Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.08.1927, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA. REIMSKRINGLA WINNIPEG 3. ÁGÚST 192T Hcítnskringla (StofanV 188«) Kemur At A bverjam m!1 EIGKNDXTR: VIKING PRESS, LTD. 853 «K 855 SARGENT AVE . WIJiSIPEfi TALSIMI: 86 537 V*rW blaWslno er $3 00 ArKanKurlnn borg- tat fyrlrfram. Allar borganir eendlst THE VIKING PREES LTD. BIGEPe HALLDÓRS frá Höfnum Riitstjóri. X'taBflakrlII ttl blabalns: HK VIHINfi PRESS, Ltd., Boa 81»S l’tanflakrlft tll rltatjlkransi RDITOR HEIMSKRLVGLA, Boi 31011 WUVNIPEG, MAN. "Heimalcrlngla ls publlsied by The Vlklna Preaa Ltd. and printed by CITV PRINTIIVG A PLBLISHMVG CO. R53-855 Saraent Aft- Wlnnlpe®, Man. Telepbone: .86 53 7 WINNIPEG, MANITOBA, 3. ÁGÚST 1927 Framsókn, Greinin, sem birtist hér á eftir í þýð- ingu, hefir legið hjá oss nokkuð lengi. Vinur vor, einn af myndarlegustu bænd- um í nágrannafylki voru, sendi oss hana til birtingar fyrir nokkru síðan. Greinin birtist fyrst í hinu ágæta bændablaði “Western Producer”, og er sérlega við- eigandi að birta hana nú, er efasemdar - raddir láta svo örðugt til sín heyra, sem væri framsóknarflokkurinn helzt dauður, eða að minnsta kosti svo lamaður, að hon um væri engin lífs von; sérstaklega hér í Manitoba. “The Western Producer” er óvenjulega vel ritað blað, hvort sem tekið er tillit til hreinnar skynsemi eða pennafærni. Rit- stjóri þess er ekki einungis einhver rit- færasti blaðamaður Canada, heldur ein- hver hreinskilnasti ritstjóri á meðal vor, og trölltryggasti við hugsjónir sínar. Vér ihöfum því miður engan slíkan mann meðal vor í Manitoba ennþá. Þess vegna er það áreiðanlega ekki úr vegi fyrir Heimskringlu, er nú undanfarið hefir bar ist algerlega og hreinskilnislega til sömu áttar, að gefa lesendum sínum — sem óneitanlega flestir eiga heima í Mani- toba — yfirlit yfir það hvernig litið er í öðrum landshlutum á afstöðu hreinnar framsóknar til gömlu flokkanna, hvort sem þeir ganga hreinskilnislega undir gamla conservative nafninu, eða þeir mála á sig falsmerkið “LIBERAL” stór- um stöfum. — Mætti vera að þessi grein lyki upp fáeinum augum, er enn hvlma í þeirri þoku, að ekkert geti nýtilegt frá íslenzkum penna komið, að allt sé ein- ungis viturlega hugsað, er enskumælt sé. “Fyrir mér hefir lengi legið spurning, svo lengi, að í vissum skilningi væri hún orðin ótímabær, ef ekki vildi svo til, að aðalkjarni hennar varðar enn vor við- fangsefni um nokkurn tíma. Spurning- una lagði fyrir mig síðastliðinn október, mjög hugsandi maður, er les bæðl “The Western Producer” og “The Farmer’s Sun”. Hann ber saman þessi tvö blöð, að ýmsu leyti, og setur því næst fram þessar athugasemdir: “Eitt atriði er mér þó ráðgáta. Báðir ritstjórarnir áfellast Robert Forke fyrir að ganga í ráðuneyti Kings. Eg þekki ekkert til Forke, en af blöðunum að dæma og ræðum hans í þinginu og annarsstað- ar, virðist mér hann vera heiðarlegur ná- ungi og hreinn og beinn, gæddur heil- brigðri skynsemi og góðum vilja . Hann* trúir á samvinnu og finnst hann ætti að vera fús til hennar, til þess að greiða fyrir opinberri ráðsmennsku. Ef þér eruð á öðru máli en eg í þessu efni, þá vildi eg gjarna vita hvernis’ þér komist að þeirri niðurstöðu”.” Þessari spurningu er ^alls ekki auð- svarað. Það má spyrja: “Hvemig