Heimskringla - 14.12.1927, Side 4

Heimskringla - 14.12.1927, Side 4
4. BLAÐSfÐA. II 1USKKI N Q L A WINNIPEG 14. DES. 1927. \ H^itnakringla (Stofnutf 1886) Kemar flt á kverjnm mlVvlkadfgL EIGRNDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 or 855 8ARGEWT AVE . WIJÍIVIPEG TAL.SIM1: 8« 537 V«rS blaVstns er »3.00 Argangurinn borg- tet fyrlrfram. Allar borganir sendlst THE VIKING PREES LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Bltstjórl. tltenáflkrllt tll btntlfllnfl: THB VIKING PIIESS, L.td., Box 3105 tltnnfiflkrlft tll rltfltjfirnnn: EDITOK IIEIMSKKINGI.A. Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngla ts publlshed by The VlklnB Preafl l,td. and prlnted by CITY PKINTING A PIIBI.ISHING CO. 853-855 Snrnent Aee., Wlnnlpe*, Mnn. Telephone: .86 53 7 WINNIPEG, MAN. 14. DESEMBER 1927 Bækur og tímarit send Heimskringlu til umgetningar. Upton Sinclair: SMIÐUR ER EG NEFNDUR. Ragnar E. Kvaran þýddj. — Rvtík; Alþýð'uprent. smiðjan; 1926. Þetta er eins og kunnugir lesendur geta nærri, ‘They Call me Carpenter”, í ís. lenzkri þýðingu, og birtist fyrst neðan- máls í Alþýðublaðinu vorið og sumarið 1926. Efni bókarinnar fjallar um það, sem mörgum myndi þykja fróðlegt að vita, og nokkrir hafa spreytt sig á að lýsa í aðaldráttum: hvernig menningaröld vor myndi taka Jesú frá Nazaretlj og kenn- ingum hans, ef hann væri nú kominn vor á meðal, eða jafnoki hans. ef ein- hverjir geta hugsað sér slíkt. Eðlilega verður Sinclair það að umtalsefni, hvern- ig Bandaríkin, hans eigið land, myndu bregðast við slíkri afturkomu, eða hafa brugðist, fyrstu árin eftir ófriðínn mikla. Ræður um þetta auðvitað það fyrst, að Sinclair er sínu eigin þjóðfélagi og ná- grenni kunnugastur. (Vesturborgar myndi helzt að leita í Californiu undir nafninu Los Angeles). En sjálfsagt einnig sú fetaðreynd, að hvergi var auðvitað auð- veldara að draga þá baksýn, né leita þess umhverfis, er skýrði greinilegast og eðli- legast rás vlðburðanna í slíkri sögu, en einmitt í Bandaríkjunum, þar sem bæði stríðsbrjálunaröldurnar risu hærra en nokkursstaðar annarstaðar, þótt til þess lægju auðvitað eðlilegar orsakir, er of. langt yrði hér að greina, og þar sem líka menning vor hefir að sumu leyti markað greypilegri mótsetningar, en nokkurs- staðar annarsstaðar á byggðu bóli. Söguþráðijrinn er í sem styztu máli á þessa leið: Ungur auðmaður, Billy, sem búsettur er í hinni miklu Vesturborg, og tekið hef ir þátt í ófriðnum, fer inn í kvikmynda- leikhús til þess að sjá þýzka mynd, og kemst þó nauðuglega fyrir (leigðum) hermannaskríl, er ætlar að vernda Vest- mrborg og föðurlandið fyrir “þýzkum und- irróðri”. Þegar hann kemur út aftur, er hann laminn til óbóta af skrílnum, en sleppur, þó dasaður sé, inn í Sankti Bar- tolomeo kirkjuna. voldugustu kirkju borg arinnar, sem er þar nálægt. Þar renn- ur á hann ómegin, eða höfgi, og söguna ber fyrir hann í því ástandi. Þykir hon. um Kristmynd úr litsteindum glugga kírkjunnar stíga niður og holdgast um leið, koma til sín og fara um