Heimskringla - 14.03.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.03.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HBIUSKRl N Q L a WINNIPEG 14. MARZ 1928 Fjársjóða- hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. Þegar læknirinn kom til okkar tók hann hattinn af höfði Bért og rendi fingrunum í gegnum hárið, eins og hann væri í vandræðum og mælti: “Ixtual segir að þið verðið að bíða hérna, angað til hann og ég komum til baka. “Þangað til þið komið til baka,” hrópuðum við Wardrop báðir í einu. “Hann segir að hann verði að fara með mig til þjóðar sinnar, sem lifi hér eitthvað 4 mílur í iburtu — í iþorpi einu, held ég, því að við megum ekki fara lengra, nema við fáum leyfi þeirra til að koma.” “Hann á við bæjarráðið, eða lögreglu- Btjómina,” isagði Wardrop, og tók gleraugað af auganu, og fór að fægja það milli gómanna um leið og hann starði á Ixtual, sem einlægt horfði á háu tindana tvo. “Jæja félagi,” mælti hann á. ensku, “hvað segir þú um þetta? Eigum við að láta læknirinn fara einan með þessum náung. a til þeirra? Kanske þeir taki hann og mis. þymi honum?” “Eg get ekki séð hvemig við getum komist hjá þvi,” svaraði ég. “það er að segja ef Morgano læknir er fús til þess, að eiga það á hættu. Við erum allir upp á hans miskun komnir, þessa Indíána, og ég held honum þyki vænt um lækn- irinn, og þá vill hann honum ekki illa. En hvað heldur þú?” Wardrop var nú stund no-kkra að hugsa um þetta, og horfði ýmist á læknirinn eða hinn rólega Ixtual, og svo á mig; en loksins sagði hann: “Mér finnst að við ættum að láta lækn- irinn gera út um þetta sjálfan.” Hvað segið þér um þetta, læknir góður?” “Xilfinningar mínar eru líkastar því et ég í fyrsta sinn varð sjóveikur, sagði hann, “En við getum ekki haft hann ofan af þessu. Hann segir að það sé óumflýjanlegt að fá sam- þykki þeirra. Og hann ful-lvissar mig um það, að alt sem ég þarf að gera, sé það að segja þeim að mig langi til að lesa og skrifa upp hina glötuðu sögu Mayaflokksins. Hann segist skuli ábyrgjast það persónulega, að mér sé ekkert mein gert af þeirra hendi.” “Oh sussu! Hún er nú ekki meira en svona og svona góð, þessi ábyrgð han|s, ef þeir skyldu taka yður og fara með yður á afvikinn stað, og flá yður, hengja yður, og éta yður svo að lokum,” sagði þá Wardrop. “Já, ef þér haldið að þeir myndu gera það. þá er líklega betra að ég fari ekki,” sagði lækn- irinn, og ég samþytoti það með honum, að það myndi ekki vera notalegt. En þá greip Ixtual fram í. “Komdu nú bróðir,” sagði hann við lækn- irinn, við höfum langt að fara. Og tíminn líður, það er orðið framorðið. Þið getið ekki farið leiðina milli tinda þessara, nema þú gerir það semégsegi, ef þið ætlið að halda ferðinni á- fram — Já, það vil ég, íremur öllu öðru” mælti læknirinn með áherzlu. “Eg verð að grafa upp leyndardóminn um hina töpuðu” — “Jæja,” sagði nú Ixtual, með sætri röddu, það er þá tími til aðkomast á stað.” Læknirinn varð nú einbeittur og sagði: “Eg ætla að fara. Eg get ekki slept þessu tækifæri. Eg treýsti Ixtual.” Eg tók nú samt eftir því, að hann sagði þetta á frönsku, sem Ixtual skildi ekki. En svo snéri hann sér að Ixtual, og sagði eitthvað við hann á Mayatungu, sem Ixtual tók vandlega eftir, og sagði svo til okkar á spönsku: “Ekkert ilt skal henda bróðir minn, ég lofa ykkur því hátíðlega, og ég hef aldrei rofið loforð mitt. Þið verðið að bíða hérna þangað til við komum aftur, þó að það verði heil vika.” Og svo fór hann á bak hesti sínum en lækn. með naumindum á bak hinum hestinum og riðu svo í burtu; en við fórum að reisa upp tjaldið og búast um, þó að okkur líkaði það ekki. Við gátum þó tjald- a.