Heimskringla - 11.01.1928, Side 7
WINNIPEG, 11. JAN. 1928.
HEIMSKRIN G L A
7. BLAÐSÍÐA
HVERAHIT1NN, AFL- OG HITA-
GJAFI ISLANDS.
(Frli. frá 3. bls.)
vestur á Reykjarvesiö, eru i sama
sprungubelti, þó aö litiö beri þar á
jaröhita.
I ööru sprungubeltinu eru Rauö-
hólar og laugarnar í Mosfellssveit. A
leiðinni milli Rauðhóla og hveranna
hjá Reykjum sjást víöa gjár og
sprungur í jarðvdginn og þó ennþá
meiri suðvestan við Rauöhóla, í átt-
ina til Kaldársels. Jaröhitinn vest-
an við Svartsengi mun vera i þessu
sprungu'belti og sennilega Krísuvik-
urlhverirnir og (hverirnir við Trölla-
dyngju í nánu sambandi viö það.
Þriöja sprungubeltið liggur um
Hengil, Hellisheiöi, Selvogsheiði og
niöur í Selvog. — Sprtmgur sjást
viða norðaustur af Selvogi í þessari
stefnu, þp jarðhiti sér þar enginn.
Enn er þess aö geta, segir Þ. Þ. að
svo virðist sem hverir og laugar komi
aðeins frani á þeim stööum, þar sem
eru krossprungur. Svo er t”. d. meö
laugarnar (hérna. Er greinilega
sprungu aö sjá frá norövestri til suð-
austurs, sem liggur yfir aðalsprunlgu-
stefnima milli Hliðslaugar á Alftanes'
og Kollafjarðarlauga, um þaö bil sem
þvottalaugarnar eru.
Eg geri ráö fyrir, að þannig hagi
til, aö hið heita jarövatn, geti ekki
brotist upp að yfinborðinu, nema að
þversprungur raski jarðlögunum, sem
liggja ofan á aöal’hitasprungitnum.
— Hvernig viljið þér að undirbún-
ingur verði ttndir það að taka hverahit
tmn til notkunar hér í stórum stíl ?
:— Eg lit svo á, segir Þ. Þ., að land
'ð eigi að kosta tilraunir í þessuefni.
Hér þarf að gera boranir til reynslu.
Holurnar þurfa ekki að vera nema 10
cm. eða svo að þvermáli. Gullbor-
inn, sem hér er, og átti að nota við
“Gullmýrar”-gullið mun e. t. v. geta
korrrið að notum. Þessar borunartil-
raunir ætti helzt að gera á áðurnefnd
um sprunlgubeltum, því að þar tel eg
mestar horfurnar á því, að grynnra
þurfi að bora til þess að ná í nægi-
legan jarðhita, og þó einkum ef borað
cr í námunda við laugar eða hveri.
Gera þarf einnig nákvæmar atíiug-
anir á hverum um lengri tíma, á hita.
stiginu, efnainnihaldi vatnsins o'g
hvaða breytingu þeir kunni að taka
i jarðskjálftum. En það atriði máls-
'ns er mjög þýðingarmikið, þar sem
menn \taka jarðhitann Y yfirborðinu,
þvi vera kann að jarðrask í land-
skjálftum trufli framrás hitans; hins
vegar eru litlar líkur til þess, að land.
skjáltar trufli hitaveitu tir djúpum
horunaraugum.
En það er óbifanleg trú mín, selgir
Þorkell að lokum, að víð tnegum
vaenta okkur afarmikils gagns af
hverahitanum. Með honum má óef-
að reka aflvélar. Með honum má
hifa upp híibýli ntanna, og gróðurskála
svo stóra, sem vera vill. Halda má
akveðnul hitastigi í skálunum, o;g reka
hér raektun í gróðurhúsum í svo stór-
11,11 stíl, sem mannfjöldi og fjármagn
landsmanna leyfir. Það er enginn
efi á því, að við hvert einasta hvera-
svaeði landsins verður hægt að ná í
u*r ótæmandi hita. Þar sem hverir
eru nálægt sjó, verður haégt að nota
hitann til saltvinnslu. Þannig mætti
'engi telja.
