Heimskringla - 04.04.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.04.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HK ÍMSKRI N G LA WINNIPEG 4. APRÍL 1928 lÉjrimskringlct (StofnnK 188«) Kenor At A bverjnm mlVTlkadtfl BIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 bk 855 SARGEJÍT AArE , WINJVIPEG TAESl.MIi 8« 537 V«rt> blaBsln* er »3.00 árgangurlnn borg- t»t fyrirfram. Allar borganir sendlet THE VIKING PHEES LTD. HIGFGS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. ItanAskrlW tll I»ln7lntnflii THFJ V1KI \ G PRESS, Ltd., Boz St05 lltanftMkrlft tll rltMtJrtranm RDITOR HEHISKRINGI.A, hoz S105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla ls published by The VlklniK Preaa Ltd. and printed by CITY PHINTING & PPHLISHING CO. M58-8X5 SnrRent Ave.. Wlnnlpegf, Man. Telephone: .86 53 7 _______________________________________I ---------- ---------------------------- WINNIPEG MANITOBA^ 4. MARZ 1928. VIRKJUN SJÖ-SYSTRA FOSSANNA. Því er miður, að ekki virðast mikil líkindi til þess að bæjarstjórnin í Winn- ipeg ætli sér að gera nokkuð til þess, að reyna að varðiveita Sjönsystra foss- ana fyrir opinbera virkjun. Hinn núver- andi borgarstjóri, Mr. Dan McLean, er öruggur vinur samkeppni og einstakl- ingsreksturs, og með sér hefir hann álit- legan meirihluta bæjarstjómarinnar. Og þá er einnig hætt við að almenn- ingsálitið verði svo tvískift að kröfunni um opinbera virkjun verði lítið lið að því sem þaðan heyrist. Em þar ýms áhrif að verki. H. A. Robson, leiðtogi liberala í Manitobafylki, er var hinn á- kafasti tallsmaður opinberrar - virkjunar, meðan hann var að leita sér atkvæða í kosningunum í júní í fyrrasumar, er ör- uggur á hina hliðina þegar í bardagann er komið. Það eitt hefði nú auðvitað gert lítið, til eða frá. Óþægari ljár í þúfu er Free Press, er á sér einn af penna- færustu mönnum í Canada í ritstjórnar- sessi, og legst af alefli á móti opinberri virkjun fossanna. Og til þess að' ná sem beztum árangri í þá átt, hefir blaðið vakið upp draug, magnað hann sem bezt, að því er virð- ist aðeins til þess að geta því hátíðlegar kveðið hann niður aftur, stigið á gröfina og sett sig í stellingar, sem frelsari fylk- isins frammi fyrir öllum lýðnum. Það færir mörg og gild rök fyrir því, hvílík vitfiiring það væri af fylkinu, að fara nú að demba mörgum miljónum dala í það að virkja Sjö-systra fossana. Til þess að sú virkjun borgi sig sem bezt í framtíð- inni, verði hún að vera svo ítarleg, að fylkið hafi ekkert við meiri hluta ork- unnar að gera fyrst um sinn; geti ekki heldur komið henni út, heldur verði að liggja með hana og stórtapa á henni ár- lega fyrst um sinn. Það skrítna við þessa uppvakningu er fyrst og fremst það, að þeir, er með Mr. J. S. Farmer, fyrverandi borgarstjóra, í broddi fylkingar krötfðust Sjö.systra fossanna fylkisins til handa, hafa aldrei farið fram á það, að demba mörgum mil- jón dala í virkjun fossanna nú þegar. Þeir þóttust sjá í hendi sér, það sem nú er komið á daginn, hvaðan sem þeim hefir komið sú vitneskja eða grunur, og kröfð- ust þess aðeins, að fossunum skyldi hald- ið fyrir félaginu, og varðveittir unz til þess kæmi, að fylkið og bærinn yrðu að færa út orkuverkvíar sínar, en þess tíma hefði auðvitað ekki verið lengi að bíða, þar eð orkuverið við Pointe du Bois verð- ur ekki frekar nytjað, og orkuverið við Þrælafossa (Slave Falls). sem bærinn nú kemur upp innan skamms, mundi verða fullnytjað innan fárra ára, að því er kunn- ugir telja, enda hefir City Hydro síðustu tíu árin aukið orkuneyzlu sína um 10 per cent á hverju ári. En þeim -mun skrítnara