sig hjúkr. andi og læknandi höndum. Er Billy spyr hann að nafni, svarar hann: “Smiður er ég nefndur”. Þeir verða nú samferða úr kirkj. unni, og Smiður tekur þegar til starfa. á sem líkastan hátt því sem guðspjöllin segja frá Jesú frá Nazareth. Hann flyt u’r nákvæmlega sömu kenningarnar og Kristur forðum, enda ber allt að sama brunni, aðeins því skjótara, sem straum. ur viðburðanna í Ameríku er nú, hraðari og stríðari en hann var í Gyðingaiandi fyrir 2000 árum síðan. Innan fáeinna daga er borgin öll í sjóð- audi uppnámi, því enginn getur verið af.. skiftalaus gagnvart honum, kenningum hans og verkurn. Fáeinar mannjeskjur gorsigrar hann með viðmóti sínu: Film- dilottninguna Marfu Magna (Maríu Mag dalenu); Billy sjálfan, unga manninn rí)ia, er fyrst fylgir honum af þakkláts- sémi; um tylft af lærisveinum (einn þeirra er auðvitað Júdas) o. s. frv. — En langflestir snúast á móti honum. Dag- blöðin koma út með tröllstórum fyrir- sögnum um athæfi þessa blóðrauða bols- hevika spámanns; auðvaldið er ekki lengi að hugsa sig um að gera ráðstafanir til þess að koma honum fyrir kattarnef; og jafnvel verkamennirnir vísa honum burtu úr samkomuhúsi sínu; þeir eru dauðsmeikir við það. að hann spilli fyr- ir málstað þeirra. Og ‘æðstu prestarn- ir” standa enn sem fyr dyggilega — og eðlilega — með “foringjum fólksins” — Smiður er rekinn með ofbeldi frá messu- gerð í Sankti Bartólómeusarkirkjunni, og lærisveinar hans barðir þar til skemmda; enda grípur Smiður fram í athöfnina, ekki síður en Bullock-Webster kanúki í Sankti Páls kirkjunni í haust. Munurinn aðein« sá, 'að B.-W. veittist að sannleiksást og hréinskilni, en Smiður að auðmæringun. ' um, enda verða afdrif þeirra þar eftir: B.-W. er klappað á kollinn, af erkibiskupi, en Smið heldur við limlestingum frá þjón um kirkjunnar. — En til þess að orð- lengja ekki um of: Hermannaskríllinn, espaður af auðvaldstólum og dagblöð- um, nær í Smið, þrátt fyrir tilraunir þær er Billy og kvikmyndakóngurinn T.-S., er hefir orðið að láta hrífast af viðmóti Smiðs, gera til að vernda hann. Skríll- inn fer með hann háðungarför inn í leik- hús eitt, og misþyrmir honum og hendir honum loks út um gluggann í flasið á Billy er bíður þar fyrir utan. Og nú hendir þetta, sem þýðandi tekur réttilega fram, að er hvorki í samraömi við Krists.hugar- farið, né lunderni höfundar, en sem er ekkert ankannalegt í draumi, enda sæmi- lega ljóst að höfundur notar sem auð- veldasta aðferð ti! þess að binda sem eðlilegastan enda á drauminn við sömu staðhætti og hann hófst: að Smiður tekur á rás undan pyntingunum upp í St. Bar- ólómeusar kirkjuna. Og Billy vaknar við það, að Smiður hleypur á sinn stað, þar sem Kristsmyndin er greypt í lit. steindan gluggarin. Þá er sagan á enda. Svo farið sé nokkrum orðum um frá- gang bókarinnar, þá verður að geta þess, að hún er prentuð á mjög lélegan pappír, og því nær glæpsamleg mynd af höfund- inum fylgir framan við titilblaðið. En vafalaust hefir fyrir útgefendum vakað, að bókin yrði sem allra