Þá vil eg og vekja athygli mann.a
a því, að hveragufa og hveravatn virð
lst hafa heil^usamleg áhrif, og jafn-
vel geta læknað sunta þráláta sjúk-
dónia, Mig furðar á því, að engir af
læknum landsins skuli taka þetta til
rannsóknar. Því ef ítarleg rannsókn
staðfesti þá trú, þá þyrftu sjúkraJhús
°g hressingarhæli að vera þar, sem
haeg er að ná til jarðhitans, svo hann
verði notaður beinlínis til lækninga.
Hverahitinn verður að mínu áliti
einihver drýgsti skerfurinn, sem land-
ieggur fram, til þess að auka og
olla fratntjð,arvejgenjgnj þjóðarinn-
ar.
(Isafold.) _
----------x—----------
Tvær aðdáynar-
verðar ritgerðir
i.
Astæða virðist mér til þess að láta |
1 ijósi þakklæti fyrir ritgerð eftir j
Jarna Sæmundsson, sem eg var að
lesa í “Verði” áðan. Framúrskarandi
náttúrufræðingur segi^ þar snilldar-
lega frá athugunum sínum á sjó-
mannalífi og dýralífi, en hvorttveggja
ætti oss að þykja fróðlegt mjög. —
Vonandi er að Bjarni ætli sér að
safna þessum fróðlegu ferðasögum
sínum saman í bók, og ekki ólíklegt,
að margir mundu vilja eiga það, sem
bæði er ritað af ágætri þökkingu og
snilld. Tíðskast það nú mjög. í mör,g
i um löndum, að efni bóka komi fyrst
í blöðum og timaritum, sumt eða
- önnur aðdáanleg ritgerð var í Al-
þýðuiblaðinu, ræða eftir prófessor
Harald Níelsson. Slíkir enn eru það,
sem bjarga kirkjunnj, en ekki sautj-
ándu aldar mennirnir. Og ennþá bet-
ur munu þesskonar menn geta notið
sín, þegar kirkjan hefir breytt um
nafn ag heitir: Alþjóðastofnunin fyr-
ir lífaflfræði og stjörnusamband (The
International Institute \for Biodyna-
mics a'nd Interstellar Communication)
Q þjónustu þeirrar stofnunar munu
verða bæði prestar og læknar. Prest-
arnir munu kenna mönnum heil-
l>rigða lífsskoðun, og veita áreiðan-
lega fræðslu um framhald lífs og
hættur^ þær og erfiðleika, sem biða
hins fáfróða og rangstefnda, en
aldrei láta sér til hugar koma, íiö
iþað gti horft mönnum til heilla, að
fá þá til að meta forn æfintýri og
bá'biljur sem sannleikur væri.
En læknarnir munu geta hjálpað
öllum, sem til þeirra leita. og mun þó
starf þeirra verða miklu meir í því
falið, að kenna mönnum hvernig þeir
geti látið sér fara fram, heldur en í
þvi, að gera við bilanir, enda munu
þær brátt verða mjög miklu sjaldgæf
ari en nú. En markmiðið er líkami,
sem alltaf fer fram og er ekki háður
neinni hrörnun, og heldur ekki þessu
herfilega slysi, sem kallað er dauði.
13.—16. nóv,
Helgi Pjeturss.
—Vísir.
---------x----------
Sir Henry Wilson um
heimsstyrjöldina
Bókum um heimsstyrjöldina fer sí-
fellt fjölgandi og hafa nú flestir
helztu menn styrjaldarinnar skrifað
eitthvað meira eða minna um hana,
en alltaf k'emuf fram eitthvað nýtt. —
Ein siðasta bókin. er út hefir komið
í Englandi, eru dagbækur Sir Henry |
Wilson’s ntarskálks. Hafa þær vak- j
ið mjög mikla athygli, þykja óvenju-
lega ibersöglar og hvassyrtar um menn
og málefni og varpa engan veginn
fögru ljósi yfir suma helztu leiðtoga
enskra mála á ófriðarárunum. í her-
og stjórnmálum. Sir Henry var mik-
ilsmegandi maður í enska hernum,
um skeið leiðtogi aðalherstjórnarinn-
ar og þekkti því mjög vel til málanna.
