Heimskringla - 18.01.1928, Page 6
6. BLAÐSÍÐA
fl B ÍUSKRIN GLA
WINNIPEG 18. JAN. 1928.
Slóðin frá ’98
(Skáldsaga úr Norðurbyggðum.)
Séra Magnús J. Skaptason, þýddi.
“Já, ég býst við því,” svaraði hún. Flestir
hérna hafa heyrt um mig. En ef það hefði ekki
verið honum Villa að þakka, þá hefði ég aldrei
orðið neinum kunn af þessu fólki.”
Hún saup nú hægt og hægt kampavínið, og
var hugsandi. “Eg kom hingað árið 1897, og
sá Villa. Hann var þá með hendur fullar af
peningum. Við fórum fijótt í félag, en hann var
einlægt þegjandi, svo að ég varð leið á honum.
Og svo fór ég að fara á skautum með öðrum
manni. Og svo kom eggjaskorturinn. Það voru
aðeins níu hundruð egg í þorpinu, og éin búðin
átti mestöll eggin. En svo fór ég út, að kaupa
egg, einn daginn. Og á leiðinni var ég að hugsa
um það, hvernig ég ætti að matreiða þau, og þá
»é ég, hvar Villi kemur. En hann sér undireins
hvað mig vantar, og íer til og kaupir öll eggin
fyrir dollar eggið! Svo kemur hann til mín, og
segir, “ef þig vantar egg fyrir morgunverð, þá
getur þú komið heim til mín, þar sem þú átt að
vera.”
‘Jæja, ég var að deyja af eggja-ílngum,
svo að ég varð að fara heim með honum.”
Hún hristi höfuðið sorglega, enn einu sinni,
og ég .fyllti glasið hennar.
Hún hélt áfram að spjalla, og brosti oft, en
æg lét sækja aðra flösku af víni. í næstu kompu
við okkur heyrði ég hláturinn í honum Hinrík,
er kærastan var að stríða honum. Svarti prins-
inn hafði farið margar ferðir til þeirra, einlægt
með nýja, og nýja flösku og loksins heyrði ég
stúlkuna segja við hann með volæðisfullri rödd.
Mér fellur það svo illa, að svarti maðurinn er
einlægt að koma inn hingað. Því lætur þú hann
ekki koma með kassa af flöskum í einu?”
Þá heyrði ég manninn fara að skellihlæja
Það er alt saman rétt og gott, sem þú segir
Heyrðu prins, kondu með einn kassa til okkar.”
Flaug mér þá strax í hug, að gömlu flónin
væru jafnan mestu flónin.
Heyrði ég þá litla stúlku vera að syngja,
var það lítil snotur stúlka með barnslegri röddu,
og var hún ofur saklaus að sjá. Hún átti sann-
arlega ekki heima þarna í hinum skrautlegu
sölum syndarinnar. Hún var að syngja gömul
Ijóð, og söng þau með mikilli tilfinningu. Og,
á meðan hún söng, horfði hún niður á hrukk-
óttu andlitin, og sá ég þá augu margra tilheyr-
endanna fyllast af tárum.
Og þegar hún hætti að syngja, þá risu aillr
tilheyrendurnir upp, sem einn maður, og hentu
drífu af gullmolum upp á leikpallinn. Þeir höfðu
þarna fengið að heyra söng, sem snerti hjörtu
Jæirra, og vakti hjá þeim viðkvæmis tilfinning-
ar, og minnti á gamla liðna tíma, þegar þeir
sátu ungir við arinstóna, hjá gömlum vinum og
skyldmennum.
‘Það er skömm að því, að láta þetta barn
vinna á söngknæpunum,” sagði þá stúlkan er
:hjá mér sat. Tárin stóðu í augum hennar, og
hún varð, að þurka þau burtu með klútnum
sínum ,
En þá féll tjaldið, og karlmennirnir fóru, að
hreinsa gólfið, fyrir dansinn. Eg kvaddi því
frúna, og gekk í burtu.
! •**' M * -v
4. KAPITULI.
'V' «• 4*4
Ungi maðurinn beið mín þegar ég kom heim.
‘Heyrðu félagi,” sagði hann. Eg var farinn
að verða hræddur um þig. Eg hélt, að álfamær-
in væri búin að ná þér, og hefði þig í eftirdragi.
