Heimskringla - 27.07.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.07.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 27. JÚLÍ 1927. I^ehnakrhtgla (StofaaV 1886) Kram 8t • K»rr|l» »lí»)kl4eKl EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 08 855 MROBST AVE. W.NN.PEG TA..S1 tll: S« 537 V.rR blaBslns er $3.00 Argangurlnn borR- let fyrlrfram. Allar bor«*-J'l,L THE VIKING PRÆB8 LTD. SIGPÚ8 HÁLLDÓRS írá Höfnum Ritstjórl. I'tan Ankrll t tll bla5«ln»! TBI TIKING PRESS, I>td., Bol 8108 VtanAnkrlft tll rltatjOranai ED.TOR HE.MSKRINGIA, Boi 8105 WINN.PEG, MAN. "Helmskrlngla 1* publlsbea by The VlklnK Preee l>td. and prlnted by __ C.TY PR.NTING * PIIBL.SHWG CO, 853-855 Sirtrent Aee., Wlnnlpe*. Ma», Telepbonel .86 58 7 WINNIPEG, MANITOBA, 27. JÚLl 1927. Island í Ameríku. Það hlýtur að vera óblandað fagnaðar- efni öllum íslendingum, hve mikið og jafnt og þétt, fer í vöxt þekking erlendra þjóða á íslenzku þjóðerni og landshátt- um. Sú litla hugmynd, sem flestir út- lendingar yfirieitt hafa um ísland haft, til skamms tíma, hefir að mestu verið byggð á hálf- og alvitlausum ferðabókum fyrri og seinni alda, og svo á nafni landsins, er hljómaði lítt aðlaðandi í eyrum útlend- inga. Sérstaklega áberandi finnst oss breyt- ingin í þessum efnum hér í Vesturheimi Að vísu mun breytingin ekki hafa orðið stórum meiri hlutfallslega hér en á Norð- urlöndum, þar sem þekking alþýðu á ís- lenzkum efnum var til skamms tíma nauða rýr, en hún er eftirtektarverð- ari hér í fjölmenninu, sem ekki er held- ur tengt oss neitt líkum frsendsemisbönd- um og Norðurlandabúar. Vér birtum hér í þýðingu tvær greinir um íslenzk efni, er nýlega hafa borist oss í hendur. Manni verður nú ekki lengur bilt við, að rekast á slíkar greinir í blöð- um og tímaritum hér vestra, þótt að sönnu séu sjaldgæfar jafnskilmerkilegar greinir og “ísland og stóriðjan”. Enda er nú svo komið, að vitneskja almennings hér um íslendinga og menningu þeirra, stendur að engu leyti að baki, en að mörgu leyti miklu framar, skilningi og þekkingu Norðurlandabúa (a. m. k. Svía og Dana) á oss, fyrir og um heimsstyrj- öldina miklu. — Tölum vér hér af eigin fregnir af íslandi upp á síðkastið, en þau hafa áður gert, þá er máske ekki fjarri líkum, að yfirræðismaður Dana og Is- lendinga í Montreal, hr. J. E. Böggild, fyrv. sendiherra Dana á Islandi, eigi sinn þátt í því. Hann hefir, sem kunnugt er, jafnan látið sér mjög annt um ailt, sem íslenzkt er. — En greinir, slíkar sem þessar, eru Is- lendingum vel jarðarígildi, eða á við einn Spánarfarm af saltfiski. Island og stóriðjan. Eftir Earl Hanson. Kunningi minn í Washington skrifar: “Eg heyri að norskt féiag hafi fengið leyfi fyrir stórfenglegri fossavirkjun á ís- landi. Eg vona að það sé ekki satt. Það yrði upphafið að lokaþætti íslendinga. Stóriðju fylgir auður, og auðnum fylgir örbirgð. Með stóriðju hefjast atvinnu- deilur.” Þetta er rétt í aðalatriðum, en erfitt að heimfæra. Ætti þjóð að glata framgirni sinni til þess að geta varðveizt sem mann legur og sögulegur kynjagripur, leikvöll- ur rómantískra ferðamanna og laxveiði- manna? “Upphafið að lokaþættinum” hófst fyr- ir nokkru síðan. Fyrir fimtíu álrum síð- an var lítil örhirgð á