Heimskringla - 07.03.1928, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.03.1928, Blaðsíða 1
i-nn A-vrraTR. WINNIPEG, MAN., MIÐWKUDAGINN 7. MARZ 1928 NÚMER 23 Rev. it. Pétursson x Jr> Hoa:# 8t. — CITY. CANADA Eftir búnaðarskýrslu sambands - stjórnarinnar verður jafnaðarverð allra bújarða í landinu árið 1927 um $38 ekran. Með landinu eru taldar allar untbætur, svo sem hús, girð— ingar, vatnsveitur og fleira. Verðið «r miðað við það sem landið gefur af sér, þegar dreginn er frá allur kostnaður við jarðyrkjuna. Aflgang- urinn eru vextir, miðaðir við 6 af Ihundraði. Arið 1926 var meðalverð ið talið $37 ekran, en 1925, $38. — Afurðirnar eru mismunandi að verð- lagi í fylkjunum, og eru því ábýlis- jarðirnar reiknaðar mishátt, þótt jafnaSartalan verSi þessi. Meðal- verSmat í fylkjunum verSur á þessa leið: I Prince Edvvard Island, $41 ek-an; Nova Scotia, $37; New Bruns wick, $30; Quebec, $57; Ontario, $65; Manitoba, $27; Saskatchewan, $26; Alberta, $28; British Colunfbia, $89. kornhlöSukaupa. Neitar SamlagiS að verSa við þessum kröfum. því eigi verði litiS 9vo á, sem þetta séu tekj- ur, heldur aðeins framlag, sem bænd ur hafi gert til þess að geta haft betri stjórn á hveitimarkaðinum. — Segja Samlagsmlenn, að ekki .hafi þeir á móti því aS stjórnin hefji miálssókn út af þessu, en verja muni Iþeir gerSir sínar fyrir ihvaSa dóm— stóli sem sé í rtkinu. Frumvarp unt atkvæðisrétt kvenna var felit í Quebedþinginu fyrra fimtudag. AtkvæSagreiSslan féll þannig, að 11 greiddu atkvæSi með frumvarpinu, en 39 á nióti. Frum- varpiS fór fram á að veita konum kjörgengi til þings, en þaS máttu háttvirtir þingmenn ekki heyra nefnt. Samskonar frumvarp var fellt þar í (þinginu í fyrra. MeSalverð í þeim héruSum, þar nem aldinarækt er stunduð, er að stjómarmati iþessi: Niova Scotia, $104 ekran; Ontario $143; Britislh Colitm— bia, $321. MeSaþ vinnumánnslaun árið sem leið, er goldiS var út um landsbyggð Ina, var $41 um mánuðinn, olg vinnu— konUkaup $23. FæSi var taliS til jafn aðar aS ígilti $23 fyrir karlmenn, en $19 um nfánuSinn fyrir konur. Komið hafa fram andmæli gegn því t þinginu í Ontario að veita þeim mönnum leyfi til að stjórna bifreiS- um, er fengiS hafa vínkaupsleyfi. Vegabótafélag fylkisins (Manhroba Good Roads Association) hélt árs- fund sinn á föstudaginn var. Var áskorun send til stjórnarinnar að styrkja vegnbætur í fylkinu á þeim svæSuni, þar sem torveldast er yfir— ferSar, meS auknum fjárframlöguml Fundurinn lét í ljós einhljóSa álit um, að austurhluti fylkisins þyrfti eink um að njóta aSstoSar í þessu efni, og mælti fastlelga ntteS aS lokiS yrði ViS vtegagerS austur til Kenora a þessu ári. KennslumálaráSgjafi fjdkisins, Hon Mr. Hoey, lýsti því yfir í vikunni sem leiS, aS gerS yrSi gangskör aS því aS komast eftir tölu blindra barna er heima ættu í fylkinu, gerSar ráS- stafanir til þess aS koma þeimi til mennta, svo að í framtíSinni þeitn mætti auSnast að vinna fyrir sér. — Gat hann þess um leið, aS undanfariS hefSi fylkið styrkt aSstandendur slíkra barna til að láta kenna þeim, olg hefSu þau, er slíks styrks hefSu notiS, veriS send burt úr fylkinu. Ef það reyndist, aS börnin væri svo mörg, aS nauSsyn mætti teljast til aS koma upp stofnun fyrir þau hér, yrSu út— vegir hafSir meS þaS að sjálfsögSu. Bracken stjórnarformaSur, lýsti þvi yfir i þinginu fyrra föstudag, aS um $1,000,000 yrSu lagðir til enduiiwta