Heimskringla - 04.04.1928, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.04.1928, Blaðsíða 1
7 XLII. AROANmTTJ Ucv. R. Pétureson x : 45 Homie St. — (;IT\ 1 1\ L 1 I WINNIPEG. MAN., MIÐVIKUDAGINN 4. APRÍL 1928 NÚMER 27 IR HVEITISAMLAGIÐ Því nær tuttugu og átta miljón dali hafa hveitisamlögin í Manitoba, Saskatdhewan og Alberta og gróf- kornssamlögin i Manitoba og Sask- atcihewan nýlega greitt samlagsmönn- um senr aöra bráSaibirgöarborgun fyrir hveiti og hörkorn. “Vér greiöum 15 cent á mælirinn, á allar flokktegundir hveitis og hör- korns,” var yfirlýsing Mr. E. B. Ramsay, forstjóra miösölustöövarinn- ar, er hann skýröi frá greiðslunni. Grófkornssamlögin igreiddu í janúar bráöabirgöarborgun fyrir bygg og rúg og hafra, svo nú hafa þegar veriö greidd 50 cent á haframælirinn, 65 cent fyrir byggmælirinn og 85 cent fyrir rúgmælirinn. “Yfir átta hundruö miljón dali, eru vestrænu samlögin þrjú nú búin að igreiöa samlagsmönnum, síðan Alberta samlagiö hóf göngu sína, 1923,” sagöi Mr. Ramsay. “Bækur vorar sýna aö í ár hefir mjög aukist aöiburöur að hinum þrem- ur samlögum, frá iþví sem nokkurn- tíma áöur hefir veriö, og enn meira hefir aukist kornsalan er samlaigslyft- urnar ihafa annast. Jafnvel i Mani- toba, þar sem uppskeran fór svo illa af ryði, aö um helmingur eyöilagö- ist, hafa hinir 59 kornlyftur samlags- Ins aö meöaltali haft meö höndum meira en hundraö þúsund mæla þaö sem komið er af þessu ári, og í Saskatchewan og Allberta ætti korn- lyftunum aö berast- eitt hundraö tutt- ugu og fimm þús. og eitt hundrað og •þrjátíu þúsund mælar á árinu. “Uppskeruárið 1927-28, ihafa sam- lögin þrjú annast meira en eitt hundr- að og áttatíu miljón mæla af hveiti, og er það nær sex miljónum mæla meir en allt þaö sem fylkissamlögin þrjú afhentu miösölustööinni upp- skeru árið 1926-27. “Saskatchewan fylkiö hefir nú sent meðlimum sínum ávísanir er nema $17,597,067, sem bráðabirgðarborgun á 116,378,945 mæla hveitis, og 934,631 hörkornsmæla. Tilsvarandi tölur fyrir Alberta, er cigi hefir neitt grófkornssamlag, eru $8,700,000 fyrir hérumfbil 58.000,000 hveitimæla.” Hveitisamlag Manitoba greiöir $1, 597,763 fyrir 10,651,755 hveitimæla, og $35,725.65 fyrir 238,171 hörkorns- mæla. HaraldurNíelsson látinn 'Sú fregn barst séra Ragnari E. Kvaran rétt um helgina, heiman frá íslandi, aö látist hefði 11. marz, eða aðfaranótt þess 12., Haraldur próf- essor Níelson. Mun hafa veriö gerð- ur á honum holskurður viö igallstein- um, en hann haföi verið lengi bil- aður á heilsu. Gat séra Ragnar iþessa úr prédikunarstól á pálmasunnudag, og minntist fagurlega hins framliöna kennara síns og vinar. iSjálfsa'gt verða allir, jafnvel þeir er andstæöastir vóru prófessor, séra Haraldi Níelssyni í trúarskoðunum, sammála um þaö, aö þar sé til grafar genginn hinn göfugasti maöur og af- buröa kennimaður, svo að íslenzk kirkja hafi ekki lengi séð marga 'hans jafnoka. ERLENDAR FRJETTIR Bandaríkin. Afarmikla eftirtekt hefir það vakið 1 Bandaríkjunum, að einn af þeim niönnum, er sæti eiga > tollráögjafa- nefnd Bandarikjanna, Edward P. Costígan, hefir sagt af sér starfinu cftir tiu ára dygga stjórnarþjónustu. Skýrir hann ástæður sínar í ítarlegu hréfi til formanns öldungaraöuneyts- ins, Joseph T. Robinson, frá Arkan- sas, og ber þungar sakir á Coolidge íorseta. Kveðuy hann Coolidge hafa "'pakkaÖ” nefndina og haldiö