105
WINNII’EG, MAN.
“Heimskrlnpla is published by
The V Iklnie Presn L(d.
and printed by
CITY PRINTING A PUBGISHING CO.
WKl-s.vr. S« rir**n( Ave., Wlnnlpej, Mnn.
Telephone: .86 53 7
WINNIPEG, MANITOBA, 11. MAÍ, 1927.
Friðarstefna og
ófriðar.
Hin 78. deild Bændasambands Canada
(Farmers Union of Canada), er heimilis-
fang á í Minitonas, átti nýlega fund með
sér. Á þeim fundi var, meðal annars,
samþykkt svohljóðandi yfirlýsing:
“Vér meðlimir hinnar 78. deildar
Bændasambands Canada, skorum hér
með k kennslumálaráðuneytið, að láta
semja kennslubók, er notuð sé í alþýðu-
skólum þessa fylkis, um orsakir ófriðar-
ins 1914—1918, og hafa hliðsjón af fáan-
legum stjórnmálaskilríkjum og samning-
um, úr ríkisskjalasöfnum, í því skyni, að
fræðsla um þessi efni megi miða til þess
að koma í veg fyrir styrjaldir í framtíð-
inni.”
I>ví er miður, að meira en litlar líkur
eru fyrir því, að hið opinbera leiði þessa
yfirlýsingu hjá sér með þögninni. Ekki
þó af því, að stjórn þessa fylkis sé sér-
staklega vígþyrst, heldur af því, að stjórn-
ir þær, er setið hafa að völdum, síðan á
ófriðarárunum, í löndum sigurvegaranna
að minnsta kosti, hafa engin skref stíg-
ið í þessa átt, svo kunnugt sé, þrátt fyrir
ótal ágætis bækur og ritgerðir, er birzt
hafa frá hendi ýmsra Jhinan merkustu
stjórnmálamanna, hershöfðingja, kirkju-
höfðingja, lögvitringa, fjármálamanna og
annara rithöfunda, lærðra og leikra, er
virðast mætti sjálfsagt að byggja á ein-
mitt slíka fræðslu. Er því erfiðara að
sætta sig við þetta, er minnst er ummæl-
anna fagurhljómandi, um “stríðið til þess
að enda stríð”.
En svio fer því fjarri, að hið opinbera
hafi nokkursstaðar reynt að efna til slíkr
ar fræðslu, að hið gagnstæða hefir ein-
mitt átt sér stað. Má þar til nefna það,
sem hendi er næst, að kvikmyndaleikhús
hér í borginni , sýndi í vikunni sem leið,
mynd, er gerð hefir verið, samkvæmt. aug
lýsingu, að undirlagi hermálaráðuneytis-
ins brezka, og dreift út um sambandsríki
alveldisins brezka. Að minnsta kosti má
ráða það af símfregn, er hingað barst um
helgina frá írlandi, á þá leið, að svo mikla
óvild hefði þessi mynd vakið þar, að á
einum stað hafði verið reynt að sprengja
í loft upp leikhús það, er þar sýndi mynd-
ina.
Mynd þessi virðist vera gerð með
þrennt helzt fyrir augum, þótt auðvitað
sé annað látið í veðri vaka: 1) að skella
allri skuldinni á Þjóðverja, og með því
þvo hendur bandamanna af allri blóð-
skuld; 2) að gera Þjóðverja sem fyrirlit-
legasta og auðvirðilegasta, og 3) að kasta
sem mestum æfintýraljóma yfir her-
mennsku yfirieitt, en um leið brezka her-
mennsku sérstaklega.
I fyrsta augnamiði er brugðið upp mynd
er á að sýna samtal Sir Edward Goschen
og Bethmann von Hollweg kanzlara, þá
er von Hollweg spurði Sir Edward hinn-
ar frægu spurningar, livort Englendingar
ætluðu til frændvíga út af “pappírssnepli”.
