Heimskringla - 14.03.1928, Síða 4
4. BLAÐSlÐA
WINNIPEG 14. MARZ 1928
|ÍTctinskrin0la
(Stofnon 188«)
Kennr «t » kvcrjnm nt«TlkiderL
EIGKNDXJR:
VIKING PRESS, LTD.
883 ok 838 SARGEIT AVE , WINNIPEG
TALSIMI: 8« 537
Vtrí blaTSslns er $3.00 árgangurlnn borg-
lst fyrirfram. Allar borganlr sendlst
HHE VIKING PRiEES LTD.
8IGFÚS HALLD6RS frá Höfnum
Rltstjóri.
Utanftskrllt ttl blnbntns:
THH VlKING PIIESS, L.td., Bol 3108
Utan Askrlft tll rltstjöranai
EDITOIl MEIMSKRINGUA, llox 3103
WINNIPEG, MAN.
"Helmskringla is publlshed by
Tbe Vlklna Press Ltd.
and printed by
CIT V PIIUVTING A PBBLISHHIG CO.
833-833 Saraent A»e„ WlnnlpeK, Man.
Telepbone: .8« 33 7
WINNIPEG MANITOBA, 14. MARZ 1928
Erindi Vigfúsar Guðraundssonar
Því er miður, að vér getum ekki með
góðri samvizku veitt hr. Vigfúsi Guð-
mundssyni svo að máli, er hann flytur
við Vestur.íslendinga á öðrum stað hér í
blaðinu, sem hann ef til vill hefði vonast
eftir.
Ekki ber það þó til, að oss detti í hug
að álasa honum um sníkjuskap, þótt
hann beri fram þetta erindi. Vér höfum
aldrei fyllt flokk þeirra manna, og munum
þar aldrei sjást, er snýta sér blóðnösum
með vinstri hendinni( yfir hverjum eyri
er til íslands er gefinn með hinni hægri
Ekkert er oss fjær, en að letja Vestur-
Islendinga þess, að minnast æskustöðva
sinna og ættjarðar með gjöfum heim til
stofnana eða sjóða. Ekkert er fegurra.
en sú ræktarsemi við uppruna sinn, er
lýsti sér í erfðaskrám þeirra Jóhanns
Jónssonar kirkjusmiðs, og Teits H!ann.
esisonar. Með því að ánafna eigum sínum
ótilkvaddir ættjörð sinni til þarfa, hafa
(þessir einhleypingar gefið Vestur-lslend-
ingum fagurt fordæmi, er ekki verður of-
lofað.
En að menn gefi hér sh'kar gjafir af
frjálsum vilja og ótilkvaddir( má ekki
verða til þess, að sú skoðun komist inn
meðal Vestur-íslendinga, að á það lagið sé
of langt gengið að heiman. En án þess
að vér viljum leggja á móti þessu erindi í
sjálfu sér, og með það fyrir augum, að vel
er hugsanlegt að ýmsir hér( sérstaklega
Borgfirðingar teldu sér ánægju og sæmd
að því, að fá að taka undir það( þá liggur
það í augum uppi( að sh'k fjárleit gæti
leitt af sér miður heppilegan árangur,
ýmsra hluta vegna.
Fyrst og fremst eru Vestur.lslendingar
alls ekki sá “stórauðugugi föðurbróðir”,
sem Islendingar heima á Fróni kannske
gera sér hugmyndir um( og er þetta alls
ekki mælt til hr. V. G., er hér hefir verið
vestra. En það hyggjum vér sannast, að
á meðal Vestur-íslendinga sé ekki meira
um stórefnamenn, en heima á íslandi, og
að efnahagur Vestur-íslendinga sé heldur
ekki stórum betri yfirleitt( ef okkuð er,
en íslendinga heima; þótt auðvitað geri
gengið það að verkum, að smáskerfurinn
héðan verði drýgri austan hafsins en vest-
an. En þótt nú svo væri( að maður rétt
til málamynda vildi gefa það eftir, að af-
koma væri eilítið skárri hér en heima( þá
myndi skammt til hrökkva, ef hvert sveita
hérað á íslandi hyggðist að níða á sama
vaðið( og leita styrks fyrirhuguðum menn
ingarstofnunum hér vestra.
