Heimskringla - 04.04.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA
BB IM3KRI N U L A
WINNIPEG 4. APRÍL 1928
Fjáisjóða-
hellrarnir.
Séra Magnús J. Skaptason, þýddi.
En afleiðingin var svo stórkostlega mikil, að
nndrum gengdi. Pað var rétt eins og hann
hefði með þunga sínum hreyfit vogstöngina,
sem hinn fomi spekingur Grikkja Arohimedes,
sagðist geta lyft jörðinni með. Stórir steinar
fóru á stað, valtarar fóru að snúast undir þeim,
og hávaðinn var eins og hundraö hverfisteinar
hefðu verið settir á stað, þangað til að endinn
á ganginum lyftist upp, og dagsljósið fór að
skína inn; dagsljósið, sem við höfðum ekki séð
í svo marga klukkutíma. Eg hrópaði upp svo
hátt sem ég gat. En Dalrymple Wardrop, hvað
gerði hann? Hann sat þama kyr, og rólegur,
steinþegjandi og orðlaus, og horfði á hvað fram
færi, er hann hægt og hægt seig niður á gólf-
ið í ganginum. En við heyrðum köllin og
undmnarópin á ítölsku, spönsku og Mayatungu;
og svo fótatak mannanna, sem allir lögðu á flótta,
en snéru svo aftur, til þess að sjá hvaða ósköp
þetta vóru, sem valdið hefðu þessari voðalegu
hreyfingu.
Eg tók nú til fótanna og hljóp í gegnum hlið
þetta, og sá þá að ég var í bakherberginu okk-
ar, og vóru þeir þar þá allir að skera ólarreipin
og flétta, læknirinn, Ixtual og Juan, en sólin
skein björt og skær úti fyrir. Varð þeim svo
mikið um að sjá mig þarna, er þeir stóðu þar
og göptu á mig, eins og þeir hefðu séð yfirnátt-
úrulegt kraftaverk. En svo stökk læknirinn á
mig, og lagði hendur um háls mér, en ég hélt
honum frá mér og mundi þá eftir Wardrop.
“Hingað, komdu hingað!” hrópaði ég, og
stökk aftur til hans um op þet/ta.
Wardrop sat ennþá á bitanum stóra, sem
hafði lyft mörgum tonnum af bjargi, og var
hinn rólegasti og reykti pípu sína, og beið með
mestu þolinmæði.
“í nafni hins heilaga Júpiters, þetta er þó
býsna góð vél. Að hugsa sér það, að einn mað-
ur, ekki þyngri en ég er. skuli geta hreyft heilt
bjarg með henni. En það sem ég nú vildi helzt
fræðast um, er það hvort ég þurfi að sitja hér
í alla nótt, eða þið félagar ætlið að sækja stein-
hrúgu, sem viktar »eins mikið og ég, til þess að
ég geti farið úr þessu sæti. Eg er búinn að fá
krampadrætti í fætumar af því að sitja hérna.”
Við höfðum orðnir svo fegnir að sjá hann
aftur, að við höfðum gleymtöllu öðru. En nú
fórum við að átta okkur og sóttum nú steiná til
þess að hlaða þarna á bjarg þetta, þangað til
. Wardrop gæti staðið upp, og stóðum við nú
þarna fyrir utan og gláptum á þetta. En það
var múlrekinn Juan sem sá það fyrstur, hvemig
öllu þessu var fyrirkomið.
‘Sjáið þið, herrar mínir. Héraa hefir einn
steinn í múraveggnum færst til, og má því vafa-
laust opna vegginn með því að styðja fast á
hann.”
Þetta var hverju orði sannara. Jafnvægið
var svo stillt, að þessi tröllavigt, fleiri tugir
tonna, gat léttilega hreyfst með því að þrýsta
fast á einn stein í veggnum í varðherberginu.
í»á opnaðist veggurinn og lyftist upp á við. En
svo vandlega var þetta falið, að þegar við dag-
inn eftir tókum burtu björgin, sem við höfðum
hlaðið í sæti Wardrops. þá lyftist þetta alt sam-
an og fór í sitt gamlá lag, og vér gátum aðeins
séð það, hver steinninn í veggnum hefði færst
til, af því við höfðum merkt hann. Hafði ég
aldrei áður fyrri séð jafn fullkomið verk stein-
höggvara.