Hann var myrtur árið 1922, en Call-
well Iherforirrgi hefir nú tekið að sér
útgáfu dagbókanna, en samt víða
strykað út beiskustu ummælin. Með-
al þeirra, sent einna versta útreið fær,
er Kitdhener og yfirleitt eru dórnar
margra Breta um hann nú orðnir all
óntildir. I október 1915 segir Sir
Henry um hann: Hann er hræddur
við Egyptaland, við Indland, við Me-
sopotamiu . Hann er hræddur við að
halda 'áfram Dardanellalherferðinni
og hræddur Við að hætta henni.
Hann er ihræddur við að halda til
Saloniki og ihræddur við að gera það
ekki. Kitdhener er hræddur og þekk-
ingarlaus, segir hann á öðrum stað.
Asquith á heldur ekki upp á hálborð-
ið -hjá honuni. Allt er á ringulreið
í stjórninni, segir hann á einum'stað,
og alk er það Asquith að kenna, hann
er nú ennþá einu sinni háftaður ofan
í rúm til þess að hafa betri tíma.
Stjórnin er hrædd og veit ekkert hvað
gera á. segir hann á öðrum stað.
Ekki virðist ihonum samt taka betra
yið, þegar Lloyd George fær stjó#n-
artaumana. iStjórnfti er hræmuleg
samkoma, segir ihann þá. Daglega
vex fyrirlitning mín á þessum mönn-
um, á hugsun þeirra, þekkingu, hug-
rekki og skapferð. Eg hefi aldrei
séð jafn gersamlega þekkingarlaus-
j an og einskisnýtan hóp manna. Mar-
j skálkurinn fyrirleit einnig mjög hjart
anlega nafna 'sinn,' Bandaríkjaforset-
ann, og þótti hann hvarvetna korna
frani til óhappa og alltof mikið til-
lit vera til hans tekið. Allir nötra af
reiði og fyrirlitninigu á Wilson for-
seta, segir ‘hann einu sinni. Eftir því
sem marskálknum -segist frá, hefir
Clemenceau verið honum mjög sam-
mála um enska stjórnmálamenn,
hann kallaði þá ávalt heimskingja.
Bezt liggur Sir Henry orð til frönsku
herforingjanna Joffre ag Foch. Yms
smáatvik greinir hann. sem skrítin
eru, þó ekki velti á miklu um þau, eins
og það t. d. að á einum stjórnarfundi
hafi ýmsir haldið, að Liége væri í
Hollandi, eða það, að Lloyd George
hafi endilega viljað láta Breta taka
Jerúsalem herskildi, 'vegna þess að
það mundi hafa góð áhrif á kjósend-
ur í Wales. Rftir því sem Sir Henry
segist ifrá, hafa Bretar litla von haft
um það rétt áður en ófriðnum lauk,
aö horfur væru á því að þeir gætu
sigrað Þjóðverja.
(Lögrétta.)
----------x---------
Ritfregn
Guðm. Finnbogason: Vilhjáhn
ur Stcfánsson. Bókverz!-
un Þorsteins »M. Jónssonar.
Akureyri 1927.
Ixirst. M. Jónsson bóksali á Akur-
eyri, er að verða íslenzkum bókmennt
um mikill gagnsmaður.Hann hefir gef
ið ,út hverja bókina annari betri og
fróðlegri siðustu misserin, ag er þess
að vænta, að hann tapi ekki á þeirri
starfsemi.
