Heimskringla - 29.08.1928, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.08.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRIN CLA WINNIPEG 29. ÁGÚST 1928 í Heintakrinjla (StofaaV 188«) Kraor at A kverjam alVTlkoAesi EIGTCNDUK: VIKING PRESS, LTD. BSS •« S5S SARGBNT AVE. WISSIPBS TALSIMI: 8« R37 Tirl blaDelns «r $8.6« Ar*amsurlnn b»rg- Ist fyrlrfram. Allar fc»rira.BÍr seaAlat -FHE VIKING PRiBBS LTB. 8IGFÚ8 HALLD6RS fr* HMn«BS Bitstjérl. litamaskrllt tll blanstasi THH VIKING TRIESS, Ltd.. **•* Ctanftskrlft tll rltstiftransi ■ditoR hkinskrisgla, b« »i*» WISFIIPK6, MAN. "HelmsltrinK'A ls F»fcil»Jted by The Vlklnie I’rraa L,td. anð mrlnteð by CITT PRINTl.Mi * MIHMIHWS €•. SSS-SCII Isrnrnt A re.. Wfsslyr*, Man. Teleyhenet .8d 9S 7 WINNIPEG 29. ÁGÚST 1928 FISKISAMLAGIÐ STOFNAÐ fædda menn, um að styðja samlagið. Við Winnipegvatn væru aðstæður | töluvert aðrar, þar sem fiskað væri vetur, sumar og haust, enda hefðu hlutfallslega tölu- vert færri fiskimenn þaðan gert samn- inga við samlagið, en við Manitobavatn. Þó hefði talsvert orðið ágengt. T. d. væru um 40 samningsaðilar þegar fengn- ir á Gimli, átján í Mikley, o s. frv., enda myndi drjúgum aukast við töluna. Við Winnipegvatn væru og ýms tæki, er sam- lagið gæti fengið, ef því litist, bátar, hús o. fl.— Alls væri nú um 350 samningar gerðir við samlagið. Hefði það með því tryggt sér um sjö miljón pund af ár legri fiskiveiði fylkisins, er reikna mætti um átján miljón pund. Taldi Mr. Reyk dal engan efa á því, að svo marga fleiri samningsaðila væri mögulegt að útvega samlaginu, að það byrjaði starfsemi sína með því, að ráða yfir meira en 50 per cent. af allri fiskiframleiðslu fylkisins. Væru því góðar vonir fyrir hendi, að samlagið næði nauðsynlegum þrifum, og því framtíðarmarki, er hann teldi nauð- synlegt: að höndla einnig sumarfiskinn frá Winnipegvatni, og ef vel heppnaðist, að koma samlagshreyfingunni inn í vestari fylkin líka, Sask. og Alberta. Heimskringla vonar, að föstudagur- inn 24. ágúst 1928 verði eftirminnilegur dagur í vestur-íslenzkum annálum. Hann verður það líka, verður einhver allra eft- irminnilegasti dagurinn, er niðjar Vestur- Islendinga geta minnst úr sogu forfeðra sinna, ef vel tekst það sem þenna dag var til stofnað. Því þá var myndað “Man. Co-operative Fisheries, Ltd.”) sem í raun réttri mætti kalla “Fiskisamlag Islendinga í Manitoba.” því nálega allir stofnendnrnir undanteknmgarlaust eru Islendingar, og forgöngumenn undirbun- ingsins og samtakanna sömuleiðis. Undir öllum kringumstæðum mynd- um vér jafn alhuga hafa óskað þessari stofnun gengis. En skiljanlega ber- um vér hana ekki síðnr fyrir brjosti fyr- ir þá sök, að vér hófum fyrstir opmber- lega máls á nauðsyn þessa samlags, það vér til vitum, fyrir fjórum árum siðan. Oss dettur ekki í hug að ætlast til þess að menn fái þá hugmynd, að vér seum að reyna að þakka oss að nokkru leyti fram- gang málsins. Heiðurinn fyrir Það eiga íorgön gumenln pg stofnendur oskfftan ásamt þeim, er ítarlegar en ver hafa um málið síðar ritað, eins og t. d. F Pétursson og Guðm. Jónsson frá Vogar En það er gaman að sjá opnast veg framgangs .