Sú hreinskilni von Hollweg varð Þjóð-
verjum dýr, svo ósleitilega sem hún var
notuð til fjandskapar og tortryggnisöfl-
unar gegn þeim. Án þess að bera nokk-
uð í bætifláka fyrir þan nskilning, áJ á-
byrgðarskyldum stórveldanna gagnvart
gerðum samningum, er kemur í ljós í
þessum ummælum, þá er sjálfsagt að j
geta þess, að sami skilningur átti sér j
stað meðal allra stórveldanna og stjórn- j
málamanna þeirra, um skuldbindingar i
innbyrðis, og gagnvart lítilmögnunum.
Iivað sem kann að vera nú, þá er það
víst, að fyrir ófriðinn voru allir slíkir
samningar órjúfanlegir og heilagir alla
tíð, þeim aðila, er þeir voru í hag, en
heldur ekki stundu lengur. Þegar hvorki
peninga né aðstöðu virtist lengur vera
upp úr þeim að hafa, breyttust þeir á
svipstundu í pappírssnepla. Glæpur
Bethmanns von Hollweg var sá, að hann
með hreinskilni sinni gaf óvinum Þjóð-
verja magnað æsingavopn í hendur.
Öðru augnamiðinu er reynt að ná með
því, að sýna Þjóðverja sem heimóttarleg-
asta og tuddalegasta, án þess þó að
smyrja þá sneið svo þykkt, að of ótrú-
legt væri í augum almennings. Þó er
ekki ótrúlegt, að æðimörgum komi það
kynlega fyrir sjónir, að sjá mikið af gler-
augnaprýddum og bjórkvöpuðum kúa-
löbbum í úrvalsliði þýzka hersins, eftir
þá þriggja ára þjálfun, er menn fengu
þar, ellegar að víðavangðáhlaup þesða
einvalaliðs, hafi yfirleitt farið fram á þann
hátt, gegn strjálskipuðum fylkingum mót
stöðumannanna, að það gengi móti hrað-
skotabyssunum í svo þykkum og þettum
röðum, að enginn gæti hreyft sig, nema
þeir fremstu, svo að sem allra auðveld-
ast væri að múga þeim niður. Hitt þyk-
ir sjálfsagt mörgum trúlegra, er sýnt er,
að yfirherforingjárnir sparki í gamal-
menni, er færa þeim bersýnilega sannar
fregnir um mótstöðumennina, og að liðs-
mennirnir þýzku hafi verið svo deigir, að
þeir gangi með kiknuðum knjáiiðum og
í eilífum keng til áhlaups.
Þriðja augnamiðinu er náð með því,
að sýna því nær eingöngu aðra hhð ó-
friðarins, og þá auðvitað hina glæsilegri.
Þar er líka nógu af að taka, því enginn
hefir reynt að bera á móti því, að fádæma
hreystiverk voru unnin svo að segja dag-
lega í ófriðnum, og ekki sízt á þessu und-
anhaldi Breta fyrstu mánuðina, er þeir
fengu eldskírnina, er myndin á að skýra
frá. En svo færir hún atburðina í stíl-
inn, auðsjáanlega til þess að laða. hugi
drengja af brezkum kynstofni, að ef það
undanhald hefði farið fram á svipaðan
hátt og hér er sýnt, þá er lítt skiljanlegt,
að Þjóðverjar hefðu getaö snúið miljónum
sínum annan veg en á móti hinni fá-
mennu brezku sveit. Örfáir Bretar múga
niður tugi og liundruð hins þýzka ein-
valaliðs, á svipstundu; með leiftrandi aug-
um og ásjónum geysast þeir með byssu-
stingina á ofurefli óvinaliðs, sem þeir
vanalega reka á flótta eða taka höndum,
þótt einstaka sinnum komi það fyrir, að
nokkrir þeirra verði yfirbugaðir, af tí- eða
hundraðföldu ofurefli. Úr undanhaldinu
er gert eins lítið og frekast er unnt, og
sérstaklega breitt yfir orsakir þess, svo
sem auðið er, og raunar fram yfir það.
Að undanteknu einu atriði, sem sýnt er,
eru lierforingjarnir og jafnvel liðsmenn-
irnir svo snyrtilegir útlits, að furðu sætir.