er þetta af því, að Free Press, sem jafnan ritar mik- ið um opinbera virkjun, og lofar hana á hvert reipi — utan Manitobafylkis — hefir ekki fyr en rétt síðustu vikurnar komist að þeirri niðurstöðu, er blaðið fylgir nú af alefli, þrátt fyrir það, að end- anleg afdrif Sjö.systr. fossanna hafa verið á döfinni við og við síðustu tvö árin. Og ávallt hefir málið verið svo rætt, bæði af Tribune, sem fylgt hefir fylkisvirkjun, þótt conservativt blað sé, og af Free Press, að áreiðanlega hafa fylkisbúar eigi feng- ið annað skilið, en að Sjö-systra fossarnir skyldu geymdir fylkinu til handa. Þann- ig hafa menn jafnvel skilið innanríkis- ráðherra Canada, Mr. Stewart. Á þá leið hafa menn hvað eftir annað skilið, for- setisráðherra Manitobafylkis, Mr. Brack- en. Það er ekki lengra að minnast en til 13. des. síðastl., er Mr. Bracken ritaði Mr. A. W. McLimont, forstjóra Winnipeg Eleetric, og biður hann um skýringu á þeim orðasveim er gangi um það, að fé lag hans sé að festa kaup á landi, er liggi nálægt Sjö-systra fossunum og varar liann við að þetta sé “staður, er fylkis- stjómin hafi sótt um að fá sér geymdan, sjálfri sér til afnota.” í full tvö ár hefir þetta mál verið rætt. í full tvö ár hafa fylkisbúar stað- ið í þeirri trú, að við Sjö-systra fossana • væri framtíðar orkuver fylkisins. Free Press gerir ekkert til þess að hnekkja því áliti. Síður en svo. Það er ekki fyr en nú allra síðustu vikurnar, að fylkis- virkjun fossanna er orðin “vitfirring.” Einkennilega lengi hefir ritstjóri Free Press, svo gáfaður maður, verið að átta sig á þessu máli. # * %■ Það er ekki alveg ósvipað því, að sama höndin hefði stýrt þeim pennunum er rituðu Hogg-skýrsluna og ritstjórnar greinar Free Press, og þó ekki hér endi- lega átt við þann orðasveim, að ritstjóri Free Press muni um langt skeið hafa verið býsna áhrifamikill um opinberar framkvæmdir í fylkinu. Skýrslan kemur í fyrstu nokkuð einkennilega fyrir, er litið er til þess, að þar talar ráðunautur voldugustu vatnsvirkjunar opinberrar í heiminum, er fylkisbúum í Ontario hefir orðið til ómetanlegrar blessunar. Kynni iþað að vera bending í þá átt, að ekki sé ástæðulaus sá ótti, er kemur fram meðal annars í “Toronto Globe,” að hinum vold- uga auðvaldshring ‘The Power Corpor- ation of Canada,” muni nú takast að svæla undir sig Ontariovirkjunina, að látnum hinum mikla höfundi hennar, Sir Adam Beck. Skýrsla Mjr. Hogg lýsir ítarlega þeim mörgu og miklu ókostum, er hún telur á fylkisvirkjun Sjö-systra fossanna. En hún víkur ekki lifandi vitund að því, að hugsast gæti að mönnum virtust aðrir vegir færir, til þess að varðveita fossana fyrir fylkið. Ekkert er minnst á það, hvort hugsanlegt væri, að fylkið kæmi upp orkuverinu, og seldi svo félaginu orku, í stað þess að nú á hið öfuga að eiga sér stað. Samkvæmt skýrslunni er ekki sjáanlegt, að hugsanlegt sé fyrir hið opinbera, að koma orkuframleiðslu sinni á markaðinn, og þó hlýtur mörgum að virðast, sem fylkið ætti ekki að standa þar öllu ver að vígi en félagið. Ekkert er minnst á það, að fylkið og Winnipeg- bær gætu komið sér saman um virkjun- ina, og ætti það þó að vera bænum áhuga- mál, því samkvæmt hinum nýju samning- um við félagið hiýtur bærinn að missa af viðskiftum fylkisins. lEkkert er heldur minnst á það, að félagið hefir þegar vald á mikilsháttar orkulindum annarsstaðar, svo að þessvegna hefði vel mátt geyma fylkinu, Sjö-systra fössana nokkur ár enn, ef það ekki er viðbúið að virkja þá strax. Yfirleitt er erfitt að hugsa sér, að skýrslan hefði getað verið félaginu meira í vil, þótt hún hefði verið samin af þess eigin