Heimskringla - 08.06.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.06.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRIN QLA WINNIPEG 8. MAÍ 1927. Heiinsktringla (StofnnV 1884) Komnr 4« 1 hrrrjnm mlt»rlkode*l. KIG, _ I VIKING Ph^' LTD. 86S „I 8BS SA aíJV’T 'E., WINNIPEG. 1«, 'mli -6537 V«rH blaíslns er 73.00 ftrgangurlnn borg- Ut fyrlrfram. Allar b°r8anln «*nalít THE VIKING PKEE8 LTD- SIGEírB HALLD6RS frá Höfnum Ritstjórl. ITtanáekHlt tll blabalnat TBB VIKINiG PnBSS, L,td., Bo* 8108 ITtanáxkrlft tll rltatjörnnai EDITOR HEIMSKRINGLA, Bo* 8108 WINNIPEG, MAN. •'Heimskringla ts publlshed by Tbe Vlkina Preaa Lld. and prlnted by ______ CITY PRINTING * PUBLISHING CO. 883-8X8 Sarrenl Aee., Wlnnlpr*. Man. Telephonei .80 53 7 WINNIPEG MANITOBA, 8. JÚNf 7927. A víð og dreif. í síðasta tölublaði Lögbergs er (rit- stjórnargrein, er nefnist “Öðruvísi ástatt . Myndu bráðókunnugir menn, er læsu hana, helzt álíta, að hún væri rit- uð framsóknarflokknum hér í fylkinu til harmaléttis, út af því, að samvinna skyldi ekki takast um kosningarnar nú, eins og sambandskosningarnar í fyrrasumar. . Er því stungið að þingmannaefnum framsóknarmanna, að þeir megi engar gyllivonir gera sér um stuðning frá liber- ölum, “eftir allt sem á undan var geng- ið”. Þessa föðurlegu áminningu gengi nú allt lakara að skilja, ef menn vissu ekki, að hún er einungis umsnúin bæn, líkt og galdramennirnir notuðu forðum; að þar er í raun réttri talað til “liberal” þing- mannsefna, þótt prentað sé “framsókn”. Er þessi framsetning því skrítnari, sem ritstjórinn játar í sömu grein, að “Fram að þessum tíma hefir engin minnsta til- raun verið til þess ger, af hálfu Bracken- manna, að leita samkomulags við frjáls- lynda flokkinn, og er það því þar með beinlínis sýnt, að stjórnin hefir eigi tal- ið slíkrar samvinnu þörf.” Hvers vegna þá þessa föður- og bróð- urlegu huggunaráminningu til framsókn- arþingmannsefna, um að vænta ekki styrks frá liberölu leiðtogunum? Spyr sá sem ekki veit. 4 Þetta atriði, að láta sér víti Manitoba framsóknarinnar í fyrra, og Mr. Forke, að varnaði verða, er einmitt annað af tveim, sem Heimskringla telur Mr. Brac- ken aðallega stuðningsverðan fyrir. (Hitt er auðvitað góður búskapur.) Vér minntumst strax á það, hve á- nægjulegt væri, að Mr. Bracken skyldi engar vöflur á sér sýna með það, að hann ætlaði sér samleið með framsókninni í Canada, með framsæknum bændum í Canada; að hann skyldi ekki láta nokk- urn fagurgala villa sér sýn um það, að hitt er engin leið, að ganga í hinn tann- lausa ljónskjaft liberalanna. Menn kann- ast flestir við dæmisöguha gömlu, um refinn, sem gamla ljónið örvasa ætlaði að lokka inn í skútabæli sitt, með barlómi og blíðmælgi. Refurinn afþakkaði boð- ið. Hann sá, að fjöldi dýraspora lágu inp í skútann, en engin út þaðan aftur. Það þurfti nú ekki sérlega refslægan mann til þess að glöggva sig á slóð Mr. Forke og litlu “forkanna” hans. Það þurfti aðeins heiðarlegan og heilskyggn- an mann, eins og Mr. Bracken, til þess að sjá, að klaufaför þeirra út úr liberala skútanum hafa enn ekki sézt, og enda lítil von að þau muni sjást