Og þó vita allir, sem nokkuð hafa kynnt
sér þessa hörmungasögu, að þrátt fyrir
afbragðs hreysti og þrautseigju Breta og
Frakka á þessu undanhaldi, þá var mann-
tjón þeirra ógurlegt, eins og ætíð hlýtur
að vera, á svo hröðu undanhaldi, ekki
sízt þegar á sækir líklega bezt vígbúið
einvalalið, er hersaga síðari tíma segir
frá. Enda er talið, eins og meðal annars
mátti sjá á öðru enska stórblaðinu hér í
Winnipeg um daginn, að Bretar og Frakk
ar hefðu misst um 150% meira en Þjóð-
verjar allan ágústmánuð og fram til 5.
september.
Það er þá í fullu samræmi við þessa
fágun hinnar ásjálegri hliðar ófriðarins,
að ranghverfunni er alls ekki brugðið
upp peirri liliðinni er snýr að þeim er
heima sitja í óvissunni og. kvalabiðinni,
mæðrum, feðrum, systrum, eiginkonum, !
unnustum, ekkjum og munaðarleysingj- |
um, né þeim er heim koma aftur, ör-
kumlamenn á sál og líkama, margir hverj
ir; flestir til lakari iífskjara og aðstöðu
en áður; ýmsir til æfilangs reiðileysis og
atvinnuþrengingar, þrátt- fyrir fögur lof-
orð og vafalaust góðan vilja til efnda, að
minnsta kosti í byrjun. Það er sú hlið
in, sem bændurnir í Minitonas, skora á
stjórnina að gera að einum þætti í fræðslu j
æskulýðsins, til þess að afstýra nýjum
hörmungum slíkum. Og það er sú hlið-
in, sem erindi á til allra góðra og sam-
vizkusamra borgara, hér í landi, sem ann
arsstaðar, en ekki hin falsgyllta hlið, er
þessi myndi reyndi að móta með hugi á-
horfenda. Hún á ekki mikið ítak í hug-
um alþýðu hér, sem betur^fer. Það skild-
ist bezt af þeirri andúðarþögn, er áhorf-
endur tóku myndinni með; þögn er enginn
feginsómur rauf, að undanteknu strjáiu
lófaklappi fáeinna skilningsvana drengja,
er eðlilega ekki beita huga sínum undir
yfirborðsgyllingu svaðilfara og líkamlegra
afreksverka. En það eru einmitt barns-
sáiirnar, _sem nauðsyn ber til að vernda
gegn fylgisleitun , hernaðarandanum til
styrktar. Bændurnir í Minitonas skilja
það rétt, að það er fyrst og fremst ríkis-
ins, að sjá hinum uppvaxandi æskulýð fyr
ir varnarmeðulum gegn þeirri ólyfjan, er
stóriðjuhöldar Helju drottningar reyna að
læða inn í hann.
v ^ *
En því er miður, að kristin kirkja, sem!anna a þroskabraut niannkynsins;
enn að minnsta kosti verður að telja til, ni,kil fengleg minnisspjöld merkja
stórveldanna, hefir að þessu ekki unnið. staöina, þar sem gerst hafa merk-
svo sem hún skyldi, í anda meistara síns,
til þess að lýsa í bann hin viðbjóðslegu
mannvíg, sem menn sætta sig betur við
að kalla ófrið. T. d. má vitna í ummæli | enclanna> seni borið haía fána sið-
‘Weekly News”, sem gefið er út hér í menn'ngar'nnar nt *>'r'r !andaniæri
Winnipeg, undir umsjón og ritstjórn fyr- jtlennar- Fullkomin viðurkenning
verandi borgarstjóra, S. Farmer. Segir hetir veriö 1 te latin þeinh
blaðið svo frá hátíðarhöldunum í ensku
kirkjunum hér 24. f. m.:
Heppileg var sú hugkvæmd, sem
olli því, að einn dagur á ári hverju
skyldi helgaður móðurinni.
Stórfengleg musteri og minnis-
varða hafa menn reist, til þess að
halda við endurminningu stórdáða-
manna og kvenna — leiðsögumann-
astir viðburðir i þroskasögu jarðar-
búa; bækur hafa verið ritaðar til
lofs hugprýði og fórnfýsi brautryðj-
hennar. Fullkomin
verið i té látin þeim, er öll
fríðindi hafa íinnið í vorn hlut, nema
mæðrum mannkynsins.
