Heimskringla


Heimskringla - 07.03.1928, Qupperneq 7

Heimskringla - 07.03.1928, Qupperneq 7
WINNIPEG 7. MARZ 1928 HBIMSKRIN ð LA 7. BLAÐSÍÐA Fljótasta og áreitSanlegasta met5al- tTJ vit5 bakverkjum og öllum nýrna- og blöbrusjúkdómum, er GIN PILLS. I*8er bæta heilsuna meö því ab lagr- færa nýrun, svo aö þau leysi sitt rétta verk, aö sígja eitrinu úr blóöinu. 60c askjan hiá lyfsala ybar. 136. Bréí til Hkr. Point Roberts, Wash., 21. febr., 1928. Herra ritstjóri: Þab var svo veglegt og svipmikib, afniælisgildi haldiö hér, þeim systrum Mrs. Ingvar Goodman, og> Mrs. J. Mýrdal, að það verður ekki hjá því komist að minnast á það. Afmælis— dagur þeirra er 18. febr., þær eru tvíburar. Mrs. Tucker, kona yfir- kennara barnaskólans, og Mrs. B. Hall stóðu fyrir þessu móti. Mótið var ihaldið að heimili Mrs. Tucker. Sátu mótið um 60 konur, enskar, þýzk- ar og islenzkar. Ræður héldu þær Mrs. Tucker og Mrs. Guðrún Guð— mundsson. Hafði þeim báðum saigst vel. Guðrún er greind kona eins og bún á kyn til. Hún er systir Guð— mundar Grímssonar lögmanns og þeirra systkina. Þeim systrum vóru færðar myndarlegar gjafir, sem vóru frá — ég held — öllum konum sveit— arinnar. Það er það lang vegleg- asta afmælis mót sem hér hefir verið haldið, og það sýnir sannarlegt vinar- þel ailra hlutaðeiganda. En enginn karlmaður átti þarna hlut að máli. Gleymst hafði mér síðast að geta um gullbrúðkaup sem þeim hjónum Mr. og Mrs. G. Jóhannsson var haldið að heimili þeirra. Einungis konur sóttu þau heim. Eg sagði að mér hefði gleymst þetta, en það er ekki rétt. Eg heyrði ekki um þetta fyr en seinna, er nágrannakona mín sagði við mig, að mér hefði “gleymst að gota um gullbrúðkaup þeirra Jóhanns- sons hjónanna,” það væri Iþó þess virði að geta um það, því að útlitið væri nú að breytast í öfuiga átt, þar sem bönd þau er byndi saman karl og konu væru jafniharðann skorin í sundur aftur eftir stutta stund; stund— um eftir fáa daga, stundum eftir fáar vikur, stundum eftir fáa mán- uði og stundum eftir fá ár.” Nei, silfurbrúðkaup og gullibrúðkaup, ætti að minnast á með föigtmði og vel sé þeim sem þau geta ihaldið í fram— tíðinni.” Fyrirgefðu Vinsamlega, Ingvar Goodman. ----------x---------- Halldór Kiljan Laxness. eftir Torfa ur Dölum ekki í þeim óhappahóp. Þetta gerir fjörðinn á millum okkar H. K. L. mjóan oig vel færan fyrir mig að vera með þessum unga manni, og eiga tal við mann, um mál og menn, með fullri vissu um það að sómasam(- legt samtal verði. Mér dylst ekki að H. K. L. hefir fengið þá hugpnynd að grein mín er út kom um “Isl. Bolsa” væri og’, ætti að vera meiðandi árás á hann hér vestra; en ég vil það skýrt fram hér að slíkt var als ekki og hefir aldrei komið í huga minn, en ef það hefir reynst rétt sem Bolsarnir vóru að blaðra með, að hann væri þeirra maður og tilvonandi verndarvörður, nú þá vitanlega átti hann óskift mál með þeim í því efni. Eg sný mér því að athugasemdinni. Þú minnist á aftöku Saccojag Van— zetti, og “að hið eina sem ég hefi t. d. á móti aftöku þeirra er sú stað- feynd, að þeir vóru dæmdir undlr föl-sku yfirskyni." (letunbreyting min —T. úr D.). Þetta er yfirgengilegt og alveg ósamboðið manni sem altaf er að segja okkur urn fróðleik sinn og þekkingu á hversdagslegum at— riðum) og þá vitanlegg. almennum