Heimskringla - 14.09.1927, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.09.1927, Blaðsíða 4
♦. BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. SEPT. 1927- Htfitnskrinjjla < StofnuO 1KH6) Kemor flt II bverjnm mlHvlkadegrl. EIGE?CDUR: VIKING PRESS, LTD. K.-.:S ,,K S.%,- SARfiENT AVE, WINNIPEG TAI.SlMI: s« r.:s7 VerD blaDstns er $3.00 árgangurlnn borg Ist fyrlrfram. Allar borganir sendlst 'l’HE VIKING PRlEES LTD. 8IGFÚS HALLDÓRS Irá Höfnum Bltstjóri. ('tnnAMkrllt tll blHftnlnoi THE VIKING PIIESS, litd., Bnx 3105 litnnAMkrlft tll rltMt JAranM í EDITOIt IIEIHfSKIVIiVfiliA, H«* 310.5 WIIVMPEG, MAK. "Heimskringrla is publis>ied by The ViklnK l’rron litd. and printed by CIT\ PRINTIXG * PUBIilSHING CO. M.’Ut-HK.I Snrftciit .4 ve., Wlnnlpejf, Mnn. Telephnne: .K0 53 7 WINNIPEG, MAN. 14. SEPTEMBER 1927 Hudsonsflóabrautin. Hin skyndilega ákvörðun Mr. Dunning um að hætta við hafnargerðina í Nelson- mynninu, en leggja brautina lil Churchill og byggja þar höfn, kom mörgum, ef til vill flestum á óvart, þótt Mr. Dunning með þingræðu sinni í vetur auðsjáanlega og ómótmælanlega skildi sér eftir báðar leið ir jafnopnar. Eru enn margir sem furða sig á þessari skyndi-ráðstöfun, þótt hin- ir séu miklu fleiri, er virðast þegar hafa sætt sig við úrskurð Mr. Dunnings, og þá náttúrlega með sérstöku tilliti til álits hafnarverkfræðingsins enska, Mr. Palm- er, er úrskurðurinn byggist á fyrir al- menirings sjónum. Heimskringla hefir þegar birt lesendum sínum forsendur og ályktanir þeirra Paimer og Dunning, og þykir því rétt að lofa lesendum að virða fyrir sér álit þeirra, er óánægðastir eru með eindæmið, er Mr. Dunning bjó sér sjálfur í hendur. / Sjálfsagt hefir ekkert blað rætt þetta mál greinilegar en Winnipegblaðið Free Press. Þótt hægt fari það í sakirnar, er auðséð að blaðið telur mjög misráðið af Mr. Dunning, að taka sér eindæmið til þess að skifta um hafnir. Enda verður ekki annað sagt, en að ritstjórinn, Mr. Dafoe, færi ýms góð rök fyrir sínu máli, en hann ber safnan álit Mr. Palmer, og á- lit ýmsra þeirra, er áður höfðu bezt kynt sér staðhætti og möguleika. Be2t er þetta gert í tveim ritstjórnargreinum, 20. og 31 ágúst, er hafa að fyrirsögn: “Hverjar voru ástæðurnar?” og “Verkfræðingana grein- ir á”. Skal hér rakið aðalinnihald þeirra * * * * Blaðið kveðst ekki vera að gera tilraun til þess að sanna það endilega, að Dun- nig og Palmer hafi haft rangt fyrir sér, er þeir afréðu að skifta um hafnir. En á hinn bóginn þá séu staðhæfingarnar í bráðabirgðaskýrslir Mr. Palmer, svo á- kveðnar og afdráttarlausar um það, að Fort Churchill sé langtum ákjósanlegri hafnarstaður en mynni Nelsonfijótsins, að með því að kyngja þeim skilyrðislaust og athugasemdalaust, geri menn rangt til hæfileikum og hoilustu ýmsra mætra manna, verkfræðinga, stjórnmálamanria o. fl., er eftir að minnsta kosti jafnítar- legar athuganir og Mr. Palmer gerði, hafi komist að annari niðurstöðu, að nokkru eða jafnvel öllu leyti. Síðan ber blaðið saman álit Mr. Palmer^við fyrri skýrslur \r fram hafa komið, lið fyrir lið. * * * Fyrst segi Mr. Palmer, að jafnstóra höfn sé hægt að byggja við Churchill og við Nelson með hálfu minni kostnaði.