í henni Ti'gjörlega óhæfurn mönnum; úrskurð- ir hans um tillögur nefndarinnar og séu sílitaöar pólitík og flokkshags- Wunum; hvaö eftir annað hafi hann íarið þvert á móti því er nefndin hafi lagt til, eftir margra mánaða unisvifamiklar og samvizkusamlegar rannsóknir, og hafi þar auðsjáanlega iátið teymast af þeim er gullfóðra vasa sína með hátollum, er jafnvel uái engri átt frá sjónarmiði verndar- tollsmanna. T.d. nefnir hann að ^efdin réöi forseta til þess að lækka sykurtollinn um ]/2% á pundi, árið 1924, og hefði það sparaö neytendum $40,000,000 árlega. En forseti gaf engan gaum tillögum nefndarinnar, h^ldur fór að vilja sykunhringsins mikla. 1925 réöi öll nefndin ein- huga til lækkunar á hörolíutolli, er heföi munaö mjög miklu fyrir alla málara og byggingamenn og ekki sízt bændur. En eftir aö hafa saltaö tillögur nefndarinnar i heilt ár, hafi forseti sent nefndinni það til baka, til “frekari rannsókna,” þótt nefndin hafi auövitað áður gert þaö itrasta í því efni er mögulegt væri að gera. Margt fleira ber hann forseta á brýn, og færir því ýmsan stað, og kvéðst nú eigi sjá sér annað fært samvizku sinnar vegna, en segja af sér, er han sé orðinn úrkula vonar um að tollráðgjafarnefndin ei'gi aö vera annað en leiksoppur auðhákarla og pólitískra matgogga, og yfirsikinið eitt. — Eigi hefir forseti enn svarað þessum ákærum, og er búist viö aö hann muni humma þaö fram af sér. PÁSK AR. VAÐ sem er um sögulegar staðreyndir er liggja að páskasögunni þá heldur hún sínum and- legu verðmætum. Ransóknir kunna að af- sanna söguna, eins og hún hefir oss borist í guö- spjöllunum, en ransóknir fá aldrei rænt hinu andlega gildi, kjarnanum úr þessari fögru harmsögu. Það er heldur ekki hlutverk ransóknarinnar; hlutverk hennar er það, að kornast að sannleikanum, og svifta hann flingrinu; þeim skrúða, er kostgæfnir, einlægir og ímyndunarfrjóir sagnaritarar hafa búið hana. Megin- atriðið felst jafnyel ekki í dauðdaga og upprisuatvik- um meistarans frá Nazareth; en í píslarsögunni gef- ur að líta gildi þeirrar vonar, er hefir verið fjöregg mann- kynsins, frá því það hóf að hugsa — vonarinnar um sigur réttar á röngu; sigri lífs á dauða. Páskahátíðin felur í sér fæðingu þeirrar vonar, í samræmi við árs- tíðina. Náttúran er að endurfæðast; ljós og hiti eru á sigurför gegn myrkri og kulda. Megum vér þá ekki einnig vona, að mannlegur andi, stjarfur í dauðans dvala, rísi aftur í nýrri útgáfu, endurbættri og aukinni að fegurð, af sjálfum Höfundinum? —L. F. SVAR Aðfinnslur dr. B. J. Brandsonar við heim feröarne fnd Þj óðræknisfélagsins s-.:»»8s;::as«Kí- fram, og er þá talið árangurslaust að reyna aö kjósa. — Þingið í Nicaragua, sem þó situr í ■skjóli Bandaríkjalhersins, hefir nýlega hafnað, sem broti á móti stjórnarsikrá rikisins tillögu eða kröfu Bandaríkj- anna um þaö að skipa Bandaríkja- manninn Frank McCoy yfirhershöfð ingja, aö yfirumsjónarmanni stjórnar- kosninga, er fram eiiga að fara í sum- ar í Nicaragua. Er nú sagt aö Band- arikin ætli að krefjast þess af hæsta rétti Nicaragua, er skipaður hefir verið af Diaz forseta, tóli Bandarílkj- aauðvaldsins, að lýsa þessari tillögn í lög, þvert ofan í löggjafarþingið. Meö frelsishetju Nicaragua, Sand- ino ihershöföingja, gengur Bandaríkja- sjóliðinu illa., þótt nýlega hafi verið sendur liöstyrkur suður. Sleppur hann jafnan úr greipum þeirra, og