fróðleik. Ef þetta væri satt sem H. K. L. segir, þá væri hér um að ræða sögulegian glæp sem eitt elsta, mentaðasta og gætnasta r'kið, Massa- chusetts, í Bandarikjunum htfði framið. i Um aftökumálið er ékki til neins fyrir okkur H. K. L. að ræða hér nú, né 'heldur síðar, þvi báða vantar alt til þeirra hluta. En þetta e.r það sem oss eldri mönnum oíbýður að H. K. L. skuli leyfa sér. voga sér, að sletta fram órökstuddu, og álítum, ósamboðið öllum ærlegum Islendinguml og aðeins vera einkenni bolsanna. Annað má ég minnast á, það er í sambandi við sögu Rússans. Þar farast þér orð á þessa leið að “það ætti ekki að ganga yfir menn í landi þar sem upp var skorin herör fyrir einum tíu árum síðan, og fáfróðum, IStilsilgdum piltum sigað í miljóna tali út í bjánaleg manndráp einhver- staðar austur í heimi. Hér er um að ræða sama rithátt. Sleggjudóm og skeljadóm er slengt fram, óbeinum samt, því landið er ekki nefnt, en allir skilja að er Norð- ur Ameríka sem höfundurinn gefur þennan heiður. Eg vil ekki lúta svo látt að svara slíkri fjarstæðu; það er þýðingarlaust og ekki þess virði að eyða á það tíma, penna eður bleki. Ekki heldur neinum af þínum athugasemdum við— víkjandi “ibarnaskap” mínum og rit- hæfileikum. Mér er sem sagt sama hvað þú, H. K. L. segir um það. Ef listræni þinu langar til að lýsa mér þá er það þykkjulaust af mér. Síðast skal ég taka það fram aö ég býst ekki við að rita um hæfi- leika hans seni rithöfund, en um leið oig ég set botninn í þetta skrif, vil ég ! fara í förin hans sjálfs og setja hér • fram stutta bæn frá gamla katólska i kennaranum sem H. K. L. virðir mest 1 og lýsir bezt í bók sinni “Vefarinn Mikli.” Bænin er svona: O, Kiljanisti! Gatisti? O að þú gætir “l <e r t” að skrifa — einihvertíma — eitthvað annað —en ein-tómt O------------ ein—tóm O 0 o. Febr. 20—28. “Svo skeði það.” Allmarga frægðar- för — fór hann. — Það sýnt skal nú bráð- um. Þvi dæmd var þar óheimil drottins— (húss-skör, Davíð og Þorsteini báðum'? Og ekki er þjóðræknis-þelið vort dautt né þrautseigja mjnninga vorra; Og sýnir að i oss er óblandað —raútt, aðalsblóð “Gunnars og Snorra!” En efalaust finnst hér mörg sann- kristin sál; Og svo er oss ant um vorn heiður. En einhliða þröngsýni er ástundum 'hál; Og eins finst mér trúhrokinn leiður. Þ. S. Jón F. Leifsson. Uún Friðleifsson). annara ótuggðar; sérhvert málefni varð að sanna gildi sitt áður en hann lagði því lið. Ekkert var honum leiðara en tildur tízkunnar; en þó hann væri fasflheldinn í það sem gamal’t var og gott, var hann fljótur að sjá nytsemá þess, sem nýrra var, ef betra. Hann var hispurslaus og ótvíræður í allri framkomu, orðheld- inn og áreiðanlegur í öllum viðskift— um, gestrisinn og glaður heim að sækja, útsláttarlaus, en vinur vina sinna. Með honum er til moldar genginn einn af íslenzkustu landnemunum íslenzku, og drengur góður. Bjarni Lyngholt P. S. Blaðið Suðurland er vinsamlega beðið að birta þessa dánarfregn. Þrír íslenzkir málarar. I Hkg. sem út kom 15da þ. m. er athugasemd til mín frá H. K. L. °g þótt lítið sé á henni að græða, á einn eður annan hátt, langar mig hr. ritstjóri Hkr. aö biðja þig um rúm fyrir fáeinar línur. Enigum er það meira fagnaðarefni en mér að frétta það frá H. K. L. sjálfum að hann telur sig ekki með ■þeirn æsingamönnum