Heimskringla - 08.06.1927, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.06.1927, Blaðsíða 5
WINNIPEG 8. JÚNI 1927. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. fólk kippir sér ekki upp við .þetta, né lætur það ras'ka ró sinni. En uni Wynyardmenn verða jafnvel klerkar að viöurkenna, að þeir eru margir vel vakandi og starfandi — og heyr- ir það til menningar. Síðast en ekki sizt er a8 tjá þaS háttvirtum Jesara, að á föstu— daginn kemur, 10. júni kl. 8að kvöldj, efnist til kapprœðu í kirkju Quill Lake safnaðar. Kappræðendur : Mr. Jón Jóhannsson, Wynyard: Dr. Jó- hannes Pálsson, Elfros, Mr. I»or— stejnn Guðmundsson, Leslie, og und- jrritaður. Kappræðuefni: Ákvcðið að kenna beri trúarbrögð í barna- skólum rikishts.” Bandaríkjamenn ræða þetta mál sem stendur af miklum áhuga, og hafa gert undanfarin ár. ÞaS tekur og til hvers vakandi manns og konu. “En, þeim sé hvíldin þægileg, sem þreyttir eru að vaka. Bi, bí og blaka.” Fr. A. Fr. Fögur erindi. Rökkrin eru löng heima á Fróni. Þau eru líka dirnni stundum og — köld. Uti er allt þakið snjó, og him ininn sjálfur, skuggaþrunginn, virð- ist rita frekara fangamark dauðans á kalt hjarnið með haglkomu og hríð— ar—renningi. Það er ekki hægt að hugsa sér neitt ömurlegra. Þetta er nú aðeins önnur hliðin á íslenzku kvöldvökunum. Þau eru lika björt og fögur, þegar veðrið er gott. Hugsið þið ykkur bjart tungl— skinskvöld — kalt en iheiðskírt með bylgjandi norðurljósum, sem speglast í dimmbláum ísnum á vötnunum og hjúpar fjallatindana í dularvef huldu landsins ög fyllir hvern snjókrystal með töfrum. Og himindjúpið hefi eg hvergi séð svo blátt og djúpt og stjörnurnar hvergi eins skærar og fagrar og heima á Fróni. Það er hin hliðin á íslenzku rökkrunum og hliðin, sem eg vil helzt tala um. I sveitum bregða menn sér þá stund— um til næsta bæjar, og í þorpum lita menn inn til nágranna síns, til þess að tala um “heima og geima”. Oftast er talað um skáldskap, nýj— ar ritgerðir, sögur og kvæði. Eg man eftir því aö eipu sinni barst um talsefnið að því, ihvað væri fallegasta versið eða erindið i ísl. skáldskap. Þetta var víðtækt umtalsefni og það var rætt þar á eftir í mörg kvöld. Auðvitað voru tiflögurnar margafr. Einhver hélt því fram, að eftirfar— andi erindi eftir Ben. Gröndal væri áreiðanlega eitthvert fallegasta vers, sem hann hefði heyrt: Um undrageim i himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðar— glaum; á fegra Jandi gróa blómin bláu í bjartri dögg við Hfsins helga straum. Þar rísa bjartar hallir sem ei hrynja og hreimur sætur fyllir bogagöng, og langt í fjarska foldar þrumur drynja með fimbulbassa undir helgum söng. Og gullinn strengur gígju veldur hljóði, og glitrar titt um eilíft suniarkvöld, þar roðnar aldrei sverð af bana— blóði, það byggir gyðjan mín sín himin— tjöld. » Það er ekki land veruleikans, sem dkáldið hverfur til í erindi þessu. Allt jarðneskt er 'horfið sýnum. Hann dvelur á landi hugsjóna sinna — landinu með höllunum, sem aldrei hrynja, þar sem allt er fagurt og gott. Þar eru óðul ódauðleikans og rúmið fullt af helgum hreimum, en í fjarska kveða við þrumur jarðar— innar, þrumur stríðs og óeirða. En skáldið er horfið til lands friðarins, þar sem sverö roðna aldrei í bana- blóði, .