Þar að auki er það vafalaust íslending-
um sjálfum fyrir beztu, að spila algeriega
á eigin spýtur er líkt stendur á og hér.
J>að er svo auðskilið( að um það þarf ekki
langar siðferðisprédikanir að halda, að
hvert sjálfsitætt land hlýtur sjálft að sjá
menningu sinni allan farborða.
I>á er það enn ótalið( sem mest er um
vert í þessu sambandi, að það mætti bros
legt þykja af Vestur.íslendingum og enda
óviðurkvæmilegt, að þeir væru að skjóta
saman fé til byggingar og viðhalds menn
ingarstofnunum í öðrum löndum, jafnvel
þótt á íslandi sé( meðan þeir sjálfir standa
þeirra snauðir. Oss skortir hér einmitt
átakanlega slíka skóla og menningarstofn
anir, og um ræðir í erindi hr. Vigfúsar
Guðmundssonar. Vér eigum alls ekkert
af því tæi( er oss megi verulega að gagni
koma. Canada er ungt land; og þó að
skólamál þess megi að sjálfsögðu eftir
vonum telja í góðn horfi, þá er hér enn
ekki jarðvegur fyrir alþýðumenningar-
skóla, líkt og t. d. í Danmörflcu ',c$g á
Norðurlöndum. Að taka þátt í skólastofn
un heima á íslandi, meðan vér erum ekki
einu sinni megnugir að hugsa til samskota
fyrir eihverja menningarstofnun vor á
meðal, væri eitthvað líkt því og senda pen
ingana yfir ána til vatnskaupa, án þess að
sjá sélr sjálfir fyrir nokkrum dropa af
því. Vért sem mest vildum láta oss um-
hugað um vestur-íslenzka þjóðrækni, höf
um í mörg ár verið að tala um að reisa oss
félagsihús, 'er gæti orðið vesturJíslenzk
menningarmiðstöð, og erum ekki enn
lengra komnir en að tala um það. Það
er því alls vegna full ástæða til þess, fyr-
ir oss hér vestra, er vér athugum þetta,
að segja við sjálfa oss:
Maður líttu þér nært
liggur í götunni steinn.”
Og vér vonum af þessu, sem hér er að
framan sagt, að það verði ekki misvirt
við oss, þótt vér sjáum oss ekki fært að
svo stöddu, að hvetja Vestur-íslendinga
til að taka’þátt í almennum samskotum
til stofnunar opinberra héraðsstofnana
heima á Islandi, og það jafnvel þótt vér
séum sannfærðir um það að fyrir tillöguu
manni hafi ekki vakað nein sníkjufýsn,
heldur aðeins velvild til Vestur-íslendinga
og ósk um að veita þeim tækifæri til þess
að styrkja málefni heimafyrir, sem í sjálfu
i sér er hið lofsverðasta.
* * *
Á víð og dreif
SKÓGGRÆÐSLAN.
í tilefni af erindi því, er Björn Magn-
ússon veiðimaður flutti á þjóðræknisþing
inu, og birt var í síðasta blaði Heims-
kringlu, þykir oss rétt að skýra frá því,
að hann hefir getið þess við oss að eftir
þingið hafi sér borist fregnir um það, að
gerðar munu hafa verið tilraunir með er-
lendar trjátegundir á íslandi sðan á dög-
um Schierbecks landlæknis er mjög bar
trjárækt fyrir brjósti, og að þær muni
flestar hafa misheppnast. Nú þætti
Birni Magnússyni fróðlegt að vita, hvort
reyndar hefðu verið trjátegundir frá
Norður-Canada eða Norður-Síben'u.
Því miður erum vér ekki þeim fróðleik
búnir, að vér getum svarað því. Þó minn
ir oss að hafa séð, eða heyrt getið um,
að reyndar hafi verið nokkrar trjátegund
ir frá Síberíu, og að útlit þyki fyrir að
einhverjar þeirra muni geta þróast heima.
