Heimskringla - 04.04.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.04.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 4. APRÍL 1928 Bindindismál Ræða flu af A. S. Bardal, Stór-Templ- ar, sem fulltrúa Islands á alþjóða- þin'gi bannmanna í Winan i ágústmán- úði 1927. ■Hvert einasta land í heimi ætti að hafa frjálsar hendur til þess að lögleiða algert vímbann og framfylgja þvi. Það er mér hið mesta fagnaðarefni, að flytja kveðju frá fyrstu þjóð í heimi, sem lögleiddi algert áfengis- bann með þjóðaratkvæði. Þessi atkvæði vóru greidd árið 1908, og lögin afgreidd og staðfest 1909. Friðrik VIII. konungur Dana og Islendinga, kvaðst undirskrifa lög- in með sérstakri ánægju og óska þess, að hann bæri gæfu til þess að undirskrifa samskonar lög fyrir Dan- mörku. En jafnframt því, sem ég er bæði glaður og stoltur fyrir hönd þjóðar minnar, svo sem ötullega hefir barist í broddi fylkingar fyrir alíheims banni, þá verð ég að viðurkenna það með hrygð í hwga, að engin hannþjóð hefir orðið að þola meiri andróður vegna þess málefnis, en Island. I Bandaríikjunum hafa erfi?(leik- arnir að mestu leyti verið innbyrðis; hér er það aðal atriðið að geta fram- fvlgt lögunum. En á Islandi hafa það verið utan aðkomandi óvinir, sem sikæðustum beittu vopnunum. Utlent vald hefir j-eynt aðf brjlóta bannlögin og hleypa flóðöldu áfengis eitursins yfir þjóðina á ný. Hvert einasta land i heimi, ætti að hafa frjálsar hendur til þess að lögleiða algert vínbann, og framfylgj- a því sagði ég í byrjun. Eg skal skýra nákvæmar hvað ég á við með þessu; i því skyni ætla ég að segja sögu af heimaþjóð minni í sambandi við þetta mál, og legigja hana fyrir þetta heimsþing til ihugunar og at- hafna. Islendingar samþyktu algert áfeng- isbann í landi sinu með þjóðarat- kvæði 10. sept. 1908. Lögin komust í gildi að nokkru ieyti 1. jan. 1912 og upp frá þeim degi var innflutning- ur allra áfengra drykkja bannaður. En sala áfengis i landinu var ekki bönnuð fyr en 1. jan. 1915. Frá þeim tíma var Island algert bann- land. Svo vel hafa bannlögin reynst, að þjóöin hefir alls ekki skift um skoð- un eða látið sér koma til hugar að breyta til aftur. Og það er vist, að bannlögin verða aldrei numin úr gildi. ef Islendingar mega sjálfir ráða að öllu leyti. En hér byrjar sorgar- kaflinn i sögu bannmálsins á ætt- jörð minni. Þegar stjórnarskránni í Bandarikj- unum var breytt árið 1920, að til- búningur, sala, útfluttningur og inn- flutningur áfengra drykkja var fyr- irboðinn, vakti það miklu meiri eftirtekt en hitt, þótt Island yrði bannland. Og ástæðan er auðskilin: Island er aðeins smáþjóð, sem ekki telur nema eitt hundrað þúsund í- búa. Bandaríkin þar á móti hafa meir en þúsund sinnum þá ibúatölu Þetta fór þvi að lita illa út fyrir áfengissalana yfirleitt. Þið hafið öll heyrt orðatakið, sem þannig hljóðar: “Eftir Ameríku dansa öll önnur lönd.” Þetta skildist þeim brenni- vínskóngum og hin svo kölluðu vin- lönd Evrópu fyltust ótta. Ekkert var liklegra, en að Evrópu- lönd