"Það ljómaði af ásjónu herguðsins Mars á
sunnudaginn var. Það var minningarhátíð
hinnar hroðalegu iðju hans, er leiðir af sér ó-
gegnd og eymd, eyðileggingu og almenna'niður-
lægingu.
Margar kirkjur hér í bæ héldu ófriðarhátíð.
Astæðan var ársafmæli annarar orustunnar við
Ypres, og endurminningin um orustuna við Fish
Creek. I einni kirkjunni, var blessað yfir gunn- ar-
fánana. Piparar gengu í fylkingu niður kirkju-
ganginn og léku hergöngulög. Lúðrar voru
þeyttir.
Ræðurnar voru að mestti leyti upptalning á
afreksverkum canadiskra hermanna....... Fjand-
mönnunum var lýst sem djöfullegast.....
Það væri ómenguð hræsni, að láta svo, sem
allt þetta sé ekki ófriðarvegsömun. Það var
tilbeiðsla á herguðnum, með beinum staðhæf-
ingtim, áhrifamikillí viðhöfn og þeim anda og
skilningi, sem alstaðar er smeygt inn.....
Enginn má skilja orð vor þannig, að vér á
nokkurn hátt teljum óviðeigandi að heiðra
minningu þeirra, er féllu í ófriðnum. Lang-
mestur hluti þeirra var úr liði óbreyttra verka-
manna. Minning þeirra er heilög. Hugprýði
þeirra, sjálfsfórn og hollusta, kjarkur þeirra og
þolgæði, var meiri en orð fái lýst. Það er full-
sannað.
En það ber vott um einkennilega andlega fá-
tækt, að heiðra hina föllnu, með því að veg-
sama ófriðinn. Fylgi minnsta alvara öllum þeim
viðurkenningum um hryllingu ófriðarins, sem
heyrst hafa á síðari árum, sé nokkur neisti sið-
íerðilegs hita, á bak við allar fullyrðingarnar
urn þrá eftir alheimsfriði, þá skyldi síðast grip-
ið til þess að heiðra hina föllnu með lofsöngv-
um um ófriðinn. Það er beint gerræði við þá.
Ræðtir og guðsþjónustur slíkar setn þær, er haldn
ar voru á sunnudaginn, miða óhjákvæmilega til
annars ófriðar. Ef vér höldum alveg í sama
horfið, ár eftir ár, höldum samskonar ófriðar-
afrnæli, hlustum á sömu hégóma-dýrðarræðurn-
ar, látum hrífast á sama veg af hersöngvum, ein
kennisbúningum og öllu því öðru af sama tæi,*
er óheinlínis hvetur til hernaðar, þá er það að-
eins, timaatriði, hvenær annað, enn skelfilegra
Ragnarökkur ríður yfir oss.......
Það ber enga nauðsyn til þess að halda slik-
ar guðsþjónustur. Ekkert verður þeint fært til
málsbóta. Það má heiðra hina föllnu á við-
eigandi hátt, með lotningu, án herneskjulegra
og hégómlegra viðhafnarsýninga. Ef vér trúum
því í raun og verti, að strið sé böl, örþrifaráð,
sem ekki sé gripið til með fögnuði og fúslyndi,
heldur í sekk og ösku, þá látum þann anda ráða
við minningarathafnir vorar.”
* v *
Eitthvað á þessa leið ætti að vera
grunntónninn í máli voru, er vér tökum
ófriðarbölið til umræðu, á mannfundum,
sem í heimahúsum, og ekki síður við
smælingjana, en þái, sem betur vita. —
Fræðslukerfi skóla og uppeldisstofnana
er stórkostlega ábótavant, hér, sem í öðr-
um löndum. Og allir foreldrar, allir góðir
borgarar, ættu að krefjast þeirrar breyt-
ingar á því, meðal annars, ásamt bænd-
unum frá Minitonas, að hér eftir verði
þeim kynslóðum, er við eiga af oss að
taka, veitt fullkomin fræðsla um or-
sakir og afleiðingar eins þessa höfuð-
lægrefils mannlegrar farsældar: ófriðar-
djöfulsins.