Væri gaman. ef einhver sérfróður maður
heima sæi þessa grein, og vildi skýra fyrir
oss( hvað reynt hefir verið í þessu efni.
En unz annað fréttist, þá virðist senni-
leg sú tilgáta hr. Björns Magússonar að
trjátegundir héðan sem vaxa á líku breidd
arstígi og á íslandi, og þó sérstaklega þær
er vaxa við lík jarðvegsskilyrði, æittu að
geta þrifist þar, jafnvel við sjálfsáningu.
Og víst vær vert að gera tilraunir í þá
átt.
(Þær prentvillur höfðu slæðst inn í er-
indi hr. B. M. í síðasta blaði, að í stað
“norður undir Norðvestur-byggðum”, átti
að standa “norður undir Norðvestur-
óbyggðum”; og í upphafi einnar máls-
greinar áitti að standa: “Eins er klaki
í jörðu aUt sumarið, o. s. frv.”; í stað:
“Eins er ekki klaki í jörðu allt sumarið
o. s. frv.”)
* * *
ÍSLENZKU “BOLSHARNIR”.
Vini vorum, “Torfa úr Dölum”, verð-
ur tíðrætt nú upp'á síðkastið, um þá
háskalegu tegund af Homo Sapiens, sem
hann nefnir “íslenzka Bolishevika” eða
“Bolsa”. í grein er hann stílaði hér á dög-
unum til Halldórs KUjans Laxness skálds,
lét hann þess getið, að þessi manntegund
teldi hann nú orðið sinn liðsmann, eða
réttara sagt sverð sitt og skjöld. H. K.
L. svaraði. og nú svarar “Torfi úr Dölum”
því svari aftur hér í blaðinu. Veitir hann
H. K. L. þar aflausn frá þeirri ásökun. En
auðséð er á báðum greinum T. ú. D., að
hann á við vestur-íslenzka “bolsa”, sem
hann telur afskaplega hávaðasama og
umsvifamikia.
En nú er oss í allri einlægni spurn:
Hvar lætur þessi “bolsategund” til sín
heyra? Hvar á að leita að þessum óskap-
legu “æsingamönnum, sem nú standa á
strætum og gatnamótum. fjúkandi vond-
HBIMSKRINGLA
Dintlist
ir og froðuifellandi ajf ælsinga-eidmóði”,
sem héðan af geta aldrei “skriðið inn í
sín mörgu skálkaskjól hjá honum” (H.
K. L.)? Hvar eru íslenzku “Bolsarnir”
hér vestra. sem “voru að blaðra með að
hann (H. K. L.) Væri þeirra maður og til-
vonandi verndarvörður” ? Hvar sést það,
að “þeim fjölgar óðum og má heita með
hverjum mánuði, að einhver nýsveinn
komi fram á völlinn( og sýni list sína, o.
s. frv.”? Það skyjldi þó aldriei vera í
Lögbergi eða í Sameiningunni? Því vér
höfum leitað grandgæfilega í Heims-
kringlu, og ekki séð iljamörk ,þeirra í
sandinum. En þetta munu vera einu ís-
lenzku blöðin í Vesiturtieimi. Hvar og
hvenær tóku “vorir íslenzku Bolshevíkar
hér vestra þessa endaleysu hans sem sitt
forspjall og benda á hann (H. K. L.) sem
sinn prédikara, prest og spámann, er sanni
svo greinilega og fullkomlega gildi sinna
mála”?
Spyr sá sem ekki veit, stendur þar
Því sannarlega er oss forvitni á að vita
hvar þessir delar halda sig og hverjir þeir
eru. Það þyrfti að skrásetja þá, að
minnsta kosti, ef ekki brennimerkja þá.
skollana þá arna, svo að hægt væri að
smala þeim snarlega saman, t. d. þegar
næísta stríð ber að höndum, og koma
þeim fyrir kattarnef, svo að engin hætta
væri á því að þeir eyðilegðu skemtunina
með blaðrinu úr sér.