forstöðumönnum. Free Press verður mikið úr þeirri röksemd, er Mr. Roibson hefir einnig not- að. og sem er einn þáttur Hogg-skýrsl- unnar hvílík trygging það sé allri al- þýðu að eftiriitsnefnd þjóðnytja (Public Utilities Board) eigi að hafa hér hönd í bagga. Þó vita allir, að slík stórhákarla- félög sem “Power Corporation,” eru ekki afskaplega smeik við afskifti siíkra nefnda, enda oftast farið allra sinna ferða, þrátt fyrir það eftirlit, er þær eiga að hafa með far- og flutningsgjöldum, og öðrum afrakstri auðvaldshringanna. Við- urkennir Eree Press í ritstjórnargrein 17. maí, að þessu sé svo varið — að minnsta- kosti utan Manitobafylkis! Er og ýmis- legs að minnast, er ekki hefir löngu skeð hér nálægt oss, er sanni það. Það er því hætt við, þrátt fyrir ummæli Free Press, Mr. Robson og Hogg-skýrslunnar, að ekki séu allir sannfærðir um jafngildi þeirrar ‘tryggingar,” við raunveruiega sjálfsvirkj- un hins opinbera, þegar um auðsupp- sprettur almennings er að ræða. * * * Því er miður, að Brackenstjórninni, er svo margt hefir vel unnið fyrir fólkið. hefir ekki tekist í þessu mál'i, að gera svo hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli að almenningsálitinu nægi. Hún hrapaði nokkuð óvænt og skyndilega að þessum samningum. Mr. Bracken gekk að vísu ekki heill til skógar allan þingtímann, enda er það álit margra, og það jafnvel þeirra andstæðinga hans, sem óánægðast- ir eru með þessi úrslit, að hann hefði ekki hrapað svo að ákvörðun sinni, sem hann gerði, ef hann hefði verið maður heill heilsu. Hvernig sem málinu er snúið, og enda þótt stjórnin hafi aðeins brugðist á það ráð, er hún áleit lang til- tækilegast, þá er henni áreiðanlega af fjölmörgum virt til ámælis, að sjá ekki svo um, að málið gæti komið fyrir fylkis- þing í stað þess að samþykkja samning- inn tafarlaust eftir þingslit. Því fremur, sem Mr. Bracken virðist þó hafa verið langtum glöggskyggnari á orkuþurft fylkisins, en bæði Free Press og Mr. Hogg, er meta hana til einna 20,000 og 30,000 hestafla hlutfallslega. Því í janúar í fyrra, er Mr. Bracken reit innanríkisráðiherra, og sótti um fylkisvirkjun á Sjö-systra fossunum komst hann meðal annars svo að orði: “Jafnvel eins og nú er komið virkjuninni, virðist ekki ólíklegt að innan fárra ára þurfi fylkið (hér er átt við utan Winnipegborgar) á 50,000 hestöflum að halda.” Það er meir en líklegt að hér sé ekki um neinar ýkjur að ræða, heldur myndi orkusala fylkisins hafa getað farið tölu- vert fram úr þessu, ef góð ráðsmennska hefði um fjallað. En nú eru Sjö-systra fossarnir tapaðir fylkinu, og það bundið 30 ára samning við Winnipeg Electric félagið, nema bærinn sjái sér fært að bjarga. En því miður virðist ekki mikið útlit á því eins og í upphafi var sýnt. Og því teljum vér stjórninni hafa tekist svo meðferð þessa máls, að vandséð sé, hvort hún fær bitið úr þeirri nál til fulls. — LISTANÁMSSKEIÐ. Þegar Emile Walters listmálari var hér á ferð í vetur. áttum vér tal við hann, og gat hann þá þess, meðal annars, að eitt af því er sig langaði til að koma í framkvæimd. væri það, að koma á sumar- kensluskeiði hér nyrðra,er veitti íslenzkum unglingum tilsögn í drátt- og málaralist. Talaði hann nokkuð um þetta fram og aftur. Nú er svo komið, sem betur fer, að þessi fyrirætlun Mr. Walters er fullráð- in. Hyggst hann að koma hingað norð- ur í ágústmánuði í sumar og hefst náms- skeiðið að Gimli um miðjan ágústmánuð. Er svo til ætlast, að það standi 5 - 6 vikur; helzt 6 vikur, ef auðið er. Mr. Walters ætlar sér aðeins ferða- og verukostnað fyrir tilsögnina svo hún geti orðið nem endum svo ódýr, sem auðið