Bók sú, er hér um ræðir, er önnur
í röðinni í flokki þeim, er útgefandi
nefnir “Brautryðjendasögur”. Hefir
dr. Guðm. Finnbogason tekið bókina
saman, en lagt litinn efnivið til frá
sjálfum sér. Styðst hann mestmegnis
við rit Vilhjálms sjálfs, og* þýðir
orðrétt langa kafla.
Vilhjálmur Stefánsson er viðfræg-
astur allra islenzkra nianna, þeirra
er nú eru uppi. Hann ótrauður land-
könnuður og góður rithöfundur. —
Prófessor Ellsworth Huntington
kemst meðal annars svo að orði um
bók hans “The Friendly Arctic”:
“Af öllum ferðabókum samanlögð-
um eru fáar, er sýna meiri gáfu til
vandlegrar, nákvæmrar athugunar,
meiri gætni samfara dirfsku, meiri
hæfileika til réttra ályktana af fyrir-
brigðum náttúrunnar. Islendingar
hafa ekki allir þessa hæfileika á jafn
háu stigi og Vilhjálmur Stefánsson,
en yfirleitt eru þetta eiginleikar, sem
mikið ber á í fari þeirra.” —
“Jafnframt þvi sem Vilhjálmur
hefir með dæmi sinu sýnt,“ segir dr.
G. F. í formála ritsins, “að fara má
ferða sinna með litlum útbúnaði,
jafnvel út um hin nyrztu höf, hefir
hann með ritum s'ínum rutt nýjar
leiðir að réttari skilningi á eðlis-
kostum landanna við norðurhjarann.
Hann er óþreytandi i því að berjast
gegn röngum hugmyndum nianna um
þessi lönd. Hann sýnir fram á kosti
þeirra, og hviernig þau bezt megi
verða mannkyninu að gagni. Með
þessum hætti hefir hann ge;rt norður-
hvel jarðar vorrar greiölfærara og
rýmra en það áður var, því að flestar
torfærur eru í hugum mannanna.”
Bókin hefst á ítarlegri ættartölu
Vilhjálms, eftir dr. Hannes /Þor-
steinsson, en síðan er rætt um æsku
hans og nánisár. En þá tekur við
lýsing á norðurför.um Vilhjálms. Er
bókinni skift í þessa kafla auk “inn-
gangs”: “Fvrsta norðurförin 1906—
1907”; “Öhnur norðurförin 1908—
1912”; “Þriðja norðurförin 1913—18’
Þá er kafli, sem heitir “Norðar enn”,
annar um ' Wrangelsjey” og ’oks
“Veiðimenn á norðurvegum. En þeim
kaflanum er aftur skift svo sem hér
segir: 1. Snjóhús; 2. Hvernig eg
lærði að veiða hreindýr; 3. Hvern-
iig egjærði að veiða seli; 4. Hvernig
vér veiðum hvítabirni.
Öll er bókin vel rituð og sk^jnti-
lega. Og þó að kaflarnir séu flestir
stuttir og lýsingarnar fáorðar, er þó
svo frá clht gengið, jað lesandinn
saknar einskis í frásögninni. Hann
lifir með Vilhjálmi á svaðilförum
hans nyrðra og verður hlýtt til Eski-
móanna alveg eins og honum. Lýsing
Vilihjálms á lífi Eskimóanna og þá
ekki síður á athöfnum hans sjálfs,
er svo glögg og lifandi, að hver sæmi
legur lesandi sér allt fyrir sér og
finnst hann orðinn nákunnugur þar
norður á ísflæmunum að lestrinum
loknum.
Þrjár myndir fylgja bók þessari.
Hin fyrsta af Vilhjálmi Stefánssyni
önnur er “landakort af heimskauta-
löndunum” og þriðja af snjóhúsi.
Bók þessi verður sjálfsagt vinsæl
og mikið lesin. En sérstaklega er þó
þess að vænta. að ungir menn og
þeir sem vaskir vilja teljast, láti ekki
undir höfuð leggjast að kynna sér
efni hennar sem bezt.
(Vísir.)