* * *
LEIKMÓTIÐ.
Leiksamkeppnin íslenzka sem stofnað
var til í fyrra, fór fram hér í Winnipeg
5._8. þ. m. í samkeppninni tóku þátt
að þessu sinni leikflokkur Wynyard, Ár.
borgar. Geysisbyggðar og Sambandssafn-
aðar í Winnipeg. Úrskurðuðu dómararn
ir Wynyard leikflokknum sigurmerkið,
og munu tæplega hafa verið mjög deildar
meiningar um þann úrskurð. Árborg-
arleikflokknum skipuðu dómararnir
næst( og álitum vér þann dóm vægast
sagt vafasaman, þótt bíða verði frekari
gagnrýni um stund. En annaið atriði
verðum vér að minnast á stuttlega.
Hugmyndin um leiksamkeppnina er
ágæt. Leikiistin er bæði þeim er hana
æfa og almenningi eitthvert allra besta
þroskameðal, og þessi hugmynd, er hér
um ræðir, er öflugur vísir til þjóðrækni.
sem leggja verður alla rækt við. Hún
þarf að festa rætur sem víðast.
Þessvegna vonum vér að leikmóts-
nefndin virði oss á betri veg( að vér
segjum henni hreinskilnislega, að fyrir-
komulagið er líklegt að verða fyrirtæk-
inu slæmur þrándur í götu fjárhagslega.
Það er áreiðanlega slæmur misskilning-
ur( að verja ekki fremur því fé, er inn
kemur fyrir leikkvöldin fyrst og fremst
til ferðakostnaðar utanbæjarfélaga, held-
ur en til þess að safna því í sjóð til
verðlauna -fyrir leikritaismíði, eða þýð-
ingar.
Ómögulegt er að búast við því, að
þessi leikfélög eða önnur sjái sér fært
að koma ár eftir ár til Winnipeg, leið, er
skiftir tugum og jafnvel hundruðum
mílna, og verða sjálf einhvernveginn að
standast allan kostnað við þá ferð( þann
er fargjald og útbúnaður baka þeim.ef inn-
gangseyrir leikmótsins niá ekki greiðast
þeim kostnaði til afborgunar.
Því fremur ætti nefndin að íhuga
þetta. sem það er nokkurnveginn víst, að
þau ákvæði, er nú gilda um sjóðinn. koma
aldrei að tilætluðum notum, og ekki líkt
því á við það sem kostnaðar styrkur
myndi gera. Leikriitaskáld er ekki mög-
ulegt að framleiða með $100. — $200. —
verðlaunum, við og við. Sú aðferð
gagnar ekki, fremur en það hugsunar-
þrekviírki Canada)stjóma*rj, lað framleiða
canadíska rithöfunda. er þolanlegir séu
aflestrar með því að leggja toil á erlendar
bækur!. Auk þess mætti vel svo fara,
að sá þýðandi hreppti verðlaunin, ef
dæma skal eftir bókmentalegu gildi, er
þýddi leikrit, er iangt væri ofviða við-
fengsefni leikfiokkunum.
Burt með verðlaunin, unz farakostn..
aður er félögum greiddur!
og frömuöjr hennar
Andsvar til Halldórs Kiljans Laxness.
III.
“Synduga hönd, /þú varst sig-
randi sterk,
en sóaðir kröftum á smáu tökin
—E. Ben.
Halldór Kiljan Laxness er korn-
ungur maður. Um framgirni hans,
dirfsku og dugnað verður naumast
deilt. A barnsaldri gerðist hann
rithofundur. Hann hefir mokað
frá sér ritver-kum. Hann hefir
ferðast mikið, og efalaust lesið mik-
iö — enda aldrei, síðari árin, það
ég til veit, dýft hendi í kalt vatn.
Kunnugir telja hann gáfaðan mann.