Islandi, af því að þá var lítið um auðsafn. Þegar eg kom þangað fyrst, árið 1920, skildi þjóðin tæp lega hugtakið atvinnudeilur. Fyrir mán- uði síðan Var eg viðstaddur kröfugöng- una í Reykjavík, fyrsta maí. Fjögur hundruð manna og kyenna g'engu um strætin undir rauðum fánum og komm- únistamerkjum, en ekki einum einasta þjóðfána, og sungu alþjóðasönginn (“In- ternationale”). Öflugur jafnaðarmanna flokkur, samtaka verkamenn, með nokk- urra ára verkfallsæfingu, standa reiðu- búnir og bíða þess, að stóriðjan haldi inn- reið sína. Fyrir hverju eru þeir að berjast? Eg leitaði frétta hjá einum verkamannaleið- toganum. Markmið þeirra er þjóðnýt- ing fiskiveiða, landbúnaðar og annara iðngreina. Sem stendur vilja þeir fá kosningalögunum breytt; hækkuð laun verkamanna og fiskimanna, og áJtta stunda svefntíma á togurunum. Átta stunda svefn; sextán stunda vinnu; eta þegar færi gefst. Hið gamla, friðsæla ísland með æfin- týrablænum er að hverfa. Framþróunin er komin. Stóriðju fylgja meiri fram- farir. Ætti þjóð að stöðva þroska sinn til þess að halda æfintýrablænum? Jafn- vel kunningi minn í Washington nýtur þess að ferðast í bílum og Pullman vögn- um. reynslu. Þrennt ber til þessara straumhvarfa: Aukin viðleitni íslendinga heima til að kynna sig, eftir að sjálfstæðið var feng- ið; ritstörf hérlendra fræðimanna, er fornfrægðarijómi vor hefir heillað til for- vitni um líf vort og strit; og loks að síð- ustu — en þó fyrst og fremst — orð- stír sá, er vestur-íslenzkir menn hafa get ið þjóðerni sínu. Hefir íslenzkur almenn- ingur með hversdagsfari sínu verið þar að verki,- með ýmsum afbragðsmönnum, af íslenzkum ættum, er með þátttöku sinni í opinberum málum starfa færandi hendi ættgarði sínum, beinlínis og óbein- línis; t. d. eins og Vilhjálmur Stefálnsson og Guðmundur lögmaður Grímsson, þótt hvorugur hafi að vísu verið krossfestur. Verður á engan hátt mælt né vegið það áJit^ er Vilhj. hefir unnið oss í Bandaríkj- unum, og reyndar um allan enskumælandi heim, því allir hafa vitað um ætterni hans, þótt ekki muni hann sjálfur hafa hampað því sérstaklega. Þótt mörgum heima gangi seint að skilja, hefir allt þetta fólk gróðursett part af Islandi hér í Ameríku. * * * Fyrri greinin, þeirra tveggja, er hér fara á eftir, er tekin úr hinu fræga ame- ríska vikublaði, “The Nation”, sem nú er eitthvert bezt — ef ekki albezt — ritað blað í Bandaríkjunum, og hefir verið um sextíu ára skeið. Eru vafalaust margir lesendur Heimskringlu því kunnugir. — Er það sannfrjálslynt í skoðunum og al- gerlega óháð öllum flokkum, enda ó- hætt að segja, að það sé málgagn og kærasta blað meginþorra frjálsustu úr- valsmanna í Ameríku. Höfundur grein- arinnar, segir blaðið, að sé fæddur í Ber- lín, af dansk-þýzku foreldri, og hafi síðar stundað nám við Wisconsin háskólann. Um hina greinina vitum vér ekki ann- að en það, að hún er frá ritstjórnarsíðu stórblaðsins “Tfhe Gazette” í Montreal. Sé það rétt, er oss hefir verið hermt, að stórblöðin í Austur-Canada flytji meiri Ýmiskonar stóriðja hlýtur að koma til íslands. Þar veltur alltof mikið á fisk- inu. Fyrir þrjátíu árum síðan áttu ís- lendingar engan togara. Nú eiga þeir þrjátíu og fimm. Ofyrkju gætir, sem eykst við harðsnúna