cxiýrnst, svo að á hvers manns færi væri að kaupa, og er það lofsvert. Prentvillur eru ekki mjög áberandi, að minnsta kosti ekki saman- borið við aðrar íslenzkar bækur nú á dögum, er aðeins örfáir íslendingar virð- ast vera prófarkafærir. — Þýðingin er mjög misjöfn, og yfirleitt ekki góð, þegar litið er til þess, hverjir í hlut eiga. Er auðsætt, að þýðandi hefir frekar kast- að höndum til verksins, og kemur auð- vitað greinilegast í ljós, þar sem um al- mennan talshátt er að ræða. Þrátt fyrir þetta, er bókin sérlega læsi- leg. Líka þrátt fyrir það að hún fylgir svo guðspjallafyrirmyndinni, að sem sjálf stæð hugarsmíð er hún ekki samanber- andi við hinar meiri skáldsögur Sinclairs. Mikla skáildgáfu hefir ekki þurft til þess að semja hana. Ekki annað en lipra, napra og skipulega tamda fregnritagáfu. En þetta er ákaflega sniðug og harðvít- ug ádeila á mannfélagsskipun vora, og hlýtur að vera sérstaklega harðvítug og hrífandi í augum allra kristinna manna, þ. e. a. s. þeirra, sem ekki afneita Jesúm frá Nazareth og kenningum hans í hjarta sínu, þótt þeir blaðri nafn hans og fiaðri með það á vörunum. Hún er líka blátt áfram spennandi fyrir þá sök, að hún sýn ir með óaðfinnanlegri og ómótmælan- legri rökfestu, hversu ólíft Jesú væri nú, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur og í hverju einasta stórveldi og hverju einasta þjóðfélagi vorrar vestrænu menn- ingar. Menn sjá hann — og hver krist- inn maður ekki sízt — óhjákvæ*milega hrakinn úr hverjum hugsanlegum griða- stað, einum af öðrum, allt til ólífis, þrátt fyrir ást og aðdáun einstaka manns, og jafn óhjákvæmilega hrakinn úr kirkjunni, sem í nokkur hundruð útgáfum, meira eða minna innbyrðis andstæðum og fjandsamlegum, kennir sig við nafn hans. Til þess að gera lesendum auðveldara fyrir, fylgir bókinni blaðsíðuskrá, er bera má saman við ýmsar frásagnir í guð- spjöllunum. Er þetta bæði fróðlegt og þar að auki spennandi, eins og áður var sagt. einmitt við hæfi lestrarfýsn íslenzkr ar alþýðu. * En auk þessa hefir þýðandi skrifað all- langan eftirmála við bókina. Hefir sá kafli mjög mikinm og gagnliegan, enda bráðnauðsynlegan fróðleik að geyma auk þess sem hann er yfirleitt prýðisvel ritað- ur, sannfærandi í höfuðatriðum, þótt greina kunni á um smærri. Lýsir þýð- andi þar uppvexti og æfistarfi Uptons Sinclair, er vafalaust er að öllu saman- lögðu, merkastur rithöfundur Bandaríkj- anna, núlifandi, og einn af merkustu rit- höfundum síns eigin, ef ekki allra tíma. og skýrir síðan frá því, að það sem aðal- lega hafi vakað fyrir sér með því að þýða bókina, sé það, að hann telji hana “vel til þess fallna, að vekja athygii Islend- inga á því máli, sem með öllu hefir ver- ið vanrækt að skýra fyrir þeim — sam- bandi kristinna hugsjóna og þjóðfélags- mála”. Gerir þýðandi svo ýmsa grein, og ölluni almenningi mjög fróðlega, fyrir því efni, þótt margir, og þar á meðal sá er þetta ritar, geti ekki orðið honum sam. mála um sumar þær athugasemdir, m. a. af því, að kristindómurinn, eða kirkjan