áhugamálum sínum, þeim eem maður ann mest, jafnvel þott atorku og skilningi annara megi þakka, en ekki eigin tilverknaði. til » * * Eins og marga mun reka minni til, tóku nokkrir menn sig saman í vor um að koma á fiskisamlagi hér í fylkinu, leit uði því löggildingar og mynduðu braða- birgðarnefnd. Þá nefnd skipuðu Guðm. F. Jónasson, kaupmaður frá Wmmpeg- osis, er kosinn var formaður nefndarinn- ar; Paul Reykdal, fyrverandi kaupmaður að Lundar; Rögnvaldur Vídal, kaupmað- ur að Hogden; Skúli Sigfússon, fylkis- þingmaður St. Geórges kyördæmis; B. Bjarnason, kaupmaður að Langruth, R. Kerr, frá St. Laurent, og E. Walker frá Winnipeg. Lögfræðilegur ráðunautur nefndarinnar var Col. H. M. Hannesson frá Selkirk. Á stofnfundinum, er haldinn var í þinghúsi fylkisins á föstudaginn, og Mr. G. F. Jónasson stýrði, með Mr. E. Walk- er sem ritara, skýrði Mr. Paul Reykdal frá því, hvað bráðabirgðanefndinni hefði orðið ágengt síðan í vor, samlag- inu til fylgisöflunar. Hefir hún verið í höndum Mr. Reykdals, er mjög ötullega hefir að henni unnið í sumar, með að- stoð margra góðra drengja víðsvegar að, að því er oss skilst. Col. H. M. Hannesson gat þess í stuttu máli, hvað næst lægi fyrir sam- laginu, nú er það tæki til staría. 1 fyrsta lagi þyrfti að fá 500—600 samn- ingsaðila, og ætti þá samlagið að hafa í höndum sér umráð yfir hðrumbil 10— 11 miljón pundum af ársveiði fylkisins, eða töluvert meira en helmingnum. I öðru lagi þyrfti að koma á fót um tutt- ugu stöðvum, þar sem fiski framleiðenda væri veitt móttaka. í þriðja lagi þyrfti að koma á fót miðsölustöð hér í Winni- peg, og í fjórða lagi að koma upp tveim skrifstofum í Bandaríkjunum, annari í Chicago og hinni í New York, er hefðu umsjón með sölunni syðra, leiðbéindu Winnipegskrifstofunni viðvíkjandi mark- aðskilyrðum syðra, jöfnuðu ágreining, er þar kynni að verða, o. s. frv.— Þyrfti því nokkurt rekstursfé þegar í byrjun, a. m. k. um $10,000 fyrir það allra fyrsta, en líklega um $50,00—60,000 til þess að koma starfseminni á nauðsynlegan rek- spöl. Og sem vel var, gat Mr. Hannes- son flutt fundinum þær gleðifregnir, að vissa væri fengin fyrir því, að samlagið gæti fengið nauðsynlegt fé, til þess að hefja starfsemi sína bæði hér í Canada og eips í Bandaríkjunum. Viðskifti við samlagsaðila yrði á þá leið, kvað Mr. Hannesson, að jafnað yrði mánaðarlega niður verðinu fyrir fram- leiðsluna milli framleiðenda, en afgang- inum síðan jafnað niður milli þeirra, við vertíðarlok, eftir því sem hver hefði fisk- að til markaðssölu. Að dæmi annara samlaga, áskildi fiskisamlagið sér rétt til þess að leggja til hliðar nokkuð af hverju hundraði söluverðsins, bæði í vara sjóð og til þess að svara til, ef eitthvert tap kynni að bera að höndum, og eins til þe&s að færa út kvíarnar, eftir því sem framkvæmdastjórn samlagsins teldi nauðsynlegt.