ð í skugga þar sem vatn var nærri, og höfð- um múlasnakarlinn, Júan, til þess að gera erf- Sðn störfin; samt vórum við ekki vel ánægðir. En við reyndum að gera hið besta úr því sem hægt var. Þetta kveld vórum við að geta okkur til hvað hefði orðið um félaga okkar, einlagt þangað til við sofnuðum. Og daginn eftir vórum við að vonast eftir því að þeir kæmu aftur, Ixtual -og lækinrinn. En þeir komu ekki. Næsta dag fóru þeir Wardrop og Ben út í skóginn tU þesS að vita hvent þeir 'gætu ekki -skotið eittihvað. Þeir fundu lítið dýr eitt (hjört) og skutu hann. Eg fór að fiska en varð ekki var. En ég rakst á ljótan höggorm sem ég gat drepið, og var það hættulegur eiturormur. Um kveldið fórum við að verða hræddir um að læknirinn hefði komist |í hagttui einhverja, og vöktum framan af nóttinni. En loksins fórum við upp í hengi- rúminn og Wardrop fór að hrjóta alveg voða- lega; en ég gat ekki sofið. Eg var að teygja úr mér í rúminu þegar ég heyrði hávaða úti fyrir. og settist upp og iseildist eftir riflinum sem hékk undir hengirúminu, og svo stökk ég ofan og skaraði saman bálinu, unz það blossaði upp, og heyrði ég þá raddir þeirra, læknisins og Ixtuals; þeir vóru þá að koma. Þeir Ben og múlrekinn vöknuðu rétt í því að þeir Ixtual og læknirinn komu, og heilsuðu okkur. “Brennivín! í guðanna bænum gefið þið okk- magurt, var nú afar þreytulegt. “Brennivín! íguðanna bænum gefið þið okk- ur brennivín!” kallaði hann til mín á frönsku.” “Eg bef farið í gegnum hreinsunareld. Þeir létu mig sverja. Hræddu mig til að sverja, við alt það sem voðalegt er, á himni og jörðu, að ég sé ekki að leita að neinu öðru, en að fræðast um hina forn sögu þeirra. Og þeir ógnuðu mér svo að ég varð dauðhræddur, og mér liggur við að gefa upp allar rannsóknir mínar. Og það eitt kom mér til að vinna þessa eiða, að ég sá það, að ég var eini maðurinn í veröldinni, sem gat leyst úr leyndardómum þessara töpuðu þjóð- menningar.. Bg var nú-orðinn einn af þjóð þein-a og hef afsálað öllum réttjndum hvítra manna. Brennivín — gefið þið mér brenni- vín.” Og ég hélt að það ætlaði að líða yfir hann þegar ég helti á glas fyrir hann drykknum, og hann saup hið ramma, sterka brenniván, eins og þyrstur maður drekkur vatn. Og þegar hann-lylfti upp handleggnum , þá tók ég eftir því, að hann kipptist við af sársauka. En ég vissi það ekki fyrir en seinna, að á brjósti hans, ofan við hjartað, og yfir vöðvana á hægri öxl hans og vöðvana á efri handlegg hans, vóru fórnarsár hans, skorin með beittum hnífum; og svo núið í sárin purpurarauðum lyfjum. Og var það gert af Indíánum til þess að merkja hann, sem einn meðlim þjóðar þeirra, því þessi ör var aldrei mögulegt að afmá. Þarna sáum við píslarvott vísindanna. Hann fórnaði þarna líkama sínum, og stofnaði sjálf- um sér í voða til þess að afla sér þekkingar um þjóðflokk þeirra. Ixtual kom einnig inn í birtuna af eldinum, og stóð þar með hendur lagðar yfir brjóst sér, steinþegjandi og hugsandi, og var þunglyndis- legur. En meðan læknirinn talaði, þá beygði hann sig áfram, og vildi óefað fá að vita hvað læknirinn hafði sagt okkur. En svo varð hann rólegri þegar læknirinn snéri sér að hon- um og sagði eitthvað við hann á Mayatungu. Þá snéri hann sér frá okkur og gekk lítið eitt í burtu, og fór að hengja upp hengirúm sitt og læknisins í næstu trjám. Ástandið þarna var nokkuð íhugunarvert, ig ég hugsa stundum um það. Eg sé