verður að geta réttlætt sig með verkun- um, meira en með varajátningum og málamyndar-kennisetningum. Þýðandi hefir unnið gott og þarft verk með þessarí bók, þó þýðingin sjálf hefði gjarna mátt vera betur af hendi ley^t. eins og áður er sagt. En allt um það á íslenzk alþýða hér kost á mjög góðri bók við afarlágu verði. Alþýðleg Sljörnuíræði Ásgeir Magnússorv: VETRAR- BRAUT; 166 bls.; útg. Guðm. Gamalíelsson. Rvík 1926. — Prentsm. Gutenberg. Bók þessi mun vera samsafn af blaða- gijeinum, sem hötfundurinn hjetfir áðWr birst í “Verði”, að mig minnir. Skiftist hún í fimm kafla, er þetta inntakið: 1. Sólkerfið; Yfirlit. Sólin. 2. Jafnvægi. Aðdráttarafl og geisla- spyrna. 3. Sólstjörnur. Yfirlit. Æfiskeið. Heims endir. , 4. Stjörnuríki. Fjölstirni. Stjörnuþokur. Sveipþokur. 5. Djúpið mikla. Vetrarbrautin. Rúm- ið. Það er skemmst af að segja, að eg hefi harla lítið vit á því, hvort fróðleikur sá, er þessi bók flytur lesendum sínum, er ábyggilegur eða ekki. En svo vel vill til, að eg hefi þar um séð álit sérfróðra manna, er yfirleitt ljúka lofsorði á þann þátt bókarlnnar. Enda er auðséð, ag höf undurinn hefir víða leitað til heimilda. Bókin er skemtileg aflestrar, og hlýtur að vera hverjum læsum mann mjög auð- skilin, er eg, hinn einstakasti uxi í allri stærðfræði, hefi ekki steytt fót minn við nokkurri málsgrein í henni. En þetta tvennt eru nauðsynlegir kostir hverrar bókar, er alþýðuhylli vill ná. Og tæplega getur þroskavænlegri né heilsusamlegri andlega áreynslu, en að beita hugsun sinni eftir sérhverri sjónhendin.g, er gefst út í ómælisvvíddina. Bók þessi fyllir skarð í íslenzkum al- þýðubókmenntum, er ekki mátti standa ófyllt lengur. En því vildi eg beina til höfundarins, ef þessi /útgáfa selst svo vel, sem eg á von á, að bráðlega verði þörf á 2. útgáfu, að auka hana nokkuð, skýra nokkuð ítarlegar frá ýmsum atrið um, er menn vita bezt um, og sleppa held- ur frásögnum um ýmsar tilgátur, er al- menningtir á erfiðast með að átta sig á, án töluvert greinilegri skýringa. Einn. ig væri ágætt, ef lítið en greinilegt árs- tíðastjörnukort gæti fylgt bókinni. Yrði það mörgum til gamans. Pappír er ekki vandaöur, en sæmileg- ur; prentun skýr og góð, að því undan- teknu, að myndir eru yfirleitt daufar og klesstar. Hefði tæplega ge.tað hleypt af- skaplega fram verðinu, að prenta þær á sérstakan, betri pappír. Tímarit RÉTTUR. XII. árg. 1. hefti. er fyrir nokkru komið á markaðinn hér vestra, og hefir dregist lengur en skyldi að geta um það, því þetta hefti er að öllu leyti sæmilegt áframhald af fyrsta ár gangi hinnar nýju ritstjórnar. Er það mik ið hól, svo vel sem þar var á stað farið, eins og HJeimskringla hefir áiður getið um. Séra Ragnar E. Kvaran gkrifar mjög vel og fróðlega um George Bernard Shaw’ skáldsniilinginn svg rithöfnudinn mikla. Er þar lýst uppvaxtarárum Shaws; bar- áttu hans til frægðar og auðs; skáldverk um hans og óþreytandi ræðu- og ritstarf- semi í þágu jafnaðarmennskunnar. Er þetta að vonum ágæt grein, enda er það á allra