fetuðu í fótspor Bandaríkjanna og hvernig væri þá kornin hin mikla og arðsanta vínverzlun í Evrópu'? Eitt vínlandanna er Spán. Brenn- ivínsvaldið í því landi ásetti sér að sýna bannstefnunni i tvo heima. Það varð að byrja á þvi að fóma ein- hverri sérstakri þjóð, hinum til skelf- ingar og aðvörunar. Island varð fyrir valinu. Spánn þorði ekki að ógna hinu volduga riki Bandaríkjun- um, þótt þar væri lögleitt vinlbann; jafnvel þé>tt þessi lög eyðilegðu mikla og arðsama verzlun fyrir Spáni. Is- land var lambið, sem úlfurinn mark- aði til dauðs. Væri það mögulegt að láta þetta land leggja niður vopn- in og afnema bannlögin, þá þótti ekki liklegt, að önnur lönd í Evrópu lögleiddu vinlbann. Spánn sendi hótanir sinar til Is- lands árið 1921. Hótanin var orðuð þanniig, að ef Island leyfði ekki inn- flutning spánskra vína, með 21 per cent áfengi að minsta kosti, þá yrði settur fimmfaldur tollur á allan fisk, sem Isliendingþr seldu Sipánverjum, Þetta var sama sem að gjöreyðileggja aðal lífsbjörg Islendinga. Islend- ingar selja þurkaðan saltfisk til Spán- ar, því Spánverjar neyta fiskjar í stað kjöts, þegar þeirra kaþólska trú bannar þeim kjötnautn. Þetta var voðaleg hótun. Þessi litla þjóð — Island — lét undan ár- ið 1922; þingið ákvað að leyfa Spánverjum undariþágu frá vínbann- inu í eitt ár,' með þeirri von, að stjórninni tækist að ná samningum við þá áður en árið væri á enda, til þess að bannlöigunum yrði borgið. En Spánn lét engan bilbttg á sér finna. Þegar séra David östlund, full- trúi alþjóða vínbannsfélagsins, kom til íslands árið 1923, samþykti þing- ið samskonar undanþágu fyrir Spán- verja í annað skifti. En nú átti undanþágan að gilda um óákveðinn tíma. Eg skal leyfa mér að skýra hér frá yfirlýsdngu þingsins um leið og það framlengdi undanlþáguna, til þess að ykkur skiljist, að Islendingar gerðu þetta þvert á móti eigin vilja einungis vegna þess, að þeir vóru kúgaðir af þjóð, sem er tuttugu sinn- um stærri. Yfirlýsingin er þannig: “Með því að þingið hefir nú sam- þykt undanþágu frá vínbannslögun- um, til þess að samningar gæti tekist við Spán í verzlunarviðskiftum, þá fýsir íslenzka þingið því hér með yfir, að þessi undanþága hefir verið veitt vegnp. óhjákviæmi'Jbgrar nauð- ungar, en ekki vegna þess, að þing- ið vilji nema úr gildi lögin, sem sam- þykt vóru í samræmi, við atkvæða- greiðslu þjóðarinnar, er þar lét greinilega í Ijós vilja sinn.’’ Þessi yfirlýsing var samþykt i einu hljóði vorið 1923. Hvað hefir skeð siðan? Stjórnin á Islandi hef- ir gert sitt allra bezta til þess að út- vega fiskimankað annarsstaðar, i því skyni að geta framfylkt á ný bannlögunum án undantekninga. Nú er þar aðeins bannað öl og brennivín (sterkt vín) en spönsk vin eru seld í sjö bæjum. Enn sem komið er, hefir stjórninni ekki tekist að fá annan markað fyrir fiskinn. Mark- aður getur fengist fyrir dálítið af fiski í Suður Ameriku, en það er Intt mögulegt að flytja þurkaðan fisk yfir miðjarðarlinuna, án þess að hann skemmist af hita. Bindindishreyfingin