— Hver meðlimur samlags- ins hefði eitt atkvæði, þótt hann ekki taki nema einn hlut, og ekki fleiri, þótt hann taki tuttugu eða fimmtíu. Þess vegna riði og enn meira á því, að fiskimenn gengju sem flestir í samlagið heldur en jafnvel að þeir legðu sem mest fé í það. Allir réðu jafnmikið, hvor fyrir sig, um kosningar, enda um að gera, að velja þá menn, er menn tryðu bezt til skyn- samlegra framkvæmda, hvernig svo sem viðhorf hvers einstaks værí gagnvart þeim persónulega. » * * Þess er ekki að dyljast, að ýmsir trúlitlir Tómásar finnast, og það meðal fiskimanna sjálfra, er ekki vænta sér mik ils af samlaginu. En það er ekkert ein- stakt. Allar slíkar tilraunir hafa orð- ið fyrir sömu reynslu. Sumum hefir fundist fiskisamlags Um 2,000 fiskimenn kvað Mr. Reyk- dal vera í Manitobafylki, en af þeim væru allmargír á mála hjá öðrum. Um 250 samninga kvað hann hafa verið gerða við fiskimenn frá Manitohavatni, og myndu þeir samningar ná til hér um bil 500 fiskimanna. Kvaðst hann ör- uggur þess, að um 90 per cent af fiski- mönnum frá Oak Point og norður úr, myndu skrifa undir samninga við sam- lagið. Er þar og mest um óháða fiski- menn. Við Winnipegosisvatn væru og ekki allfáir samningar gerðir við fiski- menn, og eins væríi fengin loforð frá fiskikaupm. þaðan, er skiftu við inn- stofnunin grunsamleg af því að flest- ir frumkvöðlarnir séu, eða hafi verið fiskikaupmenn. Sjálfsagt gert sér í hugarlund, að þeir ætluðu sér að maka krókinn á kostnað fiskimanna, og sitja svo fastari í sessi en áður. Vér hyggj- um ekki gildar ástæður fyrir þessari skoðun. Saml. er stofnað samkvæmt “Lög nm um samvinnufélög” (“Co operaitóve Associations Act”) og það er samlags- mönnunum sjálfum, í heild og hverjum einstökum, í lófa lagið, að líta eftir því, að rekstur samlagsins fylgi þeim nákvæm lega. Auk þess fáum vér ekki annað séð, en að frumkvöðlamir hafi engu minna að tapa, en meðlimir, ef illa fer, | og allt að vinna, engu síður ef vel fer. Ennfremur er oss kunnugt um það, að reyndir samvinnufélagsmenn hyggja gott til lífsskilyrða samlagsins og eru reiðu- búnir að veita því lið, eigi einungis með ráðum, heldur einnig dáð, eins og t. d. Mr. Guðmundur Fjelsted, íormaður rjómabúasamlagsins í Manitoba, er sjálf ur sat stofnfundinn, og lét áhuga sinn og aðstoðarvilja ótvírætt í ljós. Framtíð samlagsins er undir því tvennu komin , að það velji sér hæfa starfsmenn og að fiskimönnum skiljist, að heill þeirra er undir samlaginu komin og þá þeim stuðningi er þeir veita því. “Bis dat qui cito dat,” sögðu hinir gömlu Rómverjar: sá gefur tvisvar er gefur fljótt, og það á sannarlega við hér ekki síður en annatrsstaðar. Ekkert getur eflt samlagið betur, ásamt framkvæmd- arsamri og fyrirhyggjusamri stjórn, en að fiskimenn skipi sér sem fastast og sem fyrst í samlagsfylkinguna. Sam lagið þarf ekki að ganga að því grufl- andi, að því verður veitt harðsnúin og algerlega óvægin mótstaða fyr og síð- an unz yfir lýkur, svo að það annaðhvort stendur sigri hrósandi öruggt og óbug- andi, eða þá að það verður að lúta í lægra haldi, öllum fiskimönnum til ó- metiatnlegs tjóns, um ófyrirsjáanlega langan tíma. Og hér mælum vér til íslenzkra fiskimanna: Fjörutíu og tveir fiskimenn af hverjum hundrað, er fiski stunda í Manitobafylki eru fslendingar. En í höndum þeirra velta áttatíu fiskar af hverjum hundrað, er