vitorði, er fylgst hafa með opin- berri starfsemi séra Ragnars, að hann dáist mjög að Shaw, og mun vera einna kunnugastur — mig skyldi ekki undra, langkunnug- astun—allra íslendinga lífsskoð- unum og skrifum Shaw’s. Með- al annars er þarna skýrt frá Fabian-félaginu n&fnjfræga, er mjög lítið eða ekkert mun hafa verið ritað um á íslenzku áð- ur. “Frá óbyggðum”, er grein eftir Pálma meistana Hannes- son, jarðfræðing; afbragðs-góð ferða- og athuganasaga, frá vestari öræfum íslands, milli Borgarfjarðþr- og Húnavatns- sýslu. Hinn kunni ríthöfund- ur, séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ, skj-ifar eftirtektar- verða grein um, “Júdas ískar- iot”. Kristín Sigfúsdóttir legg- ur til ágæta smásögu, “ör- birgð”, eitt hið bezta er hún hefir skrifað, að því er eg hefi séð. Brynjólfur Bjarnason, stórvel gefinn maður, heldur á fram ritgerð sinni, “Kommún- ismi og bændur”, er allir ættu að lesa, og lesa aftur í sam- hengi, er sú ritgerð er öll kom- in á prent. Ritstjórinn, Einar Olgeirsson, skrifar: “Baráttan um heimsyfirráðin”; stutta en góða grein um Georg Brandes, og nokkra ritdóma. Að öllu samanlögðu ágætt tímarit, er myndi sóma sér vel, hvar í landi sem væri. Að því standa auðsjáanlega frjálslynd- ir og þróttmiklir bjartsýnis- menn, sem vel er trúandi til þess, að halda opnum heilum glugga að umheimínum, lífinu og ljósinu. í stað þess að ætla sér að bera það í trogum inn til lesenda sinna. Allir frjálslyndir Vestur-ís- lendingar gerðu sjálfum sér vel með því, að kynnast þéssu tímariti, sem er hér svo lítiö þekkt, samanborið við hin eldri, vel þekktu íslenzku tímarit. Eg er sannfærður um það, að hér er tiltölulega góður jarðvegur fyrir “Rétt”, sem hefir nú tekið nokkra sérstöðu meðal ís- lenzkra tímarita, ef menn að- eins vilja leggja það á sig að kynnast honum. ! . S. H. f. H. ---------x--------- Hin nýja bók Mrs- Salverson (Þýtt.) Lord of the Silver Dragon, by Laura Goodman Saii verson, McLelland & Ste. ward, 1927. 343 pp. — $2.00. 1 (Til þess að fyrirbyggja mis- skilning, vildi eg strax taka það ífram, að eftirfylgjandi mat á skáldsögu Mrs. Salverson er peijsónjulegt álit einjgöngm er fellur ekki endilega í faðma við álit blaðsins, þótt þetta sé skrif að að beiðni ritstjórans. Hann ber því ekki ábyVgð á þeim skoð unum, er hér koma fram, frem- ur en hann sjálfilr vill.) Þessi þriðja heii-bókar skáld- saga, er komið hefir frá hendi Mrs. Salverson á jafnmöngum árum, á að vera saga um Leif Eiríksson, og þá er flesta þættti snúa í örlagaþráð hans. Sagan er byggð á frásögn Flateyjar- bókar um ferðir hans, en er færð í stílinn af ímyndunarafli höfundarins, er “reynir að til- færa skynsamlegar ástæður” og ‘leitast við að gizka á senni- legar tilgátíur og skýringar um athafnir hans og áhrif er hann verður aftur fyrir.” Hún hefir “með ráðnum huga kosið að nýtízkubúa útskýringu mína á norrænum mönnum”, en held- ur viðhafnarstílnum í tali þeirra bókina á enda. Um þetta kemst hún svo að orði (í formálanum): “Menn skulu ekki ætla, að eg