er sterk á Is- landi. Good Templara reglan er þar aðal bindindis- og bannfélagið. Næstu árin eftir atkvæðagreiðsluna og bannlögin, fækkaði me'ðlimuni Reglunnar frá 7,500, niður i 1,500. Þrælatök Spánverja hafa valcið bind- indis- og bannvini af svefni, og er nú aftur komnir í félagið 9,000, eða 11 af hundraði, af allri þjóðinni. Við allar þingkosningar síðan 1923, hefir aðal málið verið það, að kjósa engan sem ekki skuldbindi sig til þess að gera alt, sem í hans valdi stæði, til þess að algert áfengisbann komist á aftur, og mér er ánægja að geta lýst því yfir, að þeir hafa feng- ið flést atkvæðin, sem það mál hafa stutt öruggast. Við kosningar í sumar, eins og við aðjar undanfar- andi kosningar, hefir eini verulegi vinningurinn verið sá, að sýna ótví- rætt, að mikitl meiri hluti þjóðar- innar er eindregið með bannlögun- um nú sem áður. Deilan eða baráttan milli Spán- verja og Islendinga, verður ekki Ieidd til lykta á annan hátt en með alþjóða samkomulagi. Vonir hafa vaknað utn það á síð- ustu árum, a® einhverrar liknar mætti vænta fyrir aðgerðir Alþjóðasamb- andsins (League of Nations); hefir Blue Ribbon BAKING P0WDER BLUE RIBBON er hið eina hökunarduft sem þarf til allrar bökunar af öllu tægi. Reynið það. Sendl« 25c til Blue Rlbbon Ltd. Winnipegr, fyrir Blue Rlbbon matrei'ðslubók til daglegrar not kunar í heimahúsum 1 Vestur Canada. þeirri stofnun verið valið nafnið “Skipið með mannúðarvonir innan- borðs.’> Dr. Fri&þjólfur Nansen hefir skapað þau orð. Vér mættum ef til vill einnig vænta þess, að Al- þjóðafélaigið hefði banrtþjóð innan- borðs. En Alþjóðafélagið er veikbuTða, og ekki er til neins að gera sér háar vonir enn sem komið er. Ef aðeins Bandaríkin í Ameriku, voldugasta ríki bannmálsins, gerðist meðlimur Alþjóðasambandsins þá væri þess von að leiðrétt yrði ranglætið gagnvart Islandi, þar sem verzlunarleg neyð hefir verið notuð til þess að kúga þjóðina á þann hátt, að láta hana brjóta sín eigin lög. Þá mætti ef til vill einnig vænta þess, að réttur yrði hluti bannamanna í Noregi,. sem nú hefir verið fótum troðinn. Ef Bandaríkin geta ekki læitt sin- um miklu áhrifum á þann hátt nú þegar, þá ætti þetta alþjóðaþing bannmanna, að samþykkja ótviræða yfirlýsingu, sem forclæmi aðferð spánska brennivínsvaldsins og skora á allar þjóðir — sérstaklega Alþjóð- asambandið — að krefjast þess, að hver einasta þjóð í heimi hafi frjáls- ar ihendur til þess að lögleiða algert vinbann og framfylgja þeim lög- um hindrunarlaust of afskiftalaust frá hendi annara þjóða. Þetta frjálsræði VERÐL'R að fást, ef hið rnikla réttlætis- og sið- ferðis mál vort á að bera sigur úr býtum um allan heim — og lægra má markið ekki vera. ----------x---------- “Er andatrúin bygð á svikum?” er bók sú sem ritað hefir Joseplh Mc- Cabe nafnkendur enskur rithöfundur, fyrirlesari, og út hefir gefið Jón Tómasson, þýdda af séra Guðmundi Arnasyni. Islendingar ættu að kynna sér bók þessa, því bókin er, að mánu leyti, ágæt og svo mikið hefir verið