En nú ætla ég að vera með þér, og passa þig;
jþú geur ekki losnað við mig. Skilur þú mig?”
“Jæja.” sagði ég, “kondu með mér’ við skul-
um fara og horfa á dansinn.”
Við fórum svo þangað, sem dansinn vart og
settust í fremstu röð áhorfendanna; en að baki
okkar voru gestirnir, pakkaðir svo þétt saman,
sem eldspítur í kassa. En kampavínið, sem ég
hafði drukkið, hafði vakið hjá mér gleði og á-
nægju, og fannst mér ég vera miklu hressarit og
glaðari, en áður. Eins og áður ljómuðu ljósin
upp allan salinn, og hljóðfærin voru hrífandi, og
sbúlkurnar töfrandi. Þegar ég ruggaði dálítið
til, þá varð mér að grípa til félaga míns. Hann
leit þá undarlega til mín.
“Hertu þig upp kunningi,” sagði hann. “Eg
held aðt þú komir ekki oft í bæinn. Þú er
óvanur við lætin á danssölunum.”
“Nei/’ sagði ég.
“Jæjja,” sagði hann, “þetta er svo rotið, sem
það getur verið. Eg hefi verið sjónarvottur að
l>yí, að danssalirnir hafa gjörsamlega eyðilagt
fleiri menn, en allar knæpurnar, og spilahúsin
öll til samans. Hér er það gjört að list, að eyði-
leggja mannræflana gjörsamlega, og sárfáir eru
þeir, bem sleppa.”
Hann tók nú eftir því að ég hlustaði á hann,
og hélt því áfram.
Eins og þú veizt fara drengirnir í bæinn
þegar þeir eru búnir að vera í námunum eina
6 mánuðit og þykja þeim bæirnir vera inndælir
bústaðir. Það er svo unaðlegt, að hlusta á söng.
inn, óg horfa á konurnar, þær eru í augum þeirrat
.sem englar. Það gengur ekkert að þeim.drengj-
unum, en þeir finna til þessarar óslökkvandi ■
eftirlöngunar, að fá að sjá kvennmann, eftir að j
hafa verið í ngmunum, innan um eintóma karl-
menn. En þessar stúlkur í bæjunumt hafa tamið
sér þá list, að hertaka karlmennina. Þegar ein-j
hver þeirra fer að horfa á einn eður annan pilt-
inn, með augum, sem snjúga í gegnum þigt inn
að hjarta þínu, og þú sérð hinar litlu, mjúku og
hvítu hendur hennar, hið yndislega viðmót henn-
ar, þá verður það mörgum manninum erfitt, að
halda sér frá henni, þessari stúlku, og því nær
ómögulegt. Og ég vil segja, að hver maður er
flón, að koma nærri þessum stöðumt ef ihann
hefur poka með gullsandi, nemat að hann sé
kunnugur þessu öllu saman, eins og ég.”
Hinn ungi maður sagði þetta, með mestu
ánægju yfir sjálfum sér, og hélt svo áfram.
“Þessar stúlkur vinna allar upp á það, að
fá svo og svo mikið af hundraði ifyrir vinnu sína.
Þú getur séð það á því, að hvert skifti, sem þú
gefur þeim drykkt þá fær veitingamaðurinn þeim
ávísun. En það þýðir það, að á kvöldin þegar
lokað er, þá koma þær með ávísanir sínar og fá
lA af öllu því, sem þú hefur keypt fyrir þær.
Þessvegna eru þær svo ákafar í, að fá þig til, að
panta nýja og nýja flösku. Og stundum segja
þær, að bjórinn sé orðinn staðinn eða skemmdur,
áður, en búið er úr flöskunum, og'^ilja fá þig til,
að panta nýja flösku. Eða þær hella helmingum
úr flöskunum, þegar þú horfir ekki á þær. Og
þegar þú ert farinn að verða drukkinn, þá
heimta þær heilan kassa af flöskum( og hafa
helminginn af þeim tómann. En þú borgar fyrir
alt.