samkeppni frá Nor- egi og Færeyjum. Fiskurinn fellur í verði og þá kreppir að öllum á íslandi. Þetta eru erfiðir tímar. Ætti þjóð að eiga allt sitt undir náð fiskikaupmanna á Spáni? Þegar of mikið flyzt af saltfiski til Spán- ar harðnar um peninga á íslandi. Geng- ið fellur, viðskifti dvína, lánstraust dvín- ar. Þetta verður ekki bætt með þeim efnum, sem hendi eru næst: með því að fiska meira. Newfoundlandi var eitt sinn bjargað út úr sama öngþveiti, með vatnsafli og pappírsmylnum. íslandi verður að bjarga með vatnsafli, áburðarefni, almíni. Á endanum verður landinu bjargað með efling landbúnaðarins. Jarðvegur er frjósamur á Islandi. Hey- ið kjarngott og fínt. Kindakjötið er gott. Ullin góð. Bæði kindakjöt og ull má selja á Englandi. íslendingar segja að kinda- kjöt frá íslandi sé ódýrara og betra en frá Nýja Sjálandi. En nokkur ár hljóta að liða enn, unz útflutnings landbúnaðar afurða tekur að gæta svo um munar í fjármálum landsins. Á íslandi eru 100,000 íbúar. Af land- búnaði lifa 40,000. Að meðaltali búa 2.5 manns á enskri fermílu. í Bandaríkjun- um 36; á Stórbretalandi 469. Landbún- aður getur borið nær hálfa miljón manna á IsIaiTdi. Þegar svo er fólksmargt orð- ið, iætur nærri að landbúnaðarafurðir eyj- arinnar nægi Englendingum til lífsviður- væris. Fiskiveiðar íslands geta borið aðra hálfa miljón, ef markaður fæst fyrir fisk- inn. Með því að lifa eins og það gerir í dag, á landbúnaði og fiskiveiðum, get- ur landið borið eina miljón íbúa. En j fjárhagurinn yrði valtur — jafnvel enn I valtari en nú. Amerískir bændur geta j borið um það, að þeir sem eiga allt sitt undir framleiðslu helztu lífsnauðsynjar mannkynsins, matnum, lifa jafnan i tví- sýnu. Þjóð eins og Islendingar verða að tryggja tilveru sína með öðrum iðn- greinum. Sem stendur er landið strjálbyggt. Svo er og Canada. Canada æskir eftir inn- flytjendum. ísiand verst þeim. Innflytj- endum fylgja þjóðernisörðugleikar. Is- lendingar eru óblönduð þjóð, með fjölg- unarhraða, sem nemur rúmlega einum af hundraði árlega. Eftir sjötíu ár verður íbúatalan tvöfölduð. Landið verður að .geyma og halda því tiibúnu handa þess- um framtíðaríbúum. Það verður að vera heilsteypt og sjálfu sér nóg, og fram- leiða bæði iðnvörur og fæðutegundir. ísland hefir fáar náttúruauðsuppsprett ur, eftir þeirri merkingu, sem við venju- iega leggjum í það orð. Þar eru engin kol, engir skógar, engir málmar í jörðu, svo vitað sé, sem vinn- anlegir séu með fjárhagslegum ágóða. En þar er kraftur — ótakmarkaður kraftur, meiri vatnskraftur í tiltölu við íbúafjölda en í nokkru öðru landi í Evrópu. Og ó- tölufjölda af sjóðandi uppsprettum og goshverum mætti beizla til kraftfram- leiðslu, svo sem er í Larderello, Tuskana. Efunarpostuiarnir geta spurt, til hvers vatnsaflið sé, þegar engin hráefni eru til staðar. En efunarpostularnir ættu að líta í kringnm sig. England vefur hómuilar- dúka svo nemur miljónum álna, en rækt- ar ekki hnefafylli bómullar. Þar sem ó- dýrt afl er til staðar, borgar sig innflutn- ingur hráefna. Og á íslandi mætti engu síður en í Noregi, vinna áburðarefni beint úr loftinu. eru þ'tt kunnir konungum og verkahring þeirra, veitist erfitt að skilja það, að land geti verið