geta tveir orðið samferða án þess að koma sér saman?” Og þó vitum vér að engir tveir menn, sæmilega einbeittir, em svo gerðir, að þeim beri saman um lífsskoð- anir í öllum smáatriðum. Ætli tveir menn sér að verða samferða, þá verða þeir að Þ°la hvor öðrum mismunandi skoðanir. Og þess fleiri, sem ætla sér að verða sam- ferða, eða vinrta saman, þess flóknara verður þetta viðfanysefni. Ágreiningur hlýtur að verða alltíður — og stunðum um býsna mikilvæg atriði — og við það verða menn að sætta sig, til þess að geta unnið saman að einhverju sameiginlegu takmarki. Þannig stóð t. d. á í ófriðnum við Þjóðverja. Mikið skildi lýðræðisla'hd ið Bretland og einveldið rússneska. En sá skoðanamismunur var um tíma að minnsta kosti, fyrir borð borinn, og þess- ar tvær þjóðir unnu saman að því mark miði að yfirstíga sameiginlegan óvin. Á líkan hátt ber Robert Forke og MacKen- zie King vafalaust margt á milli. En ef báðir æskja í alvöru að aka seglum sem haganlegast á stjómfleyi þessa lands, því skyldu þeir þá ekki vinna saman að því, að slíkt megi takast? Mr. Forke er kos- inn sem prógressív, og Mr. King sem liberal. En áreiðanlega ber ekki pró- gressívum og liberölum jafnmikið á milli og lýðræðislandinu Bretlandi og keisara- dæminu rússneska. Fyrst Bretar og Rúss ar gátu unnið saman, því þá ekki Mr. Forke og Mr. King? bragðanna. “Under which flag”, og “No truck or trade with the Yankees”, bar ágætis árangur 1911. “Canada fyrir Canadamenn”, hefir ár út og ár inn ver- ið óbrigðult til að halda fólki frá skyn- samlegri yfirvegun. Og ef að einstöku maður rís upp til mótmæla gegn þessum hégómavef, þá er nægilegt að slöngva á hann Bolshevikanafni, og hann er óhjálp- anlega brennimerktur í augum hvers “réttþenkjandi” borgara. Látum okkur nú íhuga, hvað progres- sivismi virkilega er. Þeim fer alltaf fjölg- andi, sem standa í þeirri meiningu, að þeir hafi gert merkilega uppgötvun. Þeir þykjast hafa komist að þvi, að sem stæði væri ekkert virkilegt þjóðveldi til. Það er að vísu satt, að við notum aðferðir og form þjóðveldis, en þegar til veruleikans kemur er allt öðru máli að gegna. í stað þjóðstjórnar, rekinni af þjóðinni sjálfri, í þágu þjóðarinnar, þá höfum vér fáJ- menna minnihlutg stjórn, sem ræður yf- ir hinum breiða meirihluta þjóðarinnar, með eigin hagsmuni fyrir augum. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt fyrirbrigði. minnihlutinn hefir ætíð .stjórnað fjöldan- um, — og stundum hefir maður orðið að játa, að heppilegt hefir verið að svo er. Skáldið segir, að þeir, sem hugsa, verði að stjórna þeim, sem erfiða; og þeir sem vinna, hafa alltaf verið fjölmennari en þeir sem hugsa. En það er ákaflega mikilvægur mlsmunur milli fyrritíma minnihluta-stjórna og minnihluta-stjórna nútímans. Fyr á tímum reyndi minni- hlutinn ekki að villa á sér heimildir. Það er að segja, þeir beittu valdi sínu feimu- laust sem minnihluti. Þeir unnu í dags- birtunni og fyrir allra augum. Allir vissu skil á, hverjir stjórnuðu. Nú víkur allt öðruvísi við. Hin virkilega stjórn er fal- in og ósýnileg. Hún leynist á bak við og vinnur undir yfirskini þjóðstjórnarfyrir- komulagsins. Það er satt, að nota verð- ur það fyrirkomulag sniðuglega, og stund um hefir það orðið stjórninni til mestu óþæginda. En fram að þessu hefir stjórninni ;— örsmáum