---------x-----------
’Frá Islandi
Júlíana Sveinsdóttir. — Eins ag
fyr er frá sagt hélt Júlíana Sveins-
dóttir málverkasýningu i Kaupmanna
höfn nýlega og sýndi 70 myndir og
teikningar, flestir frá Islandi. —i
Dómar danskra blaða um sýninguna
hafa verið lofsamlegir. “Politiken”
segir ’að eftirtektarveröastar séu ís-
lenzku myndirnar, og mundu þó má-
ske hafa orðið ennþá betri, ef mál-
arinn hefði ekki lært á Danmörku.
Eina Vestmannaeyjamyndina kallar
blaðið dýrlega mynd. Hefir ríka list-
gáfu, segir “Köbenlhavn” I myndun-
um bpinlberast sérkennilegar gáfur,
segir “Ekstralbladet”. náttúru Islands
er lýst i myndum hennar sannleikan-
um samkvæmt, með þeirri stórfeng-
legu tign, sem við tengjum við nafn
Islands. Um blóma og ávaxtamyndir
hennar er sagt, að þær beri vott um
ágætan skreytingarsmekk. I beztu
larvdela'gsmyndunum, segir ennfrem-
ur í einu blaði, er innra ljósmagn,
sem brotnar i forminu, eins og
glamp^ á gimstein. “Kristeliigt Dag-
blað” segir að sýningin verki á mann
eins og fast og ærlegt handtak og all-
ar lýsi myndirnar fagurri og listrænni
litagleði og eigi J. Sv. “stemningu”,
sem ekki sé á hverju strái, og góða
kunnáttu. “Dagens Nyheder” segir
að J. Sv. hafi til.komumikla listgáfu,
sem lýsi sér bezt í íslenzku myndun-
urn, en eftirmyndin eftir Melozzo da
Forli sýni einnig ótviræða hæfileika
í meðferð hins stóra stíls. Það er á-
nágjulegt, þegar líslenzkir listamenn
geta sér gott orð fyrir starf sitt er-
lendis, eins og Júlíana Sveinsdóttir
og einniig Gunnlaugur Blöndal ihafa
nú gert. ,
Arnold Nordling dócent í Helsing-
fors. sem ýmsum er hér góðkunnur
frá ferðalögum ihans, hefir nýlega
skrifað grein um Island i Hufvuds-
stadsbladet í Helsingfors. Hún heitir
Island, lýðmenntunarinnar og bók-
anna land og fylgja henni fimm mynd
ir. Greinin er hlýlega rituð, en eink-
uni lögð áiherzla á það, hversu bók-
hneigðjjr llslendingar séu, sjálfsagt
ibókhneigðasta þjóð heimsins, og
hversu vel menntaðir íslenzkir bænd-
ur séu. Höf. endar grein sina á því,
að allir vinir norrænnar einingar
ættu að fara til Islands, því Islend-
ingar séu tákn þessarar einingar.
(Lögrétta.)
----------x----------
Hitt og þetta.
Ohollusta af b'drcyk.
Notkun bifreiða hefir, eins og
kunnugt er, auikist stórkostlega síð-
ustu árin. Þægindi eru mikil að bif-
reiöunum, en böggull fylgir þó skamm
rifi. Okuslys hafa aukist stórkost-
lega, og ömurleg öskur og hávaði
fylgir bifreiðunum, inni í borgunum.
Nú hafa menn þózt verða varir
einnar plágunnar í (viðbót, sem sé
eitrunar vegna bilreyks. I reykjar-
svælunni frá vélinni er kolsýrlingur.
eitruð lofttegund, sem annars er -í ofn-
reyk, ósi frá oláulömpum og í venju-
legu suðugasi. Það er þessi loftteg-
und, sem gerir að verkum, að menn
geta misst lífið af gaseitrun eða svælu
frá ofnum og ósandi lömpum. Kol-
sýrlinigur samlagast venjulegtt and-
rúmslofti. Eftir innöndun þerst eit-
urloftið til blóðsins.