talsímiakerfi fylkisins. Gert er ráð fyrir, aS af þessu fé verSi $421,441.00 varig til endurbóta alsímum talsím- um út um sveeitirnar; um $130,000 gangi til nfiSstöSva, en aflgangurinn, er nemur tæpum helmingi, til bæjar— falsímanna. Nlálaferli standa til milli sambands stjórnarinnar og Hveitisamlagsins. — Krefst Sambandsstjórnin þess, aS SamlagiS greiði tekjuskatt undir tekju skattslögum, af fé því er þaS hefir dregiS af hveitiverðinu og varið til Sá úrskurSur var kveðinn upp í yfirdómi í Ontario nýlega, aS eigi væri leyfilégt fyrir þá sem stunda handlækningar aS nefna sig “Doc— tor”. MáliS reis í undirrétti út af því, aS nuddlæknir í borginni To- ronto, að nafni Pocock, auglýsti sig sem "Doctor”. Var |þa8 kært, og varS Pocock fyrir sektum. Skaut hann máli sínu til yfirréttarins, er að fradlögSum göignum staðfesti und irréttardóminn. InnflutningamálaráSberra í Ottawa hefir lýst því yfir, aS engutn þeim manni yrði leyfð landganga í Can— ada, er áður hefði veriS bönnuS land- vist, nema sá hinn sami fengi leyfi dómsmálará'ðberra fyrir því, og yrði hann þá að sækja um þaS leyfi, áður en hann hýggSi til hingaSkomu. Mjög auSug kolanáma hefir fund ist í NorSur—Ontario. JarSfræSing- ar stjórnarinnar hafa rannsakaS náma svæðið, Og skýra svo frá, aS kola- lagiS sé 11 feta þykkt, þar sem þeir hafa skoSaS það, en um víSáttu þess vita þeir ekki aS öSru leyti. Námu— svæðið er í svonefndu Mattagami- héraSi, er liggur norSur að Hudson‘s flóa. Námuntennirnir frá Hollitilger námunni, þar sem slysið mikla varS nýlega, skutu á allsherjarfundi þeg- ar eftir slysiS og kröfSust þess, aS rannókn skyldi hafin af hinu opin— bera, til þess aS komast aS raun um hvort glæpsamleg vanræksla um hirð ingu námunnar, hefði átt sér staS af hálfu námueigenda, er svo hefði leitt til slyssins. Nefnd hefir m) veriS skipuS til þess að rannsaka rrtáliS. Er rann- sókninni ekki lokið ennþá, og hefir ekkert sérlégt heyrst um þann árang ur,' sem fenginn er. X Björgvinssjóöurinn. Aður auglýst .... — $4124.18 J. Goodman, Leislie .... 1.50 Albena Jaokson, Leslie 2.00 J. Stefánsson, Elfros 2.00 KvenfélagiS Sólskin Van— couver, sent af Mrs. Emily Thorson, gjaklkera 10.00 G. M. K. Björnsson, River— ton, Man., ágóSi af sam komu, haldinni 28. febrúar til ágóöa fyrir sjóSinn .... 35.00 $4174.68 T. E. Thorsteinsson. Erlendar fréttir. Bandaríkin Coolidge forseti á einn æsku— og aldavin í öldungaráðinu, Fess aS nafni, er ótal tilraunir hefir gert til þess, að fá Coolidge forseta til þess aS sækja um þriSja kjörtímabil. — Atti nýlega aS samþykkja í öldurtga- ráðinu yfirlýsingu um að ráSiS gledd ist af ákvörðun forseta, aS fara að dæmi fyrirrennara sinna, aS sitja aö eins tvö tímabil. UrSu deilur um þetta, því Fess kvað forseta vel geta sótt enn; hefði ekki yfirlýsing hans veriS ákveðnari en svo. — Robert La Follette yngri, fékk þá ráðið til þess aö saniþykkja ályktun, með 56 atkv. gegn 26, þess efnis, aS öldungaráSiS áliti aS enginn forseti eigi aS sitja lengur en tvö tímabil. KveSst La Follette, er telst til repúblíkana flokks ins, ekki kæra sig um aS veita Coll— idge heiöur, er hann ætti á engan liótt skiliS. FORSET AEFNI Eins og nú standa sakir, mun Hier- bert Hoover þykja líklegastur til þess aS ná forsetatilnefningu repúblíkana flokksins, aS minnsta kosti á meSan Dawes varaforseti ekki hefir gefiö kost á sér. Qg eins og áöur hefir ver iS getið um í