framar. Allt bendir á, að þeir séu nú orðnir sæmilega uppleystir í meltu ljónsins tannlausa. Og Mr. Bracken hefir ekki ætlað allri fram- sókn hér f fylkinu sömu förina. Hann veit, að það er ekkert framsóknartak- mark, sem endar í þeirri meltu. Og und- ir hans merki hljóta allir sannir fram- sóknarmenn í sveitum Manitobafylkis nú að skipa sér, auk allra hinna, sem játa búhyggju hans, er fylkinu hefir ekki ein- ungis verið hagkvæm, heldur hreint og beint bjargað því fjárhagslega. * * * Meðal annara fullyrðinga í áminnstri grein, sem ekki eru mun betur rokfærð- ar, getur þá að líta, að liberali flokkur- inn hafi “nú á að skipa, svo þjóðnýtum og vitrum foringja, að af leiðtogum hinna flokkanna ber, sem gull af eiri”. Þótt nokkuð sé óskýrt, þá virðist þó, af orðalagi og samhengi, sem hér sé átt við Mr. Robson. Og er þá auðvitað skemmst af að segja, að slíkt gylligjálfur 1 á sér engan skynsamlegan stað. Ritstjór inn hefði eins vel mátt fullyrða, að ein- hver óvalinn Allinn eða Pésinn, sem ein- hverntíma hefði úr sér einhvern bæk- linginn kreist, væri mesti rit- eða skáld- snilliiigur í allri veröldinni. Mr. Robson er sjálfsagt mesti myndar- og dugnaðar- maður; að mörgu leyti ofan við meðal- lag samherja sinna og stéttarbræðra, en sem flokksforingi er hann algerlega ó- reyndur, og hefir heldur ekki, svo kunn- ugt sé, leys^ þau afrek af hendi, að von standi til þess, að samtíðarmenn hans. hvað þá heldur sfðari tímar, muni telja hann framúrskarandi afreks- eða vits- j munamann. En hafi nú ritstjórinn átt viðL sjálfan Mr. King í Ottawa, þá er líkt um hann að segja, þótt auðvitað hafi hann getið sér meiri sögu en Mr. Robson. Án þess að gerast margorður um þau efni, þá liggur ekkert það enn eftir Mr. King, sem kenna má til afarmennsku, né heldur er j saga liberala flokksins undir hans stjórn sérstaklega glæsileg. Og í því sambandi má minnast á líkinguna hér að framan, um hið örvasa og tannlausa ljón. Því liberali flokkurinn er nú'ekki nema svlp- ur hjá sjón. Afbragðsmaður, tvímæla- laust glæsilegasti og mesti stjórnmála- maðurinn, sem Canada hefir eignast, Sir Wilfred Laurier, gerði flokkinn að því, sem hann hefir bezt verið og hóf hann til valda. Hann bar af samherjum sín- um sem gull af eiri. Hann bar svo langt af þeim, að mikill eða nokkur hluti þeirra sveik hann og sameiginlegan málstað í tryggðum, þegar Canada reið mest á, og ekki einu sinni, heldur tvisvar, 1911 og 1917. Það eru andleg hallæris og svarta- dauða merki á sögu flokksins. Þau sögublöð skrifuðu litlu sálirnar. Sir Wil- fred Laurier er látinn. Seinni svikin riðu honum líklega að fullu. En smákóðið, sem tyrfðist í kringum hann á góðgengis árunum, en styggðist út í buskann, er dró fyrir sól, og vindsvipir gáruðu vatns flötinn, það fer nú með forráð flokksins, og reynir að sjúga í sig lífsþrótt úr end- urniinningunni um hið látna glæsimenni. — Eini maðurinn, sem teljast mætti mik- ilmenni, af þeim er nú teljast til flokks- ins, Henri Bourassa, er skotinn hornaug- um af þingleiðtogum flokksins. Og þess vegna skulu menn ekki láta glepjast af því, þótt liberalar sitji nú með meirihluta á