ritað og rætt um andatrú, að timi virðist kominn til að menn geri sér fullkom- lega grein fyrir hvað um er að vera á þessu efni. Menn ættu að reyna að svara þessari spurningu. Spurn- inginn er stutt og ljós: “Er anda- trúin bygð á svikum ?” Þessi bók, sem um er að ræða, er ágæt hjálp í þessu efni. McCalife gerir sér mikið far um að svara spurn- ingunni og kastar ekki höndunum að því. Hann tekur fyrir marga hina j merkustu andatrúarmenn sem nokk- urstaðar er aö finna og skoðar ná- j kvæmlega ofan i kjölinn, það sem þeir hafa að segja um málið, ihver um sig. Afleiðingin er sú, að hans skoð- un á málinu er í stuttu máli: að anda- ! trúin hafi ekkert við að styðjast nema svik og blekkingar miðlanna. Það er því ekki úr vegi fyrir menn að atihtiga hvort að McCabe hafi rétt fyrir sér eða ekki. Auðveldasta ráðið til þess að fræðast í þessu efni er að kaupa bókina og lesa hana. Eg skal nú benda mönnum á ýmis- legt mergjað í bókinni og vitna i blað- ' síðutal. Geta menn þá um leið og þeir lesa, athugað hvort ég hafi farið rétt með, eða máske hallað á ein- hverja þessa svo-kölluðu andatrúar- vitringa. 1. Hverniig frú Fish sýndi hygg- indi sín. ibls. 6. 2. Hvað Flammarion segir. bls. 7. bls. 11 3. Að lokum komst það þá upp aö hún flutti andana og að- flutta hluti í fölsku hári, sem hun bar í nærklæðum sínum.” 4. bls. 13 og váðar: “En þeir 4 flekklausir,, Home, Stainton Moses, frú Piper og frú Everett.” 5. Sir A. C. Doyle, bls. 16. 6. Hvar eru þá svikalausu miðl- arnir? bls. 19—26. 7. Annar kapítuli: um það hvern- ig andar ern búnir til. bls. 26—59. !>ennan kapítula verða menn að lesa nákvæmlega. Það er svo 'gam- an að því að vita hvernig á að búa anda til — og máske gagnlegt. Það hefir ekkert komið mér eins mikið á óvart, þegar ég ihefi ihlustað á fyrir- lestra um andatrú eða um ANDA, og þegar fyrirlesarinn gat þess að ÞEIR, hann sjálfur og fleiri, hefðu þuklað um kálfa og knc andanna þar sem þeir svifu svo fagurlega sem englar yfir höfðum þeirra í herberg- inu þar sem fundarhaldið fór fram — sumt láklega fallegar stúlkur. Það leynir sér ekki að fundirnir geta verið bæði frœðandi og skemtandi. 3. kapítuli Höffg og lyftingar. Þennan kapítula þarf ekki að lesa neitt nákvæmlega; jafnvel sumir sem eru lausir við andatrú ALVEG geta gefið högg og lyft, (bls. 59—80) en ekki er úr vegi að fletta upp blaðsíðn 79 og fræðast svolítið um “Eusapíu.” 4. kapituli. Andamyndir. bls. 83—104. Eiginlega er hér að athuga ýms kænleg brögð til þess að villa mönn- um sjónir og nmnu menn skilja slík- ar sjónihverfiragar. Vel mætti lesar- inn fletta upp blafsíðu 88 og sjá hvernig Sir A. C. Doyle gefur högg- stað á sér. 5. kapítuli. Draugalcg afrek. Aðalefnið úr þessum kapitula má finna á fyrstu blaðsíðunni og er í stuttu máli sem fylgir: “Innan 5 ára voru miðlarnir í Bandaríkjununr orðnir svo margir að þeir skiftu hundruðum, og dollar á mann var venjulega igjaldið sem þeir settu fyr- ir að aðstoða við eina guðsþjónustu þessara nýju trúarbragða.” Flestir munu geta sér til hvað u:n var að vera og hvað um ER að vera. 6. kapítuli. Skygnigáfan. bls. 124—115. Hér ætti lesarinn að fletta upp iblaðsíðu 144 og lesa urn skyggnt* konurnar í Bond stræti. 