þar |sem gfg|jan (hans refgir honuni himintjöld. Það er mikil hugsun í erindinu, og það má ganga frá því með fullri vissu, að það sé igullfallegt. Það er þó ef til vill ekki falleg— asta erindið í ísenzkum skáldskap. Gamla Frón hefir átt svo marga snillinga að fornu og nýju, og mörg um hefir sagst vel. Ef^irfarandi erindi eftjir Hannes Hafstein kom einnig til greina: Með slegið gullhár igengur sól að gleðibeð með dag á armi, Og dregur gullinn. guðvefs kjól af glæstum, hvelfdum móður barmi, og breiðir hann á rekkjurönd Og roðnar, er á beö hún stiigur, með brosi kveður lög og lönd og Ijúft í Ægis faðm svo hnígur. Hér er flest gagnstætt fyrra er— indinu, þótt bæði eigi þau við sólar— lagið. Þar sem Gröndal dregur hugi manna með hinn.i hverfandi sól í fjarska, til hugsjónalands síns, heldur Hafsteinn athygli manna við það, sem er ihelgast og bezt í verulegu lífi. Hann líkir sólarlaginu við brúðkaups viðhöfn, ög dregur upp svo eðlilega mvnd af fegurð, helgidómi og hrein lejka hins allra bezta, sem hrærist í mannlegri sál, að menn lyftast með hugsuninni og lifa og hrærast í veldi ástarinnar, snortnir af töfrasprotum þeim, sem eru undiralda lífsins, og sem gera tilveruna svo mikils virði. Kjarni allra ljóöa og lista liggja í þessu erindi. Það er ekki aðeins blátt áfrain látlaus lýsing á eðlilegum viðburði náttúrunnar í öllum sínum mikilleika, heldur einnig dregur það nánar Hnur að leyndustu og um leið 'hielgustu hugsunum man.nlegis eðlis. -----“Og roðnar er á beð hún stíg— ur” eins og óspilt mær við faðm elsk huga sins. huga síns.----------------- Erindið er fagurt og kvöldin virð— ast ekki lönig heima, jþegar hugir manna dragast að slíkum umtalsefn— un>. Að lokum vil eg minnast á eina stöku eftir Þorstein Erlingsson, sem Hka kom til greina í þessu sambandi: Sléttu bæði og Horni hjá heldur Græðir anda, meðan hæðir allar á aftan—klæðuni standa. Við nyrstu tanga Islands, þar sem himin og haf norðursins faðma land ið mitt á “nóttlausum” degi, þar og hvergi annarsstaðar igetur slík lýsing átt heima. Það er skyldleikaeinkenni með þessum síðarnefndu erindum. — Bæði eru þau þrungin af lotningu fyrir náttúrufegurðinni, um leið og þau anda að merg og beinum hlýleika og hreinleika íslenzkrar ástar. Það var aldrei svo dimt kvöld heima á Fróni. að það í raun og veru ætti ekki ljós í hverju horni, og aldrei var þar svo kalt, að slík erindi gæfu ekki nægan hita. Pálmi. Fyrstu stríðsjól í “Bergi” og ( “Kringlu”. Hljómsveit færði Lögberg lýð; — Hf það næröi í hljóði. Kallar hrærð að kveikja stríð Kringlan, ærð af blóði. ósnoðinn sessunautur. Græðir sár að sjá þig hér; — siða-fárið tafið. Gylta háriö á þér er yndisbárum vafið. ' ( Snoðkolla. Hér ei stoðar hárprýðin. — Hofmóðs- troðinn -vegur! — Horfðu’ á snoðinn hnakkann þinn, — hann er voðalegur ! Fox TroL Þessi óöld okkur hjá æðri sóar leiðum. “Sprenginn tóu” sparka má sporum nógu gleiðum. Heilræði. Islenzk brúður upp mitt hjal eigi snúðugt taki: aldrei trúðu enskum hal; A8 honum snúðu baki! I Stjórnarbjór. S Dvína stórum dyggðirnar, dauðveik tórir æra. Flæðir bjór um byggðirnar; börnin þjórið læra. Sigling. Kári lengi heldur hast hrausta drengi ihvetur. Söng í strengjum kyljukast. — — Kveður enginn betur. ) Óyndi. Festi eg yndi eigi þar. — 111 er synd í taugum — Fjalla-myndin fögur var fyrir blindum augum. Sigurður Jóhannsson. Jón Leifs. Hringhent. við ýms tækifæri, Haust. Skýin grá, sem skunda hjá skapa- tjá oss -dóminn : Fölna strá og falla í dá fögur smáu blómin. Manndrápsbylur. Eins og mylja ætli jörð á oss kylja treður, þegar hylja hæð og skörð hættubylja veður. Stríðsgróði. Vellur blóð, svo viknar steinn. — Vonin stóð á auði! — Þessi gróði’ er orðinn, einn