í huga mínum flókna skógarkjarrið, stjörnurnar glampandi á himnum uppi, og köstinn, þar sem eldurinn brann í skugganum, hinumegin við eldinn, lágu þeir Beni Hássan Uzdul og Júan, múlrekinn; og svo skamt frá mér, var Wardrop, -hár og digur, og horfði frá einum til annars. En ég horfði á þá, læknirinn og Ixtual, er þeir vóru í ákafa að tiggja matinn sem ég hafði borið fram fyrir þá, því að þeir vóru báðir svangir. En lítið man ég af því sem talað var nema það, að Ixtual var að segja okkur að við yrðum að fara að sofa, því að við þyrftum að vakna snemma og leggja af stað í dögun. Og er ég nú huglsa til til þess, þá held óg að hann hafi verið hræddur um að Indíáanaflokkur sinn myndi ef til vill, kalla laftur ley!fið,og -banna Okkur förina. Að minsta kosti veit ég það, að honum var mjög ant um að við kæmumst snemma á stað, því það var rétot farið að móta fyrir degi, þegar hann vakti okkur og gat þess með mestu kurt- eisi, að við mættum engann tíma missa. Við þyrftum undireins að fara að búaokkur og hefja ferðina til hinna helgu tinda. IV. KAPÍTULI Slóðin var óslétot svo að áburðarklárarnir vóru einlægt að hnjóta, og í einum stað urðum við fyrir voða mikilli hundgjá, rétot eins og við hefðum vakið heilt hundaþorp af svefni. Ixtual var ákafur með áframhaldið, og þótti honum við aldrei fara nógu hart; en þegar dagur rann upp skyndilega, sem æfinlega verður á þessum istöðum, þá var sem létti af honum, því við vórum þá komnir að þéttvöxnum skógi, og var þar enginn slóð inn í skóginn. Ixtual fór þá að leita hvar við kæmumst inn í hann, og loks- ins fann hann stíginn, og héldum við þegar eftir honum, og er við höfðum farið hann um stund, tókum við okkur hvíld. Sáum við þá plantaðar ekrur hér og hvar, og einstaka Nipa- kofa. En til hægri handar sáum við byggingu einhverja í skóginum, og héldum það væri musteri, en það var nokkuð langt í burtu til þess að við gætum verið vissir um hvað það var. En ég sá Morganó læknir stara á það með opn- um augum, rétt eins og hann hefði séð það áður, og hefði óþægilegar endurminningar -um það. Hann fór að hríðskjálfa, og snéri svi bakinuj við 'þrvtf, iOg leit ekki þangað fra,mar. Enn við stönsuðum dálítið og hituðum okkur cocoa og drukkum það með hörðu brauði, sem við höfðum pieð okkur. En Ixtual herti á okkur og urðum að halda áfram sem skjótast. stoun.dir jí hálfrökkri gegnum þétita skógjinn, eftir troðnum stígum, sem vóru þó óljósir mjög. Og gekk seinjt ferðin, því að allstaðar vóru skógarflétturnar yfir stíginn, og víða höfðu tré fallið yfir hann, og það svo mikið sumstaðar að við urðum að krækja fyrir, og áttum við þá oft erfitt að finna stíg þennan aftur. Þurfti Ixtual oft að leita hvar við skyldum reyna að komaJst fram. En þá, þegar komið var nær nóni, og sólin skein á götótta lauf- þakið yfir höfðum vorum, og ætlaði að nísta okkur með hinum stingandi, björtu geislum sínum, er við vórum að vaða í gegnum mann- hæðar hátt sléttugrasið, þá komum við loksins að húsarústum nokkrum. “Við erum nú óhultir, og á réttri leið,” sagði Ixtual, “og hér skulum við hvíla okkur þangað til á morgun.” Var það auðséð að hann þóttist góður, að hafa fundið kofa þennan. Og hefði ég átt að tala fyrir alla sem í för- inni vóru, þá held ég að enginn hefði viljað mótmæla því. Og þegar við vórum búnir að drepa nokkra höggorma í rústunum, og höfðum kastað burtu þakinu, sem hafði fallið niður, þá fengum við okkur góða máltíð af nesti því, sem við höfðum með okkur, og þá urðum við sárfegnir að hreiðra okkur, iþví við