sem nú standa á strætum og gatnamótum fjúkandi vondir og froðufellandi af æsinga eldmóði, til þess að setja út á alt og aHa sem ekki geta orðið iþeim sam- úóma sé sannfærst uifl þeirra skoð- anir. Að þessu leyti er það því rétt sem ég lét í ljós. Islenzkir bolshevika ■ Beta þvi ómögulega og aldrei héðan af tekið eða skriðið inn í sín mörgu skálkaskjól hjá honum. Hann sem £agt er of vitu.r og hefir fengið nóga þekkingpi til þess að lenda Gamalt Stef Viðhafnar Lútersku, vindurinn bar ' vestur á Islenzkar stöðvar. ' ötull var Karl-inn i krapinu þar; i Kýldir og gangíegir vöðvac. | Hagmæltur þótti hann og 'hnittinn um leið, Hátignar ásýndin fögur; Allmargir .gáfu honum andvörin greið, En öðrum fanst ræðan ‘hans mögur. Og heimska er að styggja svo heilaig- an mann. Og hrópað var — “söfnuð hér mynd- um! Og langbezt að kalla hann lúterskan. Hann líknar þá höltum og blindum! Fimtudaginn hinn 29. des. 1927 lézt á spítalanum í Ocean Falls, B. C., Jón F. Leifsson (Jón Friðleifsson) eftir stutta legu í innvortis mein— semd. Hann var jarðsettur í graf- reit þorpsins hinn 4. jan. 1928, að viðstöddum börnum hins látna, nán- ustu vandamönnum og vinum. Ut— förim fór fram frá Sambandskirkj- unni í Ocean Falls; séra William Deans jarðsöng. Jón var fæddur á Efri Sýrlæk í Arnessýslu 7 april 1865, sonur þeirra merkishjónanha Friðleifs Jjónssonar og Þonbjargar Snæbjarnardöttur er lengi bjuiggú þar, en fluttu til Can- anda un| eða eftir aldamótin. Eru þau nú bæði dáin. Olst Jón hjá foreldrum sínum til fullorðins aldurs, eða þar til árið 1894 að hann kvæntis^ Sigríði Högnadóttir frá Skálmholts— ihrauni í sömu sýslu. Bjuggu þau snðan á Skálmholtshrauni þar til árið 1901 að þau fluttu vestur um haf. Nam Jón þegar land norðanvert í svonefnd ri Foam Lake bygð í Saskatchewan fylkinu og reisti þar bú á ný. Konu slna misti hann árið 1906 eftir 12 ára sambVið'. Höfðu þau eiigmast! 5 börn, og dcm 2 þeirra í æsku, en 3 eru á lífi; Jakob og Leifur, tré- smiðir í Seattle, Wash., í Bandarík junum, báðir ókvæntir, og Guðrún, gift Erlendi Erlendssyni rafyrkju- manni í Ocean Falls, B. C. Arið 1912 flutti Jón með börnum sínum vestur að hafi, og settist að i North Vancouver; gengu piltarnir þar á miðskóla, en dóttirin, þá barn að aldri, annaðist hússtjórn. Vakti það eigi all litla eftirtekt er þessir piltar, nýkomnir austan úr einni ný- lendu sléttufylkjanna hlutu hærri Inámseinkunnir við prófin, en nokkur nemandi hafði áður hlotið við miðskóla, í öllu fylkinu, og settu þannig nýtt met. Vorið 1914 flutti Jón enn með börnum sínum norður á Hunter eyju, sem þá var að byggjast af Isltnding— um, og nam þar land. Bjó hann þar með börnunum fyrstu 3 eða 4 árin, eða þar til þau fóru að freista gæf- unnar á ókunnum stigum, en sjálf— ur hafði hann þar beimili að mestu til dauðadags. Systkini Jóns, sem á lífi eru, eru þessi,: Halldór Friðleifsson, smiður i Vancouver, B. C., kvæntur Hildi Bjarnadóttur; Ingibjörg Einarsson, kona Guðmundar Einarssonar í Point Roberts, Wash., og Friðbjörg, einnig gift, í Reykjavik á Islandi. Jón sál. var atgjörfismaður and- lega Qg líkamlega skilið. Hann var haigjleiksmaður mesti, ‘og slunjdaði heirrla á Islandi, bæði tré, járn og koparsmíði. Fór allmikið orð af hagleik þeirra Sýrlækjarbræðra, á Suðurlandi, og