Rannsóknir um þetta efni hafa
farið fram í amerískum borgum.. I
Fíladelfíu var rannsakað blóð 14
götulögreglumanna, er höfðu vörð í
miklum umferðagötum, o'g fannst kol
sýrlingur í blóði ýmsra þessara lög-
reglumanna. Höfðu þeir árum sam-
an kvartað um slappleika og höfuð-
þyngsli seinni part dags. Lögreglu-
menn þessir voru svo fluttir til, í
götur þar sem umferð var látil, og
losnuðu þeir við sjjú-kdómseinkenni
sín.
Sérstakar rannsóknír hafa verið;
gerðar á bílastöðvum, þar sem marg- j
ar bifreiðar eru undir þaiki. Eitrað-1
ur reykur kentur úr bifreiðunum, er (
koma og fara. Mest eitrast andrúms-'
loítið, þegar vélarnir |eru i sifellu
settar í hreyfingu eða stöðvaðar. 1
Rattnsóknir í Vesturheimi Ihaf^i leitt i f
ljós, að i fjölmörgunt hálstöðvum er
svo mikill kolsýrlingur í andrúmsloft- j
inu að skaðlegt má telja; kemur og í,
Ijós við blóðskoðun starfsmanna. —
Aðalkvörtun þessara manna er þrálát
ur höfuðverkur og þreyta við vinmi. I
Menn eru talsvert misjafnlega hneigð
til þessa sjúkdóms.
Ráðið við þessu er góð lofthreins-
un á bílstöðvunum. Þeir, sem sízt
þola bílreykinn, verða að þreyta til
um vínnustað.---------
Rannsóknir |þær. -sem farið hafa
fram erlendis, í Vesturheimi og að
tilhlutun bœjarstjórnar Parisarborg-
ar, ættu að kenna þeim, sem hér eiga
hlut að máli, að sjá um rækilega loft-
hreinsun, þar sem menn vinna dag-
lianigt í andrúmslofti, sem mengast
bilreik.
G. Cl.
Bréf til Heimskringlu
Innisfail 3. jan 1928.
Herra B. Pétursson,
Ráðsnraður Heimskringlu,
853 Sargent Ave., Winriipeg.
Gleðilegt og farsælt nýtt ár!
uni leið og eg sendi $3.00 fyrir |
vikublaðið Heimskringlu, þessa árs
áskriftargjald. Hún hefir verið viku.
legur velkominn gestur á heimili mitt
frá fyrstu tíð. Vil eg ekki verða með
vanskilum henni að aldurtila, en óska
Víkinga prentfélaginu allra heilla og
góðs gengis.......
ARANGUR
bökuninrar
er trygður
er J tr notið
MAGIC
BAKING
POWDER
Ekkert álún
er i þviogor-
sakar þvi ei
beiskjubragð
Landar hér bæði á Markerville og
Nevv Hill, og annara þjóða menn á
því svæði. misstu i íhagl, sumir bit-
haga, engi og uppskeru. Þeir sem
misstu allt, verða nú að draga að sér
fóður um 10—20 mílur. Aðrir, sem
litið eða ekkert skemmdist hjá, hafa
miikil hey til sölu og heimabrúks.
Þá er að*minnast á vetrarveðrátt-
una. 5. nóvember snjóaði töluvert.
Síðaq hlaðið ofan á ábreiðuna allf að
þessum tima, þó mest 5. desember.
Mannskaðaveður í Suður-Alberta og
váðar. 10 daga stillur fyrir jolin.
Annan dag jóla, vindar og hörkufrost
fram yfir nýár. En í daig, er þetta
er ritað, vestanátt og frostíaust.
A nýársdag 1928 á raupsaldrinum
raulaði eg þessar stökur:
Inni’ í stofu uni eg mér. ;
við eld og mataríorðann.
Arið nýja heilsar hér
íheldur kalt á norðan.