* — Þetta sé þvert ofan í álit það er Mr. Bow- den, yfirverkfræðingur samgöngumála- deildar stjórnarráðsins, hafi lagt fyrir öld- ungaráðsnefndina T920. —- Mr. Palmer segi að botnmokstur (dredging) til hafn- i ardýpkunar verði ódýrari við Churchiil; Mr. Bowden hafi sagt að hann mundi verða dýrari, og þar með dýrara að gera stóra höfn við Churchill en við Nelson. Nú sá það að vísu fundið þessum staðhæfingum Bowdens til foráttu, að ekki hafi fundist í / skjalasafni samgöngumálaráðuneytisin3 neinar skýrslur, er séð verði að Mr. Bow- den gæti byggt ályktanir sínar á. Full- yrðir blaðið, að þær skýrslur hljóti að hafa farist fyrir trassaskap, séu þær ekki hand bærar enn, því að Mr. Bowden hafi tekið það skýrt fram, að hann talaði “sam- kvæmt skýrslum”. Um botnmoksturinn t. d. hafi hann sagt, að verkfræðinga- skýrslur beri með sér að til hafnardýpkun ar við Nelson megi komast af með sand- sugu (hyd^uiic dredge), þar sem Við Churchill væri ekki til neins að reyna neitt annað en botnsköfur (dipper dred- ges) til dýpkunar. Þá segi Palmer að sex £,r myndi þurfa til þess að ljúka við Nel- sonhöfnina. Bowden hafi sagt að fjögur ár myndu nægja. Þá segi Mr. Palmer að Nelsonhöfnin sé svo opin fyrir norðaustanvindum, að þar þyrfti að byggja öldubrjót. Þetta hafi aldrei heyrst fyr og þó verið íhugað 1920. Hafi D. W. McLachlan, umsjónármaður hafnarvinnunnar við Nelson í nokkur ár, borið það fyrir öldungaráðsnefndinni, að fyrfr utan rifið er liggi að hafnarmynn- inu sé oft rokstormur. “En öldurnar verði æ því minni, sem lengra dragi upp eftir mynninu, og álíti hann skipum engan vanda af því stafa, að liggja við hafnar- bryggjur, þótt í norðaustanvindi sé. Sömu skoðunar hafi I. B. Tyrreil verið, sem “þó hafi verið mjög hlynntur Churchill hafnarstæðinu. Hafi hann komist svo að orði við öldungaráðsnefndina: “Þegar hvasst ef, jafnvel þótt á norð- austan sé, brotna sjóirnir á grunninu langt fyrir utan, svo að tayriega er rétt- mætt að segja, að veðrið nái sér að fullu niðri inni á höfninni. Það gerir það ekki. Brotsjóirnir falla langtum utar. Þeirra gætir ekki þegar inn er komið.” * * * Þá kemur blaðið að því, er það auð- vitað telur einna mest um vert, hve lengi sé skipfært úr höfn og í, á hvorum staðn- um um sig. Mr. Palmer, sem vitaniega þekkir þar ekkert til af eigin reynslu, segi að ekkert verði byggt á skýrslum þeim, er þar að lúti. Dregur blaðið í efa, að nokk uð sé hægt um það mál að fullyrða, unz miklu fullkomnari og áreiðanlegri rann- sóknir hafi farið fram, en álítur þó að öll líkindi séu til þess, að lengri tíma árs sé hafskipafært til Nelson en Churchill Sé nokkurn veginn fulla vissu auðvelt að fá um það, hve lengi sé skipfært til Churc- hill; við Nelson sé það undir atvikum komið. Churchill höfnina leggi einhvern- tíma í nóvember, og taki ekki af henni ís fyr en í júní. Úr því að losni um ísinn, sé enginn trafali af honum lengur; hann reki þegar allan til hafis, og suður flóann fyrir hafstraumum. Fyrstu skýrslur til samanburðar um þessi efni séu frá 1910. Séu þar prentaðar athuganir um 'lagningu og leysingu á þessum höfnum, er starfs- menn Hudson’s Bay félagsins hafi gert um hundrað ára skeið. Hafi verkfræðing ur sá, er vann úr þessum athugunum, kojmist að þeirri niðurstöðu: ?