Heimskringla - 22.08.1928, Side 6

Heimskringla - 22.08.1928, Side 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG 22. ÁGÚST 1928 Fjársjóða- hellrarnir. Séra Magnús J. Skaptason, þýddi. “Pjörutíu menn af varðliðinu langaði til að eignast gull,” þrumaði nú röddin. “Fjöru- tíu menn gleymdu reiði guðanna. Þessir fjörutíu menn eru ekki lengur af Mayaþjóð- inni. Komið fram svikarar, og bíðið dóms- ins hjá hinum dauðu foringjum yðar. Hikið ekki því að þá slæ ég yður þar sem þið stand- ið. Gangið fram, segi ég!” Enginn sinti mér nú, því að ég gleymdi sjálfum mér, og snéri mér við og sá þá menn- ina slegna af skelfingu vera að þreifa fyrir sér, skríðandi, eins og þeir væru sjónlausir, en sumir riðuðu skjálfandi af óttanum og gátu naumast staðið. Þeir riðuðu og duttu nið- ur á gólfið fyrir augunum, sem hálfhulin horfðu á þá að ofan, og lágu þar kvaldir af 'ógnum sektar sinnar. Það var sem hel kaldur gustur reiðinnar kæmi þjótandi eftir ganginum, og brendi þessa vesalinga, því að þeir hríðskulfu, eins og væru þeir frosnir í hel. Þeir biðu þar langa stund eftir dauða sínum. Hinn hópurinn sem dauðir væru, virtust rólegir, þó að andlit þeirra væru köld og róleg, því að þeir voru sloppnir við mann- legar skelfingar, en þessir ekki. En hægt og seint heyrðist þá rödd ein segja: “Dómurinn, sem ég dæmi þá til að þola, er æfilangur þrældómur fyrir þá alla. En linun í dómnum er þó komið u^dir framkomu og hegðan þeirra, sem dæmdir eru. Og hin- um dygga og trúfasta vini mínum Manco, gef ég menn þessa lifandi, ef þeir kunna að iðr- ast gjörða sinna á komandi árum.” Síðan hækkaði hann röddina svo að hún varð að orgi, og sagði: Rísið upp þér, sem leitið eftir gulli og vanrækið boð guðanna. Gangið burtu frá félögum yðar, og búið út af fyrir ykkur. Far- ið nú burtu svo að ég gleymi ekki mildi minni.” Leit ég þá aumkvunarlega sjón, er þeir gengu burtu, með hendurnar yfir höfðum sínum, eins og þeir vildu vernda þau frá höggum annara. Þeir hjupu út um hinn þröngva gang og niður stóru tröppurnar. En hópurinn sem horfði á þetta grenjaði og org- aði, og konur og karlar byrgðu höfuð sín; en er ég leit upp á við, sá ég augu myndarinnar blika þrútinn af reiði, eins og vildi hún minna þá á það að aldrei framar skyldu þeir fela á- sjónur sínar fyrir reiði annara. Og meðan ég. horfði á myndina, þá hvarf reiðiblærinn af augunum og þau lokuðust. Eg gat ekki skýrt það, hvernig á því stóð, að þessi blossi í augum myndarinnar, sem hafði gert alla aðra menn lafhrædda, kom mér til þess að hugsa um veruleikann, og um það að allir væru þeir verkfæri í höndum mannsins Morg- ano. Var það blekking1. Eg bý]st við því. En þegar menn gáðu betur að, þá var blekkingin notuð til að koma réttlætinu fram, og hjátrúin getur ekki án þess verið. Eg snéri mér nú við og tók aftur hina fyrri stöðu mína, og var ég þó hræddur við einn möguleika. En það vair það, að litli vísinda- maðurinn myndi verða dáleiddur af hlutverki sínu, svo að honum fyndist hann vera einn hinna fornu og voldugu j^onunga, og láta útganga eifctljvað fráleitt, óþolandi lagaboð, sem snúa mætti á móti honum sjálfum. “Blóð! Þetta heimtar blóð,” heyrði ég röddina segja, og furðaði mig á því, að mér fannst sorgarhljómur í röddinni, og undraðist ég er öðrum heyrðist hið sama. En það var enginn efi á því, því einhversstaðar utarlega í hópnum heyrði ég menn snökkta og stynja. Varð þá þögn, en svo hélt röddin áfram aftur, en