En daginn eftir sýndum við Wardrop fél-
ögum okkar herbergi þessi, sem við höfðum kom-
ið í, Ástæðan fyrir þessum leynigangi var okk-
ur leyndardómur. En fyrir tvent gátum við
verið þakklátir, — fyrst fyrir það að við höfðum
sloppið úr hættunni, og hið annað, að þeir vóra
ekki búnir að rista í sundur alla hnakkana og
töskurnar, til þess að geta dregið okkur upp úr
hellrunum.
“Ef hann Ixtual hefði farið að rista sundur
jaguar skinnið, áður en við komumst út, þá hefði
ég drepið hann,” sagði Wardrop.
Eg hafði nú ekki svo mikinn áhuga á skinni
þessu og varðveizlu þess.
Við héldum nú áfram rannsóknum vorum, og
fórum eftir hvolfganginum sem hvorki ég eða
Wardrop hefði farið um. Heila mílu fylgdum við
honum; en svo komum við að þvergangi og skoð.
uðum hann fram á brúnina á einhverju voða-
djúpi.
“Við erum komnir út að einhverju gínandi
hyldýpi,” sagði Wardrop. Og snérum við svo
þaðan og gengum þangað, sem við höfðum kom-
ist lengst áður. Gangur þessi þrengdist nú eftir
því sem lengra kom, en var þó breiður eins og
borgarstræti. Og að ofan var vegurinn sléttur
og hvítur. En hvelfinginn að ofan varð lægri
og lægri þangað til við komum þar, sem hún var
einna lægst, þá sáum við mannaverk á því. Hafði
gangurinn verið höggvinn; en þó var hann 30 feta
hár. í>ar sáum við og úthöggvin skot í steinhöll-
ina, og í sumum þeirra vóru kolaskúffur fornar
mjög. Og svo loksins um hádegið, þá komum
við að endanum, og þar fundum við ©iaJiverja
gríðarmikla steinvél sem við. vórum lengi að
skoða, þumlung fyrir þumlung.
“Þetta er h'k vél, eða samskonar vél, og við
fundum áður,” sagði Wardrop. “Það er alveg
samskonar vél. Ef við finnum vogteinana þá
sezt ég á þá, hvort sem ég sprengi alla hvelfing-
una og sálga sjálfum mér eða ekki.”
Við fundum aftur klefann í steininum, og
steinbjálkann stóra og Wardrop hlassaði sér niður.
Og það fór sem fyrri. Steinhellan leið upp hægt
og hægt og ljós dagsins kom yfir okkur; það var
einmitt hádegi þarna og sólskin svo við fengum
ofbirtu í augun.
Við sáum þarna niður í djúpan dal, eða lægð,
sem allur var skógi vaxinn; en hér og hvar sáum
við rústir mikilla bygginga, sem verið höfðu, og
báru vott um það að eimhvemtíma áður fyrri,
hafði dalur þessi verið þéttbygður af miklum
fjölda manna.
í miðju dalverpi þessu, var stöðuvatn eitt,
og í því var eyja ein, og störðum við lengi á hana,
og vórum undrandi mjög. En hið undarlega við
eyjuna var það, að þar var enginn gróður, en
stórbyggingar miklar úr steini, sem sýndust vera
njög tilkomumiklar; en í miðjum byggingum þess-
um var pýramidalag á þeim, og risu þær hátt upp.
En efst uppi í miðjunni reis hið mikla musteri upp,
og gljáði það alt í sólarljósinu. Var þetta undur-
fögur sjón að sjá.
Þarna við fætur vora var ekki annað en voð-
aleg skógarflækja sem óheillavænlegt var að
leggja út í. En eitthvað 300 stikur til hægri hand -
ar, virtist okkur skógurinn vera brotinn.og þangað
leituðum við, og urðum þá aftur agndofa af und-
run;.
Aðal inngangurinn til hellranna, í fjallinu,
stóð nú opinn fyrir okkur, og við inngangshliðin
vóru varöhús, lík þeim sem við höfðum séð. og
línan, sem við höfðum séð í skóginum, var undur-
fagur og góður vegur, gerður svo vel og vandlega,
að hvorki skógurinn eða aldurinn, eða veðrin,
rigningar eða stormar höfðu getað unnið á hon-
um. Hann lá þarna í yndislegum bugðum, og
þar sem lautir vóru þar var hann upphækkaður,
og freistaði okkar að fara og skoða hann.