Frú De Stael spurði Napoleon eitt
j sinn: “Hver er mest kona í heinii,”
Hann svaraði: “Sú kona, sem alið
hefir flest hörn.”
Engin kona hefir náð hærra hlut-
skifti en að vera móðir, og enginn
maður getur kosið heiðursfórn sinni
göfugri stað en við fætur móður sinn
Gleymum því ekki, nú i át, að
minnast svo mæðra vorra, sem skylt
er.
Vér höfum litlar athugasemd-
ir við þessi fáu og fallegu orð
að gera, því það breytir ekki
innihaldi þeirra né anda, þótt
ýmsir vilji skilja svar Napoleons
svo, að þar hefði hann hugsað
‘hermenn’ er hann sagði ‘börn’.
Víst er það öllum skylt, að
auðsýna minningu móður sinn-
ar lotningu, af fremsta megni.
En ekki eingöngu minningu
hennar, heldur fyrst og fremst
henni sjálfri, sé þess nokkuc
kostur.
Það ætti að vera svo sjálf-
sagt og eðlilegt hverri mann-
eskju, er að jafnaði hugsar um
svolítið æðri efni en fferfætl-
ingarnir, að eiginlega ætti ekki
nauðsyn að bera til þess, að
velja sérstaklega til þess einn
dag á árinu, eða einn dag af
nokkru sérstöku tímablli.
Og iátum oss þá játa það
hreinskilnislega, að vér höfum
yfirleitt nauðalitia trú á öllum
þeim aragrúa af “dögum” og
jafnvel “vikum”, sem meir og!
meir tíðkast sumstaðar nú á í
dögum. Og er þó hér ekki lit-
ið til þeirra “daga”, sem upp
hafa verið fundnir í ábataskyni
fyrst og fremst. En vér trúum
því öruggt, að það sé viturlegt
ráð, að keppa eftir því, að lifa
svo hvern dag, sem hann kynni
að vera síðastur hérna megin,
— auðvitað með upplyftu
höfði, án þrælsötta.
DODD’S nýrnapillur eru bezta
nýrnameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
Mæðradagur.
Ræða flutt í Sambandskirkju surrnu-
daginn 8. maí 1927.
Af séra Ragmri E. Kvaran.
Mér var bent á það fyrir fáum
dögum, að þessi dagur væri, sam-
kvæmt hefð og skilningi Kanada-
manna, meira en hver og einn venju-
legur sunnudagur. Þeir kalla hann
“mæðradaginn”, eins og þér öll kann-
ist við. Eg er ekki kunnugri en svo,
að eg veit ek'ki með vissu, hvenær
samkomulag varð fyrst um það, að
minnast mæðranna sérstaklega þenn-
an dag. Þó finnst mér líklegt, að
eigi sé það eldra en svo, að þessi.
venja hafi komist á meðan á ófriðn-
j um mikla stóð. Að minnsta kosti
hefði ekki verið nema eðlilegt, . að
hann hefði þá komið upp, hafi harin
ekki verið til áður. Allir víssu hvaða^
sárin voru viðkvæmust á þeim tím-
um, þegar verið var að senda æsku-
menn þjóðanna út í hörmungar og
dauða. Feður sáu á eftir sonum
sínum, systur af bræð'rum, unnustur
á eftir elskhugum, konur á eftir
mönnum — allt var þetta átakanlegra
en tárum taki; en þó var það allt
saman annars eðlis en sorg móður-
innar yfir syni sínum eða sonum.