sambandsþingi, meiri en undanfarið tímabil. Lífstré þeirra er nú feyskið í rót og fúið í merg. Og héðan að vestan kemur stormurinn, sem feykir því, svo nýgræðingur frelsisins fái jarð- vegsrúm rótum sínum; sólgeisla, dagg- stafi og blíájviðri blaðkrónum sínum. Það verður ekki allt í einu, en þó í tíð flestra þeirra er nú lifa. Sá straumur er fram- sóknin vestræna, framsókn frjálshugs- aSra bænda og búþegna annara. Sjálfir verða framleiðendurnir, — sem heill ríkis og þjóðar vitanlega hvílir á, — að leiða sjálfa sig. Stéttirnar, sem á sveita þeirra nærast, gera það ekki —■ nema í ógæfuna. Hvar hefir dæmið ver- ið gleggra en hér í Manitoba, nú á und- anförnum árum? Sjálfir verða framleiðendurnir að kjósa sína eigin menn á þing. Hinir gera það ekki fyrir þá. Og þeir mega ekki láta blekkjast á því, þótt Mr. Robson í sak- leysi sínu tali í Lögbergi um “Éndurvakn- ing frjálslyndu stefnunnar”, eða m. ö. o. um endurvakning liberala. í hverju skyldi hún vera falin? Og Mr. Robson fær sannast að segja engu þar um ráðið. Þessi “endurvakningar” staðhæfing minn ir svo átakanlega á hin frægu orð Gests Pálssonar: “Þá sagði séra Jón Helgason: “Verði ljós”. — En það varð ekkert ljós.” Þér, sem fram viljið, kjósið framsókn- armenn. Bændur, kjósið bændaflokks- menn, svo sem hlutfall yðar stéttar býð- ur. Og íslendingar. Kjósið, að öðru j jöfnu, íslendinginn. En gáið þess um I leið, að það hvílir á yður mikil ábyrgð, að kjósa svo, að bæði málstað yðar, og þjóðerni yðar sé fullkomin sæmd að. Þér verðið, fyrir hvorutveggja sök, að geta J borið höfúðið svo, að þér þurfið ekki á eft ir að skotra augunum upp til nágranna yðar af öðrum þjóðflokkum. t, Opið bréf til Islendinga í Manitoba. í fjölmennum fundi Islendinga í Winni- pég 2. þ. m., var það einróma samþykkt að þjóðflokkur vor skyldi taka þjóðernis- legan þátt í hátíðarhaldi því, sem fram á að fara dagana 1., 2. og 3. júlí n. k., til minningar þess, að þá eru liðin 60 ár síð- an Canadiska fylkjasambandið var mynd að í eina þjóðarheild. Vér undirritaðir vorum þar kosnir í nefnd til þess að annast allar nauðsynleg | ar framkvæmdir til undirbúnings þeirrar þátttöku, og með umboði til þess að auka tölu vora eftir þörfum. Samkvæmt því umboði og auglýstum óskum fundar- ins, höfum við bætt við oss öllum forset- um íslenzkra kvenfélaga hér í borg, þeim Mrs. Þorst. Borgfjörð, Mrs. Gísli Jómsson, Mrs. Rev. Dr. B. B. Jónsson, Mrs. Guðm. Bjarnason, Miss Alla Johnson og Miss Elsie Pétursson. Nefndin hefir haft þrjá fundi, og sam- kvæmt einróma vilja almenna fundarins, ákveðið að hafa “Float” í hinni miklu skrúðför, fyrir'buguðu, og að sýna þar líkingu af hinu fyrsta lýðveldisþingi Is- lendinga árið 930. Teljum vér það sögu- legasta viðburðinn í sögu íslands. Ætl- ast er til að um 70 karlmenn í þátíðar- klæðum, skipi þingið og leiki þingfund á “Float”-inu. Áætlað er, að állur tilkostnaður við undirbúning þáltttöku vorrar í skrúðför- inni, muni nema 10 til 12 hundruðum dollars. Nú með því að þessi fjárupphæð verð- ur að fást með frjálsum tillögum íslend- inga í Winnipeg og Manitoba, skorum vér hér með alvarlega á þá alla, að