Við snérum nú okkur fyrst að varöhúsunum
og fórum að skoða þau, og fundum þar óskemda
hluti af leirkerasmíðum Mayaþjóðarinnar. Ker
og könnur og bikara, og spjót með eiroddum, en
þegar við snertum á spjótunum þá duttu þau í
sundur í höndum okkar, því að nóg merki sáust
þess að hvíti maurinn hafði verið þar á ferðinni.
En engar leifar af slátrun eða pintingum manna
gátum við fundið þar. Og það var eins og þeir
hefðu yfirgefið þessi hin innri hlið í ró og næði,
af þeirri ástæðu að þeir þurftu ekki lengur að
gæta þeirra.
“Ástæðan fyrir steinsúlunum sem við sá-
um er nú skýr og ljós,” sagði Morgano læknir.
“Þeir höfðu þar hengibrú stóra og sterka, en
gangurinn, sem við fóram eftir, var leynigangur.
Og ef að einhver mikill óvinur þeirra kom að
ráðast á þá, þá gátu þeir eyðilagt bryggjuna yfir
gilið. Og það hefir líklega komið fyrir. Eða
þá, að þeir hafa verið yfirbugaðir af sjúkdómi og
manndauða, og hafa eyðilagt samgöngur allar
við heiminn, nema þessa einu leið eftir leyni-
göngunum. En þá leið þektu aðeins einstöku
menn sem þeir trúðu. Þegar brúin var eyði-
lögð þá varð alfaravegurinn ófær, og einskisverð-
ur. Hugsið þið ykkur hvaða þýðingu þetta hefur
haft meðan Maya-þjóðin var í uppgangi sínum.”
Eg horfði nú á Ixtual til þess að reyna að
fá vitneskju um það, hvað hann var að hugsa.
Hann stóð þar nokkuð frá okkur og hallaði bak
inu upp að varðmannastaur, og krosslagði hend-
ur á brjóst séri og starði á hin fjarlægu musteri
forfeðra sinna, og var mjög hryggur að sjá.
Þegar ég leit til hans sá ég sorgina og harminn
sem hann bar í brjósti, og er ég viss um að hann
skildi tilfinninguna, sem ég bar í brjósi til hans,
og upp frá þessari stundu skoðaði hann mig sem
verulegan og saman vin sinn. Þar var eins og
við, upp frá þessari stundu, skildum hver annan,
án nokkurra orða. Og enn þann dag í dag, get
ég ekki sagt hversvegna ég gekk til hans og
sagði: “Ixtual, ef þú óskar þess, þá skal ég aldrei
stíga skref í þessa stefnu. Eg skal aldrei fara
þessa leið aftur og aldrei minnast á hana við
nokkurn lifandi mann.”
Hann rétti mér hendina og brosti til mín, og
sagði eitthvað á Mayatungu, sem ég tók fyrir
blessun, og þá mundi hann að ég talaði ekki
tungu hans, svo hann sagði til mín á spánskri
tungu:
ifi
ifi
!fi
ifi
ifi
ifi
ifi
Butte r-Nut
Bragðbezta
BRAUÐIÐ
Inndælt, þegar hið nærandi Butter-Nut
Brauð, er mulið upp og út á það látin
volg mjólk og sykur, — bömin eru
sólgin í það og stækka á því.
Butter-Nut Brauð ber í sér hið bezta
úr Canadísku hveiti-mjöli, nýmjólk og
smjörfeiti auk fleiri næringarefna.
Það er vel bakað, ljúffengt til átu og
Aðrir fifóöir hlutir er Canada
Brauð býr til.
Dr. Halls 100% alhveitibrauð; Hovis
Brauð; Bredin’s aldina brauð; break-
fast snúðar; Daintimaid Cake (7
tegundir).
(The quality goes in before the name goes on).
fult af næringarefnum. Reynið Það.
Biðjið Canada Brauðsölumanninn sem
færir nágranna yðar brauð að koma
við hjá yður og skilja yður eftir eitt
brauð. Þér finnið bragðmuninn á því
strax og öðru brauði.