‘Að Nelson sé skipfær einum til tveim mánuðum lengur á ári en Churchill. Styzt tímabil sjófært við Nelson er jafnlangt og lengst við Churchill. Þessir starfsirienn (Hudson’s Bay) fullyrða, að Nelson leggi aldrei að fullu þvert yfir, þótt rekís sé þar meiri og minni yfir vetrarmánuðina.” Blaðið telur nægar sannanir fyrir þessu, að Nelsonmynnið sé au<t miklui lengur en höfnin í Churchill. T. d. hermi skýrslur yfirverkfræðings samgöngumáiadeildarinn ar 1925—26: “Mynni Nelsonfljótsins var autt frá 27. maí 1925 þangað til í janúar 1926, og 2í). maí var fljótið autt upp að Flamboro llead.” Blaðið bendir á, að það hafi Verið fundið til, að ekki væri skipfært allan tím- ann til Nelson, sem fljótið væri a-utt, af því að ísrek myndi kaffæra og enda eyði- leSgja leiðarduflin, svo að örugg sigling gæti ekki átt sér stað meðan á því stæði. Þótt svo kynni að vera nú, þá gæti allt öðru máli verið að gegna eftir nokkur ár. Benti til þess framburður Mr. McLachlans frammi fyrir (lídungaráðsnefndinni, sér- staklega þessi orð: “Einn erfiðleikinn við siglingar til Nel- sonhafnarinnar er sá, að vafalítið er skip- fært orðið, áður en hægt væri að setja út leiðarduflin; með öðrum orðum: ísrek gæti verið svo mikið að tæki af duflin, og þó ekki svo mikið, að ekki væri skip- gengt inn í höfnina....Vita má byggja, er sjáist utan af hafi, og inn skipaleiðina til hafnargarða, og lengist þá siglingatím- j inn.” , Skýrslumar, sem fyrir hendi liggja, gefa í skyn, að með vísindalegri tækní megi lengja si^lingatímann til Nelson um tvo mánuði, ef til vill. En siglingatíminn -I Fort Churchill er strangskorðaður af árstíðum og veðráttufari. Þá hafi Mr. Palmer gert mikið úr því, að Churchillhöfnin lægi beint að hafi, svo að skip kæmust þar inn á öllum tímum dags og nætur, en í mynni Nelsonfljótsins gætti svo flóðs og fjöru, að stórskip yrðu að sæta sjávarfölhim, vegna sandrifja og grynninga um útfiri. En þetta hafi verk- fræöingum þeim, er Nelson rannsökuðu í áður, verið fyllilega jafnljóst og Mr. Pal- | mer, án þess þó að þeir léti sér það í aug- i um vaxa, hvort serii þeim hafi þar skjátl- j ast eða eigi; enda sé það víst, að víða um heim hafi stórar hafnir verið gerðar í fljót um, þar sem flóðs og fjöru gætti með lík- um hætti og í Nelsonfljótl. Hafi verk- fræðingarnir er Nelson völdu árið 1913, ekki álitið þessa annmarka verri en svo, að þeir hafi ekki að öilu saman lögðu tek- ið Nelson fram yfir Churchill. Hafi þeir í því efni, eins og reyndar í öllu, verið á þveröfugri skoðun við Mr. Palmer. Ý Blaðið telur Mr. Bowden hafa valdið mestu um það, að hafnarstæðið var valið við Nelson, en ekki við Churchill. Hafi hann þó verið vel kunnugur í Churchil), vitað að höfn var þar betri frá náttúrunn- ar bendi. Samt hafi hann koðiist að þeirri niðurstöðu, eftir fjögra ára rann- sóknir og íhugun, að við Nelson væri hafnarstæði hagkvæmara. lÁstæðurngr fyrir þessari niðurstöðu séu sumar á allra vitorði, en aðrar megi segja að liggi í augum uppi. í