er nú talið óliklegt, er regntiðin fer í hönd, aö þeir verði búnir að sigra hann áöur en kosningar eiga aö fara Forsetaskifti hafa nýlega oröiö viö hinn fræga guðfræðisskóla Únítara á Bandaríkjunum, sem kendur er við Meadville. Lét dr. Franklin C Southworth af skólaforstööu, er hann hefir gegnt i 25 ár, eöa síðan 1903, en við tók dr. Sidney B. Snow. Dr. Snow er Harvard maður. Var hann einn í nefnd þeirri, er skipuö var til þess að ransaka trúarbragðaafsókn- irnar í Rúmeníu, áriö 1920, er Rum- enar ætluöu aö ganga á milli bols og höfuðs á öllunt trúflokkum nema igT|iízk-ka|þál,sku kiykjutmi.| Lúterska, kirkjan sinnti ekki boðinu að taka þátt í rannsókninni. Nefndin komst aö því, sem auðvitaö var degium ljós- ara, að Rúmenar þjökuöu afskaplega minnihluta þjóðbrotum og trúflokk- um í Transsylvaníu, er þeir fengu í sinn ihlut, mest fyrir glæpræöi Lloyd George, þrátt fyrir þaö að Rúmervíustjórn hafði lofaði minni hlutunum fullkomnu trúarbragða- og tungumálafrelsi. Kirkjur, aörar en grísk-kaþólskar vóru afsáttar með vilja og vitund stjórnarinnar; óðals- bændur kúgaðir af jörðum sinttm, meö ýmsum álognum kærurn, en Rum- enar settir í staöinn, o.s.frv.—Skýrsla ransóknarnefndarinnar var lögö fyrir iþjóðaþingiö, og skarst þaö svo í leikinn, aö minnihlutamenn, haf síð- an haft léttari búsifjar í Transsylvan- íu. Nememdur Dominion Business College igátu sér ágætan orðstír nýlega vélritunarsanikeppni er fram fój- a háskóla Manitobafylkis; unnu öll verðluan i framhalds og byrjenda- deildunutn. Byrjendadeildin er opin öllum, er nám hafa byrjað eftir 1. ágúst 1927; en framhaldsdeildin þeim er byrjað hafa nánt eftir 1. ágúst 1926. 1 þrjú ár samfleytt hafa nemendur Dontinion Business College unniö hver einustu vélritunarverðlaun, er þeir hafa keppt um, og er þetta hin óibil- ugasta sönnun þess hve ítarlega kennslu Dominion Business College lætur nemendum í té. Miss Bronilcy, sem mynd fylgir af, er D.B.C. nemandi, er á sér öfunds- verða sögu í vélritunarsamkeppni. | Arið sem leið vann hún flýtisverðlaun í byrjLndasamkeppninniJ pg náði meiri flýti, en bæði framhalds- og fullnemadeildin náði yfirleitt. I ár vann Miss Bromley flýtisverðlaun framhaldsdeildarinnar, með því að rita að meðaltali 75.5 orö á mínútunni. Takið eftir! Good Templara Stúkurnár halda opinn fund miðvikudaginn 18. þ. m. Skemtun verður igóö. Valdir ræð- umenn, söngur og hljóðfærasláttur. Fjölmennið ! Meira um þetta seinna. Ef einhverjir væru, sem kynntt að vilja eignast bókina, “Er andatrúin bygð á svikum,” ættu þeir að senda pantanir sem fyrst, þar eð ég er nú að senda upplagið heim til Islands, til sölu þar, og býst ekki við aö halda eftir nema fáum eintökum hér vestan hafs. — Bókin er til sölu hjá Is- lenzku bóksölunum hér í Winnipeg, hr. ölafi S. Thorgeirssyni, 674 Sarg- ent Ave., og hr. Arnljóti B. Olson, 594 Alverstone, og hjá útgefanda, Jóni Tómassyni, 701 Victor Str., Winnipeg. 