Ef þér viljið heldur síma, þá
hringið til 39 017 eða 33 604
CANADA^BREAD C0MPANY
l M I T £ D
Owned by 1873 Canadians
A. A. Rylcy,
Manager at Winnipeg.
1
$
ifi
1
ifi
I
1
!fi
ifi
Ífi
ifi
!fi
I
I
i
I
1
!fi
“Eg þakka þér fyrir það. Eg hélt að þú
hugsaðir mest um það að leita auðælfa, en sé nú
að sú hugmynd hefir verið röng, og ég bið þig
nú afsökunar. Þú ert maður sem hefir göfugar
:ilfinningar.” Hann hikaði sig nú lítið eitt,
•tundi við en náði sér aftur, og sagði alvarlega:
‘Nei, ég óska ekki eftir því, að þú snúir aftur.
Það stendur letrað hér.” Og nú klappaði hann
1 brjóst sér, “að við eigum að halda áfram, og
ið gott muni leiða af því fyrir þjóð mina. Hún
er fátæk, en hún er þjóðin mín.”
Eg leit nú.til félaga minna. Wardrop var
að horfa á eitthvað langt í burtu, með litlum
kíkir, sem hann einlægt bar á sér. Ben var að
vinda smávindling í lófa sínum, en Morgano var
að stara á eitthvað sem ritað vaf yfir dyrunum á
varðhúsinu og var býsna grettur.
“Þetta er leyniletur,” hrópaði hann, “og ekk-
ert meira, og myndin þarna undir því er áskorun
til varðmanna, að halda vörðinn vel, og dyggji-
lega. En sögulega er þ^ð lítils virði.
“Já, hvað viltu meira,” sagði Wardrop og
brosti.
En Morgano snéri við honum bakinu, og
brosti, en sagði svo við mig:
“Er það ekki best að við flytjum allan far-
angurinn hingað, eða eigum við að skilja hann
eftir hjá Juan, þar sem hann nú er?”
“Við verðum náttúrlega að taka farangur-
inn með okkur. Við þurfum líklega að borða
eitthvað þegar við komum ofan í þennan dal.
Og þú þarft að hafa með þér skrifbækurnar, og
myndabækurnar, og —”
“Eg var alveg búinn að gleyma þeim. Það
verð ég að hafa. En við megum engan tíma
missa. Það er mjög áríðandi að ég komist yfir
á eyjuna sem allra fyrst. En var það ekki hepp-
ilegt að ég, dr. Morgano, skyldi vera fyrsti mað-
urinn að koma hingað, þar sem ég er eini mað-
urinn, lifandi á jörðunni sem kann að lesa úr, og
þýða þetta hið forna rúnletur?”
En það undarlega við þetta var það, að
þetta var ekkert mont hjá honum, því hann trúði
þessu fastlega; hann var algjörlega sannfærður
um þetta.
Við snérum nú aftur sömu leiðina. og var
Juan þá steinsofandi, og er hann vaknaði var
hann ekkert forvitinn um okkur, eða hvað við
hefðum séð, eða hvort við ætluðum að fara. Við
tíndum nú dót okkar saman og bjuggumst til
að fara í gegnum göngin. Ixtual hjálpaði okk-
ur sem hann var vanur; en virtist þó ekki vera
viss um það, hvað hann ætti að gera, og bar þó
mest á því þegar við ætluðum að fara að leggja
á stað.
Hann ávarpaði okkur með hinni mestu al-
vöru, og sagði við Wardrop og mig:
“Herrar mínir!” sagði hann í mestu alvöru.
“Eg vona og treysti því, að þið hafið enga á-
.stæðu til þess, að endurtaka loforð þau sem þið
hafið gefið mér, að fylgja aldrei nokkrum manni
hingað, eða vísa honum leið hingað, því að ég
er í efa sjálfur um mína eigin breytni.” En við
fullvissuðum hann aftur um það, og snéri hann
sér þá að litla fornfræðingnum og sagði: “En
hvað þig snertir dr. Morgano, þá þarf ég ekk-
ert að óttast, því þú hefir hátíðlega verið tekinn
inn í þjóðfélag mitt, og verið kosinn í hið æðsta
stjórnarráð okkar, og ert nú orðinn bróðir minn.