leggja svo ríflega í þann sjóð, að þátttaka vor nái fullri framkvæmd og þurfi ekki að vera í neinu síðri en þátttaka annara ' þjóðflokka í skrúðförinni. Ríkisforstöðunefndin í Ottawa hefir óskað þess, að allir útlendir þjóðflokkar í þessu fylki, taki þátt í skrúðförinni, og að hver þeirra sýni eitthvert sérkennilegt atriði úr sögu sinnar þjóðar. Þetta hafa hinir ýmsu þjóðflokkar tekið að sér að gera, og oss Islendingum er annt um að halda hlut vorum óskertum í þeirri sam- keppni. Þess vegna mælumst vér til að fólk sendi fjárframlög sín tafarlaust til féhirðis vors, hr. A. C. Johnson, 907 Con- federation Life Bldg., Winnipeg. Öll slík tillög verða auglýst í blöðum vorum, og að endaðri hátíðinni, full skilagrein yfir útgjöld og inntektir nefndarinnar. Winnipegborg hefir heitið verðlaunum fyrir beztu “Float”-in í skrúðförinni, og oss er annt um að hreppa eitthvert þeirra. Winnipeg 6. júní 1927. Jón J. Bíldfell, forseti. B. J. Brandson, varaforseti. B. L. Baldwinson, ritari. Albert C. Johnson, féhirðir. Frederick Swanson. H. A. Bergmann. Thorst. S. BorgfjörS, Rögnv. Pétursson. Ágúst Blöndal. Ragnar E. Kvaran. Björn B. Jónsson. Hvað Brackenstjórnin hefir gert. Frh. Auk þess, sem talið var í síðasta blaði af því helzta, er ,hvert ráðuneyti Brack- enstjórnarinnar hefir haft með höndum, er auðvitað svo margt annað, sem á mætti drepa. Er meöal annars vert að minnast þess, sem stjórnin heúr gert í þá átt, að rétta hag kvenna til meira og hæfilegra réttlætis, en verið hefir. — Að vísu hefir ekki Brackenstjórnin fyrst lát- ið sér til hugar koma löggjöf í þessa átt, en hún hefir á margan hátt endurbætt hana. Var ný stjórnarráðsdeild mynd- uð, sem afleiðing af “barnavelferðarlög- unum”(Child Wélfare Act), er samþykkt voru 1922, en komu ekki til framkvæmda fyr en 1924. Barnavelferðarlögúp sáu fyrir skipun 9 manna velferðamefndar, og vinnur sú nefnd kauplaust. Síðan lögin gengu í gildi, má telja Manitobafylki standa býsna framarlega á þessu sviði, þótt langt sé ennþá til þess að vel sé. En nú er þó svo komið, að konan hefir foreldrisrétt að fullu til jafns við föðurinn, og greini foreldrana á, fær það þeirra uppeldisumsjónina, er betur má telja til þess fært. Unglingadómstólarnir, eitt hið þarfasta og merkasta atriði í löggjöf síðari ára, hafa fengið aukið valdsvið, og ná nú til fylkisins alls. Geta þeir, sem ekki teljast hafa náð 18 ára þroska andlegum, feng- ið mál sín rannsökuð þar, hversu gamlir, sem þeir kunna að vera að áratölu. Þá leiddi Brackenstjórnin það í lög 1925, að allir menn, er ógift kona getur bendlað við faðemi, verða að standa jafn an straum af uppeldi barnsins ásamt móð urinni. Hefir þetta ákvæði verið um æði skeið í lögum ýmsra mestu menningar- landa heimsins, t. d. Norðurlanda. Þá voru og lífsábyrgðarlögin endur- bætt þannig 1924, að konur hafa gagn- vart þeim fullan rétt til jafns við karla. Erfðaskattslö'gin voru endur bætt 1925 á þá leið, að eignar- skattsundanþága skuldunauts flyzt við dauða hans yfir á nafn ekkjunnar, henni og afkomend- unum til hagsmuna. Árið 1923 voru stríðsbótalög- in ‘War Relief Act) endurbætt þannig, að við