alla þjóða dauði. I fyrra var frá því skýrt héT í blaðinu, að hljómkviða (symfonia) eftir Jón. Leifs, hefði verið leikin af orkestri bæjarins Karlsbad. Þessi fyrsta hljómkviða, sem Islendingur hefir samiö, ihlaut mjög loflega dónia í blöðunum í Karlsbad, og hefir hún nýlega verið leikin öðru sinni af orkestri bæjarins Bochum (sem ligg ur i Rínarhéruðunum og hefir 200 þús. íbúa). Blöðin þar ljúka einnig miklu lofsorði á hljómkviðuna, segja að J. Leifs 'hafi fult vald á að semja verk fyrir orkestur og nái úr því mikilli tónfegurð, að hann kunni mikið, en sé jafnframt sérstæður í eðli og list hans boðskapur frá nýrri þjóð i ríki tónlistarinnar. J. L. er hið fvrsta íslenzkt tónskáld, sem tekið hefir efnivið ríinnalaga vorra og þjóðlaga og notað hann í stór— vaxin tónverk á nútimavísu, Hkt og Grieg gerði í Noregi. Þó að auð— vitað sé of snemmt ennþá, að leiða getur að því, hverjá framtíð hann muni eiga, þá er hitt þó sýnt, að hann stefnir hærra en nokkurt ís— Ienzkt tónskáld hefir áður gert og að gáfa hans er mikil, ef treysta má dómunum i blöðum þeirrar þjóðar, sem dómbærust er um tónlist. J. L. hefir á siðari árum ritað all- niikið í merk þýzk tónlistartímarit og stærri dagblöð. M .a. hefir hann skrifað nokkrar alllangar ritgeröir um Beethoven, seni athygli hafa vakið Heldur hann því fram, að verk hans séu nú yfirleitt leikin of mjög i suðrænum anda, að hið norræna í eðli þéirra njóti sín ekki í meðferð orkesturstjóra vorra tíma. Það er ótvíræður vottur þess, að ritgerðir þessar hafa vakið athygli, og Bee thoven árbókin 1927, sem er sérlega vönduð vegna þess, að á þessu ári er öld liðin frá dauða tónskáldsins rnikla, flytur tvær greinar uni verk hans eftir J. L. Sveinbjörn Sveinbjörnsson er nú fallinn frá, og fór vel á því, að Al- þingi skyldi nú, um leið og það felldi úr fjárlögunum heiðurslaun þau, er hann hefir notið, ákveða að styrkja þann af yngri tónskáldum vorum sem niest er í spunnið og líklegastur er til þess að auka hróður Islands í heimi tónlistarinnar. Ed. samþykkti fyrir fáum dögum 2000 styrk til Jóns Leifs, og ber að vænta þess fastlega að hann njóti eigi minni launa fram vegis, meðan ekki er séð að hann bregðist þeim miklu vonum, sem nú eru við hann bundnar. Jón Baldvinsson á heiðurinn af þvi, að ihafa barist fyrir þessari styrkveitingu, og borið tillöguna um hana fram til sigurs. v (Vörður.) Kaþólska kirkjan nýja. # « Á annan páskadag var hornsteinn- inn lagður að kaþólsku kirkjunni nýju með mikiili viðhöfn. Meulenberg pre- fect framkvæmdi vígsluna, og flutti skörulega ræðu, þar sem hann meðal annars minntist hinnar fornu ka- þólsku þjóðkirkju á Islandi. Kirkjan á að standa á Landakots- hæðinni, fyrir sunnan túngötu, gegnt spítalanum. Kirkjan er í gotneskuni stíl. Guðjón Samúelsson húsameist- ari hefir teiknað hana, Hún verður 40 metrar á langd, en 50 metrar á hæð (helmingi hærri en hús Nathan & Olsens). Langskip hennar verða þrjú, en eitt þverskip. Þakið hvílir á sextán súlum. Er ráðgert að vegg- ir einir og þak kosti 300 þús. kr. — Gólfið er nú fullsteypt og verður kirkjan komin undir 'þak næsta vet- ur. Hún verður fegursta guðshús, er reist hefir verið á Islandi, og hin mesta bæjarprýði. Mun 'hún njóta sín sem bezt má verða, þar sem hana ber við vesturloftið á háhæð Landa kotstúns. Greiðið Atkvæði með Hinni Beztu Stjórn sem verið hef ir í Manitoba KJÓSIÐ FRAMBJÓÐENDUR BRACKEN’S f WINNIPEG HON. W. J. MAJOR MAX STEINKOPF COL. ROYAL BURRITT, D. S. O. DR. E. W. MONTGOMERY