var nú þýðari, og sagði: “En til þess að aðvara ykkur elsku börn- in mín, og gefa yður tíma til að íhuga vel heimskuna og grimdina að úthella blóði ann- ara manna, þá læt ég nú það boð út ganga, að í fulla 30 daga skuli loka hinni heilögu borg fyrir umheiminum. í 30 daga skuli í- búar borgarinnar halda sólarlagið heilagt með algerðri þögn. í 30 daga og lengur ef þarf, ©g þangað til hugur minn mýkist til hans, skal munnur minn, sem talar fyrir mína hönd, æðsti presturinn Quano vera í gæzlu, fyrir þá sök að hann gat ekki uppgötvað samsæri þetta. En við stjóminni í hans stað skal Ixtual taka, æðsti prestur Mayaþjóðarinnar, og hinn margfróði Manco. Þér verðið því að .vera þeim hlýðnir og undirgefnir ef að ég á ekki að yfirgefa yður um fleiri kynslóðir. En hvað hina vantrúuðu menn snertir, sem fang ar eru, þá læt ég það boð útganga, að enginn maður í hinni helgu borg skuli gefa þeim fæðu eða vatn, eða veita þeim nokkra hjálp, og liggur við reiði minni. En enginn má gera þeim nokkurt mein, nema ef þeir reyna að sleppa burtu. Þeir komu hingað ótil- kvaddir sem útlendingar, og útlendingar skulu þeir vera þangað til þeir deyja. Þeir skulu hverfa héðan frá Mayaþjóðinni, eins og vindurinn sópar rykinu út í sjóinn. Krjúpið nú á kné og biðjið fyrir Quano hinum elsku- lega, sem nú er að fara.—” Það fór hrollur um mig er ég stóð þarna eins og krossmark, og hallaðist upp að grá- leitu steinunum í grunninum undir hinni feikna stóru mynd. Eg hélt að nú hefði það loksins skéð, að maðurinn hátt í lofti. uppi yf ir mér hefði allt í einu orðið vitskertur. Eg gat ekki skilið það, að í augum fjöldans var ég fordæmdur, og eiginlega vissi ég ekkert hvað ég átti að gera. “Quano, þú sem heldur þér fast í fætur mínar, farðu inn á herbergi þitt og vertu þar einn inni, þangað til ég sendi þig í burtu. Allur þinn innblástur brást þér, og varð að engu þegar ég var ekki nærri, að hvísla í huga þinn. Þú lézt þetta ljóta sam- særi vaxa og þroskast fyrir augum þínum án þess að sjá það, og fyrir það verður þú að borga, sonur sæll. Farðu nú burtu til heim- kynna þinna, og bölvaður veri hver sá sem leggur hendur á þínar dyr.” Loksins skildi ég hvað hann meinti. Hann var að reyna að tefja tímann. En ég gat ekkert annað gert en leikið konunginn. Eg tók hendurnar af steinunum og hélt þeim uppi yfir höfði mér, en byrgði höfuð mitt með kápukraganum, og gekk hægt og hægt niður tröppurnar, og var sem ég bæri afar mikinn þunga sorganna á herðum mínum. Enda heyrðist þá langt og þreytulegt vein frá öllum hinum mikla hóp, sem kraup þarna við bæna- gerð sína. “Þögn!” Sagði nú þýð og mjúk rödd að ofan. “Það er guðanna að kenna í brjót um þá se^n þeir refsa. í heilan klukkutíma verðið þið að krjúpa hér við bænagerð þessa. En þér, heiðruðu prestar, verðið að koma saman á hinum heilaga stað, sem þér þekkið, og auðsýna hlýðni hinna útvöldu sendimönn- um mínum, Ixtual og Manco. Látið tjöld- in falla börnin góð, það er kominn nótt.” Það var eitthvað svo átakanlega sorglegt við þessa seinustu skipun hans, þessa skip- un hans til þeirra, sem ég vissi að hann elsk- aði. Eg hafði ekki vitoð af því að hann elskaði þá svo heitt og innilega eins og nú. Eg hafði ekki orðið þess var að í þessum van- skapaða líkama hans bjuggu tvö eðli, eða tvær náttúrur og vildi önnur aáttúran losna við öll bönd og höft, en hin náttúran elskaði og kendi í brjósti um alla þá, sem hann stjórn- aði. Eg býst við að