veiðast. Það er því að afar miklu leyti undir yður komið, íslenzkir fiskimenn, hvort óvinum sam- lagsins á að auðnast að standa yfir höfuðsvörðum þess, sem banamenn þess og framtíðarvelferðar yðar. Einskis verður svifist. Reynt verður að hræða menn, kúga menn, múta þeim og kaupa þá, ef að vanda lætur. Og því harð- ari sem baráttan vitanlega verður, þess meira viljum vér brýna yður að snúa saman bökum og verjst í aljar áttir. Og þótt þér kunnið að hafa litla trú á sam- iaginu og að einhverju leyti að hafa tor- tryggt stofnun þess, þá er nú samlagið stofnaö. En undir því, að samlag geti þrifist, er heill yðar komin. Og þess- vegna eigið þér allir að hlaupa undir bagga með'því strax, en ekki að bíða hik- andi, kloívega á girðingunni, óráðnir í því hvoru megin þér eigið að detta. Mun- ið, að þér ráðið sjálflr hverja menn þér skipið til. framkvæmda, að þér á hverju ári sitjið, til dóms yfir gjörðum þeirra og getið endurkosið og vikið frá eftir vild. Hugfestið gamla sannleikann, jafngóðan þótt margtugginn sé,að sameinaðir standa menn, suúdraðir falla þeir. Mnnið að megin framleiðslumagnins er í yðar hönd um, að þér getið sjálfir skapað yður mátt uga. Og munið, að þetta er í byrjun íslenzkt fyrirtæki, ógleymanlegur minn- isvarði um ætterni yðar og yður sjálfa ef vel fer, hneykslunarhella ef illa fer. Ver- ið gætnir, athugulir, en ekki tortryggnir um skör fram, né fyrir tímann. * * * Heimskringla óskar fiskisamlaginu fararheilla af heilum hug. Ekki ætti að vera nauðsynlegt að taka það fram, að hún mun jafnan hafa rúm fyrir alla þá fylgisöflun, er framkvæmdarnefnd sam- lagsins og velunnarar þess óska að láta í té. Og samlagið ætti að nota sér það. Því enginn efi er á því, að sam- laginu er hin mesti styrkur að því í bráð og lengd, að þessu máli sé hreyft sem oftast, og ekki sízt einmitt í íslenzku hlöðunum. OFAN f JÖRÐINA Því hefir verið haldið fram af ýms- um, sem til hafa þekkt, að íslenzka kirkjan myndi vera frjálslyndust og rýmst þjóðkirkja í heiminum. Þetta hefir verið skynsömum og framsýnum mönnum gleðiefni. Því aldrei verður mótmælendakirkjan of frjálslynd. En það virðist ekki blása sérlega byrlega fyrir kenninga- og skoðunar frelsi innan íslenzku kirkjunnar sem stendur. Eða máske væri réttara að segja, að æðsti maður hennar leggi tölu vert á sig til þess að hasta á hvern vind- gust, er honum virðist stefna byrleiðis í kenningarsegl frjálsra skoðana. Lesendur Heimskringlu rfck- ur vafalaust minni til “Vígslu- neitunarinnar” góðu, og ádeilu Lúðvigs Guðmundssonar á hendur biskups í tilefni af henni. Nú flytja “Straumar,” síðasta heftið er oss hefir bor- ist, grein eftir Ludvig Guð- mundsson, er heitir “Kirkjuvald ið og skoðanafrelsi.” Er upp- haf hennar á þe&sa leið: ‘ Ekki má helþegja það, er geröist viö nýlokið guðfræðipróf i háskólan- um. Að sinni verður þó fátt eitt saigt. Þetta gjörðist: Fyrir hönd bisk- upsins, fór próf. Sig. Sívertsen fram á það við tvo stúdenta, sem gengu undir próf, að þeir felldu á- kveðna kafla úr prófræðunum, er þeir flyttu þær í dómkirkjunni. Annar stúdentanna var Jakob Jóns son frá Djúpavogi. Sá