lát uppgjafaher- manns, verður ekkja hans eða eftirskilin móðir aðnjótandi þeirra hlunninda, er hann naut í lifanda lífi. Embættismenn fylkisins. Árið 1923 tókst Bracken- stjórnin á hendur, sem einn þátt í hinu mikla spamaðarstarfi sínu, að endurbæta starfsað- ferðir stjómardeildanna. Á- rangurinn sést bezt á því, að bera saman starfsmannafjöld- ann 1922, þegar Norris fór frá völdum, og nú, 1926, er stjórn- in skilar af sér: fastir auka- Árið emb.m. emb.m. 1922 1443 234 1926 1251 121 Með öðrum orðum 225 ó- nauðsynlegum embættum steypt saman, eða afnumin, og skatt- borgurum fylkisins þar með sparaðir $200,000 á ári! Frh. Wynyard póstur. Stutt og svalt hefir veriö veriö, og bændur heldur seinir fyrir með vor vinnu. Þó er hveitisáningu því nær lokið, og fólk farið að anda ögn létt- ara en verið hefir. Annars er töluverður vorbragur í Wynyard yfir fleiru en náttúrunni. Mönnum er að aukast von og þor. Hús eru reist og “kör’’ keypt. Á örskömmum tíma hefir bærinn fengið raflýsingu, nýtízku gistihús, risavax- ið Chevrolet-verkstæði, og mjög myndarlegt þinghús. 1 norðurhluta byggðarinnar, þar sem kallað er “norður á milli vatna”, var í vor reist stórt ag hentugt samkomuhús, félagslífi byggðarinnar til viðhalds og glæðingar. Auk þess eru áhuga- samir menn. heita sér fyrir sjúkra /nií-byggingu i Wynyard-bæ, og fagna því niargir. Þegar það er kom ið, vantar bæinn aðeins gott og að— gengilegt bókasáfn, til þess að geta heitið — í röð smærri bæja — reglu- legur fyrirmyndarbær. Félagslífið er að Vanda fremur hlómlegt — eins og ætlast má lí'ka til af svo íslenzkri byiggð. Mér skilst að félagslíf bænda sé nú í góðti horfi — félagsstúkur í hverju skólaum— dæmi og fundir haldnir reglulega. Mun iiændahreyfingin óviða eiga til- tölulega fleiri fylgismenn en hér í byggð. Lausnin: Tslenzk byggð ! Um trúmál sin láta Wynyardbúar sér mjög annt, enn sem fyr, og spara þar hvorki fé né fyrirhöfn. Tveir nýir prestar hafa á þessu vori tekið hér til starfa, séra Carl J. Olson., fyrir evangelisk-lúterska söfnuðinn og séra F. W. Bulleyment fyrir tnska (Anglican) söfnuðimf! Þjóðræknisdeildin Fjallkonan hefir á liðnum vetri haft n.okkuð reglulega fundi, einkum framan af. Vetur og vegir gerðu fundahöld mjög örðug, er á leið. Nýafstaðinn er almennur fundur til undirbúnings Islehdinga— dagshaldi næstkomandi 2. ágúst. Er í því sambandi þeirra nýmæla helzt von, að hátíðin verði að þessu sinni helzt haldin norður á Quill Lake bökkum (Wynyard Beach). Ber ým- islegt til þess. Á undanförnum árum hafa hátiða höldin smámsaman komist í það •horf, að stórlega hefir orðið að nið- ast á einstaka mönnum og konum, er allan liðlangann daginn hafa venð upptekin við veitimgar, umsjón og önnur störf. og einskis notið af skemtiskránni. Ar eftir ár hafa þessi störf lent að mestu leyti á sama fórn.fúsa fóíkinu. Sú skoðun hefir vaxandi fylgi, að gíra þessa htið “dagsins” að miklum mun einfald- ari — að helzt ætti að koma á gamla laginu, að fólk taki með sér nesti að heiman, og hagi svo borðfialdi sínu eftir vild, með vinum og vanda- mönnum, undir beru lofti, eins og tíðkast um flestar útisamkomur. En