þóttu að minsta kosti beizlisstangir eftir þá mestu gersemar. Hann var bókhneigður mjög og þaul- lesinn og minnugur á íslenzk fræði, einkum fornsögurnar; þær vóru hon- um ótæmandi uppspretta unaðar og lærdóms. Hann var fáskiftinn um aðra, og forn í hugsun, en iþó frjáls— lyndur og framsækinn, bæði í and— legum og veraldlegum málum, en flanaði að engu, vildi gagnrýna sjálfur, heldur en gleypa skoðanir íuála landslagsmyndir mínar eftir á i veturna. Og við og við mála eg einn ig andlitsmyndir.” — Asgrímur er mikilvirkur og leikni hans hefir vaxið við þann fjölda) mynda, sem hann hefir málað. Þó kemur fyrir að einstöku mynd sé ó— þarflega nákvæm stæling á náttúr- unni. A Islandi má oft sjá 10—12 myndir af svipaðri eða næstum því sömu fyrirmynd, sem eru aðeins end urtekningar, en virðast ekki beint sprottnar af innilegri þrá eftir að sýna fyrirmyndina á listrænan hátt. Við nánari thugun á málverkum Asgríms, er hægt að skipa iþeim nið- ur á viss tímabil. En stundum verð ur hann víst að fara nokkuð eftir ósk um þeirra, sem panta myndir hjá honum, og hvert timabil í list hans hefir því til miður heppileg verk við hliðina á afbragðs góðum myndum. En það er auðvelt að benda á sífellda framþrótin i list Asgríms Jónssonar. j Hann hefir glögga tilfinningu fyrir | (Islenzka málverkasýningin í aðalatriðum landslagsins og getur i Kaupmannaröfn er nýafstaðin og 1 lýst því með þrótti og karlmennsku. virðist yfirleitt hafa fengið góðar | Og einkanlega í vatnslitamyndunum viðtökur. I tilefni af sýningunni hefir honum tekist undurvel að sýn t hafa birst margar greinar um íslenzka málaralist, í dönskum blöðum, semi hafa verið skrifaðar af skilningi og velvild. Hefir hrafl úr sumum þeirra verið birt í dagblöðum Reyk- javikur. Grein þessa, sem hér fer á eftir, hefir George Gretor ritstjóri — sem að miklu leyti sá um undir— búninig sýningarinnar — skrifað. Þar sem ég veit að marga út um sveitir þessa lands mun fýsa að heyra hvað sagt er um íslenzka málaralist erl- endis, hefi ég þýtt ihana og beðið um rúm fyrir ‘hana í dálkum Tímans. R. Asg.). Þegar dæmt er um íslenzka málara— list, má maður ekki igleyma að ís- lenzka þjóðin telur ekki meira en 100,000 sálir og að málaralistin ís— lenzka er eiginlega aðeins 25 ára að alciri. Þegar tekið er tillit til hins stutta tiima og smæðar þjóðarinnar, er undrunarvert hve listin er á háu stigi í bestu verkunum. Þrír bestu niálararnir eru Asgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, og Jchannes Kjarval. Asigr.ímur Jónsson er þeirra elstur, nýlega orðinn fimtugur. Asgrímur er sonur fátæks bónda á Suðurlandi og honum var í æsku komið fyrir hjá ókunnugum. Þrátt fyrir að drenghnokkinn hefir varla haft nokkuð tækifæri til að sjá jafnvel hin ófullkomnustu myndablöð, þá hneigðist huigur hans frá .blautu barns- beini að teikningu. Honum var komið i búð á Eyranbakka, og menn ypptn öxlum yfir unglingnum, sem hugsaði meira um að teikna heldur en um verzlunarstörfin. Þó vann hann sér inn og sparaði saman svo manga skildinga, að hann gat farið fyrir þá til Kaup- mannahafnar árið 1897. Þar varð hann fyrst að vinna fyrir sér við húsamálningu, en seinna fékk hann þó efni á að kynna sér hina svokölluðu “listmálningu”, ihjá Otto Baohe, Jern dorff og Grönvold. En aðaláhrifin fékk