fyrsta lagi sé járnbrautin styttri til Nelson, um 90 míl um, og muni sú vegagerð töluverðu, land- veg. Þar að auki sé skipaleið mun leng- ur opin við Nelson. Ennfremur sé til- tölulega au'ðvelt að gera skipaleið, ef þurfa þyki með tímanum, jafnvel alla ieið suður til Winnipeg, sem ómögulegt sé frá ChurchiII. Muni Mr. Bowden hafa haft þá vatnaleið fyrir augum. * * ¥ Þá telur blaðið ekki minnst um það vert, að föngulegra sé til aðdrátta á ýms- an hátt umhverfis Nelson en Churchill. ( Virðist menn hafa gleymt því, að Ontario- ■ fylki hafi beðið um og fengið 5 míina breiða ræmu, frá fylkjamærunum til Nel- son. Hvers vegna? Auðvitað í því skyni að koma járnbraut gegnum norðurhluta Ontariofylkis, norður að Nelson, og hefði þá risið upp annar hafnarbær sunnan við fljótið. ¥ v * Aðf síðustu telur blaðið, að djarfmann- legri'og stórfenglegri framsýn hafi ráðið með þeim, er kusu hafnarstæði við Nel- son; og canadiskum stórhug samboðnari. Haf þar verið litið fram til stórkost- legri þróunar Norðurbyggða og hraðar vaxandi framleiðslustraums um þær leið- ir, heldur en gert sé ráð fyrir með hafn- argerðinni við Churchill. Nú geti að vísu tíminn einn sannað, hvort þeir, er stærra sáu, hafi haft réttara fyrir sér. , En sann- arlega séu hugmyndir þeirra verðar at- hyglis og allrar virðingar. Heyr! Heyr! Hinn nafnkunni máiafærslumaður frá Chicago, Aaron Sapiro, Gyðingurinn, sem Henry Ford varð nýlega að láta í minni pokann fyrir, er, sem flestir vita, sá mað- ur er hveitisamlögin hér eiga tilveru sína sennilega frekar að þakka, en líokkrum einstökum manni öðrum. Undanfarið hefir hann komið þeirri hugmynd í dags- ljósið, að þegar viss fjöldi kornbænda sé frjálsum vilja genginn í kornsölusamlag fylkis síns, eða löggjafarumboðs, þá skuli hinir með lögum skyldaðir til þess að selja í samlaginu.—Winnipegblaðið Free Preps fjargviðraðist um þetta í ritstjórn- argrein nýlega. í tilefni af því sendi hinn ágæti f'yrverandi ritstjóri “Kelvington Ra- dio”, Bogi Bjarnason, ritstjóranum bréf er birtist í Free Press vikuna sem leið. — Getum vér ekki stillt oss um að taka oss það bessaleyfi, að þýða bréfið lauslega og birta það. Þannig uppsoðið hljóðar það á þessa leið: “Herra ritstjóri: — í ritstjórnargrein yðar er birtist 30. ágúst með fyrirsögninni “Enga nauðung”, fyirdæmið. þér tillögu Aaron Sapiro, sem er á þá leið, að þegar meðlimafjöldi hafi náð vissri hlutfallslegri hæð, að þá ætti með löggjöf að knýja þá bændur, er utan samlags standa, til þess að afhenda samlögunum söluumboð sitt. Þér viljið telja þetta háskalega tiilögu, ó- brezka og því nær óhugsandi. “Ef 75% ætla sér að neyða hin. 25 % til þess að verða sér samferða, þá er úti um friðinn.” (Yðar orð.) Hvenær varð slík þvingun svo hræði- leg, sem þér viljið vera láta? Er ekki allt vort félags- og búskaparlag byggt á þving un — lagaskipunum um að breyta svona og svona, gera ekki hitt og þetta? Vér höfum aðhald á ótal vegu; og félagslíf vort alit er háð þvingun, er meirihlutinn hef- ir lagt á minnihlutann í þeirri trú, að slfkt aðhald og þvingun væri ekki aðeins meiri hlutqnum, heldur allri heildinni til bless- unar. Ef 25 af