Og þegar þú borgar fyrir drykk lijá þeim,
þá færðu þeim pokann með gullsandinum, og
þeir sjálfir taka gullið fyrir drykkinn. Heldurðu,
að þeir snuði sjálfa sig á því? Nei, þeir taka
ríflega borgun fyrir sért það getur þú verið viss
um. Gestirnir verða að borga, og það ríflega.”
En nú var gólfið að tæmast. Stúlkumar
komu nú fram af leiksviðinu, og fóru að spjalla
við gestina. Og söngurinn byrjaði með fjörugu
lagi, svo að hjörtun tóku að herða sláttinn og
hælarnir að stappa í gólfið. En Ijósin juku birt.
una, og sumar af stúlkunum fóru að valzat þar
sem þær stóðu, eða réttara sagt bera og hreyfa
líkamann sem væru þær að dansa. Þær voru svo
tígulegar og liprar í hreyfingum sínum, að ungi
maðurinn horfði fast á þær, og leit svo niður á
fætur sína í moccasin-skónum. Hann varð ein-
hvernveginn svo iöngunarfullur.
“En hvað það vsöri gaman að fá sér einn
snúning — aðeins einn — áður en eg fer héðan
fyrir fullt og allt. Eg var æfinlega sólginn í að
dansa, og var vanur að ríða þrjátíu mílna veg
til þess að fá mér dans, á fyrri árum, þegar eg
var heima.”
En allt í einu þögnuðu hljóöfærin og dans-
stjórinn gekk fram. Var hann hár maður og
mælti í digurri bassaröddu:
“Þetta er bezti spilarinn í Yukon,” sagði nú
ungi maðurinn.
“Komið þið nú fram, drundi nú af vörum
dansstjórans. “Verið þið nú fjörugir og látið ekki
dömurnar bíða. Takið þið hendurnar úr vös-
unum og farið af stað. Þetta er nú rétt að byrja.
Býrjið þið á einliverju. Valz eða tvíspori. Hana.
prófessor, byrjaðu á valzinum.”
Og nú hljómaði söngurinn að nýju.
“Hvernig líkar ykkar þetta? Verða ekki
fætur ykkar léttir, sem fjaðrir? Héma hafið þið
slétt ög fallegt gólfið, og ljómandi fallegar og
liprar stúlkur. Hana, — það er rétt, fáið þið
ykkar dömur, að dansa við. Flýtið ykkur nú
þarna. Þetta er rétt að byrja. Hvað gengur að
ykkur ungu menn? Vaknið þið nú, dansinn
gjörir ykkur ekki félausa. Stúlkurnar eru fall-
egar, rétt eins og álfameyjar, og söngurinn er
góður, og gólfið er skínandi og gljáandi
Komið þið nú drengir að dansa.”
Það var eitthvað knýjandi afl í rödd hans,
og undir eins voru hópar karla og kvenna farnir
að dansa. Og kvenfólkið var fyrirtaks laglegt,
létt í dansinum og fjörugt, og var sem fjaðraafl
væri í fótum þeirru. Þær töluðu, meðan þær
dönsuðu, og horfðu í augu þeim, sem þær döns.
uðu viðt og horfðu með laðandi tilliti, og töf-
randi brosi í augu dansfélaga sinna.
Sumar stúlkurnar höfðu ekki fengið neinn
til að dansa við, en þær voru að tína mann og
mann, úr hóp þeirra, sem ekki voru farnir að
dansa. En svo kom einn drukkinn maður og
riðaði fram á gólfið, og greip þar stúlku eina,
unga, netta og laglega, og hún virtist ekki hafá
neinn viðbjóð á honum. En þá flæktust honum
fætur, er þau voru farin að dansat og féll hann á
gólfið og dró hana með sér. Allur hópurinn
orgaði af hlátri, en stúlkunni varð ekkert bilt
við, heldur hjálpaði honum á fætur, og leiddi
hann að vínsöluborðinu.
Þar var maður einn í strigafötum með húð-
skó á fótumt og var hann einn þeirra, sem döns.
uðu. Hár hans var la^ngt og flókið, skeggið enn
þá meira. Hann dansaði, sem óður maður, og
skein ælsingin úr augum hans. Hann virtist
aldrei hafa baðað sig á æfi sinni, og dansaði
við Ijómandi fallega, dökkhærða stúlku, og lá
hún í faðmi hans.