Asgrimur óibeinlínis frá öðrum, og sjálfur segir hann svo frá : “I Danmörku var ag hrifnastur af Rerrjbrandt. Eg var tíður gestur á listasafni ríkisins. Þar fékk égi náin kynni af ihinum dýrðlegu frummyndum þessa mikla meistara. Og eg reyndi einnig að ná í sem flestar prentmynd ir af Remibrandtsmálverkum. En eg hafði aðeins lítinn skilning á verkum dönsku málaranna sem mest var tal- að um þá í Kaupmannahöfn, Anc— her, Kröyer, Skovgaard og Zahrt- mann. Seinna fékk eg ferðastyrk til Þýzkalands, Austurríkis og Italiu og i þeirri ferð sá eg sýningu hinna frönsku “Impressionista” í Berlin. — Svo hrifinn varð eg af þeim, að meðan eg Hfi, man eg eftir hverri einustu mynd, sem eg sá þar, enda var sýning þessi blátt áfram opin— berun fyrir mig. I fyrsta sinn sýndi eg myndir í Charlottenborg árið 1903, og tveim ár um seinna keypti listasafnið i Rand- árósi (Randers) eina mynd eftir miig. En ekki gat eg hætt að vinna við húsamálningu fyr en eg fékk 600 króna styrk árlega frá islenzka rík- inu. Og þar að auki fékk ég ferða- styrki nokkrum sinnum. Síðan 1909 hefi eg átt heima í Reykjavik. A sumrin ferðast eg um sveitir, en kem heim, þegar haustar, með frumdrætti að mörgum málverkum, sem eg svo hið yndislega tæra, gagnsæja loft Is- lands, sem stundum virðist nærri því sjálflýsandi. Asgrímur Jónsson er sá af öllum íslenzkum málurum, sem er léttast um að ínála. Jón Stefánsson er nokkru ynigri en Asgrimur og 'hefir hingað til ekki málað eins mikið og hann. Og það er eins og hann eigi erfiðara með það, en þó er hann ef til vill meiri málari, og hann er ef til vill sá af öllum íslenzkum málurum, sem hefir mesta þróunarmöguleika. Myndir hans eru vel hugsaðar, efn inu vel raðað á myndflötinn, litirnir oft mjög djarfir, en þó fullt sam— ræmi í öllum blæbrigðum. Og á þenna hátt heppnast Jóni Stefánssyni fram úrskarandi vel að skýra frá því, sem er geigvænlegt og sálrænt í islenzk- um fjallheinii og hinum dulsagna— kennda blæ, sem yfir þeim er. Jón Stefánsson segir svo frá lærdóms- og þroskaárum sínum: “Eg byrjaði fyrst að mála eftir að eg hafði gengið á verkfræðinga— skólann í Kaupmannahöfn í nokkur ár. Og eg fór ekki að máia vegna þess að eg væri sérlega hrifinn af málaralistinni, eins og maður skyldi búast við, heldur til að reyna að skýra frá ýmsu, er mér lá á hjarta. En þegar eg var byrjaður að mála, gat eg ekki hætt þvi, en 'hætti aftur á móti við verkfræðinámið. Til þess að komast á listaháskólann, teiknaði eg allmargar myndir, en þegar til kastanna kom, hætti eg við það, en gekk í þess stað á málaraskóla Zahrt manns. Hið þýðingarmesta fyrir mig frá þeiin skóla var hin ástríðufulla aðdáun á listinni, sem við lærling- arnir urðum aðnjótandi frá þeim góða kennara. Einmitt þetta varð miklu þýðingarmeira fyrir mig held— ur en aðferð sú, sem við lærðum þar. Arið 1909 fór eg til Parísar og gekk þar á málaraskóla hjá Henry Ma- tisse, í þau þrjú ár sem hann var opinn. Þar fékk eg þá ákjósanleg— ustu kennslu sem hugsast gat. Eftir ströngum og ákveðnum reglum var reynt að kenna okkur að vinna sjálf stætt. Við lærlingarnir máluðum stundum í heila viku án eftirlits eft- ir sömu fyrirmynd. En svo kom Matisse, greip sjálfur pensilinn, og Igiagnrýndi á listrænan hátt verk hvfers einstaícs. A meðan stóðurn; við allir í