óháð, fullvalda ríki, meðan það greiðir til konungsmötu, kon- ungi annarar þjóðar. En marg ir Ameríkumenn eru formenn tveggja eða fleiri viðskifta- eða stóriðjufélaga, sem eru alger- lega óháð hvort öðru. Sem verkfræðingur er eg að kynnast æ ítarlegar úrlausnar- efnum stóriðjunnar á íslandi. Næsta ár fer eg að rannsaka hve mörg hestöfl séu nothæf, hve mikið fé þurfi til verbygg- inga, hvers ágóða megi vænta. Eg get reiknað út hver áhrif áætlanir mínar muni hafa á þjóðlíf íslendinga, á efnahag landsins, á fólksflutninga í land inu, á hættuna á alvarlegu at- vinnuleysi. Get eg reiknað á- hrif þeirra á ánægju og farsæld íslendinga? Ef rembilæti New York búa yfir Heljarhliðsbrúnni (Hell Gate Bridge), og Larkinturnin- um fyrirhugaða, á nokkuð skylt við ánægju; ef fögnuður frænku minnar yfir rafmagnsþvottavél- inni sinni eykur nokkuð á ham ingju hennar, þá væri spurning unni auðsvarað. Gallinn er, að hvorugu er til að dreifa. ---------X--------- Sjálfmenntaðir Það er hverju orði sannara, að stóriðju fylgja verkamannaerjur — þangað til að þeim tíma rekur, að við skiljum hvaða óskapa fávizka það er af okkur, að láta það tvennt fylgjast að. En stóriðju fylgja líka framfarir. En framfarir er hált orð, sem má útskýra á marga vegu. Sem vélfræðingur get eg útskýrt og afmarkað það — í upphæðum virkjaðra hestafia, í bifreiðafjölda í hlutfalli við íbúa, í mílu- lengd símaþráða, í fjölda starfandi vél- fræðinga. Sem læknir myndi eg útskýra og takmarka merkingu þess á alveg fjar- lægan veg. Sem fjársýslumaður eða sócíalisti — í fám orðum sagt, við felum okkur á bak við atvinnuspjöldin, og hver og einn sér heiminn í lit sinna eigin gler- augna. Mér þykir vænt um gleraugun mín. Því hefði eg þau ekki, myndi eg verða að brjóta til mergjar tilgang tilver- unnar, áður en eg dirfðist að tala um framfarir. Kunningi minn í Washington segir, að stóriðja muni verða upphafið að loka- þætti íslenzks þjóðernis. En sú hætta var þegar til staðar fyrir hundrað árum síðan, þegar viðreisn Is- iendinga hófst af gereyðingarinnar neðsta þrepi. íbúatalan sannar það ijós- ast. Fram að 1800 var hún sífellt á skyndisveiflum upp og niður, úr 50 þús- undum í 40 þúsund, upp í 50 þúsund aft- ur, og þaðan niður í 37 þúsund. Hung- ursneyð, drepsóttir og eldsumbrot hrjáðu hið hjálparvana fólk. Landið var undir járnhendi hinna dönsku konunga. Danmörk hélt uppi miskunnarlausri verzlunareinokun, eins strangri eins og er í Grænlandi nú. Ein- ungis ríkinu leyfðist að reka verzlun á íslandi. Það reyndist því ekki gróðaveg- ur, svo áhuginn varð lítill og reksturinn slælegur. ísiendingum var verzlun iífs- nauðsyn. Þá skorti timbur, þá skorti mjöl og þá skorti járn, og allt þurfti að fiytja inn eriendis frá. Og af samgðngu- leysi og verzlunarteppu dó fólkið þús- undum saman. Verzlunareinokunni var að nokkru leyti létt af 1787, og landið var opnað fyrir öllum Dönum. Og óðara tók íbúa- talan að stíga. Hægt og þétt steig hún. Upp fyrir 50 þúsund og áfram, áfram. Árið 1854 var landið opnað fyrir öllum þjóðum. Tuttugu árum seinna fékk það heimastjórn og eigin fjárforráð. Með endurminninguna lifandi um landsins döprustu daga fyrir einum hundrað ár- um síðan, tók þjóðin kröftuglega til starfa. Framleiðsla, samgöngur, verzl- un, þetta þrennt þurfti til vaxtar og vel- ferðar landinu. Símalínur voru lagðar, mótorbátar og gufutogarar keyptir, búnaðartæki og bú- rekstur endurbætt, vegir byggðir og hílar fluttir inn. Nú vantar landið iðnað. Og það mun fá hann. Hver er sá sem getur ákveðið hvar framþróun skal stöðvuð, af því að hún flytji ókosti sína með sér? Síðan 1890 hefir íbúatalan hraðauk- ist, jafnt og eðlilega. 