“Þarna sérðu geðslegan pilt,” sagði æsku-
maðurinn. Hann kemur frá Canada, með hund-
rað únzur af gulli, en þær endast honum ekki
út nóttina. Amber, sem dansar við hann, nær
því öllu saman. Hún leyfir ekki nokkurri stúlku,
að koma nálægt honum. Hann er hennar eigið
herfang.”
Á milli dansanna fóru karlmennirnír að
drykkjuborðinu, og keyptu drykki handa sér og
dansmeyjum sínum. Og fleygðu þeir þá vana-
lega pokunum, með gullsandinum í veitinga-
manninumt og bá|ðu hann að vega gull úr honum
fyrir drykkinn. Dansarnir voru mjög stuttir og
drykkirnir, sem þeir tóku voru því mjög tíðir.
En einlægt varð skemtun þessi viltari og
viltari. Það var heitt þarna inni. Og loftið^ór
æ versnandi. Svitalæknirnir runnu niður af körl-
um og konum. Dansinn var misjafn. Dönsuðu
sumir vel en aðrir illa. En stúlkurnar hirtu
ekkert um það. Þær voru hraustar og stæltar,
og voru vanar þessu. Svo fóru þær upp að
brennivínsborðinu með dansfélögum sínum,
sleiktu um varir sér, og byrjuðu dansinn að
nýju. Það þurfti ekki að biðja menn lengur, því
að æsingurinn var kominn í alla. Það var eins
og æsingaraldan hefði breiðst yfir allan hópinn.
Þeir orguðu upp að þeir vildu fá að dansa. Híún
Nellie “meö hendina á, hnappnum” var að tala
við einhvern villigölt, en yfirgaf hann og kom svo
til okkar og gekk til unga mannsins.
Hún hafði losaði sig við ljósu hárkolluna,
og fallega brúna hárið hennar liðaðist aftur með
eyrunum. Hin stóru, fjólubláu augu hennar
höfðu þann svip, sem hefði getað ruglað helgan
mann. Hún ávarpaði unga manninn og beitti þá
hinu töfrandi brosi sínu.
“Heyrðu, ungi maður, viltu ekki komá og
dansa við mig dálítið. Eg hefi verið að líta eftir
þér seinasta hálftímann', og óskað þess með
sjáffri mér, að þú byðir mér að dansa.”
En þessi ungi maður hafði áður sagt við mig:
“Ef einhver býður mér að dansa, þá segi
eg henni að fara til fjandans. En nú leit hann til
hennar og varð kafrjóður.
“Nei, eg dansa ekki,” mælti hann.
“Ó, komdu og vertu ekki að þessu. Eg neit-
aði manninum áðan að dansa við hann. Þú ferð
ekki að neita mér um þessa bón. Bara þenna
næsta dans — komdu nút góöi!”
Hún hélt í lafiö á jakkanum hans og dró
hann hægt og hægt áfram. Eg sá hann bíta á
vörina af undrun og ráðaleysi.
“Nei, eg þakka þér fyrir,” stamaði hann.
“Eg kann ekki að dansa. Og svo hefi eg enga
peninga.”
En nú varð hún ennþá ákafari.
“Það gerir ekkert til. Komdu nú, eg skal
vera veitandinn. Þú mátt ekki gera mig aftur-
reka. Eg er búin að einsetja mér að dansa við
þig. Komdu nú! Aðeins einn dans.
hdg liorfði í andlit honum, og sá skugga
færast yfir það. Hann var að hugsa.
Rétt einn dans — það gerði*hvorki til né
frá. Hann gæti hætt hvenær sem honum sýnd-
ist. Ját hann skyldi dansa einn dans við liana
óg fara svo heim.
Hann hikaði, og það varð lionum til falls.
Hann fór ekki heim eftir fyrsta dansinn. Hann
fékk sér drykk með henni og dansaði við hana
aftur; og aftur drakk liann með henni; og svo
fóru kinnar hans að verða rjóðar, bæði af dans.
inum og drykkjunum á eftir hverjum dansi. Og
æsingin fór að lýsa í augum hans. Hann var
kominn á stað.
“Eg sé ekki Madonnu hér í kvöld,” sagði
maður einn með gleraugu, smár vexti.