7. kapituli. Skeyti frá andahciminum bls. 116-172 Gott væri að lesa strax bls. 147 ogr sér lesarinn þar undireins hvað klukk- an muni ætla að slá og á bls. 148 kemur úrlausnin. Þá er bls. 154 þess virði að lesa hana — önnur máls- grein ..... að skafa spjaldið me& nöglinni, bls. 157. Hversvegna? Winnipeg Manitoba tiíijímty Uöi! (Eöm}mnit INCORPORATED 2t? MAY 1670. Winnipeg Manitoba Alveg sérstök Kjarakaup á Karlmanna og Drengjafatnaði í tf* !fi Efi y? sfi !fi £ i I undirbúningi er stórkostleg spamaðarsala á miðvikudaginn. Sér- staklega hefir verið til hennar keypt, og varan endurseld við verði, sem er algjörlega ótrúlegt. Fatnaður, buxur, skyrturt húfur, hlífðarföt, o.s.frv. Menn og drengir ætti að bregðast á það heillaráð, að kaupa í einu alt er þeir þurfa til vors og sumars, því svona tækifæri gefast ekki oft. Munið: Engin C.O.D.’s; Engin póstkaup; Engin símaverzlun; Engar heimsendingar; Engum verzlurum selt; verzlið snemma. FIMMTÍU KARLMANNSFATNAÐ- IR Á $6.95 TWEED DRENGJA- BUXUR MEÐ LÖNG- UM SKÁLMUM $1.89 HlitSar - bak - og úrvasar. Gott tweed.snotrar og end- ingargót5ar. Vel sniðnar buxur, met5 uppbrotnum skálmum, víöum aö neöan. ^tæröir 23 til 32. HÁLFSTÍFIR KARL- MANNAKRAGAR —3 Á 49c Seldir sem velktir vœru, sökum lítilfjörlegra vtef- Kaiia, sem eng-nregÍÐ -draga úr haldgæTSunum. StærSlr 12 til 18. HLÍFÐARFÖT DREN- GJA EINSNIÐIN $1.29 Khakistrigi, met5 þrem stórum vösum og vít5um skálmum. StærT5ir 10 £il 16 ára. I»etta vert5 er vissulega nógu lágt til þess at5 þeir seljist allir á klukkutíma. Þetta eru nýtízku vorfatasýnishorn, er kosta langt um meira i raun og veru. Kinhnepptir jakkar, meí 2 eöa 3 hnöpp- um, vel sniðnir. Grá^ brún og rákuö efni. Stæröir: 33 til 39. 300 DRENGJA FATNAÐIR MEÐ HNJEBUXUM $3.95 Fallegir tweedfatnaöir met5 brókum, et5a hnébuxum. Nýjustu vorlitir. ein- og tvíhnepptir. Vel snit5nir. Stæröír 27 til 36. SIÐAR TWEEDBUXUR FYRIR KARLMENN $1.98 Úr betra síldarbeinsgárut5u efni. Vel snit5nar buxur. Ljós-gulbrúnar, gráar, brúnar og randat5ar. Stært5ir 29 til 44. VANDAÐAR KARLMANNÁSKYRTUR $1.45 Afbragt5skaup Delhi flónelsskyrtur, met5 áföstum kraga. Snoturt, stykkjótt efni, blátt, grænt og grátt. Chester reimar met5 sérstökum kraga, samsvar- andi, bláröndut5um et5a purpuragrænum og bláunt. Hæfilega sniönar’ skyrtur, er þola vel slit. Stært5ir 13% til 17. HLÍFÐARFÖT KARLMANNA ÚR KHAKI $1.98 HVÍT HLÍFÐARFÖT OG STRÁ- HATTAR; HVERT 89c drengjahúfur 48c ■Or dökku og ljósu tweed; húfan úr óskiftu efni; svitareimar úr leóri, metS óbrjótandi skygnl. StærtS- ir 6S4 til 7. MOLSKINNSBUXUR KARLMANNA Á KJÖRVERÐI $1.95 VitS, þægileg, 4 vasa föt. Sterk. StærtSir 36 til 46. Fyrir glpssteypara, VítS vltS hæfi. málara og bakar. Gráreniar molskinnsbuxur vel snitSnar, 30 til 44.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.