1918 varð Island sjálfstætt ríki. aðeins tengt við Danmörku með persónusambandi, með því að hafa sama konung. Ameríkumönnum, sem rithöfundar. (The Gazette, Montreal.) “Frá íslandi, úti í fjarska norðursins, berst oss hressandi saga, sem sýnir hvað hægt er að gera af eigin rænu og ram- leik, jafnvel þótt aðstæður leggi hinar örðugustu torfærur í veg fyrir hverja framsóknartilraun. og þumlungur hver á brautinni til fjár og frama, kosti óendan- legt erfiði. Nýlega héldu konur Reykja- víkurbæjar íslenzka kvenrithöf- undinum, Kristínu Sigfúsdóttur lieiðurssamsæti. Kristín Sig- fúsdóttir, sem nú er miðaldra kona, hefir að minnsta kosti skrifað þrjár skáldsögur, sem hafa vakið eftirtekt erlendra listdómara, og ennfremur eitt leikrit, sem einnig kvað hafa vakið eftirtekt. Áður en frú Kristín kom til Reykjavíkur, hafði hún aldrei í stærri bæi komið, og lifað alla æfi langt frá öllum menningar- og sam- gönguhverfum. Þó er það at- riði minnst um vert á hinni æf- intýralíku rithöfundarbraut hennar. Hún er fædd skömmu eftir 1870. Skólamenntunar ut- an heimilisins naut hún engrar. Sjálf kenndi hún sér að lesa og skrifa á barnsárunum, og fyrst eftir að hún var gift, byrjaði hún að krota niður hugsanir sínar, og notaði til þess hverja sjjiiástund, sem gafst frá marg- brotnum húsfreyjustörfum og búsönnum. Sex börnum hafði hún að þjóna utan bónda síns, þvottur allur og matartilbúning ur var eingöngu á hennar höndum, og þess utan gekk hún að útivinnu um heyskapartím- ann, jafnhliða rakstrarstúlkun- um. Samt sem áður hefir þess- ari merkilegu konu tekist, í einangruninni og fásinninu. þar sem að bækur voru sjald- séðir gestir, að semja merkileg skáldrit, sem að listdómara sögn eiga langt líf fyrir hönd- um, sem merkilegur vottur ís- ienzkrar menningar og ritsnilld ar. Saga sem þessi á skilið að setjast á bekk með hinum beztu af fornaldarbókmenntum Norð- urlanda. ---------X--------- Islenzk menning. Eftir Sigurff Nordal. (Þessi gTein er þýdd úr hinu fræRR sænska tímariti “Ord och Bild”. Er höfundur beSinn velvirðingar á þýt5 ingunni, sem því miður er lélegt flýtisverk. — Ritstj.) I. Fyrir nokkrum árum gisti eg, á- samt tveim íslenzktnn vinum mínum, á gistihúsi í Weimar, einu þessu fornlega, viðkunnanlega gistihúsi, þar sem mönnum 'fifnnsft strax a8 þeir eigi heima. Yfirþjónninn var aldraður. kumpánalegur karl, sem viða hafði fariö, og taldi ekki eft- ir sér aö segja okkur frá fjölskrúð- ugri reynslu, á ýntsum erlendum tungum. En þegar hann heyrði okk ur tala íslenzku innbyrðis, hrökk málakunnátta hans ekki til, og hann gat ekki stillt sig um að spyrja hvaSan úr dauSanum aS viS værum ættaSir. ViS sögSum frá Islandi, en hann var jafnnær. ViS urSum þá aS gera honum ljóst, aS föBurland okkar væri stór eyja, norSur í At- lantshafi, hérumbil miSja vega milli NorSur- og Vesturálfu. Hann hlust aSi meS undirgefni á þessa óvæntu fræSsIu, og sagSi svo andvarpandi: “Ach ja, ueberall gibt es Menschen.”