er. Gert er ráð fyrir að nemendur greiði $20.00 í kenslulaun, og verði um 30 þátttakendur. Auk kennslulauna þurfa þeir að leggja sér til nauðsynleg áhöld, penzla, liti, o.s.frv., og mun það tæpast nema mikilli upphæð. Mr. Walters ætlast til þess, að nem- endurnir séu 14 ára, eða eldri. Vonar hann að námsskeiðið geti orðið fyrir íslendinga eingöngu, er fari svo, að áhugi meðal þeirra verði ekki nógur til þess, að 30 nemendur fáist meðal þeirra, verð- ur leitað til enskumælandi manna hér, og er vonandi að ekki þurfi til þess að koma. Nokkrir vinir Mr. Walters hér í bæ, hafa myndað með sér nefnd, til þess að sjá um að þetta mál komist til fram- kvæmda. Skipa nefndina Dr. Ágúst Blöndal, formaður hennar; dr. B. H. 01- son; Mr. S. K. Hall, og Mr. Fred Steven- son. Minnst var á málefni þetta á Þjóðræknisþinginu síðasta, og var Þjóð. ræknisfélaginu falið að aðstoða þessa nefnd. Vonandi er, að félagið sjái sér fært, að styðja þetta með ráðum og dáð, því enginn efi er á því, að hér er um veru- legt þjóðfæknismál að ræða. Verði Mr. Walters var við verulega hæfileika meðal nemenda sinna hér, þá hefir hann von um að geta komið þeim á framfæri við lista- skóla eystra í Bandaríkjunum. Er hann. sem kunnugt er af grein séra Rögnvaldar Péturssonar hér í blaðinu í vetur, félagi Tiffanygildisins, en þeir félagar hafa til- iögurétt um það, hverjir fái komist að Tiffany listaskólanum, er meðal annars fullkomnar nemendur í málara- og drátt- list; skrautsmíði gulls, silfurs og ann- ara dýrra málma. Islendingar eru nú komnir á þann rekspöl hér í álfu, að þeir geta margir hverjir, að minnsta kosti, farið að gefa meiri gaum fögrum listum, en áður hefir auðið verið, þegar frumbýlings- árin hlutu auðvitað að mestu leyti að ganga í strit einföld- u>stu lífsnauðsynja. Þeir sem þessu boði Mr. Walters geta sinnt, með einhverri von um á- rangur.ættu því ekki. að hugsa sig tvisvar um að taka því. Það ihefir fyllilega sýnt sig, að vér íslendingar erum ekki miður lisgáfaðir yfirleitt en aðrar þjóð- ir, þótt tækifærin til þess að þroska listgáfuna til merkilegr- ar framleiðslu. hafi til skamms tíma boðist þeim fá, þegar und- anskildar eru bókmenntir að nokkru leyti. Og hér ætti að geta opnast vegur einhverri listgá^u, er ef til vill annars kynni að geymast ófrjó, um ald- ur og æfi, af því að enginn veitti henni eftirtekt eða hvatning sem dugi. Umsóknir um þátttöku í þess- u listanámsskeiði sendist fyrir 15. júní næstkomandi, til dr. Ágústs Blöndal, 806 Victor str.. Winnipeg. Munið nú að senda umsóknina í tíma. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Nefnd sú, er haft hefir með ihönklum námsstyrktar m á 1 Björgvins Guðmundssonar, finn ur hjá sér hvöt til þess að skýra vestur-íslenzkum almenningi frá því nokkuð frekar, hvernig mál þetta nú horfir við. í ávarpi sínu hinu fyrsta, taldi nefndin miklar líkur til þess, að námstími Björgvins Guðmundssonar myndi verða 3 ár, og'eigi myndi unnt að kom- ast af með skemmri tíma, svo fremi að tilgangnum ætti að verða fyllilega náð. Áætlað var þá einnig, að fengnum öllum hugsanlegum upplýsingum. að kostnaðurinn um árið gæti eigi lægri orðið, en tuttugu og fimm hunduð dollarar, eða því sem næst. Nú hefir nefndin þau gleði- tíðindi að flytja, að fyrir frá- bæra elju og ástundan, samfara stórmerkilegum meðfæddum hæfileikum, verður námstími Björgvins um þriðjungi skemm- ri en ráðgert var, því nú er það nokkurnveginn víst, að þessi efniiegi listamaður ljúki fulln- aðarprófi í hljómfræði, við kon- unglega hljómlistarskólann í Lundúnum í öndverðum nælsta mánuði. Nefndin er innilega þakklát