1 síðasta tölublaöi Löigfbergs, 29. f. m., er birt grein eftir dr. B. J. Brand son, um nokkurar hliðar á starfsemi || I Heimferðarnefndar Þjóðræknisfélags f j ins. Læknirinn telur sig þess full- g | vissann, aö hann tali fyrir munn all- jmargra Islendinga hér í landi, sem séu f{ j honum sammála ttm, að nefndin hafi | tekið upp óheppilega stefnu í mikilsver B öu atriði málsins. Nefndinni er að visu :á ókunnugt um, hve margir þeir menn p eru, sem eins líta á og læknirinn, en É telur samt sem áður ástæðu til þess Pj að skýra afstöðu sína til Iþeirra at- riða, sem minnst er á í greininni. Nefndinni þykir vænt um að dr. B. J. Brandson lýsir því yfir, að það sé virðingar- og þakklætisvert, að Þjóð- ræknisfélagiö skuli hafa tekið aö sér undinbúning almennrar heimfarar allþingisárið. Hann er sammála fé- i laginu um þaö, aö til þeirrar farar veröi að vanda sem bezt, ®g að “öll- urn íslendinigum ætti að vera þaö á- hugamál, að þetta ihátíðahald gæti orð iö sem ánægjulegast og hinni íslenzku þjóð til sóma’>. En læknirinn litur svo á, sem nefnd in hafi að sumu leyti starfað á þann hátt, að þessum tilgamgi muni naum- ast verða náö. Og aðfinnslur hans eru í því fólgnar, að nefndin hafi leit að og fengið ádrátt um styrk frá hér- lendum stjórnarvöldum, “til Iþess aö stuðla aö því, að sem flestir Vestur- Islendingar sæki hátíðina”. Honum finnst svo mikið til um iþessa yfirsjón, að honum virðist þetta igeti oröiö til “sundrungar og óánægju, í stað sam- úöar og einingar”. Nú er það mála sannast, að nefnd- inni er það mikiö áhugamál, aö igerðir hennar verði ekki til sundrungar og óánægju, heldur til samúðar og ein- ingar. Og hún fær ekki litið annan veg á, en að einmitt þetta atriði, sem minnst Ihefir verið á, ætti aö verða einingunni til styrktar, jafnskjótt og menn hafa áttað sig á málinu. ' .Hvers vegna hefir nefndin vakið at hygli stjórnarvaldanna á þessari fyrir- huguöu för og spurt þau, hvort þau teldu sig hana varða svo miklu, aö þau vildu styrkja að einhverju leyti und- irbúning hennar?*) Vér lítum svo á, aö með Alþingis- hátiöinni 1930, sé minnst eins merk- asta sögulega atburöarins, sem saga Noröur-Evrópuþjóöanna greinir. Þær minningar eigum vér, sem búsettir er- um í Canada, ásamt öllum islenzkum mönnum. Og nú vill svo til, aö all- mikill hluti íslenzkrar þjóöar er ein- mitt ihér búsettur, og hefir igerst borg- arar þessa lands. Vér erum þar meö vitaskuld oröin hluti þjóðarinnar hér. En teljum vér sjálfa oss svo merkan hluta hennar, aö þaö sé ástæöa fyrir ríkisheildina, aö láta sig skifta vorar dýrustu sögulegar ntinningar ? — ekki sizt þegar þær minningar fléttast á Hér fyl'gir líka mynd af Miss Flor- ence Cook, er vann sér sérstakan heiöur í réttritunarsamkeppni byrj- enda með því aö gera aðeins eitt misgrip á 15 mínútna prófi, er hún vann meistartitil Manitobafylkis fyrir réttritun í sinni deild. Nákvæmni hennar natn 99.83 af hundraði, mið- að við fullkominn óskeikulleika. Fjöldi greina er blaðinu hefir bor- ist verður að bíða vegna óhjákvæmi- legra þrengsla. °) Hér getur naumast komið' til greina að skýra, hversu útgjöldum nefndarinnar kunni að veröa varið, um það að öllum undirbúningi ferö- arinnar er lokið, en taka má þaö fram að nefndinni var ljóst, og svo mun flestum vera, að ekki var unnt að ná því takmarki er hún setti sér, nema með miklum tilkostnaði. Þess vegna leitaði hún fjárstyrks, og fannst 'hann ekki koma úr ómaklegri átt, ef hin umræddu fylki leggöu hann til. Sam- mála er hún ekki þeim ummælum, og hefir aldrei litið svo á, að það sé sama hvort margir Islendingar fari að vestan eöa fáir. margvíslega lund inn í réttarsögu brezkrar þjóöar. Vér svörum þeirri spurningu játandi. En sé rétt á þetta litið hjá oss, þá fáum vér ekki með nokkru móti komið auiga á, að þaö sé aö nokkru