Nei, sagði þá stúlka ein með gleraugu.
Hún er víst veik, það á illa við hana þetta líf.
hérna. Hún getur ekki vanist við það, og hat-
ar það eins og pestina. Hún er býsna undar-
leg.”
5. KAPÍTULI.
Það er undarlegt, að fólk, sem hefir verið
fjarri hvert öðru um tíma, en hefir þó hugsað
töluvert hvort um annað, lætur ekki í ljós neinar
tilfinningar, er það sést aftur, um það að þeim
þyki vænt um að sjást aftur, en heilsar hvort
öðru rétt eins og þau hefðu verið aðskilin að-
eins eina næturstund. Eg leit til hennar og hún
til mín; en livorugt okkar lét neina gle’ði í Ijós.
Og þó hljótum við að hafa verið ákaflega lirærð
af fundinum, bæði tvö.
Hún var ákaflega breytt — aumkvunar-
lega breytt. Hún var þó yndisleg ennþá; en
yndisblómi æskunnar var horfinn. Hú var svo
ákaflega fölleit; og þýðleikurinn hafði horfið af
andliti hennar. Þjáningarnar iliöfðu skilið eftir
drætti sína þar. Mig hryllti við þessari breyt-
ingu.
Og þannig var svipur hennar, er hún horfði
á mig, Hún horfði til mín um stund, með þeim
svipt sem hvorki bar vott um ást eða hatur. Hin
björtu augu hennar — gráleitu augun — voru
hrein og róleg; og varir hennar voru lausar við
allan titring. Og er eg horfði á hana, fann eg, að
milli okkar gat ekkert verið það, sem áður var.
Hin sanna ást — sem við einu sinni bárum í
brjósti hvort til annars — var nú um gá^5 gengin
og ekki lengur til. Aldrei framar mundum við
finna hana aftur. Við myndum geta lagt lífið
í sölurnar hvort fyrir annað — myndum geta
dáið hvort fyrir annað. En vonin og gleðin —
og draumurinn — það var nú horfið að eilífu;
— það gat aldrei komið aftur.
Varir hennar hreyfðust:
“En hvað þú ert orðinn breyttur!”
“Já, Berna, eg hefi verið veikur. En þú
hefir breyzt líka. ►
“Ját” svaraði hún stillilega. “Eg hefi verið
— dauð.”
Og það var ekkert hik í rödd hennar —■ og
enginn æsingur. Það var líkast því sem hún
hefði gefið upp alla von. Það var rödd mann-
eskju, sem rís upp úr gröfinni. í þessu kalda
andliti hennar gat eg ekki séð neinn vott gleði
og ánægju hinna fyrri tíma. Við vorum bæði
þegjandalegt—við, þessar tvær aumkvunarverðu
verur.
“Komdu með mér upp á loft, — þar getum
við betur talað saman.”
Við fórum svo þangað og settumst sitt á
hvorn kassann. — Hún var svo undarleg —
þessi þögn — allt í kríngum okkur. Við vorum
þarna eins og tvær vofur í þokumyrkrinu, hinu-
megin grafarinnar.
“Hvers vegna komstu ekki?” spurði hún.
“Kom eg ekki! — Eg reyndi að koma!”
“En þú komst ekki!” — Röddin var þyrk-
ingsleg, og hún sneri andlitinu frá mér.
“Eg hefði fúslega selt sálu mína til þess að
geta komið. Eg var dauðveikur — eg var nærri
dáinn. Eg var á spítalanum. Eg lá í óráði í
fitllar tvær vikur, — og eg rausaði einlægt um
þig. Eg brauzt einlægt um, og vildi fá að kom-
ast til þín. Og eg varð margfalt verri, einmitt
fyrir þetta — fyrir hugsunina um þig. — En
hvað gat eg gert? Eg var þarna — viti skertur
— og var að reyna að komast til þínt — ómegn-
ugur eins og ungbarn; en þó berjast’fyrír lífinu!
— Þetta var ástæðan til þess að eg kom ekki.”