þurftum sannarlega hvíldarinnar með. En hestarnir okkar urðu líka fegnir að teyga vatnið sem við gáfum þeim, og stúngu höfðunum gráðurlega ofan í fóðurpoka sína, er við gáfum þeim að éta. Eg var líka sem nýr maður næsta morg- un þegar við áttum að fara að halda á stað. Sólin var nýkomin upp. En Ixtual hafði fyrir löngu farið á fætur og fundið leið í burtu frá bletti þessum. “Ilér er leiðin,” sagði hann þegar seinasta exin var geymd, og seinasti potturinn bundinn á hestana. Við getum ekki haft langa dagleið í dag, því að leiðin er nokkuð erfið.” Enda sagði hann okkur sannleikann, ég ábyrgist það. Og ég hef fengið að vita hvað hart verk er. Allan daginn urðum við að stríða við að höggva okkur áfram, í krókum og bugð- um í gegnum þenna þétta skóg, og vafnings- viðarflækjum, sem einlægt virtust vera flókn. ari, og flóknari. Við höfðum nú sverfðhnífa og hjuggum og skárum flækjurnajr, rétt einis og þær væru fjandmenn okkar, lifandi. En við og við kveyktum við í pípu eða vindlingi, og byrj- uðum svo aftur á þegsum þreytandi, seigdrep- andi starfi, að brjótast í gegnum þenna þétta, óendanlega skóg. En Ixtual hafði áttavita, og eftir honum lögðum við leið okkar; gegnum skóginn. “Við erum komnir of langt til vinstri hand- ar,” eða “við verðum að halda betur til hægri handar, herrar mínir,” sagði hann; og ég játa það fúslega að hann reyndist einlægt hrauístur og einbeittur. Og þetta kveld, þegar við sáum litla, auða blettinn í skóginum, þá sagði hann: “Við erum nú komnir langt fram yfir það, sem nokkur maður hefir farið á þessum dögum. Og ef að við getum haldið nógu lengi áfram, þá komumst við í gegnum skóginn, sem fælir flest- a burtu, eða heldur þeim, og svelgir þá upp. En þegar við komumst í gegnum hann, þá mun- um vér sjá land sem léttara er yfirferðar, og þar hefir enginn maður farið um í mörg hundruð ár. Það er gott.” Fyrir þetta þótti okkur vænt um hann. Það fylti okkur von. Við höfðum nú eitthvað að vona eftir. En það var heppilegt fyrir hann að hann reyndi ekki að spá neinu um það, hvað lengi við þyrftum að halda áfram, hinu þreyt- anda og erfiða starfi voru, því að þá er ég hræddur um að við, á þessum voðalegu 16 dögum, hefðum allir gefist upp sem einn maður, og þvertekið fyrir að halda lengur áfram. Hit- inn þarna var óþolandi, og loftið upp úr mýrun- um og fenjunum ætlaði að kæfa okkur með ó- daun og fýlu, og svo vóru flugurnar í þykkum skýjum, og skorkvikindinn baneitruð, skríðandi á jörðunni. En stóru kyrkiislöngurnar, “boa constrictor” og hennar skyldulið, reyndi oft faðmlög við okkur sjálfa eða múlasnana. Þá vóru líka alt í kringum okkur aparnir og páfa- gaukarnir að hljóða og spjalla, en fuglarnir að skrækja og veina og væláj En myrkrið var svo mikið, undir hinum þétitu skógargreinum, að við gátum varla séð hvor annan. Og því urðum við svo sárfegnir er við loksinjs sáum dagsbirtuna yfir höfðum vorum. En þegar við þá litum hvor annan, þá vantaði h'tið á að við yrðum vitskertir. Augun virtust sokkin inn í höfuð vor, og við vórum órakaðir og ógreiddir, og gátum varla talað. Við hirtum ekki um það hvort við lifðum eða dæjum og hefðum óðara myrt hvor annan ef nokkur hefði gefið tilefni til þess. Og það hefði ekki þunft að vera mikið. Það var hvíld sem okkur vantaði, hvíld frá þessu öllu saman. Og þá var það loksins þegar Benný var að verða vitskertur, þegar tröllið Wardrop, sem aldrei kvartaði eða kveinkaði sér, var að -þrotum kominn, þá brut- umst við í gegnum flækju þessa. Þá kom alt í einu birtan og Ijósið, og