hluti ræðu hans, sem hann helzt mátti ekki flytja, af stóli dómkirkjunnar, er prentaður innan hornklofa í ræðu hans, sem birtist í heild sinrii í þessu hefti “Stnauma ” Gefst lesendum nú færi að sjá ummæli þau, er bisk- upinn bannfærði. Þess þarf vitan- lega ekki að geta við þá, sem þekkja Jakob Jónsson, að hann sinnti ekki tilmælum biskups, en flutti alla ræð- una af skörungsskap og með sann- færingarkrafti. I ræðu hins stúdentsins stóðu m. a. þessi orð: “ “Og það eru einmitt stærstu verð leikar nútímaguðfræðinnar, að hún hefir snúið baki við hinum mörgu meira og minna hæpnu kennisetninig- um og leitað heldur til Krists, þaðan, sem hinn hreini kristindómur er runninn.” ’’ Þessi ummæli voru einnig sett á svarta listann og vandlega lukt rauð- um hornklofum og til þess mælst við stúdentinn, að hann þegði yfir tþessari skoðun sinni í stólnum!” En ummæli þau í ræðu Jak- obs Jónssonar, er biskupi þótti of mikill sálarháski fyrir almúg ann, hljóða á þessa leið: “— — Nú hafa það stundum ver- ið kallaðir trúmenn, sem hvergi ef- uðust um játningar og kenningakerfi kirkjudeildar sinnar. En voru það þá kaþólskar eða lúterskar játningar, sem gáfu Jesú hinn dásamlega mátt hans1?— Eg igeri ekki ráð fyrir að þessi spurning þurfi svars. Engin þeirra trúarjátninga, sem síðari aldir hafa talið mælisnúru kristinnar trú- ar, er til vor komin frá Kristi sjálf- um eða postulum hans. Ekki einu sinni sú, sem kölluð er hin postullega trúarjátning. Sumar þeirra flytja kenningar, sem alls ekki voru til á dögum Krists, og er 'þessvegna úti- lokað, að jafnvel þeir, sem Jesús taldi eiga mikla trú, hefðu getað skrifað undir þær. Jesús virðist hafa talað um trú hjá heiðnum mönn um, svo sem kanversku konunni og rómverska hundraðshöfðingjanum (smbr. Matt.).— Kirkjusagan sýnir einnig, að ekki hefir tekist með játn- ingunum að uppræta illgresið meðal hveitisins. Hefði því verið betra að hlýða áminningu dæmisögunnar, að láta það bíða kornskurðartímans, “svo að þér eigi, er þér tínið ill- gresið, reitið hveitið upp ásamt því.” (Matt. 13, 29—30). Það hefir stundum virzt svo, sem hinir bann- færðu ættu ekki minni trú en hinir, sem bannfæringuna lásu. Hafa ekki sumir villutrúarmenn siðar reynzt að standa nær hveitinu en illgres- inu? Vér höfum sögur af svoköll- uðu réttrúnaðartímabili, er allt lenti í ófrjósömum deilum um kennisetn- ingar. Þá virðist meira hafa ver- ið hugsað um að hafa réttar kenn- ingar sem inngang*orð í guðlega dýrð, en að feta í fótspor Krists hér á jörð. Ofstæki gagnvart þeim, sem af öðrum flokki voru, og bræðsla við djöfulinn og ára hans, galdra og gjörningþ voru höfuð-einkenni tíð- arandans. En var ekki hræðslan einmitt að dómi Jesú merki vantrúar en ekki trúar?” “Ojá, og það er heldur hart,” eins og þar stendur, að herra biskupnum yfir íslahdi skuli finnast þessi orð um of ókristi- leg til þess að framganga opin- berlega af munni kandída ts frá Háskóla Islands, þar sem vitanlega á að ríkja skoðana- og hugsunarfrelsi. Það má svo sem nærri geta, að stúdent- unum fari að skiljast það, að það kunni að vera vissara upp á prófúrslitin og fyrstu eink- unn að haga orðum sínum “gætilega.”