Þegar eg byrjaöi að tala, þá hrökk hún við;
og þegar eg hélt áfram, þá dró hún þungt and-
ann, eins og lægi henni við köfnun. Svo hlust-
aði hún steinþegjandi. Og þegar eg hafði lokið
frásögninni, sá eg mikla breytingu á henni. —
Augun störðu, án þess að sjá nokkuð; höfuð
hennar hneig niður á brjóstið, — og það sýndist
eins og ætlaði að líða yfir hana. Og þegar hún
tók til máls, þá gat hún aðeins hvíslað orðun-
um.
“Þeir lugu þá að mér. Þeir sögðu að þú vær-
ir svo ákafur að safna gulli, að þú værir alveg
búinn að gleyma mér; og að þú værir ástfanginn
af annari stúlku, og værir alveg hættur að hugsa
um mig. Þeir iugu að mér! Jæjat það er nú
allt saman orðið of seint — alltof seint!”
Hún hl, — og hljómfagra röddin hennar var
ar var harðneskjuleg og urgandi; en augu henn-
ar voru full örvæntingar og kvala. Svo tautaði
hiin í lágum rómi:
Of seint! Of seint! Nú er það orðið of seint!”
Eg sat þarna rólegur og horfði á hana. En í
hjarta mínu var skerandi eymd og kvíði. Mig
dauðiangaði til þess að hugga hana; að taka
hana í faðm mér og kyssa hana—kyssa hvíta og
þreytulega andlitið hennar. Það var eins og mig
hungraði eftir heq,pi meira en nokkru sinni áður.
Mig langaði svo mkiið til þess að gleðja hana —
og láta hana gleyma.—-Og hvað gerði það til?
Hún var ennþá konan, sem eg elskaði. Eg
þráði hana af öllu hjarta. Við höfðum bæði bor_
ið sorgar- og harmabyrðir. Og af þessari sorg
og þessari byrði gæti sprottið sú ást, sem yfir-
gnæfði allan skilning. Og einmitt úr þessari sorg
og söknuði, gætum við bygt þá; sali og bústaði,
sem vara myndu fram yfir gröf og dauða.
“Berna!” sagði eg. “Það er ekki of seint!”
En örvæntingin og sorgin skein úr andliti
hennar.
Jú. svaraði hún; “það er orðið of seint.
Þú skilur það ekki. Það er ekki of seint fyrir
þig; þú ert ekki áfellisverður; en _ eg___”
“Þú ert saklaus, eins og eg, elskan mín! —
Það hefir verið leikið á okkur bæði. En hugsaðu
nú ekki um það, Berna. Við skulum gleyma því
öllu saman. Eg elska þig; — hvað mikið eg
elska þigt get eg ekki sagt þér núna. — Komdu
oú við skulum fara burtu héðan, gleyma þessu
öllu saman og verða hamingjusöm.”
En það var eins orð mín væru sem spjóts-
stunga í síðu hennar. Hið yndislega andlit henn
ar var svo sorgfullt og aumkvunarlegt.
“Nei, nei!” sagði hún; “það getur aldrei
orðið. Þú heldur að þetta geti orðið, — en það
er ómögulegt! Þú gætir ekki gleymt, — og eg
get ekki gleymt! Við mundum bæði hugsa um
það; og við mundurn stöðugt vera að kvelja hvort
annað. Hvað þig snertirt þá myndi hugsunin
um það vera sem sverði væri stungið í hjarta
þitt, og því meira sem þú elskaðir mig, þess
dýpri og sáírari yrði stungan. — Og eg — geturðu
ekki hugsað þér, hvað eg mundi vera hrædd, að
líta til þín og vita það, að þú værir einlægt að
hugsa um þetta, og hvaða angist það væri fyrir
mig að horfa á kvalir þínar. Heimili okkar yrði
þá sem draugabæli. Og gleðin og ánægjan
myndi flýja okkur. — Það er of seint — það er
of seint!” •
Hún reyndi að halda stununum niðri.
“Berna!” sagði eg þýðlega. “Eg held eg geti
gleymt þessu öllu; og veittu mér tækifæri til þess
að sanna það. Margir munu hafa gleymt öðru
eins. Eg veit það velt að á þér liggur engin sök.
Eg veit það vel, að andlega ertu sama stúlkan og
þú varst áður. Þú ert engill, elskan mín! Þú
ert engillinn minn!”