En hvað segir þú Beni Hlassan Asdul. Eru menn
þjóðar þinnar vanir að brjóta lög gestavináttunn-
ar? Eru þeir vanir að svíkja þá sem treysta
þeim?”‘
“Nei! nei! það veit guð, að við gerum ekki,”
sagði Ben, og var hálfreiður. “Jæja, ég skal
lofa því.” Og svo snéri hann sér til austurs,
kraup á kné, beygði höfuðið niður að jörðu,
lyfti svo höndunum og vann eið að þessu á arb-
ísku, beygði sig svo aftur og reis á fætur. Þetta
var austurlanda aðferð og virtist Ixtual nú vera
ánægður, en þó hálf ruglaður í þessu öllu sam-
an.
“Hann hefir svarið það fyrir guði sínum á
sinni eigin tungu Ixtual,” sagði Wardrop. “Þenn-
a eið rýfur hann aldrei.”
Maya-Indíáninn hneygði sig nú til viðurkenn-
ingar, og snéri sér svo að Juan, sem stóð þar
hugsunasnauður hjá múlösnunum og var sem
honum leiddist þetta.
“En hvað þig snertir, lagsmaður,” sagði Ix-
tual, hörkulega, með fyrirlitningarsvip: “Ef að
þú nokkurntíma lætur það í ljós með orði eða
svip, eður tilliti, að þú hafir farið í gegnum hin
heilögu lilið Mayaþjóðarinnar, þá skalt þú deyja,
án þess að skrifta syndir þínar. Og beinum
þínum skal stráð verða, með mykju á alfaravegi.
Og kvalir þínar skulu koma yfir konu þína og
börn, þangað til þau formæla nafni þínu, og
deyja skulu þau, annaðhvort fyrir hnífnum, eða
matarskorti. Eg ákalla guðina að þeir heyri orð
mín, og séu vitni þess sem ég lief sagt.”
Aumingja Juan, hann var nú orðinn voðalega
hræddur. Augun virtust ætla að fara út úr
höfði hans, og dökka skinnið hans virtist verða
blátt, en tungan var magnlaus í munni lians. Og
hið eina sem hann gat gert var að sverja við
hinn heilaga kross, og alla helga menn, og krossa
sig og stama. og svo snéri hann sér að múlösn-
unum, eins og hann væri að leita lijálpar og
varðveizlu frá þessum skepnum, sem skildu hann.
En nú snéri Ixtual sér að honum og sagði
°fur rólega: “Alt er nú eins og það á að vera.
Við skulum fara.”
Litli hópurinn okkar lagði nú á stað inn í
leynigöngin, sem höfðu kostað erfiði svo margra
kynslóða að byggja, og hægt luktist nú klettur-
inn á bak við okkur. Múlasnarnir létu fyrst
hálf illa við því, lyftu hinum löngu eyrum sín-
um. En hnakkhestrnir skulfu og fnæstu, þang-
að til við kjössuðum þá og kiöppuðum þeim og
héldum svo áfram. Við vórurn allir þegjandi og
því var það, að ekki heyrðist annað en hófatak
hestanna og múlasnanna á steingólfinu. Eg
man ekki eftir því að nokkur okkar talaði eitt
einasta orð á leiðinni inn göng þessi, undir hin-
um háu tindum. Það var eitthvað sem hélt okk-
ur steinþegjandi, rétt eins og við væram þarna
í álögum. Eg veit ekki af hvorju það orsakaðist,
en ég veit það, að ég spurði sjálfan mig að því>
hvort við værum að vanhelga þenna stað, eða
hvort þetta væri ekki veruleg vanhelgun. Það var
rétt eins og við værum að ræna grafir helgra
manna. Og þó er ég ekki tilfinningarlaus mað-
ur, og hef tekið þátt í mörgum framkvæmdum
sem ég er ekkert stoltur af.
Þegar við sáum dagsljósið aftur, þá stönzuð-
um við fáar mínútur til þess að vera vissir um
það, hvernig innra hliðinu var lyft upp að utan,
og héldum svo áfram eftir hinum nýja vegi. Við
áttum eftir margar stundir af degi. En fram-
undan okkur var alveg óþekt land.