— Eins og það var talin stílvilla og mállýti á vorrí tíð í skóla, ef einkverjum varð á að skrifa ekki “r”in með réttri gerð í íslenzka stílnum. Vér erum að vísu ekki guð- fróðir. En þó hyggjum vér. að ekki skeiki miklu, er vér get- um þess til, að í ritum Jóns biskups Helgasonar megi finna ummæli, er frá hornklofasjón- armiðinu séu ekki öllu kristi- legri, en þessi framanskráðu ummæli guðfræðistúdentanna tveggja. Þjóðkirkjan mótast í bráð og lengd aíf skoðunum höfðingjá sinna og af tíðarandanum. Vanalega hafaj kirkjuhöifðingj- arnir verið á eftir tíðarand- anum, og haft þeim mun betur, að þeim hefir tekist að gera þjóðkirkjuna yfirleitt á öllum öldum að ramasta fjanda allra framfara. Undantekningarnar hafa bjargað henni frá greftri á stundum. Aldrei hefir kirkj unni riðið meira á undantekn- ingunum meðal yfirmanna sinna, en einmitt nú á þessum tímum, er reynsluvísindin eru stórstígari en nokkru sinni fyr. Og vér teljum það sorglegt tákn tímanna, að jafn mikil- liæfur maður og Jón biskup Helgason er, skuli nú fara svo þveröfugt við þá frjálslyndis- stefnu sína, er fyrrum prýddi hann mest sem kirkjuhöfðingj- a. Því það er engin getgáta, heldur sæmileg vissa, að stjórní hann framvegis í smásmyglis- andanum, er undanfarið hefir of oft komið í Ijós hjá honum, þá verður hann vel á veg kominn, um það er æfi hans lýkur.endist honum aldur og starfsþrek, að ljúka við það verk, sem hann nú er að vinna: að ganga móð- ur sína, íslenzku kirkjuna, ofan í jörðina. í slendingadagur in n í Wynyard Islenzka þjóðminningarhátíöin sL 2. ágúst aS Wynyard Beach tókst — vel. VeöriS var aS vrsu dálítið þungbúiS um morguninn, en batnaSi eftir því, sem lengur leiS á daginn unz komiS var glaSasólskin o,g hlý- indi. HátiSin var afarfjölsótt — þrátt fyrir farandspár, er heyrst höfSu, aS í þetta sinn myndi fólkiS sitja heima. Skemtiskráin tók — eins og verSa vill — helzt til langan tíma, en þó til muna skemri, err búist var viS; því aS vikuna á und- an voru draumar dreymdir og sýnir séSar, og síSan flutt sú opinberun aS nú ættu 15 ræSumenn aS tala á Islendingadaginn! Sanngjarnara er aS segja aS aSeins tveir rœðumenn voru ráSnir fyrir “daginn.” Enn- fremur var leitaS til eins manns, úr hverjum bygSarhluta, um örstutt á- varp eSa kvæSi. Séra FriSrik A. FriSriksson skip- aSi forsæti. I upphafi flutti séra Rúnólfur Marteinsson mjög vandaS og sanngjarnt erindi um ættland vort og þjóSarstofn. Mr. Hjálmar- son, fræSslustjóri, er flvtja skyldi minni Canada, teptist í fjarlægS á embættisferS, og náSi eigi í tíma á hátíSina. Jón Janusson frá Foam Lake — annar af tveim fyrstu land- nemum VatnabygSar — rakti gaml- ar og merkilegar minningar, og lagSi til aS næsta ár, og þaSan í frá, létu landar sig ekki muna um þaS, aS sækja sínar þjóShátíðir klæddir ís- lenzkum þjóSbúningum, og ríSandi íslenzkum hestum. — Þorsteinn GuS- nrundsson frá Leslie áleit aS Islend- ingum þætti lofiS um sjálfa sig full- Igott; þeir mættu minka þaS aS ein- hverju leyti; þeir væru ekki galla-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.