minnihluta — tek ist að koma sínu fram hjá hinum risa- vaxna meirihluta, sem stjórna sér læt- ur. Hvernig er nú þessi minnihlutastjórn saman sett? í öllum svokölluðum sið- uðum ríkjum nútímans, er hin virkilega stjórn í höndum nokkurra hundraða — eða í mesta lagi þúsunda — auðmanna. Það, sem við köllum þjóðveldi — og hefir enda á sér yfirskin þe^s — er ekkert ann að en auðveldi. Einn eða tveir hringar af mönnum, ráða yfir óhemju auðmagni. Á milli þeirra er skipulagsbundin samvinna. Þeir koma saman oog ráða ráðum sínum á. stjórnarfundum, og þeir beita hinu ó- skaplega valdi, sem auðmagnið gefur þeim í hendur, til þess að hafa áhrif á landsmál. Til þess nota þeir ýms ráð. Fyrst og fremst ná þeir tangarhaldi 4 opinberum málgögnum. Við höfum öil heyrt söguna um manninn, sem var á- nægður með að aðrir önnuðust lagasetn- ingu lándsins, ef hann aðeins fengi að yrkja Ijóð þess. Auðhringar nútímans gefa ekki mikið fyrir söngva, nema þá helzt á ófriðartímum. En þeir hafa ör- uggt taumhald á blöðunum. Þeir dagar eru liðnir, þegar hugsjónamennimir og riddarar sannleikans keyptu prentvél fyr- ir nokkur hundruð dali, leigðu sér bak- herbergi og kveiktu í þjóðunum með mál gögnum sínum og flugritum. Blaða- mennska nHitímans krefst reksturfjár, svo nemur hundruðum þúsunda — og jafnvel miljónum dollara. Forgöngumað ur þess háttar fyrirtækis verður að vekja áhuga auðhringanna, til þess að geta aflað sér rekstursfjár. Og þannig fá auð- hringarnir strax frá upphafi færi á að ráða lögum og lofum hjá blöðunum. Enn fremur eru auglýsingarnar stærsti tekju- liður dagblaðanna. Og auðvaldið auglýsir feiknin öll. Og á þenna hátt nær það svo að segja algerðum yfirráðum yfir blöðunum. Ritstjórarnir éru sorglega oft aðeins leiguþý. Stundum er slakað á tjóðrinu, svo þeir sýnast óháðir, en undir niðri hjá þeim sjálfum er meðvitundin um afl, sem hvenær sem er getur boðið: Hingað og ekki lengra. Aðferðirnar til að hafa áhrif á almenn- ingsálitið í gegnum blöðin eru tiltölulega einfaldar. Einn vegurinn er að bæla nið- ur vissar hliðar mála, eða rangfæra þær. Annar, mútur eða þá brottvikning rit- stjóranna. Þriðja, særingar í nafni föð- urlandsástarinnar, kynstofnsins eða trúar En auðhringarnir hafa líka hönd í bagga með kirkjum og skólum. Nútíðar kirkjur eru dýr fyrirtæki, með pípuorgel- um .sínum, leikfimissölum og tennisvöll- um, launuðum organistum, prestum og iíknar-kvendjáknum. Auðvaldið er í söfn uðunum með því þegjandi skilyrði, að prestarnir haldi sér eingöngu við “pré- dikun orðsins”. Það þýðir, að ef snefill af anda Esaiasar, Amosar eða Míka, fyr- irfinnst í ræðunni, má presturinn vita, á hverju hann má eiga von. En þar sem að skólarnir glæða frekar áhuga prests- efnanna fyrir guðfræðisvafningum mið- aldanna, en iðnaðar- og hagfræðismáJ- um tuttugustu aldarinnar, halda kirkj- urnar sér venjulega innan þeirra tak- marka, áð auðvaldið hefir ekki ástæðu til að taka harkalega í taumana. Sama máli gegnir með háskólana. Þess ar nútímans miðstöðvar ljóss og lærdóms þarfnast mikils fjár. Bókasöfn, tilrauna- stofur, kennaraíbúðir, ræðusalir og æfð- ir sérfræðingar, kostar meira en smá- skilding. Og auðvaldið er beðið að hlaupa undir baggann. Vilji einhver auð kýfingurinn af náð sinni taka sæti í skóla- ráðinu, er því tekið með þökkum og hrifningu. Og