kringum og hlustuðum. — Hann lagði mjög áherzlu á samvizku— samlega og nákvæma teikninigu, og kendi okkur að líta á mannlegan líkama sem vél í hreyfingu og kom okkur í skilning um fjaðurmagn líkamans. Ennfremur leiðrétti hann hjá okkur minn gamila “akademiska” misskilning um hinar ytri línur lík- amans. Þegar horft er á hið lit— ræna, eru litaandstæðurnar vitanlega þýðingarmeiri en ytri linurnar. Um Þetta meginatriði hefir Matisse samið merka ritgerð, sem birtist í “La Grande Revue” 1908. Enda þótt Matisse lýsti siinum skilningi á málaralist mjög nákvæm- lega fyrir okkur, bæði í orði og verki, þá reyndi hann þó fyrst og fremst að gera okkur, lærisveina sína, sjálfstæða í list okkar og hrós— aði ætíð þeim verkum mest, sem R0YAL YEAST CAKES GERIR AFBRAGÐ HEIMATIL- BÚIÐ BRAUÐ. honum þótti það hafa heppnast best í. En ekki að síður urðu þó flestir af lærlingum hans smá M,atiss’ar og það var einmitt það sem gerði hann leið- ann á kenslunni. Og þess vegna hætti meistarinn við skóla sinn, eftir að hafa starfrækt hann í 3 ár. Eftir Parísar dvöl mína hefi ég verið bæði í Kaupmannahöfn og á Islandi. Flestar andlxtsmynidir mínar hefi ég málað i Danmörku. A' Islandi er það aftur á móti náttúnan sjálf, landslagið, seml freistar mín. En hin einkennilega, eldbrunna ís— lenzka náttúra, sem hefir þó á sér heimskautaíblæ, er málurum erfið við- ureignar. Og beri maður saman hið íslenzka skógarlausa landslag, og landslag meginlandsins, finst mér það vera sem alsnakinn likami borin sam— an viö klæddan. Einmitt sökum Þess að landið er svo nakið, er hin íslenzka náttúra svo undurfögur, en um leið á sama skapi erfitt að lýsa henni á listrænan hátt.” Jafnaldri Jóns Stefánssonar er Jóhannes Kjarval. Hann er eins og Asgrimur mikilvirkur málari. En verk hans eru miklu ósamstæðari. Það er erfitt að benda á nokkra timabundna framþróun í þeim. En hann er aftur á móti mjög fjölhæfur listamaður og hefir reynt flestar að- ferðir sem til eru, við að mála 03 teikna. Kjarval hefir stundað nárrt við listaháskólan í Kaupmannahöfn og síðan hann var þar hefir hann þroskast einkennilega og algjörlega “óakademiskt.” En þrátt fyrir ýmsa útúrdúra, er Kjarval, að lik— indum, sá af öllum íslenzkum mál- urum, sem er íslenzkastur í list sinni. Upp á síðkastið hefir hann vakið mjög mikla eftirtekt með andlits— myndum af íslenzkum bændum; sem eru teiknaðar í fullri stærð. Hið fræga enska timarit fyrir fagrar listir “The Studio” birti í júní í sumar 3 af andlitsmyndum hans og lofsamlega grein um list hans. Hver af þessum þremur áðurnefnd- um málurum hefir heilan söfnuð af aðdáendum í kringum sig á Islandi og vitanlaga heyrist oft rætt um það hver þeirra sé mestur málarinn. Eins og sakir standa nú, verður því ekki svarað. Og þessvegna væri bezt að leysa úr því á þann sama hátt og Goethe gerði; eitt sinn þá er hann heyrði mjög deilt urft hvor væri meira skáld, hann eða Schiller. Goethe brosti og svaraði: “Þið ætt— uð heldur að gleðjast yfir að eiga tvö slik skáld.” Islendingar mega vera upp með sér yfir því að hafa eiignast þrjá svo gáfaða málara eins og Asgrím Jóns- son, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval, í hinum fyrsta ættlið ís-c lenzkra listamanna. Georg Gretor

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.