DODD’S nýmapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co.t Ltd. Toronto, Ontario. um stað þann er hingað til hefir verið* notaður lemgst af, er það að segja, að hann er ekki fagur mjög. Gras er þar lítið, en moldryk mikið, ef kul- ar. Fegursti staðurinn hér nærlendis er “niður við. vatn”. Avalt hafa komið fram raddir um að hafa dag- inn þar, en jafnan. verið horfið frá því ráði vegna þess, að þar vantaðr ýmisleg ómissandi þægindi, sem of kostnaðarsamt hefði verið að flytja þangað og þaðan, fyrir þenn eina “Dag” ársins. Nú stendur til að Wynyardbyggð- in. haldi veglega hátið, i þrjá daga samfleytt, í tilefni af 60 ára Dom- inion-afmæli Canada. Hefir þetta vak ið þann stórhug hjá byggðarbúum, að taka saman höndum og reisa rúm- góðan og hentugan samkomuskála, er fyrst skuli nota á umræddri af— mælishátið, en síðan af öllum félöig- um Myiggðarinnar, eftir börfum i— tiltölulega mjög ódýrt. Hefir Þjóð- ræknisfélaginu verið böðið að taka afstöðu til'málsins, og styðja það. Mælti fyrnefndur fundur með hug- myndinni, og kaus tvo menn til þess að starfa með fulltrúum annara fé— laga í byggingarnefnd — þá Arna Sigurðsson ag Magnús Ö. Magnús— son. Hygg eg að kosning þeirra tryiggi sanngjarna hagsmuni Islend- inga. Einkum er fólki annt um, ef af byggingunni'verður, að hún verði sönghæf — ekki sízt»fyrir — ung- viennakóriS. Því að hér er Brynjólfur Þor— láksson i þriðja sinn til vor kom- inn, ráðinn til söngkennslu um þvera og endilanga Vatnaibyggð — og bú- inn að hafa hjá okkur eina, all— fjölsótta söngæfingu, þótt stirt væri veður, annríki mikið og ægilegar hrautir. Eg veit að fólk leetur sér ekki sjást yfir hiS fjölþœtta gildi þessarar söngkennslu.-------Aukaat- riði er það, og þó vildi eg mega minn •ast á það — aS þau börn, sem aldurs vegna hefðu tækifæri til að syngja í 'kóri, á Alþingi 1930 -----því, sjá, óhugjsandá er það ekki. afskaiJegh væri það gaman og ógLeymanlegt vært það fyrir ungmennin — — ættu að byrja að iþjálfa rödd sina strax, og læra lögin. Brynjólfur segir mér, að sér finn- ist fólk óvenju söng- og hljómge^ö hér um slóðir. Bkki væri það nein tilviljun þótt svo væri. Ymsir hafa á liðnum árum staðið fyrir og bar- ist fyrir hljómmenn.inigu byggðarinn- ar. Hygg eg að þar beri fvrst að nefna Mrs. B. Hjálmarsson, Björg- vin Guðmundsson og Mrs. Jóhönnu Johnson, þótt fleiri hafi lagt holla hönd á plóginn. I þessu sambandi minnist eg þess, að hvergi ,hefi eg séð þess starfs get- ið, með þeirri viðurkennin'giu, sem maklegt er, sem Mrs. Johnson hóf hér sumarið 1922, og hefir unnið að síðan, þegar kraftar hafa leyft. A8 hen.ni safnaðist stór nemendaskari. Og auk þess að hún reyndist frábær- lega samvizkusamur og hæfur kenn- ari, vann hún svo ósleitilega að því að útrýma óþroskuðum músík-smekk almennings, að hreytingin í iþví efni varð byltingu lík. Wvnvardbyggð stendur í mikilli þakklætisskuld við Mrs. Johnson. Stundum eru Wynyardmenn atyrt- ir fyrir það, að þeir "sofi” — auð- vitað einkum af klerkum sínum. Klerkar eru menn lundstirðir, og rekistefnusamir um smámuni. Eti

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.