sólin, sem baðaði okkur með hinum vermandi geislum sínum. Við höfðum þarna brotist í gegnum skóg þar sem eiginlega var öllum mönnum ófært, og enginn maður hafði reynt að fara um í mörg hundruð eða þúsundi ára. Við komum nú á opið svæði, lítið þó; og sáum dalverpi eða dæld nokkra, skóglausa, og fundum veg í kring um skógarnef eitt, og rann þar lækur niður. Og komum við svo að tré einu stóru, og því næst komum við á bera og skóg- arlausa klöpp eina. Við urðum að berja áburð- orðnir, svo við urðum oft að hrinda þeim áfram. arklárana áfram, því að þeir vóru sárþreyttir En þegar upp kom á klettinn þá köstuðu allir sér niður, menn og skepnur. Þaðan horfðum við nú niður á skógarflækjuna sem við höfðum sigrað, og þóttumst góðir, að vera komnir þangað. Við fórum nú að litast um eftir vatni og brátt sáum við tæran læk með tæru vatni renna þar niður eftir og réðum það strax af að við skyldum fylgja honum upp eftir. Við klifruð- umst nú upp brekkuna, sem einlægt varð bratt- ari og brattari, og rann lækurinn þar niður, eða spýttist þar niður í 4 þumlunga bunu. Á klöppinni var löng röð af letri sem höggvin hafði verið á klettinn. Og undireins og Morgano varð þess var þá gleymdi hann öllu öðru og fór að rýna í það sem þarna var ritað; reita af klett- inum mosann og grasið sem lagst hafði yfir letrið, og var þá engu líkari en vitskertum manni. “Við megum eins vel setjast hér að,” sagði Wardrop, og leit einkennilega til Morgano. “Það verður alveg ómögulegt, að fá hann héðan fyrri en hann er búinn að lesa hvern einasta staf af öllu þessu letri,” sagði ég við Ixtual, sem undireins samþykti það að við skyldum setjast þarna að. Eg tók nú samt eftir því að þegar við fórum að kveikja eldinn, þá hagaði hann eld- inum svo að ómögulegt var að sjá hann, eða hinn minsta neista frá skóginum. Eg mintist á.þetta við hann, en hann svaraði: “Engir aðrir en foringjar þjóðar minnar vita það að nokkur maður hafi komið hingað. En ef að fólkið visei það þá kynnu þeir að verða reiðir, og það er óviturlegt að egna fólk upp til reiði.” “En því verða þeir ekki glaðir að heyra og fræðast um alt sem að sögu þeirra lýtur?” sagði ég. “Þjóðin mín,” mælti hann þurlega,” hefir þá trú, að tindar þessir, hinir háu, séu varð- englar helgidóma mikilla og að enginn megi hingað koma til að rifta friði guða þeirra, sem hér sofa, og á -þá hinn heilagi prestur, sem dáinn er fyrir mörg hundruðum ára , að gefa þeim merk.” “En eru þeir ekki búnir að sofa æfalengi? spurði Wardrop, því að hann hafði hlustað á hvað talað var. “Rvað er þúSund eða fimm (þúosund ára svefn fyrir þá sem lifa eififu lífi?” sagði Ixtual með fyrirlitningarsvip, og gekk svo burtu, því honum féll ekki vel umtal þetta, og fór hann nú Dangað sem læknirinn var að lesa letrið á stein- unum. Við Wardrop vórum ánægðir með það sem komið var, en Ben hélt áfram og þegar ég var að sofna í tjaldinu, þá þakkaði ég guði fyrir að við værum svo hátt uppi, að flugurnar væru farnar að minka. Og svo sofnaði ég. Eg vaknaði við byssuskot og var þá lítið farið að lýsa. En Wardrop var horfinn og kom hann þó litlu seinna með þrjá góða fugla sem hann sagði að væri akurhænsni, og einn guin- eafugl viltan. Hann var nú ánægðari en þegar við lögðum af stað, og mintist ekkert á neinar flugur eftir máltíðina, og fór ég þá að stríða honum með flugunum. En hann var að líta eftir byssu sinni, og gætti þess vandlega að hún væri í góðu lagi, ef hann þyrfti skjótlega að grípa til hennar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.