auðskiljanlega engu síður ef hann gæfi til skólans, strax eða með erfðaskrá, nokkur hundruð þúsund dali. Ekki ber þó að skilja orð mín svo, að allar opinberar stofnanir Uútímans séu Ieiguþý. Það eru prófessorar á hátekól- um vorum, kennarar í miðskólum, prest- ar í prédikunarstólum, og blaðamenn í ritstjórnarsessum, sem rísa gegn gerræði auðvaldsins og verða því ekki samdauna. En samt sem áður er vald það, sem menn er það eina augnamið hafa í lífinu, að sölsa undir sig auðæfi, hafa yfir þessum stofnunum, einhver lalvarlegasta hætta samtíðar vorrar. * * * En eg er kominn langt frá efninu. Hver er stefnuskrá prógressívismans? Það er þjóðræði í mótsetningu við auðveldi. Þess vegna stendur það á öndverðum meið bæði við .conservatíva og hina svoköll- uðu liberala. Þó hefir það ekki alltaf verið svo. Conservatívar hafa ætíð ver- ið flokkur auðs og sérréttinda. En það voru þeir tímar að liberalar virkilega höfðu réttindi alþýðu á stefnuskrá sinni. Sá tími er nú liðinn. Báðir flokkarnir eru komnir undir yfirráð auðvaldsins. Það skiftir tiltölulega litlu máli, hvort stjórnin í Ottawa kallar sig conservative eða lib- eral. Það eru einungis tvær grímur. ____ önnur, látum okkur segja með andlits- dráttum Mackenzie King, og hin, með útliti Hugh Guthrie. Þessir grímumenn stara illilega hvor á annan, og kastast á brígslyrðum, og þjóðin horfir hugfangin á burtreiðar þeirra. En ailan tímann er auðvaldið á felum á bak við þá, og skip- ar fyrir, hvað hver skuli segja og gera. Og þessu mun fara fram, svo lengi sem þjóðin ekki beinir athygli sinni frá þess- um leikara-burtreiðum grímumannanna. og að hinum virkilegu valdhöfum. En hvernig getur auðvaldið náð valdi yfir báðum flokkum? óbeinlínis gegn- um yfirráð þau, sem þeim hefir hepn- ast að ná yfir þjóðinni, með undirróðri sínum við opinberar stofnanir, dagblöð- in, kirkjuna og skólana, og beinlínis með fjárframlögum til beggja flokka. Eg held ekki, að nokkur vafi geti leikið á, að það sé tilfellið. Eg hefi hér fyrir framan mig eintak af Hansard frá 1914. Á blaðsíðu 3737 standa þessi ummæli Mr. R. B. Ben- nett: “Eg fullyrði að hver maður, sem viH leggja sig niður við að lesa valdasögu þeirra Mackenzie og Mann, mun finna óslitna slóð af þingræðisspillingu, af und- irróðri utan þings, og spillingu ríkisstofn- ana, af siðferðishnignun í opinberum málarekstri.....Báðum þingflokkunum er um að kenna. Ekki þarf annað en að líta á í lagabókunum, styrk þann, sem þessu félagi er veittur. Aðeins örfáum dögum fyrir almennar kosningar, kemur annar flokkurinn með uppástungur, sem hinn samþykkir. Þeir verða að koma með nokkrar spurningar, til þess að fjár- styrkurinn til flokksins verði nægilega hár...... Hver er sá sem efast um, að Mr. Ben- nett segi sannleikann, að báðir flokkar hafi fengið fjárstyrk úr sömu stöðum? Og hverjum dettur í hug að það sama eigi sér ekki stað í dag? Ef einhver væri. sem efaðist um það, ætti hann að lesa ritstjórnargreinir “The Western Producer” fyrirfarandi um spillinguna, sem komið hef ir í ljós við tollrannsóknirnar. Og hver er sá, sem ekki sér í hendi sinni, að slíkar uppljóstr- anir eru aðeins strá, sem sýna hvert vindurinn blæs? Brugg- ararnir eru ekki einir um mút- urnar. Vér vorum svo heppn- ir að geta staðið suma þeirra að verki. En stjórnmálaflokk- ar, Sem