Um allar upplýsingar, snúiS yður til einhvers af þessum upplýsingastofum: CENTRAL COMMITTEE ROOMS Portage og Main — Sími 88 980 s I * LADIES’ COMMITTEE ROOMS Portage og Main — Sími 89 941 \ORTU WIXXlPEIi «74 Maln S«. og 11»« llaln S«. I’hnnr 56 023 Phnne 52 40» NORTH ELMWOOD I'" 1S2 Kelvin St — Phnne 54 375 Þetta er að vísu dálítill galli á bók- inni, en ekki bagalegur. A8 öðru leyti er hún þörf og þakkarverð kynning Islands og íslenzkra efna hjá frænd- þjóðjnni, sein um margt er talin vera líkust ökkur af öllum Norður— landaþjóðum. Frásagnarháttur höf- undar er hlýr og fullur samúðar og skilnings, eins pg vænta má frá hendi þessa ágæta fræðimanns og vinar 1 okkar íslendinga, sem hér hefir verið SOUTH WINNIPEG ....... ? 750 Corydon — Phone 47 5R5 SOITH ELMWOOD ....... f 341 \alrn Ave. — Phone 5 4721 5 ► 0-«B»-0-««»T>-«BB»-0-«1^0-«i»-04i*.fe^ Ed. W. Oddleifsson—II 3rd year: T. Borgfjörð—II R. F. Pétursson—1B 4th year (Civil Erugineering) : H. I. S. Borgfjörö—1B (Electrical Engineering) : I. C. Ingimundarson—1B ARTS AND SCIENCE. Hámark 4 st. fyrir hverja námsgr. (Vörður.) --------X-------- Frá íslandi. Bókasafn I.augaskóla. — Lauga— skóli hefir nýlega keypt bókasafn af Jónasi Sveinssyni bóksala á Akur— eyri. I safninu eru hátt á 8. hundr- að bindi. Eru það nálega allt ís— lenzkar bækur; þar á meðal margar fágætar bækur~ eða jafnvel ófáan— legar. Safnið er vel valið og heil- steypt, einkum um sagnfræðileg efni. Tímarit og flokkaútgáfur allt í heilu lagi. Allt er safnið snyrtilegt, hreint og bimdið í ágætisband og að öllu leyti frábærilega vel frá gengið. — Kaupverðið er 5000—5500 kr., eftir því hvort greitt verður á 1 eða 3 áruni. A'nnáll 19. aldar. — 3 hefti II. bind is er nýkomið út. Nær það yfir árin 1843 til 1849. Eins og fyrri, er frá- gangur verksins í bezta lagi, og út- gefandanum, syni séra Péturs, Hall- grinti bókbindara, til sórna. Eins og fyr hefir verið greint, er bók þessi prýðilega rituð, skemtileg og hin fróðlegasta. Eru , þar raktir helztu atburðir aldarinnar í dómstólamálum, slysförum o. fl., rakin æfiatriði merkra manna, lýst veðurfari. mannalát talin og margvíslegur ann ar fróðleikur samantindur. Eins og sést af ártalinu, er verkið nú nálega hálfnað. Ættu sem flestir að iger- ast ikaupendur þessa merkilega rits. Ragnar Lundborg prófessor, Is— landsvinurinn góðkunni, hefir nýlega samið dálitla bók um ísland, og er hún gefin út seni nr. 114 í sænska “Barnabókasafninu Saga”. Bókin er 212 blaösíður í litlu broti og er eins konar ritgerðasafn um ýmisleg ís- lenzk efni. forn og ný. Er þar viða komið við, og margháttaður fróðleik ur sarnan settur urn landið og þjóð- ina. Fjalja þær um landafræði Is— lands, sögu landsins, stjórnmál þjóð- arinnar, menningarsögu hennar. bók menntir fornar og nýjar, trú og siði og margt fleira. Allt er þetta ritað af hlýjum velvildarhug ti! lands qg þjóðar og góðum skilningi á sögu— legunt og menningarlegum efnum. Þó má segja að höfundi vaxi nokk- uð í auguni hæfileikar og afrek Bjarna frá Vogi, setn er hinn eini af síðustu tíma Islendingum, er höf- undurinn ritar um sérstaklega. — Bjarni átti að vísu mikinn og góðan þátt i ýmsum nytjaverkum og stór— mælum þjóðarinnar. Þó er ekki unnt að benda á neitt stórt og af— markað Hfsafrek, sem eftir hann liggi- F.n slíks mætti vænta um mann, sem er talinn höfuðskörungur sinnar tíð- ar, eins og hér er gert í þessari bók (Dagur.) Dáitardœgur. — Nýlátinn er norð- ur í Skagafirði Björn