hafi notað viðhafnarstílinn í samræðum. af því að eg hafi haft minnstu löngfun til þess að tileinka þeim mönnum, er stofn settu Normandí og Normann- ískt veldi á Englandi, úrættun. arbrag, sem ekki virðist hafa DODD’S nýmapillur eru bezt*. nýmameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan. eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. átt heima hjá þeim, eftir forn- um sögum þeirra að dæma. ” Eg hefi samvizkusamlega, en á- rangurslaust reýnt að brjóta þessa skýringu til mergjar. Það er ekki ljóst, hvers vegna henni finnst einmitt nauðsynlegt, að koma mönnum í skilning um, að hún hafi ekki ætlað að gæða persónur sínar háttalagi og eig- inleikum, “sem ekki virðast hafa átt heima hjá þeim”, nema hún finni til þess, að hún hafi búið þá þannig. Það verður að játa, að höf- undurinn hefir tekið sér geysi- lega erfitt verk fyrir hendur, að reyna að “endurlífga forfeður vora í skáldsögunni, eins og þeir lifðu allra glæsilegast á gullöld þeirra tíma”. Það verð ur líka að játa, að henni hefir ekki heppnast það erfiða verk, svo að þess geti verulega. — “Lord of the Silver Dragon” er læsileg ástarsaga; en þar með er líka mest sagt. Mikil áherzla er lögð á munklökkvann í sál- arlífi aðal söguhetjunnar, en, hann er í einu trygglyndur og hverflyndur. Eftir að hafa vald ið hneisu háborinni konu, skilur hann hana eftir til þess að “súpa seyðið”, þótt hann viti vel að það muni verða býsna heitt. Hann siglir leiðar sinn- ar, og hugsar ekki til þess að hverfa aftur til hennar, að því er séð verður. 1 Flateyjarbók segir, ef eg man rétt, að hann hafi lagt svo fyrir að senda barnið, EF SVEINBARN VÆRI, til Grænlands. (Hér liggur ærið bak við, en þó lítið af mun- klökkva.) » Og að því er vér vitum um karlmenn þeirra tíma, þá ber að vísu harla 1-ítið á hinum rauða þræði ástarinnar í lífs- þætti þeirra. Þeim tilfinning- um var venjulega skipað á bekk með kveifarskap og þrekleysi, karimanni ósamboðnu. En um það geta skoðanir skifst, hvort réttlætandi sé, að nútíðarskáld slöngvi manþáttum æfiferil bardaga- og æfintýramanna þeirra tíma. Eg læt það liggja á milli hluta. Hér getur hafa staðið svo á, að höfundur hafi átt um það að velja, að fylgja eigin hvötum, eða kostnaðar- manna sinna, er hún lagði nið- ur fyrir sér verkið. Alltaf verð ur að taka sölulíkurnar með í reikninginn. Nújtímalesandi dægurbókmenntanna heimtar ást og æfintýri, siikjusmurt og kryddað; og ef höf. vill bók sína selda, þá1 hlýðir ekki að missa algerlega sjónar á ósk- um kaupendanna. Vafalausit má segja um sögu þessa, að hún víki ekki svo til- finnanlega í aðalatriðum, að miklu skifti, frá sögu Leifs oig annara, er þarna* koma við sögu. Flestir lesendur munu þó sakna þess, að , að höfundtur hefir ekkert rúm búið í sögunni bróður Leifs, Þorvaldi, er senni. lega var fyrstur hvítur maður, er frumbyggjar Ameríku sköp- uðu aldurtiía. * * * Þá fer það og mjög eftir smekk, hvernig menn kunna stíl höfundar. Eg verð að játa

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.