sumir kunni að brosa að þessu. En þetta var hugmynd mín um hann. En víst var það, að það var hann sem hafði komið þessum leifum þjóðarinnar til þess að kveikja að nýju hina löngu dauðu altariselda, og nú var hann að kveðja þá í hinsta únni. 13. KAPÍTULI. Eg gekk þar niður langan gang og sá þar á gólfinu boginn og skjálfandi prestinn, sem átti að gæta þessa hluta musterisins, sem ég var í. Og ef að ég heföi nokkurn tíma efa um virðingu og ást þá, sem prest- arnir báru til Quano, þá hvarf hann nú, er ég , gekk álútur, með kápuna slegna um andlit * mér, er ég sá að hann rétti út hendurnar að snerta fald klæða minna, og þrýsti þeim að I vörum sér. Eg þorði ekki að segja eitt einasta orð, en ég lagði lauslega hendina á höfuð honum, til að blessa hann, og ég vona, að hann muni til dauðans muna eftir þessu. Eg gelík nú inn í hin skrautlegu her- bergi æðsta prestsins, og lokaði dyrunum hægt á eftir mér, og þeið þar svo þangað til læknirinn kom eftir öðrum leiðum, sem hann þekkti sjálfur. Biðin varaði aðeins þrjár eða fjórar mínútur, en ég sat þama aleinn og fannst tíminn langur. Þegar hann kom lok- aði hann dyrunum á eftir sér, en svo stansaði hann og starði á gólfið, eins og væri hann að velta einhverju í huga sér. Loksins varpaði hann öndinni, og leit upp til mín: “Það virðist vera flónslegt, en samt ætl- aði hjarta mitt að slitna í sundur, það veit hin heilaga María mey. Og ég fann það að ég átti að vera hjá þeim, og leiða þá. Morg- ano, maðurinn sem var að lesa skeyti hinna dauðu kunningja. Eg fann það, að það var þrjóskufullt af mér, að fara frá þeim, að ég var að yfirgefa fólkið sem treysti mér, að ég sjálf- ur hirðirinn, var að hlaupa burtu frá hjörð- inni.” Hann stansaði og greip annari hendi til höfuðs sér, og varð aftur hinn smávaxni ítalski maður, sem einlægt var sjálfum sér ó- samkvæmur, innan um allt þetta umhverfi.: musterið, feykilega fjársjóðu, skurögoðadýrk- un dáinna þjóða, vonir manna og eftirvænt- ingar, og svo margt og mikið annað, sem allt hafði lotið vilja hans og geðþótta. Eg var ekki búinn að grípa það, eða skilja fyllilega að hann var konungur yfir öllu þessu. Allt til þessa hafði hann ekki verið annað, en Páll Morgano, félausi vísindamaðurinn úr hinum latneska parti Parísarborgar. Hann Var orðlagður fyrir að ráða gátur, að lesa og skilja gömul og dauð tungumál, og meistari í öllu helgiletri og rúnalestri. Þegar hann fékst við rannsóknir sínar þá var hann reglu maður hinn mesti og hófsemdarmaður, en drykkjumaður þegar hann hafði ekkert fyr- ir stafni. En nú virtist hann finna til á byrgðar sem lá á herðum hans, og ef að hann á þeirri stundu hefði beðið mig að skýra sér skyldu sína, þá hefði ég sagt honum að hann ætti að fórna og kasta frá sér öllum munaði og óhófi, öllum vísindalegum kröfum og per- sónulegu frelsi, en helga sig allan til velferð- ar þessara hinna mörgu tuga þúsunda, sem trúðu honum og treystu, og biðu þess að hann myndi leiða þá, þangað til þeir gætu myndað voldugt ríki undir forystu hans. En hann var í eðli sínu svo óáreiöanlegur. Það var ómögulegt að treysta á hann. Hann gat ekki haldið áfram jafn vandasömu starfi. Hann hefði getað það um tíma, en svo hefði allt farið í mola og mél í höndum hans. Þetta var of stórt og mikið verk fyrir hann. Hann ypti nú öxlum, gekk til mín og sagði við mig: “Farðu nú úr þessum fötum, og farðu í þín eigin föt. Eg ætla á meðan að fara um leynigöngin til þess að