hundraði stofina í hættu sam- vinnufyrirtækjum 75 af hundraði. þá hef- ir meirihlutinn rétt til þess að leitast vi3 með löggjöf, að neyða minnihlutann ti! þess að láta af því, að sitja fyrirtækinu til höfuðs. Sé Saskatchewanbú- um heimilt að neyða ölgerðar- hús fýlkisins til þess að selja framleiðslu sína alla í hendur á- fengisnefndinni til umboðssölu, þá er líka heimilt félagsbundn um bændum, þar sem þeir eru í miklum meirihluta, að láta vilja sinn um afurðasölu ráða fyrir minnihlutanum, þegar fullvissa | er fengin um, að það sé heild- inni til blessunar. Slíks eru ótal dæmi. Og hvenær varð það svo ógur legt og háskalegt, að félags- bundnir jarðyrkjumenn eða iðn- aðarmenn leiti lagaskipunar um sameiginlega velferð sína? Það var ekki talið að “blanda sér í póitík”, þegar samlögin !ögð- ust á eitt með að breyta korn- lögunum (sbr. brttl. Campbells). Það sem Sapiro sennilega átti við, er hann réði samlögunum til að halda sér frá pólitík, var að halda sér frá flokkapólítík — en það er allt annar handleggur. Það skal játað að þér eruð í góðum félagsskap með grein yð ar og skoðanir — allir korn- kaupmennirnir ljúka upp þeim sama munni. En þegar þér fuil- yrðið að “Mr. Sapiro sé versti óvinur samlaganna, er hann leggur þetta til” (að utansam- lagsbændur verði að selja í sam laginu), og að “samlagsfor- mennirnir viti það”, þá takið þér meira upp í yður en þér eruð færir um. Bogi Bjarnason.” Kelvington, Sask., 2. sept. ---1--- — x------- Kirkjuför mín. — i Eg var búinn að vinna heilt ár án afláts, sem vökumaður fyrir Mackie myinufélagið í Markham, Wash., 15 mílur suð- ur af Aberdeen á “Johns”-ánni. Eg hafði aldrei heyrt talað um annað en hnefa- og knattleika hetjur, kvikmyndadúfur “bootleggers því til að lyfta mér upp um jól- in, endurnýja kunningsskáp við vini og vandamenn í Ballard. — Eg var svo heppinn að koma rétt í tíma til þess að sitja mán- aðarfund Þjóðræknisfélagsins Vestra. Á fiundinum mætti eg séra Rúnólfi Marteinssyni, presti Hallgríms safnaðar. Eg haði aðeins séð hann einu sinni áður, á Alaska-Yukon sýning- unni 1909. Við tókumst strax tali, og mér fannst við mvnd- um geta átt .samleið, ef við kynntumst nánar. Hann kvaðst muna eftir mér frá því á frum- byggjaárum íslendinga í Win- nipeg. í fundarlok segi eg honum að nú ætli eg að koma að hlusta á hann á sunnudag- inn, og þá vprði hann að vanda sig. “Já, gerðu það” sagði hann og brosti. Á sunnudagsmorguninn fór eg árla á fætur. Rakaði mig og þvoði og klæddist sparifötun- um. Konan kvaðfet ekki nógu frísk til að fara í kirkju. — Og nú lagði eg ef stað niður 28. Avenue. Sólskin var og blíð- ' viðri. Og mér fannst eg vera nú tíu árum yngri, að ganga nú í sólskininu um dagtíma, eftir allt næturskröltið. Eg kom við hjá frænku minni, Mrs. B. O. Jóhannson, ætlaði að taka hana með mér; en hún kvaðst fara í kirkju á kvöldin eingöngu. Svo fór eg út og hélt áfram niður 70. stræti. Á því stræti var mér skrifað, að íslendingar í Ballard hefðu keypt sér kirkju. Eg mundi eftir tveim kirkjum á því stræti austur af 28. Avenue. — Nú sneri eg í austurátt og mætti brátt hóp af sunnudagaskóla- börnum. Þrjár dætur frænku