Heimskringlu, hefir Al— fred Smitih, ríkisstjóri i New York, verið aS þessu talinn sjálfsagt for- setaefni demókrata. En nú hefir James A. Reed, öldungaráÖsmaSur frá Missouri, gefiS kost á sér. Hann er einn af 'helztu þingskörungum Bandaríkjanna, nafnkenndur mælsku maSur, og þykir óvæginn mótstöSu— maSur. Hefir hann ráSist grimmi lega á stjórn Coolidge, og er sagt aS hann hafi snúiö mjög mörgum flokksrníönnupm sínuni til fylgis við sig, af þeim ástæöum aS þeim þyki Smitlh láta of lítiS til sin heyra. Er nú jafnvel fariS aS tala um aS Reed rnuni verSa Smith ofjarl í samkeppn- inni, nema aS hinn síSarnefndi rumski alvarlega og skjótlega. — FLOTAAFáLIN. ÞingiS hefir fariS illa meS fjár- ' veitinganbeiSni stjórnarinnar til flota málanna. 'Skar þaS áætlunina svo niSur, aS aðeins var samþykkt aS smíSa nú i fyrstu hviðunni 15 beiti- skip (í stað 25)); 10 beitiskip önnur, er lagt skal forseta í sjálfsvald, hvort smiSa skal eSa ekki, eftir því sem hann álítur nauSsyn bera til; 1 flulgi— vélaskip (er sent getur frá sér flug vélar á rúmsjó og tekiS við þeim aftur), i staö 5; engin skip önnur (og þar meS hætt viS aS smiíSa 9 tund urspilla' og 32 neSansjávarbáta, er ákveSið hafSi veriS aS smíSa). — VerSa því útgjöldin i fyrstu hviSunni “aSeins” $264,000,000, í staS $800,- 000,000, er stjórnin fór fram á. — Má þetta kallast glæsilegur allþjóSar sigur, því meirihluti þingmann lét á— reiöanlega aö orSum kjósenda sinna, er hvíldarlaust sendu inn til þingsins mótmæli sín, er heyrnmlkunnugt varS um hina gífuregu flotaáætlun stjórn arinnar. ---------x-------- Þjóðbandalagið Þref mikiS hefir spunnist milli ÞjóSbandalagsins og Ungverja út af 2000 hraSskotabyssum, er Ungverjar gerSu upptækar og sendar höfSu ver iS norSur yfir landmæri í gégnum St Gothard skarSiS. Lýsti stjórnin þvi yíir, aS nema þvi aSeins, aS réttur eigandi gæfi sig fram, myndi hún láta selja byssur þessar viS opinlieru upp— boði; hefði stjórninni ekkert veriS gert aövart um sendingu þeirra, og liti hún svo á sem um samsæri gæti verið aS ræða 'gegn þjóðinni. Eng- inn eigandi hefir gefiS sig fram; en í stað þess hafa fulltrúar Italíu og Litla Bandalagsins svonefnda, ,kært þetta, sem þeir nefna gerræði, fyrir forstöSunefnd Þjóöbandalagsins, og heimtað, aS Ungverjum yæri bannaö aS . Hefir forstöSunefndin orSiS viS tilinælum þeirra; en Ungverjastjórn hefir lýst því yfir, aS hún hafi það bann að engu, en fari sínu fram. — Búast nú sumir viS ófriSi út af þessu. Stórstúkuþing templara ÞaS var haldið í Goodtemplara— húsinu á Sargent Ave. í Winnipeg, þann 27. og 28. febrúarmánaðar. — Fulltrúar niættu frá þessum stúkum: “Hieklu”, “Skuld”, “Hope of Elm- wood” og “Britannia” í Winnipeg. En utan úr sveitum frú stúkunni “Isafold” í Riverton, “Vonin” á Gimli, “Einingin” í Selkirk, “Fram- þrá” á Lundar, Oig frá stúkunni “Ar- borg” í samnefndum bæ. Auk fulltrúa frá þessuml stúkum og stórstjlikunlefndar, sótti fjöldi anjn— ará Goodtemplara þingiS. Miá þf aSsókn þeirri ráða, að áhugi manna sé óvenjulega vel vakandi fyr— ir bindindi. Skýrslur stórstúkunefndar báru þaS meS sér, aS ötullega hafi unn- iS verið að templaramálum á ár— inu. Nýjar stúkur voru stofnaSar og dauSar vaktar upp. Félagatala haföi mikiS aukist á árinu. A sviði ungmenna hefir rrteira veriS unnið en áöur að goodtemplaramálum meS hinum bezta árangri. Nýr og ein- beifjtúr áhugi virSibt oijmig ihafa vaknaS fyrir íræSslu— og útbreiSslu starfi. Nokkur af þeim málum, er þinlgiS samþykkti voru fólgin í þessu: 1) AS fariS sé fram á aS fylkiS skipi mann, er umsjón hafi meS bind indisfræSslu. 