sætkja þá Wardrop og Hassan og koma með þá hingað.” Hann hraðaði sér nú á stað en ég fór að klæðast fötunum sem ég var í þegar ég fór í gegnum skóginn, og meðan ég var í fangels- inu. Varð ég feginn að losna við hið þunga gullband um höfuðið, og hina fornu kórónu, Býst ég við að prinsar og konungar hafi þessar sömu tilfinningar, og verði fegnir eins og ég, þegar þeir geta losnað við þetta.. En í þessu kornu þeir hinir aftur til baka. Var það fljótt séð að læknirinn hafði ekkert sagt þeim af fyrirætlunum sínum, því það var fyrst þá að hann fór að skoða kort eitt eða landa- bréf, sem hann dró upp úr skúffu sinni. Hann leit svo upp og sagði: Við verðum að fleygja hverri únzu óg lóði burtu sem við getum; ég hef hér tekið dálítið af fæðu og vatni, sem við getum ekki án verið, og bundið það í þrjá böggla. Með það verðum við að fara. Og við verðum að sleppa burtu og vera komnir vel á veg áður en þeir hinir, sem nú eru að biðjast fyrir hér fyrir utan, fara á stað aftur til heimila sinna. Og við verðum að fara gömlu göngin, ef þau eru til, sem ég tel sjálfsagt, áður en þeir hinir, sem nú er að biðjast fyrir, komast inn í þau. Komið þið nú drengir, ég get komið ykkur öll- um yfir vatnið.” En þá var Wardrop eini maðurinn sem hikaöi sig. Hann rétti sig upp og stóð þar þráðbeinn og sagði: “Þú segir að við skulum strjúka burtu — og skilja hana Marzidu eftir?” Eg heyrði það á röddu hans, að hann ætlaði sér ekki að fara án hennar. Hann ætlaöi sér að hafa hana með sér, eða þá sitja þar hjá henni, og heldur láta lífið en að skilja við Hana. Þetta er venja Englendinga að vera hjá þeim sem þeir elska, eða þá deyja fyrir þá, ef þörf gerist. “Nei!,” sagði Wardrop, ofur stillilega; ég get ekki farið. Benny, þú ert nú laus allra mála. Og fylgi hamingjan ykkur öllum. En hvað mig snertir þá ætla ég að verða hér eftir. Eg fer ekki fet héðan nema Marzida fari með mér. Hún gekk fúslega út í hásk- ann með okkur og átti allt á hættu, eins og við. Og hún býst ekki við miklu, og hún myndi segja ef hún væri hérna: ‘Látið mig ekki hindra yður í neinu; farið héðan meðan þið getiö það.’ En þið hljótið að sjá það, að ég get ekki farið héðan nema hún komi njeð mér.” * En nú mundi ég líka eftir því hvernig hún hafði komið fram við okkur og sagði: “Þú hefir rétt fyrir þér; ég ætla að vera hér eftir með þér.” Læknirinn starði nú stundarkorn á okk- ur alveg steinhissa, en svo ruddist út úr hon- um heil runa af ítölskum blótsyrðum, en það hafði engin áhrif á Wardrop, og Arabinn Beni Hassan ypti öxlum, og sagði með mestu ró: » “Þar sem húsbóndi minn er, þar verð ég líka.” Læknirinn néri nú höndum saman í vandræöum þessum og hrópaði svo upp: “Eg hef fundið það út. — Bíðið þið hér allir. Eg veit hvar ég get fundið hana, og hvernig ég á að ná henni.” Hann tók úr klæða hrúgunni sem lá þar hvítan búning, eða réttara kápu, sem musteris þjónarnir klæddust, og fór í kápu þessa utan yfir föt sín, og gekk svo hvatlega út úr her- berginu. En það var ekki fyr en nokkru seinna að við urðum vísari um hættu þá, sem hann stofnaði sér í, því hann fór beina leið þangað í musterinu, þar sem eru bústaðir hinna æðstu presta, sona þeirra og dætra, Voru bústaðir þeirra með fortjöldum fyrir. Þangað fór hann nú og beið þess að þeir risu á fætur til þess að fara í hinn mikla fundar sal, og þegar þeir voru farnir gat hann læðst til Marzidu, og tók í kjól hennar og hvíslaði að henni á ensku að hún