* ViS brostum sem snöggvast a5 þessari óvæntu aSferð viS aS dæma afstöSu vora viS umheiminn. En síSar hafa þessi or5 oft runniS mér í hug. Er þaS ekki merkilegt, hvern ig maSurinn rySur sér alstaðar til rúms, þar sem lífvænt er á arinaö borS ? Vig könnumst svo vel viS þetta héiman af Islandi. Þótt öll þjóSin kæmist auSveldlega fyrir í fáeinum beztu sveitúnum, þá er ekki sá byggilegur blettur á yztu annesj- um, eða í innstu afdölum, aS ekki hafi menn sezt þar aS. AS nokkru leyti er þetta aS kenna skökku þegn- félagsskipulagi. EignarhaldiS á jör5 inni leggur hana oft í eySi.. Ef til vill mætti kalla þetta almennt lög— mál, sem gilti um allan lífrænan heim, og kenrur í ljós sem blind þroskaþörf, horror vacui (tómleika- skelfing), viSleitni til þess aB brjótast alstaSar áfram til endimarka hins mögulega. Hvergi er þetta kannske jafn— auSsætt og í jurtaríkinu. ÞaS gagn- tekur mann, aS rekast á hinar fín- gerSustu blómjurtir uppi á jöðrum hins eilífa breSa, mitt i ferlegustu grjótauSn, þoku og kulda. Og þó hefir hin fagra jöklasóley vanið sig svo vig þessi skilyrSi, aS hún þrífst ekki annarstaSar. Líku máli gegnir um klifurgróSurinn, sem nælir sig uppeftir hinum harðhnj óskutegu klettahlíðum í Alpafjöllunum, til þess aS hagnýta sér hverja lúkufylli af mold, sem einhverja næringu er úr aS sjúga. Er samt sem áður ekki einhver lær dómur falinn í þessum endimarka— fyrirbrigSum? Geta þau ekki opnaö augu vor fyrir einhverju, sem oss annars ekki auSnaðist aS sjá? Eg man eftir pílviSi nálægt Oxford, sem óx á bakka Cherwell-árinnar. Ain hafði auðsjáanlega veriS rétt að því komin, aS grafa undan rótum píl- viðarins, og bylta honum í straum- inn. En þá hafði pílviSurinn beygt eina af sínum mörgu, mjúku grein- um beint ofan i ána, og þar hafði hún fest rætur djúpt í leðjunni, og orðiS digur og sterk. Nú stóS pílviður- inn þarna og haliaðist mikiS út yfir ána, en virtist standa traustum fótum á tveim stofnum. AS visu er þaS vegleg sjón aS sjá volduga eik á valllendi, þar sem frjómold er ærin, sólarljós og hiti. An þess hefði mað ur daufari skilning á grózku náttúr unnar. En þó finnst mér aS hinn Ltilfjörlegi pílvirCtir vig ‘Cherwéll, hafi kennt mér meira um sál jurt- anna. Baráttan fyrir tilverunni hafði nevtt hann á hugsanabrautir, ef svo mættí að orSi komast, sem aldrei opnast hinni miklu eik. Nú eru Islendingar aS vísu ekki endimarkaþjóð i þeim skilningi, er sjálfsagt va.r heimspejkingnum okk- ar í Weimar í huga. Til eru þjóðir j og kynkvislir, sem lifa enn norSar, { þjóðir sem enn erfiðara eiga upp- dráttar. En sem mcnn ingarþj óS er- um viS í nútiS, og höfum enn frek- ar i fortíðj veriS endimarkafyrir— brigði, og þaS i meira en einum skilningi. II. Það yrði of langt mál hér, aS gefa nokkurt yfirlit jyfir sögu íslenzíku þjóðarinnar. En mest af því sem nauðsynlegt er i þessu sambandi, má gefa í skyn meS þurrum tölum. Svo telzt til að um 1200 hafi íbúatala á Islandi veriS nær 100,000. Saman- *) O jæja, alstaðar er fólk.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.