Um veðráttufar er það að segja,
að vorið var blautt og kalt, seint sáð
öllum korntegundum; ekki fullþroska
hér um pláss fyr en með september,
er kornskurður byrjaði. En um 10.
septemher kom frost, sem skemmdi
rneira oig minna um 70% er ósleg-
ið var, og hraukar víða branfrusu,
það er þegar hýðið frýs en kornið ó-
skemt til brauðgerðar, aðeins gróf- \
asta hýðið skemt; hratið ekki eins
gott fóður. Er það stórtap bóndan-
uni en stórgróði mylnufélögunum,
meðán hveiti er flokkað eftir útliti. j
en ekki gæðum, eins og gert er í
Bandaríkjunum.
I
Tíð var óstöðug utan tvær vikur í,
október. Samt var allt hirt og þresikt'
hér nærlendis og uppskera vel í
meðallagi að vöxturn, en flokkun 4,!
5 og 6, en víða fóður (feed), og verð- j
ið lágt, frá 65 cent til 92 mælirinn j
(60 pund). Hér á leið suður til Cal-j
gary er enn mikið óþreskt, en i sum- |
urn héruðum Suður-Alberta nær helm í
ingur óþreskt; eins norðaustur af bæn j
um Stettíer út og suður, að sögn um ,
40 prósent óþreskt. Norður af Ed- j
monton gekk allt betur, sérstaklega í i
Peace River héruðunum. 160 miljón.
ir mjpla segir Albertastjórnin í síð-
ustu skýrslu hveitiúppskeru fylkisins
s.l. haust. Nú er rúmlega einn fjórði
hluti óþreskt undir snjó og bíður vors.
Branfrosið 6g litarljótt, hvað sem í
mjölgæSum líður og liklega allt flokk I
að sem gripafóður.
Heilsa fólks almennt góð. Guðm. I
Þorláksson og Jónas J. Húnfjörð
hafa verið undir læknishendi heima
hjá sér og legið rúmfæstir tímunum
saman siðastliðið ár, þjáðir af tauga
|gigt og ellilasleika. Og húsfrú Þór-
dís Sveinsson hefir legið á Innísfail
spítala á þriðja mánuð, í sjúkdómi,
sem eg kalla fluggiigt, og læknar hér
hafa ekkert vit á að lækna; stórt orð
en satt; aðeins fær um að sitja i
kerrustól eftir allan þenna tíma.
Kuldinn bitur úti er,
enga veitir hlýju;
neðar zero sagt er ntér
sex og fjörutíu.
Húsfreyjan það hermir tnér,
hún þarf mörgu að sinna;
og vinnumaður úti er
alla daga að vinna.
Auð að safna ætla eg mér,
aflasæll að vonum;
aldrei heita eg skal hér
einn af letingjonum.
Þetta er undantekningarlítið heim-
ilisbragur okkar gört^lu larídnáms-
tnanna, sem höfum dvalið hér í byggS
40 jóla og nýársnætur, og endum fer-
tugasta árið næstkomandi júní. Þætti
ntér 'þá vel við eiga að fyrsti embættis
maður Canadastjórnar sem heimsótti
byggð vora fyrir 38 eða 39 árum siö-
an, hinn góðkunni innflutningaág'ent,
B. L. Baldwinson. yrði valinn af Is-
ilendingadagsnefndinni 17. júní sem
aðalræðumaður. Hann finnst mér
sjált'kjörinn heiðursgestur nefndar-
innar og byggðarinnar i heild sinni,
fyrir eina eða tvær vikur, á meðan
hann! líúsvitjar öl! íslenzk heimili
byiggðarinnar, nú eins og forðum.
Eg er viss um að Jón A. Olson, for-
serti Islendin-gadagsnefnidarinnar (hér
kallar til fundar bráðlega, svo að
hægt verður að semja við B. L. B.
og hann getur kontið á niðursettn
fari sem fregnritari stórhlaða Winni
pegborgar.
Að endingu bið eg þig, vinur kær,
að leiðrétta ritvillur og lesa í^mál-
ið, ef það fær rúm í blaðinu að öðru
leyti óbreytt.
Þinn með ást og virðing.
J. Björnsson..
-----------x-----------