2) ÞinigiS lýsir vanþóknun sinni á því, aS “Cash and Carry” aöferSin var leyfö, og aS ekki voru hömlur iagðar á aS auiglýsa áfengi í blöSum. 3) AS lögleitt sé aö banna ungling um eSa drengjum innan 21 árs, aS keyra vinflutningavagna. 4) AS rannsakaS sé frekar, hvort urriboö fylkisstjórnar sé svo tak- markað á framleiSslumálum, aS þaS geti ekki látið sig varða tilbúning öls og víns. (Hafa framkvæmdir í þá átt a stöðva víntilbúnintg oft strand— aS á því, aS framleiösla öll (manu- facturing) sé lögum samkvæmt í höndum sambandsstjórnar, og þá vin— framleiSsla eins, en ekki fylkis— stjórnar.) 5) AS vinna aS þvi aS fræöa al— menning um bindindismál, og glæða hugsjónir hans fyrir því velferöar- nfáli, unz takmarkinu er náS og á— femgissukkiö er gert landrækt. I framkvæmdarnefnd stórstúkunn- ar voru þessir kosnir fyrir komandi ár: S.æ.t. — A. S. Bardal S.kannsl. — G. P. Magnússon S.rit. — Miss F. Long. S.v.t. — Gunnlaugur Jóhannsson. F.S.æ.t. — S. Matthews S.gkj. — Hjálmar Gíslason S.kap. — W. R. Wood S.dr. — J. C. Bessason, Selkirk (Frh. á 8. bls.) Ljóð frá Syríu Eg er sú sorg, er elskar hvað sem lifir, eg elska þig, sem lifir, deyr og grætur. Eg er sú von, sem vakir allar nætur, vina mín, þínum hjartaslögum yfir. Hljóður eg vaki, hlýði á blómin sofa, hvíla þau bernsk í andardráttum þínum. Auga þitt dreymir undir gómum mínum. Er ekki sælt að mega trúa og lofa? Er ekki sælt að hugga sig við harminn? Eg hlusta á únga brjóstið mitt, sem lifir, á hjartað mitt, sem dauðinn dokar yfir og dreypi tári rnínu á sofna hvarminn. Halldór Kiljan Laxness, San Francistjo, 11. febr. 1928. (Endurprentunl bönnuð.) Hættan við prédikanir þeim byröum sem mættu virSast hæfilegar helmingi fleiri mönnum. Rœða flutt í kirkju Satnbctndssafn- aðar í Winnipcy 26. fcbr. 1928 af sr. Ragnari E. Kvaran. Eg veit aS yöur mun ekkert furða á því, að ég átti bágt meö að slíta hugann frá starfsemi ÞjóSræknisfél- agsins, er ég tók aS hugleiða þaö mál, sem é>g ætlaði aö flytja hér í kirkjunni í kveld.. Ekki svo aS skilja aS ég ætli mér á nokkurn hátt aS tala um það félag nú. En ég hafSi á réttri viku — frá föstudagskveldi til föstudagskvelds — veriS á fimm stöSum riSinn viS einlhverja tegund af íslenzku félagslífi. Jafnvel þó sá þeytingur hafi veriö of mikill til þess, aS óg hafi verulega getáS hug- leitt þaS, sem annars hefir vaknaS í huganum í sambandi viS þá reynslu þá hefir þaS hinsivegar varnaS því, aö mikiS annaS kæniist aS. Og það sem ég hefi veriö aS hugsa um á þessum brautum, hefir ^ ffléttbst einkennilega saman viS hugsanir, sem ég er lengi nokkuS búinn aS ganga með í samibandi við presta og þrédik- ara, og ég er ekki alveg viss um aö ég fái greitt þaS alt saman nægi— lega í sundur, til þess að gera þaS ljóst, sem fyrir mér vakir. Eg gat þess, aS ég hefSi veriS á einni viku staddur á fimm mismunandi stööum, þar sem einlhverskonar ís- lenzkur félagsskapur var viS iSju. Þrír af þessum stöSum vóru vestur í Saskatdhewan, einn norður í Nýja Islandi og svo hér í Winnpeg. Og þaö hefir yfirleitt falliS í mitt hlut— skifti þessi ár, að fá tækifæri til þess að kynnast þessíháttar starfsemi í hér um bil öl'lum sæmilega mann- mörgum bylgSum Islendinga hér um slóSir. Svo