sérhverjum þeim, er stutt hefir Björgvinsmálið með drengileg- um fjárframlögum til þessa, og mun þess langminnug, hvað frábæriiega góðar undirtektirn- ar hafa yfirleitt verið, meðal fólks vors í álfu hér. Og nú er í raun og veru ekki nema um herziumuninn að ræða. Fé það, sem Björgvinssjóðurinn enn þarfnast, þannig að málið verði á sómasamlegan hátt til lykta leitt, nemur um átta hundrað dölum. og þar í innifalinn ferð- akostnaður Björgvins og fjöi- skyldu hans hingað til borgar frá Evrópu, að loknu námi. Það eru því vinsamleg tiimæli nefndarinnar, að Vestur-íslend- ingar bregðist skjótlega við, og sendi tillög sín hr. bankastjóra T. E. Thorsteinsson, cor. Will- iam og Sherbrooke, fyrir þann 25. þ.m., því málið þoiir úr þessu ekki lengri bið. Sú er eindreg- in sannfæring nefndarinnar, að þjóðarbrotið vestræna, sem og íslenzka þjóðin í heild muni á sínum tíma sæmd mikla hljóta af tóniistarstarfi Björgvins Guð- mundssonar, og er þá tilgangin- um náð. Virðingarfyllst, S. K. Hall, B. H. Olson, M. B. Halldórsson, Paul Bárdal, S. Halldórs frá Höfnum, J. P. Pálsson. Einar P. Jónsson, Fr. A. Friðriksson. í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurklenndiu jneðujl, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í ölium lyfabúð um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. Salmagundi Kain stundaði jarðyrkju, en Abe? hirti fénað. — Jarðyrkja gefur, af> öðru jöfnu, meira í aðra hönd heldur en búpeningur. Því vill það verða., að smalinn rýmir fyrir jarðyrkju- manninum, og engið fyrir akrinum. Dæmi þess eru nóg hér i vesturland- inu; enda allsherjardæmi, fyr eða síð- ar, hvar sem jörðin er plórfær. Kornræktin útrýmir — bókstaflega. tírepur — smalamenskuna sem iðnað. I einni meiningu orðsins, drepur jarðyrkjumaðurinn smalann. — Og Kain var jarðyrkjumaður, en Abel smali. —L. F. ---------x---------- Athugasemd Lögbergs Það virðist rangt, sem Lögberg- iheldur fram, (22 marz) að grein sú er blaðið flutti 8 marz, og sem virt- ist gera Kr. Pétursson að ósanninda- manni, hafi verið aðeins eftir stjórn- arskýrslum 1924, því greinin segir r “Arið 1924 vóru gefin út 779 veiði- ieyfi; veturinn 1925 jukust þau urn- 200.” Greinin fer því eftir skýrsl- um frá 1925, og framsetning er Iþanniig, að að líkindum lætur að veiðin á Manitobavatni borgi sig í nútíð “mjög vel” og að “úttbúnaður við veiði á þessu vatni, (Manitoba- vatni), er miklu ódýrari en á hinunr vötnunum” (Lögberg 8 marz). Skyld'i þessi ástæða vera orsök þess, hve lágt verð er borigað fyrir fisk við Manitobavatn ? Það er einkennilegt, að blaðið skuli hafa fis'kiveiðaskýrslur frá 1924, sem agn 1928. Um “vatnsrotturæktina’’ segir Iblaðið: að “það sé engin stórsynd, þ<> umræddir mýraflákar séu til einihvers- notaðir.” Þeir eru notaðir af al- menningi til rottuveiða, og kostar veiðileyfi hvers einstaklimgs aðeins tvo dollara, en ef “mýraflákarnir’’ verða leigðir auðmönnum, tapar al- menningur þessum atvinnuvegi, og er öðru nær, en slíkt sé framför. En um þetta vil ég síður deila við rit- stjórann, því stundum hefir Lögberg bent á skuldabagga Canadískra borg- ara, sem blaðið segir að sé (1927) “$245 á ihvert mannsbarn í landinu”' Þetta er aðeins þjóðskuldin, svo eru nú auðvitaö fylkisskuldir, öæjaskuld- ir, sveitaskuldir, og einstaklingsskuld- ir. Máske þessar s'kuldir verði borg- aðar með því að leigja auðfélögum náttúruauðlegð landsins, svo sem straumorkuaflið í “Seven Sisters- Faills” í Winnipeg únni. Alt sftkt má afsaka með þokukendum skýrslum sérfræðinganna. , 26. marz 1928. A. E. Isfeld.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.