þiggja mútur af brugg- urunum, þiggja þær eins frá járnbrautarfélögum, frá toll- hagsmunamönnum, frá hverj- um sem er. Og sumir hverjir eru komnir á þá skoðun, að hið núverandi tveggja flokka fyrir komulag vort, sé maðksmogið niður til róta. ¥ * ¥ Progressive flokkurinn, er til orðinn sem lifandi mótmæli gegn þessu fyrirkomulagi. Afstaða hans er sú sama, sem liberala flokksins var, en er nú ekki lengur. Hvernig gæti þá verið um nokkurskonar sam- band að tala milli liberala og prógressíva? í stríðinu gegn Þjóðverjum gekk þjóðveldið Engla-nd í bandalag við kéis- aradæmið Rússland. En setj- um svo að okkur hefði grun- að, að Rússland væri leynilega á mála hjá Þjóðverjum. Eða hugsum okkur að vér hefðum komist að því að bæði Rússland og Þýzkaland þægju mútur af einhverju ríki fjandsamlegu Stóra Bretlandi. Þá hefði au(5- vitað bandalag við Rússland verið óhugsandi. Það sama er tilfellið með oss prógressíva. Við erum þeirrar trúar, að bæði conserva tívar og liberalar séu leynilega á mála hjá stórum auðfélögum, sem sækist eftir yfirráðum, ekki með hag heildarinnar fyrir aug- um, heldur aðeins fárra manna hagsmuni. Hvaða svör hefði Mr. Forke átt að gefa Mr. King, þegar hann leitaði hófanna um bandalag? Hann hefði átt að týsa stefnuskrá sinni. Hann' hefði átt að segja Mr. King, að þegar liberalar hefðu dustað allt spillingarrykið af pilsum sér, þegar þeir neituðu öllum leyni legum mútum, þegar þeir gerðu heyrum kunna alla fjárstyrkt- armenn sína, þegar þeir sýndu að þeir vildu gera sitt ítrasta. til þess að binda enda á yfirráða martröð nokkur hundraða — eða þúsunda auðmanna, þegar þeir sýndu einlægan lit á að gefa oss þjóðveldi í stað auð- valds, — þá og ekki fyr, gæti hann sem sannur prógressív rétt þeim hendi til samvinnu. Eg er sannfærður um, að á þann veg hefði orðið svar margra þingmanna. Þó eg hafi engar sannanir fyrir því, grpn- ar mig fastlega, að Mr. Wobds- worth hefði gefið Mr. King svip uð svör, ef hann hefði mælst til samvinnu við flokk hans. En mútur þýða ekki við Mr. Woods worth. Eg er ekki hér að gefa í skyn, að Mr. Forke hafi látið bera á sig fémútur. Eg býst varla við að hann hafi verið sér þess meðvitandi að hafa látið múta sér á nokkurn hátt. En eftir því sem eg get bezt séð, hefir hann slegið af í grundvall- aratriðunum, sem eru aðal uppi staða prógressív flokksins. * * * I Önnur spurning er að vakna í hugum prógressíva: Er ekki tveggja flokka fyrirkomulagið orðið alveg úrelt? Og býður það ekki beinlínis þjóðmálaspill ingu til innreiðar? Stefnir ekki sú hugmynd, að mynda stjórn af meðlimum eins flokks ein- göngu, að eins miklu framtaks- leysi os hugsast getur? En prógressívar hafa ennþá ekkert kveðið upp um í því sambandi; og í þetta skifti er ekki rúm fyrir rökræðslu um I það í blaðinu. Islenzk menning. Frh. IV. Alþýðuskáld vor og- alþýðurithöf- undar verðskulda sérstaka umgetn- í ingu. | I siðustu þrjár aldir, hafa þeir haft stórkostlega þýðingu fvrir ís — lenzkt bókmenntalif. Það er ekki óalgengt, að komið hef ir í ljós meðal fátækasta hluta þjóð- arinnar eindregr.ir bókmenrttahaöfi— leikar. Slík dæmi gefa rnanni ein- stakt tækifæri til að vera sjónarvott- ur að, hvernig skáldskaparþráin sigr- ast á öllum erfiðleikum. I vesturhluta Canada býr bóndi! að nafni Stephan G. Stephansson. Hanrr