skyldi koma með sér því elskhugi hennar vildi sjá hana. í fyrstu ætlaði hún að hljóða upp en hætti þó við það, og hlýddi honum, og var hún frá sér numin af geðshræringu, er hann kom með hana inn í herbergið þar sem við vorum í hin- um innri herbergjum. Wardrop fór nú að segja henni hvað til stæði, og sagði henni að við ætluðum að reyna að komast burtu, og varaði hana við hættum þeim sem fyrir hendi lægju. Eg veit ekki hvað hann sagði, því að ég benti lækninum að koma með mér og sagðí: “Þetta er þeirra tími en ekki okkar. Það verður kannske hið seinasta tækifæri sem þau hafa til þess að tala tvö ein saman, og þú getur verið viss um að hann bendir henni á það, hvað hættan sé meiri við það að kom- ast burtu, en að verða eftir.” Við biðum nú fullar fimm mínútur og sagði þá læknirinn: “Við megum ekki gefa þeim meiri tíma. Við verðum að leggja strax á stað eða fara hvergi.” Eg fór nú með honum inn í næsta her- begi, og er við komum þar var Marzida í faðmi hans, og var innilega að biðja hann einhvers, en hann virtist tregur tii að veita bón hennar. En þegar hún heyrði okkur koma þá snéri hún sér við með útbreiddan faðminn og féll á kné fyrir Morgano, og sagði: “Lofið þið mér að fara með ykkur! O! lofið þér með það. Eg dey hér ef ég fæ það ekki, og hvað gerir það þá þó að ég deyi á ferðinni. Eg verð þá lukkuleg til dauðans með manninum sem ég elska. Þið hljotíð að sjá það að þetta er eina ráðið fyrir mig. Eg skal ekki tefja fyrir ykkur. Eg get hjálp- að ykkur. Eg er sterk; feykilega sterk, og ég er þolgóð — og — og ,,Ó! ég bið ykkur í guðs nafni, að vera mér miskunsamir, og lofa mér að fara með ykkur.” Litli maðurinn Morgano beygði sig þá niður að henni og lyfti henni á fætur og kysti hana með viðkvæmni á ennið; —við- kvæmni sem mig hefði aldrei grunaö að hann hefði. “Þú skalt þá koma með okkur,” sagði hann, og stökk inn í önnur herbergi og kom með gömul föt af sjálfum sér og sagði: “Við skulum fara úr herberginu meðan hún hefir fata skifti, en vertu fljót eins og þú getur stúlka mín, við megum engan tíma missa.” Tæpum fimm mínútum seinna vorum við á hlaupum eftir göngum einhverjum með sinn fataböggulinn hvor, ok komum þar að dyrum með slagbröndum fyrir, en við opnuðum þær og settum slagbrandana fyrir hinumegin og hlupum þar niður tröppustiga, langann og snúinn, og varð ég alveg átta- viltur. Komum við þar að litlum leyni- dyrum, en læknirinn opnaði þær og hvíslaði að okkur að slökkva blysin, og hlustaði vand- lega, en er hann heyrði ekkert sagði hann: “Öllu er óhætt; komið nú og flýtið ykk- ur.” Og nú fann ég á kalda straumnum loftsins á enni mér, að við vorum komin að vatninu, og vorum við því vel kunnugir War- drop, Benny og ég. Við vatnsbrúnina voru engir verðir, því að eftir því sem lælknirinn sagði voru allir í musterinu, og allir í hinum helga dal, neydd- ir og skyldugir til að safnast saman frammi fyrir hinu stóra líkneski, og urðu að vera þar fulla klukkustund. Fundum við svo bátinn, sem bundinn var við vatnið og stukkum út í hann. Voru fjórar árar í honum og gripum við þær og rérum sem við gátum. Við hurf- um frá ströndinni strax út í myrkrið, og kom þá Marzida sér vel, því að hún var svo kunn- ug vatninu og hæðunum í kring, að hún gat sagt okkur hvert við ættum að halda, og vís- aði okkur jafnvel á góða lendingu, og rérum við þangað. En musterisljósin sáust glampa í fjarska.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.