nokkura þekkingu ætti ég aö hafa af þessu máli. Og þaS fyrsta sem maSur hlýtur aS taka eftir í því sambandi, er þaS, hve mikla tilhneigingu þjóö vor hefir í þessa átt. Eg held jafnvel aö hún hljóti aö vera óvenjulega mikil. Þetta er því eftirtektaverðara, sem þetota er aö engu leyti einkenni, sem þjóSin hafi flutt meS sér heiman af föSur- landinu. Einn mest áberandi menn- ingarskortur Islands á þeim tíma, sem meginlhluti Islendinga flutti til íþessa lands, var einmitt hve félatgs— legt líf lá í fullkomnum rústum. En jndir eins og Islendingar komu hingaO og áttu kost á meira þéttobýli en þeir höfðu vanist, þá var sem þeir gætu ekki mettaö lönigun sína og tilihneig- ingu til félagslegs lífs og samneytiis. Og þetta sýnist ekki vera neitt S dvína. Vitaskuld er það sannmæli, að víöast hvar hvílir alt starf í þessa átt á herðum fárra manna og kvenna, en hinsvegar er það fólk þá svo at— orkusamt og dugmikiS, aS þaö lyftir Samt sem áður er mikið sett út á félagslif vor allra, manna á meöal. ÞaS er eins og menn hafi þaö á tilfinninigunni, aS eirihver meinsemd sé í því víSastohvar, sem spilli fyrir þeim árangri sem annars gæti af þessari tilihneigingu hlotist. Og þeg- ar grafist er fyrir, hverjar þessar meinsetndif séu, þá verSur svar flestra á þá leiö, aS hin mikla mein— semd í íslenzku félagslífi sé hin meðfædda tilhneiging vor til flokka— drátta og misklíSar. Mjenn tala um, aS vér höfum að erföum fengiö ó- stýrlæti víkingsins og' agaleysi. Oss hætti stöðugt til aS fara aS endur— vekja Sturlungaöldina í eirihverri mynd. I öSrum orðum, vér getum aldrei á sátts höföi setið hver viS annan. Eg verö aS kannast viö, að svo dug— leg ihefir þessi kenning veriö prédik— uS, og svo fastlega hefir henni verið trúaS, og menn hafa taliS hana svo óyggjandi og sjálfsaigða, aS ég hefi veriS einn af þeim, sem hefi tekiS þetta urrihugsanarlaust upp og gert aS minni skoöun. Eg hefi veriS farinn að halda, eins og nærri því allir viröast gera, aS eirihver ættaróham- ingja hvíldi yfir oss í þessu efni, vér værum þrætugjarnari en flestir aðrir og agalausari. En ég er aö skifta um skoðun. Eg held aö þetta sé alt helber misskilningur. Vitaskuld er iþað rétt aS vér höfum ekki haft tækifæri, sem ýmsar aSrar þjóöir hafa haft í margar aldir, til þess aS ibyggja lund vora undir sjálfsagöan og sæmilegan aga. En hinsvegar erum vér ekki örari en svo aö eðlis— fari, aS vér þurfum yfirleitt mínna á oss að leggja en flestar aSrar IþjóSir, til þess aS halda niðri í oss ofsa og ástríðum, ef þær sækja á oss. ÞaS kemur sjaklnar fyrir en um aðra menn, aS Islendingiar veiti t.d. hver öSrum líkamlega áverka eöa alvarleg mein. En nú veröur hinsvegar ekki komist hjá því aö kannast viS, aS oft má ótrúlega litiS út af bera í íslenzku félagslífi, svo aS gjörsamlega einkis- veröur hlutur eöa atvik valdi merki— lega miklum glundroSa. Hvernig stendur þá á því? Er þaS af þessu, sem trúaö hefir veriS, aö vér séum taumlausari en aörir, meiri flokks- menn en aSrir, fylgjum fastara eftir vorum foringjum en aörir, höfum meiri tilihneigingu til úlfúöar en aSrir ? Eg er sannfærSur um aö svo er ekki. En hvaö veldur þessu þá?‘ Eitt, og aSeins eitt. Það cr hin eilífa prcdik-. un um að scr séum úlfúðarmcnn. ÞaS er búið aö staglast svo mikiS á því, aS vér séum fullir ofstækis og aigaleysis, aS undir eins og tveir (Frh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.