levti ósæmilegt eða óvið- eigandi, að vekja athygli stjórnarvald- anna hér á atburðinum. Því síður er það ósæmilegt að fara fram á það, að þau viöurkenndu þenna skilning, er vér höfum hér lýst. Canadisk um stjórnarvöldum er þetta skyldara en nokkrum öðrum stjórnarvöldum, utan Islands, einmitt fyrir þá sök, hve margir islenzkir menn eru hér búsett- ir, og 'hafa ákveðið aö helga þessu landi krafta sina og sinna niðja. Vér getum ekki séö að viðurkenn- ingar hérlendra santborgara yrði á annan hátt leitað, en þann, sem vér höfum farið fram á. . Meö því að fá, þótt ekki væri nerna Htilfjörlegan styrk af opinberu fé til undirbúnings fararinnar, höfunt vér fengið viður- kenningu lands vors fyrir því, að á för ina væri litið sent för canadiskra borgara, er færu til iþess aö flytja samúðarkveöjur héöan og þakklæti til Islands fyrir þá menn, sem það hefir lagt Canada til. En þá komum vér að þeirri spurn- inigu læknisins, sem honum virðist skifta mestu' máli: Hvers vegna taka stjórnarvöldin vel í tilmæli nefndar- innar? Þess skal Iþá fyrst getið, að báðir forsætisráðherrarnir, sem talað hefir verið við — ráöherrar Manitoba- og Saskatchewan-fylkja — hafa lýst yfi,- því mjög eindregiö, aö þeir telji há- tið þessa frábærilega markveröa. Þeir hafa ennfremur lýst þvi yfir, aö þeim finnist eölilegt og maklegt, aö sá skiln ingur komi á einhvern hátt í ljós frá þeirra hendi, eöa þeirra fylkja, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Og þeir eru á engan hátt einsdæmi í iþessu efni úr flokki þeirra manna, sem fást viö op- inber mál í þessu landi. Þeir eru í flokki þeirra manna, sem tala mundu á líka lund og Mr. Woodsworth, þing- maöur i Ottawa, geröi er 'hann minnt- ist á það í þiragræðu, að sjálfsagt væri að Canada sýndi svo ágætum borgurum, sem Islendingar væru, ein- hverja mikilsverða sæmd á hinum mikla hátíöisdegi landsins, er þeir væru komnir frá. Satt að segja furðar oss á því, að jafnmikilsvirður maður og dr. B. J. Brandson er.skuli ekki igeta ímyndað sér, aö neitt annaö hafi vakað fyrir forsætisráðherrunum, en að afla inn- flytjenda frá Islandi. Því aö á annan hátt verður grein hans ekki skilin. Þessi staðhæfing er meö öllu röng. Ráöherrarnir hafa tekið það fram, bæði í viðtali við nefndina og í bréf- um sinum til hennar, aö á þessar væntanlegu fjárveitingar megi ekki lita sem neitt fordæmi fyrir nokkra menn í framtíðinni. Væri hér um innflytj- enda-ráðstafanir að ræða, þá er ekki augljóst að sjá, hversvegna ekki mætti hafa þetta aö fordæmi. En það er einmitt þráfaldlega tekið fram, að það sé eimgöngu vegna mikilvægi atburð- arins, sem komiö geti til mála, að förin veröi styrkt af opinberu fé. Hinsvegar er það svo sem sjálfsagt, að þeir telja Vestur-Canada mega hljóta gagn af förinni. Og sízt af öllu situr það á oss, að synja landinu um þá nytsemi. En í hverju er það gagn fólgið? Bracken forsætisráöherra hefir tek ið það fram í ibréfi til nefndarinnar, aö hann Hti svo á, að það geti orðið Manitoba til ómetanlegs igagns, að um þcssa för vcrðnr að sjálfsögðu ritað lúðsvcgar um Banddríkin, í Englandi og «m allan norðurhluta Evrópu. Með þessu telur hann fyllilega goldið fyrir þá litlu fjárupphæö, sem líkegt er að vér eigum kost á að fá. En fyrir ráðherrunum vakir enn annað atriði. Þeir hafa spurt nefnd- (Frh. á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.