En jafnframt finna nokkrir til þess,
að eitthvað sé bogið við Wessaðann
drenginn. Hann á þrótt, og, í
vissu tilliti, snild. En, hvert er, enn
sem komið er notagildi þeirra
hæfileika. Ekki líst mér á það.
Haldi hann áfram að búa í pottinn, á
svipaðan hátt og Ihingað til, þykja
mér litlar líkur þess, að ritmensku-
réttir hans verði alþjóð yfirleitt
nokkur hollustufseða. Þróttur hans
verður þá ónytjaþróttur. Því að
fyrir mer er H. K. L., nú, eins og
margra hestafla vél, sem með gný og
greistaflugi hamast u'ndir sjálfri sér
og sjaldan hefir til þessa, komist í
gír til ærlagrar gagnsemi. Góð
bending í þá átt er “Inngangurinn
að gagnrýni”, þar sem höf. veður
á bæxlum um þau efni, sem hann
hefir helst engar skoðanir á, — að
því er séð verður. Ef til vill má
þá um hann segja, að hann “sói
kröftum á smáu tökin.” En þá er
hann bara “Kiljanisti.”
Eg hygg að H. K. L. hafi enn
ekki fundið þá jákvæðu traustu
lífsskoðun, er kalli hann til festu,
vandvirkni og ábyrgðar í störfum.
I raun og veru vantar hann ennþá
grundvöllinn undir æfihlutverk það,
er hann hefir kosið, — að gerast
boðberi 0g spámaður alþjóðar. Að
finna þann grundvöll er að finna
sjálfan sig.” H. K. L. er urrgur
maður að leita að sjálfum sér. Til
slikrar leitar þarf bæði þor og menn-
ingu. Þar er hann mörgu þúsund-
unum fremri, sem aldrei leggja á
sig örðugleika þeirrar leitar. —Enda
veit hartn af þessum yfirburðum
sínum. Greinir hann vandlega
milli sín og þessara -hversdagssálna,
er hann með hrolli og viðbjóði kall-
ar “'borgara” — þ.e. menn, er gera
sig seka í því fyrirlitlega dýrsæði,
að girnast konur oig ganga i hjóna-
band, mynda h-eimili og reyna svo í
þokkabót, að sjá sómasamlega fyrir
sér og sínum, samkvæmt tækifærum
og fyrirkomulagi núlegs þjóðlífs.
En, þótt H. K. L. hafi yfirburði þess,
sem leitar, verður vart sagt að hann
hafi yfinburði þess, sem hefir fundið.
Hann hefir enn ekki fundið sjálfan
siig. Hann er eins og “sagnpersóna”
hans, Steinn Elliði, eirðarlaus, rót—
laus, skoðunarlaus “eftirstríðsmaður”
(sbr. síðasta hefti “Iðunnar” bls.
322). Ef til vill er hann þá oss
lesendum sinum dálítið óeinlægur að
því leyti, að hann ber sig þannig, að
honum sé mikið niðri fyrir, og
máttugt og merkilegt sé það erindi,
er hann hafi við oss að flytja.-------
FuIIljóst er mér það, hversu Var-
hugavert er, að stjaka ónærgjgtnis—
lega við ungum og lítt reyndum
listamanni. Aldrei má fortaka það
að úr göldum fola verði góður
hestur. Mér þykir enda líklegt að
sá dalgur renni upp, er H. K. L.
finni sjálfan sig — og þá jafnframt
sinn “betri helming” og borgaralegu
hæfileika — og verði þá traustsverð-
ur og liðtækur samiherji um mennimg—
arframsókn samtiðar og framtíðar.
Að hann sé þegar orðinn það, fæ ég
hinsvegar, ekki séð. Verð ég að
gera þá persónulegu yfirlýsin>gu að
yfirleitt hefi ég ýmigust á ritverkum
hans. Mér þykir diritlist hans
í meira lagi leið, frekjuleg og fánýt.