Ef þetta er svo, sem eg hefi hald-
ið, að mæðradagurinn væri fram
kominn, eða orðinn að fastri hefð,
fyrir tilfinningabylgjur þær, sem ó-
friðurinn vakti, þá mætti ætla, að
hann hjaðnaði líkaniður eða félli úr
hefð eftir þvi, sem meira fjaraði út
af þeim bylgjum. En mér þykir
frekar líklegt að svo verði ekki. Og
ástæðan til þess er sú, að vér höfum
um langt skeið haft þörf á þessum
degi. Vér höfum valið fyrir hann
sunnudag, og með því að vissu leyti
tengt hann við trúarlegar hugmynd-
ir og hugsanir, og þetta hverfur ekki
bráðlega, vegna þess að trúarlegar
Mæðradagurinn.
tilfinningar og hugmyndir okkar hafa
Sé það gert, má að skaðlausu 1 rann rettli beðið lengi eftir því,
fækka nokkuð “minningardög- sem samsvaraði hugsunum og tilfinn-
unum”. Ekkert síður vegna ingum þejm, sem eðlilegt er að mæðra
þess, að þeir minna dálítið á deginum fylgi.
hið “árlega bað”, er eldri kyn- Mer hefir verið sagt — eg hafði
slóðunum hefir stundum verið ekki tekið eftir því sjáifur — að í
brugðið um. Sé það ekki í fyrra hafi komið dálítil grein í öðru
manninn borið, eða hafi hann íslenzka hlaðinu, í tilefni af þess-
ekki getað tamið sig til þess, um svokallaða mæðradegi. Höfund-
að auðsýna daglega lotningu ur> sem var trúuð kona, var óánægð
því, er honum helzt ber, með'1 hæsta máta. Henni fannst að með
hugsunum sínum og framferði; J Þessu væri verið að stofna til nýrrar
sé honum það svo lauslega inn- tegundar af hjáguðadýrkuii. Þarna
væri teki að gjalda mæðrunum það
rætt, að hann þurfi að safna
allt árið í það, með þeim árangri
að vera Jón samur eftir sem
áður, þá er slíkur skriftadags-
þvottur næsta einskis vlrði í
vorum augum. Sá maður, er
sem guðs væri — það væri verið að
taka þær að vissu lej*i í guðatölu,
og það þoldi ekki hennar vandláta,
trúaða sál.
1 þeirri von að það verði ekki mis-
vanrækir móður sína og minn- j skiliö, þá verð eg að halda því fram,
á tggund af hjáguðadýrkun, .ef endilega
á að kalla hana því nafni. Það er
engin minnkunn, þótt við það sé
Einn af vinum blaðsins í Vestur-Can-j ingu hennar hvern annan dag í|aS oss vanhagi verulega um þessa
ada, sendi því grein þá, er hér fer á eftir, ■ árinu, bætir ekki fyrir það
í þýðingu, og mæltist til þess að blaðið . einum degi, með blómsveig,
flytti lesendum sínum hana. Er hún rit- \ kaffibolla, eða sunnudagsgrímu
stjórnargrein úr blaðinu “The Grafton á sig setta fyrir svipstundina. j kannast, að eins og guð upphaflega
News andTimes”, en ritstjóri þess er Mr. j Hann bætir ekki fyrir það með. skapaði manninn í sinni mynd, eins
Eggert Erlendsson, fyrv. ritstjóri “Edin-! 52 daga viðmóti á ári, þeirrar | hefir maðurinn ávalt verið að leitast
burg Tribune. En svo er greinin þýdd: i tegundar. ’ Hann er nákvætti-1 V1® a® si<aPa sér mynd af guði í
j lega jafnmikils virði og hræsn-1 sinni rnynd. Guð er það í tilver-
MOÐIR. i arinn, er hvern virkan dag brýt- j unni> seni er æöst og innst. Vér
Innihald margra bóka í nafninu. Skáld ogj ur guðs Og manna lög, og ætl- j þekkjum énn ek'kert æðra en mann,
spekingar hafa gert það ódauðlegt i bundnu og ; ajr sér syndakvittun með því|SV0 aiiar hugmýndir, sem vér ger-
óbundnu máli, en viö nafnið eitt örvast hjart- j að ganga í kirkju tvo eða fjóra u moss um guð, hljóta að litast af
slátturinn, endurminningar vakna, innsýn í hið ^ klukkutíma á hverjum sunnu- hugmyndinni uni manninn. Þetta er
liðna, þar sem hin blíða, elskandi, staðfasta og degi. j ehki nema algerlega sjálfsagt, og er
fórnfúsa
leik.
móðir leikur þátt sinn í hinum mikla
j ekkert til þess að skammast sín fyr-
ir. Og þess vegna er trúarbragða-