flutti af Islandi tæpra 20 ára gam- all. Hann er alihn upp á fjórum af- dalakotum, sem nú eru löigst í eyði. Snemma bar á lærdómsfýsn hjá h»num, en bókakostur var lítill heima fvrir, og hærinn afskekktur. Einrt veturinn las hann Ibiblíuna þrisvar sinnum spjaldanna á milli. Um upp- fræðslu utan heimilisins var ekki að tala. I hinu nýja föðurlandi hefir Hf hans verið þrotlaust erfiði. Þrisvar sinnum hefir hann numið nýtt land og rutt og ræktað, og hefir smátt og smátt hafi&t til sæmilegra efna. En þar að auki hefir hann gefif5 út fimm stór bindi af kvæðum, sem hann kallar “Andvökur”, og er það vafalaust réttnefni, því dags-ann- ir hafa annars krafist en lesturs og skrifta. Það er kjarnmiki!!, stundum nokk uð vandskilinn kveðskapur. En margt er þar, sem stendur á frámunalega háu listastígi: Djúpvitur kvæði. hæf- in snjallyrði, fínn og viðkvæmur lyr- iskur skáldskapur. Hann stendur ekki einungis í fremstu fvlkingu með- al skálda sinnar eigin þjóðar. heldur mundi hann tvímælalaust vera viður- kenndur mesta skáld hinna brezku nýlenda, ef enskumælandi þjóðir gætu lesið kvæði hans. En þau eru öll ort á íslenzku og vart þýðanleg. Stíll hans er kjarnmikill og orða— fjöldi hans ótrúlega mikill. Lengf vel stóg eg í þeirri meiningu, að hann hlyti að eiga ágætt islenzkt bókasafn, og undraðist þó hið óvið- jafnanlega orðaminni hans, þar sem hann aðeins einu sinni á 53 árum hafði stigifi fæti á Tsland (í heim'boði til Islands 1917). Nú er mér kunn— ugt um, að í öll þessi ár hefir hann haft mjög lítinn bókakost. Eg get gengið inn á að hann sé undantekn- ing. En undantekningarnar verða Hka að standa á einhverskonar merg. Og það er hin afi arfi þegna íslenzka alþýðumenning, er hann hefir byggt á. Frá vörum föður og móður, úr þjóðsögnum og æfintýrum. hefir Stephan fengið undirstöður til þeirr- ar menntunar, sem hefir gert honum kleift að bræða um ensk og ame— risk áhrif, og finna þeim fullhæfaii íslenzkan búning. En til þess að vera ekki um of vandfýsinn skal nú minnst á, fjórar bækur, sem igefnar voru út í hitteð— fyrra, og lýsa ástæðum höfunda þeirra í fáum orðum. Hin fyrsta er kéæðabók eftir tví- burasysturnar Olíjui og Herdísi And- résdætur, sem nú eru 68 ára gamlar. Þær eru ættaðar af Vesturlandi og komnar af merku en fátæku fólki. Aldei hafa þær inn fyrir skóladyr komið. og unni« baki brotnu alla æfi. Frá barnsaldri hafa þær feng- ist við ljóðagerð, en aldrei dottið til htigar að ííalda kveðskap sínum sam- an, hvag þá koma honum á prent.. Nú eru þær báðar fluttar til Reykja- vikur, og allir, sem hafa kynnst þeim, meta þær mikils, hæði vegna óausan legs fróðleiks af alþýðusögnum, og sakir menningar þeirra og niannkosta. Nokkrir vinJr þeirra, sem heyrt höfðu einstöku af kvæðum þeirra. fengtt þær til að skrifa upp þag (sem þær mundu, og úrval af því var síðan gefið út. Því miður er þess ekki kostur, að gefa hér sýnishorn af kvæðttm þessum. Nægja verður að geta þess, að hinni litlu kvæðabók hefir verið tekið með einróma að— dáun, og það ekki sízt meðal mestu menntamanna landsins, heima sem er— lendis. Næsta bókin, sem eg ætla að minn- ast á, er smásöigusafn eftir fimtuga hóndakonu af Norðurlandi. Venju- lega byrja ekki alþýðuhöfundar okk ar að yrkja fyr en þeir eru komnfr

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.