Veit ég vel að ekki er ég sérfróður
um list — ekki neitt Iíkt því eins
vel að mér um fagurfræðileg efni,
eins og t.d. H. K. L. er að sjálfs
sögn, um trúarlbrögð. Eigi að síður
•TDODDS %
KIDNEY
<° i . .. ?.
g PILLS^
"Áfk i o n EÍri
í fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin.
viðurkjenndiu jneði^, rvlð bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til söiu í öllum lyfabúð
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine -Company,
Ltd., Toronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
tek ég það tilefni, sem H. K. L.
hefir nú sjálfur gefið, til þess, að
hafa orð á þeim skoðunum, er ég
'hefi síðari árin myndað mér á dint_
list hans og annara. Og manna síst
mundi hann lá mér, þótt gagnrýnin
yrði engu orðmýkri, en ádeila hans-
var á Baird T. Spalding og bók hans.
Ilt er það og ádeiluvert mjög, ef
menn beita vísvitandi óheilindum í
sambandi við trúarbrögð. Að flekka
þannig sannleiksleit ntannanna er að
ljósta lífæð menningarinnar, og stefna
henni i voða. En litlu betra er það,
að fcgurðarlcitin, sjálf listin, sé
flekkuð af loddarabrögðum óhlut-
vandra æfintýramanna. Að slíkt
viðgangist og fari í vöxt í seinni tíð,
er sarsaukafull skoðun fjölda mætra
manna.
Eftirtekaverð málsókn hefir á
þessum vetri átt sér stað í Banda-
ríkjunum, eftir því sem “Chicago
Herald” skýrir frá. Auðugur New
York—maður, E. J. Steichen að nafni,
keypti erlendis af rúmenskum lista-
manni, Constantin Brancusi, “lista—
verk” eitt, og hugðist að innflytja
það i Bandaríkin. Var það hár og-
mjór stautur úr bronzi, er flalttist
út og íbogtiaði litið eitt að ofan —
Iíkastur stararstrái eða skónál. Stend-
ur þing þetta á Htlum teninglöguðum
fótstalli, og kallast “Bird in Space”
eða “Fljúgandi Fugl”. En þegar til
tolíþjónanna kom sást þeim > yfir
listina; neituðu þeir að trúa því,
að hér væri um listaverk að ræða,
og neyddu Mr. Steichen til þess að
greiða toll. Blaðið segir:
“Tollupphæðin, $240.00 gerði eig—
andanum hvorki til né frá, en það var
hinsvegar geysilega mikilvægt fyrir
þessa nýmóðins listamenn að fá þessa
bronzstyttu viðurkenda sem listaverk.
Ef lögin stimplúðu >þetta sem hverja
aðra ólistræna vélsmíð, og heimtuðu
40 p.c. toll af því eins og öðru málm-
drasli. væri þar með skapað heldur
óþægilegt fordæmi. Og því var
það, að álitlegur hópur þessara list—
amanna fylkti sér utan um Mr.
Steichen, og hóf málsókn í því skyni
að brjóta tollskoðunarmennina á ibak
aftur, og fá það opinberlega yfirlýst
og staðfest að bronzstöng þessi væri
listaverk.”
Og hvað kemur á daginn'? Hver
drottinvaldurinn í listaheimiriam á
fætur öðrum, ber það fyrir réttinum
að hér sé um lista-líkneski að ræða
af fljúgandi fugli! Hversvegna
Ekki vegna þess, að nokkrum lifandi
manni gæti af sjálfsdáðum komið
til hugar “fljúgandi fugl” í sambandi
við styttu þessa, heldur vegna þess
að — maðurinn sem bjó þct'tu Ul
sagði sjálfur að þetta vœri líkneski
af fljúgandi fugli- Hver igat svo
sem vitað það betur!
Saga þessariar málsóknar sýnir
berlega hvert -stafnir fyrir stólrum
hluta listamannastéttarinnar — hvað
þeir eru að bjóða, og til hvers þeír
ætlast af almenningi.
Það sem Brancttsi þessi, og hans
nótar hafa verið að ihafast að á sviði
myndhöggvaralistarinnar hefir Hall—
dór Kiljan Laxness, öðrum. fremur