minnar vom í hópnum. Þær brostu til mín, og eg á móti. Eg var í guðrækilegum hugleið ingum. Efst f huga mér lá vers Hallgríms heitins Péturssonar: “Þá þú gengur í guðshús inn” o. s. frv. Og nú var eg að nálg- ast kirkju. Þetta er kirkja landa, hugsaði eg. DODD’S nýrnapillur eru bezta. nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidnej' Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluro lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. ur kirkja og rétt mátulega stór fyrir þenna litla hóp safnaðar- ins. Tveir menn stóðu við há- ar tröppur, er lágu með vestur- hliðinni upp á pall fyrir fram- an andddyri kirkjunnar’. Mér fannst af öllum hreyfingum þeirra að dæma, að þetta væru. íslendingar, svo eg greiddi spor- ið og ætlaði að ná tali af þeim og fá vissu um að þetta væri kirkja íslendinga. En áður en eg náði þeim tóku þeir til fót- anna upp tröppurnar inn í and- dyriij, og þar náði eg þeim. Eg þekkti hvorugan þeirra, en furð aði mig þó ekkert á því, því eg vlssi að margir höfðu bæzt við íslenzka hópinn meðan eg var fjarverandi. Og nú gekk ég inn. Það var verið að syngja. \Það fyrsta, sem eg rak augun í, var geysi- mjór og langur maður, er stóð með bók í hendi aftan við ræðu stólinn. Þá datt mér í hug Jónas heitinn Jónsson er eg gisti hjá í Milwaukee fyrsta árið, sem eg var í Ameríku. Landar þar kölluðu hann “Prestlang”. Mað ur sat á stól á bak við þenna prestlang; eg sá aðeins fótleggi hans. Þetta hlýtur að vera sr. Rúnólfur Marteiiisson. Hann hefir líklega fengið sér aðstoðar mann við þetta hátíðlega tæki- færi, að eg kom í kirkju, hugs- aði eg. Nú leit eg í kringum mig og þekkti engann. Allir sátu undir söngnum nema sá langi; og hann beljaði svo hátt að heyrðist yfir alla. Hvenær hafa prestar kirkjufélagsins ís- Ienzka tekið upp þapn sið, að láta söfnuðinn sitja undir söngn um? Eg mundi eftir því, þegar eg var síðast í kirkju, að allir stóðu meðan sungið var, og það líka, að séra Jónas A. Sigurðs- son gaf okkur vísbendingu um að standa upp, ef við sýndum hik á okkur að gera það, þegar byrjað var að syngja. Það er breyting til batnaðar, hugsaði eg. Eg hafði aldrei getað átt- að mig á því, hvers vegna örvasa gamalmenni og konur með börn í fangi voru neydd til þess að standa meðan þrjátíu álna Iangur sálmur var sunginn. Nú varð mér litið yfir að hljóðfær- inu, 'en það var píanó; en í staðinn fyrir að sjá þar sitja hinn dökk-klædda, snyrtilega organista safnaðarins, Þorstein Goodman, situr þar sköllóttur karl, með fölleitt hár, líkt og bifurkolla f túni heima á Fróni. Rétt í þessu var sálmabók þrýst í hönd mér og bent á vers ið, sem verið var að syngja. — Eg leit á bókina, og sá strax að þetta var norska. “For Fa’n”, var næstum sloppið fram úr mér, en eg mundi hvar eg var, í tíma. Svo þetta var þá norsk kirkja! Nú fylgdist eg með söngnum um hríð. Á meðan var eg að hugsa um, hvernig eg ætti að sleppa ,ir þessari klípu. Mér þótti illt að þurfa að labba út, eins og sneyptur hundur með lafandi skottið. En ver þótti mér þó að svíkja-loforð mitt við sr. Rúnólf og Nú hlakkaði eg Cl ÖUUt / / \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.