Bjarnason fyrrum bóndi á Brekku við Víði— mýri. Dvaldi hann siðustu árin hjá dóttur sinni, Sigurlínu og manni henn ar Jóni Jónssyni bónda að Hofi 4 Höfðaströnd. Björn sál. bjó lengst æfi sinnar í Brekku. Han var tvi- kvæntur. Fyrri kona hans, Margrét Andrésdóttir frá Stokkholmi dó eftir skanuua sambúð þeirra. Bjó hann svo lengi með ráðskonu, en. igiftist síðar Stefaníu Stefánsdóttur, sem lif- ir mann sinn. Björn átti 9 börn. Eitt þeirra var Andrés rithöfundur, sem lézt fyrir nokkrum árum hér i bænum. Var hann þjöökunnur gáfu maður og skáld, og hverjum manni vinsælli. Sigurbjörg kona Jóns bónda í Deildartungu, er eitt barna hans. Tvær dætur hans eru giftar 'hér i bænum, Margrét og Jórunn. Eru <511 börn Björns sál. prýðis vel geeíin oig nýtir menn. Björn i Brekku var ekki talinn stórbóndi eða efnamaður um dagana og lét ekki eftir sig þunga fépyngju. En hann galt hverjum sitt og leitaði ekki á annara náðir, þó efnin væru lítil. Það eru ekki endurminningar um verkleg afrek, eða aurasafn, sem 'heldur minningu Björns sáluiga á lofti. En hann var drengskaparmaður i bezta lagi, gáf- aður og fjölfróður, og sískemtinn í tali. Fvrir mannkosti og gáfur má óhætt skipa ihonum i fremstu röö manna, sem uppi voru honum sam— tímis i Skagafirði og þó viðar sé leitað. — (Timinn.) ---------x---------- Háskólaprófin. Nöfn islenzkra stúdenta, er gengu undir próf. AGRICULTURE. lst Year: Ha1|ur Bprgfeteinssort—1B. 4th vear: Björn Pétursson—1A — $100.00 Scholarship. 5th year: Leifur Bergsteinsson—1A. MEDICINE. 5th year: Lárus A. Sigurðsson—Pass. Einar J. Skafeld—Pass. ENGINEERING. lst year: H. G. Hanssorr—II. H. S Pétursson—II 2nd year: Otto H Bjarnason—1B Clifford P. Hjaltalin—1B lst year: Barney S. Bjarnason—12 Guðmundur S. Christie—20 Joe Freeman—20 S. Milton Freeman—20 Francis P. Gíslason—20 Harry G. Goodman—20 Axel Oddleifsson—20 Kristinn Olafsson—20 Jóhann H. Stadfeld—20 Barney Tihordarson—20 2nd year: Harvey H. Árnason—20 Ethel Bergman—20 Egill Fáfnis—12 Friðrik Fjeldsted—20 Sigfús Gillies—16 Beatrice Gíslason—20 Daniel Hallsson—20 Thelrna Jóhannsson—20 Ethel M. Johnson—12 ^Gyða Johnson—20 John Oddstað—8 Sigurður Sigmundsson—20 Aldis Thorlakson—13 3rd Year: John Johnson—8 Gunnsteinn Johnson—12 Thorarinn Johnson—12 Harold T. N. Peterson—14 Theodore Sigurdson—16. 4th year: • Herðmar Björnsson—1B Margrét Pétursson—1B Ölöf Sigurðsson—1B Carl Thorkelsson—II Took half of 4th year work only. HOME F.CONOMICS’ DIPLOMA COURSE AE AGRICULTURAL COLLEGE. Bertha Thorwardson—1B Svlvia Bildfell—1B Margarett Birandson — Special cöurse of 2nd, 3rd and 4th year subjects, average 1B. . ----------x------*-- (Erh. frá 1. blst ingargrein. um iþróttir í blöðin hér — eins og Iesendur muna — og svo við hald sit öðrum góðum og ósérplægn— um drengjum,' eins og t. d. Ben. 01- afssyni og Pétri Sigurðssyni. — Hat aldur Sveinbjörnsson kannaði lið Sleipnis á mánudaginn, og leizt ágæt— lega á strákana. Byrjaði hann þegar æfingar með þeim. Félagið ætti nú að æfa rösklega glíniumenn sina fyr— ir þjóðhátíðina og Islendingadaginn. Er meira undir því komið fyrir Isl. og íslenzkar iþróttir en. flestir munu gera sér í hugarlund, að glímuna sé hægt að sýna sem bezt á þjóðhátíð— inni, 1.—3. júlí. Fáar þjóöir eiga svo sérstaka íþrótt einar, og hana má sýna jafnt sumar sem vetur. Fyrirhugað er að stofna leikfimis— félag fyrir íslenzkar stúlkur, við til— sögn Haraldar. -------«—x----------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.